Fjórðungur - Hlaðvarp

Fjórðungur - Hlaðvarp Fjórðungur er hlaðvarp þar sem tveir áhugamenn koma saman og ræða íslenskan körfubolta. Fj?

Seinir á ferð? Já en engu að síður mættir lokauppgjör og rýnt í úrslitakeppnina á ýmsum vígstöðvum. Góðar stundir.
13/04/2024

Seinir á ferð? Já en engu að síður mættir lokauppgjör og rýnt í úrslitakeppnina á ýmsum vígstöðvum. Góðar stundir.

Strákarnir settust niður, kvöddu fjögur lið og einn þjálfara, gerðu upp tímabil liðanna sem komust í úrslitakeppni og rýndu í framtíð einvígjanna. Spennan er mikil á sumum vígstöðvum og hefur minnkað annarsstaðar. 

Við erum mættir aftur. Góð umræða í 84 mínútur og mikið spáð og spekúlerað. Svona höldum við að þetta endi og hvaða lið ...
29/02/2024

Við erum mættir aftur. Góð umræða í 84 mínútur og mikið spáð og spekúlerað. Svona höldum við að þetta endi og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Með hækkandi sól verður allt betra.

Valur - Höttur 1-8
Grindavík - Álftanes 2-7
Keflavík - UMFT 3-6
Þór - Njarðvík 4-5

Árni og Heiðar settust niður og fóru yfir stöðuna nú þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni, rýndu í stöðuna og spáðu fyrir um það hvernig liðin raðist upp í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Valur - Höttur 1-8Grindavík - Álftanes...

Við nálgumst þann tíma ársins sem körfuknattleiksunnendur bíðum eftir með óþreyju allan veturinn. Úrslitakeppnin. Hvort ...
06/02/2024

Við nálgumst þann tíma ársins sem körfuknattleiksunnendur bíðum eftir með óþreyju allan veturinn. Úrslitakeppnin. Hvort sem það er karla eða kvennamegin þá er hátíð í bæ þegar úrslitakeppnin hefst.

Nú er hefðbundinni deildarkeppni í kvennaflokki lokið og við hefur tekið tvískipt deild þannig að liðin eiga s*x til tíu leiki eftir og karlamegin eru s*x umferðir eftir af deildarkeppninni og línur eru ekki farnar að skýrast. Það sem deildirnar eiga sammerkt er að ríkjandi Íslandsmeistarar hafa verið í bölvuðu brasi og eru mjög neðarlega í töflunni miðað við fyrri árangur. Það hefur því vaknað upp spurning hvort ríkjandi Íslandsmeistarar hafi einhvern tíma misst af úrslitakeppninni tímabilið eftir að hafa lyft þeim stærsta.
Valskonur hefðu misst af úrslitakeppninni í ár ef keppnisfyrirkomulaginu hafi ekki verið breytt frá því á síðasta tímabili. Það er að segja í ár munu átta lið taka þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins kvennamegin en Valur endaði í sjöunda sæti deildarinnar áður en deildinni var skipt upp í efri og neðri hluta deildarinnar.

Valskonur munu því vera í neðri hlutanum en verða, nema það verður eitthvað ævintýralegt þrot, þátttakendur í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Það hefur tvisvar sinnum gerst að ríkjandi Íslandsmeistarar hafa misst af úrslitakeppninni í efstu deild kvenna. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar árið 2012 en árið eftir enduðu Ljónynjurnar í sjöunda sæti einmitt eins og Valskonur. Þá fóru fjögur lið í úrslit alveg eins og árin 2018 og 2019 þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar fyrra árið en komust ekki í úrslitakeppnina árið eftir. Árið 2019 unnu Valskonur en Helena Sverrisdóttir skipti úr Haukum í Val á milli tímabila og skipti það væntanlega sköpum.

Það hefur gerst einu sinni í efstu deild karla að ríkjandi Íslandsmeistarar hafi ekki komist í úrslitakeppnina árið eftir. Árið 1988 náðu Haukar að vinna þann stóra í fyrsta og eina skipti sitt eftir frækinn sigur gegn Njarðvíkingum en árið eftir lentu Haukar í sjötta sæti deildarinnar og þar sem enn var við lýði að einungis fjögur lið komust í úrslitakeppni þá sátu þeir eftir með sárt ennið.

Í lok þessarar viku verður 17. umferðin leikin í Subway deild karla og þar á meðal eigast við Stjarnan og ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóll í Garðabænum. Heimamenn sitja í áttunda sæti deildarinnar og ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls sæti neðar og þar með fyrir utan úrslitakeppnina. Liðin eru bæði með 16 stig ef 16 leiki en Stjörnumenn eru sæti ofar þar sem þeir unnu Stólana fyrir norðan með s*x stigum í nóvember sl. Þeir eiga því innbyrðisviðureignina og Stólunum myndi væntanlega þykja vænt um að vinna þann mun upp ef þeir ná í sigurinn á annað borð. Það er sem sagt raunhæfur möguleiki á því að ríkjandi Íslandsmeistarar UMFT missi af úrslitakeppni og það yrði þá í fyrsta sinn sem það gerist í átta liða úrslitakeppni.

Annir á öðrum vígstöðvum komu í veg fyrir fyrsta Fjórðungs-uppgjörið en þið fáið þá bara þéttan pakka frá okkur í öðru F...
20/12/2023

Annir á öðrum vígstöðvum komu í veg fyrir fyrsta Fjórðungs-uppgjörið en þið fáið þá bara þéttan pakka frá okkur í öðru Fjórðungs-uppgjörinu líkt og deildin er þétt. Gjörið svo vel.

Við tókum heildrænt uppgjör á því hvernig Subway deild karla 2023-2024 hefur gengið. Mikil spenna, þéttur pakki, vesen á leikmannahópum og engin leið til að sjá hvernir það eru sem verða deildarmeistarar og síður Íslandsmeistarar.

Og sjá. Eins og venja er á þessum árstíma þá þarf að spá í spilin og rýna í landslagið fyrir komandi leiktíð. Það gerðum...
02/10/2023

Og sjá. Eins og venja er á þessum árstíma þá þarf að spá í spilin og rýna í landslagið fyrir komandi leiktíð. Það gerðum við og erum hér með ylvolgar 80 mínútur af spekúleringum varðandi liðin sem munu leika í Subway deild karla tímabilið 2023-2024.

Heiðar og Árni settust niður og rýndu í landslagið fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Spáð var fyrir um röð liðanna í deildarkeppni og svo aðeins nefnt hverjir gætu verið Íslandsmeistarar þegar allt er afstaðið. Mun það koma á óvart hverj...

04/05/2023

Nú er ekkert annað eftir en að útkljá það hverjir lyfta Íslandsmeistaratitlinum og það er endurtekið efni frá því í fyrra. Valur og Tindastóll munu berjast um titilinn. Við reyndum að rýna í þetta, kvöddum Loga, fórum yfir undanúrslita einvígin og tæptum á því sem við vitum fyrir næsta tímabil.

https://open.spotify.com/episode/4w1sBM4kfRrV04C3E9pOL8?si=t8SK95a7S-WIj7S4AMQ6Rg

Síkið á SauðárkrókiÞau eru nokkur íþróttahúsin hér á landi sem eru talin sögufræg og höfum við í Fjórðungi tekið tvö þei...
23/04/2023

Síkið á Sauðárkróki

Þau eru nokkur íþróttahúsin hér á landi sem eru talin sögufræg og höfum við í Fjórðungi tekið tvö þeirra til umfjöllunar. Það eru Ljónagryfjan í Njarðvík og Sláturhús þeirra Keflvíkinga. Nú eru Njarðvíkingar á leiðinni norður til að reyna að vinna til baka heimaleikjarétt sinn eftir tap fyrir Tindastól í fyrsta leik undanúrslitanna í Ljónagryfjunni. Það er þó hægara sagt. Þeir þurfa að fara í Síkið á Sauðárkróki til að vinna leik númer tvö og var kjaftshöggið í fyrsta leik það öflugt að manni fannst verkefnið nógu erfitt fyrir að það spila á einum erfiðasta útivelli landsins. Sérstaklega þegar komið er í úrslitakeppnina.

Íþróttahúsið á Sauðárkróki var tekið í notkun árið 1985 og þótti ritstjóra Feykis, Þórhalli Ásmundssyni, þörf á því að íþróttahúsið fengi nafn í líkingu við Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það var úr að í umfjöllun í Feyki um leik við Hauka sagði Þórhallur að „KR-ingar koma síðan í heimsókn í Krókódíla-síkið á sunnudaginn“ og þar með fæddist nafngiftin. Þórhallur sagði síðar að tengingin hafi komið vegna þess að liðið væri frá Sauðárkróki og leikmenn flestir Króksarar og þess vegna hafi krókódíla tengingin blasið við. „Og með áhorfendur allt í kring og leikmennina svamlandi til sigurs í suðupottinum var völlurinn nánast eins og krókódílasíki. Nafngiftin smellpassaði“, sagði í umfjöllun Feykis (https://timarit.is/page/7231211?iabr=on) frá árinu 2018 um Síkið.

Vindum okkur þá í það hversu erfitt er að vinna í Síkinu. Við tökum dæmi frá þessu tímabili og því síðasta. Stólarnir hafa ekki tapað leik í úrslitakeppninni á heimavelli síðan árið 2021 en þá voru þeir áttunda liðið inn í úrslitakeppnina. Þá mættu þeir deildarmeistaum Keflvíkinga sem kláruðu einvígið í Síkinu og því þeir síðustu sem unnu þá fyrir norðan. Síðan þá hefur Tindastóll spilað níu leiki í úrslitakeppni í Síkinu og unnið þá alla. Fimm þeirra hafa verið stórsigrar, unnið með meira en 10 stigum skulum við segja, einn leikur unnist með s*x stigum og síðan þrír leikir þar sem staðan hefur ekki verið ákjósanleg en sigurinn verið keyrður áfram af virkilega háværum stuðningsmönnum.

Í átta liða úrslitum síðasta tímabils þá öttu Stólarnir kappi við Keflvíkinga aftur og eftir að hafa unnið fyrsta heimaleikinn með 21 stigi og tapað leik tvö í Keflavík var komið að heimaleik nr. 2. Þar byrjuðu Stólarnir betur en töpuðu niður 13 stiga forskoti og lentu í framlengingu að lokum. Þar fundu Stólarnir sig fjórum stigum undir þegar um fjórar mínútur voru eftir en unnu síðustu mínúturnar 10-5 og skoraði Zoran Vrkic sigurkörfuna þegar nánast ekkert var eftir af leiknum. Þeir unnu síðan oddaleikinn gegn Keflavík með 14 stigum.

Í undanúrslitum það árið voru það Njarðvíkingar, eins og núna, sem voru andstæðingarnir og eftir að hafa unnið fyrsta leikinn þá voru þeir í miklum vandræðum. Stólarnir voru 18 stigum undir þegar einn leikhluti var eftir af venjulegum leiktíma. Þeir hins vegar unnu fjórða leikhlutann 40-22 og því þurfti að framlengja og tvisvar í raun og veru! Seinni framlenginguna unnu loks Stólarnir með níu stigum. Tindastóll tryggði þar með sæti sitt í úrslitaeinvíginu með því að leggja Njarðvíkinga með s*x stigum.

Þá voru það Valsmenn sem áttu heimavallarréttinn unnu fyrsta leikinn á heimavelli en voru jarðtengdir í Síkinu í leik númer tvö þar sem Stólarnir unnu með 16 stigum. Valsmenn unnu leik nr. 3 heima og voru á leiðinni að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í leik nr. 4. Valsmenn leiddu með s*x stigum um miðjan fjórða leikhluta en Stólarnir unnu þann mun upp og þurfti að framlengja. Valsmenn leiddu aftur með þremur stigum þegar 10 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Javon Bess jafnaði metin með þriggja stiga körfu áður en Pétur Rúnar Birgisson stal boltanum og skoraði sigurkörfuna þegar um sekúnda var eftir af leiknum og tryggði Stólunum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn unn loks þann oddaleik á Hlíðarenda.

Svo þegar komið er í þessa úrslitakeppni þá áttu Keflvíkingar ekki erindi sem erfiði í Síkinu í tveimur leikjum þar sem Stólarnir unnu fyrri leikinn með 26 stigum og seinni heimaleikinn með 18 stigum. Það er því verðugt verkefni sem Njarðvíkingar standa frammi fyrir í kvöld.

Gleðilegt sumar! Átta liða úrslitin eru liðin og gerð upp hér ásamt því að við tökum snúning á því hvað við sjáum í unda...
20/04/2023

Gleðilegt sumar! Átta liða úrslitin eru liðin og gerð upp hér ásamt því að við tökum snúning á því hvað við sjáum í undanúrslitunum.

Opinber spá Fjórðungs er eftirfarandi:
UMFN-UMFT 3-2
Valur-Þór Þ. 1-3

Sumarið er komið, 8 líða úrslitum er lokið og alvaran og dramatíkina verður bara meiri héðan af. Við fórum yfir einvígin sem er lokið, kvöddu liðin sem duttu út og rýndum í undanúrslitum.

04/04/2023

Hefst þá úrslitakeppnin karlamegin. Hér er opinber spá Fjórðungs.

Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) 3-1

Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) 3-0.

Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) 2-3.

Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti) 1-3

Það var langt uppgjörið í þetta sinn enda af nægu að taka. Það er ein umferð eftir en við erum snemma á ferðinni sökum a...
28/03/2023

Það var langt uppgjörið í þetta sinn enda af nægu að taka. Það er ein umferð eftir en við erum snemma á ferðinni sökum anna. Útlendingamál og yfirvofandi úrslitakeppni fengu nægt pláss og 1. deildin og Úrvalsdeild kvenna fengu einnig mínútur í dag. Við finnum mínútur fyrir alla skal ég segja ykkur.

Útlendingar, úrslitakeppni og ekki útséð með hvernig deildin endar að fullu en Árni og Heiðar renndur yfir breitt svið ásamt hefðbundnu Fjórðungsuppgjöri. 1. deildin og kvennadeildin fengu einnig smá umfjöllun.

Brakið er byrjað. Mikið sem þarf að ræða og mikið sem þarf að gera upp áður en úrslitakeppnin byrjar. Við fórum yfir svi...
03/03/2023

Brakið er byrjað. Mikið sem þarf að ræða og mikið sem þarf að gera upp áður en úrslitakeppnin byrjar. Við fórum yfir sviðið og gerðum upp 3. Fjórðung.

Heiðar og Árni settust niður og fóru vítt yfir sviðið. Landsliðið tekið fyrir, Subway deild karla gerð upp af gömlum vana og 1. deildin tekin fyrir.Gætu Stjarnan og Grindavík misst af úrslitakeppninni? Fá Héraðsbúar að finna úrslitakeppnistilfinni...

Langur göngutúr í vændum eða akstur frá Vík í Mýrdal að Skaftafelli? Við getum fyllt þögnina með körfuboltahjali. Umræða...
05/01/2023

Langur göngutúr í vændum eða akstur frá Vík í Mýrdal að Skaftafelli? Við getum fyllt þögnina með körfuboltahjali. Umræða um ´domara og svo vörutalning á liðunum í Subway deild karla.

Heiðar og Árni settust niður til að gera upp annan Fjórðung tímabilsins. Rætt var um dómarastéttina og svo rennt yfir liðin tólf í Subway-deild karla í körfuknattleik. Sum lið eru í vondum málum, sum lið eru bara skrýtin, önnur lið sigla lygnan sj...

Þéttur pakki víðsvegar um deildina. Það stefnir í að þetta tímabil verði eftirminnilegt vegna þess hve jöfn liðin virðas...
07/11/2022

Þéttur pakki víðsvegar um deildina. Það stefnir í að þetta tímabil verði eftirminnilegt vegna þess hve jöfn liðin virðast vera en það er þó hægt að lesa í hvar lið verða í baráttunni eftir þennan fyrsta Fjórðung.

Heiðar og Árni settust niður í aðdraganda landsleikjhlés til að gera upp fyrsta Fjórðung tímabilsins. Væri réttara að kalla deildina Borgarlínudeildina? Lið gætu allavega færst ansi hratt á milli efri byggðar og neðri byggðar með sigri eða tapi. K...

Af gengi nýliðaNýliðar Hauka hafa farið virkilega vel af stað í Subway deild karla í körfubolta þetta tímabilið. Þeir er...
24/10/2022

Af gengi nýliða
Nýliðar Hauka hafa farið virkilega vel af stað í Subway deild karla í körfubolta þetta tímabilið. Þeir eru á toppi deildarinnar þegar þetta er skrifað og hafa unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir ná að eiga bestu byrjun nýlið en Hamar frá Hveragerði náði þeim árangri að vinna fyrstu fjóra leiki sína tímabilið 1999-2000 og sátu því á toppi deildarinnar þegar komið var fram á 18. október árið 1999.

Aðrir nýliðar hafa byrjað mjög vel og hægt er að taka sem dæmi að Tindastóll vann átta af fyrstu níu leikjum sínum tímabilið 2014-2015 en töpuðu leik númer þrjú og því ekki hægt að segja að þeir hafi átt bestu byrjunina. Þá unnu Fjölnir og Skallagrímur bæði sem nýliðar fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum tímabilið 2004-2005. Fjölnismenn töpuðu í leik nr. þrjú og Skallagrímur í leik númer tvö. Það ber að athuga að könnunin nær ekki lengra en til ársins 1994.

Pétur Ingvarsson var spilandi þjálfari Hamarsmanna og komst hann að orði við Morgunblaðið, eftir fjórða sigurinn í röð, að byrjunin á mótinu hafi verið mikið betri en hann sjálfur bjóst við. Hamarsmenn unnu Snæfell, Tindastól, KFÍ og ÍA og í sama viðtali vildi hann fara að tala um „…Suðurlandslið í staðinn fyrir að segja Suðurnesjalið“. Sjálfstraustið í hæstu hæðum en mögulega æsti Pétur upp í Suðurnesjaliðunum því næstu tveir leikir töpuðust en þeir voru á móti Keflavík og Njarðvík en þetta voru liðin sem höfðu mæst í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vorið áður og voru á þessum tíma bestu lið landsins. Þriðja tap liðsins kom svo skömmu síðar gegn Grindvíkingum.

Eftir tapið gegn Njarðvík komst Pétur svo að orði að liðið hans gæti staðið í toppbaráttu en ekki í botnbaráttu þrátt fyrir að vera nýliðar. Það gekk ekki eftir því liðið endaði í áttunda sæti deildarinnar og þurftu að etja kappi við deildarmeistara Njarðvíkur sem sópuðu Hamarsmönnum í sumarfrí 2-0. Hvergerðingar voru samt sem áður ánægðir með veturinn en væntingarnar hafa væntanlega ekki verið mjög miklar verandi nýliðar í deildinni.

Það verður fróðlegt að sjá hversu langt Haukar ná í vetur en þeim er spáð fínu gengi á flestum stöðum og ættu að taka þátt í úrslitakeppninni ef það verða engin stóráföll. Næsti leikur er þó snúinn en Íslandsmeistarar Vals koma í heimsókn í Ólafssal.

Við erum mættir aftur. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá erum við heldur seint á ferðinni en hér gefur að líta 88 mínútur...
07/10/2022

Við erum mættir aftur. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá erum við heldur seint á ferðinni en hér gefur að líta 88 mínútur af upphitun fyrir körfuboltatímabilið 2022-2023. Byrjuðum á lofgjörð um Pavel Ermolinskij sem kvaddi eftir mjög farsælan feril og renndum síðan yfir sviðið sem er Subway deild karla.

Upphitunin er í seinna lagi þetta tímabilið en henni er nú lokið. Við lofsungum Pavel Ermolinskij áður en við fórum yfir spána hjá Fjórðungi. Fer Höttur beint niður aftur og hverja taka þeir þá með sér? Eru Keflvíkingar bestir? Það eru stórar spur...

Á sunnudaginn fór fram leikur um hverjir eru Meistarar meistaranna karlamegin. Þar tóku Íslandsmeistarar Vals á móti bik...
04/10/2022

Á sunnudaginn fór fram leikur um hverjir eru Meistarar meistaranna karlamegin. Þar tóku Íslandsmeistarar Vals á móti bikarmeisturum Stjörnunnar að Hlíðarenda og fór Valur meðsigurafhólmi. Njarðvík tryggði sér nafngiftina kvennamegin um daginn með því að leggja Valskonur en keppni í Subway deild kvenna er hafin og það með látum.

Þetta allt saman þýðir að það er von á þætti af Fjórðungi. Það er því tilefni til að skoða aðeins að varpa ljósi sögunnar á körfuna hér heima.

Áður hefur verið fjallað um það að til þess að verða Íslandsmeistarar þá er best að verða deildarmeistari. Alls hafa deildarmeistarar hampað þeim stóra í 21 skipti af 38. Staðan er nú samt þannig að það eru fimm ár síðan deildarmeistararnir hafa orðið Íslandsmeistarar og undanfarnir fjórir Íslandsmeistarar voru ekki deildarmeistarar. Við náttúrlega vitum ekki hvað Stjarnan hefði náð að gera sem deildarmeistarar en Covid 19 rændi þá tækifærinu.

Þetta er því lengsta runa Íslandsmeistara sem eru ekki deildarmeistarar í sögu körfuboltans síðan úrslitakeppni var tekin upp árið 1984. Á árunum 2002 til 2004 skiptu grannarnir Njarðvík og Keflavík með þremur Íslandsmeistaratitlum í röð án þess að vera deildarmeistarar. Keflavík vann tvo titla og Njarðvík einn. Deildarmeistarar þessara ára komust allir í úrslitaeinvígið en þurftu að bíta í súra eplið. Undanfarin 4 skipti þá hafa bara Keflvíkingar komist í lokaúrslit sem deildarmeistarar en hinir hafa lotið í gras í undanúrslitum.

15/09/2022

Yes! Það er orðið fjandi stutt í að vertíðin hefst

Við setjum punktinn við tímabilið 2021-2022 og þökkum áheyrendum okkar kærlega fyrir veturinn. Við gerðum upp lokarimmun...
20/05/2022

Við setjum punktinn við tímabilið 2021-2022 og þökkum áheyrendum okkar kærlega fyrir veturinn. Við gerðum upp lokarimmuna og hylltum Íslandsmeistara Vals. Við sjáumst svo þegar laufin fara að gulna.

Heiðar og Árni settust við fjarfundarbúnaðinn og ræddu um loka rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn, Íslandsmeistara Vals, leikmennina sem skópu titilinn, Stólana og þeirra vegferð, stuðið á pöllunum áður en þeir renndu yfir sviðið fyrir næsta tímab...

Gleðilegan oddaleikjadag körfuboltafjölskylda! Í kvöld ræðst það hvort Valur hampi Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skip...
18/05/2022

Gleðilegan oddaleikjadag körfuboltafjölskylda!

Í kvöld ræðst það hvort Valur hampi Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti síðan 1983 eða þá hvort Tindastóll vinni þann stóra í fyrsta skipti í sögu sinni. Tindastóll hefur teflt fram körfuboltaliði síðan 1956 og færið á Íslandsmeistaratitlinum hefur aldrei verið betra.

Það eina sem við biðjum um er að bæði lið mæti til leiks. Á þessari öld höfum við fengið 5 oddaleik og 3 sinnum höfum við fengið rúst eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Meðal stigamunurinn er 21,8 stig og þessir leikir oft búnir í hálfleik. Við efumst ekki um að þetta verði hörkuleikur en finnst nauðsynlegt að brýna liðin

Tvö félög sem eru ekki oft í lokaviðureign tímabilsins eigast við um titilinn. Valur og Tindastóll hefja leik í kvöld.Í ...
06/05/2022

Tvö félög sem eru ekki oft í lokaviðureign tímabilsins eigast við um titilinn. Valur og Tindastóll hefja leik í kvöld.

Í fyrsta sinn síðan úrslitakeppnin var leikin árið 1984 er hvorki Suðurnesjalið eða KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Við fórum yfir þetta allt saman.

Það er komið að því! Tvö lið eftir með eitt markmið. Valur og Tindastól munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn þetta tímabilið og eru þau vel að því komin. Við óskuðum Njarðvíkingum til hamingju með sinn titil fórum yfir undarnúrslitin og spáðum í...

Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Njarðvíkingar. Í fyrsta sinn síðan 1997 sem liðið í 4. sæti vinnur titilinn og ...
01/05/2022

Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Njarðvíkingar. Í fyrsta sinn síðan 1997 sem liðið í 4. sæti vinnur titilinn og fyrsta skipti síðan 1995 sem nýliðar vinna Íslandsmeistaratitilinn. Einnig í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna Íslandsmeistaratitilinn síðan 2012. Stórkostlegur árangur.

Undanúrslitin hjá körlunum hefjast í kvöld og við spáðum í spilin ásamt því að renna yfir átta liða úrslitin. Við snertu...
20/04/2022

Undanúrslitin hjá körlunum hefjast í kvöld og við spáðum í spilin ásamt því að renna yfir átta liða úrslitin. Við snertum einnig á úrslitaviðureign Hauka og Njarðvíkur kvennamegin en þar leiða Njarðvíkingar 1-0. Og svo fleira.

Farið yfir sviðið eins og það lítur út eftir átta liða úrslit Subway deildar karla og spáð í spilin fyrir undanúrslitin. Fáum við 2 oddaleiki í byrjun maí? Það væri heldur betur fengur fyrir körfuboltaaðdáandann. Einnig var drepið á úrslitaviðurei...

Úrslitakeppnin er byrjuð og við náðum að setjast niður og ræða vítt og breitt um sviðið.
05/04/2022

Úrslitakeppnin er byrjuð og við náðum að setjast niður og ræða vítt og breitt um sviðið.

Farið var yfir neðstu fjögur liðin, snert á undanúrslitum kvenna og farið yfir einvígin í 8-liða úrslitum karla. Þá var tímabilið gert upp, sett saman úrvalslið og menn valdir bestir og efnilegastir.

Þann 27. febrúar sl. skoraði Aliyah Daija Mazyck 44 stig fyrir Fjölni í sigurleik gegn Breiðablik og er það það mesta se...
13/03/2022

Þann 27. febrúar sl. skoraði Aliyah Daija Mazyck 44 stig fyrir Fjölni í sigurleik gegn Breiðablik og er það það mesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í Subway deild kvenna í vetur. Hún er ekki ein um að eiga metið því samherji hennar Sanja Orozovic og Ameryst Alston leikmaður Valskvenna hafa einnig náð að setja 44 stig á töfluna fyrir lið sín þetta tímabilið en í fjögur skipti hefur það gerst að leikmaður skori yfir 40 stig þetta tímabilið. Það var einnig Mazyck sem komst í 40 stigin en hún skoraði 40 stig slétt fyrr í vetur.

Eins og hjá körlunum þá vorum við forvitnir að vita hversu algengt það er að leikmenn í efstu deild kvenna hafa náð að skora yfir 40 stig. Því miður er þó galli á gjöf njarðar því það hefur ekki verið haldið nógu vel utan um tölfræði í kvennakörfubolta hér á landi. Það hefur ekki verið gert nema frá árinu 1994 ef það er hægt að marka grein á kki.is þar sem farið var yfir þær sem stóðu sig best ár frá ári (https://www.kki.is/um-kki/greinar/grein/2001/12/10/Efstu-konur-i-tolfraedi-KKI-1994-2001/). Dýpri tölfræði samantekin er svo ekki til staðar nema frá tímabilinu 2009-2010 en hjá körlunum vorum við með upplýsingar um 40+ stiga leiki aftur til ársins 1978. Við erum því að vinna með þrengri ramma fyrir konurnar en hjá körlunum en við vöðum í þetta.

Að sjálfsögðu hafa leikmenn fyrir þennan ramma skorað yfir 40 stig í leik en það er mikið verk að tína það saman þannig að það bíður betri tíma. Við getum þó rifjað upp afrek Penny Peppas sem er goðsögn í kvennakörfunni á Íslandi, jafnvel bara í körfuknattleikssögunni á Íslandi, þegar hún náði fjórfaldri tvennu en hún á eitt af s*x skiptum sem það hefur náðst í leik. Í sigurleik með Grindavík gegn ÍR árið 1996 þá skoraði Peppas 52 stig ásamt því að taka 16 fráköst, gefa 11 stoðsendingar og stela 10 boltum. Þess má til gamans geta að Anna D. Sveinbjörnsdóttir, liðsfélagi Peppas, skoraði 39 stig í sama leiknum en Grindvíkingar kjöldrógu ÍR 110-42 í leiknum. Það var þó ekki í eina skiptið sem Peppas náði að skora yfir 40 stig en hún var stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú tímabil af fjórum á 10. áratugnum.

Ef meðfylgjandi mynd er skoðuð þá sést, eins og hjá körlunum, þá er allur gangur á því hversu oft leikmaður nær að skora 40 stig eða meira. Það skiptir máli hvaða erlendu leikmenn eru í deildinni en einungis einu sinni hefur íslenskur leikmaður skorað yfir 40 stig á þessum tíma sem við eigum upplýsingar yfir. Það er að sjálfsögðu Helena Sverrisdóttir sem gerði það tímabilið 2015-2016 þegar hún skoraði 45 stig í leik gegn Snæfell í apríl 2016.

Oftast hafa leikmenn í efstu deild kvenna skorað yfir 40 stig tímabilið 2017-2018 en það gerðist 17 sinnum það tímabilið. Hæsta stigaskorið átti Kristen Denise McCarthy, leikmaður Snæfells, þegar hún skoraði 53 stig gegn Skallagrími. Oftast náði Carmen Tyson-Thomas að skora yfir 40 stig en hún náði því s*x sinnum sama tímabil en hún spilaði fyrir Skallagrím. Brittany Dinkins átti þá fimm leiki þar sem hún skoraði yfir 40 stig.
Carmen Tyson-Thomas er sú sem hefur náð oftast á skora yfir 40 stig á þessu tímabili sem við erum að vinna með. Tyson-Thomas spilaði fyrir Keflavík, Njarðvík og Skallagrím á árunum 2014 til 2018 og náði hún að skora yfir 40 stig 18 sinnum og þar af þrisvar sinnum skoraði hún meira en 50 stig. Tímabilið 2016-2017 var hún algjör lykilmaður í liði Njarðvíkur en þá náði hún að skora níu sinnum yfir 40 stig og þrisvar yfir 50 stig en það tímabilið voru skoruð 40 stig eða meira 12 sinnum.

Kristen Denise McCarthy hefur næst oftast yfir 40 stig eða níu sinnum. Hún spilaði fyrir Snæfell frá 2015 til 2018 og það sést á myndinni að McCarthy og Tyson-Thomas hafi verið á sama tíma í deildinni en á þessum tíma fer 40+ stiga leikjum mjög fjölgandi en hríðfalla þegar þær kveðja deildina og hafa 40 stiga leikirnir komið að jafna fjórum eða fimm sinnum undanfarin tímabil. Ályktunin sem hægt er að draga af þessu er að það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig erlendir leikmenn spila í efstu deild kvenna á Íslandi þegar litið er til þess að skoruð séu meira en 40 stig í leik af einum leikmanni.

Hæsta stigaskorið sem er á listanum átti Chelsie Alexa Schweers fyrir Hamar tímabilið 2013-2014 en hún skoraði 54 stig á móti Keflavík. Það gerði hún í 88-84 sigri Hamars á Keflvíkingum og við sjáum það að Schweers skoraði 61% af stigum liðsins síns. Það er þó ekki hæsta hlutfallið sem leikmaður í efstu deild kvenna hefur skorað fyrir lið sitt í einum leik. Það met á Danni L. Williams sem lék með Breiðablik tímabilið 2019. Williams skoraði þá 50 stig í leik gegn KR sem Breiðablik tapaði 98-68. Williams skoraði þess vegna 73,5% stiga Breiðabliks í leiknum og það sem meira er þá skoraði hún 50 af 58 stigum byrjunarliðs Blika í leiknum sem 86% af stigaskori byrjunarliðsins.

Deildin er í pásu en þá vöknum við úr pásunni. Farið yfir sviðið í Subway deild karla og ýmislegt. Spáð í það hverjir mi...
22/02/2022

Deildin er í pásu en þá vöknum við úr pásunni. Farið yfir sviðið í Subway deild karla og ýmislegt. Spáð í það hverjir missa af úrslitakeppninni.

Farið yfir sviðið eftir skrýtinn Fjórðung af tímabilinu. Hvernig sjá strákarnir fyrir sér að efstu átta raðist? Hverjir missa af úrslitakeppninni? Landslið. Smá 1. deild og Subway deild kvenna.

Af 40+ stiga leikjum Þegar Daniel Mortensen skoraði 47 stig gegn Breiðablik þann 18. Febrúar sl. var það í fimmta skipti...
21/02/2022

Af 40+ stiga leikjum

Þegar Daniel Mortensen skoraði 47 stig gegn Breiðablik þann 18. Febrúar sl. var það í fimmta skipti sem leikmaður skorar 40 stig eða meira í leik á tímabilinu 2021-2022. Þetta var einnig það mesta sem einn leikmaður hefur skorað í leik á tímabilinu. Robert Eugene Turner III hefur náð því tvisvar sinnum, Everage Lee Richardson hefur náð því einu sinni og Shawn Glover gerði það einu sinni, á móti Tindastóli í fyrstu umferð. Nú er tímabilinu náttúrlega ekki lokið og við vitum ekki hversu oft leikmaður mun ná að skora yfir 40 stig í leik en okkur langaði samt að vita hversu algengt er að leikmenn skori svona mikið í leik.

Gögnin á kki.is, bæði nýja og gamla vefnum, ná aftur til tímabilsins 1978-1979 og er stutta svarið að það er allur gangur á því hversu algengt það er að leikmenn skori yfir 40 stig. Þá hafa takmarkanir á erlendum leikmönnum hafa haft áhrif á fjölda skipta þar sem leikmenn hafa skorað yfir 40 stig. Meðfylgjandi línurit sýnir hvernig þróunin hefur verið.

Tvisvar sinnum hefur það gerst að engir hafi náð 40 stiga leik en það gerðist tímabilið 1987-1988. Þá voru engir erlendir leikmenn leyfðir í deildinni en sá háttur var við lýði frá 1983-1989. Einnig var tímabilið 2007-2008 alveg laust við 40 stiga leik en það er engin sjáanleg ástæða fyrir því nema þá kannski að stigaskor hafi dreifst bara svona vel á milli manna.

Flest skiptin sem leikmönnum hefur tekist að skora yfir 40 stig á einu tímabili var tímabilið 2002-2003 þegar leikmönnum tókst það í 23 skipti. Leikmaður Njarðvíkur Gary Michael Hunter skorað mest það tímabilið en hann náði að setja 47 stig á móti Breiðablik í desember þegar Njarðvíkingar lögðu Blika 88-91.

Tvisvar sinnum til viðbótar náðist að skora 40 stig eða meira oftar en 20 sinnum en það var tímabilin 1990-1991 og 1994-1995 og fyrra tímabilið náðist það 22 sinnum og 21 sinni seinna tímabilið. Bæði skiptin skoruðu þeir sem skoruðu mest 60 stig en það voru goðsagnirnar Franc Booker og Rondey Robinson sem náðu því.

Eins og sést á línuritinu þá gerðist það nokkuð reglulega að leikmenn næðu 40 stiga í upphafi tímabilsins sem við skoðum eða frá 1978 til 1983 gerðist það 11 til 16 sinnum en þá var tekin sú ákvörðun að banna liðum að nota erlenda leikmenn í liðum sínum frá tímabilinu 1983-1984 til og með tímabilinu 1988-1989. Samkvæmt Ólafi Rafnssyni þá þá var það svo að „sú reynsla leiddi a.m.k. til þess að ákveðið var að leyfa þá á nýjan leik“ eins og hann komst að orði í pistli á kki.is. Sú reynsla lýsir sér kannski best í því að á tímabilinu sem um ræðir náðist það einungis þrisvar til s*x sinnum á tímabili að rjúfa 40 stiga múrinn. Valur Ingimundar gerði best á þessum tíma fyrir Njarðvík og Tindastól en hann náði mest að skora 53 og 54 stig en hann er sá sem skorað hefur mest í efstu deild karla frá upphafi. Hann náði einnig að skora mest tímabilið sem erlendir leikmenn sneru aftur 1989-1990 þegar hann náði að setja 47 stig á töfluna í einum leik. Tímabilið eftir mætti Franc Booker á svæðið og skoraði hann níu sinnum meira en 40 stig, þrisvar sinnum náði hann 50 stiga markinu og einu sinn skoraði hann 60 stig. Þar að auki átti hann s*x stigahæstu leikina það tímabilið.

Booker var þó ekki sá sem átti flesta 40+ leikina á einu tímabili. Tveir leikmenn náðu að rjúfa 40 stiga múrinn 10 sinnum á einu tímabili en það voru þeir Danny Shouse og Joe Wright. Shouse var leikmaður Njarðvíkinga tímabilið 1980-1981 þegar múrinn var rofinn 15 sinnum og átti hann 10 af þeim leikjum og skoraði mest 64 stig það tímabilið. Joe Wright spilaði síðan fyrir Breiðablik tímabilið 1992-1993 og skoraði hann 10 sinnum yfir 40 stig og mest 67 stig sem er það næst mesta sem skorað hefur verið í efstu deild karla en John Johnson skoraði 71 stig fyrir Fram tímabilið 1979-1980 eins og við höfum áður farið yfir á Fjórðungi.

Við sjáum einnig að þá hefur það farið fækkandi heilt yfir á 21. öldinni að leikmenn nái að rjúfa 40 stiga múrinn og eftir að frjálst flæði erlendra leikmanna hefur tilfellunum fækkað aftur eftir að hafa hækkað um miðjan síðasta áratug. Líklega má draga þá ályktun að með fleiri góðum leikmönnum er deildin jafnari að gæðum eins og þegar erlendir leikmenn voru bannaðir þá jafnaðist getustig leikmann stöðu fyrir stöðu. Það gerir það að verkum að þó að fleiri leikmenn séu góðir í að skora boltanum þá eru einnig fleiri leikmenn sem eru góðir í að koma í veg fyrir að menn skori stigin. Einnig eru það fleiri menn sem bera þungann í sóknarleik liðanna og það hefur að sjálfsögðu áhrif á stigaskorið.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fjórðungur - Hlaðvarp posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Fjórðungur - Hlaðvarp:

Share

Category