Fljúgum hærra

Fljúgum hærra Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og segja frá merkilegum konum í tónlist og ljósmyndun

Í síðasta þætti hlaðvarpsins veltum við því fyrir okkur hvernig það gerðist að allt í einu dúkkaði upp heilmikill Blues ...
18/12/2024

Í síðasta þætti hlaðvarpsins veltum við því fyrir okkur hvernig það gerðist að allt í einu dúkkaði upp heilmikill Blues áhugi í Bretlandi upp úr 1960. Þar var engin hefð fyrir Amerískum Blues, þannig tónlist var ekki spiluð í útvarpi þar sem BBC taldi að hún væri þeim ekki samboðin og Blues plötur voru fáséðar í plötubúðum.
En þegar Blues tónlistarmenn frá Bandaríkjunum fóru að koma til Bretlands og halda tónleika jókst áhuginn jafnt og þétt.
Þau fyrstu til að koma voru Sister Rosetta Tharpe og Muddy Waters og svo áttu eftir að bætast í hópinn Howlin Wolf, Sonny Boy Williamson, Memphis Slim, Big Bill Broonzy og margir fleiri og sumir komu oftar en einu sinni.
Á þessum tíma var á var Blues tónlist lítils metin í sínu heimalandi og var alger jaðartónlist þar sem m.a.s ungt svart fólk vildi ekkert af henni vita því þetta var tónlist foreldra þeirra og minnti óþægilega á þá tíma þegar svartir þræluðu á bómullarökrunum og voru eign plantekrueigandans rétt eins og svínin og hænurnar og hvítir.
Í Bretlandi var þeim tekið með kostum og kynjum, komið fram við þá af kurteisi og virðingu. Eitthvað annað en flestir þeirra áttu að venjast heima hjá sér. Sumir höfðu jafnvel aldrei setið til borðs með hvítu fólki á veitingastað eða komið inn á heimil þar sem hvítt fólk bjó og aðdáendahópurinn voru ungir hvítir Bretar af millistétt.
En allt um blúsinn í Bretlandi og svo rokkið sem kom á eftir í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Nýr þáttur fór í loftið í morgun!Hvernig kom það til að Bandarísk blues tónlist náði jafn kirfilega að festa sig í sessi...
11/12/2024

Nýr þáttur fór í loftið í morgun!
Hvernig kom það til að Bandarísk blues tónlist náði jafn kirfilega að festa sig í sessi í Bretlandi í byrjun 7. áratugarins og raunin varð á? Tónlist sem engin hefð var fyrir þar í landi, var ekki spiluð þar í útvarpi og var bara fáanleg á plötum eftir krókaleiðum?
Sérstaklega þegar horft er til þess að það var engin stemming fyrir blues tónlist í heimalandinu og þeir sem enn ströggluðu við að spila þá tónlist þar rétt skrimtu.
Breskir tónlistarmenn tóku ekki bara bluesinn upp á sína arma heldur notuðu hann til að búa til það sem núna er skilgreint sem classic rock.

Hvernig kom það til að Bandarísk blues tónlist náði jafn kirfilega að festa sig í sessi í Bretlandi í byrjun 7. áratugarins og raunin varð á? Tónlist sem engin hefð var fyrir þar í landi, var ekki spiluð þar í útvarpi og var bara fáanleg á plötum ...

Höfuðstöðvar Motown útgáfunnar voru fyrstu árin í ósköp venjulegu tveggja hæða timburhúsi með risi í íbúðarhverfi í Detr...
09/12/2024

Höfuðstöðvar Motown útgáfunnar voru fyrstu árin í ósköp venjulegu tveggja hæða timburhúsi með risi í íbúðarhverfi í Detroit auk þess að vera heimili Berry Gordy, stofnanda Motown og fjölskyldu hans.
Fjölskylda og vinir hjálpuðust öll að við að koma húsinu í stand og bílskúrnum var breytt í stúdíó þar sem Gordy hafði keypt notað tveggja rása upptökutæki.
Utan á húsið setti Gordy upp stórt skilti sem á stóð "Hitsville USA" og í glugganum stóð “The sound of Young America" og þar komu sér fyrir listamenn sem breyttu tónlistarsögunni.
Allt um Motown í nýjasta þætti hlaðvarpsins

Motown hafði á sínum snærum ótrúlegan fjölda frábærra tónlistarmanna á sínum gullaldarárumHér eru tveir þeirra. Báðir vo...
02/12/2024

Motown hafði á sínum snærum ótrúlegan fjölda frábærra tónlistarmanna á sínum gullaldarárum
Hér eru tveir þeirra. Báðir voru þeir undrabörn og báðir hófu sinn feril hjá Motown þegar þeir voru rétt um 10 ára aldurinn.
Stevie Wonder var 8 árum eldri en Michael Jackson og orðinn þekktur tónlistarmaður þegar Jackson fer að stíga sín fyrstu skref hjá Motown með bræðrum sínum í Jackson 5.

Allt um Motown í nýjasta þætti hlaðvarpsins

Þá er þessi þáttur loksins kominn í loftið!Saga Motown er ótrúleg og ég alveg tapaði mér í henni og sömu leiðis við að h...
28/11/2024

Þá er þessi þáttur loksins kominn í loftið!
Saga Motown er ótrúleg og ég alveg tapaði mér í henni og sömu leiðis við að hlusta á alla þessa stórkostlegu tónlist sem útgáfan hefur sent frá sér í gegn um tíðina.
Þessi þáttur hefði getað verið helmingi lengri. Af nógu var að taka.

Motown útgáfan var stofnuð í Detroit 1959 og á örfáum árum hafði hún breytt tónlistarsögunni. Þar lögðust allir á eitt við að skapa þetta sérstaka sound sem kennt hefur verið við Motown og stórsmellirnir runnu þaðan á færibandi.Frá Motown hafa kom...

Samkvæmt áætlun hefði nýr þáttur átt að fara í loftið í dag en viðfangsefni þáttarins er það merkilegt og tónlistin sem ...
27/11/2024

Samkvæmt áætlun hefði nýr þáttur átt að fara í loftið í dag en viðfangsefni þáttarins er það merkilegt og tónlistin sem því fylgir svo frábær að ég tapaði mér alveg í að lesa og hlusta. Þetta hefðu auðveldlega geta orðið tveir þættir.
En þetta ætti að detta inn á morgun.
Hér er ég og ritstjórnin önnum kafin við handritsgerðina í gærkvöldi þannig að það var ekki slegið slöku við.

OMD og öll hin 80´s böndin í þar síðasta þætti hlaðvarpsins
21/11/2024

OMD og öll hin 80´s böndin í þar síðasta þætti hlaðvarpsins

Supergrass áttu góðu gengi að fagna á Britpop árunum. Þeir voru hressu og skemmtilegu týpurnar og alltaf til í eitthvað ...
17/11/2024

Supergrass áttu góðu gengi að fagna á Britpop árunum. Þeir voru hressu og skemmtilegu týpurnar og alltaf til í eitthvað glens.
Þeir eignuðust líka óvæntan aðdáanda í leikstjóranum Steven Spielberg.
Hann hafði séð myndbandið við lagið "Alright" og fannst það skemmtilegt og hefur í framhaldinu samband við þá og spyr hvort þeir vilji hitta sig og ræða hugmynd sem hann væri með.
Hugmyndin Spielberg var sú að hann vildi framleiða með þeim sjónvarpsþætti í anda Monkees þáttanna. Hann yrði að vinna að "The Lost World: Jurassic Park" myndinni í Universal Studios kvikmyndaverinu og það yrði ekkert mál að taka inn eitt svona aukaverkefni.
Þeir Supergrass menn voru að sjálfsögðu mjög upp með sér af þessu tilboði en sögðu samt nei takk. Þeir vildu vera alvöru hljómsveit en ekki einhverjar sjónvarpsfígúrur

Allt um Britpoppið í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Bæði Oasis og Blur komu með nýjar plötur 1995 og þegar Blur menn ákváðu að gefa sína fyrstu smáskífu af væntanlegri plöt...
15/11/2024

Bæði Oasis og Blur komu með nýjar plötur 1995 og þegar Blur menn ákváðu að gefa sína fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu út sama dag og Oasis höfðu ákveðið að koma með sína, þá var ekki mikil hamingja í herbúðum Oasis. Og ennþá síður þegar slagurinn mikli endaði á því að Blur höfðu betur og þeirra lag náði top sæti Breska listans meðan Oasis urðu að gera sér annað sætið að góðu.
Þetta var dubbað upp í Bresku pressunni sem "The Battle of Britpop" og rígurinn á milli þessara tveggja fyllti slúðurdálkana og seldi ófá eintök af götublöðunum.

Allt um Britpoppið í nýjasta þætti hlaðvarpsins

Nýr þáttur fór í loftið í morgun.Þar förum við til Bretlands í byrjun 10. áratugarins og skoðum Britpoppið og gítarrokki...
13/11/2024

Nýr þáttur fór í loftið í morgun.
Þar förum við til Bretlands í byrjun 10. áratugarins og skoðum Britpoppið og gítarrokkið sem tók blessunarlega við af synth poppinu.
Eins og nafnið gefur til kynna var það allt rosa Breskt og náði því ekki miklum vinsældum í Bandaríkjunum en á áhrifasvæði Breskrar menningar urðu margar af Britpop hljómsveitunum mjög stórar og þar á meðal á Íslandi.
Við vorum alveg í stuði fyrir Blur, Suede, Oasis og Pulp á þessum tíma.

Britpoppið kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi fyrri hluta 10. áratugarins. Það var efnahagsuppgangur og aukin bjartsýni hjá ungu fólki í landinu. Bæði tónlistin og textarnir sóttu fyrirmyndir í eldri Breskar hljómsveitir og til Breskrar menn...

Hér er mjög einfalt og þægilegt að nálgast alla hlaðvarpsþættina okkar
11/11/2024

Hér er mjög einfalt og þægilegt að nálgast alla hlaðvarpsþættina okkar

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og me...

Ég verð alveg að viðurkenna að þessu var ég búin að steingleyma. Að Human League hefðu komið og spilað í Laugardalshölli...
08/11/2024

Ég verð alveg að viðurkenna að þessu var ég búin að steingleyma. Að Human League hefðu komið og spilað í Laugardalshöllinni á Listahátíð 1982 þegar þau voru á hátindi síns ferils eftir plötuna Dare sem kom út árið áður.
Greinarhöfundur nær þó ekki upp í nefið á sér af hneykslan yfir því að það voru ekki sæti í salnum og tónleikagestir látnir standa upp á endann. Held að margir myndu reka upp stór augu í dag ef að t.d Lady Gaga myndi halda tónleika í Laugardalshöllinni og allir væru í sætum.

En allt um 80´s synti poppið í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Blitz klúbburinn í Covent Garden var staðurinn þar sem að ný-rómantíkin, sem að var upphafið af Synth Pop sprengingunni,...
05/11/2024

Blitz klúbburinn í Covent Garden var staðurinn þar sem að ný-rómantíkin, sem að var upphafið af Synth Pop sprengingunni, fór að blómstra fyrir alvöru.
1979 og 1980 héldu þeir félagarnir Steve Strange og Rusty Egan, Bowie kvöld á staðnum einu sinni í viku þar sem var spilað fullt af Bowie en líka Roxy Music, Kraftwerk, soul og disco og 70´s glam rock.
Þar mætti fólk í sínu fínasta pússi enda ekki séns að þér væri hleypt inn ef þú varst ekki algerlega fabjúlös. Meðal fastagesta voru margir af þeim sem áttu eftir að spila í hljómsveitum sem urðu mjög vinsælar á fyrri hluta 9. áratugarins. Þar á meðal Boy George, Adam Ant, Sade, meðlimir Spandau Ballet, Ultravox, Visage og Bananarama.

Allt um ný-rómantíkina og synth poppið í snýjasta þætti hlaðvarpsins

Nýr þáttur fór í loftið í morgun! Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflu...
30/10/2024

Nýr þáttur fór í loftið í morgun!
Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.
Og svo auðvitað synth allt poppið þar sem að magn og gæði fóru ekki alltaf saman, alla vega þegar líða fór á. Í þessum þætti er farið í gegn um það hvaðan synth poppið kom og hverjum datta þetta eiginlega í hug og hvernig, með aðstoð MTV, Breskar hljómsveitir yfirtóku Bandaríkin og breiddu þar út boðskapinn

Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.Og svo auðvitað synth allt poppið þar...

Hér er verið að vinna á fullu í næsta þætti sem fer í loftið á miðvikudaginn. Aðstoðar tæknimaðurinn tekur starf sitt mj...
28/10/2024

Hér er verið að vinna á fullu í næsta þætti sem fer í loftið á miðvikudaginn. Aðstoðar tæknimaðurinn tekur starf sitt mjög alvarlega

Í þættinum um Laurel Canyon kemur Charles Manson við sögu. Hvernig tengist Manson friðelskandi tónlistarfólkinu og hippu...
27/10/2024

Í þættinum um Laurel Canyon kemur Charles Manson við sögu. Hvernig tengist Manson friðelskandi tónlistarfólkinu og hippunum sem bjuggu þar, kann einhver að spyrja?
Jú, Manson gekk með þann draum í kollinum að verða tónlistarmaður og gefa út plötur. Hann samdi lög og spilaði á gítar og kannaðist við ýmsa tónlistarmenn eins og bæði Neil Young og Dennis Wilson úr Beach Boys. Hann m.a.s bjó heima hjá Dennis Wilson í einhvern tíma ásamt einhverjum af þeim afvegaleiddu sálum sem á einhvern stórundarlegan hátt höfðu komist að þeirri niðurstöðu að hann væri einhver Messías og mynduðu töltið í kring um hann. Sú sambúð endaði á því að Dennis Wilson var orðinn svo hræddur við Manson, sem þarna var orðinn kengruglaður að hann flýr að heiman og skilur gengið eftir í húsinu sem að rústar öllu sem hægt var að rústa áður en þeim var mokað út.
Fyrri íbúi hússins sem Sharon Tate og vinir hennar voru svo myrt í tengist líka Manson og voru uppi getgátur um að hann hafi ætlað að láta drepa þann mann en ekki vitað að hann hefði flutt út.
En allt um þetta í þættinum um Laurel Canyon

Í síðasta þætti sagði ég frá lífinu í Laurel Canyon og tónlistarfólkinu sem bjó þar milli 1965 og 1979.Mamas and the Pap...
20/10/2024

Í síðasta þætti sagði ég frá lífinu í Laurel Canyon og tónlistarfólkinu sem bjó þar milli 1965 og 1979.

Mamas and the Papas voru tíðir gestir í sjónvarpsþáttum ásamt allskonar öðrum tónlistarmönnum og einn daginn sló Cass Elliott upp grillveislu í bakgarðinum hjá sér fyrir Eric Clapton sem hún hafði hitt skömmu áður þar sem Cream komu fram í sama sjónvarpsþættinum og bauð fullt af nágrönnum sínum til að kynna Clapton fyrir þeim, en hann var þarna ekki orðin sú superstjarna sem hann síðar varð og þekkti fáa í bransanum í Bandaríkjunum.
Meðal þeirra var Joni Mitchell og á fyrri myndinni sjáum við hana syngja og spila á gítarinn og er það Eric Clapton sem fylgist mjög áhugasamur með. Hún hafði nefnilega sérstakan stíl. "Polio had weakened her left hand, so she devised alternative tunings to compensate; she later used these tunings to create nonstandard approaches to harmony and structure in her songwriting."

Á seinni myndinni eru Buffalo Springfield með þeim Neil Young og Stephen Stills að æfa í stofunni heima hjá einhverjum þeirra.

Nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar förum við til Los Angeles og kynnumst lífinu í Laurel Canyon.Frá 1965 til 1979 v...
16/10/2024

Nýr þáttur fór í loftið í morgun og þar förum við til Los Angeles og kynnumst lífinu í Laurel Canyon.
Frá 1965 til 1979 var Laurel Canyon staðurinn þar sem að ungar og upprennandi tónlistarstjörnur bjuggu. Þar var nóg af lausu húsnæði á góðu verði og eftir að Chris Hillman og Roger McGuinn, sem þá höfðu nýlega stofnað The Byrds, settust þar að fylgdi fjöldi annara tónlistarmanna á eftir.
Þú gast átt von á því að sjá Jim Morrison hjóla eftir götunum og hitt Framk Zappa og Alice Cooper í hverfisbúðinni.
Allir voru að semja og spila tónlist.
En ýmislegt átti eftir að hrista upp í samfélaginu þar og áður en yfir lauk og þar koma við sögu annars vegar Charles Manson og hins vegar duft unnið úr Suður-Amerískri plöntu sem hefur áhrif á miðtaugakerfið.

Frá 1965 til 1979 var Laurel Canyon staðurinn þar sem að ungar og upprennandi tónlistarstjörnur bjuggu. Þar var nóg af lausu húsnæði á góðu verði og eftir að Chris Hillman og Roger McGuinn, sem þá höfðu nýlega stofnað The Byrds, settust þar að fyl...

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fljúgum hærra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category