Fljúgum hærra

Fljúgum hærra Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og segja frá merkilegum konum í tónlist og ljósmyndun
(1)

Þáttur vikunnar fór í loftið í morgun og þar ræður hin margumrædda Finnska gleði ríkjum...Glaðværð og litadýrð einkenndi...
22/11/2023

Þáttur vikunnar fór í loftið í morgun og þar ræður hin margumrædda Finnska gleði ríkjum...
Glaðværð og litadýrð einkenndi auglýsingamyndir hinnar finnsku Claire Aho sem myndaði Marimekko fatnað við fæðingu þess fræga vörumerkis.
Claire fæddist inn í bransann og var ekki há í loftinu þegar hún fékk að fara með pabba sínum og frænda í kvikmyndaleiðangra til Lapplands. Seinna varð hún hluti af hinu þekkta kvikmyndafyrirtæki fjölskyldunnar, Aho&Soldan og varð svo fræg fyrir að vera eina konan sem kvikmyndaði Ólympíuleikana í Finnlandi árið 1952.
Hún var þrælsnjöll kona með knallrautt hár sem dreifði gleðinni langt út fyrir Finnland.

Glaðværð og litadýrð einkenndi auglýsingamyndir hinnar finnsku Claire Aho sem myndaði Marimekko fatnað við fæðingu þess fræga vörumerkis. Claire fæddist inn í bransann og var ekki há í loftinu þegar hún fékk að fara með pabba sínum og frænda ...

Katy Perry kemur fram með Taylor Swift í myndbandinu við lagið hennar You need to calm down.Þar er Perry klædd í hamborg...
21/11/2023

Katy Perry kemur fram með Taylor Swift í myndbandinu við lagið hennar You need to calm down.
Þar er Perry klædd í hamborgarabúning en Swift eins og franskar kartöflur og fallast þær í faðma í lok myndbandsins því hvað er hamborgari án frönsku kartaflanna?

Eins og kom fram í þættinum um Katy Perry þá er hún hamingjusamlega trúlofuð leikaranum Orlando Bloom.Linda var miður sí...
19/11/2023

Eins og kom fram í þættinum um Katy Perry þá er hún hamingjusamlega trúlofuð leikaranum Orlando Bloom.
Linda var miður sín að komast að því að Legolas væri ekki lengur á lausu....

Katy Perry átti að koma fram í einum þætti af Sesame Street og syngja lagið Hot´n´Cold með Elmo sjálfum. Nema hvað að fr...
16/11/2023

Katy Perry átti að koma fram í einum þætti af Sesame Street og syngja lagið Hot´n´Cold með Elmo sjálfum. Nema hvað að framleiðendum þáttanna fannst hún vera í allt of flegnum kjól og það að sjá brjóstaskoru hjá konu í sjónvarpsþætti með tuskubrúðum vær ógn við velferð og sálarheill allra barna.
Ég veit ekki hvort það hefði verið gerð athugasemd við að auglýsa byssur og OxyContin í auglýsingahlénu eftir þáttinn.
Eins gott samt að það var ekki lagið "I kissed a girl" sem til stóð að flytja í þættinum, það hefði alveg farið með það.
Og reyndar var hún ekki einu sinni í svona flegnum kjól, efri hlutinn var bara úr húðlituðu efni, ok, pínu gagnsæu, en náði samt alveg upp í háls.

Þáttur vikunnar fór í loftið í morgun og þar fáum við að kynnast Katy Perry.Katy Perry átti frekar óhefðbundið uppeldi þ...
15/11/2023

Þáttur vikunnar fór í loftið í morgun og þar fáum við að kynnast Katy Perry.
Katy Perry átti frekar óhefðbundið uppeldi þar sem báðir foreldrar hennar voru ofsatrúaðir predikarar.
Hún fetar þó ekki í fótspor þeirra heldur eltir tónlistardraumana þó það gangi mjög brösuglega til að byrja með og hefðu einhverjir örugglega bara gefist upp og farið heim.
Og þolinmæðin borgaði sig því á endanum fær hún bæði konungsríkið og prinsinn sjálfan

Katy Perry átti frekar óhefðbundið uppeldi þar sem báðir foreldrar hennar voru ofsatrúaðir predikarar.Hún feta þó ekki í fótspor þeirra heldur eltir tónlistardraumana þó það gangi mjög brösuglega til að byrja með og hefðu einhverjir örugglega bara...

Margaret Bourke-White birtist sem söguhetjan Linda Lens í myndasöguröðinni Camera Comics árið 1945. Þarna er Linda (Marg...
15/11/2023

Margaret Bourke-White birtist sem söguhetjan Linda Lens í myndasöguröðinni Camera Comics árið 1945. Þarna er Linda (Margaret) að láta óvinin finna til tevatnsins.
Það voru samtök ljósmyndara í Bandaríkjunum "U.S. Camera Publishing Corp." sem stóðu fyrir útgáfu á þessari áhugaverðu myndasöguröð.

Í Flórída eru bækur taldar varasamari og hættulegri velferð barna og unglinga en byssur. Það er ekkert fylki sem hefur b...
14/11/2023

Í Flórída eru bækur taldar varasamari og hættulegri velferð barna og unglinga en byssur. Það er ekkert fylki sem hefur bannað fleiri bækur en Flórída, ekki einu sinni Texas.
En auðvitað er það bara galið í sjáfu sér að banna einhverjum að lesa bækur. Þetta eru bækur eins og The Family Book eftir Todd Parr, The Hill We Climb eftir Amanda Gorman og Beloved eftir Nóbelsverðlaunahafan Toni Morrison.
Pink, sem sjálf er mikill lestrarhestur og hefur ýtt undir lestraráhugan hjá sínum eigin börnum, er allt annað en sátt við svona ritskoðun og sendi frá sér tilkynningu þar sem hún sagði: “It’s especially hateful to see authorities take aim at books about race and racism and against LGBTQ authors and those of color. We have made so many strides toward equality in this country and no one should want to see this progress reversed,”
Þannig að á komandi tónleikum sínum í Flórída ætlar hún að gefa hverjum sem vill 2000 eintök af bókum sem fylkisstjórnin hefur bannað og talið óæskilegar börnum og ungu fólki.
Þeir sem vilja fræðast meira um kjarnakonuna Pink geta hlustað á þátt nr. 55 hér í hlaðvarpinu okkar.
Áfram Pink!!!!

Margaret Bourke-White myndar mikið í Þýskalandi strax við uppgjöf  Þjóðverja og tók ógleymalegar myndir af hörmungunum s...
14/11/2023

Margaret Bourke-White myndar mikið í Þýskalandi strax við uppgjöf Þjóðverja og tók ógleymalegar myndir af hörmungunum sem blöstu við þegar komið var í fangabúðirnar Buchenwald og föngum gefið frelsaðir. Margaret vann fyrir Life magazine og þar birtust heilu opnunar með myndum frá Holocaust sem eru of hryllilegar til að birta hér á fb.

Ljósmynd Margaret Bourke-White af Gandhi við rokkinn sem var tekin árið 1946 er bæði meðal frægustu mynda hennar og líka...
13/11/2023

Ljósmynd Margaret Bourke-White af Gandhi við rokkinn sem var tekin árið 1946 er bæði meðal frægustu mynda hennar og líka með frægustu myndum af Gandhi. Það að spinna varð nokkurskonar mantra í sjálfstæðisbaráttu Indverja sem Gandhi leiddi. Táknræn merking þess að spinna var margslungin en í grunnin var Gandhi á því að Indverjar skyldu spinna og gera aftur sín eigin klæði en ekki kaupa innflutt efni eða föt frá öðrum nýlendum Breta. Margaret sem var mikill aðdáandi iðnvæðingar var ekki alveg hrifin af því hvað Gandhi var á móti of örri tæknivæðingu en hún lét sig samt hafa það að læra að spinna til að fá leyfi til að mynda hann við að spinna.
Gandhi var myrtur tveimur árum eftir að þessi mynd var tekin.

Þegar þú varst alvöru rokkari hérna back in the 80´s þá voru níðþröngar leðurbuxur staðalbúnaður.Hér er Chrissie Hynde a...
12/11/2023

Þegar þú varst alvöru rokkari hérna back in the 80´s þá voru níðþröngar leðurbuxur staðalbúnaður.
Hér er Chrissie Hynde að hjálpa Joan Jett að komast úr leðurbuxurnum eftir einhverja sveitta tónleika sem hún hefur væntanlega þurft langt og mjög þunnt skóhorn til að troða sér í.
Við segjum frá Joan Jett í þætti nr. 9 og frá Chrissie Hynde og hljómsveitinni hennar, The Pretenders í þætti nr. 13

Þessi mynd eftir Margaret Bourke-White fékk strax mikið flug. Fjölskyldur standa í röð og bíða eftir neyðaraðstoð í kjöl...
11/11/2023

Þessi mynd eftir Margaret Bourke-White fékk strax mikið flug. Fjölskyldur standa í röð og bíða eftir neyðaraðstoð í kjölfar gríðarlegs flóðs sem varð í Louisville, Kentucky árið 1937. Tilviljun réði að þetta auglýsingaskilti stóð í bakgrunni.

Laufey heldur áfram að gera frábæra hluti. Það nýjasta er tveggja laga jólasmáskífa sem hún gerir með Norah Jones og kom...
10/11/2023

Laufey heldur áfram að gera frábæra hluti.
Það nýjasta er tveggja laga jólasmáskífa sem hún gerir með Norah Jones og kom hún út einmitt í dag og getur fólk farið á streymisveiturnar og hlustað á lögin og komið sér í jólaskapið.
Annað af þessum tveim lögum semja þær m.a.s saman.

Og 21. nóvember verður Laufey líka gestur Noruh í hlaðvarpsþættinum hennar, "Norah Jones is Playing Along". Þar fær hún til sín góða gesti, spjallar um heima og geima og tekur svo með þeim eitt lag í lokin. Rufus Wainwright var t.d gestur hennar í síðasta þætti og Dave Grohl í þættinum þar á undan svo endilega hlustið á hana spjalla við Laufeyju.

Norah Jones, sú frábæra tónlistarkona var einmitt viðfangsefni okkar í þætti nr. 19

Þetta er mögulega frægasta myndin af ljósmyndaranum Margaret Bourke-White, þar sem hún kemur sér fyrir með myndavélina u...
08/11/2023

Þetta er mögulega frægasta myndin af ljósmyndaranum Margaret Bourke-White, þar sem hún kemur sér fyrir með myndavélina utan á Chrysler háhýsininu í New York. Það er aðstoðarmaður hennar í myrkraherberginu Oscar Graubner sem tekur myndina árið 1930, en stúdíóið hennar er þarna efst í byggingunni og þau hafa bara rétt skroppið út "á svalir". Myndin er mjög lýsandi því hún var minnst lofthræddi ljósmyndari sem ég veit um!

Þáttur númer 80 fór í loftið í morgun! Þar segir Linda okkur frá ævintýrakonunni Margaret Bourke-White.Sem barn lærði hú...
08/11/2023

Þáttur númer 80 fór í loftið í morgun!
Þar segir Linda okkur frá ævintýrakonunni Margaret Bourke-White.
Sem barn lærði hún að nöfnin á öllum stjörnunum og átti froska og slöngur sem gæludýr. Þegar hún fullorðnast sást hún gjarnan utan á háhýsum stórborga með myndavélina með sér.
Þetta var hin bandaríska Margaret Bourke-White sem varð stríðsfréttaljósmyndari í seinni heimstyrjöldinni og vann fyrir tímaritin „Fortune“ og „Life“. Hún varð heimsfræg fyrir bæði frábærar myndir og einstakt hugrekki og heppni.

Sem barn lærði hún að nöfnin á öllum stjörnunum og átti froska og slöngur sem gæludýr. Þegar hún fullorðnast sást hún gjarnan utan á háhýsum stórborga með myndavélina með sér.  Þetta var hin bandaríska Margaret Bourke-White sem varð stríðsfré...

Dolly Parton er langt frá því að vera sest í helgan stein þó hún sé orðin 77 ára gömul. Hún er m.a.s ný búin að finna si...
06/11/2023

Dolly Parton er langt frá því að vera sest í helgan stein þó hún sé orðin 77 ára gömul. Hún er m.a.s ný búin að finna sinn innri rokkara og platan hennar Rockstar, er væntanleg núna 17. nóvember.
Þar syngur hún hátt í 30 tökulög í rokkaðri kantinum auk þess sem nokkur frumsamin fá að fljóta með.
Og þar er ekki þverfótað fyrir stórstjörnunum sem allar vildu fá að vera með og annað hvort spila eða syngja dúetta með drottningunni sjálfri.
Þar eru margar konur, sem er mjög ánægjulegt, eins og þær Ann Wilson úr Heart, Stevie Nicks, Joan Jett, Miley Cyrus, Pink, Debbie Harry, Pat Benatar og Linda Perry og margar af þeim hafa komið við sögu í þáttunum okkar.
Hér á myndinni má sjá allan stjörnufansinn...

Þegar þú ert Dolly Parton þá áttu auðvitað skemmtigarð sem heitir í höfuðið á þér.1986 keypti Dolly stóran hlut í skemmt...
04/11/2023

Þegar þú ert Dolly Parton þá áttu auðvitað skemmtigarð sem heitir í höfuðið á þér.
1986 keypti Dolly stóran hlut í skemmtigarði sem var starfræktur ekki langt frá æskustöðvum hennar í Tennessee og nafninu var breytt í Dollywood, hvað annað.
Það var mjög mikið atriði hjá henni að þessi garður yrði á þeim slóðum og segir hún: "I always thought that if I made it big or got successful at what I had started out to do, that I wanted to come back to my part of the country and do something great, something that would bring a lot of jobs into this area."
Síðan þá hefur þessi garður stækkað og dafnað og er með um 4000 manns á launaskrá og á hverju ári koma þangað um 3 milljónir gesta.
Við segjum nánar frá Dollywood í þættinum um Dolly Parton.

Dolly hefur verið gift manninum sínum, Carl Dean í 57 ár sem er örugglega met í þessum bransa.Carl hefur minni en engan ...
03/11/2023

Dolly hefur verið gift manninum sínum, Carl Dean í 57 ár sem er örugglega met í þessum bransa.
Carl hefur minni en engan áhuga á því að baða sig í sviðsljósi eiginkonunnar og lætur helst aldrei sjá sig opinberlega sem Hr. Dolly Parton.
Dolly hefur grínast með að hann hafi bara einu sinni séð hana spila á tónleikum og svo þegar skemmtigarðurinn Dollywood var opnaður við hátíðlega athöfn þá fór hann bara í röðina við innganginn og keypti sig inn eins og hver annar gestur.
En hann var voða myndarlegur ungur maður og skiljanlegt að Dolly hafi fallið fyrir honum á sínum tíma.

Dolly gerði tvær plötur með þeim Emmylou Harris og Lindu Ronstadt. Á playlistanum er frábær útgáfa þeirra af Neil Young ...
02/11/2023

Dolly gerði tvær plötur með þeim Emmylou Harris og Lindu Ronstadt.
Á playlistanum er frábær útgáfa þeirra af Neil Young laginu After the Gold Rush.
Hér eru þær þrjár aðeins að slaka á í stúdíóinu...og sjáiði þessa hárkollu!! Marie Antoinette hefði ekki átt séns í hana.

Þáttur vikunnar er um enga aðra en Dolly Parton. Ég tel mig ekki vera neina sérstaka áhugamanneskju um country, en hver ...
01/11/2023

Þáttur vikunnar er um enga aðra en Dolly Parton. Ég tel mig ekki vera neina sérstaka áhugamanneskju um country, en hver elskar ekki Dolly?
Dolly Parton er goðsögn í lifanda lífi.
Hún braust ung úr sárri fátækt í Tennessee og varð ekki bara ein af ríkustu konum Hollywood á tímabili heldur stórstjarna í heimi tónlistar og gríðarlega afkastamikill lagahöfundur.
Og þrátt fyrir að vera orðin rúmlega sjötug þá lætur hún engan bilbug á sér finna og hennar 49. sólóplata er væntanleg núna í þessum mánuði þar sem fjöldinn allur af heimsþekktum tónlistarmönnum er þess heiðurs aðnjótandi að fá að syngja eða spila með henni.

Dolly Parton er goðsögn í lifanda lífi. Hún braust ung úr sárri fátækt í Tennessee og varð ekki bara ein af ríkustu konum Hollywood á tímabili heldur stórstjarna í heimi tónlistar og gríðarlega afkastamikill lagahöfundur.Og þrátt fyrir að ver...

Karimeh Abbud (1893-1940) var fyrsti kvenkyns ljósmyndari í Palestínu. Hún rak í stúdió á 4 starfstöðvum og tók bara myn...
31/10/2023

Karimeh Abbud (1893-1940) var fyrsti kvenkyns ljósmyndari í Palestínu. Hún rak í stúdió á 4 starfstöðvum og tók bara myndir af konum og börnum, nema þegar hún fór heim til fólks að mynda heilu fjölskyldurnar. Myndir hennar eru i dag einstök heimild um margbrotið líf í Palestínu fyrir seinni heimstyrjöld og samfélagið sem leystist upp í kjölfar „Nakba“ - hörmunganna miklu.

Við búnar í kvennaverkfalli og þáttur vikunnar kominn í loftið.Í þessum þætti fer Linda með okkur til Palestínu.Karimeh ...
25/10/2023

Við búnar í kvennaverkfalli og þáttur vikunnar kominn í loftið.
Í þessum þætti fer Linda með okkur til Palestínu.
Karimeh Abbud fangaði í ljósmyndum sínum Palestínu fyrir seinni heimstyrjöld og samfélagið sem leystist upp í kjölfar Nakba - hörmunganna miklu.
Hún var fyrsti kvenkyns ljósmyndari Palestínu og mögulega fyrsta palestínska konan til að keyra sinn eigin bíl. Í dag eru myndir hennar mikilvæg söguleg heimild um horfinn tíma.

Karimeh Abbud fangaði í ljósmyndum sínum Palestínu fyrir seinni heimstyrjöld og samfélagið sem leystist upp í kjölfar Nakba - hörmunganna miklu. Hún var fyrsti kvenkyns ljósmyndari Palestínu og mögulega fyrsta palestínska konan til að keyra s...

Þar sem 100.000 manns þvældust fyrir venjulegu lífi í gær (verkfallið mikla) verður eins dags töf á hlaðvarpi vikunnar. ...
25/10/2023

Þar sem 100.000 manns þvældust fyrir venjulegu lífi í gær (verkfallið mikla) verður eins dags töf á hlaðvarpi vikunnar. Þið getið dáðst að þessar kisu meðan þið bíðið. Landslagsmyndir í bakgrunni eru eftir meistara Lollu.

Þegar til stóð að vígja Nirvana inn í Rock ´n´Roll Hall of Fame 2014 þá var auðvitað enginn Kurt Cobain. Þeir Dave Grohl...
22/10/2023

Þegar til stóð að vígja Nirvana inn í Rock ´n´Roll Hall of Fame 2014 þá var auðvitað enginn Kurt Cobain.
Þeir Dave Grohl og Krist Novoselic höfðu samband við nokkra vel þekkta söngvara úr bransanum til að syngja með þeim þessi fjögur lög sem hljómsveitin myndi flytja við það tilefni en enginn þeirra treysti sér til þess....það er ekki fyrr en þeir töluðu við Joan Jett sem sagði já um leið.
Þá fengu þeir þá hugmynd að öll fjögur lögin yrðu sungin af konum og ásamt Jett þá voru það St. Vincent, Lorde og svo Kim Gordon sem tóku stöðuna hans Cobain víð míkrafóninn.
Það var líka alveg við hæfi að Kim Gordon myndi taka þarna eitt lag því Cobain var mikill aðdáandi Sonic Youth.
Fyrri myndin er einmitt frá Rock´n´Roll Hall of Fame en á seinni myndinni eru þau Cobain og Gordon baksviðs eftir greinilega mjög sveitta tónleika einhverntíma way back in the day

Hæ allir ástkæru fylgjendur okkar á fb, nú er þið orðin 600 !!!! Takk fyrir að hangsa með okkur. Við Lolla og Linda hefð...
21/10/2023

Hæ allir ástkæru fylgjendur okkar á fb, nú er þið orðin 600 !!!! Takk fyrir að hangsa með okkur. Við Lolla og Linda hefðum aldrei nennt svona mörgum hlaðvarpsþáttum nema með hvatningu frá ykkur 🤗🎉 ❤

1991 hefur Courtney Love samband við Kim Gordon og vill fá hana til að vera upptökustjóri á fyrstu plötu Hole sem þau vo...
20/10/2023

1991 hefur Courtney Love samband við Kim Gordon og vill fá hana til að vera upptökustjóri á fyrstu plötu Hole sem þau voru með í undirbúningi. Þetta var áður en hún og Kurt Cobain kynntust.
Courtney sem sendir Kim Gordon bréf, í þá daga sendi fólk bréf, þar sem hún ber upp þessa bón, segist vera mikill aðdáandi hennar og Sonic Youth og bréfinu fylgja tvær fyrstu smáskífur Hole og svo Hello Kitty hárspenna.
Gordon slær til og platan Pretty on the inside var kláruð á einni viku þar sem að 4 dagar fóru í upptökur og 3 dagar í að mixa hana.

Í þætti vikunnar segjum við frá ofurtöffaranum Kim Gordon úr Sonic Youth.Kim Gordon ætlaði sér aldrei að verða tónlistar...
18/10/2023

Í þætti vikunnar segjum við frá ofurtöffaranum Kim Gordon úr Sonic Youth.
Kim Gordon ætlaði sér aldrei að verða tónlistarkona.
Hún fór í listaháskóla og stefndi á feril í myndlist eða sviðslistum en örlögin höguðu því þannig að fólk sem hún hittir á námsárunum og stuttu eftir það var margt í einhverju tónlistar- og hljómsveitastússi og áður en hún veit af er hún bæði farin að syngja og spila á bassa í mjög framúrstefnulegu rokkbandi.

Kim Gordon ætlaði sér aldrei að verða tónlistarkona. Hún fór í listaháskóla og stefndi á feril í myndlist eða sviðslistum en örlögin höguðu því þannig að fólk sem hún hittir á námsárunum og stuttu eftir það var margt í einhverju tónlistar- og...

Í þessu grá veðri sem gengur yfir Suðurlandið þurfum við garðálfa og það nóg af þeim, bæði styttur og lifandi garðálfa.....
17/10/2023

Í þessu grá veðri sem gengur yfir Suðurlandið þurfum við garðálfa og það nóg af þeim, bæði styttur og lifandi garðálfa...

Það var mikið fjallað um það þegar hjólhýsabyggðin á Laugarvatni var aflögð. Ljósmyndasýningin "Ef garðálfar gætu talað"...
16/10/2023

Það var mikið fjallað um það þegar hjólhýsabyggðin á Laugarvatni var aflögð. Ljósmyndasýningin "Ef garðálfar gætu talað" er óður til þess sem var.

Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðun...

Það er Guðrún Eva Mínervudóttir sem skrifar inngangstextann við ljósmyndasýningu Þórdísar og Sigríðar á Þjóminjasafninu....
15/10/2023

Það er Guðrún Eva Mínervudóttir sem skrifar inngangstextann við ljósmyndasýningu Þórdísar og Sigríðar á Þjóminjasafninu. Hér koma brot úr þeim texta. Líkt og sýningunni er ætlað að fletta ofana af fegurðinni í hjólhýsabyggðinni þá er textinn í miklum samhljóm við nálgun ljósmyndara.

EF GARÐÁLFAR GÆTU TALAÐ
Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu.

Samfélag sveipað þeim misskilningi að allt árið byggi þarna fólk sem ætti annars hvergi höfði sínu að halla. Í reynd sumardvalarstaður þar sem fólk veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heima fyrir.

Millistig. Þorp en samt ekki. Sveit en samt ekki. Nema hvort tveggja væri. Náttúran mest fordekruð í blómapottum og svo hin alræmda, stundum misskilda en ávallt ómissandi mannlega náttúra.

Andans fríríki þar sem fólk fór þó að draga dám hvert af öðru líkt og í öðrum samfélögum svo úr varð örlítill, kaldhæðnislaus og óritskoðaður menningarkimi.

Á vetrum dregið fyrir alla glugga og neglt fyrir suma. Hengilásar fyrir dyrum og garðhliðum. Refa og rjúpnaspor í snjónum.

Rótgróið kannski en fallvalltog réttlaust þegar á reyndi.

(Brot úr sýningartexta eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur)

Ég hvet alla til að hlusta á síðasta þátt um hjólhýsabyggðina á Laugarvatni. Þar koma garðálfar við sögu og m.a hann Jón...
14/10/2023

Ég hvet alla til að hlusta á síðasta þátt um hjólhýsabyggðina á Laugarvatni.
Þar koma garðálfar við sögu og m.a hann Jónatan sem lét sig hverfa úr garði í Reykjavík og fór á vit ævintýranna til Spánar.
Hér er hann á leiðinni á völlinn

Í síðasta þætti var þessi ljósmyndasýning þeirra Þórdísar Erlu Ágústsdóttur og Sigríðar Marrow rædd fram og tilbaka. Ljó...
14/10/2023

Í síðasta þætti var þessi ljósmyndasýning þeirra Þórdísar Erlu Ágústsdóttur og Sigríðar Marrow rædd fram og tilbaka. Ljósmyndun, hjólhýsi og garðálfar eru virkilega spennó umfjöllunarefni núna þegar skammdegið krækir í okkur klónum

Ef garðálfar gætu talað

Verið hjartanlega velkomin á opnun ljósmyndasýningarinnar Ef garðálfar gætu talað, laugardaginn 16. september kl. 14.

Sýndar verða ljósmyndir eftir Sigríði Marrow og Þórdísi Erlu Ágústsdóttur frá hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Þar dafnaði árum saman samfélag fólks sem hlúði að sjálfu sér og umhverfi sínu í byggð sem teljast verður einstök á Íslandi.

Sigríður og Þórdís heimsóttu hjólhýsabyggðina í nokkur sumur og mynduðu mannlífið þar. Sýningin er afrakstur þeirrar ljósmyndaskráningar.

Á sama tíma verður opnuð sýning á ljósmyndum úr safneign Ljósmyndasafns Íslands af sumardvalarstaðnum Laugarvatni og skólasamfélaginu þar.

Harpa Þórsdóttir opnar sýningarnar.

Verið öll velkomin.

Í þætti vikunnar segir Linda okkur frá ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu.Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og S...
11/10/2023

Í þætti vikunnar segir Linda okkur frá ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu.
Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow unnu saman að því í þrjú sumur að ljósmynda veröld frístundaíbúa í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni.
Lífið þar virðist hverfast um samveru og notalegheit í sólríku umhverfi með garðálfum og blómum. Þessi paradís er horfin í dag, því stuttu eftir að verkefninu lauk var öllum hjólhýsaeigindum tilkynnt að byggðin yrði aflögð.
Í Þjóðminjasafni er nú sýning á þessu verki þeirra og fær sýningin að heita „Ef garðálfar gætu talað“ … og garðálfar fá alveg pláss í þessum þætti.

Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow unnu saman að því í þrjú sumur að ljósmynda veröld frístundaíbúa í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Lífið þar virðist hverfast um samveru og notalegheit í  sólríku umhverfi með ...

Allir aðdáendur stríðsljósmyndarans Lee Millers  ættu að gleðjast í desember en þá kemur út kvikmynd um óvenjulegt líf h...
09/10/2023

Allir aðdáendur stríðsljósmyndarans Lee Millers ættu að gleðjast í desember en þá kemur út kvikmynd um óvenjulegt líf hennar. Það er enginn önnur en Kate Winslet sem leikur Lee. Kate er nýbúin að vera í stóru viðtali í Vogue og auðvitað er það stjörnuljósmyndarinn Annie Leibvitz sem myndaði viðtalið. Kate er hér í hlutverki Lee´s í sviðsetningu á frægri mynd sem Lee lét taka af sér í baðkari Hitlers.

Þegar  Diana Ross fær þá flugu í höfuðið að hún vilji leika Dorothy í kvikmyndaútgáfu söngleiksins The Wiz, sem var bygg...
08/10/2023

Þegar Diana Ross fær þá flugu í höfuðið að hún vilji leika Dorothy í kvikmyndaútgáfu söngleiksins The Wiz, sem var byggður á bókinni The wizard of Oz, þá hlustaði hún ekkert á það þegar henni var bent á að hún væri orðin 33 ára gömul og svona aðeins í eldri kantinum fyrir hlutverk Dorothy.
Og þegar Universal buðust til að fjármagna myndina þá var ekki aftur snúið. Og ef sá sem er í hlutverki fuglahræðunnar lítur kunnuglega út þá var það Michael Jackson sem lék það hlutverk.

Bretar hafa alltaf elskað Diönu Ross og 2022 var hún lokaatriðið á stórtónleikum fyrir framan Buckingham höll sem haldni...
07/10/2023

Bretar hafa alltaf elskað Diönu Ross og 2022 var hún lokaatriðið á stórtónleikum fyrir framan Buckingham höll sem haldnir voru til heiðurs Elísabetu Englandsdrottningu sem hafði þá verið við völd í 70 ár.
Og tæpum þrem vikum seinna er hún ein af fjórum aðal númerunum á Glastonbury hátíðinni þar sem hún söng mörg af sínum þekktustu lögum fyrir um 100.000 manns sem höfðu mætt til að sjá 78 ára gamla konu taka lög sem mörg hver voru orðin meira en 50 ára gömul. Og hún rúllaði þessu upp.
Fyrsta myndin er frá Buckingham höll en hinar frá Glastonbury þar sem önnur þeirra sýnir mannfjöldann sem var kominn til að hlusta á The Queen of Motown

Diana Ross og Gene Simmons úr Kiss voru par um tíma svona early 80´s. Þau kynntust í gegn um þáverandi kærustu Simmons, ...
06/10/2023

Diana Ross og Gene Simmons úr Kiss voru par um tíma svona early 80´s. Þau kynntust í gegn um þáverandi kærustu Simmons, söngkonuna Cher.
Simmons, bissnesmaðurinn sem hann er, var gapandi hissa á því hvað Ross var að fá lágar upphæðir greiddar frá Motown fyrir plötusölu. Bæði fyrir sólóplöturnar sínar og allt það sem hún hafði gert með The Supremes í gegn um árin.
Hann lagði til að hún myndi ekki endurnýja samning sinn við Motown næst þegar hann myndi renna út, eins og hún hafði samviskusamlega gert fram að þessu, heldur leita annað eftir tilboðum. Hún fór að ráðum hans og endaði á því að skrifa undir risasamning við RCA recerds sem færðu henni upphæðir í aðra hönd sem hún hafði aldrei séð áður.
Meira um þetta allt og ótal margt annað áhugavert í þættinum um Diönu Ross.

Því miður verðum við að tilkynna messufall á morgun 😭Linda er enn að leita að bílnum sínum í snjósköflunum á Eyrarbakka....
27/12/2022

Því miður verðum við að tilkynna messufall á morgun 😭
Linda er enn að leita að bílnum sínum í snjósköflunum á Eyrarbakka. Hún er nýlega búin að finna húsið sitt aftur eftir að hafa farið í göngutúr!
En næsti þáttur kemur þá miðvikudaginn 4. janúar ef veðurguðirnir fara ekki alveg yfirum í einhverju brjálæði

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og það er alveg við hæfi að láta Annie Lennox syngja inn jólin...
24/12/2022

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og það er alveg við hæfi að láta Annie Lennox syngja inn jólin...

Listen to the 10th Anniversary Edition of 'A Christmas Cornucopia' out now: https://annielennox.lnk.to/ChristmasCornucopiaIDMusic video by Annie Lennox perf...

Annie Lennox og Lola dóttir hennar fyrir rétt um ári síðan. Og sú gamla er sko enn með röddina...
22/12/2022

Annie Lennox og Lola dóttir hennar fyrir rétt um ári síðan. Og sú gamla er sko enn með röddina...

▪Annie Lennox and her daughter "Lola Lennox" performed at m2m's 20 Anniversary Gala at Outernet London, on ...

Hér er fín grein og nokkar mynda Zofiu úr hennar stærsta verkefni Sociological Record. Þegar húnlagði af stað í að mynda...
16/12/2022

Hér er fín grein og nokkar mynda Zofiu úr hennar stærsta verkefni Sociological Record. Þegar húnlagði af stað í að mynda öll heimili Póllands

In 1978, at the age of 67, Zofia Rydet set out on a mammoth task: she wanted to photograph the inside of every Polish household. And she worked on this remarkable set of pictures right up to her death in 1997, taking 20,000 in all

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fljúgum hærra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share

Category