Athafnafólk

Athafnafólk Hlaðvarpsþáttur um frumkvöðla og stjórnendur sem hafa vakið eftirtektarverða athygli.

Viðmælandi þáttarins er Pétur Þór Halldórsson, forstjóri ⁠S4S ehf. S4S rekur skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecc...
16/01/2025

Viðmælandi þáttarins er Pétur Þór Halldórsson, forstjóri ⁠S4S ehf. S4S rekur skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og S4S Premium Outlet, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. S4S rekur einnig heildverslun og á dótturfélagið S4S Tæki sem er tækjadeild Ellingsen. Það vinna um 180 manns hjá S4S ehf. og veltir fyrirtækið um 5,5 ma kr.

Pétur er fæddur árið 1964 og alinn upp í Breiðholtinu og í Vesturbænum. Hann gekk í FB og Kvennó og lauk síðan MBA prófi frá HR árið 2018. Pétur kynntist skóbransanum snemma aðeins 22 ára þegar hann byrjaði að vinna hjá Axel Ó. Hann stofnaði síðan heildsölu árið 1991, fékk Ecco umboðið árið 1997 og stofnaði Ecco búðina 2003. Síðan hefur S4S keypti Steinar Waage, Toppskóinn og Eurosko sem breytt var í Kaupfélagið í Kringlunni. Árið 2014 bættist í Nike Air búðin við og árið 2017 útivistaverslunin Ellingsen. Árið 2022 kom inn Horn framtakssjóður með það fyrir augum að skrá ætti S4S innan nokkurra ára á markað. Pétur kemur einnig að sprotafyrirtækinu Leikbreytir sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar rafrænar veskislausnir.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://creators.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/77--Ptur-r-Halldrsson--stofnandi-og-forstjri-S4S-e2tinen

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/5993Ir87zkj9FAF53aOmpE?si=5d4fe88f57fb4a2f

Þessi þáttur er í boði Sólar, Arion og KPMG.

Viðmælandi þáttarins er Guðmundur Hafsteinsson oftast kallaður Gummi, frumkvöðull og stjórnarformaður Icelandair. Gummi ...
14/01/2025

Viðmælandi þáttarins er Guðmundur Hafsteinsson oftast kallaður Gummi, frumkvöðull og stjórnarformaður Icelandair. Gummi hefur starfað hjá stærstu tæknifyrirtækjum í heimi ásamt því að koma að stofnun nokkurra sprotafyrirtækja.

Gummi fæddist á Húsavík árið 1975 og er alinn upp í Breiðholtinu. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og kláraði BS próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og síðar MBA frá MIT í Boston í Bandaríkjunum. Eftir útskrift úr verkfræðinni stofnaði Gummi sitt fyrsta sprotafyrirtæki ásamt félögum sínum sem hét Dímon og þróaði lausnir fyrir fyrstu nettengdu farsímana upp úr aldamótum.

Gummi hefur starfað sem vörustjóri hjá Google og vann þar m.a. að fyrstu farsímaútgáfunni af Google Maps og Google Voice Search sem var fyrsta raddgreiningin sem komst í almenna notkun. Hann hefur einnig starfað sem yfirvörustjóri (VP of Product) hjá fyrirtækinu Siri sem var síðan selt til Apple og er nú hluti af iPhone símunum. Árið 2012 stofnaði Gummi sprotafyrirtækið Emu sem þróaði gervigreindarþjón sem veitti notendum aðstoð í spjallþráðum. Fyrirtækið var síðan selt til Google og þróaðist að lokum í Google Assistant, sem Gummi stýrði þróun á frá upphafi.

Árið 2019 flutti Gummi aftur til Íslands og starfar nú sem stjórnarformaður Icelandair og kannar heim gervigreindar þess á milli. Nú fyrir jólin 2024 kom út bókin Gummi sem fjallar um endurminningar Gumma á þessu ferðalagi um Kísildalinn. Þar má finna sýn inn í heim tækninnar síðustu áratugi og skemmtilegar sögur af því hvernig hlutirnir gerast á bak við tjöldin hjá nokkrum af stærstu og áhrifamestu fyrirtækjum heimsins.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://creators.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/76--Gumundur-Hafsteinsson--frumkvull-e2tflau

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/6IVVoePT3z4MqThp2Qu1FL?si=1e664bac4ad747f5

Þátturinn er kostaður af Sólar, Arion og KPMG.

Viðmælandi þáttarins er Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku sem er þriðji stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi og b...
02/12/2024

Viðmælandi þáttarins er Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku sem er þriðji stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi og byggir á grunni Hitaveitu Suðurnesja sem var stofnuð í árslok 1974. HS Orka á og rekur fjórar virkjanir, tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir. Það starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu og veltir fyrirtækið um16 ma. kr.

Tómas er fæddur árið 1968 og alinn upp á Seltjarnarnesi. Hann gekk í MR og kláraði BS próf í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og síðar meistaragráðu í skipulagsverkfræði frá Cornell University í Bandaríkjunum. Tómas starfaði í um átta ára skeið sem framkvæmdastjóri hjá Norðuráli en í ársbyrjun 2004 flutti hann sig til Alcoa þar sem hann starfað um sextán ára skeið, fyrst sem forstjóri Alcoa á Íslandi, svo sem forstjóri í Evrópu og Miðausturlöndum og loks aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann tók við starfi forstjóra HS Orku í ársbyrjun 2020. Tómas Már hefur einnig setið í stjórn ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. sem formaður Viðskiptaráðs Íslands 2009-2012, stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins 2005-2011, stjórn Íslandsbanka, Cargow Thorship, DTE og Genís. Einnig var hann stjórnarmaður í samtökum evrópskra álframleiðenda og í stjórn Business Europe.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://creators.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/75--Tmas-Mr-Sigursson--forstjri-HS-Orku-e2rlh00

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/6ac2tDXr8dBMI3aVXFoRYL?si=cg0KDPWaTlq7kujR0pJLJQ

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/75-t%C3%B3mas-m%C3%A1r-sigur%C3%B0sson-forstj%C3%B3ri-hs-orku/id1291310179?i=1000678642341

Þátturinn er kostaður af Arion, Sólar og KPMG

Viðmælandi þáttarins er Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, stofnandi og meðeigandi Lindex og Gina Tricot á Íslandi. Lindex er...
27/11/2024

Viðmælandi þáttarins er Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, stofnandi og meðeigandi Lindex og Gina Tricot á Íslandi. Lindex er sænsk verslunarkeðja sem selur kven- og barnaföt en Gina Tricot er einnig sænsk tískukeðja sem selur kvenmannsföt. Lóa er fædd árið 1979 og alin upp í Flóanum og á Selfossi. Hún gekk í Menntaskólann í Kópavogi og lauk síðan BS prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift vann hún sem verkefnastjóri um tíma hjá Innovit, sem hélt m.a. utan um viðskiptaáætlanakeppnina Gulleggið. Lóa flutti síðan til Svíþjóðar ásamt manni sínum Alberti Þór og tveimur sonum og stofnaði verslunina Emil og Línu við eldhúsborðið sem seldi sænskar vörur á Íslandi. Þau fengu svo hugmyndina að fá sérleyfi fyrir Lindex á Íslandi og eru verslanirnar nú um tíu talsins. Seinna fengu þau svo um sérleyfi fyrir Gina Tricot og eru verslanirnar nú um fjórar talsins. Þau hafa nú nýverið tekið við rekstri barnafataverslunarinnar Dimmalimm á Laugavegi og samhliða því tryggt sér sérleyfi fyrir spænska barnafatamerkið Mayoral og vinnur Lóa þessa dagana í að vekja upp Lína og Emil vörumerkið og koma upp eigin framleiðslu á barnafötum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://creators.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/74--La-Dagbjrt-Kristjnsdttir--meeigandi-Lindex-og-Gina-Tricot--slandi-e2rihods

Á Spotify:
https://open.spotify.com/show/2wkY7MnZdt79WeXEXXh9SB

Á Apple Podcast:
https://itunes.apple.com/us/podcast/hjjj/id1291310179

Þessi þáttur er í boði Arion, Sólar og KPMG.

Viðmælandi þáttarins er Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Lauf Cycles. Lauf er þekktast fyrir framúrstefn...
11/11/2024

Viðmælandi þáttarins er Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Lauf Cycles. Lauf er þekktast fyrir framúrstefnulega hjólagaffla sína, en framleiðir nú og selur malar-, götu- og fjallahjól um allan heim. Benedikt er fæddur árið 1984 og alinn upp í Grafarvoginum. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk síðan BS prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MS prófi í iðnaðarverkfræði frá Columbia háskóla í New York. Benedikt starfaði í eitt ár hjá Össuri við hönnun gervifóta, þar sem hann fékk hugmyndina að Lauf-gafflinum og stofnaði Lauf ásamt æskuvininum Guðbergi Björnssyni. Fyrirtækið veltir nú um 1.5 milljörðum íslenskra króna og starfa um 25 manns hjá fyrirtækinu. Lauf er þessa dagana að útvíkka vörulínu sína og stefnir þannig að því að tífalda umsvif sín á næstu árum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/73--Benedikt-Sklason--mestofnandi-og-framkvmdastjri-Lauf-e2qqnuu

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/2SkczfcmD5q2hEpyoZSrOr?si=tmj5pxhyQFOXM41WBz4QVg

Þessi þáttur er í boði Sólar og KPMG.

Viðmælandi þáttarins er Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri sælgætisgerðarinnar Nóa Síríus. Sælgætisgerðin var st...
07/11/2024

Viðmælandi þáttarins er Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri sælgætisgerðarinnar Nóa Síríus. Sælgætisgerðin var stofnað árið 1920 og framleiðir og selur súkkulaði og sælgæti. en árið 2021 var fyrirtækið selt til norska matvæla samsteypunnar Orkla.

Sigríður Hrefna er fædd árið 1977 og ólst upp í Breiðholtinu í Reykjavík. Hún gekk í Menntaskólann við Reykjavík og lauk síðan embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Copenhagen Business School í Danmörku. Sigríður hefur gengt ýmsum störfum í atvinnulífinu, m.a. var hún framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka þar sem vann m.a. við að byggja upp stafræna vegerð bankans. Áður var hún framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís, forstöðumaður hjá Arion, framkvæmdastjóri hjá Straumi og hjá SPV sparisjóði og þar áður framkvæmdastjóri Atlas Ejendomme.

Sigríður Hrefna hefur setið í stjórn ýmissa fyrirtæki t.d. hjá Reginn, Áltaki, Next, Ígló og Indó, Whistle, Landsbréfum og formaður stjórnar Emessís, SMI ehf, Sjónlags hf., Björg Investment fund, Billetlugen, Creatrix og í fjárfestingaráði Arev N1 og Thule vísissjóðs.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/72--Sigrur-Hrefna-Hrafnkelsdttir--forstjri-Na-Srus-e2qlrmg

Á Spotify: https://open.spotify.com/episode/5P7a7VQ2W4gf9AQP7XGaXD?si=523e6fa30d6449dd

Þátturinn er kostaður af KPMG og Sólar.

Viðmælandi þáttarins er Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Hagar er samstæða fyrirtækja sem starfa á íslenskum matvöru-, sé...
09/10/2024

Viðmælandi þáttarins er Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Hagar er samstæða fyrirtækja sem starfa á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði og starfa um 2.600 starfsmenn hjá samstæðunni. Dótturfélög í samstæðu Haga eru Hagar verslanir ehf., (Bónus, Hagkaup og Aðföng), Olís ehf., Bananar (dreifingaðili á grænmeti og ávöxtum), Noron (Zara), Eldum rétt og Stórkaup heildverslun.

Finnur er fæddur árið 1970 og ólst upp Seljahverfinu. Finnur gekk í Verzlunarskóla Íslands og lauk BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og Ph.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE Viðskiptaháskólanum í Barcelona. Finnur var á árunum 2013 til 2020 forstjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hf. og starfaði um árabil sem lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrði þar meðal annars uppbyggingu á MBA námi HR og Stjórnendaskóla HR. Hann sat í háskólaráði HR frá 2009 til 2017 og var formaður ráðsins til ársins 2014. Þá starfaði Finnur um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Finnur situr í stjórn ýmissa dótturfélaga Haga en hefur áður setið í stjórn ýmissa dótturfélaga Origo sem og Orf líftækni, Distica og Sling

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/71--Finnur-Oddsson--forstjri-Haga-e2pdsnp

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/7yMsMNpE2m5NIpoCaE3tam?si=UMdFgMP9TPio-DpNqFfQDg

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/71-finnur-oddsson-forstj%C3%B3ri-haga/id1291310179?i=1000672331395

Þessi þáttur er í boði Skaga og Indó.

Viðmælandi þáttarins er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect (Kara Connect), sem teng...
20/09/2024

Viðmælandi þáttarins er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect (Kara Connect), sem tengir saman starfsmenn fyrirtækja við ólíka sérfræðinga í velferð og geðheilbrigðisþjónustu. Í dag býður Kara Connect upp á nýja vöru, velferðartorg fyrirtækja, sem getur nýst stjórnendum vel til að styðja starfsfólk við ólíkar áskoranir í lífi og starfi. Margir kannast við Þorbjörgu úr pólitík og borgarstjórn en frumkvöðlastörf hafa átt hug hennar allan síðastliðin ár. Þorbjörg gekk í Verzlunarskóla Ísland og lauk síðan B.A. í uppeldis og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og síðar Master í námssálfræði frá University of Washington. Þorbjörg er fædd 1972, ólst upp í smáíbúðahverfinu í Reykjavík og gekk í Verslunarskóla Íslands og kláraði síðan BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og master í námssálfræði frá University of Washington í Seattle þar sem hún einbeitti sér að heilaþroska barna og ungmenna. Þorbjörg hefur búið í Bandaríkjunum, Frakklandi, á Spáni og í Kaupmannahöfn en líður alltaf best á Íslandi.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/70--orbjrg-Helga-Vigfsdttir--stofnandi-og-framkvmdastjri-Kru-Connect-e2okrb0

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/5a8brJlPdLck3MiZ6mQzkj?si=2c45005da92b499c

Þessi þáttur er í boði Skaga og Indó.

Viðmælandi þátttarins er Finnur Pind, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Treble Technologies, sem er fyrirtæki sem framlei...
18/09/2024

Viðmælandi þátttarins er Finnur Pind, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Treble Technologies, sem er fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað til hljóðhermunar (e. sound simulation). Hugbúnaður Treble er nýttur af fyrirtækjum út um allan heim í bygginga-, tækni- og bílageirum til þess að hanna betri hljóðupplifanir og draga úr hávaða, meðal annars af mörgum af stærstu tækni- og verkfræðifyrirtækjum heims. Finnur er fæddur árið 1986 og uppalinn í hlíðunum í Reykjavík. Hann er með BS gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MS próf og doktorsgráðu í hljóðverkfræði (e. acoustics engineering) frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Áður en Finnur stofnaði Treble starfaði hann um árabil sem forritari og ráðgjafaverkfræðingur. Á sínum yngri árum var Finnur einnig virkur tónlistarmaður í jaðarrokkssenu Reykjavíkur.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/69--Finnur-Pind--mestofnandi-og-framkvmdastjri-Treble-e2oi0d7

Á Spotify: https://open.spotify.com/episode/2M2KgO4hiSZM8DrrEHrxkr?si=boT4IDBvRZONYZqWiE8DFA

Þessi þáttur er í boði Indó og Skaga.

Viðmælandi þáttarins er Margrét Harðardóttir, Senior Vice President hjá Arggosy Real Estate Partners (AREP) þar sem hún ...
13/09/2024

Viðmælandi þáttarins er Margrét Harðardóttir, Senior Vice President hjá Arggosy Real Estate Partners (AREP) þar sem hún er yfir fjáröflun og fjárfestatengslum. Fyrirtækið stýrir framtakssjóðum sem fjárfesta í ákveðnum tækifærum í fasteignum á lægra miðstigi markaðarins (e. lower middle market) og hefur nú yfir $3,5 milljarða af fasteignum í stýringu. Margrét er alin upp í Bandaríkjunum og á Íslandi, gekk í Menntaskólann í Kópavogi en lauk síðan BS í viðskiptafræði, með aukagrein í alþjóðlegum öryggis- og ágreiningsúrlausnum (e. International Security and Conflict Resolution) frá San Diego State University.

Margrét starfaði áður sem framkvæmdastjóri (e. Managing Director) hjá Lateral Investment Management framtakssjóði (e. Private equity) og bar ábyrgð á vöruþróun, stefnumótun og fjáröflun en fyrirtækið var með um $800 milljónir undir stýringu en Margrét var í stofnendateymi sjóðsins. Lateral veitir vaxtarfé til fyrirtækja á miðstigum (e. Middle market) með áherslu á B2B tæknifyrirtæki. Áður en hún gekk til liðs við Lateral var Margrét yfir fjárfestatengslum hjá framtakssjóði sem fjárfesti í fasteignum og vann hjá Bainbridge Capital, ráðgjafarfyrirtæki í samruna og yfirtökum (m&a) með aðsetur í La Jolla, Kaliforníu.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/68--Margrt-Harardttir--Senior-Vice-President-hj-Arggosy-Real-Estate-e2obhm5
Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3n4Yho8ChFxPeLJlR7fXtu?si=a962e7bef4ce4dd1

Þessi þáttur er í boði Indó og Skaga.

Viðmælandi þáttarins er Tryggvi Björn Davíðsson, meðstofnandi indó sparisjóðs (indó Iceland). Indó kom inn á fastmótaðan...
29/08/2024

Viðmælandi þáttarins er Tryggvi Björn Davíðsson, meðstofnandi indó sparisjóðs (indó Iceland). Indó kom inn á fastmótaðan bankamarkað í byrjun síðasta árs og hefur hrist upp í markaðnum með því að bjóða upp á nýja einfalda bankaþjónustu á góðum kjörum. Tryggvi er fæddur árið 1973 og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.S. gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Frakklandi og MBA gráðu frá INSEAD í París. Tryggvi á að baki áratuga reynslu á fjármálamarkaði, bæði hérlendis sem og erlendis og hefur búið og starfað í Frakklandi, Indónesíu, Singapore og Bretlandi.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/67--Tryggvi-Bjrn-Davsson--mestofnandi-ind-e2noda5

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/2zThTArDo8nVaNYxgcnOns?si=576002823ade41fe

Þessi þáttur er í boði Indó og Skaga.

Viðmælandi þáttarins Sindri Már Finnbogason, sem er sjálflærður forritari, en hann byrjaði að forrita á Sinclair Spectru...
01/07/2024

Viðmælandi þáttarins Sindri Már Finnbogason, sem er sjálflærður forritari, en hann byrjaði að forrita á Sinclair Spectrum aðeins 7 ára gamall. Hann kláraði ekki framhaldsskóla heldur fór að vinna sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Innn sem þróaði vefumsjónarkerfið LiSA. Árið 2003 stofnaði hann Tix.is sem seldi miða á alla viðburði á Íslandi í mörg ár en Tix.is keypti svo miðasölufyrirtækið Billetlugen í byrjun árs 2008 og flutti Sindri til Kaupmannahafnar og var þar í fimm ár þangað til hann tók sér ársfrí frá miðasölubransanum og stofnaði svo Tix.is, árið 2014, sem sérhæfir sig í miðasölulausnum fyrir viðburðarhaldara á borð við menningar- og viðburðarhús. Tix varð svo að Tixly og í dag starfa rúmlega 50 manns hjá fyrirtækinu og er miðasölukerfi Tixly komið í notkun í 14 löndum og með skrifstofur í 9 löndum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/66--Sindri-Mr-Finnbogason--stofnandi-Tixly-Tix-is-e2lgujn

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3kEszyi6XpaNmjdSeViGxw?si=aab6e04c2d4f43b9

Þessi þáttur er í boði Indó og Skaga.

Viðmælandi þáttarins er Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýrin...
18/06/2024

Viðmælandi þáttarins er Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hann er fæddur árið 1979 í Reykjavík og er ættaður úr Dölunum á Vesturlandi en ólst upp í Seljahverfinu í Reykjavík. Haraldur gekk í Menntaskóla Reykjavíkur og þaðan lá leiðin í Háskólann í Reykjavík þar sem hann lauk BS prófi í viðskiptafræði. Hann lauk svo MBA-gráðu frá IESE Business School og jafnframt prófi í verðbréfaviðskiptum.

Haraldur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann er einn af þremur stofnendum Fossa fjárfestingarbanka og var jafnframt forstjóri bankans árin 2015 til 2023. Á árunum 2011 til 2015 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Straums fjárfestingarbanka hf. og átti jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans á sama tímabili. Á árunum 2007 til 2010 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista hf. og var forstöðumaður fjármögnunar hjá sama félagi.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/65--Haraldur-rarsson--forstjri-Skaga-hf-e2l0peo

Á Spotify: https://open.spotify.com/episode/4LKm2H3f316bZM3Jp8HVaR?si=d813c430807f4e14

Þessi þáttur er í boði Indó, Skaga og Taktikal.

Viðmælandi þáttarins er Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (CCEP). CCEP er lei...
12/06/2024

Viðmælandi þáttarins er Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (CCEP). CCEP er leiðandi fyrirtæki í neytendavöru á heimsvísu og er með starfsemi í 30 löndum í Evrópu, Asíu og Eyjaálfu. Starfsmenn fyritækisins eru 45 þúsund og þjónar fyrirtækið yfir 600 milljón neytendum.

Anna Regína er fædd árið 1982 og er alin upp í Kópavogi. Hún gekk í Menntaskólann í Kópavogi og kláraði BS próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf frá DTU í Kaupmannahöfn. Fyrstu árin eftir útskrift vann Anna við arðsemisgreiningar, kostnaðargreiningar og verkefnastjórn í erlendum jarðvarmaverkefnum. Frá árinu 2012 hefur Anna Regína unnið hjá Coca-Cola á Íslandi í hinum ýmsu störfum, m.a. forstöðumaður hagdeildar, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og framkvæmdastjóri sölusviðs áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2023.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/64--Anna-Regna-Bjrnsdttir--forstjri-Coca-Cola--slandi-e2kpuq6

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/6M4jwRzP7k8qwTaE9k4BIw?si=b83815cfdeab4f5c

Þessi þáttur er kostaður af Skagi, Indó og Taktikal.

Viðmælandi þáttarins er Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Aranja og einn stofnanda Hopp. Ægir er fæddur árið 1985 og ó...
29/04/2024

Viðmælandi þáttarins er Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Aranja og einn stofnanda Hopp. Ægir er fæddur árið 1985 og ólst upp á Seltjarnarnesi og á Landsbyggðinni. Hann flutti að heiman eftir 10. bekk til að fara á tölvubrautina í Iðnskólanum og hélt áfram í Háskólann í Reykjavík þar sem hann kláraði B.S. í tölvunarfræði. Ægir vann að netbönkum Landsbankans eftir útskrift og síðan hjá Red Gate í Bretlandi áður en hann flutti aftur til Íslands og stofnaði Aranja árið 2014 með Eiríki Heiðari Nilssyni.

Aranja er stafræn stofa og venture studio sem sérhæfir sig í stafrænum vörum og hefur Ægir verið framkvæmdastjóri þar í 10 ár. Ægir er einnig meðstofnandi Hopp, sem er samgöngulausn fyrir borgir, einna þekktust fyrir rafskúturnar og Hopp farsímalausnina, en fyrirtækið byrjaði sem verkefni innan Aranja árið 2019. Hopp hefur sótt sér fjármagn frá íslenskum og erlendum fjárfestum og eru rafskúturnar og hugbúnaðarlausnin nú í boði í nokkrum löndum.

Ægir skipuleggur einnig meistaranám í framendaforritun í háskóla í Barcelona þar sem hann kennir einnig einstaka áfanga.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/63--gir-orsteinsson--mestofnandi-Hopp-og-framkvmdastjri-Aranja-e2j1b4l

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3q4b9zUApCJKgNo0Fjulam?si=5cb41d3194614afe

Þátturinn er kostaður af Arion.

Address


Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Athafnafólk posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Videos
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share