Athafnafólk

Athafnafólk Hlaðvarpsþáttur um frumkvöðla og stjórnendur sem hafa vakið eftirtektarverða athygli.

Viðmælandi þáttarins er Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Alda er hugbúnaðarfyrirtæki se...
21/02/2024

Viðmælandi þáttarins er Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Alda er hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að meta og auka fjölbreytileika og inngildingu með örfræðslu, inngildingarkönnun, aðgerðaráætlun og mælaborði. Alda hugbúnaðurinn fór í loftið haustið 2023 og var í lok þess árs valinn á lista ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu.
Þórey var áður meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Capacent og vann m.a. við ráðgjöf í stjórnun og stefnumótun en þar leiddi hún mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Hún hefur tekið þátt í margs konar félagsstörfum og stofnaði m.a. V-daginn, sat í stjórn UN Women, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, í varastjórn Jafnréttissjóðs og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hún stofnaði einnig umboðsskrifstofuna Eskimo Models og Ólöfu ríku, fyrirtæki sem framleiddi hönnunarleikföng og barnabækur.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/60--rey-Vilhjlmsdttir-Propp--mestofnandi-og-framkvmdastjri-ldu-e2g2r37

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/6m1dy9njp6s3vA9ABR2u0d?si=sm-05nw5Sgqgd8y_FlOvpA

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/60-%C3%BE%C3%B3rey-vilhj%C3%A1lmsd%C3%B3ttir-propp%C3%A9-me%C3%B0stofnandi-og-framkv%C3%A6mdastj%C3%B3ri/id1291310179?i=1000646224561

Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri matvælafyrirtækisins Good Good (Good Good Ísland). ...
05/02/2024

Viðmælandi þáttarins er Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri matvælafyrirtækisins Good Good (Good Good Ísland). Fyrirtækið framleiðir m.a. sykurlausar sultur, sætuefni og súkkulaði- og hnetusmjör. GOOD GOOD hefur safnað um $25m+ frá fjárfestum og sækir nú fram á Bandaríkjamarkaði. Garðar er fæddur árið 1984 og ólst upp í Langholtshverfinu. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Master gráðu í Upplifunarhagkerfinu (e. Experience Economy) frá Háskólanum í Árósum. Garðar var áður meðstofnandi og framkvæmdastjóri saltframleiðslufyrirtækisins Norður Salt og meðstofnandi Saltverks Reykjaness ehf.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/59--Garar-Stefnsson--framkvmdastjri-Good-Good-e2fc0kj

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/319c7faTjw4g1yQJhhxVYn?si=o5rFCaNrT761Y19Mm6e63Q

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/59-gar%C3%B0ar-stef%C3%A1nsson-framkv%C3%A6mdastj%C3%B3ri-good-good/id1291310179?i=1000644138154

Þessi þáttur er í boði Arion, Icelandair og Krónunnar.

Viðmælandi þáttarins er Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, fasteignafélags sem er skráð á íslenska aðalmarkaðinn. ...
31/01/2024

Viðmælandi þáttarins er Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, fasteignafélags sem er skráð á íslenska aðalmarkaðinn. Jón er fæddur árið 1985 og ólst upp í Hafnarfirðinum. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og MS prófi í byggingaverkfræði frá DTU háskólanum í Danmörku. Jón hefur starfað sem verkfræðingur hjá Mannviti, sérfræðingur í eignastýringu hjá Kviku og forstöðumaður hjá GAMMA, þangað til hann tók við forstjórastarfi Kaldalóns.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/58--Jn-r-Gunnarsson--forstjri-Kaldalns-e2f6lod

Á Spotify:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/58-j%C3%B3n-%C3%BE%C3%B3r-gunnarsson-forstj%C3%B3ri-kaldal%C3%B3ns/id1291310179?i=1000643716844

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/58-j%C3%B3n-%C3%BE%C3%B3r-gunnarsson-forstj%C3%B3ri-kaldal%C3%B3ns/id1291310179?i=1000643716844

Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Domino’s. Birgir er fæddur árið 1972 o...
30/01/2024

Viðmælandi þáttarins er Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Domino’s. Birgir er fæddur árið 1972 og ólst upp á Borgarnesi og fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann flutti til Reykjavíkur og lauk BS í hagfræði frá Háskóla Íslands og frá Pompeu Fabra Barcelona. Birgir starfaði í 10 ár sem forstjóri Domino’s á Íslandi og 13 ár sem “Group Managing Director” hjá Strax en hann sat einnig í stjórn félagsins. Fyrirtækið framleiðir og dreifir aukahluti fyrir farsíma.

Birgir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Cintamani og fjárfest og setið í ýmsum stjórnum m.a. sem stjórnarformaður Billboard/Dengsa/BBI, auglýsingafyrirtækis, sem var selt til Símans núna í janúar 2024. Hann hefur einnig setið í stjórnum Domino’s í Noregi, veitingastaðarins Joe & the Juice, afþreyingarfyrirtæksins Lava Show, tæknifyrirtækjanna Andes og Prógramm og leitarsjóðsins Leitar Capital Partners. Ásamt því að taka þátt í fasteignamarkaðnum í gegnum EB Invest.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/57--Birgir-rn-Birgisson--fjrfestir-og-fv--forstjri-Dominos-e2f4dm8

Á Spotify: https://open.spotify.com/episode/6Uo1XGLwEqM4gKTeMtfgWa?si=j1OqmKjPQZO7FjkqsTIDAw

Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

23/12/2023
Viðmælandi þáttarins er Jón Björnsson, forstjóri Origo (Origo Ísland). Origo er samstæða þjónustufyrirtækja í upplýsinga...
15/12/2023

Viðmælandi þáttarins er Jón Björnsson, forstjóri Origo (Origo Ísland). Origo er samstæða þjónustufyrirtækja í upplýsingatækni með um 500 starfsmenn og býður fyrirtækið upp á þjónustu við rekstur og innviði, hugbúnað og notendabúnað. Jón er fæddur árið 1968 og ólst upp á Seltjarnarnesinu. Hann gekk í Verzlunarskóla Íslands og er lauk síðan B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Rider University í New Jersey. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar frá 2014 en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum frá 2002. Jón situr m.a. í stjórn netverslunarinnar Boozt.com, Dropp og Brauð & Co.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/56--Jn-Bjrnsson--forstjri-Origo-e2d9hl7

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/0HizILWqELFMZoC6jarDsj?si=1cdec57473a94b21

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/gb/podcast/athafnaf%C3%B3lk/id1291310179?i=1000638676057

Þessi þáttur er í boði Arion, Krónunnar og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastóri og meðstofnandi leikjafyrirtækisins Rocky Road en ...
14/12/2023

Viðmælandi þáttarins er Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastóri og meðstofnandi leikjafyrirtækisins Rocky Road en fyrirtækið þróar nú nýjan samfélagsleikjamiðil fyrir snjallsíma. Fyrirtækið hefur nú safnað um samtals 700 milljónum kr. frá innlendum og erlendum fjárfestum, þ.a.m. íslenska vísissjóðnum Crowberry Capital, Luminar Ventures og Sisu Ventures.

Þorsteinn er fæddur árið 1979 og ólst upp í Vesturbænum. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og síðar MBA gráðu frá Oxford háskóla í Englandi. Þorsteinn stofnaði leikjafyrirtækið Plain Vanilla árið 2010 sem gaf m.a. út vinsæla spurningaleikinn Quizup sem fór sigurför um heiminn og safnaði í um 7 ma. kr. frá erlendum fjárfestum þ.á.m. frá Sequoia fjárfestingasjóði. Fyrirtækið var síðan selt til GluMobile árið 2016. Hann stofnaði einnig leikjafyrirtækið Teatime Games, sem bjó til farsímaleiki sem nýttu nýja tækni til að gera leiki persónulegri með myndspjalli og gáfu þá m.a. út spurningaleikinn Trivia Royal. Þorsteinn vann áður í sölu- og markaðsmálum hjá fjarskiptafyrirtækinu Hive, Industria, Vodafone, TM og BT.

Þorsteinn hefur setið í stjórn Icelandic Startups (Klak) og í stjórn hugbúnaðarfyrirtækjanna Oz og Sling.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/55--orsteinn-Baldur-Fririksson--mestofnandi-og-framkvmdastjri-Rocky-Road-e2d821k

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/1SU6CFmlAlaMLYZsT7f4c6?si=3708364791a648f1

Þessi þáttur er í boði Arion, Icelandair og Krónunnar.

Viðmælandi þáttarins er Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion. Iða ...
13/12/2023

Viðmælandi þáttarins er Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion. Iða Brá er fædd 1976 og er alin upp í Vestmanneyjum, hún gekk í grunnskólann þar og stundaði síðan nám við Verzlunarskólann áður en hún útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Erasmus Graduate School of Business í Rotterdam í Hollandi. Hún er einnig með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999 og hefur gengt ýmsum ýmsum störfum innan bankans, síðast sem framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs frá 2016 til 2017. Áður hafði Iða Brá m.a. verið forstöðumaður samskiptasviðs, einkabankaþjónustu og í fjárstýringu bankans. Iða Brá hefur setið í ýmsum stjórnum m.a. hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar, AFL – sparisjóði, fasteignafélagsins Landfesta og HB Granda. Iða Brá er einnig varaformaður stjórnar Varðar, vátryggingafélags.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/54--Ia-Br-Benediktsdttir--astoarbankastjri-og-framkvmdastjri-viskiptabankasvis-Arion-e2d6hue

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3rwc4g6raLMrs9mI6PNuQi?si=77e2e89e63d8419d

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/54-i%C3%B0a-br%C3%A1-benediktsd%C3%B3ttir-a%C3%B0sto%C3%B0arbankastj%C3%B3ri-og-framkv%C3%A6mdastj%C3%B3ri/id1291310179?i=1000638428727

Þessi þáttur er kostaður af Icelandair, Krónunni og Arion banka.

Viðmælandi þáttarins er Guðbjörg Rist, forstjóri Atmonia. Guðbjörg er fædd árið 1989 og er alin upp í Garðabæ en síðan l...
03/11/2023

Viðmælandi þáttarins er Guðbjörg Rist, forstjóri Atmonia. Guðbjörg er fædd árið 1989 og er alin upp í Garðabæ en síðan lá leið hennar í Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún kláraði BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Master í framleiðsluverkfræði frá Chalmers University í Svíþjóð. Atmonia er nýsköpunarfyrirtæki sem er að þróa nýja og umhverfisvæna aðferð við framleiðslu á ammoníaki til notkunar í áburð og útblástursfrítt eldsneyti. Fyrirtækið er með þrjú útgefin einkaleyfi á efnahvötum og hefur safnað um 1,2 ma.kr. í styrki og 250 milljónir í fjárfestingu. Í dag telur teymið um 17 manns og stefnir með vöru á markað árið 2028. Guðbjörg hefur áður unnið hjá Promens plastfyrirtæki, í Svíþjóð, í verkefnum í verksmiðjunum þeirra vítt og breitt um Evrópu. Árið 2015 flutti hún aftur til Íslands, vann þá sjálfstætt og vann síðar sem breytingastjóri hjá Arion í Stafrænni Framtíð. Árið 2018 var Guðbjörg ráðin inn sem fyrsti starfsmaður Atmonia og tók síðan við sem forstjóri þar árið 2019. Guðbjörg er stjórnarmaður í Samtökum Sprotafyrirtækja og í stjórn Samtaka Vetnis- og rafeldisneytisfyrirtækja.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/53--Gubjrg-Rist--forstjri-Atmonia-e2be7fo

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/1AEkgnJvJbnPIGS49qnNJW?si=6Ca3DzCDTxOL6EnuCYbQ2Q

Þessi þáttur er kostaður af Icelandair, Krónunni og Arion banka.

Viðmælandi þáttarins er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarkona og fyrrverandi forstjóri Icepharma. Icepharma er um 100 man...
30/10/2023

Viðmælandi þáttarins er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarkona og fyrrverandi forstjóri Icepharma. Icepharma er um 100 manna fyrirtæki sem selur, markaðssetur heilsueflandi vörur og þjónustu t.d. eins og lyf, lækninga- og hjúkravörur ásamt því að reka umboðið fyrir Nike á Íslandi.

Margrét er fædd árið 1954 og er alin upp í miðbænum og Smáíbúðahverfinu. Hún gekk í Verslunarskólann og lauk Cand. Ocean gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og síðar Master í mannauðs- og markaðsfræði frá Copenhagen Business School. Margrét hefur komið víða við og unnið einnig sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, stjórnandi hjá Q8 (Kuwait Petroleum International) og starfsþróunarstjóri hjá Statoil í Danmörku.

Margrét situr í stjórn Eimskipa, Festis og Heklu og hefur áður setið í stjórnum Krónunnar, N1, Isavia og Reiknistofu bankanna.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/52--Margrt-Gumundsdttir--stjrnarkona-og-fv--forstjri-Icepharma-e2b83q3

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/0RfPBIE6w2MhaTBQ9ZgFYP?si=def15f08514d46ba

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/52-margr%C3%A9t-gu%C3%B0mundsd%C3%B3ttir-stj%C3%B3rnarkona-og-fv-forstj%C3%B3ri/id1291310179?i=1000633069511

Þessi þáttur er kostaður af Krónunni, Arion banka og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Tulipop.  Tulipop er íslenskur ævintýrahei...
02/10/2023

Viðmælandi þáttarins er Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Tulipop. Tulipop er íslenskur ævintýraheimur fyrir börn sem hefur notið mikilla vinsælda um áraraðir. Helga er fædd árið 1979 og ólst upp í Noregi, bjó svo um nokkurra ára skeið á Selfossi og flutti svo í Háaleitishverfið í Reykjavík þar sem hún sleit barnsskónum. Hún gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk BS prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Helga vann sem viðskiptastjóri og markaðsstjóri í hugbúnaðarbransanum á Íslandi en fluttist svo búferlum til London þar sem hún lauk MBA námi frá London Business School og vann þar einnig í stefnumótun og markaðsmálum fyrir American Express. Helga flutti síðan til Íslands árið 2009 eftir að hafa lokið MBA náminu og hóf þá störf í fyrirtækjaráðgjöf hjá PwC og starfaði þar þar til hún stofnaði fyrirtækið Tulipop árið 2020.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/51--Helga-rnadttir--mestofnandi-og-framkvmdastjri-Tulipop-e2a17t3

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/1m94CLlYgrQrlHEY64k3Ze?si=f6eddd840bd34fb2

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/51-helga-%C3%A1rnad%C3%B3ttir-me%C3%B0stofnandi-og-framkv%C3%A6mdastj%C3%B3ri/id1291310179?i=1000629882445

Þessi þáttur er kostaður af Icelandair, Arion banka og Krónunni.

Athafnafólk fagnar að hafa gefið út 50 þætti og að sjálfsögðu eru fleiri á leiðinni ...!
01/10/2023

Athafnafólk fagnar að hafa gefið út 50 þætti og að sjálfsögðu eru fleiri á leiðinni ...!

Viðmælandi þáttarins er Styrmir Þór Bragason, stjórnarformaður Stellar Collection og fyrrum forstjóri Arctic Adventures....
29/09/2023

Viðmælandi þáttarins er Styrmir Þór Bragason, stjórnarformaður Stellar Collection og fyrrum forstjóri Arctic Adventures. Stellar Collection er ný samstæða ferðaþjónustufyrirtækja í Alaska sem hann fer fyrir. Styrmir er fæddur árið 1970 og alinn upp í Seljahverfinu. Hann gekk í Menntaskóllann við Sund og fór þaðan í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og kláraði Master í fjármálahagfræði frá Stirling University í Skotlandi. Styrmir hefur komið víða við og m.a. starfað sem forstjóri MP Banka, Atorku fjárfestingafélags og Títans fjárfestingafélags og einnig sem framkvæmdasjóri eigin viðskipta hjá Straumi og forstöðumaður sjóðastýringar hjá Landsbréfum. Styrmir hefur einnig setið í hinum ýmsum stjórnum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/50--Styrmir-r-Bragason--stjrnarformaur-Stellar-Collection-e29ufsf

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/088ncxLDwiVKjWrT8udmmm?si=e602ddc233c543e0

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/gb/podcast/athafnaf%C3%B3lk/id1291310179?i=1000629624742

Þessi þáttur er kostaður af Icelandair, Arion banka og Krónunni.

Viðmælandi þáttarins er Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair. Tómas er alinn upp...
20/09/2023

Viðmælandi þáttarins er Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair. Tómas er alinn upp í Reykjavík með stuttri viðkomu í Kiel í Þýskalandi. Hann gekk í MH og fór þaðan í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. Hann hefur einnig mastersgráðu í stjórnun aðfangakeðja með áherslu á flugfélög frá MIT í Boston ásamt MBA gráðu frá sama skóla. Tómas hefur tekið að sér ýmis störf hjá Icelandair í gegnum tíðina, allt frá forritun og verkefnastjórnun, forstöðumennsku tekjustýringar yfir í framkvæmdastjórn ýmissa sviða síðustu fimm árin á tímum mikils umróts í flugiðnaðinum. Tómas hefur einnig unnið hjá ráðgjafafyrirtækinu Bain & Company, sem forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka, framkvæmdastjóri hjá WOW air og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/49--Tmas-Ingason--framkvmdastjri-hj-Icelandair-e29hd4h

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/50ifrnXR8cTe7ljCMwOnaA?si=cc87ae42c818401a

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/49-t%C3%B3mas-ingason-framkv%C3%A6mdastj%C3%B3ri-hj%C3%A1-icelandair/id1291310179?i=1000628551372

Þessi þáttur er kostaður af Krónunni, Arion banka og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Ægir Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi (Advania Ísland). Ægir er fæddur árið 1973 og er alin...
11/09/2023

Viðmælandi þáttarins er Ægir Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi (Advania Ísland). Ægir er fæddur árið 1973 og er alinn upp á Selfossi. Hann gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands, R.A. Long High School og kláraði síðan BA próf í sálfræði og Master í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands. Ægir starfaði um árabil hjá Capacent, þekkingar- og ráðgjafyrirtæki, og vann þar sem ráðgjafi, mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs. Hann starfaði síðan sem mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála áður en hann tók við forstjórastólnum hjá Advania á Íslandi árið 2015. Advania er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og tilheyrir Advania samstæðunni sem er með starfsemi víða í Evrópu. Mikill vöxtur hefur verið hjá Advania á síðustu árum og í dag starfa þar um 4500 manns, þar af um 630 manns á Íslandi en sjóður á vegum Goldman Sachs keypti meirihluta í Advania árið 2021. Ægir hefur einnig setið í stjórn Viðskiptaráðs og Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, auk nokkurra dótturfélaga Advania.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/48--gir-risson--forstjri-Advania--slandi-e29619p

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/391GmHTcNbf3qXmmZWbMT3?si=4f535f6e3d20472d

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/48-%C3%A6gir-%C3%BE%C3%B3risson-forstj%C3%B3ri-advania-%C3%A1-%C3%ADslandi/id1291310179?i=1000627448755

Þessi þáttur er í boði Arion, Icelandair og Krónunnar.

Viðmælandi þáttarins er Einar Stefánsson, meðstofnandi Oculis og prófessor í augnlækningum frá Háskóla Íslands. Oculis e...
25/07/2023

Viðmælandi þáttarins er Einar Stefánsson, meðstofnandi Oculis og prófessor í augnlækningum frá Háskóla Íslands. Oculis er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar augnlyf en fyrirtækið var skráð á Nasdaq kauphöllina í mars árið 2023. Oculis hefur m.a. þróað lyf sem byggir á einkaleyfavarinni tækni, sem gerir mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augndropum. Hjá Oculis starfa um 30 starfsmenn í dag og er fyrirtækið metið á um 40 ma.kr. Einar er fæddur árið 1952 og alinn upp í Reykjavík. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og kláraði læknisfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með Doktorsgráðu í lífeðlisfræði frá Duke háskóla í Bandaríkjunum. Einar vann einnig hjá Duke háskóla sem vísindamaður og lektor í augnlækningum í 10 ár þangað hann kom aftur til Íslands og tók við prófessorstöðu við Háskóla Íslands og stofnaði síðar Oculis árið 2003.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/47--Einar-Stefnsson--stofnandi-Oculis-e27bm2u

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/6wGGgo02OhT1NOOeTi4nBM?si=ea8d1cda61874b03

Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion banka og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Björn Hólmþórsson, stofnandi og forstjóri Five Degrees. Björn er fæddur árið 1975 og er alinn up...
11/07/2023

Viðmælandi þáttarins er Björn Hólmþórsson, stofnandi og forstjóri Five Degrees. Björn er fæddur árið 1975 og er alinn upp á Suðurnesjunum og Hafnarfirði. Hann útskrifaðist á eðlisfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð og kláraði próf í tölvunarfræði frá HR, áður TVÍ. Hann hefur unnið við forritun hjá Fjarvangi, forritari og verkefnastjóri í hugbúnaðargerð hjá Mens Mentis en þar vann hann við gerð eignastýringakerfis og lánakerfis. Síðar fór hann til Englands og vann við hugbúnaðargerð hjá Raft International en þaðan flutti hann til Lúxemborg árið 2003 þar sem hann byrjaði í hugbúnaðargerð og varð síðar framkvæmdastjóri tæknimála (CIO) hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Björn stofnaði fjártæknifyrirtækið Five Degrees árið 2009 sem er með skrifstofur á Íslandi, Portúgal og í Hollandi og þróar hugbúnaðarlausnir í skýið fyrir banka víðsvegar um heiminn. Árið 2018 keypti Five Degrees, íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Libra og er þ.a.l. með mikil umsvif á Íslandi. Five Degrees hefur safnað um 4,5 ma. kr. frá erlendum fjárfestum til að fjármagna vöxt félagsins á síðustu árum. Five Degrees var selt til alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækisins Topicus nú í mars 2023.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/46--Bjrn-Hlmrsson--stofnandi-Five-Degrees-sem-seldi-fyrirtki-sitt-til-Topicus-e26qcu8

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/1K3pnQ5SIF3bHEiR4NEMwV?si=ASLfaYLhTLqISpBRELaWdA

Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Icelandair og Arion banka.

Viðmælandi þáttarins er Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu og markaðssviðs hjá Vodafone. Sesselía er...
30/06/2023

Viðmælandi þáttarins er Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu og markaðssviðs hjá Vodafone. Sesselía er fædd árið 1976 og alin upp á Egilsstöðum. Hún gekk í Menntaskólann á Egilsstöðum og kláraði BA próf í félagsfræði frá Háskóla Ísland. Hún er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, í alþjóða markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og í stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar og breytingastjórnun. Sesselía bjó í Svíþjóð í yfir 10 ár þar sem að hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Eftir að Sesselía flutti aftur heim til Íslands hefur hún starfað sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania, framkvæmdastjóri Íslandspósts og sem forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Hún hefur einnig starfað sem ráðgjafi og setið í hinum ýmsu stjórnum m.a. fyrir Samtök verslunar og þjónustu, hugbúnaðarfyrirtækið AGR og Sýn.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/45--Sessela-Birgisdttir--framkvmdastjri-hj-Vodafone-e26cknk

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/3WpvD6UG2WFDU6oSfWHI1R?si=NpvAWmTCT6KVBp5bX548Ww

Á Apple Podcast:

https://podcasts.apple.com/us/podcast/athafnaf%C3%B3lk/id1291310179?i=1000618846316

Þessi þáttur er í boði Icelandair, Krónunnar og Arion banka.

Viðmælandi þáttarins er Ingvar Helgason, stofnandi og framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Vitrolabs. Vitrolabs er nýs...
28/06/2023

Viðmælandi þáttarins er Ingvar Helgason, stofnandi og framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Vitrolabs. Vitrolabs er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar leður úr stofnfrumum dýra. Fyrirtækið er staðsett úti í Bandaríkjunum og hefur safnað yfir $46m frá m.a. Khosla Venures og Leanordo Dicaprio.

Ingvar er fæddur árið 1980 og hóf ungur störf í tískuiðnaðinum. Eftir að hann flutti til London árið 2001 hóf hann störf hjá tískuhönnuðinum Marjan Pejoski sem er frægastur fyrir svanakjól Bjarkar og stofnaði síðan tískufyrirtækið Ostwald Helgason í Bretlandi sem hannaði og framleiddi tískuföt sem seld voru víða um heim. Eftir lokun fatamerkisins stofnaði Ingvar Vitrolabs árið 2016 sem framleiðir leður úr stofnfrumum dýra á umhverfisvænan hátt sem verður m.a. selt til tísku- og bílaframleiðanda.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/44--Ingvar-Helgason--stofnandi-og-forstjri-Vitrolabs-Inc-e269p57

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/1EaRwnu5MGCUUrLkz90TKK?si=5403e8698bd44045

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/athafnaf%C3%B3lk/id1291310179?i=1000618593554

Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion banka og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Valgerður Hrund Skúladóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Sensa. Valgerður er fædd árið 1963 og...
26/06/2023

Viðmælandi þáttarins er Valgerður Hrund Skúladóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Sensa. Valgerður er fædd árið 1963 og alin upp í Vesturbænum. Hún gekk í Melaskóla og Hagaskóla þangað til leið hennar lá í Menntaskólann í Reykjavík. Hún kláraði síðan BS próf í rafmagnsverkfræðifræði frá Háskóla íslands og MBA frá University of Miami. Valgerður hefur komið víða við og m.a. unnið sem sérfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu, deildarstjóri rafmagnsdeilar hjá Jóhann Ólafsson & Co. og framkvæmdastjóri hjá Tæknivali þangað til hún stofnaði svo Sensa árið 2002. Sensa er 140 manna þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni, m.a. lausnir í innviðum og rekstri upplýsingatæknikerfa. Sensa var keypt af Símanum árið 2007 og tilheyrði Símanum þangað til 2020 þegar norska upplýsingafyrirækið, Crayon, keypti Sensa.
Valgerður hefur setið í hinum ýmsu stjórnum t.d. eins og hjá Íslandsbanka, Símanum í Danmörku, Talenta, Samtökum iðnaðarins og atvinnulífsins, Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og hjá sprotafyrirtækinu Memento.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/43--Valgerur-Hrund-Skladttir--stofnandi-og-framkvmdastjri-Sensa-e266mvb

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/6gtY0eEkrQTOHRiDlwMYDD?si=40d5c26f70244bd4

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/gb/podcast/athafnaf%C3%B3lk/id1291310179?i=1000618326453

Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion banka og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical en félagið framleiðir lækningatæki sem notuð...
23/06/2023

Viðmælandi þáttarins er Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical en félagið framleiðir lækningatæki sem notuð eru af heilbrigðisstarfsfólki um allan heim til greiningar á svefni og svefnvandamálum. Pétur er fæddur árið 1966 og er alinn upp í Kópavoginum. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og lauk prófi frá Kennaraháskólanum og nam síðar mastersnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Pétur hefur komið víða við í atvinnulífinu. Hann var einn af stjórnendum Samskipa við stofunun félagsins 1991, stýrði innflutningsdeild og uppbyggingu á vöruhótel og drefingamiðstöð Samskipa. Hann var síðar framkvæmdastjóri yfir starfsemi í SÍF í Noregi (Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda) og síðar sölustjóri hjá íslenska lækningatækjaframleiðandanum Flögu. Frá Flögu fór Pétur til Fons eignarhaldsfélags og fór þar fyrir fjárfestingum Fons á breskum smásölumarkaði og í flugrekstri.

Pétur tók við sem framkvæmdastjóri Nox Medical árið 2011 fjórum árum eftir stofnun þess og hefur stýrt örum vexti félagsins síðan. Fyrir þremur árum sameinaði Nox Medical starfsemi sína við starfsemi Fusion Health í Atlanta í Bandaríkunum undir merkjum Nox Health. Hjá Nox starfa nú um 350 starfsmenn og þar af tæplega 100 á Íslandi við þróun, framleiðslu og markaðssetningu lækningavara undir merkjum Nox Medical. Vöxtur félagsins hefur verið hraður en árið 2022 velti Nox Health samstæðan rúmum 8 milljörðum króna.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/42--Ptur-Mr-Halldrsson--framkvmdastjri-Nox-Medical-e263cl8

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/6CTB0NtNDUevqKXTK64Stv?si=d5187b4cf6b84d65

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/42-p%C3%A9tur-m%C3%A1r-halld%C3%B3rsson-framkv%C3%A6mdastj%C3%B3ri-nox-medical/id1291310179?i=1000618079000

Þessi þáttur er kostaður af Arion, Icelandair og Krónunni.

Viðmælandi þáttarins er Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. Össur er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyriræki sem hannar og f...
03/05/2023

Viðmælandi þáttarins er Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. Össur er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyriræki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Sveinn er fæddur árið 1978 og alinn upp í Langholtshverfinu. Hann gekk í Menntaskólann við Sund og kláraði BS próf í alþjóðaviðskiptum og mastergráðu í fjármálum fyrirtækja frá Copenhagen Business School (CBS). Sveinn hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi, Goldman Sachs, HSH Nordbank og í viðskiptaþróun hjá Marel. Sveinn hóf störf hjá Össuri árið 2009 en tók við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins árið 2013 og varð síðan forstjóri fyrirtækisins árið 2022. Össur er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku og starfa um 4000 manns hjá fyrirtækinu í yfir 30 löndum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/41--Sveinn-Slvason--forstjri-ssurar-e23dr8m

Á Spotify: https://open.spotify.com/episode/2d2Sbze23VbDF9a1jLM5Zj?si=zk2rXKtxSvadHYpPmDY94A

Á Apple Podcast: https://podcasts.apple.com/us/podcast/41-sveinn-s%C3%B6lvason-forstj%C3%B3ri-%C3%B6ssurar/id1291310179?i=1000611568083

Þessi þáttur er í boði Krónunnar og Icelandair.

Viðmælandi þáttarins er Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju (Lyfja). Sigríður Margrét eða Sigga Magga eins og h...
26/04/2023

Viðmælandi þáttarins er Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju (Lyfja). Sigríður Margrét eða Sigga Magga eins og hún er oft kölluð er fædd árið 1976 og er alin upp víða á landinu. Hún gekk í Höfðaskóla á Skagaströnd, Grunnskóla Njarðvíkur, Verslunarskóla Íslands og lauk BS prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri en undanfarin ár hefur hún tekið stjórnendanámskeið hjá IESE og Harvard Business School. Sigga Magga hefur starfað sem ráðgjafi, viðskiptastjóri og svæðistjóri hjá IMG (sem nú er Gallup). Hún starfaði einnig sem framkvæmdastjóri, upplýsingatæknifyrirtækisins, Já, frá stofnun og einnig framkvæmdastjóri Skjá miðla frá árinu 2007. Skjár miðlar tilheyrðu Skipta samstæðunni (Símanum) og undir hana heyrðu fyrirtæki sem sinntu upplýsinga- og fjölmiðlun innan samstæðunnar, Já og Skjárinn sem hélt utan um sjónvarpsstöðina Skjá Einn og tengda sjónvarpsþjónustu. Sigga Magga varð einn eigenda Já árið 2010 og starfaði sem forstjóri fyrirtækisins til ársins 2019. Já keypti leitartæknifyrirtækið Spurl, upplýsingafyrirtækið Gallup og smáforritið Leggja sem var svo selt til Sýnar nú í ár, 2023. Sigga Magga tók við sem forstjóri Lyfju árið 2019 en Lyfja er leiðandi í rekstri lyfjaverslana á Íslandi og starfrækir alls 45 apótek og útibú um allt land. Innan samstæðu Lyfju eru jafnframt Heilsuhúsið og Heilsa sem er innflutnings-, framleiðslu- og heildsölufyrirtæki og starfa um 380 manns hjá samstæðunni. Sigga Magga hefur setið í ýmsum stjórnum, meðal annars stjórn Samtaka Atvinnulífisins, Samtaka Verslunar- og Þjónustu, Viðskiptaráðs Íslands, stjórn Já, skólanefnd Verzlunarskóla Íslands, stjórn Bláa lónsins og dótturfyrirtækja þess.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Á heimasíðu þáttarins og á öllum helstu hlaðvarpsveitunum:
https://podcasters.spotify.com/pod/show/athafnafolk/episodes/40--Sigrur-Margrt-Oddsdttir--forstjri-Lyfju-e22vrfc

Á Spotify:
https://open.spotify.com/episode/5kaWf23ousmR6eDpBrjXQ5?si=6Jp9P0t2RX6gK2x-KWfS4w

Á Apple Podcast:
https://podcasts.apple.com/us/podcast/40-sigr%C3%AD%C3%B0ur-margr%C3%A9t-oddsd%C3%B3ttir-forstj%C3%B3ri-lyfju/id1291310179?i=1000610688687

Þessi þáttur er í boði Icelandair og Krónunnar.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Athafnafólk posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share

Category



You may also like