Pant vera blár

Pant vera blár Íslenska borðspilahlaðvarpið Pant vera blár

Quacks of Quedlinburg er verðlaunaspil eftir hönnuðinn Wolfgang Warsch (The Mind, Ganz Schön Clever, Wavelength) sem van...
15/08/2024

Quacks of Quedlinburg er verðlaunaspil eftir hönnuðinn Wolfgang Warsch (The Mind, Ganz Schön Clever, Wavelength) sem vann Kennerspiel des Jahres verðlaunin árið 2018.

Leikmenn bregða sér í hlutverk skottulækna og nota ýmis hráefni til þess að brugga sinn eigin læknaseið. Ekki eru þó öll hráefnin jöfn og getur of mikið af tilteknu hráfefni snúið seiðnum í hættulega sprengju.

Eftir því sem fleiri hráefni eru dregin úr poka í pottinn því meiri líkur eru á því að potturinn springi en því lengri sem leikmenn komast áfram innan pottsins því fleiri stig og peninga fær viðkomandi til þess að kaupa sér fleiri hráefni.

Grunn mekaníkin í spilinu er “push your luck” eða að sjá hversu heppinn viðkomandi leikmaður getur verið að draga hráefni út poka án þess að springa.

Quacks er frábært fjölskylduspil sem hentar börnum frá 10-12 ára aldri og upp.

Nokusu Dice prufukeyrt til að klára kvöldið
13/07/2024

Nokusu Dice prufukeyrt til að klára kvöldið

Arcs prufukeyrt 🚀
13/07/2024

Arcs prufukeyrt 🚀

Final Girl er solo spil sem byggir þema sitt og spilun á klassískum hryllingsmyndum þar sem tiltekið ómenni fer um spila...
07/07/2024

Final Girl er solo spil sem byggir þema sitt og spilun á klassískum hryllingsmyndum þar sem tiltekið ómenni fer um spilaborðið og reynir og drepa allt sem á vegi hans verður.

Spilið notar spil til að ákveða aðgerðir og teninga til að segja til um styrleika aðgerðarinnar. Flestar aðgerðir kosta síðan tíma sem segir til um hversu margar aðgerðir hægt er að framkvæma í hverri umferð.

Þetta er alls ekki einfalt spil og oftar en ekki hefur ómennið sigur en þar sem hvert spil tekur aðeins 20-30 mínútur er hægt að reyna aftur að bjarga vesalings stelpunni og standa eftir sem “síðasta stelpan.”

Spaðafimma dagsins fer til þess aðila sem nær að giska fyrst(ur) í hvaða spili þetta “bling” á heima
20/06/2024

Spaðafimma dagsins fer til þess aðila sem nær að giska fyrst(ur) í hvaða spili þetta “bling” á heima

08/06/2024

Þáttur á morgun

05/06/2024

Örvæntið ekki!
Við erum lifandi.
Nýr þáttur fer í loftið á sunnudaginn.

22/04/2024

Í nýjasta þætti Pant vera blár vöktum við athygli á nýjum aðila sem er að búa til og setja á Instagram borðspilatengt efni.

Fyrir þau sem vilja fylgja doktor_spil þá er linkur á síðuna þeirra hér að neðan.

Spiið Nucleum eftir hönnuðina Dávid Turczi (Anachrony, Voidfall) og Simone Luciani (Grand Austria Hotel, Barrage, Lorenz...
22/04/2024

Spiið Nucleum eftir hönnuðina Dávid Turczi (Anachrony, Voidfall) og Simone Luciani (Grand Austria Hotel, Barrage, Lorenzo il Magnifico) er Euro tegund af spili þar sem leikmenn eru í hlutverki iðnrekenda sem reyna að ná árangri í efnahags- og tækniuppgangi Saxlands á 19. öld, sem knúinn er áfram af kjarnorku.

Spilinu hefur verið líst sem samblöndu af Brass og Barrage og þrátt fyrir að spilið fær sumar hugmyndir lánaðar frá þessum spilum er það samt töluvert frábrugðið þeim báðum.

Helsta markmið leikmanna er að byggja sem flestar byggingar, tengja þær við kjarnorkuver og rafvæða þær með kjarnorku í gegnum samtengdar leiðir.

Óhætt er að segja að spilið reynir á allar heilasellur samtímis og er mikilvægt að plana vel fram í tímann þannig að allt dæmið gangi upp.

Flott spil sem vel er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af lengri, þyngri spilum.

22/04/2024

Veisla framundan!

Age of Steam gæti verið besta spil heims.
19/01/2024

Age of Steam gæti verið besta spil heims.

@[100089856161355:2048:http://xn--borspil-yza.is/] og Pant vera blár fengu að vera smá með á The Dice Tower yfirferðinni...
08/01/2024

@[100089856161355:2048:http://xn--borspil-yza.is/] og Pant vera blár fengu að vera smá með á The Dice Tower yfirferðinni yfir Topp 100 spil allra tíma ;-)

Marvel Zombies: A Zombicide Game er nýjasta spilið í Zombicide spilaseríunni sem kom fyrst út árið 2012. Í klassíska Zom...
08/01/2024

Marvel Zombies: A Zombicide Game er nýjasta spilið í Zombicide spilaseríunni sem kom fyrst út árið 2012. Í klassíska Zombicide spilinu spila leikmenn sem hefðbundnar persónur með það að markmiði að vinna saman til þess að berjast gegn ógrynni af uppvakningum sem eru að reyna að taka yfir bæinn og éta allt sem hreyfist.

Marvel Zombies tekur þessa grunn hugmynd úr Zombicide spilinu og snýr henni á hvolf. Leikmenn spila sem hetjur úr Marvel heiminum sem hafa breyst í uppvakninga og eru að leita að fólki til þess að borða.

Eins og í upprunalega spilinu þá er þetta samvinnuspil þar sem taktík leikmanna getur skilið að milli feigs eða ófeigs og býður upp á fjölbreyttar upplifanir sem geta tekið á sig marga mismunandi myndir, eftir persónum og senum sem eru valdar.

Thunder Road Vendetta er eitt nýjasta spilið frá framleiðandanum Restoration Games sem sérhæfir sig í endurútgáfum á eld...
08/01/2024

Thunder Road Vendetta er eitt nýjasta spilið frá framleiðandanum Restoration Games sem sérhæfir sig í endurútgáfum á eldri spilum. Upprunanlega spilið hét Thunder Road og kom út árið 1986 í Bandarikjunum og hafa framleiðendur nú tekið það spil og uppfært miðað við nútíma kröfur.

Spilið er kappaksturs spil þar sem leikmenn nota teninga til þess að koma bílum sínum eins hratt og þeir geta yfir endalínuna. Spilið endar hins vegar oftar en ekki á því að bílar annarra leikmanna hafa annaðhvort verið keyrðir útaf veginum eða hreinlega skotnir niður og aðeins einn leikmaður stendur eftir.

Þrátt fyrir einfaldar reglur og heppni sem oft tengist teningakasti er það eitthvað fallegt og skemmtilegt við það að sitjast niður með góðum vinahópi og klessa bíla annarra ofan í skurð eða á skilti.

Flott spil sem hentar breiðum hópi spilara.

Nýr þáttur kominn í loftið!Top5 áramótaspilin!
28/12/2023

Nýr þáttur kominn í loftið!
Top5 áramótaspilin!

Þegar nýtt ár gengur í garð tíðkast oft að halda smá partý og gera sér glaðan dag (eða glatt kvöld) og þá er ekki úr vegi að vera búin að undirbúa sig vel og

Forest Shuffle er nýjasta spilið frá Look Out Games og keppast leikmenn við að búa til vistvænasta skóginn fyrir dýr, tr...
25/12/2023

Forest Shuffle er nýjasta spilið frá Look Out Games og keppast leikmenn við að búa til vistvænasta skóginn fyrir dýr, tré og plöntur.

Í grunninn eru ákvarðanir frekar einfaldar. Annað hvort draga leikmenn tvö spil eða spila út tré, dýrum eða plöntum í skóginn sinn. Þrátt fyrir að grunn aðgerðir eru einfaldar felst flækjustigið helst í því að spila út spili sem gefur felst stig.

Flott spil sem býður upp á hellings flækjustig í litlum kassa.

Disney Lorcana var eitt af heitustu spilum sem komu út í ár. Spilið svipar að mörgu leiti til Margic spilsins nema notar...
25/12/2023

Disney Lorcana var eitt af heitustu spilum sem komu út í ár. Spilið svipar að mörgu leiti til Margic spilsins nema notar fígúrur og karaktera úr Disney heiminum.

Það er bara einn drykkur í boði þegar við spilum Star Wars!
18/12/2023

Það er bara einn drykkur í boði þegar við spilum Star Wars!

23/10/2023

Ef þið vaknið um borð í geimskipi sem á 60+ ár eftir af ferðalaginu eins og í Passengers myndinni. Vekjið þið vini ykkar? Ræðið.

Leifur hefur sjaldan verið jafn spenntur að prófa spil enda er það Great Western Trail New Zealand.
20/10/2023

Leifur hefur sjaldan verið jafn spenntur að prófa spil enda er það Great Western Trail New Zealand.

09/10/2023

Í 66. þætti af Pant vera Blár fjalla þáttastjórnendur um Kickstarter vöru sem selur teninga með mismunandi lyktum. Í flestum Kickstarter verkefnum eru yfirleitt seldir aukahlutir sem bara er hægt að kaupa fyrir þá sem “backa” tiltekið verkefni og síðan ekki sögunna meir.

Það væri því gaman að heyra í hlustendum hvaða “Kickstarter exclusive” lykt þeir myndu vilja sjá sem myndi sannfæra ykkur um að þetta væri vara sem þið gætuð ekki lifað án?

Í spilinu Earth eftir kanadíska höfundinn Maxime Tardif keppast leikmenn um að búa til sín eigin vistkerfi með graslendi...
04/06/2023

Í spilinu Earth eftir kanadíska höfundinn Maxime Tardif keppast leikmenn um að búa til sín eigin vistkerfi með graslendi, plöntum, dýrum og öðru sem einkennir hin ýmsu náttúruafbrigði jarðarinnar.

Spilið er svokallað “Engine Builder” þar sem leikmenn spila út spilum af hendi, greiða kostnað spilanna (sem yfirleitt er mold) sem hægt og bítandi gera aðrar aðgerðir betri eða breyta spilinu fyrir viðkomandi leikmann með einhverjum hætti.

Spilið notar töluvert af myndefni og náttúrufyrirbærum frá Íslandi og trónir Kirkjufellið framan á kassanum á spilinu.

Spilið endar þegar einhver leikmaður nær að spila niður spilum í 4 x 4 munstri og sá leikmaður sem endar með flest stig vinnur.

Spil með náttúruþema hafa verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og má þar nefna Wingspan og Ark Nova og á spilið Earth klárlega heima með þeim spilum hvað gæði varðar.

Í spilinu “Blitzkrieg! Wold War 2 in 20 Minutes” spila tveir leikmenn annars vegar Axis og hins vegar Allies og berjast ...
21/05/2023

Í spilinu “Blitzkrieg! Wold War 2 in 20 Minutes” spila tveir leikmenn annars vegar Axis og hins vegar Allies og berjast á um 20 mínútum um öll helstu áhrifasvæði heimsins.

Í hverri umferð skiptast leikmenn að draga flísar úr poka, leggja þær flísar fyrir framan skrem og velja eina flís til að leggja á reit á borðinu til þess að færa áhrif sín á tilteknum áhrifasvæðum til sín.

Fyrsti leikmaður til þess að ná 25 stigum vinnur.

Skemmtilegt spil fyrir þá sem vilja spila tveggja manna spil á stuttum tíma sem er samt með áhugaverðum ákvörðunum.

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Pant vera blár posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Pant vera blár:

Videos

Share

Category



You may also like