SAGA - Tímarit Sögufélags

SAGA - Tímarit Sögufélags SAGA er fremsta fagtímarit íslenskrar sagnfræði og kemur úr tvisvar á ári. Í því birtast r

Minnum á Sögukvöldið kl. 20 hjá Sögufélagi, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi. Þar verður m.a. kynnt grein Skafta Ingimarssonar um...
02/11/2023

Minnum á Sögukvöldið kl. 20 hjá Sögufélagi, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi. Þar verður m.a. kynnt grein Skafta Ingimarssonar um Samalas -eldgosið árið 1257 og afleiðingar þess. Viðtal við Skafta birtist sl. sunnudag í Mbl. Grein Skafta og aðrar afar áhugaverðar greinar kynntar í kvöld.

Öll velkomin!

​Skafti Ingimarsson, nýdoktor við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur sett fram nýja kenningu um það hvers vegna Íslendingar gengu til samninga við Noregskonung árið 1262.

https://saga.sogufelag.is/umsagnir/drog-ad-mannordsmordi/Ásgeir Jónsson skrifar svargrein við grein Bergsveins Birgisson...
30/11/2022

https://saga.sogufelag.is/umsagnir/drog-ad-mannordsmordi/

Ásgeir Jónsson skrifar svargrein við grein Bergsveins Birgissonar í hausthefti Sögu.

Miðvikudaginn 8. desember 2021 lagði Bergsveinn Birgisson fram opinberar ásakanir á hendur mér um ritstuld úr bók hans Leitin að svarta víkingnum (LSV)[1] í álitsgerð sem hann birti á Vísir.is og ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson.....

Hér má lesa grein Bergsveins Birgissonar um ritstuld sem birtist í vorhefti Sögu. Einnig má finna hlekk yfir á framhalds...
31/10/2022

Hér má lesa grein Bergsveins Birgissonar um ritstuld sem birtist í vorhefti Sögu. Einnig má finna hlekk yfir á framhaldsgrein hans um sama efni.

Svargrein Ásgeirs Jónssonar verður í hausthefti Sögu sem væntanlegt er núna í nóvember.

Framhald af þessari grein má finna á vefsíðu höfundar. Snemma í desember síðasta árs las ég bók núverandi seðlabankastjóra, dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs (hér eftir EHI).1 Sá ég þar rannsóknir úr minni eigin bók settar fram, annaðhvort sem almenna þekkingu eða...

Fjallað er um viðhorfsgrein Bergsveins Birgissonar á vef Fréttablaðsins, þar sem hann rekur ásakanir sínar á hendur Ásge...
30/06/2022

Fjallað er um viðhorfsgrein Bergsveins Birgissonar á vef Fréttablaðsins, þar sem hann rekur ásakanir sínar á hendur Ásgeiri Jónssyni um rannsóknarstuld og svarar andmælum Helga Þorlákssonar og Ásgeirs

Innlent Berg­sveinn í­trek­ar á­sak­an­ir sín­ar á hend­ur Ás­geir­i Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Mynd/Samsett Þorvaldur S. Helgason [email protected] Miðvikudagur 29. júní 2022 Kl. 10.40 Deila Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, o...

Ritdómur úr síðasta hefti Sögu, LIX: 2 (2021). Hér fjallar Kristján Sveinsson um Í fjarska norðursins eftir Sumarliða Ís...
06/05/2022

Ritdómur úr síðasta hefti Sögu, LIX: 2 (2021).

Hér fjallar Kristján Sveinsson um Í fjarska norðursins eftir Sumarliða Ísleifsson og segir meðal annars:

„Sumarliða ber lof og prís fyrir vandað rit og Íslensku bókmenntaverðlaunin hefur hann þegar maklega hlotið. Hann og aðrir aðstandendur Í fjarska norðursins hafa unnið gott verk sem áhugafólk um menningarsögu ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara.“

https://saga.sogufelag.is/umsagnir/ur-fjarska-nordursins-ritdomur/

Úr Sögu LIX: 2 (2021) Sumarliði R. Ísleifsson hefur lengi fengist við þau viðfangsefni sem fjallað er um í því riti sem hér er til umfjöllunar. Árið 1996 kom út bók hans, Ísland, framandi land, þar sem ferðalýsingar frá Íslandi voru til umfjöllunar og árið 2015 bókin Tvær...

Næsta hefti af Sögu er væntanlegt í maí. Við bendum á breytingar á áskrift og þar með félagsaðild að Sögufélagi.
28/04/2022

Næsta hefti af Sögu er væntanlegt í maí. Við bendum á breytingar á áskrift og þar með félagsaðild að Sögufélagi.

Haukur Ingvarsson skrifaði greinina „„Svo þið ætlið að vera ópólitískir, skilst mér“: Almenna bókafélagið, Frjáls mennin...
16/12/2021

Haukur Ingvarsson skrifaði greinina „„Svo þið ætlið að vera ópólitískir, skilst mér“: Almenna bókafélagið, Frjáls menning og Congress for Cultural Freedom 1950-1960“ í Sögu LIV:2 2016. Greinin er aðgengileg á timarit.is.

Hann hefur nú sent frá sér bókina Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu sem fjallar meðal annars um þetta sama efni.

https://timarit.is/page/7006647?iabr=on /n53/mode/2up

Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

Blanda  #14 Þorsteinn Vilhjálmsson um mannkynbætur á ÍslandiEinar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um gre...
04/10/2021

Blanda #14 Þorsteinn Vilhjálmsson um mannkynbætur á Íslandi

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um grein hans, Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938, sem birtist í vorhefti Sögu 2021. Í greininni er fjallað um hugmyndir um getnaðarvarnir í mannkynbóta skyni frá fyrstu skrifum Guðmundar Hannessonar, í læknablaðið 1923, þar til slíkt ratar í íslenska löggjöf á síðari hluta fjórða áratugarins. Við sögu koma menntamenn sem flytja inn erlenda hugmyndafræði, menntakonur sem standa að útgáfu róttækra handbóka, ólöglegar ófrjósemisaðgerðir og heilsufræðisýning í Reykjavík með áróðursefni beint frá nasistum í Þýskalandi.

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um grein hans, Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938, sem birtist í vorhefti Sögu 2021. Í greininni er fjallað um hugmyndir um getnaðarvarnir í mannkynbóta skyni frá fyrstu skri...

Viðtal við Þorstein Vilhjálmsson í Tengivagninum á Rás 1 um grein hans „Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannk...
24/08/2021

Viðtal við Þorstein Vilhjálmsson í Tengivagninum á Rás 1 um grein hans „Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938“ úr nýjasta hefti Sögu.

Árið 1934 var opnuð sýning á vegum Læknafélagsins á Landakotsspítala sem snerist um að halda uppi hugmyndum um yfirburði hins germanska og aríska kynþáttar þar sem útrýmingu á fötlun, sjúkdómum og kynþáttum var haldið á lofti. Þær voru nátengdar hugmyndum um takmörkun ba...

Nú styttist í að vorhefti Sögu 2021 komi út og tilvalið að veita sýnishorn af því sem verður á boðstólum. Fyrsta ritrýnd...
29/04/2021

Nú styttist í að vorhefti Sögu 2021 komi út og tilvalið að veita sýnishorn af því sem verður á boðstólum.

Fyrsta ritrýnda greinin í heftinu er eftir þýska sagnfræðinginn Bart Holterman og fjallar um vitnisburð átta manna, sem sakaðir höfðu verið um að stunda ólögleg viðskipti á Íslandi, fyrir bæjarráðinu í Hamborg árið 1602.

Í leiðinni má benda á hinn stófróðlega gagnagrunn https://hansdoc.dsm.museum/, þar sem nálgast má ýmsar frumheimildir um verslun Hansakaupmanna í Norður-Atlantshafi á 15.–17. öld.

Address

Dyngjuvegur 8
Reykjavík
104

Opening Hours

Monday 13:00 - 17:00
Tuesday 13:00 - 17:00

Telephone

+3547816400

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when SAGA - Tímarit Sögufélags posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to SAGA - Tímarit Sögufélags:

Share

Category



You may also like