02/11/2023
Minnum á Sögukvöldið kl. 20 hjá Sögufélagi, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi. Þar verður m.a. kynnt grein Skafta Ingimarssonar um Samalas -eldgosið árið 1257 og afleiðingar þess. Viðtal við Skafta birtist sl. sunnudag í Mbl. Grein Skafta og aðrar afar áhugaverðar greinar kynntar í kvöld.
Öll velkomin!
Skafti Ingimarsson, nýdoktor við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur sett fram nýja kenningu um það hvers vegna Íslendingar gengu til samninga við Noregskonung árið 1262.