Þjóðmál

Þjóðmál Þjóðmál
Tímarit um þjóðmál og menningu Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust.

Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.

Sigurður Hannesson og Björn Ingi Hrafnsson ræða um viðhorf stjórnmálaflokkanna til atvinnulífsins, hvað hefur borið á gó...
08/11/2024

Sigurður Hannesson og Björn Ingi Hrafnsson ræða um viðhorf stjórnmálaflokkanna til atvinnulífsins, hvað hefur borið á góma í kosningabaráttunni sem snýr að atvinnulífinu og fleira. Við förum yfir það helsta sem kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins með formönnum flokkanna sem haldinn var í vikunni, umræðu um orkuframleiðslu, skatta, skipulagsmál og margt fleira. Þá er rætt um hið svonefnda ehf-gat sem sumir stjórnmálamenn telja sig þurfa að fylla, hvaða þýðingu kjör á nýjum forseta í Bandaríkjunum hefur fyrir Ísland og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/2OfLo5bZXBItbtPUGEyyZK?si=4Im67IHaR4KTZcSR8_ra5g

Viðskiptablaðið fjallar hér um könnun sem Þjóðmál lét framkvæma um viðhorf fólks til þess að Dagur B. Eggertsson, fv. bo...
02/11/2024

Viðskiptablaðið fjallar hér um könnun sem Þjóðmál lét framkvæma um viðhorf fólks til þess að Dagur B. Eggertsson, fv. borgarstjóri, tæki forystusæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Ný skoðanakönnun sýnir að Dagur B. Eggertsson er afar umdeildur á meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar.

Andrea Sigurðardóttir og Þórður Gunnarsson ræða um allt það helsta á vettvangi stjórnmálanna, hvernig fylgi flokka er að...
01/11/2024

Andrea Sigurðardóttir og Þórður Gunnarsson ræða um allt það helsta á vettvangi stjórnmálanna, hvernig fylgi flokka er að þróast, hvernig kosningabaráttan er háð, deilur innan Samfylkingarinnar, hvaða áhrif niðurstöður kosninga hafa á fjármál stjórnmálaflokkanna og margt fleira. Þá er greint frá nýrri könnun sem unnin var fyrir Þjóðmál, þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess að Dagur B. Eggertsson, fv. borgarstjóri, tæki sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar.

https://open.spotify.com/episode/3a3jOzGWUhUuPW1f8i8yXU?si=6DBm43ELSHisgfQLy3GjLA

Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræðir í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um allt það helsta sem snýr...
30/10/2024

Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræðir í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um allt það helsta sem snýr að bandarísku forsetakosningunum sem fara fram í næstu viku, af hverju fylgi frambjóðenda hefur þróast með þeim hætti sem nú er, hvernig kosningabaráttan hefur verið, hvað hefur komið á óvart, hverjar áherslurnar eru, hvaða þjóðfélagshópar styðja hvern og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/1PJbC4uRGiHICLXDWTjCqb?si=PX5eFlgmRQC2ItugmWC2Ag

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq Minerals, og Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fjalla í nýjum...
29/10/2024

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq Minerals, og Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fjalla í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um orkunýtingu, þörfina á aukinni orkuframleiðslu, samhengi orkunýtingu og lífskjara, áskoranir sem bæði Íslandi og heimurinn allur standa frammi fyrir, nýtingu málma og margt fleira sem snýr að orku og auðlindarmálum. Þá er fjallað um nýafstaðinn málfund Þjóðmála um sama erindi sem haldinn var í síðustu viku.

https://open.spotify.com/episode/5IWOWBN0AWw75Feluw0oEX?si=P1IpB4_qTL-4htXinAFw2Q

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu og einn færasti stjórnmálaskýrandi landsins, fer yfir allt það hels...
23/10/2024

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu og einn færasti stjórnmálaskýrandi landsins, fer yfir allt það helsta sem er að eiga sér stað á vettvangi stjórnmálanna þessa dagana. Hvernig kosningabaráttan mun þróast, hvort eitthvað hafi komið á óvart enn sem komið er, hvernig raðast á lista og hvaða aðferðum er beitt til þess, hvaða þingmenn eru að kveðja og hvort að ný nöfn muni vekja athygli, hvernig fylgi flokkanna kann að þróast og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/4bqwluLw5WzJ71FxHXmqai?si=j04bCbb6Tiu27TbbaECRsw

Við minnum á málfund Þjóðmála um Orku og auðlindir, sem haldinn verður á Hótel Borg fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. ...
22/10/2024

Við minnum á málfund Þjóðmála um Orku og auðlindir, sem haldinn verður á Hótel Borg fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. Að loknum fundi verður Happy hour þar sem gestum gefst færi á ræða saman og eiga frekari samtöl við þátttakendur fundarins.
Við biðjum áhugasama um að melda sig inn hér; https://fb.me/e/8UM9BdNDP

Ræðumenn á fundinum eru
- Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq Minerals.
- Guilaume Pitron, höfundur Rear Metals war
- Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og höfundur Norðurslóðarsóknar
- Dr. Michal Meidan, yfirmaður kínverskra orkurannsókna við Oxford institute

Frekari upplýsingar um ræðumenn má sjá í athugasemd við hverja mynd.

Það voru töluvert fleiri á Kosninga-Bjórkvöldi Þjóðmála heldur en á nýafstöðnum landsfundi VG. Það var að öllum líkindum...
17/10/2024

Það voru töluvert fleiri á Kosninga-Bjórkvöldi Þjóðmála heldur en á nýafstöðnum landsfundi VG. Það var að öllum líkindum líka töluvert skemmtilegra á bjórkvöldinu. Örn Arnarson, Þórður Gunnarsson, Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna, hvort og þá hvaða áhrif komandi kosningar hafa á efnahagsmálin og mögulegt vaxtalækkunarferli, umræðu um skattamál, hvaða mál verða helst á dagskrá í kosningabaráttunni, stjórnarslitin og atburði síðustu daga, hvaða nýju nöfn við munum mögulega sjá á framboðslistum næstu daga og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/6IBSXJd2UfLjkXa3NjoKYX?si=xKICr5VNSjO-ha94ZZmhmw

Hlaðvarp Þjóðmála svarar kallinu og bregst fljótt við. Sjáumst hress á Kringlukránni á miðvikudagskvöld.Endilega skráið ...
14/10/2024

Hlaðvarp Þjóðmála svarar kallinu og bregst fljótt við. Sjáumst hress á Kringlukránni á miðvikudagskvöld.

Endilega skráið ykkur á viðburðinn hér; https://fb.me/e/2nhXjgsqk

Ríkisstjórnin er sprungin aðeins viku eftir að Svandís Svavarsdóttir tók við formennsku í VG. Andrés Magnússon og Björn ...
14/10/2024

Ríkisstjórnin er sprungin aðeins viku eftir að Svandís Svavarsdóttir tók við formennsku í VG. Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir atburði dagsins, kosningabaráttuna sem er framundan, stöðu flokkanna, þau hjaðningavíg sem kunna að eiga sér stað innan einstakra flokka og margt annað sem snýr að stjórnarslitum og komandi kosningum.

https://open.spotify.com/episode/5Z3s7J1J532BWrJb3U9YI6?si=SdXf8DGQQjK-p5NW8VW9DQ

Hér er bara verið að meta gögnin og þær upplýsingar sem fram eru komnar, fyrir upptöku á nýjum þætti Þjóðmála í kvöld.
13/10/2024

Hér er bara verið að meta gögnin og þær upplýsingar sem fram eru komnar, fyrir upptöku á nýjum þætti Þjóðmála í kvöld.

Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála yfir stöðu ríkisstjórnarinnar sem v...
12/10/2024

Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála yfir stöðu ríkisstjórnarinnar sem virðist komin á endastöð. Við veltum vöngum yfir því sem kann að eiga sér stað næstu daga, af hverju staðan er orðin með þessum hætti, hvort og þá hvaða flokkar eru tilbúnir í kosningar, þingmenn sem virðast á útleið og margt annað sem snýr að stjórnmálunum.

https://open.spotify.com/episode/12ZkfiDt5Dl61qtMLh5Zy4?si=bztE-PMSTpiIbNRtCUYyXw

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fv. sendiherra, fer yfir stöðuna fyrir botni Miðjarahafs nú þegar á...
07/10/2024

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fv. sendiherra, fer yfir stöðuna fyrir botni Miðjarahafs nú þegar ár er liðið frá árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á Ísrael, hvernig mál hafa þróast á árinu sem liðið er, hvað kunni að vera framundan og hvaða áhrif þetta hefur á alþjóðakerfin. Þá er einnig farið yfir stöðuna á innrás Rússa inn í Úkraínu, veika stöðu Úkraínumanna, hvernig stuðningur vesturlanda á eftir að þróast, komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum og fleira. Loks er rætt skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum sem Albert hefur fjallað nokkuð um á liðnum mánuðum.

https://open.spotify.com/episode/07TSZ0uXEY3Dz8W0Tj9iW6?si=7p-O5WUeR_WuWZIdLVtwwQ

Framundan eru kosningar um eitt valdamesta embætti í heimi.Í tilefni af forsetakosningum í Bandaríkjunum blása AMIS, FVH...
06/10/2024

Framundan eru kosningar um eitt valdamesta embætti í heimi.

Í tilefni af forsetakosningum í Bandaríkjunum blása AMIS, FVH og Þjóðmál til umræðufundar um forsetakosningarnar þriðjudaginn 15. október kl. 16:30 til 18 í Arion banka.

Gisli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, stýrir umræðum og viðmælendur verða Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi, Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu, og Sigríður Andersen lögmaður.

Viðmælendur munu fara yfir stöðuna í aðdraganda kosninga og ræða um frambjóðendurna tvo, Donald Trump og Kamala Harris. Einnig verður leitast við að rýna í möguleg áhrif úrslita kosninganna á bandarískt samfélag sem og alþjóðasamfélagið og alþjóðaviðskipti.

Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar.

Missið ekki af líflegum fundi þar sem málin verða krufin til mergjar.

Vinsamlega skráið ykkur hér að neðan fyrir 12. október.

https://schedule.salescloud.is/?organization=d4545cfe-e12b-40e2-93d0-9a0d049ea961&item=d28523cb-ed01-4d4a-8ea6-110c90345b2d&channel=9bf32885-ac3b-4541-9044-af108fe00bef&lang=is #/

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stýrivaxtalækkun Seðlabankans, hvaða á...
04/10/2024

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stýrivaxtalækkun Seðlabankans, hvaða áhrif hún hefur og hvernig næstu skref gætu litið út, um ágreining innan peningastefnunefndar, undarlegan upplýsingafund og margt fleira. Þá er rætt um hegðun lífeyrissjóða vegna netverslunar með áfengi, nýtt frumvarp sem hefur verið lagt fram í þeim efnum, ráðgjafa sem maka krókinn vegna nýrra reglna um sjálfbærniskýrslur, fréttir Rúv um látna menn sem eru ríkismiðlinum ekki þóknanlegir, hugmyndir um bann við auglýsingum og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/3yFhvSy1pPHoLLaOjO4GZw?si=2KWBlpuuRf2RY0pprL5dWg

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þjóðmál posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Þjóðmál:

Videos

Share

Category

Our Story

Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.