Þjóðmál

Þjóðmál Þjóðmál
Tímarit um þjóðmál og menningu Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust.

Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.

Það eru margir að spyrja hvort að við verðum ekki örugglega með Þjóðmála-bollana til sölu á bjórkvöldinu á Akureyri á mo...
10/09/2024

Það eru margir að spyrja hvort að við verðum ekki örugglega með Þjóðmála-bollana til sölu á bjórkvöldinu á Akureyri á morgun. Vinir okkar hjá eru búnir að keyra ofnana eins og enginn sé morgundagurinn þannig að við mætum að sjálfsögðu með bolla. Við gerum reyndar gott betur, því fyrirsætan hér á myndinni mætir líka.

Ólafur Andri Ragnarsson, sérfræðingur í tæknimálum, kemur í Þjóðmálastofuna og ræðir um þá miklu tækniþróun sem hefur át...
09/09/2024

Ólafur Andri Ragnarsson, sérfræðingur í tæknimálum, kemur í Þjóðmálastofuna og ræðir um þá miklu tækniþróun sem hefur átt sér stað á liðnum árum. Fjallað er um gervigreind og hvort að ástæða sé að óttast þær breytingar sem hún hefur í för með sér, notkun dróna og róbóta, af hverju nær öll framþróun í tæknimálum á sér stað utan Evrópu, hvernig iðnbyltingar fara af stað, hvað verður um störfin sem síðar verða unnin af tölvum og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/0XT9735pMKJZaw2sFrPoaJ?si=lYLmmrWpTViQKZysmhb-9Q

Þjóðmálastofan færir sig suður með sjó og kemur sér fyrir í húsgagnaversluninni Bústoð í Keflavík. Örn Arnarson og Þórðu...
05/09/2024

Þjóðmálastofan færir sig suður með sjó og kemur sér fyrir í húsgagnaversluninni Bústoð í Keflavík. Örn Arnarson og Þórður Gunnarsson fjalla um umfjöllun um fjármagnstekjur og hvaða hlutverki þær gegna í samfélaginu, hvernig umræða um þær hafa þróast með einkennilegum hætti og fleira. Þá er rætt um delluhugmyndir um það hvernig sjálfbærni fyrirtækja er mæld, ummæli um ungar þingkonur og margt fleira. Að sjálfsögðu er einnig fjallað um Ljósanótt sem verður haldin í Keflavík um helgina.

https://open.spotify.com/episode/7ENrJGlwPp0qBMtK6axapB?si=RzXeUiARS6KTMCaWIrkafg

Við sjáumst hress á Akureyri í næstu viku. Kaldur á krananum, góður félagsskapur og ferska loftið norðan heiða.
04/09/2024

Við sjáumst hress á Akureyri í næstu viku. Kaldur á krananum, góður félagsskapur og ferska loftið norðan heiða.

Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um fylgi Sjálfstæðisflokksins, hvað kunni að ...
29/08/2024

Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um fylgi Sjálfstæðisflokksins, hvað kunni að skýra lækkandi fylgi flokksins, um það hvort og þá hvaða skilaboð flokkurinn er að gefa frá sér, hvort að flokkurinn hafi sinnt kjósendum sínum nægilega vel og þar fram eftir götunum. Þá er fjallað almennt um stöðuna í stjórnmálum, um fylgi annarra flokka, ríkisstjórnarsamstarfið og fleira.

https://open.spotify.com/episode/6Msuowrvv8RXlOj3jY1AuQ?si=YqhxtqOqRTWojNxATdc0OQ

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræðir um hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, hvort og þá hvaða erindi flokkurinn eigi við ...
26/08/2024

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræðir um hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, hvort og þá hvaða erindi flokkurinn eigi við fólk, hvað kunni að skýra minna fylgi flokksins, hvort möguleiki sé á því að auka fylgið og þar mætti áfram telja. Þá er rætt um „fría“ hluti í boði stjórnmálamanna, baráttuna um hugmyndafræði flokka, hvort að líklegt sé að stjórnmálamenn vindi ofan af vaxandi hlutverki ríkisins, hvaða möguleika hún sér á næsta stjórnarsamstarfi og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/0yJrPZ4XkqK2HKXnlxl8CC?si=zV9izAN1TKSR2lmOPjVq_Q

Annað árið í röð hlaða Þjóðmál í um fjögurra klukkustunda þátt fyrir þá sem hlaupa maraþon – og alla aðra sem vilja alvö...
23/08/2024

Annað árið í röð hlaða Þjóðmál í um fjögurra klukkustunda þátt fyrir þá sem hlaupa maraþon – og alla aðra sem vilja alvöru umræðu og upplýsingar um stöðu mála. Það færðum Þjóðmálastofuna á Uppi bar af þessu tilefni, þar sem margir gestir litu við.

Gestir þáttarins eru; Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari og framkvæmdastjóri Ultraform, Bjarney Anna Bjarnadóttir, fjárfestatengill hjá Íslandsbanka, Þórður Pálsson, yfirmaður fjárfestinga hjá Sjóvá, Heiðar Guðjónsson fjárfestir, Andrea Sigurðardóttir, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðsins, Hermann Guðmundsson, forstjóri og eigandi Kemi, María Björk Einarsdóttir, fjármálastjóri Eimskips og brátt forstjóri Símans, Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi. Auk þeirra kíktu nokkrir af helstu sonum Þjóðmála, þeir Hörður Ægisson, Stefán Einar Stefánsson og Þórður Gunnarsson.

https://open.spotify.com/episode/6UsaKTjlISQRBoQDL62Lgk?si=BGjqjqlGRKymutP5lsCaJw

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ræðir í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stö...
21/08/2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ræðir í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stöðuna í hagkerfinu, ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum, gagnrýni á fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar, fjármögnunarþörf ríkisins, hvort að breytinga sé að vænta á skattamálum eða tollamálum og fleira. Þá er jafnframt rætt um stöðuna á stjórnarheimilinu, stöðu Framsóknarflokksins bæði á landsvísu og í borginni, hvað hafi breyst í stjórnmálunum frá því að hann settist á þing fyrir 15 árum, leiðtoga stjórnarflokkanna og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/22piih75ViYmrKZiZHYu0V?si=CFVheBBgQYSObE0YfIpAUg

Undirbúningur að kvöldi ársins er hafinn. Heppnaðist gífurlega vel í fyrra.
17/08/2024

Undirbúningur að kvöldi ársins er hafinn. Heppnaðist gífurlega vel í fyrra.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Stefán Einar Stefánsson ræða um lækkun tolla sem gætu bæt...
15/08/2024

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Stefán Einar Stefánsson ræða um lækkun tolla sem gætu bætt hag heimilanna til muna, námsmat í grunnskólum og umræðu um menntamál, hvort að þörf sé á því að skólamáltíðir og námsgögn séu ókeypis, vindorku og það hver á rétt á því að virkja vindinn, allt of stórt framkvæmdavald og þann gífurlega fjölda sem starfar hjá stofnunum með eftirlitshlutverk, nýja opinbera verðlagsnefnd um leigumarkað, óeirðir í Bretlandi og fangelsisdóma þar sem tjáningarfrelsið er skert til muna og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/2U0O7SQVT3a3lyTna2i1oz?si=0JwsMtmXQM6FK5HnUOeedA

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, fer í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála yfir stöðu félagsins, það bakland sem liggu...
12/08/2024

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, fer í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála yfir stöðu félagsins, það bakland sem liggur í hluthöfum þess, aðlögun á leiðarkerfinu í ljósi breyttra aðstæðna á markaði, samkeppnisumhverfið, fyrri ummæli sín um að það sé erfitt að reka tvö flugfélög með heimahöfn á Íslandi, af hverju lögð var áhersla á að bjarga félaginu í kórónuveiru-faraldrinum, samninga við stéttarfélög, mýtuna um ríkisstyrki og margt fleira.
Mynd: Eyþór Árnason

https://open.spotify.com/episode/7KW1Qh60kwCGATH5cZYPum?si=vnN_dBcjR1qglUXd9P61rA

Hörður Ægisson og Örn Arnarson fara í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála yfir titringinn sem varð á alþjóðlegum hlutabréfamör...
09/08/2024

Hörður Ægisson og Örn Arnarson fara í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála yfir titringinn sem varð á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í upphafi vikunnar, horfurnar á vaxtalækkun hér á landi, dýrar skuldir ríkisins sem hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið og aðra þætti hagkerfisins, bréf Jóns Sigurðssonar í Stoðum til hluthafa, horfur á hlutabréfamarkaði, skammir eyðslusamra stjórnmálamanna sem kenna fyrirtækjum um að ýta undir verðbólgu og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/0y5lQxUbycUebo8qPldMgg?si=9pW0F9uBS8C2oY_mzoPXQA

Stefán Einar Stefánsson og Sigríður Andersen undirbúa þjóðina fyrir verslunarmannahelgina sama dag og nýr forseti tekur ...
01/08/2024

Stefán Einar Stefánsson og Sigríður Andersen undirbúa þjóðina fyrir verslunarmannahelgina sama dag og nýr forseti tekur við völdum. Við höldum aðeins áfram að ræða um réttmæti og starfsemi erlendra veðmálasíðna, ræðum um óraunhæf markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og möguleikana á orkuskiptum, hlutverk ríkisvaldsins, glæpamenn sem skipta um nafn, stöðuna í stjórnmálunum, sálarangist stuðningsmanna Hamas-samtakanna sem misstu einn leiðtoga sinn í vikunni, hvort að embættismenn hafi of mikil völd og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/6skQofwZXwTzobX7d2s0Q8?si=QJnOsMVoSi-93spVMTyfzA

Andrés Magnússon og Örn Arnarson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um starfsemi veðmálasíðna og hvort að ríkisvaldinu...
30/07/2024

Andrés Magnússon og Örn Arnarson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um starfsemi veðmálasíðna og hvort að ríkisvaldinu takist að loka á erlendar síður eins og sumir kalla eftir, um kaup verðandi forseta á nýjum bíl, opnunarhátíðina á Ólympíuleikunum og listrænt frelsi stjórnenda hennar, um það vandræðabarn sem Carbfix ætlar að verða og þann kostnað sem viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur þurfa að bera vegna verkefnisins og margt fleira. Þá er rætt um hlutverk og trúverðugleika fjölmiðla þegar á reynir, hvort að ný tegund upplýsingamiðlunar eigi framtíð fyrir sér og fleira í þeim dúr.

https://open.spotify.com/episode/5YgMYrko0LI3XHYZQ3wlgW?si=yUJWrq7URY--eK0f6BrHxw

Einar Örn Ólafsson, forstjóri og einn stærsti eigandi flugfélagsins Play, ræðir í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stöðu...
25/07/2024

Einar Örn Ólafsson, forstjóri og einn stærsti eigandi flugfélagsins Play, ræðir í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stöðu félagsins og uppbyggingu, samkeppnina hér heima og innanlands, horfurnar framundan, þær breytingar sem kunna að verða á framboði félagsins, flotamálin, stöðu ferðaþjónustunnar, hlutabréfamarkaðinn, viðhorf stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/0vhhrBjk9jE8CnmgKL7Cp9?si=BRKO8G7sS7afL7eVUvGs0w

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um nýjar vendingar í bandarískum stjórnmá...
22/07/2024

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um nýjar vendingar í bandarískum stjórnmálum, auknar skuldir ríkisins og hvaða áhrif þær hafa á hegðun fjárfesta, tillögu um nýjan varaseðlabankastjóra, hvaða áhrif háir vextir eru farnir að hafa í hagkerfinu, stöðuna á hlutabréfamarkaði, hugmyndir Viðskiptaráðs í menntamálum, húsnæðismarkaðinn, skógarhögg í Öskjuhlíð og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/0rNklFYxEDjE0mZwQUCL1f?si=-zORnrmIReWO3XCj_ZVxLg

Friðjón Friðjónsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stöðuna í bandarískum stjórnmál...
15/07/2024

Friðjón Friðjónsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stöðuna í bandarískum stjórnmálum, hvaða áhrif banatilræði við fyrrverandi forseta mun hafa á kosningabaráttuna, hvaða áhrif heilsuleysi sitjandi forseta kann að hafa, hvort að stefnumál eins og viðskiptafrelsi og frelsi einstaklingsins eigi upp á pallborðið hjá forsetaefnum og flokkum, hverjir séu líkleg varaforsetaefni, hvaða hópar séu líklegri til að mæta á kjörstað eða sitja heima og þannig mætti áfram telja.

https://open.spotify.com/episode/4u149bxKBJzCWEImk8jcNM?si=GdkwsC1bQhi3U4JNsD9Gcw

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stöðuna í stjórnmálunum hér heima og er...
09/07/2024

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála um stöðuna í stjórnmálunum hér heima og erlendis, af hverju hver ríkisstjórnin fellur á fætur annarri, hvaða væntingar kjósendur hafa til stjórnvalda og hvort þær væntingar hafa breyst á liðnum árum, hvort að Miðflokkurinn með Sigmund Davíð í fararbroddi sé svarið við óánægju hægri manna, hvort að stjórnmálamönnum sé refsað að ósekju, hvaða áhrif þrálát verðbólga mun hafa á stjórnmálin hér á landi og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/78pH62I2mMbsAKcYywQ1ou?si=cPKFNDsSQHm_8wD-KWCFLg

Hannes Hólmsteinn Gissurarson mætir í Þjóðamálastofuna og fer yfir það helsta. Rætt er um bjagaðar hugmyndir um velferða...
02/07/2024

Hannes Hólmsteinn Gissurarson mætir í Þjóðamálastofuna og fer yfir það helsta. Rætt er um bjagaðar hugmyndir um velferðarríkið, loftslagsbreytingar og það hvort að maðurinn sé að ganga að jörðinni dauðri, um það hvernig frjáls viðskipti gera meira fyrir þróunarríki heldur en þróunaraðstoð, hvort að fólksfjölgun í heiminum sé kostur eða vandamál, hvernig valið hefur færst til embættismanna og eftirlitsstofnana, um gjaldmiðlamál, um það hvort að verkefni stjórnmálamanna ráðist af hugsjónum eða viðbrögðum, stöðuna í stjórnmálunum í löndunum í kringum okkur – og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/40h4WKYKefaT6sHFMX2fak?si=xY1HfWAiSZy5hxlZM2-skw

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson sameinast á ný eftir mánaðar viðskilnað í hlaðvarpi Þjóðmála. Við ræðum um fyl...
27/06/2024

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson sameinast á ný eftir mánaðar viðskilnað í hlaðvarpi Þjóðmála. Við ræðum um fylgi Sjálfstæðisflokksins sem mælist sífellt lægra, stofnun nýrrar mannréttindaskrifstofu fyrir Vinstri græna, kynjaða skuldabréfaútgáfu ríkisins og annað af vettvangi stjórnmála. Þá er rætt um yfirtökuna á Marel og hvaða áhrif hún kann að hafa á markaðinn, vendingar í Seðlabankanum þar sem mögulega þarf að fylla tvo mikilvæga stóla og loks tökum við fyrir spurningar frá hlustendum.

https://open.spotify.com/episode/12Svse4pwanm6ewF3PfEm4?si=gWXahI_dQvehAzPiycViZA

Andrés Magnússon og Þórður Gunnarsson ræða um tillögu að vantrausti á matvælaráðherra sem felld var á Alþingi í dag, hvo...
20/06/2024

Andrés Magnússon og Þórður Gunnarsson ræða um tillögu að vantrausti á matvælaráðherra sem felld var á Alþingi í dag, hvort og þá hvaða áhrif tillagan hefur á stjórnarsamstarfið, viðhorf stjórnvalda til hvalveiða og atvinnulífsins yfirleitt, fráleitar tillögur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, þögn formanns Samfylkingarinnar í útlendingamálum, fylgistap hægri flokka sem gleyma erindi sínu, tölur sem sýna enn einu sinni að ríkisstarfsmenn eru með hæstu launin í landinu, minnkandi samkeppnishæfni landsins og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/4QF9350Kc8oMsPmccEXBp4?si=faFjzt9rSfe82YpMlcHABA

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna...
13/06/2024

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna. Rætt er meðal annars um hvalveiðar, stöðuna í sjávarútvegi, áhrif loðnubrests, lífið í Eyjum, stöðuna í pólitíkinni, tilraun fjármálaráðherra til að siga löggunni á samkeppnina og svar dómsmálaráðherra við því, menntastefnu sem hefur litlum árangri skilað og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/1vs9riQPvQiEIaPSoeqcRv?si=VnlxLu3DQFSFLr0hfjCzaw

Andrés Magnússon og Stefán Gunnar Sveinsson frá Morgunblaðinu fara yfir stöðuna í Evrópu í kjölfar kosninga til Evrópuþi...
11/06/2024

Andrés Magnússon og Stefán Gunnar Sveinsson frá Morgunblaðinu fara yfir stöðuna í Evrópu í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina, yfirvofandi kosningar í Bretlandi og í Frakklandi þar sem mikil kergja ríkir – þó af ólíkum ástæðum. Þá er farið yfir þau hugtök sem notuð eru um ólíka stjórnmálaflokka og stjórnmálastefnur, hvort að stjórnmálamenn og eftir tilvikum embættismenn hafa hunsað áhyggjur almennings á liðnum árum og hvaða afleiðingar það hefur, auk þess sem rætt er um hvaða áhrif þetta hefur hér heima fyrir. Loks er rætt um gíslabjörgun Ísraelshers um helgina, sem meðal annars bjargaði gísl sem var í haldi hjá fjölmiðlamanni.

https://open.spotify.com/episode/6WGfOJrxrNv1kfwGaTcNfO?si=hzNqHXFlTS62zj2fW9DEDA

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fer yfir stöðuna í pólitíkinni. Ríkisstjórnin fékk að vera að mestu í fríði á m...
07/06/2024

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fer yfir stöðuna í pólitíkinni. Ríkisstjórnin fékk að vera að mestu í fríði á meðan forsetakosningum stóð, en nú þegar þær eru yfirstaðnar hefur komið í ljós að sem svo oft áður er mikill órói á stjórnarheimilinu. Við ræðum um flókna stöðu Vinstri grænna sem leita að nýjum leiðtoga, skrif starfsmanna flokksins um stjórnarsamstarfið, stöðu Sjálfstæðisflokksins sem virðist skorta erindi, kröfur Framsóknar um aukin ríkisútgjöld og skattahækkanir, umræðuna um stjórnmálamenn í aðdraganda forsetakosninga – og margt fleira.

https://open.spotify.com/episode/39JqjG0NpfGYG74gbNoW7A?si=0a03badd55fe4f27

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson rýna í niðurstöður forsetakosninganna. Við förum yfir hvað það var sem við t...
02/06/2024

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson rýna í niðurstöður forsetakosninganna. Við förum yfir hvað það var sem við teljum að hafi landað sigri fyrir Höllu Tómasdóttur, af hverju fylgið lækkaði hjá öðrum frambjóðendum, hvort að kosningarnar feli í sér einhver önnur skilaboð og þannig má áfram telja.

https://open.spotify.com/episode/6xO49y1V0ya3LPKTSPt81D?si=R-if9-RhSFeR5O6iC5W6ng

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um forsetakosningarnar sem fram fara í dag, hvernig helstu frambjóðendu...
01/06/2024

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um forsetakosningarnar sem fram fara í dag, hvernig helstu frambjóðendur hafa staðið sig, þau atriði sem hafa komið upp og haft áhrif á þróun kosningabaráttuna, stöðu Katrínar Jakobsdóttur, vöxt á fylgi við Höllu Tómasdóttur, ósannsögli Höllu Hrundar, hlutverk fjölmiðla í aðdraganda kosninganna, ólíka afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum og margt fleira. Þetta er þáttur sem allir verða að hlusta á áður en þeir ganga inn í kjörklefann.

https://open.spotify.com/episode/4nzrNy2MAtFZLsj2gwOA0L?si=WPkHEvcJQnGjb__fGGm6CA


Mynd: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sumir kalla það kosningavöku, aðrir kalla það bara gott partý. Hvort sem er, þá minnum við á kosningavöku Þjóðmála annað...
31/05/2024

Sumir kalla það kosningavöku, aðrir kalla það bara gott partý. Hvort sem er, þá minnum við á kosningavöku Þjóðmála annað kvöld. Það er frítt inn, en algjört skilyrði að gestir séu í góðu skapi - enda stendur Þjóðmál vörð um gleði þjóðarinnar.

Kosningavaka óháðra vegna forsetakosninganna fer fram í Gamla kvennaskólanum (NASA) við Austurvöll þann 1. júní næstkoma...
28/05/2024

Kosningavaka óháðra vegna forsetakosninganna fer fram í Gamla kvennaskólanum (NASA) við Austurvöll þann 1. júní næstkomandi. Hefst gleðin klukkan 21:00. Áður en fyrstu tölur berast úr Suðurkjördæmi munu sérfræðingar Þjóðmála greina stöðuna og birta útgönguspá fyrir kvöldið. Að loknum fyrstu tölum verður áfram spáð í spilinn.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tilboð á barnum og óspillt gleði!
Kosningavakan er haldin í samstarfi við Samsung og Selected.

Þjóðmál ferðast til Finnlands og sækir viðburð þar sem tilkynnt er um nýja Michelin staði á Norðurlöndunum. Í þætti dags...
28/05/2024

Þjóðmál ferðast til Finnlands og sækir viðburð þar sem tilkynnt er um nýja Michelin staði á Norðurlöndunum. Í þætti dagsins fara þeir Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson yfir það helsta úr ferðinni en þá er stiklað á stóru í innlendum málefnum, s.s. hlutafjárútboði Íslandshótela, ákvörðun Hagkaups um að selja áfengi í netverslun og umræðuna sem sú ákvörðun hefur skapað, komandi forsetakosningar, hvalveiðar og margt fleira. Þá er rétt að upplýsa að Þjóðmál munu standa fyrir kosningavöku í Gamla kvennaskólanum við Austurvöll á laugardagskvöld, en fjallað er nánar um það í þættinum.

https://open.spotify.com/episode/2xg6qYXmVtpTReUosG8Npo?si=1gBWZ2KCT8CNrdeVb9eMKg

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtæki í sjávarútvegi...
23/05/2024

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtæki í sjávarútvegi, fjalla í nýjum þætti um mikilvægi þess að viðhalda og auka við verðmætasköpun í sjávarútvegi, samanburðinn við önnur ríki, samskipti stjórnvalda og atvinnulífs, hvernig framtíðin kann að líta út, fyrirtækin sem verða til vegna nýsköpunar og þróunar og annað sem tengist þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga.

https://open.spotify.com/episode/7331vwhPYWDJTqfwSArScz?si=v8JfEsqjT3SzWPWTuw75FA

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þjóðmál posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Þjóðmál:

Videos

Share

Category

Our Story

Tímaritið Þjóðmál kemur út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Heiti ritsins gefur til kynna efni þess og er þá átt við þjóðmál í víðum skilningi.


Other Magazines in Reykjavík

Show All

You may also like