Una útgáfuhús

Una útgáfuhús Framsækin bókaútgáfa sem veitir nýjum höfundum vettvang til útgáfu og endurútgefur áhugaverðar eldri bækur.

Stjórn íslenskrar málnefndar veitti í gær þeim Natöshu S. og Ewu Marcinek sérstaka viðurkenningu fyrir að breiða út ísle...
29/09/2023

Stjórn íslenskrar málnefndar veitti í gær þeim Natöshu S. og Ewu Marcinek sérstaka viðurkenningu fyrir að breiða út íslensku sem bókmenntamál þeirra sem ekki hafa hana að móðurmáli. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn við lok málræktarþings á Þjóðminjasafninu.

Þær voru ritstjórar safnritsins Skáldreki/Writers Adrift sem kom út síðastliðið vor í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Hægt er að lesa brot úr ritgerðinni Við vorum hér eftir Ewa Marcinek úr Skáldreka í Morgunblaðinu í dag. 👌
21/09/2023

Hægt er að lesa brot úr ritgerðinni Við vorum hér eftir Ewa Marcinek úr Skáldreka í Morgunblaðinu í dag. 👌

06/09/2023

Benedikt og Una útgáfuhús renna saman!

Hinar tvær ungu bókaútgáfur Benedikt (stofnuð 2016) og Una útgáfuhús (stofnuð 2019) hafa ákveðið að sameina krafta sína, enda lengi átt listræna samleið. Útgáfurnar sameinast undir nafni Benedikts þar sem Guðrún Vilmundardóttir verður áfram útgefandi og eigandi og Einar Kári Jóhannsson nýr ritstjóri.

Meðal höfunda Benedikts má nefna Auði Övu Ólafsdóttur, Jón Kalman Stefánsson og Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem öll sendu frá sér skáldsögur á síðasta ári sem hafa nýverið komið út í kilju- og hljóðbókarútgáfum.

Una útgáfuhús hefur kynnt til leiks nýja höfunda af yngri kynslóð, meðal annars Maríu Elísabetu Bragadóttur, Júlíu Margréti Einarsdóttur og Brynjólf Þorsteinsson, og verðlaunaljóðsskáld á borð við Brynju Hjálmsdóttur og Natöshu S.

Útgáfurnar hafa dafnað vel hvor í sínu lagi en sjá með sameiningu fram á enn blómlegri tíma og stærri faðm fyrir fleiri framúrskarandi höfunda.

Ljóð eftir Brynju Hjálmsdóttur birtist í bókmenntavefritinu Asymptote í þýðingu Rachel Britton
18/07/2023

Ljóð eftir Brynju Hjálmsdóttur birtist í bókmenntavefritinu Asymptote í þýðingu Rachel Britton

The foulest thing / to do to another person / is to pull out / their teeth

Natasha S er ritstjóri og einn höfunda persónulegra ritgerða í Skáldreka: ritgerðasafni höfunda af erlendum uppruna, sem...
05/07/2023

Natasha S er ritstjóri og einn höfunda persónulegra ritgerða í Skáldreka: ritgerðasafni höfunda af erlendum uppruna, sem einnig kom út á ensku undir heitinu Writers adrift.

Hér má lesa brot úr ritgerðinni hennar, „Bókaormur í púpunni“:

„Ég les á öllum tungumálum sem ég tala og reyni að fylgjast með bókmenntum á þeim málum — í Rússlandi, Svíþjóð og á Íslandi. Til að fá ferskt loft les ég japanskar og franskar bókmenntir. Lestur er óaðskiljanlegur hluti af máltöku, tunga er óaðskiljanlegt líffæri mannkynsins. Bókmenntir eru ein af þeim myndum sem tungumálið tekur á sig. Ég hef alltaf verið heilluð af því. Það er verkfæri til dáleiðslu. Orð skríða inn í gegnum eyru og taka til í hugsunum. Gildishlaðið mál, sem er notað í áróðri, brenglar tilfinningar, skoðanir og raunveruleika. Tunga dregur okkur saman og aðskilur hvert frá öðru. Tungumálið segir mikið um okkur, það er áhugavert að hlusta á það.“

Myndir frá útgáfuhófi Best fyrir 🥳
21/06/2023

Myndir frá útgáfuhófi Best fyrir 🥳

🌟🌟🌟🌟✨í Morgunblaðinu! Jerúsalem eftir Goncalo M. Tavares
16/06/2023

🌟🌟🌟🌟✨í Morgunblaðinu!

Jerúsalem eftir Goncalo M. Tavares

Hér má heyra höfunda lesa úr Best fyrir!
12/06/2023

Hér má heyra höfunda lesa úr Best fyrir!

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

BEST FYRIRFramtíðin er ekki óskrifað blað. Að minnsta kosti ekki í augum þeirra sjö höfunda sem deila hér reynslu sinni ...
08/06/2023

BEST FYRIR

Framtíðin er ekki óskrifað blað. Að minnsta kosti ekki í augum þeirra sjö höfunda sem deila hér reynslu sinni af framtíðinni. Í níu sannsögum er ferðast um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. BEST FYRIR tekst á við kunnuglegan tilvistarótta og gefur fyrirheit um framhaldið.

Höfundar:
Andri Freyr Sigurpálsson
(.freyr)
Daníel Daníelsson
()
Jóna Valborg Árnadóttir
()
Margrét Eymundardóttir
Rebekka Atla Ragnarsdóttir
()
Valgerður Ólafsdóttir
()
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir
()

Ritstjórn:
Haukur Bragason
()
Írena Rut Jónsdóttir
()
Matthildur Hafliðadóttir
()

04/06/2023
Natasha S. ræddi um Skáldreka, ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna, í lokaþætti Orða um bækur. Við viljum þakka Jór...
01/06/2023

Natasha S. ræddi um Skáldreka, ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna, í lokaþætti Orða um bækur.

Við viljum þakka Jórunni Sigurðardóttur, þáttastjórnenda, fyrir frábært starf á vettvangi bókmenntaumfjöllunar. Takk fyrir að sýna grasrótinni áhuga, takk fyrir að mæta með míkrafóninn! ❤️

Innflytjendum á Íslandi fer ört fjölgandi og margir þeirra taka virkan þátt í íslensku menningarlífi. Raddir þeirra hafa þó ekki alltaf fengið að heyrast en með útgáfu safnrita á borð við Skáldreka hafa Íslendingar fengið að kynnast þeim betur.

Forsala er hafin á bókinni BEST FYRIR. Frí heimsending innanlands. Framtíðin er ekki óskrifað blað. Að minnsta kosti ekk...
25/05/2023

Forsala er hafin á bókinni BEST FYRIR. Frí heimsending innanlands.

Framtíðin er ekki óskrifað blað. Að minnsta kosti ekki í augum þeirra sjö höfunda sem deila hér reynslu sinni af framtíðinni. Í níu sannsögum er ferðast um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. BEST FYRIR tekst á við kunnuglegan tilvistarótta og gefur fyrirheit um framhaldið.

Höfundar:

Andri Freyr Sigurpálsson
Daníel Daníelsson
Jóna Valborg Árnadóttir
Margrét Sigríður Eymundardóttir
Rebekka Atla Ragnarsdóttir
Valgerður Ólafsdóttir
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir

Ritstjórar:
Haukur Bragason
Írena Rut Jónsdóttir
Matthildur Hafliðadóttir

Hönnun: Árni Torfason
Mynd á kápu: Loji Höskuldsson

Kilja 194 Bls 12,6 X 20 cm ISBN 989935969668 Framtíðin er ekki óskrifað blað. Að minnsta kosti ekki í augum þeirra sjö höfunda sem deila hér reynslu sinni af framtíðinni. Í níu sannsögum er ferðast um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á...

🌟🌟🌟🌟🌟- Það kemur ekki á óvart að Jerúsalem eftir Gancalo Tavares fái frábæran dóm í Víðsjá - 🌟🌟🌟🌟🌟„Skáldverk eins og þet...
16/05/2023

🌟🌟🌟🌟🌟- Það kemur ekki á óvart að Jerúsalem eftir Gancalo Tavares fái frábæran dóm í Víðsjá - 🌟🌟🌟🌟🌟

„Skáldverk eins og þetta, skáldverk sem sannarlega ristir djúpt og hart, veitir okkur sem lesum örlítinn vonarneista, þrátt fyrir þann ótta við lífið sem það kveikir.“

Pedro Gunnlaugur Garcia þýddi úr portúgölsku.

Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, rýnir í Jerúsalem eftir Gonçalo M. Tavares í þýðingu Pedro Gunnlaugs Garcia.

Gagnrýnendur Kiljunnar voru hæstánægðir með Skáldreka, ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna.
15/05/2023

Gagnrýnendur Kiljunnar voru hæstánægðir með Skáldreka, ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna.

Gagnrýnendur Kiljunnar fjölluðu um ritgerðasafnið Skáldreka og þótti mikið til koma.

Grein Natasha S úr Skáldreka / Writers Adrift birtist á Literary Hub, einni vinsælustu vefsíðu um bókmenntir í heiminum ...
14/05/2023

Grein Natasha S úr Skáldreka / Writers Adrift birtist á Literary Hub, einni vinsælustu vefsíðu um bókmenntir í heiminum 🤯

Hér má lesa hana í heild sinni:

The publishing party for my first book was held in the bookstore I used to work at. My book was piled on the table. People with flowers, people with cups of wine, people who didn’t understand Icela…

Jerúsalem er margverðlaunuð skáldsaga eftir Gonçalo M. Tavares, einn helsta rithöfund portúgalska málheimsins.Pedro Gunn...
09/05/2023

Jerúsalem er margverðlaunuð skáldsaga eftir Gonçalo M. Tavares, einn helsta rithöfund portúgalska málheimsins.

Pedro Gunnlaugur Garcia þýddi úr portúgölsku.

Kona, morðingi, læknir, strákur, vændiskona, geðsjúklingur. Og nóttin.

Mylia er dauðvona og leitar logandi ljósi að kraftaverki en kemur að lokuðum dyrum hjá kirkjunni. Ernst telur í sig kjark til að stökkva út um gluggann. Theodor yfirgefur heimili sitt um miðja nótt til að fara á fund vændiskonu. Kaas, barnungur sonur hans, fer út að leita að honum. Hinnerk, sem börnin í hverfinu hæðast miskunnarlaust að vegna óvenjulegs útlits, gengur um götur með hlaðna skammbyssu. Nóttin er staðurinn og stundin þar sem allt og allir renna saman.

Í þessari gáskafullu og frumlegu frásögn er tekist á við einhver stærstu mál mannlegs samfélags af léttleika í bland við alvöru — enda er hryllingurinn hluti af mennskunni.

„Það er ekki sanngjarnt að Tavares geti skrifað svona vel aðeins 35 ára gamall. Manni er skapi næst að kýla hann!“

José Saramago - handhafi Nóbelsverðlauna í bókmenntum.

Hönnun: Arnar&Arnar

Í dag er þrítugsafmæli  Og í vikunni var þýðingarétturinn á Herbergi í öðrum heimi keyptur af  í Danmörku. Geri aðrir be...
27/04/2023

Í dag er þrítugsafmæli

Og í vikunni var þýðingarétturinn á Herbergi í öðrum heimi keyptur af í Danmörku. Geri aðrir betur, fyrir þrítugt!

Við óskum henni innilega til hamingju.

Tvær tilnefningar til Maístjörnunnar!Arndís Lóa Magnúsdóttir fyrir SkurnNatasha S. fyrir Máltöku á stríðstímumÓskum þeim...
26/04/2023

Tvær tilnefningar til Maístjörnunnar!

Arndís Lóa Magnúsdóttir fyrir Skurn

Natasha S. fyrir Máltöku á stríðstímum

Óskum þeim innilega til hamingju!

23/04/2023
Goncalo Tavares, einn helsti núlifandi rithöfundur portúgalska málheimsins, kom á Bókmenntahátíð í Reykjavík.Að gefnu ti...
22/04/2023

Goncalo Tavares, einn helsti núlifandi rithöfundur portúgalska málheimsins, kom á Bókmenntahátíð í Reykjavík.

Að gefnu tilefni gáfum við út margverðlaunaða skáldsögu hans JERÚSALEM í þýðingu Pedro Gunnlaugs García.

Skáldreki / Writers AdriftRitgerðasafn höfunda af erlendum upprunaÚtgáfuhóf í Iðnó kl. 17
19/04/2023

Skáldreki / Writers Adrift

Ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna

Útgáfuhóf í Iðnó kl. 17

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Una útgáfuhús posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Una útgáfuhús:

Videos

Share

Category


Other Publishers in Reykjavík

Show All

You may also like