Sögumiðlun

Sögumiðlun Útgáfa bóka, hönnun og miðlun menningar.

Njáll Sigurðsson lést um daginn. Hann var einstakur eldhugi í miðlun tónlistarsögu. Njáll hafði frumkvæði að sýningu í t...
23/08/2024

Njáll Sigurðsson lést um daginn. Hann var einstakur eldhugi í miðlun tónlistarsögu. Njáll hafði frumkvæði að sýningu í tilefni af aldarafmæli hljóðritunar á Íslandi sem opnuð var í Þjóðarbókhlöðu 25. september 2004 í samstarfi við Sögumiðlun. Auk Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns komu að sýningunni Menntamálaráðuneytið, Ríkisútvarpið, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda, Stofnun Árna Magnússonar, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands ásamt Minjasafninu á Akureyri og Amtsbókaasfninu. Njáll Sigurðsson og Markús Örn Antonsson fluttu erindi við opnun og voru leikin hljóðdæmi frá fyrstu tíð hljóðritunar á Íslandi. Ólafur J. Engilbertsson hannaði sýninguna, sem var einnig sett upp í RÚV og Amtsbókasafninu á Akureyri, og bækling sem gefinn var út af þessu tilefni. Blessuð sé minning Njáls Sigurðssonar.

Njáll Sigurðsson hafði frumkvæði að þessari sýningu í tilefni af aldarafmæli hljóðritunar á Íslandi sem opnuð var í Þjóðarbókhlöðu 25. september 2004. Auk Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns komu að sýningunni Menntamálaráðuneytið, Ríkisútvarpið, Samband fly...

29/02/2024

Bókamarkaðurinn undir stúkunni á Laugardalsvelli hefur verið opnaður. Sögumiðlun er með tvær bækur á markaðnum á góðum afslætti.

Útgáfa bóka, hönnun og miðlun menningar.

11/01/2024

Nýlega var þess minnst að Bókasafn Hafnarfjarðar var 100 ára. 60 ár eru frá láti Friðriks Bjarnasonar tónskálds og 110 ár voru frá fæðingu Páls Kr. Pálssonar organista. Friðrik gaf bókasafninu mikinn hluta eigna sinna og var þá stofnuð svonefnd Friðriksdeild við safnið. Páll Kr. Pálsson var fyrsti forstöðumaður Friðriksdeildar sem hefur að geyma eitt stærsta tónlistarskjalasafn landsins. Sögumiðlun útbjó sýningu og smárit í samvinnu við Njál Sigurðsson og Bókasafn Hafnarfjarðar fyrir 10 árum sem má sjá hér.

Á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum var opnuð í Sagnheimum sýning um Oddgeir Kristjánsson í tilefni af því að hljóðfæri ...
12/07/2023

Á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum var opnuð í Sagnheimum sýning um Oddgeir Kristjánsson í tilefni af því að hljóðfæri hans voru afhent safninu. Sögumiðlun sá um hönnun sýningarspjalda og sýningarskrár. Sýningin var fyrst sett upp 2012.

Bókin um Þóri Baldvinsson arkitekt er á bókamarkaðnum undir stúkunni á Laugardalsvellinum á 20% afslætti.
25/02/2023

Bókin um Þóri Baldvinsson arkitekt er á bókamarkaðnum undir stúkunni á Laugardalsvellinum á 20% afslætti.

28/11/2022

Í þætti sem var á dagskrá RÚV um Grund var greint frá vesturálmu Grundar sem Þórir Baldvinsson teiknaði og var reist 1953. Sagt er frá viðbyggingunni þegar um 19:20 mín. eru liðnar af þættinum. Gísli Sigurbjörnsson og Þórir Baldvinsson voru miklir vinir.

Í dag, 20. nóvember, er afmælisdagur Þóris Baldvinssonar arkitekts, en hann fæddist 1901. Hér má sjá og heyra erindi sem...
20/11/2022

Í dag, 20. nóvember, er afmælisdagur Þóris Baldvinssonar arkitekts, en hann fæddist 1901. Hér má sjá og heyra erindi sem flutt voru fyrir ári síðan á Húsavík til kynningar á bókinni um Þóri:

Þórir Baldvinsson arkitekt. Erindi flutt í Safnahúsinu á Húsavík 20. nóvember 2021 og í Þjóðarbókhlöðu…

Elliheimilið Grund fagnar aldarafmæli í dag. Þórir Baldvinsson arkitekt teiknaði viðbyggingu Grundar 1953 og einnig Minn...
29/10/2022

Elliheimilið Grund fagnar aldarafmæli í dag. Þórir Baldvinsson arkitekt teiknaði viðbyggingu Grundar 1953 og einnig Minni Grund. Fjallað er um byggingarnar í bókinni um Þóri Baldvinsson arkitekt sem hefur nú verið endurprentuð.

23/10/2022

Önnur prentun bókarinnar um Þóri Baldvinsson arkitekt er nú komin í dreifingu. Örfáar lagfæringar hafa verið gerðar frá fyrstu útgáfu sem er nánast uppseld. Framlag Þóris Baldvinssonar til íslenskrar byggingalistar er afar mikilvægt. Fyrst ber að telja fúnkíshúsin sem hann var frumkvöðull í að teikna og láta reisa, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Í öðru lagi er það hið gríðarmikla framlag til nútímavæðingar húsakosts í sveitum landsins, bæði íbúðarhúsa og útihúsa. Texta bókarinnar skrifa Ólafur J. Engilbertsson, Jóhannes Þórðarson, Ólafur Mathiesen, Pétur H. Ármannsson og Árni Daníel Júlíusson. Úlfur Kolka hannaði bókina og tók fjölda ljósmynda sem prýða bókina.

Flott umfjöllun hjá Birni Bjarnasyni  um bókina um Þóri Baldvinsson arkitekt í Morgunblaðinu á laugardag.  Hann gefur bó...
19/06/2022

Flott umfjöllun hjá Birni Bjarnasyni um bókina um Þóri Baldvinsson arkitekt í Morgunblaðinu á laugardag. Hann gefur bókinni fjórar og hálfa stjörnu.

Ólafur J. Engilbertsson og Jóhannes Þórðarson ræddu um bókina um Þóri Baldvinsson arkitekt hjá Birni Jóni Bragasyni í þæ...
06/05/2022

Ólafur J. Engilbertsson og Jóhannes Þórðarson ræddu um bókina um Þóri Baldvinsson arkitekt hjá Birni Jóni Bragasyni í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut.

Á vef RÚV er kynning á innslaginu í Kiljunni um Þóri Baldvinsson arkitekt. Þar er vitnað í Pétur H. Ármannsson sem segir...
26/03/2022

Á vef RÚV er kynning á innslaginu í Kiljunni um Þóri Baldvinsson arkitekt. Þar er vitnað í Pétur H. Ármannsson sem segir að líta megi á Alþýðuhúsið við Hverfisgötu húsið sem meistaraverk Þóris:
„Þetta er fyrsta, má segja, nútímalega skrifstofuhúsið í Reykjavík sem er hannað í þessum funksjonalíska stíl."

Í fyrra kom út bókin Þórir Baldvinsson arkitekt, í útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags. Þórir var stórtækur arkitekt í upphafi síðustu aldar og fram á hana miðja. Teiknaði stórhýsi og smærri híbýli í sveit og borg. Hann var bókelskur líka, orti ljóð og skrifaði smás...

23/03/2022

Fjallað var um bókina um Þóri Baldvinsson arkitekt í Kiljunni og rætt við Úlf Kolka og Pétur H. Ármannsson. Auk Péturs skrifa í bókina Jóhannes Þórðarson og Ólafur Olafur Mathiesen arkitektar og Árni Daníel Júlíusson og Ólafur J. Engilbertsson sagnfræðingar. Úlfur Kolka hannaði bókina. Sögumiðlun gaf út. Umfjöllunin byrjar eftir um 11.20 mín.

Hér má sjá og heyra erindi flutt í Safnahúsinu á Húsavík 20. nóvember 2021 og í Þjóðarbókhlöðu 22. nóvember 2021 til að ...
27/01/2022

Hér má sjá og heyra erindi flutt í Safnahúsinu á Húsavík 20. nóvember 2021 og í Þjóðarbókhlöðu 22. nóvember 2021 til að kynna bók um Þóri Baldvinsson arkitekt í útgáfu Sögumiðlunar. Erindi flytja: Úlfur Kolka, Ólafur J. Engilbertsson, Jóhannes Þórðarson (sem flutti erindi hans og Ólafs Mathiesen), Pétur H. Ármannsson og Árni Daníel Júlíusson.

Þórir Baldvinsson arkitekt. Erindi flutt í Safnahúsinu á Húsavík 20. nóvember 2021 og í Þjóðarbókhlöðu…

Address

Keilufell 28
Reykjavík
111

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sögumiðlun posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category


Other Publishers in Reykjavík

Show All