Sögur útgáfa

Sögur útgáfa Hagatorgi , 107 Reyjavík

Heimasíða:
www.sogurutgafa.is

Póstur:
[email protected] Hafa samband: [email protected]
(18)

Vinsælasta bók landsins er Draumar um brons eftir glæpasagandrottninguna Camillu Läckberg. Bókin, sem er sjálfstæður hlu...
05/08/2024

Vinsælasta bók landsins er Draumar um brons eftir glæpasagandrottninguna Camillu Läckberg. Bókin, sem er sjálfstæður hluti af hinum æsispennandi bókaflokki um söguhetjuna Faye, fjallar um svik, hefnd, uppreist og systralag.
Nánari uppl. og útgáfutilboð:

CAMILLA LÄCKBERG er einn dáðasti og vinsælasti rithöfundur Svíþjóðar. Bækur hennar hafa verið þýddar á 43 tungumál og selst í ríflega 37 milljónum eintaka. Auk hinna sígildu Fjällbacka-bóka skrifað…

Árniður að norðan er fyrsta bók Pálma Ragnars Péturssonar. Langflest ljóðanna eru prósar sem sum hver hafa dvalið með hö...
25/07/2024

Árniður að norðan er fyrsta bók Pálma Ragnars Péturssonar. Langflest ljóðanna eru prósar sem sum hver hafa dvalið með höfundi lengi. Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja. Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll. Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt. Þessi bók er perla.

Nánari upplýsingar:
https://sogurutgafa.is/vara/arnidur-ad-nordan/

Við erum afar stolt af okkar manni Stefán Máni sem hlaut í gær hljóðbókarverðlaunin Storytel Awards / Besta glæpasagan 2...
21/03/2024

Við erum afar stolt af okkar manni Stefán Máni sem hlaut í gær hljóðbókarverðlaunin Storytel Awards / Besta glæpasagan 2023 fyrir bókina Hungur! Lesari Hungurs, Rúnar Freyr Gíslason, á sannarlega einnig hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Til hamingju báðir tveir! 🤩🤩 🥳🥳🥳

Ís­lensku hljóð­bóka­verð­laun­in, Stor­ytel Aw­ards, voru veitt við há­tíð­lega at­höfn í kvöld.

Bókin Góð heilsa alla ævi án öfga kemur út í dag. Hún byggir á þeirra mikilvægu staðreynd að á hverjum degi höfum við va...
29/02/2024

Bókin Góð heilsa alla ævi án öfga kemur út í dag. Hún byggir á þeirra mikilvægu staðreynd að á hverjum degi höfum við val um hvort og hvernig við hlúum að eigin heilsu. Þetta veit höfundurinn Geir Gunnar Markússon manna best af starfi sínu sem næringarfræðingur og heilsuráðgjafi á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Í þessum vegvísi að betra lífi sýnir hann okkur skynsamlegar leiðir til að styrkja grunnstoðir heilsunnar; næringu, hreyfingu, svefn og sálarlíf og deilir jafnframt ljúffengum og hollum uppskriftum frá eldhúsi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.
Við óskum höfundi, hönnuði HGM / Helga Gerður Magnúsdóttir og ljósmyndara bókarinnar Karl Petersson innilega til hamingju með vel unnið verk.
👉 Nánari uppl. og útgáfutilboð https://sogurutgafa.is/vara/god-heilsa-alla-aevi-an-ofga/

Ingi Markússon ræðir nýútkomna bók sína, Svikabirtu, í Morgunblaðinu í dag. „Ef þú gætir legið nógu lengi, heila eilífð,...
15/01/2024

Ingi Markússon ræðir nýútkomna bók sína, Svikabirtu, í Morgunblaðinu í dag. „Ef þú gætir legið nógu lengi, heila eilífð, og horft til himins myndirðu sjá stjörnurnar slokkna eina af annarri.“

12/01/2024

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarsson segir listamenn gefa líf sitt til að skapa afþreyingu fyrir aðra, skera af sér útlimi af því að þeir geti ekki annað. Í lokin sitji hann eftir með matseðil verka sinna og spyr hvernig smakkist.

Kossaflens á aðventu 💋
22/12/2023

Kossaflens á aðventu 💋

„Ég elska Hörð Grímsson. Hann er dásamleg týpa.“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir um lögreglumanninn sérlundaða úr smiðju Stefáns Mána. Gagnrýnendur rýndu í nýjustu bókina um Hörð, Borg hinna dauðu, í Kiljunni.

Hvað er að frella?! Allar þessar bækur eru uppseldar hjá útgefanda! Fást enn í verslunum!
20/12/2023

Hvað er að frella?! Allar þessar bækur eru uppseldar hjá útgefanda! Fást enn í verslunum!

Íslensk knattspyrna 2023 er komin út og þar með fimmtugasta íþróttabók Víðis Sigurðssonar! Í bókinni getur þú lesið um a...
19/12/2023

Íslensk knattspyrna 2023 er komin út og þar með fimmtugasta íþróttabók Víðis Sigurðssonar! Í bókinni getur þú lesið um allt það helsta sem gerðist í boltanum á árinu 😀⚽️😀

Íslensk knattspyrna 2023 er komin út en þetta er 43. bókin í þessum bókaflokki sem hefur verið gefin út frá árinu 1981.

Gagnrýnendur Kiljunnar eru hæstánægðir með skáldsöguna Kjöt eftir Braga Pál Sigurðarson!
18/12/2023

Gagnrýnendur Kiljunnar eru hæstánægðir með skáldsöguna Kjöt eftir Braga Pál Sigurðarson!

Gagnrýnendur Kiljunnar voru hæstánægðir með skáldsöguna Kjöt eftir Braga Pál Sigurðarson. Þeir segja hana þó ekki fyrir klígjugjarna þar sem höfundur reynir ítrekað að ganga fram af lesendum sínum.

KJÖT eftir Braga Pál fær einróma lof! 👏👏👏
15/12/2023

KJÖT eftir Braga Pál fær einróma lof! 👏👏👏

Frasabókin heillar alla enda trónir hún á toppi fræða- og handbókalista Eymundsson enn eina vikuna! „Bók sem hver einast...
13/12/2023

Frasabókin heillar alla enda trónir hún á toppi fræða- og handbókalista Eymundsson enn eina vikuna! „Bók sem hver einasti Íslendingur verður að eiga“ / Ari Eldjárn. ⚡️⚡️⚡️ Kviss bam búm.

Stefán Máni og Steindór Ívarsson fengu rétt í þessu tilnefningar til Blóðdropans – íslensku glæpasagnaverðlaunanna fyrir...
01/12/2023

Stefán Máni og Steindór Ívarsson fengu rétt í þessu tilnefningar til Blóðdropans – íslensku glæpasagnaverðlaunanna fyrir bækur sínar Borg hinna dauðu og Blóðmeri! Innilegar hamingju óskir báðir tveir! 🤩🤩🤩

Í Prjónadraumum má finna glæsilegar flíkur fyrir fullorðna og börn: peysur, sett, sokka, vettlinga og ýmislegt annað sem...
29/11/2023

Í Prjónadraumum má finna glæsilegar flíkur fyrir fullorðna og börn: peysur, sett, sokka, vettlinga og ýmislegt annað sem hugurinn girnist. Höfundurinn, Sjöfn Kristjánsdóttir, hefur prjónað allt sitt líf og er löngu orðin þekkt fyrir fallegar uppskriftir. Leiðbeiningarnar eru allar skrifaðar á mannamáli og eru aðgengilegar jafnt grænjöxlum og þrautreyndum prjónurum.
Við óskum SjöfN, hönnuðinum Þórhildi Sigurðardóttur hjá Kúper Blakk og ljósmyndaranum Eygló Gísladóttur innilega til hamingju með dásamlega bók ❤

Skemmtilegu dýrin sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skrítileg en fyrst og fremst forvitnil...
28/11/2023

Skemmtilegu dýrin sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skrítileg en fyrst og fremst forvitnileg! – eftir fróðleiksfúsu feðginin Veru Illugadóttur og Illuga Jökulsson skartar eflaust lengsta bókartitli ársins 😬 😬 😬 en hún er líka laaaangskemmtilegust og er komin í laangflestar bókaverslanir.
Þetta er bók fyrir dýravini á öllum aldri, stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum frásögnum af dýrunum.
Kápuna fallegu hannaði HGM / Helga Gerður Magnúsdóttir
👉 Nánar um bókina:
https://sogurutgafa.is/vara/skemmtilegu-dyrin/

GJAFALEIKUR: BLEKKINGIN er glæný og hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henri...
28/11/2023

GJAFALEIKUR: BLEKKINGIN er glæný og hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í þríleiknum sem hófst með KASSANUM. Tæplega 600 blaðsíður af sprúðlandi spennu í þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar!
Við viljum gjarnan verðlauna nokkra áhangendur Camillu Läckberg og senda þeim eintak. Deildu og merktu einn vin og þið farið í pottinn. Við drögum út s*x heppna 5. des!

Kolbrún Bergþórsdóttir fjallar um bókina Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi eftir Þorvald Friðriksson í Morgunblaði helg...
25/11/2023

Kolbrún Bergþórsdóttir fjallar um bókina Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi eftir Þorvald Friðriksson í Morgunblaði helgarinnar. Bókin markar tímamót og er fyrsta heildstæða úttektin á þessum óþekktu dýrategundum í náttúru Íslands. Hún byggir á miklu safni frásagna og áratugalangri rannsókn þar sem höfundur hefur rætt við sjónarvotta og safnað hundruðum áður óskráðra lýsinga þeirra á þessum dýrum. Þessi fróðlega og skemmtilega bók er stútfull af myndum og merkilegum frásögnum og hún geymir einstakt menningarsögulegt efni um þennan heillandi þátt náttúrunnar. „Mjög forvitnileg bók!“ – Kristján Kristjánsson Sprengisandi / Bylgjunni. „Þau eru þarna úti, það er engum blöðum um það að fletta.“ – Dr. Hilmar J. Malmkvist / líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Kápu hannaði HGM / Helga Gerður Magnúsdóttir. Ragnheiður Þorgrímsdóttir málaði fjölda mynda í bókinni og á kortinu sem hér er.

Hin nýútkomna Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána fær afbragðsviðtökur og uppsker fjórar og hálfa stjörnu í Mogga dagsins...
23/11/2023

Hin nýútkomna Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána fær afbragðsviðtökur og uppsker fjórar og hálfa stjörnu í Mogga dagsins! „Sagan rennur eins og ljúfur drykkur og er laus við alla tilgerð ... Sviðið er fullgert, persónur og leikendur á réttum stað og ekkert eftir nema að kveikja á kvikmyndatökuvélunum.“ Stefán Máni er meistari stemningar og nístandi spennu.

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar á gullhamra dagsins: „Anatómía fiskanna er stórkostleg bók og fátt sem hefur glatt ...
17/11/2023

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar á gullhamra dagsins: „Anatómía fiskanna er stórkostleg bók og fátt sem hefur glatt mig upp á síðkastið eins og hún. Sölvi Björn er snillingur.“ – Kári Stefánsson.

⭐️⭐️⭐️⭐️💫 Fjórar og hálf stjarna í Mogga dagsins! „Bragi Páll er og verður einn af mínum uppáhaldshöfundum og hann gefur...
16/11/2023

⭐️⭐️⭐️⭐️💫 Fjórar og hálf stjarna í Mogga dagsins! „Bragi Páll er og verður einn af mínum uppáhaldshöfundum og hann gefur ekkert eftir í nýjustu bók sinni Kjöti,“ segir Ingibjörg Iða m.a. í sínum dómi. Hágæða Kjöt að hætti Braga Páls!

Landinn gluggar í Frasabókina. Þeir eru með þetta í teskeið strákarnir.
14/11/2023

Landinn gluggar í Frasabókina. Þeir eru með þetta í teskeið strákarnir.

Fótboltamaðurinn Eyþór Wöhler og verkfræðineminn Emil Aðalsteinsson fóru saman í útskriftarferð úr Verzlunarskólanum í miðjum covid-faraldri ásamt þriðja vininum. Þar kviknaði hugmyndin að því að safna saman íslenskum frösum. Landinn hitti félagana.

Verðlaunahöfundurinn og stílsnillingurinn Sölvi Björn Sigurðsson sendir nú frá sér tvö ný verk og var uppskerunni fagnað...
05/11/2023

Verðlaunahöfundurinn og stílsnillingurinn Sölvi Björn Sigurðsson sendir nú frá sér tvö ný verk og var uppskerunni fagnað um helgina. Hér eru á ferðinni nútímaævintýrið Melankólía vaknar og ljóðabókin Anatómía fiskanna. Báðar kápurnar hannar hin frábæra Þórhildur Laufey Sigurðardóttir betur þekkt sem Kúper Blakk.

Nánar um bækurnar og útgáfutilboð:
👉 Melankólía vaknar
https://sogurutgafa.is/vara/melankolia-vaknar/
👉 Anatómía fiskanna
https://sogurutgafa.is/vara/anatomia-fiskanna/

Stefán Máni í skemmtilegu viðtali.
04/11/2023

Stefán Máni í skemmtilegu viðtali.

Þeir sem eru fyrir harðsoðnar glæpasögur – trylla – eiga góða tíma í vændum því Stefán Máni var að senda frá sér eina af sínum allra bestu bókum. Hún heitir Borg hinna dauðu og fjallar um ævintýri Harðar Grímssonar, þess sérlundaða og sérstaka lögreglumanns.

Við fögnum útgáfu KJÖTS! Innilegar hamingjuóskir Bragi Páll með þessa kraftmiklu og frumlegu bók! Ljósmyndir tók Atli Þó...
03/11/2023

Við fögnum útgáfu KJÖTS! Innilegar hamingjuóskir Bragi Páll með þessa kraftmiklu og frumlegu bók!
Ljósmyndir tók Atli Þór

Hvað er að frella?
03/11/2023

Hvað er að frella?

Meðal yngstu þátttakenda í jólabókaflóðinu eru tveir menn sem söfnuðu saman frösum og gefa út i svokallaðri frasabók.

Þessir 21 árs peyjar, Eyþór Aron Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson byrjuðu að safna góðum íslenskum frösum fyrir tveimur ...
03/11/2023

Þessir 21 árs peyjar, Eyþór Aron Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson byrjuðu að safna góðum íslenskum frösum fyrir tveimur árum síðan og nú eru þeir komnir út á stórskemmtilegri bók. Útgáfu Frasabókarinnar var fagnað með pomp og prakt í gær. Hún geymir yfir 1000 frasa, nútímaslangur, orðasúpur og þekktari eldri frasa. Bókin opnar augu lesenda fyrir þróun íslenskunnar og tilraunum ungs fólks með skemmtilegt málfar. Vona höfundar að með lestri bókarinnar muni kynslóðirnar sameinast og ná að skilja betur tungutak hinna. Til hamingju með metnaðarfulla og stórskemmtilega bók Eyþór, Emil og Addi nabblakusk sem myndskreytir bókina af sinni alkunni snilld.

Nýja bókin hans Sölva Tryggvasonar fær einstaklega góðar viðtökur. Skuggar er ekki aðeins ein allra vinsælasta bók lands...
23/10/2023

Nýja bókin hans Sölva Tryggvasonar fær einstaklega góðar viðtökur. Skuggar er ekki aðeins ein allra vinsælasta bók landsins, heldur er hún bókstaflega ausin lofi lesenda, eins og þessi örfáu dæmi sýna.

Address

Fákafeni 9
Reykjavík
107

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sögur útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Sögur útgáfa:

Videos

Share

Category


Other Publishers in Reykjavík

Show All