Áróra útgáfa

Áróra útgáfa Þrír skilnaðir og jarðarför, smásagnasafn eftir Kristján Hrafn Guðmundsson, er væntanlegt frá Áróru útgáfu í haust.

“Hvað þemu bókarinnar varðar þá má freista þess að nálgast þau í gegnum kápumyndina, sem er skemmtileg og sýnir m...
23/12/2020

“Hvað þemu bókarinnar varðar þá má freista þess að nálgast þau í gegnum kápumyndina, sem er skemmtileg og sýnir mynd af stórri talblöðru með þremur bleikum punktum fyrir miðju, og hefur reyndar einnig aðra merkingu eins og mun koma í ljós. Þetta tákn kannast margir við af spjallforritum þegar beðið er eftir skilaboðum, stundum með óþreyju, og kallast þessi táknbeiting á við yrkisefni margra sagnanna í bókinni. Þar eru sambönd og samskipti fólks í fyrirrúmi eða kannski öðru fremur samskiptaörðugleikar. Fólk sendir skilaboð sem eru ekki móttekin, hugsar um að segja eitthvað en sleppir því síðan. Talblaðran lýsir þessu vel þar sem hún táknar allt það sem er ósagt, skilaboð sem aldrei koma.” Árni Davíð Magnússon, bokmenntaborgin.is, desember 2020
https://bokmenntaborgin.is/umfjollun/500-dagar-af-regni-og-thrir-skilnadir-og-jardarfor

LJÓÐ OG SMÁSÖGUR Á LAUGAVEGIÍ dag verður ljóða- og smásagnaveisla við Laugaveg 5 í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg...
19/12/2020

LJÓÐ OG SMÁSÖGUR Á LAUGAVEGI

Í dag verður ljóða- og smásagnaveisla við Laugaveg 5 í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Ljóðskáld og smásagnahöfundar lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum og spjalla á léttu nótunum. Hægt verður að kaupa ljóðabækur og smásagnasöfn höfundanna á staðnum.

Kristján Hrafn les upp úr smásagnasafni sínu, Þrír skilnaðir og jarðarför, kl. 13.

Í ljósi heimsfaraldursins verða sóttvarnir í hávegum hafðar. Viðburðinum verður streymt á netinu auk þess sem hljóðið verður spilað út á Laugaveginn fyrir gesti og gangandi. Fólk þarf ekki að koma inn nema það vilji. Fjarlægð verður tryggð meðan á viðburðinum stendur og allir helstu snertifletir sótthreinsaðir reglulega. Gleðileg bókajól!

Gagnrýnandi Lestrarklefans birti ansi jákvæðan dóm í vikunni!"Kristján Hrafn fjallar á auðlesinn hátt um viðfangsefni se...
05/12/2020

Gagnrýnandi Lestrarklefans birti ansi jákvæðan dóm í vikunni!
"Kristján Hrafn fjallar á auðlesinn hátt um viðfangsefni sem margir lesendur ættu að kannast við og aðstæður sem maður tengir við en tekst jafnframt að koma að sterkum tilfinningum hjá lesanda [...] Kristján Hrafn lofar góðu sem skáld og hlakka ég til að lesa fleiri sögur eftir hann í framtíðinni."
- Sæunn Gísladóttir / Lestrarklefinn.is
https://lestrarklefinn.is/2020/12/01/7-smasogur-1-trilogia/

Þrír skilnaðir og jarðarför eftir Kristján Hrafn Guðmundsson kom út á dögunum en þetta er fyrsta bók höfundar. Um er að ræða smásagnasafn sem samanstendur af sjö smásögum, þar af einni, Fólk og fjö…

"Sögurnar [...] eru ólíkar en eiga það sammerkt að grundvallast á raunsæislegum, í raun hversdagslegum aðstæðum, sem ydd...
27/11/2020

"Sögurnar [...] eru ólíkar en eiga það sammerkt að grundvallast á raunsæislegum, í raun hversdagslegum aðstæðum, sem yddast en snarbeygja síðan til endalokanna sem iðulega koma á óvart í einhverju sem nálgast fáránleika, oft aðeins hársbreidd frá því sem rökrétt má telja og verður því hyldýpi."
- Jórunn Sigurðardóttir, RÚV
Sjá: https://www.ruv.is/frett/2020/11/14/harmglettnar-smasogur-med-sorglegum-titli

Fyrir skömmu sendi kennarinn og fyrrum blaðamaðurinn Kristján Hrafn Guðmundsson frá sér sitt fyrsta smásagnasafn, Þrír skilnaðir og jarðarför. Ekki beinlínis uppörvandi titill en sögurnar eru allar með tölu skemmtilegar og ekki allar þar sem þær eru séðar.

Lyklapartí, leðurblökuát og Sigmundur Davíð koma til tals í þessu viðtali á vefsíðunni Menningarsmygl.
17/11/2020

Lyklapartí, leðurblökuát og Sigmundur Davíð koma til tals í þessu viðtali á vefsíðunni Menningarsmygl.

Kristján Hrafn Guðmundsson gaf nýlega út sitt fyrsta smásagnasafn, Þrír skilnaðir og jarðarför, sem hafði fengið nýræktarstyrk bókmenntasjóðs í fyrra. Kristján Hrafn er bókmenntafræðingur og starfaði sem menningarblaðamaður á DV á fyrsta áratug aldarinnar og þýddi Það...

Endurskoðandinn Þorkell í sögunni „Turn“ heldur mikið upp á hljómsveitina Ace of Bace, eins og merkja má í bókinni Þremu...
09/11/2020

Endurskoðandinn Þorkell í sögunni „Turn“ heldur mikið upp á hljómsveitina Ace of Bace, eins og merkja má í bókinni Þremur skilnuðum og jarðarför. Þar upplifir Þorkell mikla sálarangist þann 9. nóvember. Sem er einmitt í dag og því er hér lag með sænska eðalkvartettnum sem gerði allt brjálað víða um lönd á 10. áratugnum:

https://www.youtube.com/watch?v=iqu132vTl5Y

Taken from the album "The Sign"/"Happy Nation". Expand for links and lyrics. ► Stream / Download: http://smarturl.it/AceOfBase.TheSign ► Follow the Spotify p...

Á uppleið á kiljulista Eymundsson!
05/11/2020

Á uppleið á kiljulista Eymundsson!

6. sæti á kiljulista Eymundsson síðustu viku. Vertíðin fer vel af stað😲
30/10/2020

6. sæti á kiljulista Eymundsson síðustu viku. Vertíðin fer vel af stað😲

Hér er Kristján Hrafn Guðmundsson með nýjasta afkvæmið sitt fyrir utan fæðingardeildina. Þrír skilnaðir og jarðarför kem...
21/10/2020

Hér er Kristján Hrafn Guðmundsson með nýjasta afkvæmið sitt fyrir utan fæðingardeildina. Þrír skilnaðir og jarðarför kemur í bókabúðir fyrir helgi. Einnig er hægt að panta eintak á vefnum. Frí heimsending!
https://arorautgafa.is/products/thrir-skilnadir-og-jardarfor

Kápa að verða klár hjá Hildi Helgu hönnuði.
25/09/2020

Kápa að verða klár hjá Hildi Helgu hönnuði.

Handritið að Þrír skilnaðir og jarðarför var valið úr tugum handrita til að hljóta Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bó...
19/09/2020

Handritið að Þrír skilnaðir og jarðarför var valið úr tugum handrita til að hljóta Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2019. Bókin er væntanleg í verslanir í haust.

Í umsögn úthlutunarnefndar um verkið, sem þá hafði vinnuheitið Afkvæni, segir:

,,Afkvæni er safn smásagna sem eiga það sameiginlegt að gerast í hversdagslegum íslenskum samtíma. Sögurnar eru grípandi, persónulýsingar skarpar og textinn er skrifaður á blæbrigðaríku máli. Smávægilegum atvikum er gjarnan lýst á spaugilegan hátt; andrúmsloftið er létt og leikandi en um leið tekst höfundi að miðla samspili gleði og alvöru af sérstakri næmni.“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi.

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Áróra útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Áróra útgáfa:

Share

Category