23/12/2020
“Hvað þemu bókarinnar varðar þá má freista þess að nálgast þau í gegnum kápumyndina, sem er skemmtileg og sýnir mynd af stórri talblöðru með þremur bleikum punktum fyrir miðju, og hefur reyndar einnig aðra merkingu eins og mun koma í ljós. Þetta tákn kannast margir við af spjallforritum þegar beðið er eftir skilaboðum, stundum með óþreyju, og kallast þessi táknbeiting á við yrkisefni margra sagnanna í bókinni. Þar eru sambönd og samskipti fólks í fyrirrúmi eða kannski öðru fremur samskiptaörðugleikar. Fólk sendir skilaboð sem eru ekki móttekin, hugsar um að segja eitthvað en sleppir því síðan. Talblaðran lýsir þessu vel þar sem hún táknar allt það sem er ósagt, skilaboð sem aldrei koma.” Árni Davíð Magnússon, bokmenntaborgin.is, desember 2020
https://bokmenntaborgin.is/umfjollun/500-dagar-af-regni-og-thrir-skilnadir-og-jardarfor