Kvistur bókaútgáfa

Kvistur bókaútgáfa Kvistur sérhæfir sig í þýddum myndríkum barnabók.

Við gefum út bækur á fjölbreyttri og vandaðri íslensku til að þú getir átt fleiri gæðastundir með börnunum í þínu lífi.
Öll handrit afþökkuð.

Litli snillingurinn hún Lillaló sem við kynntum fyrst í bókinni, Hvernig er koss á litinn? er orðin stór, svo stór að hú...
30/06/2024

Litli snillingurinn hún Lillaló sem við kynntum fyrst í bókinni, Hvernig er koss á litinn? er orðin stór, svo stór að hún er byrjuð í skóla. Hún veit nákvæmlega hvað hún á að gera alla daga vikunnar nema á sunnudögum.
Á sunnudögum er tími til að láta sér leiðast. En hvað getur Lillaló eiginlega gert svo henni leiðist ekki.

Eftir sólríkan sumardag er fátt betra en að eiga stund með barninu fyrir góðri bók. Hinn ráðsnjalli Bogi Pétur broddgölt...
29/06/2024

Eftir sólríkan sumardag er fátt betra en að eiga stund með barninu fyrir góðri bók.
Hinn ráðsnjalli Bogi Pétur broddgöltur er mætur aftur í sinni þriðju bók ásamt Edvin mauraætu, Flóka letidýri og öllum hinum.

Brandur, forleggjarinn og hans fríða föruneyti hlaut viðurkenningu frá IBBY á Íslandi í gær. Vorvinda 2024 🌱 🌳💐☀️🥳 Takk ...
27/05/2024

Brandur, forleggjarinn og hans fríða föruneyti hlaut viðurkenningu frá IBBY á Íslandi í gær. Vorvinda 2024 🌱 🌳💐☀️🥳 Takk fyrir okkur 💚🧡 Til hamingju Embla Bachmann, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Iðunn Arna

Vorvindar 2024! 😼🌾🎋💨🌥🏆📚
26/05/2024

Vorvindar 2024! 😼🌾🎋💨🌥🏆📚

Brandur og forleggjarinn áttu annasaman dag. Barnabókaverðlaun Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO 2024 voru afhent í Höfða. ...
24/04/2024

Brandur og forleggjarinn áttu annasaman dag. Barnabókaverðlaun Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO 2024 voru afhent í Höfða. Brandur fékk ekki að fara með enda Bogi Pétur broddgöltur sem hreppti hnossið. Með skínandi hreinar tennur var óhætt að brosa framan í myndarvélarnar. Brandur lagði þó til að bakaðar yrðu pönnukökur í tilefni dagsins ef það væri til hveiti á bænum.

Brandur er hoppandi kátur og hagaði sér vel í Iðnó. Þrjár tilnefningar fyrir Bestu þýddu barnabókina 2024. Myndir segja ...
17/04/2024

Brandur er hoppandi kátur og hagaði sér vel í Iðnó. Þrjár tilnefningar fyrir Bestu þýddu barnabókina 2024. Myndir segja meira en mörg orð. Takk Svanlaug Pálsdóttir Tilnefningar fyrir best þýddu barnabókina - Barnabókaverðlauna Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO 2024

Takk fyrir 🤩😻
18/03/2024

Takk fyrir 🤩😻

100.426 bækur seldust á Bókamarkaðnum í ár.

11/03/2024
Það þótti við hæfi að forleggjarinn og myndvinnsluhönnuður leggðu lokahönd á þessa bók mjög seint í gærkvöldi meðan snjó...
04/03/2024

Það þótti við hæfi að forleggjarinn og myndvinnsluhönnuður leggðu lokahönd á þessa bók mjög seint í gærkvöldi meðan snjónum kyngdi mjúklega niður í algjöru sillilogni.
Takk fyrir smámunasemina og næturbröltið Védís Huldudóttir

06/02/2024

Pétur, Brandur og allir þeirra vinir ferðast nú um Svíþjóð í leikritaformi og gleðja fjölskyldur. Hér er eina mínútu myndaband af því hvernig töfraheimur leikhúsins verður til. Draumurinn er svo auðvitað á sjá þá á sviði á Íslandi einhvern daginn.

08/01/2024

Lítill fíll með langan rana kallaði á mig mig í úrvalinu á bókasafni Árbæjar einn regnþungann þriðjudag. Ég greip fílinn og laumaði í pokann með úrvali dóttur minnar, þriggja ára. Ég leyfi henni að velja sér bækur en helmingur af því sem kemur með okkur heim er valið a...

Pétur og Brandur héldu svo sannarlega upp á Lúsíuhátíðina eins og margir í Svíþjóð.
15/12/2023

Pétur og Brandur héldu svo sannarlega upp á Lúsíuhátíðina eins og margir í Svíþjóð.

Bogi Pétur broddgöltur er mætur aftur! Dýrin hafa öll dulbúið sig sem önnur dýr, dýr sem Alfreð og Bogi Pétur hafa aldre...
29/11/2023

Bogi Pétur broddgöltur er mætur aftur! Dýrin hafa öll dulbúið sig sem önnur dýr, dýr sem Alfreð og Bogi Pétur hafa aldrei séð áður. Hvað eru fílaffai, flóðingói og páfgæs. Sprellfjörug bók, full af leikgleði og dýrum í búningum.

Kristín Björg hjá Lestrarklefinn heldur áfram að lesa bækurnar okkar.  Gaman er að segja frá því að í þessari bók er að ...
16/11/2023

Kristín Björg hjá Lestrarklefinn heldur áfram að lesa bækurnar okkar. Gaman er að segja frá því að í þessari bók er að finna köttinn Krumma sem kemur til eyjarinnar með fiskibáti og birtist á öllum blaðsíðum bókarinnar eftir það. Þegar ég les söguna á Krummi það stundum til að stela senunni alveg óvart.

Höfundur Sjóræningjarnir eru að koma! er John Condon en hann býr með fjölskyldu sinni í Kent í Bretlandi. Þetta er önnur bók hans en hann hefur gefið út þrjár myndabækur hingað til. Sagan féll aldeilis vel í kramið hjá ungum lesendum og vann The Children‘s Jury Award í Belg....

Þetta erum ég og Brandur búin að vera að bralla síðustu daga.
07/11/2023

Þetta erum ég og Brandur búin að vera að bralla síðustu daga.

Starfsfólki Borgarbókasafnsins er ýmislegt til lista lagt, en hér má lesa viðtal við frábæran starfskraft til margra ára, hana Ástu H. Ólafsdóttur. Ásta, sem vinnur á bjarta og fallega safninu okkar í Spönginni, gerði sér lítið fyrir í "kófinu" svokallaða og stofnaði eina litla bókaútgáfu! Viðtalið birtist í Morgunblaðinu og var það blaðamaðurinn Kristín Heiða Kristinsdóttir sem tók það.

Hún Katrín Lilja hjá Lestrarklefinn heldur áfram að lesa bækurnar frá Kvisti. Núna er komið að Pettson och Findus (Bokfö...
07/11/2023

Hún Katrín Lilja hjá Lestrarklefinn heldur áfram að lesa bækurnar frá Kvisti. Núna er komið að Pettson och Findus (Bokförlaget Opal).

Þegar maður er með nýjan lesanda á heimlinu vill maður ota að honum skemmtilegum bókum. Skemmtilegar bækur vekja lestraráhuga og forvitni. Góðar myndabækur eru tilvaldar í þetta.

Takk Lestrarklefinn fyrir fallega umfjöllun. Það er svo endalaust gaman að heyra hvort lesendum bæði litlum og stórum lí...
04/11/2023

Takk Lestrarklefinn fyrir fallega umfjöllun. Það er svo endalaust gaman að heyra hvort lesendum bæði litlum og stórum líkar bækurnar og hvað það er sem þeim líkar og líkar ekki.

Við hjónin skiptumst á að lesa með tveggja og hálfs árs syni okkar á kvöldin. Sú hefð er alveg heilög á okkar heimili enda hluti af svefnrútínunni. Kvöldlestur er alveg dásamleg samverustund sem ég get ekki annað en mælt með. Í ólgusjó samfélagsins er þetta frábær leið t...

Sko hún er bara nokkuð skemmtileg, Takk Lestrarklefinn fyrir að deila gleðinni og ef ykkur langar að hitta aftur Flóka l...
04/11/2023

Sko hún er bara nokkuð skemmtileg, Takk Lestrarklefinn fyrir að deila gleðinni og ef ykkur langar að hitta aftur Flóka letidýr, Anton fíl og aðrar persónur þá eru þær á leiðinni í nýrri bók um Boga Pétur Broddgölt.

Margir foreldrar kannast eflaust við þá áskorun sem felst í að bursta tennurnar í börnum sínum þegar fara á að sofa. Mér gekk í fyrstu mjög vel að bursta tennurnar í syni mínum þar sem honum þótti það spennandi. Svo varð tannburstunin allt í einu mikill bardagi. Ég batt von...

Spakur og Sámur eru mættir - aftur! Þeim þótti alls ekki nóg að fá aðeins eina bók um sig á þessu ári heldur urður þær a...
04/11/2023

Spakur og Sámur eru mættir - aftur! Þeim þótti alls ekki nóg að fá aðeins eina bók um sig á þessu ári heldur urður þær að vera tvær. Þeir eru líka tveir - en sögurnar í bókinni þrjár.

Bókin er fullkomin fyrir börn á aldrinum 6-10 ára sem hafa gaman af ráðgátum, vondum risapöndum og að renna sér niður stigahandrið.

Myndrík bók með stóru letri, bröndurum og spennu.

Dag einn er Ástvaldi sagt að hann muni eignast litla systur. Að vísu man hann ekki eftir að hafa beðið um hana, en er sa...
22/10/2023

Dag einn er Ástvaldi sagt að hann muni eignast litla systur. Að vísu man hann ekki eftir að hafa beðið um hana, en er samt ánægur.
Fullkomin bók fyrir stækkandi fjölskyldur.

Spakur og Sámur eiga 10 ára afmæli í heimalandi sínu Bretlandi en af því tilefni ákváðu þeir að leggja land undir fót og...
03/10/2023

Spakur og Sámur eiga 10 ára afmæli í heimalandi sínu Bretlandi en af því tilefni ákváðu þeir að leggja land undir fót og skreppa til Íslands af öllum stöðum. Við tökum þeim auðvitað fagnandi því þeir eru með eindæmum skemmtilegir og skondnir. Svo ríma þeir líka. Takk fyrir þýðinguna Ásthildur Helen Gestsdóttir.🎂🍩🧁🥧

Þessi helgi býður uppá fullkomið veður til lestrar og tilvalið að lesa nýju bókina um Pétur og Brand. Refurinn er mætur ...
01/09/2023

Þessi helgi býður uppá fullkomið veður til lestrar og tilvalið að lesa nýju bókina um Pétur og Brand.
Refurinn er mætur í hina friðsælu sænsku sveit. Gústi nágranni hefur því dregið fram tvíhleypuna en Pétur og Brandur hafa annað í hyggju. Góða lestrarhelgi. 🦊🍃🌧

Þó sólin skíni skært hafa þeir Alfreð og Bogi Pétur broddgöltur engan tíma til að sóla sig. Þeir þurfa að fá öll dýrin í...
03/07/2023

Þó sólin skíni skært hafa þeir Alfreð og Bogi Pétur broddgöltur engan tíma til að sóla sig. Þeir þurfa að fá öll dýrin í dýragarðinum til að bursta tennurnar og það er alls ekki auðvelt.

28/06/2023

Með því besta sem þú getur gert fyrir ungu manneskjurnar í kringum þig þetta sumarið er að lesa með þeim eða hvetja það til lestrar. Bókasöfn landsins er hér til að hjálpa þér og standa fyrir skemmtilegum lestrarleik í sumar. Hvet ykkur til að kíkja á bókasafnið á ferðalögum ykkar í sumar.

23/06/2023

Njótum þess að lesa með börnunum ef ekki heima þá kannski á bókasafninu.

Það er aldei of snemmt að byrja að að lesa fyrir barn og við getum aldrei lesið of mikið fyrir þau. Gleðilegan sumarlest...
11/06/2023

Það er aldei of snemmt að byrja að að lesa fyrir barn og við getum aldrei lesið of mikið fyrir þau. Gleðilegan sumarlestur.

On the benefits of reading to children and even babies.

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kvistur bókaútgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share

Category


Other Publishers in Reykjavík

Show All