Ingólfur Valur, OnlyFans stjarna er viðmælandi í fyrsta þætti í nýrri þáttaröð Einkalífsins.
Nýr þáttur á morgun á slaginu 13:00 á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Fólk að detta í brekkunni á Þjóðhátíð
Fjölmargir runnu í brekkunni í Herjólfsdal á lokakvöldi Þjóðhátíðar um helgina. Einhverjir þeirra þurftu að leita á heilsugæsluna í Vestmannaeyjum vegna meiðsla.
Dagbjört Hildur klippti saman.
Stuð í Herjólfi
Þjóðhátíð lauk ekki hjá öllum í nótt. Stemmningin hélt áfram hjá þessum stuðboltum í þrjúbátnum heim frá Eyjum í dag.
Ert þú með spurningu fyrir frambjóðendur til forseta Íslands? Láttu okkur vita í ummælum. Kappræður forsetaefnanna verða í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2, fimmtudagskvöldið 16. maí, klukkan 18:55.
Fyrstu sekúndur eldgossins
Upphaf eldgossins sem hófst klukkan 20:23 má sjá hér. Úr vefmyndavél Live from Iceland.
Enn gýs á Reykjanesskaga
Eldgos hófst í nágrenni við Grindavík í morgun. Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg og skemmdi heitavatnslögnina stóru fyrir Suðurnesin. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á svæðinu vegna skorts á heitu vatni. Björn Steinbekk tók þetta myndband.
Þrjú hús urðu hrauninu að bráð í Grindavík. Sprungur eru að stækka í bænum og óvissan mikil.
Svartur dagur í sögu Grindavíkur og Íslands segir forsætisráðherra en það mun birta til. Forseti Íslands segir Íslendinga aldrei gefast upp. Myndefni sem Björn Steinbekk tók í og við Grindvík í dag.
Hér má sjá upphaf eldgossins á Reykjanesskaga spilað á áttföldum hraða. Í myndbandinu má sjá hvernig gossprungan stækkaði á fyrstu mínútum gossins.
Annálar Fréttastofunnar halda ótrauðir áfram. Pólitíkin lendir á Vísi 13. des.
Kompás - rafhlaupahjól
Nýr Kompásþáttur verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudag og á þriðjudag á Vísi. Stiklan úr þættinum var að detta í hús 👇
Nýr Kompásþáttur á mánudag á Stöð 2.
Ragnar Axelsson rifjar upp skemmtilegt augnablik þegar hann og Árni Johnsen voru staddir á eldfjallaeyjunni Krakatá árið 1990 í þáttunum RAX augnablik.
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára.
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér: https://www.visir.is/g/20212093108d
Í Kompás kynnumst við Sigurði sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla hrauni og fáum að sjá aðstæður hans. Hann hefur verið einangraður frá öðrum föngum í fimm mánuði með tilheyrandi skaða fyrir hans andlegu heilsu. Á hverjum tíma eru hátt í átta fangar sem þola ekki afplánun og ættu að vera í sértækum úrræðum. Þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtur á Vísi á morgun.
Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari sem eru heimilislaus. Stöðug lífsbarátta einkennir daglegt líf þeirra og snýst um að finna skjól þegar öll sund eru lokuð en líka næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Þannig litast líf þeirra af sífelldum átökum, útilokun og oft niðurlægingu. Kompás er frumsýndur á Stöð 2 á í kvöld og birtist lesendum Vísis í fyrramálið.
Það er alltaf von
Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands.