Matland

Matland MATLAND er miðill þar sem fjallað er um matvælaframleiðslu frá A-Ö. Við rekum vefverslun með mat.

Jógúrt og fersk mjólk frá Gunnbjarnarholti var að berast í Matland. Ítalski Regggiani osturinn góður með…
08/01/2026

Jógúrt og fersk mjólk frá Gunnbjarnarholti var að berast í Matland. Ítalski Regggiani osturinn góður með…

Er þetta uppskrift að hamingjunni? Sannkölluð eðalþrenna sem skilar þér í gegnum janúarmánuð brosandi út að eyrum. Kartö...
07/01/2026

Er þetta uppskrift að hamingjunni? Sannkölluð eðalþrenna sem skilar þér í gegnum janúarmánuð brosandi út að eyrum. Kartöfllur frá Seljavöllum, síld frá Djúpavogi og saltfiskur frá Drangsnesi. Mikil gæði og gott verð.

Sjá tengla í athugasemdum. Gott að panta á Matlandsvefnum en líka hægt að koma við á Hrísateignum seinni part dags.

Allir elska góðar kjötbollur. Kálfahakk og nautahakk fæst alltaf hjá Matlandi. Hér er uppskrift sem Albert Eiríksson dei...
06/01/2026

Allir elska góðar kjötbollur. Kálfahakk og nautahakk fæst alltaf hjá Matlandi. Hér er uppskrift sem Albert Eiríksson deildi með lesendum Matlands, upprunalega úr Eldhúsbókinni sem Heimilisbókaútgáfan gaf út fyrir margt löngu.

Ítalskar kjötbollur
- 1 kg nauta- eða kálfahakk
- 3 heilhveitibrauðsneiðar
- handfylli af söxuðum rúsínum
- 1 bolli smátt rifinn Pecorino sauðaostur
- 1 knippi steinselja, smátt söxuð
- 2-3 litlir hvítlaukar, pressaðir
- 4 egg
- heimatilbúið rasp eftir þörfum
- 2 ½ tsk sjávarsalt
- 1 ½ tsk hvítur pipar

Brauðsneiðarnar lagðar í bleyti í vatn í smástund sem síðan er kreist úr þeim. Sett í stóra skál ásamt öllu öðru nema raspinu. Blandað vel saman með höndunum áður en raspinu er bætt smám saman út í 1-2 msk í einu þar til auðvelt er að móta bollur úr deiginu sem eiga að vera frekar stórar. Um 20 stk.

Raðið á smörpappírsklædda bökunarplötu og eldið við 180° í hálftíma.

Pastasósa
- 2 laukar
- 2 hvítlaukar litlir
- 3 dósir niðursoðnir tómatar
- 1 dós tómatpurré
- 1 fræhreinsað chili
- 1 stórt knippi basilika, söxuð
- ½ -1 bolli vatn
- salt og pipar

Smátt sneiddur laukurinn glæraður í olíu í potti.

Restinni bætt út í ásamt vatni eftir þörfum.

Látið malla við mjög vægan hita í 1-2 klst. Hrært í af og til.

Mintusósa
- 5 dl grísk jógúrt
- ½ knippi fersk minta, söxuð
- hnefafylli steinselja, söxuð
- 3-4 msk sítrónusafi
- 2-3 tsk hunang
- gróft sjávarsalt
- nýmalaður svartur pipar

Öllu blandað saman og smakkað til með salti, pipar, hunangi/sítrónu.

Sjá tengil á Matlandsvefnum í athugasemdum.

Matland býður upp á nautakjöt frá úrvalsbæjum í einum kassa. Hæfilegur skammtur fyrir 8-10 máltíðir fyrir tvo.5 pk. naut...
06/01/2026

Matland býður upp á nautakjöt frá úrvalsbæjum í einum kassa. Hæfilegur skammtur fyrir 8-10 máltíðir fyrir tvo.

5 pk. nautahakk, 8-12% fita, 5 pk. x 500 g.
1 pk. hamborgarar, 12-15% fita, 5 stk. x 140 g.
2 pk. nautgripagúllas, 2 pk. x 500 g.
2 pk. snitsel, 2 pk x 500 g.

Sjá nánar í athugasemdum.

Hægeldaðir lambabógleggir frá Böðmóðsstöðum eru upplagðir á matarborðið þegar kuldinn á landinu bláa fer langt undir fro...
06/01/2026

Hægeldaðir lambabógleggir frá Böðmóðsstöðum eru upplagðir á matarborðið þegar kuldinn á landinu bláa fer langt undir frostmark.

Má bjóða þér ekta T-beinssteikur frá Holti á þrettándanum? Hnausþykkar eins og bækurnar í ritsafni Jóns Trausta. 👇
06/01/2026

Má bjóða þér ekta T-beinssteikur frá Holti á þrettándanum? Hnausþykkar eins og bækurnar í ritsafni Jóns Trausta. 👇

Við eigum ýmislegt skemmtilegt fyrir þrettándann; t.d. grafna gæs, grafinn ærvöðva og geitavöðva, grafnar koníakslundir ...
06/01/2026

Við eigum ýmislegt skemmtilegt fyrir þrettándann; t.d. grafna gæs, grafinn ærvöðva og geitavöðva, grafnar koníakslundir og heitreykta gæsabringu. Líka nóg til af síldinni frá Djúpavogi, bæði hefðbundin marineruð og kryddsíld. Ekki má gleyma ostunum og þurrpylsunum frá Tariello, trufflusalami og léttkryddaðri Napoli pylsu. Á veisluborðið er upplagt að skoða kálfakjötið frá Norðtungu, grísafille frá Litla búgarðinum eða vænu lambalærin frá Árdal... skoðið úrvalið á Matlandsvefnum. Sjá tengil í athugasemdum.

Snitsel, snitsel, snitsel... góð stemning og gott bragð. Sjá úrvalið í athugasemdum.👇
05/01/2026

Snitsel, snitsel, snitsel... góð stemning og gott bragð. Sjá úrvalið í athugasemdum.👇

Ertu að sigla inn í ketó-mataræði á nýju ári? Matland býður upp á ketóhakk með 20-25% fituinnihaldi. Eigum líka brisketb...
05/01/2026

Ertu að sigla inn í ketó-mataræði á nýju ári? Matland býður upp á ketóhakk með 20-25% fituinnihaldi. Eigum líka brisketborgara með sömu fituprósentu. Kjöt sem bragð er af og orkan er engu lík. Sjá nánari upplýsingar í athugasemdum.

Við eigum von á sendingu frá Drangsnesi á mánudag; vinsæli saltfiskurinn í 2 kg pokunum. Þetta er hástökkvarinn í eldhús...
05/01/2026

Við eigum von á sendingu frá Drangsnesi á mánudag; vinsæli saltfiskurinn í 2 kg pokunum. Þetta er hástökkvarinn í eldhúsinu á síðasta ári. Frábær gæði og gott verð. Sjá nánar í athugasemdum.

Samstarfsaðilar okkar hjá Pikkoló bjóða nú viðskiptavinum sínum að kaupa staka grænmetiskassa Matlands í gegnum sinn vef...
04/01/2026

Samstarfsaðilar okkar hjá Pikkoló bjóða nú viðskiptavinum sínum að kaupa staka grænmetiskassa Matlands í gegnum sinn vef og sækja á afhendingarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Slóðin er verslun.pikkolo.is og pöntunarfrestur til miðnættis alla sunnudaga.

Á vef Pikkoló má jafnframt kaupa fjölbreyttar matvörur frá hinum ýmsu söluaðilum.

Meginmarkmið Pikkoló er að hjálpa fólki að nálgast fjölbreyttar og ferskar mat- og dagvörur í nærumhverfi sínu með einföldum, ódýrum og umhverfisvænum hætti.

Ágætu viðskiptavinir - eftir hátíðarnar er okkur ljúft og skylt að kynna nýjan grænmetiskassa. Þar gætir ýmissa grasa í ...
03/01/2026

Ágætu viðskiptavinir - eftir hátíðarnar er okkur ljúft og skylt að kynna nýjan grænmetiskassa. Þar gætir ýmissa grasa í eiginlegum skilningi. Njótum þess að fá ferskt grænmeti á nýju ári - alltaf breytilegt úrval. Grænmetiskassi #2 inniheldur:

- Lífrænar gulrætur frá Akri Organic, 500 g
- Krispísalat frá Lambhaga, 1 askja
- Flúðasveppir frá Flúðum, stórir, 2-3 stk.
- Smátómatar frá Sólskins, 1 baukur, 200 g
- Rósasalat frá Hveratúni, 1 haus
- Paprika frá Garðyrkjuskólanum, 1 stk.
- Helgu-kartöflur frá Seljavöllum, 1 kg
- Tómatar frá Friðheimum, 5 stk.
- Gúrka frá Gufuhlíð, 1 stk.

Skráið ykkur í áskrift á Matlandsvefnum eða prófið að kaupa stakan kassa. Hollusta og æskufjör í einum kassa.

Address

Hrísateigur 47
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3548623412

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Matland posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Matland:

Share