Krossgötur

Krossgötur Krossgötur eru vefmiðill Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir fjallar um skoðanakannanir, siðferðileg álitamál þeim tengd og tvíþætt hlutverk þeirra: "Þæ...
06/11/2024

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir fjallar um skoðanakannanir, siðferðileg álitamál þeim tengd og tvíþætt hlutverk þeirra: "Þær veita stjórnmálaflokkum mikilvægar upplýsingar um vilja kjósenda og gefa þeim tækifæri til að móta stefnu sem endurspeglar breyttar aðstæður og nýjar áherslur. Á sama tíma gefa þær almenningi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á pólitískar ákvarðanir."

Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir ...

"Það er ótrúlegt en satt að nú hefur þjónustan Archive.org, sem hefur verið til síðan 1994, hætt að skrásetja allt efni ...
02/11/2024

"Það er ótrúlegt en satt að nú hefur þjónustan Archive.org, sem hefur verið til síðan 1994, hætt að skrásetja allt efni á vefnum" segja Jeffrey Tucker og Debbie Lerman í nýrri grein í Brownstone Journal. "Í fyrsta skipti í 30 ár hefur nú liðið langur tími, — allt frá 8.–10. október — án þess að þessi þjónusta hafi afritað efni á netinu í rauntíma."
https://krossgotur.is/i-thessum-toludu-ordum-er-verid-ad-endurskrifa-soguna-a-netinu/

Það er ótrúlegt en satt að nú hefur þjónustan Archive.org, sem hefur verið til síðan 1994, hætt að skrásetja allt efni á vefnum. Í fyrsta skipti í 30 ár hefur nú liðið langur tími, — allt frá 8.–10. október — án þess að þessi þjónusta hafi afritað efni á netinu ...

Starfsemi Archive.org hefur ekki getað afritað upplýsingar á veraldarvefnum eftir netárás í byrjun október. “Með öðrum o...
02/11/2024

Starfsemi Archive.org hefur ekki getað afritað upplýsingar á veraldarvefnum eftir netárás í byrjun október.

“Með öðrum orðum, eini miðillinn á öllum veraldarvefnum sem afritar efni í rauntíma hefur verið óvirkjaður. Í fyrsta skipti síðan vefvafrinn sjálfur var fundinn upp hafa rannsakendur verið sviptir getu til að bera saman efni í fortíð og framtíð, sem er nauðsynlegt þeim sem skoða athafnir stjórnvalda og fyrirtækja.”

https://krossgotur.is/i-thessum-toludu-ordum-er-verid-ad-endurskrifa-soguna-a-netinu/

Það er ótrúlegt en satt að nú hefur þjónustan Archive.org, sem hefur verið til síðan 1994, hætt að skrásetja allt efni á vefnum. Í fyrsta skipti í 30 ár hefur nú liðið langur tími, — allt frá 8.–10. október — án þess að þessi þjónusta hafi afritað efni á netinu ...

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir bendir á hvernig tæknin gæti misnotað mannlega eiginleika, eins og samkennd notenda, til þe...
30/10/2024

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir bendir á hvernig tæknin gæti misnotað mannlega eiginleika, eins og samkennd notenda, til þess að hámarka virkni á samfélagsmiðlum:

„Samfélagsmiðlar, til dæmis, nýta sér reiknirit sem eru hönnuð til að hámarka þátttöku notenda með því að ýta undir tilfinningaleg viðbrögð. Þetta hefur leitt til áhyggjuefna um hvernig þessi tækni getur haft neikvæð áhrif á sálræna heilsu, sérstaklega hjá ungu fólki. Að sama skapi, ef samúðarvopn væru þróuð, myndi það skapa svipuð siðferðileg álitaefni, þar sem við værum að stjórna tilfinningum fólks á grundvelli tæknilegra ákvarðana frekar en mannlegrar dómgreindar.“

En er hægt að vopnvæða samkennd án þess að skemma raunverulegan kjarna hennar? Getur tilfinning, sem er svo djúpstæð og mikilvæg fyrir mannlega tengingu, verið notuð í hernaðarlegum tilgangi án þess að glata gildi sínu?

"Gervigreind er ein merkasta uppfinning mannkynsins og þessi uppfinning grundvallast á hæfni okkar til að hugsa gagnrýni...
26/10/2024

"Gervigreind er ein merkasta uppfinning mannkynsins og þessi uppfinning grundvallast á hæfni okkar til að hugsa gagnrýnið, sjálfstætt og skapandi. Tilhneigingin til að auðvelda okkur lífið og hin stöðuga krafa um aukna skilvirkni má ekki leiða til þess að við glötum þessari hæfni."

Með tilkomu spunagreindar á borð við ChatGPT hefur gervigreindartækni tekið risastökk fram á við og notkun hennar vex hratt. Hefðbundin gervigreind getur greint gögn, reiknað og gert flóknar spár. En spunagreindin hefur náð valdi á tungumálinu, getur skilið texta og bætt við han...

Geir Ágústsson veltir fyrir sér hvort hægt sé að verja rógburð í nafni málfrelsis á Krossgötum í dag. „Kannski er kominn...
23/10/2024

Geir Ágústsson veltir fyrir sér hvort hægt sé að verja rógburð í nafni málfrelsis á Krossgötum í dag.

„Kannski er kominn tími til að leyfa rógburð og mannorðsárásir, afleiðingalaust. Slíkt fellur hvort eð er yfirleitt bara í frjósaman jarðveg ef ásökunin hefur meira að bak við sig en illkvittinn huga.

Kannski er kominn tími til að leyfa rógburð og mannorðsárásir, afleiðingalaust. Slíkt fellur hvort eð er yfirleitt bara í frjósaman jarðveg ef ásökunin hefur meira að bak við sig en illkvittinn huga. Undantekningar frá þessu finnast vissulega í sögunni, en þá hefur atbeini stj...

"Þessi bönd – æðstu stjórnar ríkisins og sóttvarnaraðgerðanna – geta orðið mjög sterk hér á landi, til dæmis ef Alma ver...
20/10/2024

"Þessi bönd – æðstu stjórnar ríkisins og sóttvarnaraðgerðanna – geta orðið mjög sterk hér á landi, til dæmis ef Alma verður heilbrigðisráðherra (æðsti yfirmaður eigin gerða í faraldrinum) og Víðir verður dómsmálaráðherra (líka æðsti yfirmaður eigin gerða í faraldrinum)" segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur á Krossgötum í dag, þar sem hann fjallar um væntanlegt þingframboð þeirra sem ábyrgð bera á afleiðingum kóvítaðgerðanna.

Munum að dánartíðni af völdum sjálfsmorða einna er gríðarlega há núna hjá kynslóðinni sem missti af framhaldsskólanámi í lokununum – en ekki var valið að verja þá sem ungir voru, heldur þá sem voru gamlir og svo hraklegir að heilsu að þeir þoldu ekki faraldurinn – og ....

"Er blaðamaður að ljúga þegar hann talar við lygara og greinir frá staðhæfingum þeirra án þess að tilgreina að þær séu l...
16/10/2024

"Er blaðamaður að ljúga þegar hann talar við lygara og greinir frá staðhæfingum þeirra án þess að tilgreina að þær séu líklega lygar? Við gætum ekki sagt að blaðamaðurinn sé beinlínis að ljúga, en hann er samt ekki sannsögull" segir Daniel Klein á Krossgötum í dag.
"Ósannsögli er persónueinkenni. „Jafnvel alræmdasti lygari segir sannleikann að minnsta kosti tuttugu sinnum fyrir hvert skipti sem hann lýgur af ásetningi og alvöru“ segir Adam Smith. Sá ósannsögli er ekki hættulegur vegna þess að allt sem hann segir er ósatt, heldur vegna þess að ekki er hægt að treysta á hann þegar það skiptir mestu máli að hann segi satt.

Við sjáum stundum merki um óheilindi í málflutningi. Eitt merkið um hana eru auðvitað ósannar staðhæfingar. Stundum þekkir maður málavexti, og staðhæfingin samræmist þeim ekki. Þá kann að vakna grunur um að sá sem talar segi ósatt.

„Vill einhver hlusta á falskan kór?“ spyr Svala Ásdísardóttir í hugleiðingu um málfrelsi og þöggun á Krossgötum í dag.„Þ...
12/10/2024

„Vill einhver hlusta á falskan kór?“ spyr Svala Ásdísardóttir í hugleiðingu um málfrelsi og þöggun á Krossgötum í dag.

„Því þegar á botninn er hvolft er söngur raddbeiting, líkt og tal. Söngur er tjáning, líkt og orðræða. Hægt er að miðla sannleika og samhljóm í báðum tilvikum, eða öfugt.

Einhverjum kann að finnast þetta ólýðræðislegt og brot á athafnafrelsi fólks sem vill fá að syngja í kór þrátt fyrir að geta ekki sungið. Kannski er eitthvað fasistalegt við það að fara í sérstaka söngprufu til að skera úr um það hvort viðkomandi geti sungið eða ekki ...

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir leikur sér að nýstárlegum nýyrðum til að lýsa því hvernig orðræðu er stýrt í auknum mæli í ...
09/10/2024

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir leikur sér að nýstárlegum nýyrðum til að lýsa því hvernig orðræðu er stýrt í auknum mæli í dag:

“Þessi þrjú hugtök – hólfræði, hliðræði og sníðræði – spila lykilhlutverk í því að móta hvernig lýðræði virkar í dag. Í stað þess að bjóða upp á jafnt aðgengi að fjölbreyttum upplýsingum takmarka þessi fyrirbæri upplýsingaflæði til borgaranna, sem hefur bein áhrif á lýðræðislega þátttöku.”

Þessi þrjú hugtök – hólfræði, hliðræði og sníðræði – spila lykilhlutverk í því að móta hvernig lýðræði virkar í dag. Í stað þess að bjóða upp á jafnt aðgengi að fjölbreyttum upplýsingum takmarka þessi fyrirbæri upplýsingaflæði til borgaranna, sem hefur bei...

Þorsteinn Siglaugsson er með neglu í dag á Krossgötum:„En nú sjáum við sífellt fleiri lýsa efasemdum um gildi tjáningarf...
05/10/2024

Þorsteinn Siglaugsson er með neglu í dag á Krossgötum:

„En nú sjáum við sífellt fleiri lýsa efasemdum um gildi tjáningarfrelsisins. Í nýjustu bók sinni, Nexus, fjallar ísraelski sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari um tjáningarfrelsið og leitast við að hafna þeirri skoðun, sem lengi hefur verið almennt viðurkennd, að tilkoma prentlistarinnar og það prentfrelsi sem henni fylgdi hafi verið lykilforsenda vísindabyltingarinnar sem hófst með Upplýsingarstefnunni. Hann gengur jafnvel svo langt að staðhæfa að galdrafárið hafi átt rót í prentfrelsinu og tekur útbreiðslu Nornahamarsins (Malleus Maleficorum), sem var grunnrit galdraofsóknamanna sem dæmi um þetta.“

Við sjáum nánast daglega slík dæmi um að fjölmiðlum sé bannað að starfa, frelsi blaðamanna skert og þeir drepnir við störf sín, fólk dæmt í fangelsi fyrir að tjá skoðanir sínar. Það grunngildi sem tjáningarfrelsið hefur löngum verið er á hröðu undanhaldi. Það að al...

Grafalvarlegar staðreyndir blasa við og þúsundir íslenskra einstaklinga og fjölskyldna eiga um sárt að binda en samt er ...
02/10/2024

Grafalvarlegar staðreyndir blasa við og þúsundir íslenskra einstaklinga og fjölskyldna eiga um sárt að binda en samt er engin umræða í fjölmiðlum og stjörnvöld láta sem að vandamálið sé ekki til staðar. Þögnin er ærandi!

Grein dagsins á Krossgötur, eftir þá Helga Örn Viggósson og Þorgeir Eyjólfsson, fjallar um þetta:

Lítið lát er á dauðsföllum og ljóst er að langtímaskaði Covid-19 mRNA bóluefnanna er meiri en svartsýnustu menn óttuðust. Að stinga höfðinu í sandinn og draga úr eða tefja  upplýsingagjöf um fjölda látinna er ekki neinum til gagns og hjálpar ekki sköðuðum. Mikilvægt er ...

Svona á þöggun sér stað, skrifar Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni, en færslu hans var eytt eftir að hann vakti athygl...
28/09/2024

Svona á þöggun sér stað, skrifar Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni, en færslu hans var eytt eftir að hann vakti athygli á viðburðinum sem á sér stað í Safnahúsinu á Hverfisgötu kl. 12 í dag. Félagið Málfrelsi aðstoðar að sjálfsögðu við að auglýsa viðburðinn enn fremur í ljósi þöggunarinnar en hér er á ferðinni einstakt tækifæri sem áhugamenn um mannréttindi ættu ekki að láta framhjá sér fara. Fyrrum sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er staddur á Íslandi og verður með fyrirlestur í dag. Hlekkur í athugasemd.

“Klukkan 12 á hádegi heldur Alfred de Zayas fyrirlestur í Safnahúsinu/Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem hann ræðir stöðuna í alþjóðmálum og þá hvort alþjóðakerfið eigi sér viðreisnar von. Alfred de Zayas sem hefur reynslu úr innsta hring Sameinuðu þjóðanna telur svo vera en margt þurfi að breytast!
Alfred de Zayas er ekki maður lognmollunnar, óhræddur að halda fram sjónarmiðum sínum jafnvel þegar þau ganga þvert á meginstrauminn.”

Við birtum í dag grein eftir Ögmund Jónasson, fyrrum Innanríkisráðherra Íslands, en fáir stjórnmálamenn í sögu landsins ...
28/09/2024

Við birtum í dag grein eftir Ögmund Jónasson, fyrrum Innanríkisráðherra Íslands, en fáir stjórnmálamenn í sögu landsins hafa beitt sér jafn ötullega fyrir málfrelsi og mannréttindum, nú sem fyrr.

“Um helgina sótti ég fund fólks sem beitir sér í þágu málfrelsis og gegn hvers kyns þöggun. Þessi hópur sem orðinn er allstór stendur að stofnun sem við köllum á ensku Institute for the Public Interest, skammstafað IPI. Á íslensku væri heitið Stofnun í þágu almannahags. Upphaflega spratt þetta samstarf úr baráttu fyrir frelsun Julian Assange en jafnframt var horft til allra átta og sjónum beint að einstaklingum sem hafa sætt ofsóknum fyrir að segja sannleikann um stríðsglæpi og pyntingar.”

Um helgina sótti ég fund fólks sem beitir sér í þágu málfrelsis og gegn hvers kyns þöggun. Þessi hópur sem orðinn er allstór stendur að stofnun sem við köllum á ensku Institute for the Public Interest, skammstafað IPI. Á íslensku væri heitið Stofnun í þágu almannahags. Upph...

Næstkomandi laugardag klukkan 12 á hádegi heldur Alfred de Zayas fyrirlestur í Safnahúsinu/Þjóðmenningarhúsinu við Hverf...
26/09/2024

Næstkomandi laugardag klukkan 12 á hádegi heldur Alfred de Zayas fyrirlestur í Safnahúsinu/Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem hann ræðir stöðuna í alþjóðmálum og þá hvort alþjóðakerfið eigi sér viðreisnar von. Alfred de Zayas sem hefur reynslu úr innsta hring Sameinuðu þjóðanna telur svo vera en margt þurfi að breytast!
Sjá nánar hér:

... Í stuttu máli má segja það til upplýsingar um Alfred de Zayas að hann er prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf. Áður starfaði hann m.a. sem óh

"Með tilkomu sjálfvirkra kerfa, gervigreindar og annarra tæknilausna er ljóst að menntakerfi framtíðarinnar verður mjög ...
25/09/2024

"Með tilkomu sjálfvirkra kerfa, gervigreindar og annarra tæknilausna er ljóst að menntakerfi framtíðarinnar verður mjög ólíkt því sem við þekkjum í dag. Sjálfvirkni getur hjálpað nemendum að læra hraðar og kennurum að ná til fleiri nemenda. En það sem er í húfi er meira en bara aukin skilvirkni – það er mannlegi þátturinn.

Ef við leyfum tækninni að taka yfir án þess að varðveita gildi eins og samkennd, innsæi og mannlega dómgreind, gætum við glatað því sem gerir menntun einstaka."

Á Krossgötum í dag fjallar Halldóra Lilja Jóhannsdóttir, lögfræðingur, um þær hættur sem steðja að menntun vegna gervigreindar og hvernig mögulega megi sneiða hjá þeim.

Hlekkur á greinina er í athugasemdum hér að neðan.

Í þessari grein bendir Guðlaugur Bragason, heimspekingur á hversu auðvelt sé að bendla vel meinandi manneskju við „stýrð...
21/09/2024

Í þessari grein bendir Guðlaugur Bragason, heimspekingur á hversu auðvelt sé að bendla vel meinandi manneskju við „stýrða andstöðu“ og hvernig slíkar ásakanir geta grafið undan hópnum í heild.

„Á sama hátt gætu hugmyndir og áherslur þess efnis að jörðin sé flöt allt eins verið til þess fallnar að fá fólk með efasemdir um Covid sprauturnar til að fallast á ranga hugmynd um lögun jarðarinnar. Markmiðið gæti þá verið að grafa undan trúverðugleika þess þegar kemur að sprautunum. Þannig væri þetta sama fólk í raun sjálft orðið stýrð andstaða þar sem róttækar hugmyndir þeirra um lögun jarðarinnar myndu grafa undan trúverðugleika allra sem deila sömu hugmyndum og þau hvað varðar sprauturnar.“

Það kaldhæðnislega við þetta allt saman er að eftir yfirlestur þessarar greinar þá skil ég vel að einhver telji þessa grein vera málgagn stýrðrar andstöðu. Ég veit ekki hvernig ég get afsannað þann grun enda gæti ég verið stýrð andstaða án þess að vita af því.

Address

Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Krossgötur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Krossgötur:

Videos

Share

Nearby media companies


Other News & Media Websites in Reykjavík

Show All