Krossgötur

Krossgötur Krossgötur eru vefmiðill Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

"Þeim liggur mikið á, varðhundum kerfisins, þegar frelsið er farið að ögra þeim" sagði Ellert B. Schram þegar embættisme...
08/02/2025

"Þeim liggur mikið á, varðhundum kerfisins, þegar frelsið er farið að ögra þeim" sagði Ellert B. Schram þegar embættismenn mættu til að loka frjálsu útvarpsstöðinni Fréttaútvarpinu sem hann og fleiri stóðu að í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984. Arnar Þór Jónsson fjallar hér um þessa sögu og setur í samhengi við afskipti bandarískra stjórnvalda af fjölmiðlun víða um heim.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um að stuðla að lýðræði endurspeglar fjármögnun þess á fjölmiðlum í raun áróðursaðferðir kalda stríðsins. Í stað þess að standa vörð um raunverulega fjölmiðlafrelsi virkar USAID sem tæki bandarískrar valdapólitíkur, þar sem fjármögnun b...

Athyglisverð grein eftir sænska blaðamanninn Per Daniel Shapiro:„Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-ve...
02/02/2025

Athyglisverð grein eftir sænska blaðamanninn Per Daniel Shapiro:

„Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-verkefnið – stærstu fjárfestingu nokkru sinni í gervigreind og snjallinnviðum – hefðu þessir stuðningsmenn eflaust mótmælt harðlega og kallað það tilraun til að innleiða samfélag Orwells í 1984. En þegar það er Trump sem er við stjórnvölinn á tæknikratíska skipinu eru skyndilega engin andmæli. Trúarsöfnuður Trump eru tilbúnir í að fara gegn grunngildum sínum til að réttlæta hverja ákvörðun sem nú kemur frá Washington.“

Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-verkefnið – stærstu fjárfestingu nokkru sinni í gervigreind og snjallinnviðum – hefðu þessir stuðningsmenn eflaust mótmælt harðlega og kallað það tilraun til að innleiða samfélag Orwells í 1984. En þegar það er Trump s...

Þorsteinn Siglaugsson tekur fyrir gott dæmi um misbeitingu á staðreyndavöktun, “fact check”, sem skekkir upplýsingaflæði...
29/01/2025

Þorsteinn Siglaugsson tekur fyrir gott dæmi um misbeitingu á staðreyndavöktun, “fact check”, sem skekkir upplýsingaflæði til notenda á samfélagsmiðlum með aðstoð algóritma. Einokunarstaða risafyrirtækja séu áhyggjuefni þegar þau eru farin að stýra umræðunni og móta almenningsálitið.

“Þetta er eftir sem áður ein stærsta ógnin við tjáningarfrelsið sem við stöndum frammi fyrir. Því tjáningarfrelsið er ekki aðeins frelsi til að tjá eigin skoðanir, það krefst nefnilega einnig upplýsingafrelsis, möguleikans á að afla sér upplýsinga og vega þær og meta með gagnrýna hugsun að vopni. Það krefst þess líka að þær skoðanir sem við myndum okkur séu í raun og veru okkar eigin.

Það er hins vegar áfram stórt áhyggjuefni hvernig risafyrirtæki sem njóta náttúrulegrar einokunarstöðu hafa tök á að stýra umræðunni, stjórna því hvort og hvernig efni hefðbundinna fréttamiðla er komið á framfæri, draga notendur inn í bergmálshella og móta afstöðu þei...

"Því er haldið fram að stafrænir vettvangar í dag, svo sem samfélagsmiðlar og streymisþjónustur, séu flókin verkfæri fyr...
26/01/2025

"Því er haldið fram að stafrænir vettvangar í dag, svo sem samfélagsmiðlar og streymisþjónustur, séu flókin verkfæri fyrir fjöldamanipúleringu eða múgsefjun. Notast er við sálfræðileg prinsipp sem stjórnunartækni sem hefur verið í þróun sl. öld. Þessir vettvangar nota gögn og reiknirit til að hafa áhrif á hegðun á óbeinan hátt, menningarlega mótun og halda andmælum í skefjum."

Tímamótagrein var birt á Brownstone Institute á dögunum. Svala Ásdísardóttir, formaður félagsins Málfrelsi, fer yfir helstu atriðin sem standa upp úr í greininni en þar eru margir sameiginlegir fletir líkt og þeir sem komu fram í erindi Svölu á málþingi í Þjóðminjasafninu þann 11. janúar sl.

https://krossgotur.is/hvernig-almennri-vitund-er-styrt-a-upplysingaold/

Geir Ágústsson:“Nú þegar er búið að bjarga manninum sem fjármagnaði sköpun á veiru, og varð moldríkur sem opinber starfs...
22/01/2025

Geir Ágústsson:

“Nú þegar er búið að bjarga manninum sem fjármagnaði sköpun á veiru, og varð moldríkur sem opinber starfsmaður, frá því að svo mikið sem svara fyrir verk sín er ekkert víst að neitt traust sé eftir. Það er á slíkum tímum að varðstaðan fyrir málfrelsi hefur sjaldan verið mikilvægari. Að það þurfi að segja hátt og skýrt að keisarinn sé nakinn, ef undan er skilinn peningapokinn sem hann heldur á til að hylja klofið.”

Nú þegar er búið að bjarga manninum sem fjármagnaði sköpun á veiru, og varð moldríkur sem opinber starfsmaður, frá því að svo mikið sem svara fyrir verk sín er ekkert víst að neitt traust sé eftir.

Einkunarorð Félagsins Málfrelsi, eru samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Félagið stendur vörð um ...
18/01/2025

Einkunarorð Félagsins Málfrelsi, eru samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Félagið stendur vörð um málfrelsið og aðrar grunnstoðir lýðræðisríkja þar sem mannréttindi fá að njóta sín. Umfjöllunarefnin á Krossgötum hverfast í kringum þessi gildi.

Við birtum líka efni úr ýmsum áttum og tökum við aðsendu efni sem fer fyrir ritnefnd miðilsins.

Hægt er að skrá sig í samtökin og styðja þannig starfið sem er unnið í sjálfboðarvinnu. Hægt er að taka þátt í samtökunum með því að bjóða sig fram í störf félagsins, svo sem stjórnarstörf eða ritnefnd Krossgatna.

Hlekkur á grein í athugasemd.

„En nú er svo við komið að sjálfur forstjóri META-samsteypunnar, Zuckerberg eða Sykurbergur eins og við segjum stundum, ...
18/01/2025

„En nú er svo við komið að sjálfur forstjóri META-samsteypunnar, Zuckerberg eða Sykurbergur eins og við segjum stundum, kemur sjálfur með yfirlýsingu sem staðfestir þessa stórfelldu ritskoðun sem hefur verið að eiga sér stað undanfarin ár. Hann fór í viðtal á dögunum hjá stærsta hlaðvarpsþáttamanni Bandaríkjamanna, Joe Rogan, og viðurkenndi þar að ríkisstjórn Bidens hafi þrýst á Facebook um að ritskoða færslur um aukaverkanir bóluefna. Það átti að fjarlægja í grundvallaratriðum allt sem ýjaði að því að bóluefnin væru með aukaverkanir.“

Krossgötur.is eru ritmiðill samtakanna Málfrelsi og þar höfum við í ritnefnd skrifað greinar reglulega sl. 2,5 ár, ásamt því að halda viðburði og taka þátt í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á okkur í viðtöl, skrifa skoðanagreinar á helstu fréttamiðlum lan...

Það er vindur í seglum umræðunnar um tjáningarfrelsi og gagnrýna blaðamennsku eftir afstaðinn viðburð félagsins Málfrels...
15/01/2025

Það er vindur í seglum umræðunnar um tjáningarfrelsi og gagnrýna blaðamennsku eftir afstaðinn viðburð félagsins Málfrelsi, með yfirskriftinni „Fréttamennska framtíðarinnar - stefnumótandi afl eða gagnrýnin upplýsingamiðlun.“

Ræðumenn komu úr eins ólíkum áttum og hugsast getur og gáfu hver og einn sitt álit á starfsháttum stéttar sem glímir við bæði ógnir og áskoranir sem aldrei fyrr.

Viðburðinn má sjá í fullri lengd í greininni.

Málþing félagsins Málfrelsi, með yfirskriftinni „Framtíð blaðamennskunnar – stefnumótandi afl eða gagnrýnin upplýsingamiðlun“, var haldið í lestrarsal Þjóðminjasafnsins þann 11. janúar sl.  Svala Ásdísardóttir, formaður félagsins Málfrelsi og ritstjóri Krossgatna á...

Ekki missa af þessum viðburði í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 14:00. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, Birgir Gu...
11/01/2025

Ekki missa af þessum viðburði í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 14:00. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, Birgir Guðmundsson, prófessor í stjórnmála- og fjölmiðlafræði og Tjörvi Schiöth, sagnfræðingur, verða með erindi. Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson, fyrrum blaðamaður, og Svala Ásdísardóttir setur fundinn fyrir hönd Félagið Málfrelsi. Fundurinn er opinn og aðgangseyrir enginn.

https://www.dv.is/eyjan/2025/1/10/opinn-fundur-um-tjaningarfrelsi-og-framtid-frettamennsku/?fbclid=IwY2xjawHvKMZleHRuA2FlbQIxMAABHSd8b0S52G12EEJGsAGWUSVy-_mu7oTt67T8xcnosUM4aLAZHWIHouBoDw_aem_YSRQEos0N8Nz0kDpLIIStw

Félagið Málfrelsi boðar til opins fundar í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu næstkomandi laugardag 11. janúar klukkan 14. Þar fjallar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um baráttu samtakanna fyrir frjálsum fréttaflutningi. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur og Tjö...

Félagið Málfrelsi boðar til opins fundar í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu næstkomandi laugardag 11. janúar klukkan ...
09/01/2025

Félagið Málfrelsi boðar til opins fundar í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu næstkomandi laugardag 11. janúar klukkan 14.
HVER ER FRAMTÍÐ FRÉTTAMENNSKU?
- stefnumótandi afl eða gagnrýnin upplýsingamiðlun?

Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis setur fundinn.
Kristinn Hrafnsson fjallar um baráttu Julian Assange og Wikileaks og áhrifin á fréttamennsku til framtíðar.
Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðla- og stjórnmálafræði veltir því upp hvert stefni í fjölmiðlun og fréttaflutningi, hvort búast megi við aukinni einsleitni og ritskoðun eða hvort sé að vænta meiri fjölbreytni og opnari umræðu; hvort samfélagið sé að verða gagnrýnna eða áhugalausara.
Tjörvi Schiöth, sagnfræðingur, fjallar um gagnrýna stríðsumfjöllun.
Pallborðsumræður verða í lokin.
Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson, fyrrum fréttamaður.
Áætlað er að fundurinn standi í hálfan annan tíma en honum lýkur í síðasta lagi kl. 16.

Félagið Málfrelsi og ritmiðillinn www.krossgotur.is standa fyrir viðburðinum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir enginn.

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta hefur loks viðurkennt miskunnarlausa ritskoðun fyrirtækisins á undanförnum árum og náið ...
08/01/2025

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta hefur loks viðurkennt miskunnarlausa ritskoðun fyrirtækisins á undanförnum árum og náið samstarf við stjórnvöld um að þagga niður óþægilegar raddir. Allt frá árinu 2020 hefur Brownstone Institute verið áberandi í gagnrýni á ákvarðanir og ráðstafanir stjórnvalda og hér fjalla Jeffrey Tucker, forseti stofnunarinnar, og Josh Stylmann um tjónið sem framferði fyrirtækisins olli - og sem aldrei verður bætt.

Jafnvel persónuleg reynsla var stimpluð sem „rangupplýsingar“ ef hún stóðst ekki kröfur trúboðanna – og þetta náði fáránlegu stigi þegar umræða um ritskoðunina sjálfa varð tilefni ritskoðunar.

Óskum félagsmönnum Málfrelsis og lesendum Krossgatna Gleðilegrar jólahátíðar. Megi ljós og friður umlykja ykkur yfir hát...
24/12/2024

Óskum félagsmönnum Málfrelsis og lesendum Krossgatna Gleðilegrar jólahátíðar. Megi ljós og friður umlykja ykkur yfir hátíðarnar. Sjáumst hress á nýju ári.

"En ungt fólk er miklu meira en vélar sem vinna úr upplýsingum. Ungt fólk leitar æðri veruleika, upplifana og uppgötvana...
21/12/2024

"En ungt fólk er miklu meira en vélar sem vinna úr upplýsingum. Ungt fólk leitar æðri veruleika, upplifana og uppgötvana sem hjálpa því að rísa yfir hversdagsleikann. Þetta er ástæðan fyrir því að ungmenni taka gjarna svo mikla áhættu í lífi sínu. Og þess vegna leita þau einnig, oft án þess að geta viðurkennt það, að fullorðnu fólki sem býr yfir því sem þau sjálf skortir enn; skilning á eigin styrk, einstaklingseinkennum, hæfileikum og seiglu."
Þetta segir Thomas Harrington í grein um stöðu menntunar á Krossgötum í dag.

Í aldanna rás hafa heimspekingar talað um hvernig kennsla og nám einkennast af viðleitni til að efla andann. En við höfum gleymt þessu, drifin áfram af menningu sem hefur skipt út dýrkun hins andlega fyrir dýrkun hins vélræna, sem hefur valdið þeirri tilhneigingu að líta á nemend...

„Árið 2011 sendi Obama NATO inn í Líbýu, sem leiddi til 13 ára langs stríðs þar í landi, til viðbótar við allt hitt. En ...
18/12/2024

„Árið 2011 sendi Obama NATO inn í Líbýu, sem leiddi til 13 ára langs stríðs þar í landi, til viðbótar við allt hitt. En stærsta skotmarkið sem enn er eftir [“the big prize”], sem Netanjahú þráir að komast í stríð við, það er Íran, og núna beitir hann öllum ráðum til að reyna að draga Bandaríkin í stríð við Íran. Staðan er s*x af sjö. Eitt eftir.“

Jeffrey Sachs er heimsþekktur efnahagsráðgjafi og samfélagsrýnir á alþjóðavettvangi og var í viðtali á dögunum. Það birtist hér í íslenskri þýðingu.

Árið 2011 sendi Obama NATO inn í Líbýu, sem leiddi til 13 ára langs stríðs þar í landi, til viðbótar við allt hitt. En stærsta skotmarkið sem enn er eftir [“the big prize”], sem Netanjahú þráir að komast í stríð við, það er Íran, og núna beitir hann öllum ráðum til ...

"Snemma árs 2021 áætlaði Human Rights Watch að að minnsta kosti 83 ríkisstjórnir um heim allan hefðu notað Covid-19 fara...
14/12/2024

"Snemma árs 2021 áætlaði Human Rights Watch að að minnsta kosti 83 ríkisstjórnir um heim allan hefðu notað Covid-19 faraldurinn til að brjóta gegn lögmætri tjáningu og friðsömum mótmælum" segir Gabrielle Bauer á Krossgötum í dag.

Við getum ekki útrýmt persónulegu frelsi úr lýðræðissamfélaginu, jafnvel ekki í þágu „almannahagsmuna,“ án þess að eitra fyrir rótum lýðræðisins sjálfs.

Eftir tveggja ára rannsókn hefur sérstök nefnd Bandaríkjaþings um COVID-19 faraldurinn birt lokaskýrslu sína undir heiti...
11/12/2024

Eftir tveggja ára rannsókn hefur sérstök nefnd Bandaríkjaþings um COVID-19 faraldurinn birt lokaskýrslu sína undir heitinu „Endurskoðun aðgerða í COVID-19 faraldrinum: Lærdómar og leiðin fram á við“. ... Skýrslan er alvarlegur áfellisdómur yfir vinnubrögðum lýðheilsustofnana, stefnumörkun yfirvalda og sýnir glöggt tjónið sem valdið var.

Sóttvarnaráðstafanir á borð við lokanir og grímuskyldu reyndust í mörgum tilvikum byggðar á ótraustum vísindum. Samkvæmt skýrslunni var tillagan um að halda 6 feta fjarlægð tilviljanakennd og án vísindalegrar undirstöðu. Grímuskylda, sem átti að verja almenning gegn smiti, v...

Á Krossgötum í dag fjallar Björn Leví Gunnarsson um hvernig fyrirframgefnar hugmyndir rýra getu fólks til að grundvalla ...
07/12/2024

Á Krossgötum í dag fjallar Björn Leví Gunnarsson um hvernig fyrirframgefnar hugmyndir rýra getu fólks til að grundvalla skoðanir sínar á gögnum: "Í stuttu máli sagt: Fólkið sem sá að kremið virkaði ekki á út­brot­in sá ekki að strang­ari vopna­lög­gjöf virkaði ekki á glæpatíðni, ef það hélt að strang­ari vopna­lög­gjöf ætti að virka á glæpatíðni. Póli­tísk hlut­drægni skyggði þeim sýn á gögn­in."

https://krossgotur.is/gafada-folkinu-gengur-illa/

Address

Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Krossgötur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Krossgötur:

Videos

Share