06/11/2024
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir fjallar um skoðanakannanir, siðferðileg álitamál þeim tengd og tvíþætt hlutverk þeirra: "Þær veita stjórnmálaflokkum mikilvægar upplýsingar um vilja kjósenda og gefa þeim tækifæri til að móta stefnu sem endurspeglar breyttar aðstæður og nýjar áherslur. Á sama tíma gefa þær almenningi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á pólitískar ákvarðanir."
Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir ...