Krossgötur

Krossgötur Krossgötur eru vefmiðill Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

Nú nýverið var formaður Málfrelsis, Svala Magnea Ásdísardóttir í spjalli hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni. Sval...
07/09/2024

Nú nýverið var formaður Málfrelsis, Svala Magnea Ásdísardóttir í spjalli hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni. Svala ræðir hér m.a. um þöggunina og frelsisskerðingarnar sem nutu víðtæks stuðnings þegar veiruhræðslan heltók samfélagið og hvernig fjölmiðlar brugðust í því hlutverki sínu að leita staðreynda og ýta undir gagnrýna umræðu.
Það er kannski tímanna tákn að færsla hér á síðunni um viðtalið sem birt var á Krossgötum í morgun hefur nú verið fjarlægð í tvígang af FB með óljósum vísunum í "community standards".
Hlekkur á það fær vonandi að standa í athugasemd.

"Við lærðum ýmislegt á tímum heimsfaraldurs, meðal annars að sannleikurinn er ekki endilega í fréttatímunum, kemur ekki ...
06/09/2024

"Við lærðum ýmislegt á tímum heimsfaraldurs, meðal annars að sannleikurinn er ekki endilega í fréttatímunum, kemur ekki endilega úr munni prófessora og lýðheilsufrömuða, er ekki endilega fyrsta forgangsatriði stjórnmála- og embættismanna, og ekki endilega það sem hljómar líklegast" segir Geir Ágústsson á Krossgötum í dag.

Við lærðum ýmislegt á tímum heimsfaraldurs, meðal annars að sannleikurinn er ekki endilega í fréttatímunum, kemur ekki endilega úr munni prófessora og lýðheilsufrömuða, er ekki endilega fyrsta forgangsatriði stjórnmála- og embættismanna, og ekki endilega það sem hljómar líkl...

"Þannig snýst gagnrýnin hugsun ekki aðeins um að sannreyna staðreyndir og hugsa rökrétt og af nákvæmni, heldur snýst hún...
04/09/2024

"Þannig snýst gagnrýnin hugsun ekki aðeins um að sannreyna staðreyndir og hugsa rökrétt og af nákvæmni, heldur snýst hún ekki síður um þá siðferðilegu afstöðu að kjósa að leita sannleikans og að hafa hugrekki til að viðurkenna að maður kunni að hafa rangt fyrir sér."
Þorsteinn Siglaugsson á Krossgötum í dag. Hlekkur í athugasemd.

Í þessari grein eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, tónlistakonu og teiknara, eru réttarhöld gegn ábyrgðarmönnum helfararinna...
03/09/2024

Í þessari grein eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, tónlistakonu og teiknara, eru réttarhöld gegn ábyrgðarmönnum helfararinnar rifjuð upp og skoðað hvernig ráðamenn afsökuðu illsku sína því þeir hefðu bara verið að fylgja fyrirmælum og vinna vinnuna sína. Þannig reyndu þeir að fría sig ábyrgð á fjöldamorðum á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni.

„Lágkúruleg illska nær utan um embættismannaillsku og skriffinnskuillsku, sem sagt þegar við notum kerfi, reglugerðir, vinnureglur eða lög til að réttlæta hvernig við komum fram við aðrar manneskjur.“

Heimspekingurinn Hannah Arendt skilgreindi fyrirbærið lágkúrulega illsku, sem er af öðrum meiði en sú djöfullega illska sem birtist okkur meðal annars í trúarbrögðum. Undir merkjum djöfullegu illskunnar eru kölski, illir andar, skrímsli, illmenni og allt sem talið er vera í eðli ...

Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, skrifar:„Svo má geta þess að 92% af kolefnispori Íslands kemur ekki frá heimi...
02/09/2024

Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, skrifar:

„Svo má geta þess að 92% af kolefnispori Íslands kemur ekki frá heimilunum heldur frá stóriðju, sjávarútvegi og millilandaflugi sem er aðallega notað af þeim sem ekki búa hér. Fiskurinn fer allur til að metta erlenda munna og álið í erlendar verksmiðjur. Kolefnissporið af þessu er því í raun ekki íslenskra heimila.“

Kolefnisspor íslensks heimilis er langtum minna en gerist í Evrópu. Hér eru hús lýst með raforku frá vatnsorkuverum og hituð með jarðvarma. Á meginlandinu er 80% af orkunotkun heimila jarðgas eða rafmagn frá gas- og kolaorkuverum. Svigrúm meðalheimilis í ESB til að draga verulega ...

Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri og ráðgjafi, rifjar upp árangurinn fyrir nokkrum árum þegar samfélagslegum aðgerðu...
01/09/2024

Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri og ráðgjafi, rifjar upp árangurinn fyrir nokkrum árum þegar samfélagslegum aðgerðum var beitt á markvissan hátt til að bæta stöðu ungs fólks á Íslandi, með miklum árangri. Hún telur, líkt og margir, að lokunaraðgerðir í kóvidfaraldrinum hafi leitt til afturfara á þessu sviði.

„Við skuldum börnum okkar að halda áfram þeirri vinnu sem áður leiddi til svo mikils árangurs, og við verðum að aðlaga aðgerðirnar að nýjum áskorunum. Þetta er ekki aðeins mikilvægt velferðarmál heldur einnig brýnt efnahagsmál. Ef við bregðumst ekki við mun þessi neikvæða þróun hafa langtímaafleiðingar, bæði fyrir velferð komandi kynslóða og öryggi samfélagsins.“

Við Íslendingar skuldum börnum samfélagsins okkar mikið, þar sem það er á okkar ábyrgð að tryggja að þau fái öll þau tækifæri og þann stuðning sem þau þurfa til að dafna sem heilbrigðir og hamingjusamir einstaklingar. Við berum ábyrgð á að tryggja þeim öryggi og vernd...

"Ljóst er að aðförin gegn tjáningarfrelsi og óheftri miðlun á upplýsingum er veruleg og virðist aðeins vera að færast í ...
31/08/2024

"Ljóst er að aðförin gegn tjáningarfrelsi og óheftri miðlun á upplýsingum er veruleg og virðist aðeins vera að færast í aukana. Því hefur þörfin á vitundarvakningu aldrei verið meiri að nauðsynlegt er að standa vörð um málfrelsi og tjáningarfrelsi í samfélögum sem vilja kenna sig við lýðræði og upplýsta skoðanamyndun og ákvarðanatöku" segir Svala Magnea Ásdísardóttir á Krossgötum í dag.

Þegar félagið Málfrelsi var stofnað fyrir tveimur árum var það gert vegna alvarlegra þöggunartilburða á faraldursárunum sem hafði skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir heimsbyggðina. En þótt faraldurinn sé afstaðinn á málfrelsi enn undir högg að sækja. Frumkvöðul...

"Ritskoðun snýst um stjórnun. Sá sem stjórnar því hvað við fáum að sjá / lesa, stjórnar í raun ferðinni. Nú er komin fra...
27/08/2024

"Ritskoðun snýst um stjórnun. Sá sem stjórnar því hvað við fáum að sjá / lesa, stjórnar í raun ferðinni. Nú er komin fram alþjóðleg risafrétt, sem við reyndar heyrum hvorki á RÚV né öðrum ríkisstyrktum íslenskum fjölmiðlum: Zuckerberg forstjóri FB viðurkennir, í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og beitt ritskoðun á FB til að stýra því sem fólk fékk að segja / sjá og heyra, m.a. um kórónaveiruna (C-19)."

Um þetta skrifar Arnar Þór Jónsson á Krössgötum í dag. Hlekk á greinina má finna í athugasemdakerfinu hér að neðan.

"Á dögunum tilkynnti seðlabankastjóri að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreytt...
24/08/2024

"Á dögunum tilkynnti seðlabankastjóri að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% um komandi skeið. Í leiðinni gerði hann lítið úr bágri efnahagsstöðu stórrar hluta þjóðarinnar, þegar hann fullyrti að þessi harða peningastefna hafi ekki komið heimilum í vandræði, þar sem seðlabankinn sjái “eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum.” Þannig virðist hann vera algjörlega úr tengslum við stóran hluta almennings, og þann raunveruleika sem almenningur lifir."

"En af hverju virkar seðlabankastjóri svona kaldur? Mögulega eiga stjórnmála- og embættismenn það til að sjá raunveruleika almennings bara sem tölur á blaði. Maður fær oft þá tilfinningu að þessir menn séu ekki í neinum tengslum við almenning í landinu. Gjáin milli ríkra og fátækra virðist víkka og víkka. Stjórnmála- og embættismenn koma sjaldnast úr efnaminni röðum samfélagsins, og hafa takmörkuð tengsl við þennan hluta þjóðarinnar. Þeir þekkja ekki raunveruleika þeirra, en horfa þess í stað á lykiltölur á blaði, og sannfæra sjálfa sig um að allt sé í fínu lagi í því samfélagi sem þeir stjórna."

Um þetta skrifar Erling Óskar Kristjánsson á Krossgötum í dag.

Á dögunum tilkynnti seðlabankastjóri að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% um komandi skeið. Í leiðinni gerði hann lítið úr bágri efnahagsstöðu stórrar hluta þjóðarinnar, þegar hann fullyrti að þessi harða pening...

"Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til...
22/08/2024

"Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til langs tíma m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga og aðkomu almennings. Það er eina forsenda þess að ná fram einingu um hvað skuli reisa eða rústa. Auðvitað þarf fólk að fá tækifæri til að skoða og átta sig á fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum sem er vanalega forsenda þess að mynda sér upplýsta skoðun. Þá er mögulegt að taka lýðræðislega ákvörðun með ráðgefandi eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða með auknum meirihluta atkvæða 2/3 þingmanna í stað þess að ákvarðanataka sé eingöngu á forræði ríkisstjórnar, sem mótar stefnu og setur lög með einföldum meirihluta, sveitarstjórna, sem margar eru fámennar, og landeiganda í tilviki náttúrunnar. Það liggur mikið við að gera lýðræðislegar breytingar. Fjöregg og framtíðarhagur þjóðarinnar er að veði."
Magnea Marinósdóttir skrifar um lýðræðishallann.

Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til langs tíma m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga og aðkomu almennings. Það er eina forsenda þess að ná fram einingu um hvað skuli reisa eða rústa. A...

Jóhannes Loftsson gerir upp leikhús fáránleikans og skerðingar á athafnafrelsi einstaklinga sem voru margar óskiljanlega...
21/08/2024

Jóhannes Loftsson gerir upp leikhús fáránleikans og skerðingar á athafnafrelsi einstaklinga sem voru margar óskiljanlegar röklega séð. “Varðeldar voru bannaðir og samkomur sem stóðu lengur en til 1:00 (háttatími). Fólk átti að ferðast innandyra og jólin urðu að jólakúlum. Á landamærum fóru óbólusettir í sóttkví á meðan bólusettir sluppu löngu eftir að vitað var að bóluefnin hindruðu ekki smit. Fólki í sóttkví var bannað að nota bílaleigubíl en máttu nota strætó í “göngufríinu” sínu.”

Af hverju var mildasta afbrigði covid aðeins skaðlegt á Íslandi?

Er STEM áherslan í skólakerfinu tímaskekkja nú á tímum gervigreindar?
17/08/2024

Er STEM áherslan í skólakerfinu tímaskekkja nú á tímum gervigreindar?

Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins?

"Fjölmiðlar eru ekki rás sannleikans, heldur hagsmuna og hugmyndafræði" skrifar Ívar Páll Jónsson. "Oftast eru þeir málp...
15/08/2024

"Fjölmiðlar eru ekki rás sannleikans, heldur hagsmuna og hugmyndafræði" skrifar Ívar Páll Jónsson. "Oftast eru þeir málpípa ráðandi afla í samfélaginu, sía sem spýr út hinu rétta „narratífi“, öfl sem eru blóðug upp fyrir axlir í hápólitískum hjaðningarvígum, þar sem sannleikurinn er oft hliðarmarkmið og tilgangurinn helgar gjarnan meðalið."

Þegar ég hóf störf sem blaðamaður fyrir rúmum 29 árum hafði ég ekki fullmótaðar hugmyndir um íslenska fjölmiðla, starf þeirra og hlutverk. Ég var enda bara 21 árs, óreyndur og vanþroska stráklingur sem gerði ráð fyrir því að eina markmiðið væri að segja satt og rétt f...

Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis var í viðtali í gær hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni. Hér er far...
14/08/2024

Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis var í viðtali í gær hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni. Hér er farið yfir þöggun og ritskoðun kóvíttímans, málfrelsið í samhengi við stríðsreksturinn í Úkraínu og þjóðarmorðið á Gaza, innflytjendamálin, loftslagsumræðuna, ofstæki og samsæriskenningar svo eitthvað sé nefnt.

Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis ræðir þöggun og stýringu umræðunnar.Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu...

"Feisbók fór að banna tilteknar pólitískar fréttir og frægt er þegar Elon Musk upplýsti hvernig Twitter hefði veitt band...
10/08/2024

"Feisbók fór að banna tilteknar pólitískar fréttir og frægt er þegar Elon Musk upplýsti hvernig Twitter hefði veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, og alríkislögreglunni, FBI, aðgang að færslum á Twitter-vefnum og hvernig boðum og bönnum hefði síðan verið beitt þar í pólitískum tilgangi í þágu tiltekinna afla."
Ögmundur Jónasson á Krossgötum í dag.

Feisbók fór að banna tilteknar pólitískar fréttir og frægt er þegar Elon Musk upplýsti hvernig Twitter hefði veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, og alríkislögreglunni, FBI, aðgang að færslum á Twitter-vefnum og hvernig boðum og bönnum hefði síðan verið beitt þar í pól...

Á Krossgötum í dag fjallar Geir Ágústsson um það hvernig hlutdrægni fjölmiðla endurspeglast í þeirri mynd sem þeir mála ...
08/08/2024

Á Krossgötum í dag fjallar Geir Ágústsson um það hvernig hlutdrægni fjölmiðla endurspeglast í þeirri mynd sem þeir mála upp af tvennum mótmælum sem eiga sér stað þessa dagana.

"Það sem ég er að benda á eru efnistök blaðamanna. Þeir stunda ekki alltaf beina þöggun. Stundum þegja þeir bara sjálfir. Þeir veita ekki neitt samhengi og þess í stað skulu mótmælendurnir stimplaðir sem öfgamenn sem eru reiðir röngu fólki. Þess vegna er reiðin í Bangladesh réttmæt, en sú í Bretlandi sprottin upp úr höfði öfgamanna, ef marka má fréttir."

Hlekk á greinina má finna í fyrstu athugasemd hér að neðan.

"Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Því hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Man...
07/08/2024

"Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Því hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja."

Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það er enginn sem bíður tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið, andstæða mannúðarinnar, mis...

"Ég held það sé því hægt að segja með ákveðinni vissu að við séum öll heilaþvegin að einhverju leyti" segir Guðlaugur Br...
03/08/2024

"Ég held það sé því hægt að segja með ákveðinni vissu að við séum öll heilaþvegin að einhverju leyti" segir Guðlaugur Bragason á Krossgötum í dag.

Hvað með tungumálið sjálft? Við lærum tungumál í kjölfar endurtekningar í umhverfi sem endurspeglar orðaforða okkar. Sem dæmi eru um 40 orð til yfir snjó á tungumáli Ínúíta sem hafa þ.a.l. mun dýpri orðaforða til að lýsa umhverfi sínu en utanaðkomandi gestir. Tungumál l...

"Áhugavert verður að hlýða á Bridgen greina frá persónulegri reynslu sinni af baráttunni við áhrifin sem lyfjaframleiðen...
02/08/2024

"Áhugavert verður að hlýða á Bridgen greina frá persónulegri reynslu sinni af baráttunni við áhrifin sem lyfjaframleiðendur hafa á Bretlandseyjum"

Áhugavert verður að hlýða á Bridgen greina frá persónulegri reynslu sinni af baráttunni við áhrifin sem lyfjaframleiðendur hafa á Bretlandseyjum en sem þingmaður þekkir hann ítök lyfjaframleiðenda í pólitíska baklandinu þar í landi.

"Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri...
01/08/2024

"Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana" segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir á Krossgötum í dag.

Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar...

“Myglusveppur sem fær að vaxa á bak við rakan vegg í myrkri er líklegri til að vaxa en deyja. Myglusveppur í súrefnisrík...
28/07/2024

“Myglusveppur sem fær að vaxa á bak við rakan vegg í myrkri er líklegri til að vaxa en deyja. Myglusveppur í súrefnisríku og björtu umhverfi á sér ekki viðreisnar von.”

Geir Ágústsson með hugvekju á Krossgötum.

Auðvelt er að telja upp fjölda skoðana sem óhætt er að kalla óumdeildar í okkar samfélagi. Almennt er til dæmis viðurkennt að náttúran sé verðmæt í sjálfu sér og eigi að fá pláss og næði. Fáir missa svefn yfir því að tveir einstaklingar af sama kyni felli saman hugi og ...

"Við erum á vondum stað þegar hugmyndafræði af ýmsum toga er á góðri leið með að yfirtaka heilbrigða skynsemi" segir Ein...
26/07/2024

"Við erum á vondum stað þegar hugmyndafræði af ýmsum toga er á góðri leið með að yfirtaka heilbrigða skynsemi" segir Einar Scheving á Krossgötum í dag.

Greinin birtist fyrst á www.visir.is fimmtudaginn 25. júlí 2024. Við erum á vondum stað þegar hugmyndafræði af ýmsum toga er á góðri leið með að yfirtaka heilbrigða skynsemi. Þetta er vandamál alls staðar í heiminum, en sennilega hvergi jafn ljóslifandi og á Íslandi og þá l...

"Hið merka ár 1984 skrifaði Milan Kundera grein í Granta, „A Kidnapped West, or Culture Bows Out“. Það er ein fullyrðing...
24/07/2024

"Hið merka ár 1984 skrifaði Milan Kundera grein í Granta, „A Kidnapped West, or Culture Bows Out“. Það er ein fullyrðing í þessari grein sem er mér ávallt minnisstæð, að vestræn menning nútímans grundvallist á ákvörðunarvaldi hins hugsandi einstakling sem efast.
Þetta held ég að sé alveg rétt hjá Kundera. Og þess vegna held ég, nei, ég er sannfærður um, og fullyrði: Það er sama hversu rangar, pirrandi og óþarfar okkur þykja gagnrýnisraddirnar; þöggun er aldrei svarið. Því um leið og við samþykkjum þöggun og ritskoðun höfum við afneitað grundvelli menningar okkar, grundvelli mannréttindanna, og þar með hafnað okkar eigin tilverurétti sem samfélag."
Þorsteinn Siglaugsson á Krossgötum í dag.

Nú þegar svo virðist komið að ritskoðun og þöggun sé í huga margra að verða eðlilegt ástand, bæði fyrir tilstilli stjórnvalda ýmissa ríkja og ekki síður samfélagsmiðlarisa er kannski vert að huga að grundvelli og inntaki tjáningarfrelsisins. Það er kannski kaldhæðnisleg...

“Gæti verið að tilgangurinn með þögguninni sé annar? Að stýra pólitískri og hagsmunatengdri orðræðu með því að fela óþæg...
20/07/2024

“Gæti verið að tilgangurinn með þögguninni sé annar? Að stýra pólitískri og hagsmunatengdri orðræðu með því að fela óþægilegan sannleika sem er á skjön við ákveðna hagsmuni?”

Samfélagsmiðla-samsteypan META gengur sífellt lengra í að eyða efni notenda undir því yfirskini að verið sé að koma í veg fyrir „hatursorðræðu“ eða „falsupplýsingar“. Með þessu ritskoðunarverkfæri er verið að stýra hvaða hagsmunatengd orðræða fær að njóta lesturs og ásýndar á samfélagsmiðlunum.

Svala Ásdísardóttir, formaður félagsins Málfrelsi, skrifar á Krossgötum í dag:

Sífellt fleiri munnkeflum er skellt á notendur samfélagsmiðla. Ef prófílar eru ekki beinlínis hakkaðir og þeim rænt með þeim afleiðingum að eigandi reikningsins fær aldrei aftur aðgang, þrátt fyrir að hafa samband við Facebook, þá lætur fjölmiðlasamsteypan META stundum loka ...

Ekki er allt gull sem glóir! Hér er á ferðinni skemmtilegur pistill um tálsýnir og gylliboð. Halldóra Lillý Jóhannsdótti...
17/07/2024

Ekki er allt gull sem glóir!
Hér er á ferðinni skemmtilegur pistill um tálsýnir og gylliboð. Halldóra Lillý Jóhannsdóttir er orðhnittin að vanda:

“Gullhúðuð alþjóðalög líta vel út til að byrja með, líkt og fallegur eftirréttur.”

Mikilvægt er að tryggja að alþjóðalög, sem virðast gullhúðuð og aðlaðandi, séu raunverulega hæf til að uppfylla þarfir og aðstæður íslensks samfélags. Annars getur þessi gullhúðun umbreyst í bullhúðun með þeim klístruðu og víxlverkandi afleiðingum sem því fylgja f...

Atvinnuöryggi manns í Hafnarfirði var ógnað á dögunum þegar ákveðið var að rifta ráðningasamningi við hann án haldbærra ...
13/07/2024

Atvinnuöryggi manns í Hafnarfirði var ógnað á dögunum þegar ákveðið var að rifta ráðningasamningi við hann án haldbærra raka. Nokkru áður hafði hann gagnrýnt bæjaryfirvöld opinberlega. Er íslenskt samfélag að þróast í áttina að sífellt fleiri skerðingum á tjáningarfrelsi með ólýðræðislegum vinnubrögðum?

Á vormánuðum sótti ég um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Að ráðningarferli loknu hringdi Lars J. Imsland, skólastjóri, í mig og bauð mér starfið. Ég þáði það og fékk að vita að rafrænn ráðningarsamningur myndi berast mér innan tíðar. Ég ...

Arnar Sverrisson með yfirgripsmikla grein sem varpar ljósi á skuggahliðar heimsveldisstefnu Bandaríkjanna og tilurð þeir...
10/07/2024

Arnar Sverrisson með yfirgripsmikla grein sem varpar ljósi á skuggahliðar heimsveldisstefnu Bandaríkjanna og tilurð þeirra, hugstríð “psychological warfare” og heilaþvottaaðgerða samhliða inndælingu á lyfjum.

“Hugveitur ríkisvaldsins og þeirra hagsmunaaðila, sem það styður – það er nánast um samruna að ræða (stakeholder governance) – semja áróðursálitsgerðir um viðbrögð við gagnrýninni. Samdar eru áróðursþulur og -stef. Gagnrýni er sögð samsæriskenning. Og svona til ofureinföldunar verður grunnstefið iðulega Gyðingahatur eða andstyggð á Semítum.”

Í ársbyrjun 1941 strengdi Franklin Delano Roosevelt (1882-1945), forseti Bandaríkjanna, eins konar ármótaheit. Hann sagði Bandaríkjamenn „líta til framtíðar í veröld, sem reist væri á fjórum grunnstoðum frelsis.“ Þessar grunnstoðir eru: Tjáningarfrelsi, trúfrelsi, frelsi þj....

Arnar Þór Jónsson telur vestrænt lýðræði í mikilli hættu:„Ef ekki verður farið að taka á málum nú þegar munu Rússland og...
06/07/2024

Arnar Þór Jónsson telur vestrænt lýðræði í mikilli hættu:

„Ef ekki verður farið að taka á málum nú þegar munu Rússland og Kína yfirtaka Vesturlönd, beint eða óbeint, án þess að þurfa einu sinni að hleypa af einu skoti. “

Bandarískt lýðræði, sem á að heita kyndilberi lýðræðis í heiminum almennt, er að veslast upp fyrir augunum á okkur. Meginstraumsmiðlar (MSM), þ.m.t. ríkisreknir fjölmiðlar eins og BBC og RÚV, hafa tekið fullan þátt í að breiða yfir, fela og afvegaleiða, með þeim árangri...

Address

Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Krossgötur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Krossgötur:

Videos

Share


Other News & Media Websites in Reykjavík

Show All