Ugla útgáfa

Ugla útgáfa Ugla útgáfa ehf. gefur út bækur af ýmsu tagi, einkum glæpasögur, alþýðlegar fræðibækur,

Sonurinn, lítil perla eftir franska höfundinn Michael Rostain í þýðingu Friðriks Rafnssonar, er komin á Storytel í lestr...
07/07/2024

Sonurinn, lítil perla eftir franska höfundinn Michael Rostain í þýðingu Friðriks Rafnssonar, er komin á Storytel í lestri Jóhanns Sigurðarsonar.

Þessi bók fjallar ekki um dauðann – þetta er bók um lífið! Þessi hrífandi skáld-ævisaga varð metsöubók í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu

Tengdamamman heitir ný skáldsaga eftir sænska verðlaunahöfundinn Mou Herngren. Tilvalinn sumarlestur í þýðingu Sigurðar ...
01/07/2024

Tengdamamman heitir ný skáldsaga eftir sænska verðlaunahöfundinn Mou Herngren. Tilvalinn sumarlestur í þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar!

Ása er einstæð móðir sem hefur alltaf verið í nánu sambandi við son sinn. En þegar hann kynnist nýrri kærustu breytist allt. Samskiptin verða fljótlega erfið. Ása leggur sig fram um að mynda tengsl við tengdadótturina en það er lagt út sem afskiptasemi. Áður en langt um líð...

Ný bók í Millennium-seríunni eftir Karin Smirnoff hefur slegið í gegn víða um heim og er nú komin út á íslensku í þýðing...
01/07/2024

Ný bók í Millennium-seríunni eftir Karin Smirnoff hefur slegið í gegn víða um heim og er nú komin út á íslensku í þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar.

Í norðurhluta Svíþjóðar virðast alþjóðleg stórfyrirtæki ætla að fara ránshendi um viðkvæmar náttúruauðlindir. Miklir peningar eru í spilinu og hafa glæpahópar hreiðrað um sig í þessu villta vestri nútímans. Mikael Blomquist er á leið norður í brúðkaup dóttur sinna...

Með hjartað að veði eftir sænska metsöluhöfundinn Simonu Ahrnstedt í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur er komin á Storytel ...
01/07/2024

Með hjartað að veði eftir sænska metsöluhöfundinn Simonu Ahrnstedt í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur er komin á Storytel í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur.

Dessie og Sam voru brjálæðislega ástfangin þegar þau voru ung. En óvænt svik urðu til þess að ástin slokknaði og þau hurfu hvort í sína áttina. Fimmtán

Sumarið er góður tími til að lesa. Mikið úrval nýrra Uglu-bóka fást á frábæru verði, 3398 kr., í Bónus búðum víðsvegar u...
30/06/2024

Sumarið er góður tími til að lesa. Mikið úrval nýrra Uglu-bóka fást á frábæru verði, 3398 kr., í Bónus búðum víðsvegar um landið.

Ætti ég að segja þér það?, nýja bókin eftir Jill Mansell í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur, er komin á Storytel í lestri ...
27/06/2024

Ætti ég að segja þér það?, nýja bókin eftir Jill Mansell í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur, er komin á Storytel í lestri Sólveigar Guðmundsdóttur. „Hvílík bók, stórkostleg!“ segir Marian Keyes.

Amber, Lachlan og Raffaele kynntust á unglingsaldri á heimili góðhjartaðra fósturforeldra í Cornwall á Englandi og hafa haldið nánu sambandi. Amber á sér

Fuglinn í fjörunni, nýja bókin eftir Ann Cleeves í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur, er komin á hljóðbók á Storytel í lest...
22/06/2024

Fuglinn í fjörunni, nýja bókin eftir Ann Cleeves í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur, er komin á hljóðbók á Storytel í lestri Jóhanns Sigurðarsonar.

Í Norður-Devon á Englandi, þar sem tvö fljót sameinast á leið í hafið, stendur rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew Venn fyrir utan kirkjuna þar sem útför

Ætti ég að segja þér það? Ný bók eftir metsöluhöfundinn Jill Mansell komin út í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.
14/06/2024

Ætti ég að segja þér það? Ný bók eftir metsöluhöfundinn Jill Mansell komin út í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.

„Drottning hinna ljúfu og hrífandi ástarsagna.“ – Red Online Amber, Lachlan og Raffaele kynntust á unglingsaldri á heimili góðhjartaðra fósturforeldra í Cornwall á Englandi og hafa haldið nánu sambandi. Amber á sér leyndarmál. Hún er ástfanginn af Lachlan en hann sýnist ekki...

Sumarlegasta bókin í sumarbókaviku! Splunkuný Múmínbók, Múmínsnáðinn og ævintýraferðin með Snúði, í þýðingu Tinnu Ásgeir...
07/06/2024

Sumarlegasta bókin í sumarbókaviku! Splunkuný Múmínbók, Múmínsnáðinn og ævintýraferðin með Snúði, í þýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur.

Ef þú hefur enn ekki hitt Múmínálf hefurðu misst af dásamlegri skemmtun ... Vorið er komið í Múmíndal og Snúður ætlar að fara með Múmínsnáðann í ævintýraferð! Múmínsnáðanum líður eins og alvöru landkönnuði langt, langt í burtu, umvafinn ókunnum hljóðum og ilmi! ...

Myrkramaðurinn, ný æsispennandi bók eftir norsku glæpasagnadrottninguna Unni Lindell, er komin út í þýðingu Snjólaugar B...
07/06/2024

Myrkramaðurinn, ný æsispennandi bók eftir norsku glæpasagnadrottninguna Unni Lindell, er komin út í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.

* * * „Þegar Lindell tekst best upp er lesandinn eins og límdur við blaðsíðurnar.“ –Adresseavisen 57 ára gömul kona finnst myrt í Stovner fyrir utan Ósló. Lögregluforinginn Cato Isaksen og samstarfskona hans, Marian Dahle, sjá um rannsókn málsins. Konan sem var myrt virðist haf...

Fuglinn í fjörunni, fyrsta bókin í nýju seríunni eftir Ann Cleeves, í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur, komin  í verslanir...
07/06/2024

Fuglinn í fjörunni, fyrsta bókin í nýju seríunni eftir Ann Cleeves, í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur, komin í verslanir.

Í Norður-Devon á Englandi, þar sem tvö fljót sameinast á leið í hafið, stendur rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew Venn fyrir utan kirkjuna þar sem útför föður hans fer fram. Daginn sem Matthew yfirgaf trúarsöfnuðinn sem hann ólst upp í missti hann fjölskyldu sína líka. Í s...

Nýja bókin eftir Mons Kallentoft, Algóritmi ástarinnar í þýðingu Jóns Þ. Þór, er komin út bæði á prenti og á hljóðbók á ...
05/06/2024

Nýja bókin eftir Mons Kallentoft, Algóritmi ástarinnar í þýðingu Jóns Þ. Þór, er komin út bæði á prenti og á hljóðbók á Storytel í lestri Kristjáns Franklín Magnús.

Stokkhólmur eftir heimsfaraldur. Í eldhúsi á veitingastað vinnur Elle Videman myrkranna á milli til að ná endum saman. Faðir hennar er í fangelsi, dæmdur

Ný bók eftir sænsku ástarsögudrottninguna Simonu Ahrnstedt, Með hjartað að veði í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur, er nýk...
05/06/2024

Ný bók eftir sænsku ástarsögudrottninguna Simonu Ahrnstedt, Með hjartað að veði í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur, er nýkomin í bókabúðir.

Dessie og Sam voru brjálæðislega ástfangin þegar þau voru ung. En óvænt svik urðu til þess að ástin slokknaði og þau hurfu hvort í sína áttina. Fimmtán árum síðar starfar Dessie sem lífvörður eftir að hafa tekið þátt í hernaði í fremstu víglínu á átakasvæðum ví....

Gyðingar á faraldsfæti eftir austurríska rithöfundinn Joseph Roth er nýkomin út í þýðingu Jóns Bjarna Atlasonar. Þetta e...
05/06/2024

Gyðingar á faraldsfæti eftir austurríska rithöfundinn Joseph Roth er nýkomin út í þýðingu Jóns Bjarna Atlasonar. Þetta er áhrifamikil frásögn um hlutskipti Gyðinga fyrr á tíð áður en óhugnaður Helfararinnar skall á.

Í þessari bók bregður rithöfundurinn Joseph Roth (1894-1939) upp einstakri mynd af hlutskipti gyðinga í Austur-Evrópu á öndverðri tuttugustu öld – fátækt þeirra, rótleysi, ótta og vonum sem varð til þess að þeir freistuðu gæfunnar á fjarlægum slóðum. Roth fylgir þeim ef...

Tvær frábærar Ugla útgáfa bækur tilnefndar tiil Ísnálarinnar; Beinaslóð eftir Johan Theorin í þýðingu Elínar Guðmundsdót...
05/06/2024

Tvær frábærar Ugla útgáfa bækur tilnefndar tiil Ísnálarinnar; Beinaslóð eftir Johan Theorin í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur og Veðrafjall eftir Lizu Marklund í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur.

ÍSNÁLIN, hin æsispennandi verðlaun fyrir best þýddu glæpasöguna árið 2023, verða veitt á Torginu í Bókasafninu við Tryggvagötu.

Verið öll velkomin þann 7. júní, næstkomandi föstudag, kl.16:00.

Ísnálin er samstarfsverkefni Bandalags þýðenda og túlka, Hins íslenska glæpafélags og Þýðingaseturs Háskóla Íslands.

Léttar veitingar verða í boði.

Í ár eru eftirtaldir þýðendur tilnefndir:

Elín Guðmundsdóttir fyrir þýðingu sína Beinaslóð, eftir Johan Theorin. Útgefandi Ugla útgáfa.

Friðrika Benónýsdóttir fyrir þýðingu sína Veðrafjall, eftir Liza Marklund. Útgefandi Ugla útgáfa.

Helgi Ingólfsson fyrir þýðingu sína Þýsk sálumessa, eftir Philip Kerr. Útgefandi: Sæmundur útgáfa.

Jón Hallur Stefánsson fyrir þýðingu sína Hundaheppni, eftir Lee Child. Útgefandi: JPV útgáfa.

Jón St. Kristjánsson fyrir þýðingu sína Fulltrúi afbrýðinnar og fleiri sögur, eftir Jo Nesbø. Útgefandi: JPV útgáfa.

Friðrik Rafnsson, þýðandi Sonarins eftir Michel Rostain, var í fróðlegu viðtali við Jóhannes Ólafsson í Bara bækur á Rás...
05/06/2024

Friðrik Rafnsson, þýðandi Sonarins eftir Michel Rostain, var í fróðlegu viðtali við Jóhannes Ólafsson í Bara bækur á Rás 1 um daginn:

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Hvað er betra en að gleyma sér í góðu sumarævintýri? Ugla útgáfa er þátttakandi í sumarbókavikunni. Frábært úrval af nýj...
03/06/2024

Hvað er betra en að gleyma sér í góðu sumarævintýri? Ugla útgáfa er þátttakandi í sumarbókavikunni. Frábært úrval af nýjum bókum til að lesa í sumar. Ljúflestrarbækur, fagurbókmenntir, barnabækur og glæpasögur…

Félag íslenskra bókaútgefanda og Bylgjan kynna Sumarbókaviku dagana 3.-9. júní.

Nýja bókin eftir Julie Caplin, Litla bakaríið í Brooklyn, í þýðingu Kristínar V. Gísladóttur, er komin á Storytel í lest...
08/05/2024

Nýja bókin eftir Julie Caplin, Litla bakaríið í Brooklyn, í þýðingu Kristínar V. Gísladóttur, er komin á Storytel í lestri Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur.

Í litla bakaríinu í Brooklyn er rómantík í lofti innan um girnilegt úrval af kökum og sætabrauði. Á hæðinni fyrir ofan býr Sophie Bennings, nýkomin til New

Glæsilegur ritdómur Einars Fals í Morgunblaðinu um þýðingu Skúla Thoroddsen á skáldsögunni Hlaupavargi eftir sænsku skál...
02/05/2024

Glæsilegur ritdómur Einars Fals í Morgunblaðinu um þýðingu Skúla Thoroddsen á skáldsögunni Hlaupavargi eftir sænsku skáldkonuna Kerstin Ekman. Fimm stjörnur!

Hernaðarlistin eftir kínverska hershöfðingjann Sun Tzu er aftur fáanleg í bókaverslunum. Frægir hershöfðingjar, stjónmál...
01/05/2024

Hernaðarlistin eftir kínverska hershöfðingjann Sun Tzu er aftur fáanleg í bókaverslunum. Frægir hershöfðingjar, stjónmálaforingjar og viðskiptamógúlar hafa lofsungið ritið og sagt það hafa veitt þeim ómetanlegan innblástur.

„Þeir sem eru snjallir í hernaði buga her óvinarins án orrustu.“ Hernaðarlistin eftir kínverska hershöfðingjann Sun Tzu kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku. Þetta litla kver hefur allt frá því á fimmtu öld fyrir Krist verið áhrifmikill leiðarvísir um herkænsku. Frægir ...

Handfylli moldar eftir enska stílsnillinginn Evelyn Waugh, í þýðingu Hjalta Þorleifssonar, er komin út í kilju. Þessi fr...
01/05/2024

Handfylli moldar eftir enska stílsnillinginn Evelyn Waugh, í þýðingu Hjalta Þorleifssonar, er komin út í kilju. Þessi frábæra bók er jafnan talin með allra bestu skáldsögum 20. aldar. „Yndisleg út í gegn,“ sagði New York Times.

Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London. Óvænt örlög...

Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir George Orwell er aftur fáanleg í bókaverslunum. Kannski hefur bókin aldrei átt me...
01/05/2024

Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir George Orwell er aftur fáanleg í bókaverslunum. Kannski hefur bókin aldrei átt meira erindi en nú á tímum!

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston ...

Eldhiti eftir Ann Cleeves, lokabindið í Shetlands-seríunni, fær fjórar stjörnur í bókadómi Steinþórs Guðbjartssonar í Mo...
01/05/2024

Eldhiti eftir Ann Cleeves, lokabindið í Shetlands-seríunni, fær fjórar stjörnur í bókadómi Steinþórs Guðbjartssonar í Morgunblaðinu, „mjúkur og harður krimmi í senn" skrifar Steinþór.

„Snilldarlega samin glæpasaga,“ sagði í ritdómi Aftonbladet um LOGANA, eftir sænsku skáldkonuna Linu Bengtsdotter, sem e...
30/04/2024

„Snilldarlega samin glæpasaga,“ sagði í ritdómi Aftonbladet um LOGANA, eftir sænsku skáldkonuna Linu Bengtsdotter, sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar

Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Þegar Vega kemur til Silverb...

Verðlaunabókin Sonurinn eftir Michel Rostain er „lítil perla“ segir þýðandi hennar, Friðrik Rafnsson. Hrífandi skáldsaga...
30/04/2024

Verðlaunabókin Sonurinn eftir Michel Rostain er „lítil perla“ segir þýðandi hennar, Friðrik Rafnsson. Hrífandi skáldsaga með áhrifamikla Íslands tengingu.

Þessi bók fjallar ekki um dauðann – þetta er bók um lífið! Þessi hrífandi skáld-ævisaga varð metsöubók í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu Concourt-verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Í bókinni er fjallað ...

Grimmlyndi, nýja bókin í Wisting-seríunni eftir norska metsöluhöfundinn Jørn Lier Horst, er komin á Storytel í lestri Jó...
30/04/2024

Grimmlyndi, nýja bókin í Wisting-seríunni eftir norska metsöluhöfundinn Jørn Lier Horst, er komin á Storytel í lestri Jóhanns Sigurðarsonar.

Gamalt mál rifjast upp þegar lík ungrar konu finnst í skóginum. Það ber öll merki raðmorðingjans Toms Kerr. En Kerr hefur setið fjögur ár í fangelsi og

29/04/2024

Jökulsævintýrið, sagan af því er Loftleiðamenn björguðu bandarískri skíðaflugvél af Vatnajökli árið 1951, er komin á Storytel í lestri Jóhanns Sigurðarsonar.

Ugla útgáfa ehf. gefur út bækur af ýmsu tagi, einkum glæpasögur, alþýðlegar fræðibækur,

„Ótrúlega flott að hún sé þýdd svona hratt og vel" sagði Ingibjörg Iða um bókina Konan sem í mér býr í Kiljunni. „Flott ...
25/04/2024

„Ótrúlega flott að hún sé þýdd svona hratt og vel" sagði Ingibjörg Iða um bókina Konan sem í mér býr í Kiljunni. „Flott bók“ og „sláandi“ var einnig haft á orði um þessa mögnuðu sjálfsævisögu Britney Spears sem stórblöð heimsins völdu tónlistarbók ársins í fyrra! Salka Sól les bókina á Storytel.

Konan sem í mér býr er hugrökk og ótrúlega áhrifamikil saga ungrar konu um frelsi, frægð, móðurhlutverkið, trú, von og að lifa af. Í júní 2021 fylgdist

Ófriður í aðsigi, fyrsta bókin í hinum frábæra bókaflokki Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld, er komin út á...
25/04/2024

Ófriður í aðsigi, fyrsta bókin í hinum frábæra bókaflokki Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld, er komin út á hljóðbók hjá Storytel

Ófriður í aðsigi er fyrsta bindi ritverks dr. Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld. Ritverkið er byggt á rannsóknum höfundar á heimildum er

Address

Hraunteig 7
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3546989140

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ugla útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Ugla útgáfa:

Videos

Share

Category


Other Publishers in Reykjavík

Show All