200 mílur á mbl.is

200 mílur á mbl.is 200 mílur á mbl.is er alhliða frétta- og upplýsingaveita um allt sem tengist sjávarútvegi og sjósókn

200 mílur á mbl.is er alhliða frétta- og upplýsingaveita um allt sem tengist sjávarútvegi á Íslandi. Þar má enn fremur finna nýjustu upplýsingar um geng­isþróun, afurða- og olíu­verð, skipa- og út­gerðaskrá, hafn­a­skrá, kvóta­töl­ur, staðsetn­ingu skipa og þjón­ustu­skrá fyr­ir aðila í sjáv­ar­út­vegi.

Síðasti strand­veiðidag­ur þess­ar­ar viku var í gær og hef­ur nú verið landað 76% af þorskkvót­an­um sem veiðunum hef­u...
21/06/2024

Síðasti strand­veiðidag­ur þess­ar­ar viku var í gær og hef­ur nú verið landað 76% af þorskkvót­an­um sem veiðunum hef­ur verið út­hlutað, 11% af ufsa­kvót­an­um og 25% af gull­karfa­kvót­an­um.

Síðasti strandveiðidagur þessarar viku var í gær og hefur nú verið landað 76% af þorskkvótanum sem veiðunum hefur verið úthlutað, 11% af ufsakvótanum og 25% af gullkarfakvótanum.

Börkur NK fær fjögur þúsund tonn af makrílkvótanum sem var í boði á tilboðsmarkaði í júní.
21/06/2024

Börkur NK fær fjögur þúsund tonn af makrílkvótanum sem var í boði á tilboðsmarkaði í júní.

Ríkið fær 1.342,7 tonna þorskkvóta í skiptum fyrir tæp 6.466 tonna kvóta í makríl sem Fiskistofa bauð á tilboðsmarkaði í júní, var því skiptistuðullinn 4,8.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur feta...
20/06/2024

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur feta í spor Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra feta í spor Svandísar Svavarsdóttur með því að tálma lögmæta atvinnustarfsemi með töfum á útgáfu leyfis til hvalveiða og segir ríki...

Til stóð að frumvarp Bjarkeyjar yrði samþykkt á þessu þingi. Nú er ljóst að svo verður ekki.
20/06/2024

Til stóð að frumvarp Bjarkeyjar yrði samþykkt á þessu þingi. Nú er ljóst að svo verður ekki.

Frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnardóttur matvælaráðherra um lagareldi verður frestað fram á haust vegna þess að ríkisstjórnin nær ekki saman um málið í atvinnuveganefnd. Upphaflega stóð til að klára málið fyrir þinglok.

Tog­ar­inn sem er 81,3 metra lang­ur og 17 metra breiður er stærsta bol­fisk­skip Íslend­inga. Í brúttótonnum er skipið ...
19/06/2024

Tog­ar­inn sem er 81,3 metra lang­ur og 17 metra breiður er stærsta bol­fisk­skip Íslend­inga. Í brúttótonnum er skipið stærsta fiskiskip landsins um fimm þúsund tonn.

Grænlenski togarinn Ilivileq sem Brim festi nýverið kaup á fyrir 55 miljónir evra, jafnvirði 8,2 milljarða íslenskra króna, hefur fengið nafnið Þerney RE-1.

Í maí var landað 5.260 tonn­um af ufsa sem er 48% meira en í sama mánuði í fyrra og var á sama tíma landað rúm­lega átta...
19/06/2024

Í maí var landað 5.260 tonn­um af ufsa sem er 48% meira en í sama mánuði í fyrra og var á sama tíma landað rúm­lega átta þúsund tonn­um af ýsu sem er 46% aukn­ing milli ára.

Íslenski fiskiskipaflotinn landaði 87 þúsund tonnum í maí síðastliðnum og er það 14% minn afli en í sama mánuði 2023, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands.

Fjölnir hefur fengið nýja eigendur.
19/06/2024

Fjölnir hefur fengið nýja eigendur.

Vísir hf. í Grindavík hefur selt Fjölni GK 157 sem nú fer til Noregs, þar sem nýir eigendur hyggjast nota skipið til þjónustu við olíuiðnaðinn. „Einhver minniháttar pappírsvinna er eftir og formsatriði en svo afhendum við skipið nýjum…

Önnur umræða um kvótasetningu grásleppu fer fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.
18/06/2024

Önnur umræða um kvótasetningu grásleppu fer fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.

Fjögur mál er snerta sjávarútveginn eru á dagskrá þingsins í dag en alls eru á dagskránni 32 mál. Óljóst er hver framvindan verður enda mörg mál á dagskrá sem deilt verður um, einnig getur farið svo að skyndilega myndi skapast sátt um þinglok.

Alls var álagning vegna umframafla á síðasta fiskveiðiári rétt rúmar 100 milljónir króna. Þar af greiddu strandveiðisjóm...
14/06/2024

Alls var álagning vegna umframafla á síðasta fiskveiðiári rétt rúmar 100 milljónir króna. Þar af greiddu strandveiðisjómenn 76%.

Strandveiðibátar hafa undanfarin tvö ár greitt langtum meira en aðrar útgerðir í gjöld vegna umframafla. Á síðasta fiskveiðiári greiddu strandveiðibátar 76% af slíkum gjöldum og 89% slíkra gjalda fiskveiðiárið á undan.

Fiskeldið skilaði mun meiri útflutningsverðmætum í maí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða rúma þrjá mi...
14/06/2024

Fiskeldið skilaði mun meiri útflutningsverðmætum í maí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða rúma þrjá milljarða króna.

Útflutningur eldisafurða var á miklu flugi í maí og náði útflutningsverðmætið 3,2 milljörðum króna í mánuðinum sem er 80% aukning frá sama mánuði á síðasta ári.

Vestmannaey landaði 40 tonnum af karfa í Eyjum í gær.
13/06/2024

Vestmannaey landaði 40 tonnum af karfa í Eyjum í gær.

Síðasta veiðiferð Vestmannaeyjar VE var snögglega afgreitt þar sem áhöfninni tókst að ná skammtinum á sólarhring. Kom skipið til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi með 40 tonn af karfa.

Það eru líka jákvæðir hlutir sem gerast 😊
12/06/2024

Það eru líka jákvæðir hlutir sem gerast 😊

Maí var góður mánuður fyrir framleiðendur fiskimjöls og lýsis hér á landi en útflutningsverðmæti fiskimjöls nam 5,3 milljörðum króna sem er fimmtungur meira en í sama mánuði í fyrra og útflutningsverðmæti lýsis var 1,7 milljarður sem er 34% aukning frá maí 2023.

Uppsagnirnar eru sagðar liður í endurskipulagningu veiða útgerðarinnar vegna komandi fiskveiðiárs og er gert ráð fyrir a...
11/06/2024

Uppsagnirnar eru sagðar liður í endurskipulagningu veiða útgerðarinnar vegna komandi fiskveiðiárs og er gert ráð fyrir að áhöfnunum verði boðin önnur störf.

Áhöfnum á togaranum Sturla GK-12 og línuskipinu Valdimar GK-195, sem Þorbjörn gerir út, hefur verið sagt upp. Þetta staðfestir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, í samtali við 200 mílur.

Leyfið gild­ir fyr­ir veiðitíma­bilið 2024 og verður leyfi­legt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Græn­land/​Vest­ur-Ísland og ...
11/06/2024

Leyfið gild­ir fyr­ir veiðitíma­bilið 2024 og verður leyfi­legt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Græn­land/​Vest­ur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Aust­ur-Ísland/​Fær­eyj­ar eða sam­tals 128 dýr.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum.

„Mér finnst við veiða allt of lítið af þorski. Stjórn­völd þurfa að koma að þess­um mál­um og breyta afla­regl­unni. Að ...
07/06/2024

„Mér finnst við veiða allt of lítið af þorski. Stjórn­völd þurfa að koma að þess­um mál­um og breyta afla­regl­unni. Að bjóða okk­ur upp á 0,9% aukn­ingu er til að æra óstöðugan,“ svar­ar Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, innt­ur álits á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem kynnt var í dag.

„Mér finnst við veiða allt of lítið af þorski. Stjórnvöld þurfa að koma að þessum málum og breyta aflareglunni. Að bjóða okkur upp á 0,9% aukningu er til að æra óstöðugan,“ svarar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, inntur álits á ráðgjöf ...

Ekki má vænta að þorskstofninn vaxi mikið á komandi árum segir Hafró.
07/06/2024

Ekki má vænta að þorskstofninn vaxi mikið á komandi árum segir Hafró.

Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári verði ekki meira en 213.214 tonn sem er tæplega 1% aukning frá núverandi fiskveiðiári, en stofnunin gerir ráð fyrir að stofnstærðin fari hægt minnkandi næstu tvö árin.

Hafrannsóknastofnun kynnir ráðgjöf sína í dag.
07/06/2024

Hafrannsóknastofnun kynnir ráðgjöf sína í dag.

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Hafnarfirði.

Búist er við niðurstöðu um framtíð hvalveiða á þriðjudag.
06/06/2024

Búist er við niðurstöðu um framtíð hvalveiða á þriðjudag.

„Fyrirtækinu var tilkynnt að ég hyggist birta niðurstöðu mína um málið á þriðjudaginn,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.

Í sum­ar hætt­ir Rík­is­út­varpið (RÚV) dreif­ingu hljóðvarps- og sjón­varps­efn­is um gervi­hnött sem stofn­un­in seg­i...
06/06/2024

Í sum­ar hætt­ir Rík­is­út­varpið (RÚV) dreif­ingu hljóðvarps- og sjón­varps­efn­is um gervi­hnött sem stofn­un­in seg­ir aðeins hafa nýst sjófar­end­um.

Í sumar hættir Ríkisútvarpið (RÚV) dreifingu hljóðvarps- og sjónvarpsefnis um gervihnött sem stofnunin segir aðeins hafa nýst sjófarendum.

Leiðindaveður hefur verið víða á Norður- og Austurlandi. Brælan hefur komið í veg fyrir að strandveiðisjómenn hafi getað...
05/06/2024

Leiðindaveður hefur verið víða á Norður- og Austurlandi. Brælan hefur komið í veg fyrir að strandveiðisjómenn hafi getað sótt skammtinn alla þessa viku.

„Staðan er rosalega góð, við erum bara heima,“ svarar Oddur Vilhelm Jóhannsson formaður Fonts – félags smábátaeigenda á Norðausturlandi og hlær spurður um gang strandveiðanna í þessari viku í ljósi leiðindaveðursins sem herjað hefur á stórum hluta landsins.

Íslensku uppsjávarskipin hafa fengið úthlutað rúmlega 111 þúsund tonna makrílkvóta fyrir vertíð ársins.
05/06/2024

Íslensku uppsjávarskipin hafa fengið úthlutað rúmlega 111 þúsund tonna makrílkvóta fyrir vertíð ársins.

Lokið var við úthlutun makrílkvóta ársins í gær og var til skiptanna 111.533 tonn, en útgerðirnar hafa auk þess tæplega 8.744 tonna ónýttan makrílkvóta frá síðasta ári. Hefur íslenski flotinn því heimild til að veiða tæp 120.756 tonn á þessu ári.

Strandveiðisjómenn geta verið ánægðir með verð á mörkuðum.
05/06/2024

Strandveiðisjómenn geta verið ánægðir með verð á mörkuðum.

Meðalverð á þorski á fiskmörkuðum landsins þetta strandveiðitímabil ætlar að verða ágætt, að minnsta kosti miðað við fyrstu 26 söludaga frá og með 2. maí síðastliðnum.

„Okk­ur á Snæ­fellsnesi er mik­il­vægt að starf­andi séu öfl­ug­ar björg­un­ar­sveit­ir. Þetta skipt­ir miklu fyr­ir sjá...
04/06/2024

„Okk­ur á Snæ­fellsnesi er mik­il­vægt að starf­andi séu öfl­ug­ar björg­un­ar­sveit­ir. Þetta skipt­ir miklu fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og því er okk­ur kært að geta lagt lið,“ seg­ir Ragn­ar Smári Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Fisk­markaðar Íslands ehf. í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Okkur á Snæfellsnesi er mikilvægt að starfandi séu öflugar björgunarsveitir. Þetta skiptir miklu fyrir sjávarútveginn og því er okkur kært að geta lagt lið,“ segir Ragnar Smári Guðmundsson.

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir það hafa verið erfitt að segja upp starfsfolki í landvinnslu félagsi...
03/06/2024

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir það hafa verið erfitt að segja upp starfsfolki í landvinnslu félagsins.

Sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík hefur sagt upp 56 starfsmönnum sínum sem hafa starfað við landvinnslu. Í tilkynningu vegna uppsagnanna segir að félagið hafi reynt til hins ítrasta að halda starfsfólki í vinnu þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna jarðhræring...

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar samþykkti beiðni Sam­herja hf. um að kaup fé­lags­ins á helm­ings­hlut í sölu­fyr­ir­tæk­in...
03/06/2024

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar samþykkti beiðni Sam­herja hf. um að kaup fé­lags­ins á helm­ings­hlut í sölu­fyr­ir­tæk­inu Ice Fresh Sea­food ehf. gangi til baka.

Kaup Síldarvinnslunnar hf. á Ice Fresh Seafood ehf. ganga til baka.

Vegna vax­andi óánægju með skip­stjórn­ar­nám Tækni­skól­ans meðal nem­enda, kenn­ara og út­gerða legg­ur Fé­lag skip­st...
02/06/2024

Vegna vax­andi óánægju með skip­stjórn­ar­nám Tækni­skól­ans meðal nem­enda, kenn­ara og út­gerða legg­ur Fé­lag skip­stjórn­ar­manna til að stofnaður verði nýr skóli sjáv­ar­út­vegs og sigl­inga.

Frá árinu 1891 til ársins 2003, í 112 ár, var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla, þar sem dugmiklir menn völdust til forystu og mikil festa ríkti í starfi skólans. Það sama átti við um kennarana, fámennur hópur bar uppi kennsluna

Vægt er til orða tekið að segja að margt hafi breyst í íslenskum sjávarútvegi frá því að trillukarlarnir á myndinni sem ...
02/06/2024

Vægt er til orða tekið að segja að margt hafi breyst í íslenskum sjávarútvegi frá því að trillukarlarnir á myndinni sem fylgir færslunni lönduðu afla í snjókomu í Reykjavík um miðja síðustu öld. Á þessum árum var alls ekki óalgengt að margir færust á sjó og fyrirfannst vart það heimili sem slíkur harmleikur hafði ekki snert með einhverjum hætti á einhverjum tímapunkti.

Sem betur fer hefur átt sér stað bylting í öryggismálum íslenkra sjómanna og ekki síst bylting í öryggismenningu um borð í fiskiskipunum og smábátunum. Öryggismálin er einmitt eitt af umfjöllunarefnum sjómanandagsblaðs 200 mílna sem dreift var með Morgunblaðinu í gær, en í þeim málaflokki má alltaf gera betur enda á ekki að þykja eðlielgt að fólk leggi líf og limi
að veði að óþörfu.

Við skulum nýta daginn til að þakka sjómönnum öllum fyrir það ómetanlega starf sem þeir hafa unnið og vinna á hverjum degi í þágu þjóðar. Innilegar hamingjuóskir, sjómenn og fjölskyldur sjómanna!

Ljósmynd: Morgunblaðið/ÓKM

Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði.
30/05/2024

Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði.

Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði og leggur til við matvælaráðherra að veitt verði 161 dýr í sumar.

Strandveiðisjómenn krefjast þess að strandveiðum sé ráðstafað nægum aflaheimildum svo bátarnir geti veitt allt veiðitíma...
30/05/2024

Strandveiðisjómenn krefjast þess að strandveiðum sé ráðstafað nægum aflaheimildum svo bátarnir geti veitt allt veiðitímabilið.

Strandveiðifélag Íslands hefur boðað til kröfufundar 7. júní næstkomandi í þeim tilgangi að krefjast þess að strandveiðibátarnir fái að stunda veiðar allt strandveiðitímabilið, en viðmiðið er 12 dagar í maí, júní, júlí og ágúst

Address

Hádegismóar 2
Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when 200 mílur á mbl.is posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to 200 mílur á mbl.is:

Share

Nearby media companies


Other Media/News Companies in Reykjavík

Show All