HEIGLAR HLAKKA TIL HEIMSENDIS
eftir Ingibjörgu Sigurjónsdóttur
Nýstárleg blanda ljóðabókar og sjónlistarverks: Myndir og texti tvinnast saman og kallast á. Úr verður bók sem er allt í senn: Myndlistarbók, ljóðabók og skáldsaga – og þó ekkert þessara.
Hjörtu týnast á heiðum, smalastúlka felur andlitið í höndum sér, einhver stuggar við hlut með stjörnuljósi ... Að lokum spyr einhver: Er bleikt kám hið eina sanna málverk?
Heiglar hlakka til heimsendis er fáanleg á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Hún telur 152 litprentaðar blaðsíður. Útgefandi er Tunglið forlag. Upplagið er 150 eintök sem öll eru tölusett og árituð af listamanninum.
Pantið hér og fáið hana senda heim.
Ný bók frá Tunglinu:
Heiglar hlakka til heimsendis
eftir Ingibjörgu Sigurjónsdóttur
„Einhver gerði þetta. Af einhverjum hvötum. Af því þetta hefur einhverja merkingu. Og þess vegna er þetta skilið eftir hér, fyrir þig.“
Heiglar hlakka til heimsendis er óvenjuleg bók. Hún er nýstárleg blanda ljóðabókar og sjónlistarverks: Myndir og texti tvinnast saman og kallast á; myndirnar kalla á að vera lesnar, textarnir á að vera skoðaðir. Úr verður bók sem er allt í senn: Myndlistarbók, ljóðabók og skáldsaga – og þó ekkert þessara.
Textarnir og myndirnar eru samtvinnaðar en umfjöllunarefnin eru margbreytileg: Hjörtu týnast á heiðum, smalastúlka felur andlitið í höndum sér, einhver stuggar við hlut með stjörnuljósi, lystisemdir er hér að finna en líka efasemdir, heimsendir. Að lokum spyr einhver: Er bleikt kám hið eina sanna málverk?
Heiglar hlakka til heimsendis er fáanleg á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Hún er í stóru broti og telur 152 litprentaðar blaðsíður. Útgefandi er Tunglið forlag. Upplagið er 150 eintök sem öll eru tölusett og árituð af listamanninum.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis frá því hún lauk námi fyrir tólf árum síðan. Meðfram því hefur hún starfað við sýningarstjórnun og skrifað fjölda greina í bækur og blöð um menningu og listir. Heiglar hlakka til heimsendis er hennar fyrsta bók.
Ljóðbréf N°5 verður borið í póstkassa kostunarmanna undir fullu tungli í næstu viku. Föndurdeild Tunglsins hefur verið kölluð út. Hægt er að gerast kostunarmaður á tunglid.com.
Jólagestir Ragga og Dassa 2021
Rauðir hestar eftir Elísabetu Jökulsdóttur í kvöld og bara í kvöld, kl. 22 í Gróttu. 69 eintök. Léttar veitingar. Meira hér: https://fb.me/e/4FIriBRVD
TUNGLKVÖLD XIII: Tvær nýjar Tunglbækur.
• Rauðir hestar eftir Elísabetu Jökulsdóttur
• Ljósagangur: Vísindaskáldsaga eftir Dag Hjartarson
Tunglkvöld XIII verður haldið í gamla bænum við Gróttuvita næstkomandi miðvikudagskvöld. Dyravörðurinn er tunglið sjálft sem opnar brú yfir í eyjuna hálftíma áður en dagskráin hefst.
Á Tunglkvöldum er lesið upp úr bókunum, tónlist flutt, gjörningar framdir. Bækurnar tvær eru til sölu á meðan dagskráin lifir en það sem óselt er á miðnætti er sett á eldinn og brennt, í samræmi við hefðir, enda lifa Tunglbækur ekki nema kvöldstund.
Í Ljósagangi skýtur niður aldanna upp kollinum í Reykjavík og verður örlagavaldur í ástarsambandi ungs pars í Hlíðunum.
Rauðir hestar er myndverkabók í þremur hlutum. Hún fjalla um stúlku, föður, skáldskap og hesta sem þjóta um æðar og blaðsíður.
Enginn aðgangseyrir.
Allir velkomnir.
Viðeigandi klæðnaður og fótabúnaður.
Góð lending austanmegin.
Næg bílastæði í landi.
Léttar veitingar.
Fáar bækur.
TVEIR LEIKÞÆTTIR:
Ærslaleikur og gamanþáttur
með harmrænu ívafi þó
Höfundur: Ragnar Helga Ólafsson
Kilja | 120 síður | ISBN 978-9935-472-17-5
Fáið bókina senda heim: www.tunglid.com
Jólagestir í beinni. Athugið að útsendingin er í samstarfi við Joe and the djús: alltaf ferskir.
Jólagestir í beinni. Athugið að útsendingin er í samstarfi við Joe and the djús: alltaf ferskir.