Tunglið forlag

Tunglið forlag Tunglið kallar á skáldskap og Tunglið forlag svarar kallinu með útgáfu tunglbóka. Á Tunglkv

Allt um Dincer Gücyeter og Tunglkvöld N°XV sem fram fór í Mengi 19. maí síðastliðinn.
16/06/2023

Allt um Dincer Gücyeter og Tunglkvöld N°XV sem fram fór í Mengi 19. maí síðastliðinn.

Í verðlaunaskáldsögunni Þýskalandsævintýrið okkar segir Dinçer Güçyeter uppvaxtarsögu sína í bland við sögu fjölskyldu sinnar. Formæður hans hröktust frá Grikklandi til Tyrklands og þaðan loks til Þýskalands í leit að betra lífi.

RAW SALON SITCOM by Anne CarsonRaw Salon Sitcom is a short play written to be read repeatedly, without pause. Three char...
11/05/2023

RAW SALON SITCOM by Anne Carson

Raw Salon Sitcom is a short play written to be read repeatedly, without pause. Three characters meander on a soundstage – or is it a parlor room? They chat aimlessly and sip drinks randomly, only occasionally bursting into song. Appended to the script are drawings by Ragnar Kjartansson and a musical score by Kjartan Sveinsson.

MOON NIGHT N°XIIII MAY 13, 2023, 8 PM. 119 N 1ST ST, BROOKLYN

Icelandic publishing house Tunglið forlag (The Moon‘s Publishing Company) comes to New York for the first date of its 2023 Anniversary World Tour.

Everyone is welcome.

Admission is free.

Ample parking. Few books.

„Ég greini örlítinn depil á botni vatnsinsþar sem bátnum hans hvolfdi.“Land til að sauma rósir í er tregafull og frumleg...
21/12/2022

„Ég greini örlítinn depil á botni vatnsins
þar sem bátnum hans hvolfdi.“
Land til að sauma rósir í er tregafull og frumleg ferðasaga um Ísland fortíðar og nútíðar. Hér birtast myndir af landinu - myndir sem ekki hafa birst áður. Fáanleg í öllum betri bókabúðum.

Tunglið forlag spjallaði við Fréttablaðið um Ljóðbréf N°6.
06/12/2022

Tunglið forlag spjallaði við Fréttablaðið um Ljóðbréf N°6.

Menning Síð­ust­u ljóð Ei­ríks Guð­munds­son­ar í Ljóð­bréf­i Tungls­ins Eiríkur Guðmundsson lést aðeins 52 ára að aldri í ágúst síðastliðnum. Mynd/Samsett Þorvaldur S. Helgason [email protected] Þriðjudagur 6. desember 2022 Kl. 05.00 Deila Eiríkur Guðmundsson l...

LJÓÐBRÉF N°6 – Á NÆSTA FULLA TUNGLIÍ næsta bréfi má lesa áður óbirt ljóð eftir Eirík Guðmundsson ásamt ljóðum eftir fjöl...
02/12/2022

LJÓÐBRÉF N°6 – Á NÆSTA FULLA TUNGLI

Í næsta bréfi má lesa áður óbirt ljóð eftir Eirík Guðmundsson ásamt ljóðum eftir fjölbreyttan hóp íslenskra skálda í bland við þýðingar. Meðal höfunda eru Gyrðir Elíasson, Natasha S., Anne Carson, Sjón, Elísabet Kristín Kristín Jökulsdóttir , Sigurlín Bjarney og margir fleiri.

Skráðu þig fyrir Ljóðbréfi hér:

Land til að sauma rósir í fær lofsamlega dóma í Víðsjá. „Myndmálið er sterkt … Hjörtur er næmur á merkingarblæbrigði tun...
24/11/2022

Land til að sauma rósir í fær lofsamlega dóma í Víðsjá. „Myndmálið er sterkt … Hjörtur er næmur á merkingarblæbrigði tungumálsins og tekst vel að spenna upp ljóð sín með nákvæmu orðavali … Land til að sauma rósir í er heildstætt verk náttúruljóða“. Bókin er fáanleg í öllum betri bókabúðum, en einnig á vildarkjörum hér:
🌹 https://forms.gle/wnUh6PBTz33NbCqC7 🌹

https://www.ruv.is/frett/2022/11/16/ad-gera-heiminn-olaesilegri

„Á nokkrum stöðum gerir Hjörtur sér að leik að fara á ljóðrænt og örlítið dramatískt flug en setur svo niður eins og tjaldhæl, til að ljóðið hverfi ekki út í buskann,“ segir gagnrýnandi Víðsjár um nýjasta skáldverk Hjartar Marteinssonar.

„Dalir með breytilegu skýjafari,einveru sem verður ekki útskýrð.“Úr Landi til að sauma rósir í, fáanleg í næstu bókabúð ...
28/10/2022

„Dalir með breytilegu skýjafari,
einveru sem verður ekki útskýrð.“

Úr Landi til að sauma rósir í, fáanleg í næstu bókabúð en einnig er hægt að panta á vildarkjörum hér, frí heimsending: 🌹 https://forms.gle/a95TQr1d3UdweTnD6 🌹

Úr sögu vegagerðarinnar: rykbinding. Land til að sauma rósir í eftir Hjört Marteinsson. Fáanleg í næstu bókabúð.
19/10/2022

Úr sögu vegagerðarinnar: rykbinding.

Land til að sauma rósir í eftir Hjört Marteinsson. Fáanleg í næstu bókabúð.

Land til að sauma rósir í - dreift í búðir í dag! Einnig er hægt að panta á vildarkjörum hér, frí heimsending: 🌹 https:/...
11/10/2022

Land til að sauma rósir í - dreift í búðir í dag!
Einnig er hægt að panta á vildarkjörum hér, frí heimsending: 🌹 https://forms.gle/a95TQr1d3UdweTnD6 🌹

Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík árið 1957. Fyrir skáldsöguna AM 00 og ljóðabókina Alzheimer-tilbrigðin hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Þá hlaut Hjörtur Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2004. Hjörtur hefur einnig lagt stund á myndlist og haldið s*x einkasýningar. Land til að sauma rósir í er hans sjötta bók.

Tunglið kynnir með stolti: Land til að sauma rósir í. Ný ljóðabók eftir verðlaunaskáldið Hjört Marteinsson. Tryggið ykku...
08/10/2022

Tunglið kynnir með stolti: Land til að sauma rósir í. Ný ljóðabók eftir verðlaunaskáldið Hjört Marteinsson. Tryggið ykkur þessa fallegu bók í forsölu hér:
🌹 https://forms.gle/a95TQr1d3UdweTnD6 🌹
Frí heimsending!

Land til að sauma rósir í er ort í orðastað manns sem snýr aftur á heimaslóðirnar í leit að fortíð í landi þar sem áttirnar renna hver inn í aðra og Guð færir útgerðarmanninum aflann. Upp hefst ferðalag í tíma og rúmi um eyjuna sem gleypir í sig sumarbirtuna. Frumleg, ljóðræn, beitt og falleg.

Ný bók væntanleg frá Tunglinu.
07/10/2022

Ný bók væntanleg frá Tunglinu.

Ný bók komin úr prentsmiðjunni.
05/10/2022

Ný bók komin úr prentsmiðjunni.

„HVERNIG HNUPLA SKAL BÓKUM“ Í IKEALjóst er síðasta kynslóð íslenskra bókahnuplara mun að öllu óbreyttu deyja út á næstu ...
03/09/2022

„HVERNIG HNUPLA SKAL BÓKUM“ Í IKEA

Ljóst er síðasta kynslóð íslenskra bókahnuplara mun að öllu óbreyttu deyja út á næstu árum. Við þessar þróun þarf að bregðast.

Og það gerir Tunglið forlag. Eintökum af bókinni "Hvernig hnupla skal bókum" hefur verið dreift um verslun IKEA.
Tunglið forlag hvetur foreldra til að taka börnin með í verslun sænska stórfyrirtækisins og kenna þeim þessa fornu list, að hnupla bók, því aðeins þannig tryggjum við að þessi dýrmæta þekking renni ekki eins og perla af hálsfesti kynslóðanna.
Á bókinni er engin þjófavörn.

Tunglið forlag axlar ábyrgð og tekur að sér leiðandi hlutverk í báráttunni við verðbólgudrauginn. Nokkur fyrirtæki hafa ...
02/09/2022

Tunglið forlag axlar ábyrgð og tekur að sér leiðandi hlutverk í báráttunni við verðbólgudrauginn. Nokkur fyrirtæki hafa fryst verð á völdum vörum. En meira þarf ef duga skal. Tunglið stígur í dag skrefið til fulls og leysir upp hugmyndina um verð á vöru.
Hvernig hnupla skal bókum er komin í bókabúðina í Austurstræti.
Leiðbeinandi verð: 99.999 ISK.
Öllum frjálst að hnupla.

HVERNIG HNUPLA SKAL BÓKUMeftir David Horvitz er komin í Eymundsson Austurstræti, öllum frjálst að hnupla. Samkvæmt nýjum...
02/09/2022

HVERNIG HNUPLA SKAL BÓKUM
eftir David Horvitz er komin í Eymundsson Austurstræti, öllum frjálst að hnupla.

Samkvæmt nýjum gögnum sem Tunglið forlag hefur komist yfir hefur bókahnupl á Íslandi dregist mjög saman. Nú er svo komið að við stöndum, í fyrsta skipti, hinum Norðurlöndunum langt að baki í þessari fornu list. Ljóst er síðasta kynslóð íslenskra bókahnuplara mun að öllu óbreyttu deyja út á næstu árum. Heita má að skarð sé hoggið í menningarsögu þjóðarinnar.

Tunglið forlag bregðast við þessari döpru þróun með útgáfu bókarinnar Hvernig hnupla skal bókum eftir David Horvitz.

Upplagi bókarinnar verður á föstudaginn stillt upp í verslun Eymundsson Austurstræti og er leiðbeinandi útsöluverð 99.999 kr. en henni er öllum frjálst að hnupla. Engin þjóvavörn er í bókinni, að henni beinast engar eftirlitsmyndavélar, þeim sem taka bókina ófrjálsri hendi bíða engir eftirmálar, hvorki af hálfu Tunglsis forlags né Eymundssonar.

Þá hefur 20 eintökum af Hvernig hnupla skal bókum verið komið fyrir í sýningarrýmum IKEA og hvetur Tunglið forlag alla fjölskylduna til að fara saman og hnupla bók, því aðeins þannig tryggjum við að þessi dýrmæta þekking renni ekki eins og perla af hálsfesti kynslóðanna.

_______

Hvernig hnuppla skal bókum eftir David Horvitz, er um 100 blaðsíðna löng. Íslenska þýðingu gerðu Ragnar Helgi Ólafsson og Dagur Hjartarsson. Tunglið forlag gefur bókina út í samstarfi Edition Taube í München. Hún er prentuð í einum lit: sumargrasgrænum.

Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Olafsson tala út um Hvernig hnupla skal bókum í Fréttablaðinu í dag.
02/09/2022

Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Olafsson tala út um Hvernig hnupla skal bókum í Fréttablaðinu í dag.

Innlent Hvetja lands­menn til að hnupla bókum sínum Rithöfundarnir Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Ólafsson hvetja landsmenn til að hnupla nýjustu bók Tungls forlags Mynd/samsett Ragnar Jón Hrólfsson Fimmtudagur 1. september 2022 Kl. 22.50 Deila Rithöfundarnir Dagur Hjartarson og Ragnar...

Hin týnda list. Síðustu forvöð.
02/09/2022

Hin týnda list. Síðustu forvöð.

HVERNIG HNUPLA SKAL BÓKUMeftir David HorvitzSamkvæmt nýjum gögnum sem Tunglið forlag hefur komist yfir hefur bókahnupl á...
01/09/2022

HVERNIG HNUPLA SKAL BÓKUM
eftir David Horvitz

Samkvæmt nýjum gögnum sem Tunglið forlag hefur komist yfir hefur bókahnupl á Íslandi dregist mjög saman. Nú er svo komið að við stöndum, í fyrsta skipti, hinum Norðurlöndunum langt að baki í þessari fornu list. Ljóst er síðasta kynslóð íslenskra bókahnuplara mun að öllu óbreyttu deyja út á næstu árum. Heita má að skarð sé hoggið í menningarsögu þjóðarinnar.

Tunglið forlag bregðast við þessari döpru þróun með útgáfu bókarinnar Hvernig hnupla skal bókum eftir David Horvitz.

Upplagi bókarinnar verður stillt upp í verslun Eymundsson Austurstræti og er leiðbeinandi útsöluverð 99.999 kr. en henni er öllum frjálst að hnupla. Engin þjóvavörn er í bókinni, að henni beinast engar eftirlitsmyndavélar, þeim sem taka bókina ófrjálsri hendi bíða engir eftirmálar, hvorki af hálfu Tunglsis forlags né Eymundssonar.

Þá hefur 20 eintökum af Hvernig hnupla skal bókum verið komið fyrir í sýningarrýmum IKEA og hvetur Tunglið forlag alla fjölskylduna til að fara saman og hnupla bók, því aðeins þannig tryggjum við að þessi dýrmæta þekking renni ekki eins og perla af hálsfesti kynslóðanna.

_______

Hvernig hnuppla skal bókum eftir David Horvitz, er um 100 blaðsíðna löng. Íslenska þýðingu gerðu Ragnar Helgi Ólafsson og Dagur Hjartarsson. Tunglið forlag gefur bókina út í samstarfi Edition Taube í München. Hún er prentuð í einum lit: sumargrasgrænum.

30/08/2022

Address

Klapparstígur
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Tunglið forlag posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Tunglið forlag:

Videos

Share


Other Media/News Companies in Reykjavík

Show All