Lemúrinn

Lemúrinn Lemúrinn er veftímarit um allt. Hér birtast tenglar á nýjustu greinarnar og ýmislegt fleira. L Lemúrinn er furðuleg vera, rétt eins og náfrændi hans maðurinn.

Þýski fótboltamaðurinn Jürgen Klinsmann (f. 1964) fyrir utan heimili sitt í Lundúnum árið 1994. Þá hafði hann nýlega sam...
04/07/2024

Þýski fótboltamaðurinn Jürgen Klinsmann (f. 1964) fyrir utan heimili sitt í Lundúnum árið 1994. Þá hafði hann nýlega samið við Tottenham Hotspur í norðurhluta borgarinnar. Klinsmann tók með sér þessa gullfallegu Volkswagen-bjöllu, en hún fylgdi honum bróðurpart einstaklega farsæls ferils.

Nú stendur EM í fótbolta sem hæst í Þýskalandi. En hvernig varð einkennisréttur höfuðborgar Þýskalands til?
01/07/2024

Nú stendur EM í fótbolta sem hæst í Þýskalandi. En hvernig varð einkennisréttur höfuðborgar Þýskalands til?

Flestir sem hafa heimsótt Berlín, höfuðborg Þýskalands, kannast eflaust við réttinn Currywurst. Fyrir Berlínarbúa er rétturinn orðinn að órjúfanlegum hluta staðbundnar menningar borgarinnar, og gildir þá einu á hvaða aldursbili eða þjóðerni íbúarnir tilheyra. Það elska al...

Hin stórbrotna tónlistarkona Françoise Hardy er látin, 80 ára að aldri. Hardy fæddist í stríðshrjáðu Frakklandi árið 194...
12/06/2024

Hin stórbrotna tónlistarkona Françoise Hardy er látin, 80 ára að aldri. Hardy fæddist í stríðshrjáðu Frakklandi árið 1944 og ólst upp í París. Hardy er jafnan minnst fyrir að vera fremst meðal jafningja í "Yé-Yé" tónlistarstefnunni svokölluðu, en nafnið er talið vera dregið úr laginu La fille avec toi, þar sem Hardy syngur einmitt "yeah, yeah" á ensku. Hardy stundaði háskólanám í tungumálum og sló í gegn með lögum á borð við Tous les garçons et les filles, Comment te dire adieu og C'est à l'amour auquel je pense, auk fjölda annarra. Hardy söng jöfnum höndum á frönsku, þýsku, ítölsku og ensku og var stjarna um allan heim, frá 1962 til dagsins í dag og um ókomna tíð. Hvíl í friði, Françoise

Breski tónlistarmaðurinn Ian Curtis (1956-1980) eftir tónleika hljómsveitarinnar Joy Division í heimaborginni Manchester...
02/06/2024

Breski tónlistarmaðurinn Ian Curtis (1956-1980) eftir tónleika hljómsveitarinnar Joy Division í heimaborginni Manchester, um vorið 1980. Mögnuð mynd eftir hollenska ljósmyndarann Anton Corbijn.

Bandaríska leikkonan Chloë Sevigny (f. 1974) og breski tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker (f. 1963) á djamminu árið 1998. Þ...
24/03/2024

Bandaríska leikkonan Chloë Sevigny (f. 1974) og breski tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker (f. 1963) á djamminu árið 1998. Þau voru þá kærustupar.

Myndljóð (e. calligram) sem lýsir týpískri helgi ungmenna í Reykjavík undir lok fyrsta áratugar 21. aldar. Höfundar: Ste...
11/03/2024

Myndljóð (e. calligram) sem lýsir týpískri helgi ungmenna í Reykjavík undir lok fyrsta áratugar 21. aldar. Höfundar: Steinþór Helgi Arnsteinsson & Björn Teitsson.

Til hamingju með daginn, kæru lesendur.
24/02/2024

Til hamingju með daginn, kæru lesendur.

Feðgarnir Paolo (f. 1968) og Cesare (1932-2016) Maldini eftir leik þess fyrrnefnda fyrir yngri flokk AC Milan árið 1978.
03/02/2024

Feðgarnir Paolo (f. 1968) og Cesare (1932-2016) Maldini eftir leik þess fyrrnefnda fyrir yngri flokk AC Milan árið 1978.

„Ertu farin/n að huga að jólunum?”DV. Október. 2010. 🐐
07/12/2023

„Ertu farin/n að huga að jólunum?”

DV. Október. 2010.

🐐

Þessi mynd frá árinu 1986 er tekin í Austur-Berlín af ljósmyndaranum Jörg Knöfel. Á henni má sjá ungan pönkara horfa í á...
05/12/2023

Þessi mynd frá árinu 1986 er tekin í Austur-Berlín af ljósmyndaranum Jörg Knöfel. Á henni má sjá ungan pönkara horfa í áttina frá lögreglumanni Volkspolizei (stundum nefnt VoPo) við U-bahn stöð. Pönkarinn heitir Sven Marquandt og varð síðar (heims)frægur fyrir að vera dyravörður á Berghain - líklega þekktasta teknóklúbbi sögunnar.

Manhattan í New York. Loftmyndir frá 1931 vs. 2020. Via Joaquim Campa
03/12/2023

Manhattan í New York. Loftmyndir frá 1931 vs. 2020.

Via Joaquim Campa

Hvað ef Alþingishúsið hefði risið í Bankastræti? Hvað ef járnbrautarstöð væri á Snorrabraut? Og hvað ef „háborg íslenskr...
25/11/2023

Hvað ef Alþingishúsið hefði risið í Bankastræti? Hvað ef járnbrautarstöð væri á Snorrabraut? Og hvað ef „háborg íslenskrar menningar“ hefði risið á Skólavörðuholtinu?

Reykjavík sem ekki varð, eftir þau Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg, kom fyrst út árið 2014 og seldist bókstaflega upp - og það ekki einu sinni eða tvisvar, heldur þrisvar! Nú er Reykjavík sem ekki varð loks fáanleg á nýjan leik, í fyrsta sinn í átta ár, og hvetjum við lesendur til að grípa tækifærið og næla sér í eintak.

Hvað ef Alþingishúsið hefði risið í Bankastræti? Hvað ef járnbrautarstöð væri á Snorrabraut? Og hvað ef „háborg íslenskr...
25/11/2023

Hvað ef Alþingishúsið hefði risið í Bankastræti? Hvað ef járnbrautarstöð væri á Snorrabraut? Og hvað ef „háborg íslenskrar menningar“ hefði risið á Skólavörðuholtinu?

Lemúrnum er ljúft og skylt að rifja upp þessa umfjöllun og viðtal við höfunda um Reykjavík sem ekki varð, eftir þau Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg, tímamótaverk um arkitektúr og skipulag í Reykjavík, sem varð næstum því að veruleika. Þannig hefði borgin auðveldlega getað tekið á sig allt aðra mynd en við þekkjum í dag - og þau dæmi fáum við að sjá í vönduðum teikningum af borginni sem hefði getað orðið.

Bókin kom fyrst út árið 2014 og seldist bókstaflega upp - og það ekki einu sinni eða tvisvar, heldur þrisvar! Nú er Reykjavík sem ekki varð loks fáanleg á nýjan leik, í fyrsta sinn í átta ár, og hvetjum við lesendur til að grípa tækifærið og næla sér í eintak.

Hvað ef Alþingishúsið hefði risið í Bankastræti? Hvað ef járnbrautarstöð væri á Snorrabraut? Og hvað ef „háborg íslenskrar menningar“ hefði risið á Skólavörðuholtinu?

Þann 12. desember árið 1972 bauð Marie-Hélène de Rothschild, eiginkona helsta erfingja Frakklandsarms Rothschild-veldisi...
22/11/2023

Þann 12. desember árið 1972 bauð Marie-Hélène de Rothschild, eiginkona helsta erfingja Frakklandsarms Rothschild-veldisins Guy de Rothschild, til kvöldverðarboðs sem var einkar metnaðarfullt. Í Dîner de Têtes Surréaliste, eða kvöldverði súrrealísku höfðanna, kom saman fínasta og ríkasta fólk Parísarborgar. Og Salvador Dali var lykilmaður. Spænski listamaðurinn hannaði boðskortið í veisluna þar sem skrifað var aftur á bak. Dali sá einnig um lýsinguna þar sem Ferriéres-kastali Rothschild-fjölskyldunnar í útverfi Parísar var baðaður rauðum og appelsínugulum hreyfanlegum ljósum – til að búa til þau hughrif að kastalinn stæði í ljósum logum. Búningarnir eru magnaðir en í þeim má sjá sterkar vísanir í listasöguna og önnur söguleg (og satanísk) minni.

Rothschild-fjölskyldan er líklega ríkasta fjölskylda í heimi. Margir telja hana jafnvel svo ríka og volduga að hún stjórni í raun öllu sem hún stjórna vill, nema aðeins á bak við tjöldin.

Jón Páll Sigmarsson, þá sterkasti maður heims, auglýsir Svala árið 1988.
18/10/2023

Jón Páll Sigmarsson, þá sterkasti maður heims, auglýsir Svala árið 1988.

Besta útgáfa hljómsveitarinnar Nirvana kom fram í skemmtiþættinum Saturday Night Live í New York, þann 25. september ári...
13/10/2023

Besta útgáfa hljómsveitarinnar Nirvana kom fram í skemmtiþættinum Saturday Night Live í New York, þann 25. september árið 1993. Frá vinstri Dave Grohl, Charles Barkley, Krist Novoselic og Kurt Cobain.
Novoselic er í alvörunni hærri í loftinu en Barkley. Hann er 2.04 m á meðan Barkley er „aðeins“ 1.96 m.

Forsetahjónin herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fyrir utan Pizza 67 í Kaupmannahöfn í nóv...
29/09/2023

Forsetahjónin herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fyrir utan Pizza 67 í Kaupmannahöfn í nóvember árið 1996, á meðan íslenska útrásin snerist enn um pizzur. Morgunblaðið sagði frá opinberri heimsókn forsetahjónanna til Danmerkur:
____________________
„Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins eiginmaður hennar taka á móti forsetahjónunum á hádegi 18. nóvember og verður þjóðsöngur Íslendinga meðal annars leikinn að því búnu. […] Þau munu meðal annars heimsækja Stofnun Árna Magnússonar, sækja sýningu á Djöflaeyjunni og nýtt veitingahús Pizza 67 á Ráðhústorgi.“ Mynd: G. Gíslason

Í dag er 22. september og við fögnum Bíllausa deginum! Hér er því kúl fólk að nota almenningssamgöngur, eins og kúl fólk...
22/09/2023

Í dag er 22. september og við fögnum Bíllausa deginum! Hér er því kúl fólk að nota almenningssamgöngur, eins og kúl fólk gerir.

1. John Lennon
2. Björk
3. David Bowie
4. Meryl Streep
5. Paul McCartney
6. Marilyn Monroe
7. Keanu Reeves
8. Jane Birkin & Serge Gainsbourg
9. Angela Merkel
10. Rosa Parks ❤️

Anastasía Nikolaevna Rómanova, yfirhertogynja og yngsta dóttir Nikulásar II síðasta keisara Rússlands, var 13 ára að ald...
11/09/2023

Anastasía Nikolaevna Rómanova, yfirhertogynja og yngsta dóttir Nikulásar II síðasta keisara Rússlands, var 13 ára að aldri þegar hún tók þessa sjálfsmynd. Prinsessan notaði spegil til að mynda sjálfa sig, svona rétt eins og milljónir táninga gera um allan heim í dag með snjallsímum sínum. Anastasía var því sannkallaður tískuviti (e. trendsetter).
_________

Prinsessan lét myndina fylgja bréfi sem hún sendi vinkonu sinni. Hún skrifaði um ljósmyndina: “Ég tók myndina af mér að horfa í spegil. Það var mjög erfitt því hendur mínar skulfu.”

Ein helsta stjarna Íslands á árinu 2021 er tvímælalaust Kristín Jónsdóttir, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni. Fyrir 25 ár...
04/09/2023

Ein helsta stjarna Íslands á árinu 2021 er tvímælalaust Kristín Jónsdóttir, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni. Fyrir 25 árum var hún indí-rokkstjarna og var í hljómsveitinni Múldýrinu ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni „Prins Póló“, Einari Sonic Kristjánssyni, Kristni Gunnari Blöndal KGB og Helga Erni Péturssyni. Hér má sjá fram- og bakhlið stuttskífu sem var samnefnd sveitinni, gefin út af Skakkamanage (sem varð síðar nafn á epískri hljómsveit Svavars og Berglindar Häsler). Allt við þetta er yndislega fallegt.

Hamraborgin að verða tilbúin. Mynd úr auglýsingu sem birtist í Frjálsri verslun árið 1978.
14/08/2023

Hamraborgin að verða tilbúin. Mynd úr auglýsingu sem birtist í Frjálsri verslun árið 1978.

Lögreglan, Eiðistorgi, um 1995. Úr ljósmyndasafni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Forvarnir á Seltjarnarnesi..Eiður ...
11/08/2023

Lögreglan, Eiðistorgi, um 1995. Úr ljósmyndasafni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Forvarnir á Seltjarnarnesi..
Eiður Eiðsson eldri og Toyota Corolla.“

„Breezewood”, stórbrotin ljósmynd eftir kanadíska ljósmyndarann Edward Burtynsky. Hún er tekin árið 2008 í smábæ í Penns...
01/08/2023

„Breezewood”, stórbrotin ljósmynd eftir kanadíska ljósmyndarann Edward Burtynsky. Hún er tekin árið 2008 í smábæ í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna en gæti verið tekin nokkurn veginn hvar sem er í þessu mesta bílalandi heims. Mikinn fjölda fyrirtækja og skilta má sjá á myndinni en ekki eina einustu manneskju á ferli. Enda býður skipulagða umhverfið ekki beinlínis upp á það. Myndin er þannig mögnuð gagnrýni á neyslusamfélag nútímans sem er skapað í kringum einkabíl, stórfyrirtæki og neyslu - en lítil sem engin áhersla er mannleg samskipti, gróður eða almenn lífsgæði og hamingju. Meistaraverk.

Nú eru fjölmargir Íslendingar á ferð og flugi. Þá er fátt betra en að hlusta á áhugavert hlaðvarp, hvort sem þið eruð að...
19/07/2023

Nú eru fjölmargir Íslendingar á ferð og flugi. Þá er fátt betra en að hlusta á áhugavert hlaðvarp, hvort sem þið eruð að sóla ykkur á hlýrri strönd, sitjandi í lest á meginlandinu eða akandi í bíl á þjóðvegum Íslands.

Við minnum á Útsendara ástarinnar, hlaðvarp um Helgu Novak, Ísland, Austur-Þýskaland og Stasi, sem er aðgengilegt á spilara RÚV, í RÚV-appinu og á Spotify.

Í þáttunum er brugðið upp mynd af sögu íslenskra námsmanna í Austur-Þýskalandi og fjallað um aðferðir Stasi við að njósna um þá. Sérstaklega er fjallað um austurþýska - síðar íslenska - rithöfundinn Helgu Novak, sem átti í senn ævintýralegt og átakanlegt lífshlaup.

Umsagnir um Útsendara ástarinnar:

"Hafi einhver efast um mikilvægi Ríkisútvarpsins. Ef ekki væri fyrir RÚV væri svona útvarp ekki veruleiki á Íslandi. Þvílík rannsóknarvinna, frábærlega pródúserað og last but not least: Broddi dreginn út úr retirement."
- Dr. Guðmundur Björn Þorbjörnsson

"Mæli mjög sterklega með þessum þáttum! Geggjað stöff! Kalt stríð, stasí, þýska, njósnir, ljóðlist!!! Er hægt að biðja um meira? Þetta er svona íslenskt Wind of Change!"
- Dr. Haukur Ingvarsson

"Þvílík útvarpsupplifun!"
- Dr. Sólveig Ólafsdóttir

https://www.ruv.is/utvarp/spila/utsendari-astarinnar/34471/a8nmrh

Jane Birkin, 1946-2023. ❤️
16/07/2023

Jane Birkin, 1946-2023. ❤️

Íkónískt einkennismerki, eða lógó, Ólympíuleikana í Mexíkóborg 1968. Hönnuðinum, Lance Wyman, var falið að ha...
15/06/2023

Íkónískt einkennismerki, eða lógó, Ólympíuleikana í Mexíkóborg 1968. Hönnuðinum, Lance Wyman, var falið að hanna merki sem væri verðug táknmynd fyrir bæði leikana og hina mögnuðu menningarmiðstöð og höfuðstað Ameríku sem Mexíkóborg er. Um lokaafurðina sagði Wyman, „ég vildi finna leið til að fá rúmfræði til að bresta í söng.”

Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni Vara fyrir utan Hús verslunarinnar um vor, 1985. Ískaldur realismi. Þess má til gam...
12/06/2023

Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni Vara fyrir utan Hús verslunarinnar um vor, 1985. Ískaldur realismi. Þess má til gamans geta að stofnandi Vara var Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi. Mynd úr tímaritinu Frjáls verslun.

Unité d'habitation í Marseille, fjölbýlishús eftir Le Corbusier sem var byggt á árunum 1947-1952. Í byggingunni eru 337 ...
28/05/2023

Unité d'habitation í Marseille, fjölbýlishús eftir Le Corbusier sem var byggt á árunum 1947-1952. Í byggingunni eru 337 íbúðir af mismunandi stærðum, þær stærstu á tveimur hæðum með innbyggðum innréttingum sem Corbu hannaði ásamt Shadrach Woods og George Candilis. Í byggingunni eru ennfremur verslanir, veitingahús og kennslustofur. Á þakinu er verönd með sundlaug sem íbúar geta notið og kælt sig niður á heitum dögum.

Þegar byggingin var vígð árið 1953 komu saman margir frægustu arkitektar heims til að fagna með Corbu en þeirra á meðal var Walter Gropius, stofnandi Bauhaus-listaháskólans og þá prófessor við Harvard. Hann sagði við tilefnið „sá arkitekt sem kann ekki að meta fegurð þessarar byggingar, getur lagt blýantinn sinn á hilluna.“

Síðar voru reistar eins byggingar í öðrum borgum Evrópu. Í Nantes (1955), Vestur-Berlín (1957), Briey (1963) og Firminy í Loire-dalnum (1965). Myndir via Archdailly.

Austurbæjarskóli (Nýi barnaskólinn) var byggður á árunum 1924-1930 en kennsla hófst óformlega í ókláraðri byggingunni 9....
22/05/2023

Austurbæjarskóli (Nýi barnaskólinn) var byggður á árunum 1924-1930 en kennsla hófst óformlega í ókláraðri byggingunni 9. nóvember 1929. Fyrsti skólastjóri var Sigurður Thorlacius, sem bjó ásamt eiginkonu sinni, Áslaugu Thorlacius, í sérstakri skólastjóraíbúð á efri hæð í suðvesturálmu skólans. Börn þeirra, Örnólfur og Kristín Thorlacius, fæddust í skólanum. Arkitekt skólans var Sigurður Guðmundsson. Ljósmynd: Jón Kaldal (Þjóðminjasafn Íslands).

Hin víðfræga og byltingarkennda Moka Express kaffikanna fagnar í ár sínu 90 ára afmæli. Það var ítalski verkfræðingurinn...
18/05/2023

Hin víðfræga og byltingarkennda Moka Express kaffikanna fagnar í ár sínu 90 ára afmæli. Það var ítalski verkfræðingurinn Luigi Di Ponti sem á heiðurinn að hinni klassísku hönnun, sem er undir sterkum art deco-áhrifum með dass af módernískri skilvirkni. Það var Alfonso Bialetti sem tryggði sér einkaréttinn, en hann rak þá ál-og stálsmiðju í Crusinallo í Norður-Ítalíu í Piedmont-héraði.

Mokkakannan er til á velflestum kaffiþyrstum heimilum, er ávallt traust og hellir upp á jafnbesta kaffið, engir stælar, alltaf góð útkoma.

Árið 2020 bárust fregnir af því að fyrirtækið Bialetti væri nálægt gjaldþroti en ástæðan var rakin til þess að fyrirtækið framleiddi „of góða vöru“, þ.e. að könnurnar eru svo endingargóðar að viðskiptavinir þurfa ekki sífellt að skipta og kaupa nýja kaffivél, eins og raunin er með mörg önnur merki.

Annar góður moli er um Renato Bialetti, son Alfonso sem tók við fyrirtæki föðurs síns á eftirstríðsárunum. Þegar hann lést árið 2016, 93 ára að aldri, ákváðu börn hans að verða við óskum föðurs síns um að lík hans yrði brennt og öskunni komið fyrir í hverju? Jú, risastórri mokkakönnu.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Lemúrinn posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Lemúrinn:

Share


Other News & Media Websites in Reykjavík

Show All

You may also like