Launafólk eru máttarstólpar samfélagsins

Launafólk eru máttarstólpar samfélagsins Róttæk umræða um verkalýðsbaráttuna á Íslandi á líðandi stund

Í hæsta máta villandi framsetningEins og segir hér í texta fréttarinnar:„Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 pró...
01/05/2021

Í hæsta máta villandi framsetning

Eins og segir hér í texta fréttarinnar:
„Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamn-ingar verið gerðir. Lægst launuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar“, sem kynnt var í vikunni.

Þetta er auðvitað fráleit framsetning, hvort sem það er frétta-mannsins eða nefndarinnar. En samningarnir um launabreyting-arnar fjalla allar um krónutölu hækkanir, því er það villandi að blanda inn í umræðuna hlutfallshækkunum á launatöxtum.

Samkvæmt mínum skilningi hækkuðu launataxtar allra hópa nánast eins í krónutölu. Nema á svæði Eflingar var um að ræða auka taxtabreytingu sem var fullkomlega eðlileg.

Allir hópar fá nánast allir sömu krónutöluhækkanir fyrir utan ýmis minniháttar frávik vegna þarfa einstaka stétta. En einnig kemur til vinnutímastytting sem er fráleitt að fjalla um sem hlutfallshækkun á launum og jafnvel ekki sem hækkun á launakostnaði, en á móti hlýtur að koma minnkandi húsnæðiskostnaður og hlutfallslega minnkandi fjármagnskostnaður.

Það hefur tekist að hífa upp í launum það fólk sem starfar á lægstu launatöxtum sem eru fyrst og fremst ófaglærðar konur sem eru að störfum hjá opinberum aðilum og hjá ferðaþjónustunni. En einnig verkafólk er kemur erlendis hjá.

Kjarabarátta Eflingar fyrir hönd kvenna starfandi í leikskólum og á sjúkrahúsum eða við önnur aðhlynningarstörf bar mikinn árangur og næstu átök á þeim vettvangi hlýtur að vera gagnvart þeim atvinnurekendum er greiða enn minni laun en þeir opinberu gera nú.

Í dag 1. maí er vissulega kominn tími til að undirbúa átökin við sam-tök atvinnurekenda er snýr að því bæta laun þeirra sem starfa eftir launatöxtum sem eru fyrir neðan sjálfsvirðingu fólks.

Einnig er nauðsynlegt að skoða húsnæðismál launafólks. Spurningin er um það telst vera eðlileg stefna að gera launafólk framtíðarinnar að leiguliðum háð því að búa við húsaleiguokur. Óhagnaðardrifin húsa-leigufélög geta hæglega breyst í húsaleiguokurfélög.

Verkafólk er í engum vandræðum með að hafa vit fyrir sér í húsnæðismálum. Það hefur reynslan kennt, en réttlæti verður að ríkja í húsnæðismálum.

Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun.

Það eru auðvitað hagsmuna samtök atvinurekenda sem stjórna sínum flokki. Fjármagnseigendur eins og skattlausa fólkið kal...
08/04/2021

Það eru auðvitað hagsmuna samtök atvinurekenda sem stjórna sínum flokki. Fjármagnseigendur eins og skattlausa fólkið kallar sig það sem er skrifað sem eigendur fyrirtækj-anna sem þrýstir á sítt fólk.
En almenningur verður að átta sig á því, að þótt núverandi skráðir eigendur hótelanna getir ekki haldið þeim. Þá koma aðrir og taka við. Húsin eru jarðföst og verða ekki flutt úr landi. Það gæti orðið til að styrkja stöðu launafólks að það komi nýir rekstraraðilar að þessum hótelum.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að í upphafi farsóttarinnar hafi markmiðið verið að halda kúrfunni niðri og fletja hana út en reynsla síðustu mánaða hafi sýnt að hægt sé að þurrka hana nánast út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum. Hann segir ekkert fara...

Nýr Framsóknarflokkur fæddur samkvæmt þessum orðum Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar:Ný heildarstefna flokksin...
15/02/2021

Nýr Framsóknarflokkur fæddur samkvæmt þessum orðum Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar:

Ný heildarstefna flokksins verður að sögn Loga samþykkt á flokkstjórnarfundi í næsta mánuði, sem stefnuskjal fyrir næstu kosningar verði unnið úr.

Stefnan muni staðfesta að Samfylkingin sé miðju- og jafnaðar-mannaflokkur. Hann óttast því ekki að hægri kratar muni flykkjast brott úr flokknum.

Það er miklu fremur hitt, að færra vinstri sinnað félagshyggjufólk muni kjósa flokkinn

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.

Þetta er mikil framfara hugsun að öllu leiti og hlýtur að hafa mikil áhrif á allt skipulag til framtíðar. En það sem mér...
05/02/2021

Þetta er mikil framfara hugsun að öllu leiti og hlýtur að hafa mikil áhrif á allt skipulag til framtíðar. En það sem mér finnst vanta í þessa kynningu og umræðunna til þessa eru skipulagðar samgöngur í hverfunum.

Í mínum huga verður að kom til slíkt mjög þetta samgöngukerfi sem flytur fólk frá heimilum sínum og að borgarlínunni. Svona rétt eins sjá má t.d. í Kaupmannahöfn. Líklega er reikna með að stoppistöðvar borgarlínu verði tiltölulega fáar og gert ráð fyrir að þar geti þróast þjónustufyrirtæki og hverfisverslanir.

Stæði eða geymslusvæði fyrir umhverfisvæn farartæki hverfisfarartæki er geta t.d. verið reiðhjól og fyrir ýmis smærri rafmagnsfarartæki. Til að leiða hugmyndir almennings tímalega að hverju er stefnt og getur gert ýmis búsetusvæði fólks eftirsóknarverð.

Það hefur ýmsa kosti fyrir fjölskyldur að búa utan við miðborgina. T.d. nær óspjallaðri náttúru og þar sem er betra andrúmsloft. í framtíðinni er ekki ólíklegt að fólk vilji búa þar sem það hefur kost á nytjagarðrækt og möguleikum á einhverju húsdýrahaldi.

Gott væri að slíkar skipulagshugmyndir fari að fæast sem fyrst, það er morgunljóst að það verður alltaf mikill fjöldi fólks sem vill búa í eitthvað dreifðari byggð en þeim byggðum sem eru víða að rísa þar sem fólk fólk hvað ofaníi öðru.

Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínu hafa verið birt. Þar fæst skýrari mynd en áður hefur komið fram um hvernig fyrirséð er að Borgarlínan breyti samgönguskipulaginu á þeim götum sem hún fer um. Tillaga er gerð um einstefnu á Hverfisgötu.

02/02/2021

Það hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem eru að brjóta niður íslenska vegakerfið taki aukinn þátt í því að viðhalda vegunum. Þá á ég sérstaklega stóra flutningabíla og raunar einnig stórar ,,rútur" sem fara um þjóðvegina.

Vegirnir og þá einna helst vegir í dreifðustu byggðum landsins eins og t.d. í Gufudalssveit eru ekki byggðir þungaflutninga. Þegar þeir eru byggðir fara nær allir þungaflutningar sjóleiðina.

Væntanlega hafa þessir vegir verið byggðir með það viðmið, að þungaflutningar fari með skipum. Það eru ekki léttir fólksbílar sem eru að brjóta niður vegina. En það eru samt eigendur slíkra bíla sem greiða þau gjöld sem eiga standa undir kostnaði við viðhald veganna.

Friði verður aldrei komið á með valdi milli ríkjaVar kvennaljóminn Einstein látinn segja í sjónvarpsþáttunum sem átti að...
22/01/2021

Friði verður aldrei komið á með valdi milli ríkja

Var kvennaljóminn Einstein látinn segja í sjónvarpsþáttunum sem átti að varpa einhverju ljósi á líf þessa manns.

En það er einmitt það sem þorri alla ríkja hafa trú á.

Friður settur með ógnarvaldi.

Friður í anda valda aðilans, hverskonar friður er það?

Mörg ríkin eru t.a.m. með svonefnd varnarsamtök og kalla NATÓ, er iðulega hagar sér sem valdbeitingaraðili með stórvirkum vopnum og hersveitum.

Forysturíki þessara samtaka sem Ísland er mesta herveldi jarðarinnar, herveldi sem aldrei hikar við að beita vopna valdi gagnvart fámennari ríkjum. Kröfur þessa herveldis virka eiginlega sem lög í þessu bandalagi.

Reynslan af tilverum af svonefndum varnarbandalögum er byggja upp áhrif sín með vopnavaldi og hótunum um valdbeitingar.

Er mjög slæm fyrir heimsbyggðina. Þ.e.a.s. að fjöldi þjóða eru beygðar undir þessa ógn.

Þvert á forsíðu Fréttablaðsins í dag laugardag segir, að íslendingar hafa ekki gerst aðili að friðarsam-tökum sem vilja að kjarnavopn verði bönnuð.

Það sama á við um öll NATÓ ríkin undir stjórn Bandaríska hersins. Það á við um öll Norðurlöndin Einnig önnur helstu herveldi heimsins er hafa í höndum sínum kjarnavopn.

En samkvæmt einhverjum skoðanakönnunum ku íslenskur almenningur vera algjörlega á móti kjarnavopnum. Er þá rikisvaldið að loka augunum fyrir vilja almennings?

Ekki er sagt frá því í fréttinni hvaða skoðanakönnun það var sem leiddi þessi viðhorf fram í dagsljósið. Heldur ekki hversu margir voru með eða á móti.

GamlárskvöldÁ Bjargarstígsárunum fór lítið fyrir áramótunum í minni minningu. Gamlárskvöld var auðvitað eitt af þessum h...
15/12/2020

Gamlárskvöld
Á Bjargarstígsárunum fór lítið fyrir áramótunum í minni minningu. Gamlárskvöld var auðvitað eitt af þessum hættulegu kvöldum í Þingholtunum mitt í miðri timburhúsabyggðinni.

En eitthvað var um flugelda auðvitað. Ég man þó sérstaklega sérs-taklega eftir einu slíku kvöldi sem líklega hefur verið 1951 eða 1952. En ég hafði séð stóru skiparaketturnar sýndar hjá O Ellingssen þar sem ég keypti veiðarfærin í gegnum tíðina.

En ég fékk að fara með föður mínum niður í Austurstræti rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld. Þar ríkti þá algjört stríðsástand þegar við komum.

Búið var að brjóta flestar rúður í verslunum við götuna og bílar lágu eins og hráviði um götuna ýmist á hliðinni eða hreinlega á hvolfi.
Æstur múgurinn hafði gert uppreisn gegn lögreglu yfirvöldum.

Hundruðum saman stóð fólk utan við gömlu lögreglustöðuna við hornið á Pósthússtræti og Hafnarstræti, stöðin var bókstaflega grýtt. Lögreglumenn voguðu sér ekki út af stöðunni.

Þetta er mér ógleymanleg minning þótt hún sé ekki fögur. Þá voru allstaðar á ferð sprengju sem kallaðar voru „kínverjar og ýmiskonar púðurkerlingar“. Gauragangurinn var gríðarlegur.

Árið eftir lét borgin hlaða gríðarlega mikinn bálköst á Háskólavelli sem nú er verið að byggja háskólagarða, en þá var þar fótbolta-völlur sem var kveikt var í um tíu leitið.

Þetta varð til þess að þetta árið urðu engin ólæti í Kvosinni og barnafólk flykktist til að sjá brennuna. Bæjaryfirvöld skutu upp mörgum stórum flugeldum við brennuna.

En brennur höfðu verið bannaðar á stríðsárunum og eftirleiðis voru nú viðhafðar stórar brennur öll gamlárskvöld ásamt flugeldasýn-ingu. Þessi gamlárskvöld fengu nú allt annað og menningarlegra yfirbragð og urðu í raun að fjölskylduhátíð.

Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrj...

Nú ber­ast hrika­legar fréttir af hátt­semi útgerð­ar­manna, en þeir hafa árum saman lagt áherslu á að flytja út til ann...
08/12/2020

Nú ber­ast hrika­legar fréttir af hátt­semi útgerð­ar­manna, en þeir hafa árum saman lagt áherslu á að flytja út til ann­arra landa óunn­inn fisk.

Frétt­in:
„ Síð­ast­liðin þrjú ár hef­ur gáma­út­flutn­ingur á óunnum fiski auk­ist hröðum skref­um. Arnar Atla­son, for­mað­ur­ ­Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda, segir að stað­reyndin sé sú að 50-65% alls þess fisks sem fer úr landi óunn­inn komi frá hand­höfum veiði­heim­ild­anna, ­út­gerð­ar­mönn­unum sjálf­um.

,,Á síð­asta ári hafi farið 22.500 tonn af fisk úr landi óunn­inn sem kom aldrei til upp­boðs heldur seldur beint úr landi af hand­hafa veiði­heim­ild­anna. Þetta ­magn var komið í 17.000 tonn í upp­hafi ágúst sam­kvæmt tölum frá Fiski­stofu“.

Allar götur frá árinu 1970 hefur atvinnustefna Íslendinga einkennst af áherslu á innflutningi iðnaðarvörum ásamt útflutningi á óunnum fiski. Öfugt við það sem áður var

Um flest virðumst við Þór Saari sammála enda virðist hann eins og ég reynt að verja ævinni í að vera sósíalisti. Þ.e.a.s...
24/11/2020

Um flest virðumst við Þór Saari sammála enda virðist hann eins og ég reynt að verja ævinni í að vera sósíalisti. Þ.e.a.s. allróttækur jafnaðar-maður hvað sem það aftur þýðir. Þótt skilningur á því hvenær einhver telst vera róttækur er einstaklingsbundinn.

En mér ekki vel við þegar hugtakið „fjórflokkurinn“ kemur frá vönd-uðu fólki bregður mér svo sannarlega. Vegna þess, að tveir vinstri flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi eru gjarnan taldir með þegar þetta hugtak er notað.

Vegna þess að það er beinlínis rangt, þegar skall á þjóðinni voru þessir flokkar aðeins 10 ára gamlir og höfðu aldrei haft völd á Íslandi. Eins og staðan er nú, munu þeir ekki öðlast völd næstu áratugi.

Ef hinn „Íslenski sósíalistaflokkur nær fulltrúum á þing er það örugglega á kostnað annarra sósíalískra flokka. Þeir fulltrúar munu þurfa að stíga dansinn í kringum valdatré valdaflokkana á Alþingi eins og aðrir flokkar sem telja sig vera félagslega vinstriflokka. Eða að kjósa sér það hlutskipti að verða algjörlega áhrifalausir. Bara eitt dansspor þá er sósíalistaflokkurinn orðinn fjórflokkur eða hvað.

Eina leiðin til þess að efla félagshyggju á Alþingi þannig að það verði raunveruleg breyting á samfélaginu verða jafnaðarmenn allir sem einn að starfa saman. Fleiri framboð til Alþingis dreifir aðeins kröftunum rétt eins og gerðist fyrir tuttugu og tveim árum.

Það algjörlaga án allra raunverulegra raka, þetta voru bara átök á milli nokkurra prinsa sem höfðu svipuð viðhorf. Er mátti auðveld-lega jafna ef vilji hefði verið fyrir hendi. Hann var ekki, en nú eru þessir prinsar horfnir af sviðinu.

Sólveig Anna Jónsdóttir fjallar um brunann á Bræðraborgarstíg en hún segir að við þurfum að við­ur­kenna þann raun­veru­leik­a sem við búum í frá fæð­ingu til dauða – þá getum við haf­ist handa við að breyta hon­um og ráð­ist að rótum vandans.

13/11/2020

Ekki ætla ég mér að dæma rekstrarumhverfi þessarar útgerðar og eða yfirmenn á þessum togara vegna þessa atviks sem er eins og leiftur úr gömlum tíma. Sýnishorn af ofbeldi sem maður getur lesið um i bókum Tryggva Emilssonar eða Charles Dickens.

Svipan um borð, er auðvitað baráttan um brauðið.
Annað hvort hlýðir þú yfirboðurunum andmælalaust eða missir vinnuna. Eina von fjölskyldna í sjávarplássum er að karlar eða konur fái pláss á aflasælum fiskiskipum. Annars lenda fjölskyldur í því „að súpa dauðan úr skel“ vegna lágra launa landverkafólks í sjávarplássum og fjölskyldan tapar húsinu.



Ég held bara að kringumstæður í kringum þessa útgerð búi við menningu gamals tíma sem enginn skilur sem ekki hefur alist upp við þessa stríðsmenningu. Þar sem ungir og hraustir karlar slást um hvert plássið sem losnar á svona skipi. Þeir leggja sig í bráða hættu, rétt eins og hermenn heimstyrjaldanna.

Þeir eru tilbúnir til að starfa í þessu tilskipunar samfélagi þar sem skipstjórinn er einráður um borð, en er samt sem áður undir járnhæl útgerðarinnar. Launafólk í fjölmörgum sjávarplássum á landsbyggðinni þekkir ekki annan veruleika. Það er einnig eins gott að hafa réttar skoðanir á fjölmörgum málum og kjósa rétt í kosningum.

Goggunarröðin kom svo sannarlega í ljós þegar næstráðandi skipstjórans, yfirvélstjórinn sagði hásetann ljúga. Þessir yfirmenn skipsins eiga allt undir því að hásetarnir þræli umyrðalaust. Jafnvel framkvæmdastjórinn er einnig í fjötrum óttans jafnvel þótt hann sé meðeigandi.

Það er auðvitað auðvelt fyrir yfirmennina að öskra á hásetana. Allir eru þeir sjálfir í skjóli fyrir þrældómi og óveðrum. Útgerðarmaðurinn, framkvæmdastjórinn, skipstjórinn, yfirvélstjórinn og og ókn bankans.

Eigendur svona útgerðar geta búið fyrir sunnan í vellystingum á sama tíma og svona atburðir gerast og setið heima og skálað við spúsu sína með konujakk í glasi og spilandi „manna“ við börnin.
Á því heimili sjá útslitnar konur úr slorinu um, að annast um erfiðustu húsverkin. Allt þykir þetta eðlilegt í sjávarþorpinu þar sem ekki ríkir málfrelsi, atvinnufrelsi eða annað frelsi yfirleitt. Þar er íbúðin að veði.

En ég dáist að unga hásetanum í þessu máli sem ekki bara fær skips-pláss kornungur að árum sem er afrek út af fyrir sig. En ekki bara það, hann stígur fram og segir sannleikann. Hann tekur þá áhættu að hann verði hrakin úr plássinu og fá aldrei framar skipspláss. Kjaftbrúkið eins það er kallað getur einnig bitnað á fjölskyldu hans.

Ekki veit ég hvort frumvarp Ólafs Ísleifssonar sé það sama og Lilja Mósesdóttir flutti á sínum tíma og fékk ekki brautar...
11/11/2020

Ekki veit ég hvort frumvarp Ólafs Ísleifssonar sé það sama og Lilja Mósesdóttir flutti á sínum tíma og fékk ekki brautargengi. En það ku ganga út á það að lyklafrumvarpið tryggi fólki, sem látið hefur fasteign af hendi, að það geti skilað lyklunum, gengið út og verði ekki krafið um meira.

M.ö.o. verið er að auka ábyrgð bankanna þannig, að ef þeir hafa lánað einhverjum upphæð til íbúðakaupa sem fyrirséð að lántakinn geti aldrei greitt.

Hinsvegar að tryggja það, að lántakinn sem verði fyrir slíkum áföllum í lífinu að hann sannanlega getur ekki greitt af húnæðisláni sínu. Verði hann ekki gerður gjaldþrota. Slíkar hugmyndir komu reyndar upp 1983 hjá umræðuhópi innan ASÍ um húsnæðislán.

Þ.e.a.s. að fjölskylda sem verður fyrir slíku áfalli t.d. vegna veikinda eða vegna t.d. atvinnumissis geti hann skilað húsnæði sínu til baka og sannanleg eign fjölskyldunnar í íbúðinni verði hans höndum áfram svo hann geti haldið áfram eðlilegri lífsbaráttu.

Þannig verði um leið allir dráttarvextir og áfallinn skuldakostnaður felldur niður.

Mér finnst þetta mikið réttlætismál fyrir almenning og bætti mjög stöðu fjölskylda gagnvart bankakerfinu.

Ég veit að bankakerfið hefur ævinlega staðið gegn öllum slíkum hugmyndum til þessa og einnig lífeyrissjóðirnir.

Það má vel vera að nauðsynlegt sé að skoða þetta frumvarp nánar svo það tryggi í raun og veru stöðu almennings.

Ég veit að slíkt frumvarp og síðan lagasetning er tryggðu þannig aukna vernd fjölskyldna í landinu á sér fylgi í flestum flokkum.
Örugglega bæði í VG og í Samfylkingunni og líklega í báðum Framsóknarflokkunum.

Raunar ætti eitthvert ákvæði í þessa veru að vera í stjórnarskrá svo mikilvægt er málið.

Ólafur Ísleifsson segir að lyklafrumvarpið tryggi fólki, sem látið hefur fasteign af hendi, að það geti skilað lyklunum, gengið út og verði ekki krafið um meira.

Loksins kveiknaði á perunni.Því ber auðvitað að fagna að mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins (ASÍ) hefur loksins lýst yfir s...
06/11/2020

Loksins kveiknaði á perunni.

Því ber auðvitað að fagna að mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins (ASÍ) hefur loksins lýst yfir stuðningi sínum við kröfu Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ) um að end­ur­hæf­ing­ar- og örorku­líf­eyrir verði hækk­aður svo að hann fylgi kjara­samn­ings­bundnum taxta­hækk­un­um.
Þetta er vissulega ansi seint um rassinn gripið. Því þetta hefði átt að vera leiðarljósið fyrir rúmi ári síðan þegar svo nefndir Lífskjara-samningar voru frágengnir.

ASÍ sleppti öryrkjum út í drullusvaðið óvörðum fyrir óargastefnu Sjálfsstæðisflokksins og samtaka atvinnurekenda lausum þegar að kom að lífskjörum öryrkja. Ef verkalýðshreyfingin er ekki skjöldur öryrkja, eru þeir gjörsamlega varnarlausir fyrir rándýrum skógarins.
Stefna Sjálfstæðisflokksins og samtaka atvinnurekenda standa nú berrassaaðar gegn þeirri eðlilegu kröfu um að allir þegnar samfélagsins búi við mannsæmandi kjör.

Það er kjarnastefna verkalýðshreyfingarinnar og svo nefndra vinstri flokka. Nú hefur hreyfingin og vinstri flokkar á Alþingi skilið öryrkja eftir í fátækrargildru í drullumallinu í faðmi íhaldsaflanna á Íslandi.

,,Öryrkjar skildir eftir í fátækragildru

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu. Þar segir að ekki sé hægt að sam­þykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfs­getu sé haldið í fátækt.

„Slíkt er ekki sæm­andi á landi sem kennir sig við vel­ferð og jöfn­uð. Einnig er mik­il­vægt að sam­stundis verði dregið úr skerð­ingum í örorku­líf­eyr­is­kerf­inu svo að fólk með skerta starfs­getu eigi mögu­leika á því að vera á vinnu­mark­aði og bæta kjör sín með laun­aðri vinnu.

Allt fólk á rétt á að lifa frjálst undan efn­is­legum skorti. Fólk með örorku, fjöl­skyldur þeirra og börn hafa þurft að bíða allt of lengi eftir rétt­læti. Mið­stjórn ASÍ krefst þess að stjórn­völd axli póli­tíska ábyrgð og mæti kröfum ÖBÍ af sann­girni og skiln­ing­i.“

Loksins sá verkalýðshreyfingin ljósið, en hvar eru opinberir starfsmenn í þessari umræðu?

Miðstjórn ASÍ segir að það sé ekki hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. Það sé ekki sæmandi í landi sem kenni sig við velferð og jöfnuð.

05/11/2020

„Útlendingalögin sem samþykkt voru á Alþingi 2016 hafa ekki náð tilgangi sínum því framkvæmdavaldið vill ekki fylgja þeim eftir, sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi.
Hann gagnrýndi hvernig staðið er að málum senegalskrar fjölskyldu sem vísað verður úr landi, þar á meðal stúlkum sem eru fæddar hérlendis.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að lagasetningin 2016 hefði verið mikið framfaraskref og að ráðuneyti framfylgdu vilja Alþingis.
„Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar,” sagði Helgi. Hann sagði að nú ætti að flytja úr landi barn sem hefði búið hér alla ævi og hvergi annars staðar verið.
Katrín sagði að stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir því síðustu ár að stytta þá fresti sem stjórnvöld hefðu til að taka á málum.
Hún sagði að breytingar á útlendingalögum 2016 hefðu verið góðar, og mikið framfaraskref á sínum tíma. Hún sagði að það væri skylda þeirra sem að samþykktinni stóðu að fara yfir hvernig löggjöfin hefur gengið eftir.
Það er ótrúlegt að heyra Katrínu Jakopsdóttur forsætisráðherra verja það verklag sem Útlendingastofnun viðhefur gagnvart hælisleitendum.
Það er augljóst að hún endurspeglar ekki almenn viðhorf íslendinga með þessum orðum sínum.
Þessi viðhorf sem koma fram í orðum hennar og þau stangast algjörlega á við stefnu VG í þessum málaflokki og viðhorfum fólks í flokki forsætisráðherra.
Ég er raunar viss um, að „Útlendingalögin sem samþykkt voru á Alþingi 2016 hafi verið mikil framför frá þeim fasisku lögum sem áður voru í gildi ættuð frá öfgahópi úr Sjálfstæðisflokki.
Upplýstum almenningi finnst almennt að öfgafullt fólk á hægri væng íslenskra stjórnmálanna ráði allt of miklu um hvernig tekið er á móti fólki í algjörri neyð.
Gleymum því ekki að ,,Íslenski Nasistaflokkurinn" er hluti af grunni Sjálfstæðisflokksins, hópur sem hefur í gegnum árana rás haft mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf.
Í Mogga litla mátti lesa grein í morgun að mér fannst mjög fasísk, eftir Einar S Hálfdánarson hæstaréttarlögmann þar sem því er andmælt að til Íslands komi útlendingar með dökkan húðlit og hafa önnur trúarbrögð en algengust eru á Íslandi.
Síðan telur Einar upp fjölmörg óhæfuverk sem nafngreindir muslimar bera ábyrgð á. En Einar sleppir því algjörlega að tína upp nöfn á hvítu hryðjuverkafólki sem hefur talið sig vera kristna.
Það eru auðvitað hryðjuverkafólk í öllum hópum heimsbyggðar-innar og breytir þá engu hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist. Hann sleppir því auðvitað að nefna það, að mestu og þekktustu hryðjuverkamenn sögunnar hafa langflestir verið hvítir karlar sem hafa talið sig kristna.
Það er gjörsamlega óeðlilegt að við íslendingar getum látið slíka öfgamenn með skoðanir og viðhorf eins og Einar lýsir hér stjórna því hvernig við sem þjóð tökum á móti okkar minnstu bræðrum og systrum í neyð. Þjóðin situr einnig uppi með slíkt fólk á Alþingi nútímans.
Þeir sitja gjarnan í skjóli fjölmennustu hægri flokkana og aðrir kristnir og velviljaðir þingmenn komast ekkert áfram í því að láta gjörðir hins „miskunnsama samverja“ verða sér að fyrirmynd í verkum sínum á Alþingi.
En þetta öfgafólk er ekki bara á móti því að íslendingar tökum á móti flóttafólki í neyð sem kristið fólk sem trúir á boðskap Jesú.
Þessi hópur berst einnig harðast í því að halda niðri lífskjörum t.d. öryrkja og láglaunafólks. Til þessa óhæfufólks eiga öryrkjar að beina spjótum sínum.

21/10/2020

Nú er hrópað úr svörtustu skotum valdhafanna

Hinir raunverulegu valdhafar landsins standa nú sem fyrr gegn öllum lagfæringum á stjórnarskrá Íslands sem einvaldurinn setti í Danmörku forðum til að verja vald sitt

Kristbjörn Árnason 21. október 2020

Nú er hrópað opin­skátt úr einu skúma­skoti sam­taka at­vinnu­rek­enda, sem er óvenju­legt úr þess­ari átt því þeirra vett­vangur er ­gjarnan á bak við tjöld­in. þessi sam­tök hafa und­an­farin ár tekið að sér fóstra nokkra stutt­buxna­drengi sem ekki hafa getað séð fyrir sér á almenn­um vinnu­mark­aði.

Eina hlut­verk þess­ara drengja er að halda vak­and­i úreltum stefnum úr forn­eskju mið­alda Evr­ópu þegar ein­valdar drottn­uðu yfir­ al­þýðu land-anna undir nýnefn­inu frjáls­hyggja.

Hróp­and­inn segir að góð reynsla sé af ein­valds­stjórn­ar-­skránn­i ­sem ein­veldis kon­ungur Dan­mörku Krist­ján 9 setti með til­skipun þá er hann stóð höllum fæti sem ein­valdur í ríki sínu. Sett er fram af hálfu kóngsa til­skipun sem kallað var stjórn­ar­skrá til að halda í það sem hann ­g*t til að halda í það sem var eftir af völdum sínum yfir Dan­mörku. Er sá verkn­aður hans alls ekki lýð­ræð­is­leg stjórn­ar­skrá nema síður væri.

AUGLÝSING

Þessi stjórn­ar­skrá öðl­að­ist ekki gildi á Íslandi 1944 ­með lýð­ræð­is­legum hætti. Það var ákvörðun þeirra stjórn­valda sem héldu um ­stjórn­ar­taumanna 1944 á Íslandi. Það var utan­þings­stjórn sem ákvað að gamla ­kon­ungs stjórn­ar­skráin skyldi gilda áfram á Íslandi til bráða­brigða. Þeir sem skip­uðu þessa rík­is­stjórn voru aldrei þjóð­kjörnir til þess­ara starfa í rík­is­stjórn. Það þýðir að þjóðin kaus ekki þessa stjórn­ar­skrá.

En stjórn­ar­skrár-til­skipun kon­ungs hent­aði vel upp­renn­andi eigna­stétt á Íslandi. Einkum þó og sér­stak­lega ­reglu­verkið um hvernig má breyta þess­ari stjórn­ar­skrá. Það skyldi vera eins erfitt og hugs­ast g*t.

Það var aldrei hug­myndin frá upp­hafi að stjórn­laga­ráð gerði til­lögur að nýrri stjórn­ar­skrá. Sagan um hvers vegna nafna­breyt­ingin var gerð, var fyrir afskipti valda­elit­unnar með hjálp Hæsta­rétt­ar. Þetta vita allir sem vilja vita.Sam­kvæmt lögum um Stjórn­laga­þing nr. 90/2013 sem með lögum var falið og seg­ir allt um hlut­verk þess

í 1. kafla lag­anna og hér sést. „I. kafli. Hlut­verk og skip­an.

1. gr. Hlut­verk.
For­set­i Al­þingis skal í sam­ráði við stjórn­laga­nefnd boða til ráð­gef­andi stjórn­laga­þings til að end­ur­skoða stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands, nr. 33 17. júní 1944.*

2. gr. Skip­an og starfs­tími.
Stjórn­laga­þing skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóð­kjörnum full­trúa. Þeir skulu kosn­ir ­per­sónu­kosn­ingu.*

Þingið skal koma saman eigi síðar en 15. febr­úar 2011 og ljúka störfum 15. apríl 2011 en ­getur ákveðið sjálft að ljúka störfum fyrr.*

Stjórn­laga­þing­i er heim­ilt að óska eftir því við Alþingi að starfs­tími þings­ins verði fram­lengd­ur ­með þings­á­lyktun um allt að tvo mán­uði.*

3. gr. Við­fangs­efni.
Stjórn­laga­þing skal sér­stak­lega taka til umfjöll­unar eft­ir­far­andi þætti:*

1. Und­ir­stöð­ur­ ­ís­lenskrar stjórn­skip­unar og helstu grunn­hug­tök henn­ar.*

2. ­Skipan lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds og vald­mörk þeirra.*

3. Hlut­verk og ­stöðu for­seta lýð­veld­is­ins.*

4. ­Sjálf­stæð­i ­dóm­stóla og eft­ir­lit þeirra með öðrum hand­höfum rík­is­valds.*

5. Á­kvæði um ­kosn­ingar og kjör­dæma­skip­an.*

6. Lýð­ræð­is­lega þátt­töku almenn­ings, m.a. um tíma­setn­ingu og fyr­ir­komu­lag ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, þar á meðal um frum­varp til stjórn­ar­skip­un­ar­laga.*

7. Fram­sal ­rík­is­valds til alþjóða­stofn­ana og með­ferð utan­rík­is­mála.*

8. Um­hverf­is­mál, þar á meðal um eign­ar­hald og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda.*

Stjórn­laga­þing ­getur ákveðið að taka til umfjöll­unar fleiri þætti en getið er í 1. mgr.“.

Þessi lög eru vænt­an­lega enn í gildi.

Þetta var full­kom­lega lýð­ræð­is­leg laga­setn­ing er fól í sér þá lýð­ræð­is­legu aðferð við nauð­syn­lega upp­færslu á Stjórn­ar­skrá Íslands.

Er fælist í því að leita til almenn­ings um til­lögur um breyt­ing­ar. M.ö.o. að um­ræðan færð­ist úr bak­her­bergjum Alþingis og yrði gerð gegn­sæ.

Setn­ing lag­anna fela það í sér, að það sé við­ur­kennt að það sé þjóð­ar­innar að ­setja sér stjórn­ar­skrá með lýð­ræð­is­legum hætti. En ekki vald­haf­anna hverju sinni. Er enn hefur það ekki verið gert á Íslandi.

En lík­lega eru nán­ast allar stjórn­ar­skrár í heim­in­um ­gerðar með ein­hverju her­valdi vald­hafa. Oft­ast ein­hverjir sig­ur­veg­arar í blóð­ug­um ­styrj­öldum eða eitt­hvert það vald sem almenn­ingur hefur þurft að lúta í sín­u heima­landi.

Því stenst þessi full­yrð­ing Davíð Þor­láks­sonar á bak­síðu Frétta­blaði dags­ins enga skoðun og heldur ekki heldur full­yrð­ing ­rit­stjór­ans.



Kristbjörn Árnason

Þetta eru afar slæmar hugmyndir og ef þær verða að veruleika bitna þær á eldra starfsfólki sem hefur vissulega þörf á sk...
13/09/2020

Þetta eru afar slæmar hugmyndir og ef þær verða að veruleika bitna þær á eldra starfsfólki sem hefur vissulega þörf á skipulögðum hvíldartímum.

Án þess að þurfa að biðja um að fá að hvíla sig. Slík breyting væri lítilsvirðing við fólk. Matartíminn er ekki vinnutími og heldur ekki óvirkur vinnutími.

Það matartíminn er lögbundinn hvíldartími, en með samningum má stytta hann um 30 mínútur en ekki meira. Svona vinnubrögð geta ekki kallast stytting á vinnutíma.

Hins vegar má kalla svona fyrirbrigði styttingu á viðverutíma á vinnustað.

Landspítalinn íhugar að fella út matar- og kaffitíma til að ná hámarksstyttingu vinnutíma. Framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum segir að fólk muni ekki svelta heldur eingöngu afsala sér forræði að neysluhléum.

Það er auðvitað erfitt að trúa því að allir popparar sem starfa sem sjálfstæðir atvinnurekendur í gegnum tíðina skuli ek...
11/09/2020

Það er auðvitað erfitt að trúa því að allir popparar sem starfa sem sjálfstæðir atvinnurekendur í gegnum tíðina skuli ekki hafa notið atvinnuleysisbóta síðustu mánuðina. Einhverjir þeirra hljóta að vera heiðarlegir skattgreiðendur, öðru verður ekki trúað.

Hver og einn aðili sem vinnur fyrir launum eða tekjum á að skila tryggingagjöldum af því sem nemur um 6% af brúttótekjum sínum. Verktakar greiða 22% heildarskatta af arði sem er alltaf miklu lægri upphæð en brúttólaun hvers og eins.

Arður eru brúttólaun að fráteknum kostnaði við að afla þeirra. Slíkur kostnaður er iðulega ansi drjúgur. Skattar % launafólks er um 36% af brúttólaunum.

Réttur hvers eins til atvinnuleysisbóta ræðst af því hversu miklum tryggingargjöldum hann hefur skilað reglulega næstu 12 mánuði áður en hann hefur misst vinnuna.

Launafólk greiðir sem starfar hjá öðrum greiðir þessi 6% trygginga-gjöld + miklu meiri skatta en verktakar eða atvinnurekendur eins og söng- og hljóðfæraleikarar eru gjarnan.

Svo virðist sem þetta fólk ætlist til þess, að launafólk í landinu greiði þeim laun í atvinnurekstri þegar engin eru verkefnin. Sama krafan er uppi meðal fólks úr þessum hópi sem hefur náð tökum á Félagi eldri borgara með ,,Gráa hernum".

Það liggur við að venjulegt launafólk á lífeyrisaldri þurfi að segja úr þessu félagi.

Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru.

Gott og hreinskilið viðtal Kjarnans við Ragnar Þór formann VR. En greinilegt er af viðtalinu að formaðurinn fer sér gæti...
09/09/2020

Gott og hreinskilið viðtal Kjarnans við Ragnar Þór formann VR. En greinilegt er af viðtalinu að formaðurinn fer sér gætilega og vandar það málsnið sem hann notar.

Það er ekki erfitt að skilja það, félagið sem hann er í forystu fyrir eru samtök launafólks sem starfar eftir lægstu launaflokkum sem samið er um á vinnumarkaði en einnig fólk sem fyllir þann hóp sem starfa samkvæmt hæstu launum sem þekkjast meðal launafólks. Það hlýtur að vera mikill vandi að tala máli svo ólíkra hópa svo trúverðugt sé.

Ég kalla íhald, íhald og hika ekki við það. Ég get heldur ekki kallað samtök atvinnurekenda, samtök atvinnulífsins. Nokkuð sem þau eru ekki og verða aldrei.

Fjölmennasti hópur fólks í atvinnulífinu er launafólk, eigendur fyrirtækjanna er mjög fámennur hópur og eru raunar oft alls ekki þátttakendur nema sem fjárfestar.

Í nútímanum skiptir öllu máli, að VR og Efling starfi þétt saman sem kjarni ASÍ. Það skiptir einnig mjög miklu máli að þessi félög byggi raunverulega brú yfir til samtaka opinberra starfsmanna að öllum gerðum og til samtaka kennara.

Ekki bara til hátíðabrigða heldur í raunveruleikanum. En einnig til bandalags öryrkja sem er bara einn hluti launafólks sem stendur almennt verst að vígi í lífsbaráttunni.

Það er auðvitað óviðunandi að stór hluti þeirra skatta sem launafólk greiðir skuli renna um sjóðbækur fyrirtækjanna. Er skapar atvinnu-rekendum óeðlileg völd yfir skattfé launafólks.

Misrétti í landinu verður aldrei jafnað með sköttum þegar þannig háttar til og stærsti hluti skattanna er greiddur með flötum sköttum.

Þeir bera gjarnan felunöfn og látið er heita í almennri umræðu að þessar skyldugreiðslur launafólks séu greiddar af fyrirtækjunum sem alrangt.

Allir skattar launafólks sem fara um sjóði fyrirtækjanna eru skattar sem launafólk greiðir. Ekki bara það, heldur kostar launafólk einnig starfsemi þá sem atvinnurekendur halda uppi í samtökum sínum.

Kjarninn hitti fulltrúa bæði atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála í því alvarlega efnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er. Næstur í röðinni er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Address

Katrínarlind 3
Reykjavík
113

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Launafólk eru máttarstólpar samfélagsins posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share


Other News & Media Websites in Reykjavík

Show All