GSÍ - golf.is

GSÍ - golf.is Allt sem við kemur golfi á Íslandi! Fréttir og fróðleikur frá vefsíðunni.

Fréttir, upplýsingar og fróðleikur frá Golfsambandi Íslands, golf.is og tímaritinu Golf á Íslandi sem GSÍ gefur út.

Púttmót fór fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 12. ágúst en mótið var haldið til minningar um Hörð Barðd...
15/08/2024

Púttmót fór fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 12. ágúst en mótið var haldið til minningar um Hörð Barðdal.

Mótið tókst vel og var mætingin góð þrátt fyrir að hitastigið hafi verið lágt úti á púttflöinni við Hraunkot í Hafnarfirði.

Nánar í þessari frétt.

Púttmót fór fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 12. ágúst en mótið var haldið til minningar um Hörð Barðdal. Mótið tókst vel og var mætingin góð þrátt fyrir að hitastigið hafi verið lágt úti á púttflöinni við Hraunkot í Hafnarfirði. Hörður Barðdal ...

FISK mótið – á unglingamótaröðinni fyrir 15-18 ára fer fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 30. ágú...
15/08/2024

FISK mótið – á unglingamótaröðinni fyrir 15-18 ára fer fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 30. ágúst – 1. september.

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið fyrir kl. 23:59 þriðjudaginn 27. ágúst.

FISK mótið - á unglingamótaröðinni fyrur 15-18 ára fer fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 30. ágúst - 1. september. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið fyrir kl. 23:59 þriðjudaginn 27. ágúst. Smelltu hér til að skrá þig. Keppnisskilmálar: FISK mó...

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-1...
15/08/2024

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst.

Í þessari frétt er hlekkur á rástíma, stöðu og úrslit.

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst. Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit: Alls eru 99 keppendur og koma þeir frá 12 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá GK eða 20 alls, ...

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur á aldrinum 15-18 ára fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 16.-1...
15/08/2024

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur á aldrinum 15-18 ára fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 16.-18. ágúst.

Í þessari frétt er hlekkur á rástíma, stöðu og úrslit.

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur á aldrinum 15-18 ára fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 16.-18. ágúst. Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit: Alls eru 94 keppendur og koma þeir frá 14 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá GKG eða 21 a...

Markús Marelsson, GK, leikur í dag í 16-manna úrslitum á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þe...
15/08/2024

Markús Marelsson, GK, leikur í dag í 16-manna úrslitum á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Markús sigraði Albin Ivarsson frá Svíþjóð í morgun í 32-manna úrslitum. Skúli Gunnar Ágústsson, GK, tapaði naumlega á fyrstu holu í bráðabana gegn Svíanum Edwin Sjödin.

Nánar í þessari frétt.

Markús Marelsson, GK, leikur í dag í 16-manna úrslitum á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Markús sigraði Albin Ivarsson frá Svíþjóð í morgun í 32-manna úrslitum. Skúli Gu...

14/08/2024

Z kynslóðin eða ungt fólk á aldrinum 12-27 ára er að fjölga í golfklúbbum. Það er rúmlega 20% aukning kylfinga á milli ára í aldurshópnum 20-29 ára.

Skúli Gunnar Ágústsson, GK og Markús Marelsson, GK eru komnir áfram í 32 manna úrslit á R&A Amateur mótinu sem er fyrir ...
14/08/2024

Skúli Gunnar Ágústsson, GK og Markús Marelsson, GK eru komnir áfram í 32 manna úrslit á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Frábær árangur hjá þeim félögum - nánar í þessari frétt.

Skúli Gunnar Ágústsson, GK og Markús Marelsson, GK eru komnir áfram í 32 manna úrslit á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Skúli Gunnar sigraði á 19. holu í bráðabana í við...

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2024 fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 24.-26. ágúst. Opið er...
14/08/2024

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2024 fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 24.-26. ágúst.

Opið er fyrir skráningu.

Skráningu lokar kl. 23:59 mánudaginn 19. ágúst.

Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur.

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2024 fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 24.-26. ágúst. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á GolfBox fyrir kl. 23:59 mánudaginn 19. ágúst. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu ...

https://www.randa.org/championships/the-boys-amateur-match-PlayGolf.isHér er hægt að fylgjast með gangi mála í holukeppn...
14/08/2024

https://www.randa.org/championships/the-boys-amateur-match-PlayGolf.is

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála í holukeppninni hjá Veigari Heiðarssyni, Skúla Gunnari Ágústssyni og Markúsi Marelssyni á R&A Amateur, Opna áhugamannamótinu fyrir 18 ára og yngri. Þríeykið frá Íslandi lék frábært golf í höggleiknum og keppa í dag í 64 manna úrslitum holukeppninnar,

The R&A seeks to engage in and support activities for the benefit of the sport of golf from The Royal and Ancient Golf Club of St Andrews.

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri.Á þessu móti keppa st...
13/08/2024

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri.

Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu.

Markús Marelsson, GK, Skúli Gunnar Ágústsson, GK og Veigar Heiðarsson, GA keppa í piltaflokki - og léku þeir mjög vel í fyrri hluta keppninnar og voru á meðal þeirra efstu. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppti í stúlknaflokki og er hún úr leik.

Markús, Skúli Gunnar og Veigar leika næst í 64 manna úrslitum í holukeppni - en holukeppnin hefst miðvikudaginn 14. ágúst.

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir í stúlknaflokki. Markús Marelsson, GK, Skúli Gunnar Ágústs...

Berglind Björnsdóttir, GR, sló draumahöggið á Hvaleyrarbikarnum sem fram fór um liðna helgi á Hvaleyrarvelli.
13/08/2024

Berglind Björnsdóttir, GR, sló draumahöggið á Hvaleyrarbikarnum sem fram fór um liðna helgi á Hvaleyrarvelli.

Berglind Björnsdóttir, GR, sló draumahöggið á Hvaleyrarbikarnum sem fram fór um liðna helgi á Hvaleyrarvelli. Berglind sló boltann ofaní holuna í upphafshögginu á 12. holu þar sem hún sló með 6-járni af um 140 metra færi. Þetta er fyrsta sinn sem GR-ingurinn fer holu í höggi ....

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda á Vierumäki Finnish Challeng...
13/08/2024

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda á Vierumäki Finnish Challenge mótinu sem fram fer á Vierumäki golfsvæðinu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda á Vierumäki Finnish Challenge mótinu sem fram fer á Vierumäki golfsvæðinu. Mótið er hluti af Challenge Tour mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu...

🏆 Aron Snær Júlíusson (GKG) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) eru stigameistarar 2024 á GSÍ mótaröðinni.👏 Þetta er í anna...
12/08/2024

🏆 Aron Snær Júlíusson (GKG) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) eru stigameistarar 2024 á GSÍ mótaröðinni.

👏 Þetta er í annað sinn sem Aron Snær er stigameistari en í fyrsta sinn hjá Huldu Clöru.

🏌🏼‍♀️ Hulda Clara sigraði á Íslandsmótinu í golfi og í Hvaleyrarbikarnum sem lauk í gær. Hulda Clara fékk alls 2500 stig. Eva Kristinsdóttir, GM, varð önnur með 1923 stig og í þriðja sæti var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR með 1750 stig.

🏌🏼‍♂️ Aron Snær sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2024, hann varð annar í Korpubikarnum og í 9. sæti í Hvaleyrarbikarnum sem lauk í gær. Aron Snær fékk alls 2456 stig. Tómas Eiríksson Hjaltested (GR) varð annar á stigalistanum með 1840 stig og Aron Emil Gunnarsson (GOS) varð þriðji með 1748 stig.

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri.Á þessu móti keppa st...
12/08/2024

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri.

Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims 18 ára og yngri, og á mótið sér langa sögu.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir í stúlknaflokki.
Veigar Heiðarsson, GA, Skúli Gunnar Ágústsson, GK, og Markús Marelsson, GK, keppa í piltaflokki.

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á R&A Amateur mótinu sem er fyrir keppendur 18 ára og yngri. Á þessu móti keppa sterkustu áhugakylfingar heims og á mótið sér langa sögu. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir í stúlknaflokki. Markús Marelsson, GK, Skúli Gunnar Ágústs...

Aron Snær Júlíusson, GKG og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG eru stigameistarar 2024 á GSÍ mótaröðinni.Þetta er í annað sinn...
12/08/2024

Aron Snær Júlíusson, GKG og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG eru stigameistarar 2024 á GSÍ mótaröðinni.

Þetta er í annað sinn sem Aron Snær er stigameistari en í fyrsta sinn hjá Huldu Clöru.

Nánar í þessari frétt.

Aron Snær Júlíusson, GKG og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG eru stigameistarar 2024 á GSÍ mótaröðinni. Þetta er í annað sinn sem Aron Snær er stigameistari en í fyrsta sinn hjá Huldu Clöru. Hulda Clara tók þátt á tveimur mótum á þessu tímabili og sigraði hún á þeim báðum. ...

🏆 Tómas Eiríksson Hjaltested (GR) er sigurvegari Hvaleyrarbikarsins 2024 í karlaflokki. Tómas lauk leik á 5 höggum undir...
11/08/2024

🏆 Tómas Eiríksson Hjaltested (GR) er sigurvegari Hvaleyrarbikarsins 2024 í karlaflokki. Tómas lauk leik á 5 höggum undir pari (65-71-75).

Við óskum Tómasi innilega til hamingju með sigurinn 👏

1. Tómas Eiríksson Hjaltested (GR) 211 högg (65-71-75)
T2. Breki Gunnarsson Arndal (GKG) 212 högg (72-69-71)
T2. Jóhann Frank Halldórsson (GR) 212 högg (70-68-74)

🏆 Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) er sigurvegari Hvaleyrarbikarsins 2024 í kvennaflokki. Hulda lék hringina þrjá á 9 höggu...
11/08/2024

🏆 Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) er sigurvegari Hvaleyrarbikarsins 2024 í kvennaflokki. Hulda lék hringina þrjá á 9 höggum yfir pari og sigraði nokkuð öugglega (76-73-76).

Við óskum Huldu innilega til hamingju með sigurinn 👏

1. Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) 225 högg (76-73-76)
T2. Eva Kristinsdóttir (GM) 230 högg (70-80-80)
T2. Berglind Erla Baldursdóttir (GM) 230 högg (74-76-80)

⛳️ Degi 2 einnig lokið hjá konunum og er það Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) sem leiðir með einu höggi fyrir lokahringinn....
10/08/2024

⛳️ Degi 2 einnig lokið hjá konunum og er það Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) sem leiðir með einu höggi fyrir lokahringinn.

🏌🏼‍♀️ Hulda Clara og Berglind Björnsdóttir (GR) léku best í dag eða á 1 höggi yfir pari.

⛳️ Degi 2 af Hvaleyrarbikarnum er lokið og er það Tómas Eiríksson Hjaltested (GR) sem leiðir hjá körlunum með tveggja hö...
10/08/2024

⛳️ Degi 2 af Hvaleyrarbikarnum er lokið og er það Tómas Eiríksson Hjaltested (GR) sem leiðir hjá körlunum með tveggja högga forystu. Tómas lék hringinn á -1 og er því samtals 8 höggum undir pari.

🏌🏼‍♂️ Jóhann Frank Halldórsson (GR) og Róbert Leó Arnórsson (GKG) léku best allra í dag eða á 4 höggum undir pari.

Berglind Björnsdóttir (GR) fór holu í höggi á 12. braut í Hvaleyrarbikarnum í dag 👏
10/08/2024

Berglind Björnsdóttir (GR) fór holu í höggi á 12. braut í Hvaleyrarbikarnum í dag 👏

Púttmót fer fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 12. ágúst en mótið er haldið til minningar um Hörð Barðda...
09/08/2024

Púttmót fer fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 12. ágúst en mótið er haldið til minningar um Hörð Barðdal.

GSFÍ, golfsamtök fatlaðra á Íslandi, standa að baki þessu móti sem hefur farið fram árlega um margra ára skeið.

Allir velkomnir.

Púttmót fer fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 12. ágúst en mótið er haldið til minningar um Hörð Barðdal. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í tveimur flokkum fatlaðra. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert að taka þátt. Hörður Barðdal ...

⛳️ Konurnar hafa einnig lokið leik á degi 1 í Hvaleyrarbikarnum.🏌🏼‍♀️ Eva Kristinsdóttir (GM) lék frábærlega og leiðir e...
09/08/2024

⛳️ Konurnar hafa einnig lokið leik á degi 1 í Hvaleyrarbikarnum.

🏌🏼‍♀️ Eva Kristinsdóttir (GM) lék frábærlega og leiðir eftir fyrsta dag en hún lék á -2 og er með fjögurra högga forystu.

⛳️ Degi 1 af Hvaleyrarbikarnum er lokið og er það Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, sem leiðir með 5 högga forystu eftir f...
09/08/2024

⛳️ Degi 1 af Hvaleyrarbikarnum er lokið og er það Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, sem leiðir með 5 högga forystu eftir frábæran fyrsta dag. Tómas lék hringinn á -7 og sló nýtt vallarmet.

🏌🏼‍♂️ Það eru 5 kylfingar sem eru jafnir í öðru sæti eftir daginn og því verða næstu 2 keppnisdagar æsispennandi.

Golfklúbburinn Keilir heldur Hvaleyrarbikarinn 2024 dagana 9.-11. ágúst. Mótið er fimmta mótið á GSÍ stigamótaröðinni á ...
09/08/2024

Golfklúbburinn Keilir heldur Hvaleyrarbikarinn 2024 dagana 9.-11. ágúst. Mótið er fimmta mótið á GSÍ stigamótaröðinni á þessu tímabili.

Mótið hefst kl. 8:30 í dag, nánari upplýsingar um mótið, rástíma, stöðu og úrslit í þessari frétt.

Golfklúbburinn Keilir heldur Hvaleyrarbikarinn 2024 dagana 9.-11. ágúst. Mótið er fimmta mótið á GSÍ stigamótaröðinni á þessu tímabili. Smelltu hér fyrir stöðu, rástíma og úrslit: Smelltu hér fyrir myndir frá Hvaleyrarbikarnum 2024: Úr því fæst skorið hverjir standa uppi ...

⛳️ Golfklúbburinn Keilir heldur Hvaleyrarbikarinn 2024 og hefst hann í dag 9. ágúst klukkan 8:30.🏌🏼‍♂️ Frekari upplýsing...
09/08/2024

⛳️ Golfklúbburinn Keilir heldur Hvaleyrarbikarinn 2024 og hefst hann í dag 9. ágúst klukkan 8:30.

🏌🏼‍♂️ Frekari upplýsingar og stöðutöflur er að finna á golf.is

Hvaleyrarbikarinn 2024 fer fram um næstu helgi hjá Golfklúbbnum Keili og er mótið lokamótið á GSÍ mótaröðinni á þessu tí...
07/08/2024

Hvaleyrarbikarinn 2024 fer fram um næstu helgi hjá Golfklúbbnum Keili og er mótið lokamótið á GSÍ mótaröðinni á þessu tímabili.

Hvaleyrarbikarinn hefst föstudaginn 9. ágúst og lokakeppnisdagurinn er sunnudagurinn 11. ágúst. Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum.

Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.

Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla, en þeir hafa fagnað þessum titli fjórum sinnum hvor um sig.

Hvaleyrarbikarinn 2024 fer fram um næstu helgi hjá Golfklúbbnum Keili og er mótið lokamótið á GSÍ mótaröðinni á þessu tímabili. Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna - og karlaflokki á Íslandi árið 1989.Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kve...

Golfklúbbur Kópavogs – og Garðbæjar, GKG, fagnar fjölbreytileikanum og blæs til hinsegin golfmóts þann 9. ágúst á Leirda...
07/08/2024

Golfklúbbur Kópavogs – og Garðbæjar, GKG, fagnar fjölbreytileikanum og blæs til hinsegin golfmóts þann 9. ágúst á Leirdalsvelli. Nánar í þessari tilkynningu.

Golfklúbbur Kópavogs - og Garðbæjar, GKG, fagnar fjölbreytileikanum og blæs til hinsegin golfmóts þann 9. ágúst á Leirdalsvelli.Mótið er opið öllum (með löglega forgjöf) sem vilja fagna og skemmta sér. Hvetjum öll til að mæta, spila og hafa gaman. Keppt verður í einum flokki ...

Íslandsmót unglinga í höggleik 15-18 ára fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 16.-18. ágúst.Opið er fyrir ...
06/08/2024

Íslandsmót unglinga í höggleik 15-18 ára fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 16.-18. ágúst.

Opið er fyrir skráningu. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á fyrir kl. 23:59 á sunnudeginum 11. ágúst 2024.

Íslandsmót unglinga í höggleik 15-18 ára fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 16.-18. ágúst. Opið er fyrir skráningu. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á fyrir kl. 23:59 á sunnudeginum 11. ágúst 2024. Smelltu hér til að skrá þig: Mótsgjald er 8.500 kr. ....

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 í aldursflokknum 14 ára og yngri fer fram á Nesvelli hjá Nesklúbbnum dagana 16.-18. ...
06/08/2024

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 í aldursflokknum 14 ára og yngri fer fram á Nesvelli hjá Nesklúbbnum dagana 16.-18. ágúst.

Opið er fyrir skráningu. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á fyrir kl. 23:59 á sunnudeginum 11. ágúst 2024.

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 í aldursflokknum 14 ára og yngri fer fram á Nesvelli hjá Nesklúbbnum dagana 16.-18. ágúst. Opið er fyrir skráningu. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á fyrir kl. 23:59 á sunnudeginum 11. ágúst 2024. Smelltu hér til að skrá þig: Mótsgj...

Íslensku liðin enduðu í 3. og 5. sæti á fjölmennu alþjóðlegu móti fyrir kylfinga 55 ára og eldri sem fram fór á Íslandi.
06/08/2024

Íslensku liðin enduðu í 3. og 5. sæti á fjölmennu alþjóðlegu móti fyrir kylfinga 55 ára og eldri sem fram fór á Íslandi.

Landssamtök eldri kylfinga á Íslandi, LEK, stóðu að fjölmennu alþjóðlegu golfmóti á Íslandi dagana 31. júlí - 2. ágúst. Keppendur voru 55 ára og eldri, 240 alls, og var keppt í karlaflokki. Um 330 gestir komu til landsins í tilefni mótsins. Það voru LEK og European Senior Golf...

Address

Íþróttamiðstöðin í Laugardal
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when GSÍ - golf.is posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to GSÍ - golf.is:

Videos

Share


Other News & Media Websites in Reykjavík

Show All