Við hlökkum til að sýna ykkur nýja þáttaröð af Með okkar augum sem hefur göngu sína næsta miðvikudag á RÚV kl.20:15.
Dagur í lífi næsta sunnudag. Við heyrum sögu Ölmu Ýrar en þegar hún var 18 ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem varð til þess að taka varð báða fætur að hluta og framan af níu fingrum. Alma nýtur lífsins með litla syni sínum og lítur björtum augum til framtíðarinnar. @RUV sunnudagskvöld kl.20:15.
Elín Sveinsdóttir Steingrímur Jón Þórðarson Sigmundur Ernir Rúnarsson
OBI VIRK Össur
Sissa Sigurðardóttir varð fyrir heilablæðingu fyrir 17 árum síðan sem olli lömun í hluta líkamans. Þrautseigja og lífsþrá Sissu hafa fært henni kraft til að ganga til móts við hvern dag full eftirvæntingar og tiltrúar á lífið. Sissa segir okkur sögu sína í nýrri þáttaröð af Dagur í lífi næsta sunnudag á RÚV
OBI VIRK Össur
Elín Sveinsdóttir Steingrímur Jón Þórðarson Sigmundur Ernir Rúnarsson Sissa Sigurðardóttir
Alda Lilja Hrannarsdóttir er einstakur listamaður sem fann fjölina sína í Amsterdam. Þar nýtir hán eigin reynslu af geðröskunum í list sinni. Dagur í lífi, 3.þáttur á RÚV.
Ný þáttaröð af Dagur í lífi hefur göngu sína á RÚV. Í þáttunum eru einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast.
Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir, Steingrímur Jón Þórðarson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Ástþór Skúlason er bóndi á Melanesi á Rauðasandi og vill hvergi annars staðar búa og starfa. Ástþór lamaðist neðan mittis í bílveltu snemma árs 2003. Ástþór segir sögu sína í þessum öðrum þætti nýrrar þáttaraðar af Degi í lífi.
Ný þáttaröð af Dagur í lífi hefur göngu sína á páskadag. Í þáttunum eru einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir , Steingrímur Jón Þórðarson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Í fyrsta þætti segir Áslaug Ýr Hjartardóttir sögu sína en þátttaka hennar í samfélaginu er áberandi, þökk sé krafti hennar og lífsafstöðu. Áslaug Ýr greindist ung með taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur skert sjón hennar, heyrn og hreyfigetu.
Þætttirnir Dagur í lifi fjallar um líf fólks sem tekst á við margvíslega fötlun en fer sínar eigin leiðir til að láta draumana rætast. Í næsta þætti segir Unnur Hrefna Jóhannsdóttir sögu sína en hún hefur glímt við geðhvörf og flogaveiki frá unglingsárunum. Í þættinum fylgjumst við með henni takast á við verkefni dagsins og verðum vitni að því þegar hún tekst á við erfið flogaköst heima og heiman. RÚV á sunnudagskvöldum kl.20.25
Elín Sveinsdóttir VIRK - Starfsendurhæfingasjóður Össur Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ