KrakkaRÚV

KrakkaRÚV Við viljum vita hvað þið viljið vita. Fögnum öllum góðum hugmyndum og tillögum. instagram: krakkaruv
netfang: [email protected]

Í KrakkaRÚV spilaranum má finna splunkunýja þætti; bæði útvarps- og sjónvarpsþætti sem og teiknimyndir. Þar má líka finna gamla gullmola eins og Bólu, gamla þætti af Stundinni okkar, fullt af tónlist og skemmtilegum myndböndum. Hægt er að nálgast KrakkaRÚV appið fyrir öll helstu snjalltæki.

04/07/2024

Ennþá fleiri þjóðsögur koma uppúr þjóðsögukistunni í sumar!

17/06/2024

Hæ hó jibbí jei! Ekki missa af sérstökum Krakkafréttaþætti í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins á eftir klukkan 9:50 á RÚV og svo aftur í kvöld klukkan 18:40 á RÚV 2. Gleðilegan 17. júní!

Tónlist og gleði réði ríkjum á Sögum
14/06/2024

Tónlist og gleði réði ríkjum á Sögum

Sögu verðlaunahátíð uppfull af gleði
14/06/2024

Sögu verðlaunahátíð uppfull af gleði

Þessi fengu svan með sér heim
14/06/2024

Þessi fengu svan með sér heim

Rauði dregillinn á Sögum verðlaunahátíð var stjörnum prýddur
14/06/2024

Rauði dregillinn á Sögum verðlaunahátíð var stjörnum prýddur

Sögur - verðlaunahátíð barnanna fór fram í gær og börnin fengu svo sannarlega að skína sínu skærasta🌟
09/06/2024

Sögur - verðlaunahátíð barnanna fór fram í gær og börnin fengu svo sannarlega að skína sínu skærasta🌟

Sögur - verðlaunahátíð barna fór fram í kvöld og börnin fengu svo sannarlega að skína sínu skærasta🌟
08/06/2024

Sögur - verðlaunahátíð barna fór fram í kvöld og börnin fengu svo sannarlega að skína sínu skærasta🌟

06/06/2024

Það styttist í Sögur - Verðlaunahátíð barnanna!
Ekki missa af skemmtilegustu verðlaunahátíð Íslands, laugardaginn 8. júní kl 19:50 á RÚV

Upptaka frá setningu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík sem fór fram í Eldborgarsal Hörpu í dag 23.apríl 2024. Kynnir er ...
23/04/2024

Upptaka frá setningu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík sem fór fram í Eldborgarsal Hörpu í dag 23.apríl 2024. Kynnir er Bjarni Kristbjörnsson 🤩🥳

Upptaka frá setningu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík sem fór fram í Eldborgarsal Hörpu þann 23. apríl 2024. Kynnir er Bjarni Kristbjörnsson.

22/04/2024
Kosningar eru hafnar fyrir Sögur verðlaunahátíð barnanna!Öll börn á aldrinum 6-12 ára (fædd 2012-2017) kjósa það sem þei...
16/04/2024

Kosningar eru hafnar fyrir Sögur verðlaunahátíð barnanna!

Öll börn á aldrinum 6-12 ára (fædd 2012-2017) kjósa það sem þeim fannst standa upp úr á árinu!

Sögur - verðlaunahátíð barnanna fer fram laugardaginn 8. júní í beinni útsendingu á RÚV. Verðlaun eru veitt í ýmsum flokkum og börnum á aldrinum 6-12 ára er boðið að kjósa. 5 hæstu úr hverjum flokki verða tilnefnd. Kosningin er opin til 12. maí.

Bolli og Bjalla kveðja nú landsmenn eftir þrjú ár í Stundinni okkar og ótal ævintýri á skrifborðinu hans Bjarma. Seinast...
05/04/2024

Bolli og Bjalla kveðja nú landsmenn eftir þrjú ár í Stundinni okkar og ótal ævintýri á skrifborðinu hans Bjarma. Seinasti þáttur þeirra er á dagskrá sunnudaginn 7. apríl kl. 18:00.

Takk fyrir samfylgdina kæru áhorfendur og fylgist með nýrri þáttaröð af Stundinni okkar sem hefst 12. október 2024.

Í dag, 2. apríl, er dagur barnabókarinnar. Þetta er fæðingardagur rithöfundarins H. C. Andersen og í dag fagna lesendur ...
02/04/2024

Í dag, 2. apríl, er dagur barnabókarinnar. Þetta er fæðingardagur rithöfundarins H. C. Andersen og í dag fagna lesendur og höfundar þessari einstöku bókmenntagrein.

Við hvetjum alla krakka til að lesa uppáhaldsbækurnar sínar í dag og minnum einnig á útvarpsþættina okkar, Hvað ertu að lesa? þar sem þær Embla og Karitas fjalla um allskonar barnabækur!

Í síðasta þætti kom Þórarinn Eldjárn í heimsókn til þeirra og ræddi við þær um ljóðin sín.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/hvad-ertu-ad-lesa/35972/an1p29

Langar þig að flytja Krakkafréttir? Krakkafréttir í samstarfi við Reykjavíkurborg leita að 10 hressum krökkum í 8.-10. b...
15/03/2024

Langar þig að flytja Krakkafréttir?

Krakkafréttir í samstarfi við Reykjavíkurborg leita að 10 hressum krökkum í 8.-10. bekk sem hafa áhuga á að flytja fréttir frá Barnamenningarhátíð í Reykjavík.

Sendu okkur mínútu myndband um þig og af hverju þú gætir verið góður fréttamaður.
Hægt er að skrá sig til og með 29. mars á mitt.ruv.is!

https://www.ruv.is/um-ruv/i-umraedunni/2024-03-15-vilt-thu-vera-ungur-frettamadur-i-krakkafrettum-a-barnamenningarhatid-407320

Í kvöld klukkan 18:30 hefur nýr bókaþáttur göngu sína á Rás 1 og í spilara. Þær Karitas og Embla fjalla um barnabækur úr...
05/02/2024

Í kvöld klukkan 18:30 hefur nýr bókaþáttur göngu sína á Rás 1 og í spilara. Þær Karitas og Embla fjalla um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Þær ræða við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Hlustendur eru hvattir til að lesa með og taka þátt í þessum skemmtilegasta bókaklúbbi landsins! 📖

11/01/2024

Þekkir þú einhvern á aldrinum 8-12 ára sem elskar að lesa og hefði áhuga á því að vera með í bókaklúbbi KrakkaRÚV? Það er hægt að sækja um að vera með inni á mitt.ruv.is til 22. janúar!

31/12/2023

Hljómsveitirnar Espólín og Dóra og döðlurnar tóku splunkunýja útgáfu af laginu „Gamlárspartí“ í Krakkafréttaannálnum 2023

Flutningurinn ef algjör gleði- og áramótabomba og kemur hverjum sem er í áramótagírinn 🎇

20/12/2023

Af skemmtiþáttum öllum ber
og að imbakassa lokkar.
Á mánudegi í desember
er Jólastundin okkar.

Jólastundin verður sýnd á jóladag, 25. desember kl.19:25.
Við hlökkum svo til!

Upptökum á Jólastundinni lauk í gær! Það er heljarinnar teymi sem stendur á bakvið svona framleiðslu og við erum ekkert ...
15/12/2023

Upptökum á Jólastundinni lauk í gær! Það er heljarinnar teymi sem stendur á bakvið svona framleiðslu og við erum ekkert smá spennt að sýna ykkur afraksturinn! Fylgist með á jóladag, 25.desember kl. 19:25!

27/11/2023

Bolli og Bjalla óskuðu sér þess að Stundin okkar væri ekki til og þurfa nú að taka höndum saman til að bjarga henni frá glötun. Ekki missa af jóladagatali Bolla og Bjöllu, alla sunnudaga til jóla!

05/11/2023

Bolli og Bjalla eru enn föst í ryksugupokanum. Risaeðla mætir í heimilisfræðitíma og Agnar íþróttakennari fer með krakkana í bogfimi.

03/11/2023

Í næsta þætti af Stundinni okkar festast Bolli og Bjalla í ryksugupoka og komast fljótt að því að þau eru ekki ein!

22/10/2023

Þáttur kvöldsins er stútfullur af mat, fróðleik, álfum og fjöri! ♟🎭🍰
Fylgist með Stundinni okkar í kvöld kl. 18:00.

21/10/2023

Það er komið að því! Nú er opið fyrir innsendingar á skemmtilegum grínatriðum í Krakkaskaupið árið 2023!

Þau Elias og Agnes Våhlund, höfundar bókaflokksins Handbók fyrir ofurhetjur, voru á landinu á dögunum og Krakkafréttir h...
03/10/2023

Þau Elias og Agnes Våhlund, höfundar bókaflokksins Handbók fyrir ofurhetjur, voru á landinu á dögunum og Krakkafréttir hittu þau í spjall. Hjónin segja auðveldara að vinna með maka sínum en öðrum.

RÚV leitar að hressum krökkum til að taka þátt í Jólastjörnunni. Sendu okkur myndband af þér syngja á mitt.ruv.is og þú ...
29/09/2023

RÚV leitar að hressum krökkum til að taka þátt í Jólastjörnunni. Sendu okkur myndband af þér syngja á mitt.ruv.is og þú gætir verið með í Jólastjörnunni 2023

Þættirnir verða sýndir á aðventunni en sigurvegarinn kemur fram í Laugardalshöll með jólagestum Björgvins.

Krakkafréttir fylgdu krökkum úr ráðgjafahópi Umboðsmaður barna á Bessastaði í vikunni þar sem þau færðu Guðna Th. Jóhann...
15/09/2023

Krakkafréttir fylgdu krökkum úr ráðgjafahópi Umboðsmaður barna á Bessastaði í vikunni þar sem þau færðu Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, boðsbréf á Barnaþing.

Á miðvikudaginn fóru krakkar úr ráðgjafahópi Umboðsmanns barna og afhentu Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, boðsbréf á barnaþing sem haldið verður í nóvember. Hann segir Barnaþingið veita bjartsýni.

Address

Efstaleiti
Reykjavík
103

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when KrakkaRÚV posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to KrakkaRÚV:

Videos

Share

Category

KrakkaRÚV

Á www.krakkaruv.is eru sjónvarpsþættir, útvarpsþættir, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir, áskoranir og ýmislegt fleira fyrir krakka á öllum aldri. Meðal annars: Krakkafréttir, Stundin okkar, Útvarp KrakkaRÚV, Vísindavarp Ævars og Saga hugmyndanna.

Sögur - verðlaunahátíð barnanna er í fullum gangi og ef þig langar að taka þátt þá getur þú sent okkur söguna þína. Allar nánari upplýsingar á www.krakkaruv.is/sogur