Konungur fjallanna

Konungur fjallanna Konungur fjallanna er ævintýralegt ferðalag með fjallkónginum Kristni Guðnasyni og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Framleiðandi er Hekla Films.

Myndin gefur raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórn kvikmyndatöku.

Endilega kjósið ykkar uppáhalds heimildamynd á árinu✅👑🐑🐴Kvikmyndavefurinn Klapptré stendur fyrir kosningu um bestu íslen...
30/12/2023

Endilega kjósið ykkar uppáhalds heimildamynd á árinu✅👑🐑🐴Kvikmyndavefurinn Klapptré stendur fyrir kosningu um bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.

Kindur vita hvar er best að vera, segir Kristinn Guðnason, fjallkóngur í skemmtilegu viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1...
16/10/2023

Kindur vita hvar er best að vera, segir Kristinn Guðnason, fjallkóngur í skemmtilegu viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1.
Hægt að hlusta á viðtalið og horfa á myndina Konungur fjallanna á þessari slóð👇

htps://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-10-14-enginn-vafi-a-ad-kindur-seu-klarar-393564?fbclid=IwAR2RFELDdnNDRhCt6mpSuraO8djCK9BT5_mN1ThUBgToRjcs_uHcnnKy1CI

„Kindur vita hvar er best að vera,“ segir Kristinn Guðnason, fjallkóngur. Hann hefur leitt hóp gangnamanna í leit að kindum í Friðlandi að Fjallabaki í Landmannaafrétti í ríflega 40 ár. Honum er fylgt eftir í heimildarmyndinni Konungur fjallanna.

Konungur fjallanna verður sýnd á RÚV allra landsmanna í kvöld kl. 20:52. Stillið viðtækin og hækkið vel í þeim📺🍿 Góða sk...
24/09/2023

Konungur fjallanna verður sýnd á RÚV allra landsmanna í kvöld kl. 20:52. Stillið viðtækin og hækkið vel í þeim📺🍿 Góða skemmtun🎉

Blanda af Clint Eastwood og Dalai Lama segir leikstjórinn um fjallkónginn 🙂 Hér má lesa og hlusta á viðtal við Arnar lei...
20/09/2023

Blanda af Clint Eastwood og Dalai Lama segir leikstjórinn um fjallkónginn 🙂 Hér má lesa og hlusta á viðtal við Arnar leikstjóra.

„Hann er á einhverri æðri vitund,“ segir Arnar Þórisson leikstjóri um Kristin Guðnason, konung fjallanna. Honum hafi Arnar kynnst við heimildarmyndagerð um íslenska smalamennsku. Kristinn sé maður sem leysi málin með æðruleysi og rólyndi.

15/09/2023

Þökkum frábærar viðtökur á Konungi fjallanna🙌 Búið að vera uppselt á nær allar sýningar. Fleiri sýningar hafa verið settar í sölu í Laugarásbíói og í Bíóhúsinu á Selfossi, en myndin verður sýnd í takmarkaðan tíma🎥 🍿
Skemmtilegt viðtal sem Hulda G. Geirsdóttir tók við Arnar Þórisson leikstjóra myndarinnar á Rás 2 í morgun fylgir hér með📟

Konungur fjallanna hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda! Hvetjum alla til að skella sér í bíó og upplifa þessa veisl...
14/09/2023

Konungur fjallanna hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda! Hvetjum alla til að skella sér í bíó og upplifa þessa veislu 🏔🐑🐎

Það var fullt út úr dyrum í Bíóhúsinu Selfossi í kvöld þegar heimildarmyndin Konungur fjallanna var frumsýnd. Myndin er ævintýralegt ferðalag með fjallkónginum Kristni Guðnasyni og fjallmönnum í le…

Konungur fjallanna er komin í almennar sýningar í Laugarásbíói og í Bíóhúsinu á Selfossi. Verður sýnd í takmarkaðan tíma...
14/09/2023

Konungur fjallanna er komin í almennar sýningar í Laugarásbíói og í Bíóhúsinu á Selfossi. Verður sýnd í takmarkaðan tíma. Endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.

Kristinn Guðnason frá Skarði í Landsveit hefur verið fjallkóngur í smalamennsku í Landmannaafrétti frá árinu 1981.

Húsfyllir og virkilega góð stemmning var á frumsýningu á Konungi fjallanna í Bíóhúsinu á Selfossi 🍿
14/09/2023

Húsfyllir og virkilega góð stemmning var á frumsýningu á Konungi fjallanna í Bíóhúsinu á Selfossi 🍿

Heim­ilda­mynd­in Kon­ung­ur fjall­anna í leik­stjórn Arn­ars Þóris­son­ar var forsýnd í Bíóhúsinu á Selfossi í kvöld en þar var margt um manninn og fyllt út úr dyrum.

08/09/2023

Ný íslensk heimildamynd, Konungur fjallanna, kemur í bíó 12. september í Laugarásbíó og í Bíóhúsið Selfossi🙌🎬🍿👇

Ný íslensk heimildamynd, Konungur fjallanna, verður frumsýnd sunnudaginn 10. september. Myndin er ævintýralegt ferðalag ...
06/09/2023

Ný íslensk heimildamynd, Konungur fjallanna, verður frumsýnd sunnudaginn 10. september. Myndin er ævintýralegt ferðalag með fjallkónginum Kristni Guðnasyni og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Almennar bíósýningar hefjast 12. september í Laugarásbíói og Bíóhúsinu Selfossi.

Konungur fjallanna gefur raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins.

Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Smalað er á víðfeðmu svæði sem er jafn hrjóstrugt og það er fagurt. Baráttan við fjöllin og féð er háð á hverju ári. Markmiðið er bara eitt: Að koma fénu til byggða heilu og höldnu.

Sauðfjárbændur eru sjálfstætt fólk en fyrir þessa vikuferð er valinn fjallkóngur til að stjórna leiðangrinum. Í stöðu fjallkóngs eru valdir menn með leiðtogahæfileika sem eru úrræðagóðir og svo staðkunnugir að þeir geta sagt ókunnugum til um leiðir hvar sem er á afréttinum. Kristinn Guðnason hefur gegnt þessu hlutverki í rúmlega fjóra áratugi.

Konungur fjallanna er afrakstur nokkurra ára vinnu þar sem gangnamönnum var fylgt eftir um króka og kima afréttarins í þremur leitum. Framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir en saman reka þær framleiðslufyrirtækið Hekla Films. Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórn kvikmyndatöku. Klippingu annaðist Jakob Halldórsson. Úlfur Eldjárn samdi tónlist fyrir myndina. Hljóð og hljóðhönnun var í höndum Péturs Einarssonar.

Address

Laugarvegur 182
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Konungur fjallanna posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Konungur fjallanna:

Videos

Share