SKÁLMÖLD vs. STUÐMENN
Hluti hljómsveitarinnar Skálmöld heimsótti Síðdegisútvarpið og spilaði Stuðmanna lagið Út í veður og vind.
Herra Hnetusmjör á plötu vikunnar á Rás 2 og heilsar hér upp á okkur úr tökunum á nýrri þáttaröð af Icegys 🥶
Valdimar og Örn Eldjárn
Félagarnir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn heimsóttu Síðdegisútvarpið áður en þeir leggja land undir fót, vopnaðir tónlistinni. Þeir spiluðu KK lagið Æðruleysið fyrir hlustendur Rásar 2.
Sycamore Tree
Ágústa Eva og Gunni Hilmars sem eru Sycamore Tree heimsóttu Síðdegisútvarpið og spiluðu Crowded House smellinn Don´t Dream It´s Over.
Þvílíkt kvöld! 🫶 Takk fyrir TÓNAFLÓÐ 2024 🎇
Snorri Helgason
Snorri Helgason heimsótti Síðdegisútvarpið og tók lag eftir Kris Kristofferson sem pabbi hans söng á sínum tíma, á íslensku heitir það Eina nótt. Snorri Helgason
Gleði, glaumur og nokkrar laumur í kvöld með Dodda
Félagsheimilið fer í loftið klukkan 12:40 í dag, sunnudaginn 28. júlí!
Eru ekki allir hressir og glaðir? Kveðja, Frilli húsvörður. Friðrik Ómar
Í Ólympíusögum fer Þorkell yfir áhugaverðar sögur með tengingu við Ólympíuleika fyrri ára.🏆
Þú getur hlustað á þættina í spilara RÚV🤩
Útgáfutónleikar í útvarpssal þar sem Emmsjé Gauti flytur nýju plötuna sína í heild eru komnir inn á spilara RÚV! Ekki missa af þessari tónlistarveislu 🔥 Platan „Fullkominn dagur til að kveikja í sér” er plata vikunnar hjá okkur og Gauti fékk fullt listrænt frelsi til að taka lifandi flutninginn alla leið! 💥
Það hefur lengi verið draumur hjá Hjartagosum að fá að syngja bakraddir með Magna og félögum í Á móti sól í laginu „Okkur líður samt vel“ 😎
Draumurinn rættist í morgun, ekki var verra að fá aðstoð frá sjálfum Ladda!
Laddi og Magni mættu til Hjartagosa í morgun í góðu stuði! 🥳
Þeir voru að kynna nýtt lag Ladda og Hljómsveit mannanna, Tíminn,
og að sjálfsögðu tóku þeir lagið í beinni.
Takið eftir glæsilegu trompet sólói Ladda - þar til að „saxafónninn“ springur! 😂
Herbert Guðmundsson
Hinn eini sanni Herbert Guðmundsson heimsótti Hjartagosa og bræddi hjörtu þeirra og þjóðarinnar með órafmagnaðri en mjög magnaðri útgáfu af Can´t Walk Away. Í leiðinni frumfluttu Hjartagosar lagið Annan hring sem er samstarf Herberts og Patrik.
Nýju fötin keisarans feat. Doddi Litli
Nýju fötin keisarans komu og kynntu nýja lagið sitt "Sumarið er hér" og spiluðu í leiðinni Síðan skein sól stórsmellinn Halló ég elska þig. Doddi Litli var dreginn upp á svið með saltstauk að vopni.
Týnda kynslóðin
Haraldur Ari og Unnsteinn Manúel sem spiluðu saman í stórsveitinni Retro Stefson fyrir nokkrum árum voru að gefa út nýtt lag saman, Til þín.
Þeir mættu í heimsókn til Hjartagosa, sögðu sögur og spiluðu síðan eina af þekktari dægurperlum Íslandssögunnar í beinni útsendingu.
Unnsteinn Manuel Stefánsson Haraldur Ari Stefánsson
Fríða Dís, Smári og Dagur.
Fríða Dís kom í heimsókn ásamt bróður sínum Smára og syni sínum Degi. Fríða sagði okkur frá iðnaðarmönnum á heimilinu og ferðalaginu sem hún er á leið í með Pétri Ben og Soffíu. Þau gerðu sér lítið fyrir og tóku Stuðmannalagið Í bláum skugga.
@followers @topfans Smári Guðmundsson
Klara Einarsdóttir og Einar Bárðarson
Söngkonan Klara Einarsdóttir var að senda frá sér lagið "Þú ert svo". Nýja lagið hennar Klöru er mjög ólíkt laginu Síðasta sumar, sem pabbi hennar Einar samdi fyrir 20 árum en þau feðginin tóku það saman hjá Hjartagosum.
Hljómsveitin Superserious leit við í Stúdíó RÚV og flutti Cranberries-smellinn Linger.
Licks
Kiss heiðurssveitin Licks kíkti í heimsókn til Hjartagosa á Rás 2. Þeir verða með tónleika á Dillon annað kvöld (22. júní).
Að sjálfsögðu töldu þeir í grimmann Kiss slagara nema að þeir fóru alla leið, rafmagn, rafmagn og Rokk!
Club Dub á plötu vikunnar á Rás 2
Club Dub á plötu vikunnar á Rás 2 og fór af því tilefni í brúðkaupsleikinn 👟
Raftónlistartvíeykið ClubDub samanstendur af þeim Brynjari Barkasyni og Aroni Kristni Jónassyni. Þeir voru að senda frá sér plötuna Risa tilkynning.