Rás 2

Rás 2 Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og viðburðum.

Góðan dag kæru vinir.Það er mánudagur og komin tími fyrir tónlistargetraun dagsins í Morgunverkunum á  Rás 2.Ég spyr, Hv...
17/02/2025

Góðan dag kæru vinir.
Það er mánudagur og komin tími fyrir tónlistargetraun dagsins í Morgunverkunum á Rás 2.
Ég spyr, Hvert er lagið og hver/jir flytja?
Fyrsta vísbending er þessi mynd en fleiri vísbendingar fylgja í útvarpsþættinum Morgunverkin á Rás 2 í dag.
Skjótið ykkar giski hér fyrir neðan og fylgist með útvarpinu ykkar.
Munið, það er glæsilegur vinningur í boði.. Óskalag að eigin vali!

Dúettinn Sycamore Tree sendir frá sér kraftmikla rokkballöðu í dag. Lagið heitir I Scream Your Name og Gunni Hilmars og ...
14/02/2025

Dúettinn Sycamore Tree sendir frá sér kraftmikla rokkballöðu í dag. Lagið heitir I Scream Your Name og Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir sögðu hlustendum Popplands frá.

Baggalútur sendir á morgun frá sér nýtt lag „sem er innblásið af landnemasjónvarpsdramanu tregafulla um Húsið á sléttunn...
14/02/2025

Baggalútur sendir á morgun frá sér nýtt lag „sem er innblásið af landnemasjónvarpsdramanu tregafulla um Húsið á sléttunni“ eins og þeir segja sjálfir í póstkorti til Popplands.

Tónlistarkonan Helga Rún Guðmundsdóttir gengur undir nafninu HáRún. Lagið Enda alltaf hér er það fyrsta sem hún sendir f...
13/02/2025

Tónlistarkonan Helga Rún Guðmundsdóttir gengur undir nafninu HáRún. Lagið Enda alltaf hér er það fyrsta sem hún sendir frá sér. Kassagítarinn spilar stórt hlutverk í lögunum og hún kveðst fá mikinn innblástur frá náttúrunni, íslenskum textum og daglegu lífi.

Tónlistarkonan Helga Rún Guðmundsdóttir gengur undir nafninu HáRún. Hún ætlar að gefa út sitt fyrsta lag á Valentínusardaginn næsta, 14. febrúar næstkomandi en hlustendur Popplands fengu forskot á sæluna og heyrðu lagið með kynningu frá henni í dag.

Góðan dag kæru vinir.Það er fimmtudagur og það er nýji tíminn til að fyrir lagalista fólksins.Um daginn fengum við ykkur...
13/02/2025

Góðan dag kæru vinir.
Það er fimmtudagur og það er nýji tíminn til að fyrir lagalista fólksins.
Um daginn fengum við ykkur til þess lauma á listann fyrsta "tónskotinu" ykkar!
Þáttakan og stemningin var svo góð og aðeins brot af lögunum komst á listann svo við ákváðum að endurtaka leikinn.
En takið eftir, þið sem komuð ykkar tónskoti að fyrir tveim vikum eruð í straffi í dag, bara svo fleiri fái að vera með.
Hvað er tónskot þið spyrjið? Jú við höfum oft heyrt talað um "celebrity crush", stjörnur sem þið hafið mögulega verið skotin í en á lagalistanum erum við bara í tónlistarfólkinu og spyrjum því um fyrsta tónskotið, hvert var þitt fyrsta tónskot?
Það væri ekkert verra ef þið mynduð segja okkur smá frá skotinu, hvort þið sáuð mynd í Bravo blaðinu eða sáuð viðkomandi á tónleikum í Tónabæ.
Skelltu lagið með skotinu þínu hér fyrir neðan og hlustaðu á Morgunverkin á Rás 2 í dag. DJ Þjóðin tekur við stjórn þáttarins strax eftir fréttir kl. 11.

12/02/2025

Síðdegisútvarpið fékk hluta af Sniglabandinu í heimsókn sem fagnar 40ára afmæli sínu næstu helgi.

10/02/2025

Elín Hall fyllir í eyðurnar með ljúfum tónum 🫶

Fyllt í eyðurnar er Plata vikunnar á Rás 2.

***Marianne Faithful er látin. Hún var poppstjarna á sjöunda áratugnum – kvikmyndastjarna, tískudrottning og kærasta Mic...
09/02/2025

***Marianne Faithful er látin. Hún var poppstjarna á sjöunda áratugnum – kvikmyndastjarna, tískudrottning og kærasta Micks Jagger þegar Rolling Stones var hættulegasta hljómsveit í heimi. Hún sökk á kaf í fen eiturlyfjaneyslu, – var heróínfíkill og heimilislaus en reif sig upp og átti eftir að slá í gegn aftur – og svo aftur og aftur. Hún gerði músík með Metallica – Lou Reed – Nick Cave – Warren Ellis og Damon Albarn svo dæmi séu tekin. Við minnumst Marianne í dag.

***Björn, Benny, Anna Frid og Agnetha voru í Abba – en það vita færri hvað gítarleikarinn í bandinu heitir. Hann heitir Janne Schaffer og hann er að koma til Íslands til að spila á gítarveilsu Bjössa Thor – 21. febrúar . Við kunnumst honum aðeins en hann spilaði á næstum öllum plötum Abba – og líka með Bob Marley t.d.

***Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður hefur lagt leið sína á þungarokkshátíðina Wacken síðustu árin. Þegar hann fór í fyrra ræddi hann meðal annars við Thomas Jensen, aðalskipuleggjanda Wacken, og spurði hann bæði út í sögu hátíðarinnar, áherslurnar við skipulagningu hennar og erfiðleika sem hafa stundum steðjað að hátíðinni. Hátíð sem hefur einkunnarorðin Rain or shine, Rigning eða sólskin - til marks um að hvorki úrhelli né hitabylgjur stöðvi hana. Hann er gesta-umsjónarmaður í dag á Wacken.

Helgarútgáfan sendir út frá Ísafirði í dag. Kristján Freyr setur puttann á púls menningar og mannlífs og tekur á móti gó...
08/02/2025

Helgarútgáfan sendir út frá Ísafirði í dag. Kristján Freyr setur puttann á púls menningar og mannlífs og tekur á móti góðum gestum á Hótel Ísafirði. Eiga hlustendur eitthvert uppáhald í vestfirskri tónlist? (📸 Visit Westfjords)

07/02/2025

Hljómsveitin Valdimar heldur stórtónleika í Gamla bíói 21. febrúar næstkomandi, þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin heldur tónleika í Reykjavík í nokkur ár og verður öllu tjaldað til. Partur af hljómsveitinni Valdimar tóku lagið Þessir menn í Hjartagosum.

07/02/2025

Fyrsti gestur Hjartagosa var Snorri Helgason sem gerði sína útgáfu af Utangarðsmanna laginu Fuglinn er floginn.

Það er heilmikið Bob Dylan æði í gangi um þessar mundir í tenglsum við kvimyndina um hann – A complete unknown sem er ve...
06/02/2025

Það er heilmikið Bob Dylan æði í gangi um þessar mundir í tenglsum við kvimyndina um hann – A complete unknown sem er verið að sýna í bíó núna um allan heim og er tilnefnd til 8 Oscarsverðlauna.

Við ætlum að hlusta á Dylan í kvöld í Konsert (óbeint) Við ætlum að hlusta á bandarísku tónlistarkonuna Cat Power syngja Dylan. Þetta eru tónleikar sem hún hélt 5. nóvember 2022 í Royal Albert hall í London – þar sem hún endurskapaði tónleika Dylans frá maí 1966 sem fóru reyndar fram í Manchester. Þessir tónleikar eru frægir meðal Dylan-fólks, Þeir voru gefnir út á ólöglegri BOOTLEG plötu fyrir mörgum áratugum og þá var sagt að þeir væru frá Royal Albert Hall.
Þetta var fyrsti heimstúr Dylans, túrinn þar sem hljómsveitin sem fékk síðar nafnið THE BAND var með Dylan, og það var baulað á hann og þá á hverju kvöldi – fyrir að vera að spila á rafmagnshljóðfæri.
Cat Power spilar öll lögin sem Dylan spilaði 1966 - á sama stað og í sömu röð.

Söngkonan Móeiður Júníusdóttir eða Móa var að senda frá sér nýtt lag. Hún sagði hlustendum Popplands frá laginu í póstko...
06/02/2025

Söngkonan Móeiður Júníusdóttir eða Móa var að senda frá sér nýtt lag. Hún sagði hlustendum Popplands frá laginu í póstkorti til þáttarins.

Hér er það vinsælasta á Rás 2 um þessar mundir! 🎵
06/02/2025

Hér er það vinsælasta á Rás 2 um þessar mundir! 🎵

Lagalisti fólksins í Morgunverkunum, veðurpopp!Góðan dag kæru vinir, það er ekki kominn föstudagur en samt ætlum við að ...
06/02/2025

Lagalisti fólksins í Morgunverkunum, veðurpopp!
Góðan dag kæru vinir, það er ekki kominn föstudagur en samt ætlum við að fylla lagalista fólksins í dag!
Fyrir Covid var lagalistinn alltaf á fimmtudögum en "þríeykið" var með sína Almannavarnar fundi á sama tíma svo við færðum lagalistann yfir á föstudaga.
En á morgun ætla Hjartagosar að sjá um dagskrárgerð og verða þeir á föstudögum næstu misseri.
Fyrir tæpri viku söfnuðum við fyrstu "tónskotum" hlustenda á listann (fyrsta tónlistarfólkið sem hlustendur voru pínu skotin í)
Stemningin var það mikil að ég ákvað að endurtaka leikinn viku síðar en getum við horft framhjá þessu veðri?
Nei, veðurpopp á lagalistann í dag en takið eftir! Lögin þurfa ekkert að fjalla um vont veður, þetta má vera allskonar, lög sem minna þig á veður (gott eða slæmt), lög um veður, lög með veðurhljóðum.
Einfaldlega allskonar veðurpopp á Lagalista fólksins í Morgunverkunum á Rás 2 í dag.
Setjið ykkar veðurpopp hér fyrir neðan og fylgist með Morgunverkunum á Rás 2.

Address

Efstaleiti 1
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Rás 2 posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Rás 2:

Videos

Share

Category