Á tæpasta vaði - Hlaðvarp

Á tæpasta vaði - Hlaðvarp Á tæpasta vaði - Hlaðvarp

Átjándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um veitinga og kaffihúsa ...
19/06/2024

Átjándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um veitinga og kaffihúsa buisness, slakt gengi KF, Evrópukeppnina í boltasparki og hvað þeir myndu borða sinn hinsta dag á dauðadeild.

Maggi í SR leit í kaffi og fór meðal annars yfir 17 júní hátíðarhöldin og umferðarteppuna sem myndaðist í síðustu viku í Stráka-og Múlasnagöngunum.

Jón og Jón ræddu svo drauma sína um að slá í gegn og þá hugmynd að þeir myndu stofna saman OnlyFans síðu .

Smelltu á linkinn til að hlusta ⬇️

https://open.spotify.com/episode/0nZO0tAlwvs4aGbXAGqrGt?si=qQdtoQgLSACozSjT_9dYiw

Sautjándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um jesú krist, forsetak...
31/05/2024

Sautjándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um jesú krist, forsetakosningarnar, enska boltann, KF, áhrifavalda, hugmyndir að nýjum podköstum og nýja kaffihúsið sem opnar á Siglufirði á næstu dögum.

27/05/2024

Eftir nokkra mánaða pásu þá hafa strákarnir í Hlaðvarpinu á Tæpasta vaði loksins sent út þátt. Næstnýjasti þátturinn sem gefinn var út þótt

Eftir langa pásu er sextándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði kominn í loftið, þar sem þáttastjórnendur ræddu me...
24/05/2024

Eftir langa pásu er sextándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði kominn í loftið, þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um forsetakosningarnar, fóru yfir fréttir og önnur mál tengd Fjallabyggð, ræddu gengi KF og gerðu svo símaat , svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tengilinn ⬇️

https://open.spotify.com/episode/61I6cky3r6tWxPr4qTZRpB?si=nnWGcLLbTvyzETqLgoZUzQ

Sextándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um páskadagskrána í Fjal...
21/03/2024

Sextándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um páskadagskrána í Fjallabyggð, komandi forsetakosningar og möguleikana á að bjóða sig fram , sjálf-hrifavalda , Eurovison , leiðinlegt barnaefni og margt fleira.

Rúmur mánuður er frá síðasta þætti og má segja að þáttastjórnendur hafi komið vel endurnærðir eftir langt hlé og standi loksins undir nafni í þessum þætti.

Smelltu á tengilinn til að hlusta 🎧 ⬇️

https://open.spotify.com/episode/77fkw13M7xa9eKfUQ8iptp?si=zOzGaT8_R5OauTTLvt-41w

16/02/2024
Fimmtándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um valentínusardaginn, ...
16/02/2024

Fimmtándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um valentínusardaginn, ósmekklega öskudagsbúninga, styrkja betl, jesús krist, bíómyndir og sjónvarpsþætti og margt fleira.

Fjórtandi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um umferðina í RVK og b...
27/01/2024

Fjórtandi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um umferðina í RVK og borgarlínuna, gengi Íslenska handboltalandsliðsins, rafmagnsbíla og hleðslukvíða, innflytjendamál og Hákon fisksali kom í heimsókn með þorrabakka sem hann færði þáttastjórnendum til að smakka á.

Ungur aðstoðarmaður fór svo yfir stórtíðindin úr enska boltanum, en Jurgen Klopp hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum eftir tímabilið.

13/01/2024

Strákarnir í Hlaðvarpinu Á tæpasta vaði hafa gefið út nýjan þátt sem hlustendur hafa beðið eftir. Þetta er nokkurskonar jóla- og áramótaþáttu

Þrettándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um áramótin og áramótas...
07/01/2024

Þrettándi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur ræddu meðal annars um áramótin og áramótaskaupið, Jeffrey Epstein og gestalistann sem opinberaður var á dögunum, kosninguna á íþróttamanni Fjallabyggðar og hvort að Hrólfur yrði tilnefndur á næst.

Á einhver svona stykki til þess að lána okkur í dagspart eða selja ?Ætlum að taka upp þátt í dag og sárvantar 1 svona í ...
06/01/2024

Á einhver svona stykki til þess að lána okkur í dagspart eða selja ?

Ætlum að taka upp þátt í dag og sárvantar 1 svona í viðbót !

Engar áhyggjur hlustendur góðir, það er ekki búið að dæma okkur í fangelsi. Vitum að það er langt síðan að síðasti þáttu...
05/01/2024

Engar áhyggjur hlustendur góðir, það er ekki búið að dæma okkur í fangelsi. Vitum að það er langt síðan að síðasti þáttur kom út , en það styttist í næsta þátt !

Tveir stjórnendur hlaðvarpsþáttar í Bretlandi hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir hatursáróður og að hvetja til ofbeldisverka. Christopher Gibbons var dæmdur í átta ára fangelsi og Tyrone Patten-Walsh fékk sjö ára dóm. Mennirnir voru stjórnendur hlaðvarpsþáttarins Lone Wolf Ra...

Kæru hlustendur til sjávar og sveita,Stjórnendur Á tæpasta vaði óska ykkur öllum gleðilegra jóla og far­sæls kom­andi ár...
24/12/2023

Kæru hlustendur til sjávar og sveita,

Stjórnendur Á tæpasta vaði óska ykkur öllum gleðilegra jóla og far­sæls kom­andi árs og þakk­a um leið sam­fylgd­ina á ár­inu sem er að líða.

Með jólakveðju,

Jón Karl Ágústsson, Hrólfur Siglfirðingur Baldursson og Guðmundur Gauti Sveinsson

Ó helga nótt í flutningi Ívar Helgason hljómaði undir í jólaþættinum okkar sem kom út fyrir stuttu.Glæsilegur flutningur...
22/12/2023

Ó helga nótt í flutningi Ívar Helgason hljómaði undir í jólaþættinum okkar sem kom út fyrir stuttu.

Glæsilegur flutningur á fallegu lagi ♥️

Provided to YouTube by IngroovesÓ, helga nótt · Ívar HelgasonJólaljós℗ 2010 Ívar HelgasonReleased on: 2010-01-01Composer: Adolphe AdamsWriter: Sigurður Björn...

Jólaþáttur og sá tólfti í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur stilltu ekki upp sínu sterkasta lið...
19/12/2023

Jólaþáttur og sá tólfti í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem þáttastjórnendur stilltu ekki upp sínu sterkasta liði, en voru þó engu að síður með sterka varamenn á bekknum , þá Magga í SR, Danna LeKokk og Jimmy frá EgoDekor-landi.

Voru varamennirnir spurðir spjörunum úr um jólin og jólahefðir þeirra, uppáhalds jólalög og myndir, jólavenjur og margt fleira.

Í upphafi þáttar var lagið Ó helga nótt spilað, í flutningi Ívars Helgasonar og í lok þáttar var Snjókorn falla, í flutningi Ástarpungana spilað.

Smelltu á linkinn til að hlusta ⬇️

https://open.spotify.com/episode/0b8gNVRxCWXYekO81hTTKI?si=iIYazauhQumk_MK9yRXrAQ

Það er greinilegt að allir vilja vera eins og við !Vinsældir þáttarins eru það miklar, að boltasparkarar í útlöndum eru ...
14/12/2023

Það er greinilegt að allir vilja vera eins og við !

Vinsældir þáttarins eru það miklar, að boltasparkarar í útlöndum eru farnir að reyna að bendla sig við okkur !

„Liverpool er á tæpasta vaði og þarf að fara finna gírinn sinn ef liðið ætlar að halda áfram að vinna leiki,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um enska boltann.

Góðir hlustendur til sjávar og sveita ! Af gefnu tilefni langar okkur að taka það fram , að þessi þrjú sem á myndinni er...
13/12/2023

Góðir hlustendur til sjávar og sveita !

Af gefnu tilefni langar okkur að taka það fram , að þessi þrjú sem á myndinni eru, hefur aldrei verið boðið í þáttinn né stendur það til.

Það eru ómerkileg vinnubrögð að nýta sér frægð og nafn annarra eins og @[110431198977678:274:http://xn--vsir-vpa.is/] gerir hér, til þess eins að fá fleiri smelli á fréttir sínar.

Þátturinn Á tæpasta vaði - Hlaðvarp er því ekkert tengdur þessarri umfjöllun á einn né neinn hátt.

Til þess að komast í þáttinn þarft þú að hafa afrekað eitthvað eða hafa merkilega sögu að segja. Þessi þrjú á myndinni eiga langt í land til þess að eiga möguleika á því.

Við hvetjum fólk til að deila þessarri færslu !

https://www.visir.is/g/20232502279d/a-taepasta-vadi-deilur-og-drama-a-stjornarheimilinu

Viðburðaríkt ár er að baki á sviði stjórnmálanna og ólga er kannski orð sem nær ágætlega utan um það. Ólga vegna kjaramála, verðbólgu, hvalveiða, laxeldis, stríðsreksturs á Gasa, bankasölu og í sjálfu stjórnarsamstarfinu. Við förum yfir liðið ár sem einkennist af dei...

Ellefti þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar semþáttastjórnendur ræddu meðal annars um jólin, tóku umræðu um s...
10/12/2023

Ellefti þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem
þáttastjórnendur ræddu meðal annars um jólin, tóku umræðu um sameiningu íþróttafélaga í Fjallabyggð og búningamál, Ísfélagið, sr. Sig. Ægisson og bókin um vöfflurnar, listamannalaun , fámenna löggæslu á Tröllaskaga, lífeyrissjóði, feminisma og menntakerfið.

Einnig komu hugmyndir að nafni að nýju sameinuðu íþróttafélagi í Fjallabyggð.

Smelltu á linkinn til að hlusta ⬇️

https://open.spotify.com/episode/4e8HV8KCYD5nuHyILim3mr?si=p1Q30eMNS4S0ePUmK1D2Jw

Kæru hlustendur til sjávar og sveita !Vegna ýmissa ástæðna mun þáttur vikunnar falla niður, en einn af okkur er að ná sé...
04/12/2023

Kæru hlustendur til sjávar og sveita !

Vegna ýmissa ástæðna mun þáttur vikunnar falla niður, en einn af okkur er að ná sér eftir viðgerð hjá lækni, á meðan annar er að sinna 1,2 og 3 vaktinni og sá þriðji af okkur er bara að lifa og njóta á meðan að hinir eiga um sárt að binda.

Bið hlustendur um að senda hlýja strauma til þáttastjórnenda , mætum ferskir til leiks eftir helgi!

Hægt er að hlusta á eldri þætti með því að smella á linkinn hér fyrir neðan ⬇️

https://open.spotify.com/show/5pXuQqFZn4rlUV99bB1B8j?si=jHeYqUEBQQCJse0azmwcxw

Tíundi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar semþáttastjórnendur fengu músíkséníið Eddu Björk Jónsdóttir til sí...
26/11/2023

Tíundi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem
þáttastjórnendur fengu músíkséníið Eddu Björk Jónsdóttir til sín í spjall um lífið og tilveruna, tónlistina og ferilinn, músík lífið á Siglufirði og tónleika Karlakórsins sem verða um næstu helgi og hve mikill hvalreki það var fyrir hana og kórinn að Hrólfur hafi byrjað aftur í kórnum.

Smelltu á linkinn til að hlusta ⬇️

https://open.spotify.com/episode/56F6L6BMfshZ0ByUVtUuJV?si=b-Wy0aVLQyWSbNt5aAFUnQ

Níundi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar semþáttastjórnendur ræddu meðal annars um gengi Íslenska landsliðs...
21/11/2023

Níundi þáttur í annarri seríu af Á tæpasta vaði , þar sem
þáttastjórnendur ræddu meðal annars um gengi Íslenska landsliðsins í fótbolta, Krónan vs. Nettó, Billy the Kid og Faxasund, síðustu Piparmáltíðina, Bæjarlistamann Fjallabyggðar, matvælalagerinn í Sóltúni, þriðjuvaktina, sr. JK hélt létta biblíufræðslu og svo voru nokkur orð sögð um Frímúrararegluna.

Smelltu á linkinn til að hlusta ⬇️

https://open.spotify.com/episode/5IYhl0nlYITapsynltxMNt?si=durSKUamTtOSJflb0DtYlg

Address

Siglufjörður
580

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Á tæpasta vaði - Hlaðvarp posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category


Other Siglufjörður media companies

Show All