Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin Í þessari bók, sem er afrakstur 25 ára heimildasöfnunar, eru teknir til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í hérlendri og erlendri þjóðtrú.

Auk þess eru birt ljóð og annað forvitnilegt efni sem þeim tengist. Í bókinni er að finna vel á þriðja hundrað mynda, sem margar hverjar eru algjört listaverk, auk útbreiðslukorts hverrar tegundar fyrir sig. Hvaða fugl sóttust galdramenn eftir að komast í tæri við vegna sambands hans við þann í neðra? Hvað boðaði það á Horni í Sléttuhreppi ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti? Hvernig áttu hra

fnarnir, sem áttu bústað í Heklu, að vera í útliti? Já, þetta er bara brot af mörgu mögnuðu sem þessi einstaka bók geymir og glatt getur marga.

04/03/2021
Og hér er skjalið.
12/02/2021

Og hér er skjalið.

Nýja bókin mín, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin, var á meðal tíu rita sem þann 10. febrúar síðastliðinn voru tilnefnd ti...
12/02/2021

Nýja bókin mín, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin, var á meðal tíu rita sem þann 10. febrúar síðastliðinn voru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis, sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna. Það er mikill heiður. Ég hef einu sinni áður verið tilnefndur, það var árið 2008, fyrir bók okkar Jóns Baldurs Hlíðberg, Íslenskar kynjaskepnur.

17/12/2020
15/12/2020

Nú eru a.m.k. fimm ritdómar komnir um bókina mína, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin.
Í einum þeirra er fyrirsögnin: "Mögnuð bók."
Í öðrum segir að hún sé auðlesin og stórfróðleg.
Í hinum þriðja, að vísu óformlegum, í rafpósti til undirritaðs frá sænskum kennara í þjóðfræði við Uppsalaháskóla, sem les íslensku, segir: "Congratulations on this masterpiece."
Í hinum fjórða segir m.a.: "Bók Sig­urðar um fugl­ana er ekki ein­asta mikil um sig – hún er rúmar 470 bls. að stærð – heldur er hún einnig mikið þrek­virki sem eykur við bók­menn­ingu okkar Íslend­inga og bætir svo um munar í skiln­ing­inn á sam­búð manns og nátt­úru sem á sér sér­staka og ein­staka sögu hér á landi ... Íslensku fugl­arnir og þjóð­trúin er bók sem kyn­slóðir geta skoðað saman."
Og í hinum fimmta, sem er rétt ókominn í Austurlandi og fleiri blöðum, segir m.a.: ,,Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin“ er ein athyglisverðasta bókin sem nú kemur á bókamarkaðinn ... Þessi bók er ákaflega vandlega skrifuð, auðvelt er að taka út þar fuglategundir og fræðast um þær og auka um leið fróðleikinn um íslenska fugla. Bókin ætti að vera sjálfsögð eign allra þeirra sem dvelja við að horfa á íslenska fugla, og einnig að taka myndir af þeim. Eðlilegt verður að telja að íslenskir grunnskólar eigi eintak, slík eru gæði hennar. Sr. Sigurður hefur einfaldega unnið afrek sem íslensk þjóð má þakka honum fyrir."
Ég er þakklátur og glaður fyrir þessi orð, sem og móttökurnar almennt.

Þessa mynd af Heiðlóu Ásvaldsdóttur tók Erna Ýr Guðjónsdóttir - ernayr.is.
30/11/2020

Þessa mynd af Heiðlóu Ásvaldsdóttur tók Erna Ýr Guðjónsdóttir - ernayr.is.

Heiðlóa Ásvaldsdóttir er eina konan sem ber nafnið Heiðlóa á Íslandi. Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er skemmtilegt viðt...
30/11/2020

Heiðlóa Ásvaldsdóttir er eina konan sem ber nafnið Heiðlóa á Íslandi. Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er skemmtilegt viðtal við hana, sem hér fylgir með.

28/11/2020

Þessa mögnuðu bók er hægt að kaupa fyrir hlægilegt verð a.m.k. í Bónus og þar er hún víða til. Þeir sem áhuga hafa á bókinni ættu hiklaust að nýta þetta SPRENGIVERÐ! Verðið gæti hækkað þegar líður á mánuðinn! Endilega látið þau vita sem þetta gæti gagnast. Lægra verður það ekki.

19/11/2020
19/11/2020

Sigurður Ægisson, höfundur bókarinnar stórkostlegu, Íslenskir fuglar og þjóðtrúin, með fyrsta eintakið.

Ágætu vinir hér á FB. Ég má til með að benda ykkur á jólagjöfina í ár, sem er stórvirki sem ég fékk í hendurnar í dag. H...
17/11/2020

Ágætu vinir hér á FB. Ég má til með að benda ykkur á jólagjöfina í ár, sem er stórvirki sem ég fékk í hendurnar í dag. Hér er ég að tala um einstaklega fallega og fróðlega bók eftir snillinginn Sigurður Ægisson sóknarprest á Siglufirði, fuglaskoðara og ljósmyndara með meiru. Margar bækur hafa farið um mínar hendur um ævina og verð ég að segja að þessi er ein sú flottasta og eigulegasta. Takk fyrir þetta framlag til fuglaunnenda Sigurður!!

Þorfinnur Sigurgeirsson

17/11/2020
17/11/2020
17/11/2020

Í þessari bók, sem er afrakstur 25 ára heimildasöfnunar, eru teknir til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í hérlendri og erlendri þjóðtrú. Auk þess eru birt ljóð og annað forvitnilegt efni sem þeim tengist, að ógleymdum ríflega 1000 alþýðuheitum. Jafnframt er hérað finna vel á þriðja hundrað mynda, sem og útbreiðslukort hverrar tegundar fyrir sig.

• Íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af keldusvíninu að segja. Vegna undarlegra hátta sinna var það talið mikil furðuskepna, jafnvel yfirnáttúruleg, hálfur ormur og í beinu sambandi við þann í neðra. Þess vegna sóttust galdramenn líka mjög eftir að komast í tæri við það og nota við kukl sitt.

• Á Horni í Sléttuhreppi boðaði það rigningu, ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti.

• Þegar haftyrðillinn var að finnast rekinn á land í stórum hópum áður fyrr, ímynduðu menn
sér að þetta væri undrafyglið halkíon, en samkvæmt grískum sögnum átti það að vera með
hreiður sitt úti á rúmsjó.

• Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í
þremur mörkum af víni og drekka svo. Annað, að drekka vatn af arnarkló og „pissa strax í
eld“.

• Í Heklu átti að vera bústaður hrafna með glóandi klær og nef úr járni.

• Vegna smæðar, litar og atferlis, eða með öðrum orðum vegna þess hversu jarðbundinn hann
er og gjarn á að skjótast í felur í holum og gjótum eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á
flugi, var músarrindillinn löngum talinn skyldari mús en fugli.

Útgáfuár: 2020

17/11/2020

Address

Hvanneyrarbraut 45
Siglufjörður
580

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin:

Share

Nearby media companies


Other Siglufjörður media companies

Show All