Land & Saga

Land & Saga Tímarit um ferðamál,menningu og viðskipti.

18/03/2024

Markmiðið er að skapa ný atvinnutækifæri og draga úr fátækt Alberto de Sousa Costas forseti mannúðarsamtakanna On Guard for Humanity segir sóknarfæri íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndunum nær ótakmarkaða Gátt til útlanda má segja að sé yfirskriftin á lokaðri ráðstefnu...

Á VERÐUR FLJÓTÍ upphafi síðustu aldar hefst rafvæðing á Íslandi. Fyrsta vatnsaflsstöðin er reist í Hafnarfirði árið 1904...
02/03/2024

Á VERÐUR FLJÓT
Í upphafi síðustu aldar hefst rafvæðing á Íslandi. Fyrsta vatnsaflsstöðin er reist í Hafnarfirði árið 1904 af Helga M. Sigurðssyni trésmíðameistara, sem lýsti upp hálfan bæinn í byrjun. Næsta bæjarfélag til að rafvæðast var Eskifjörður en Ljósá í firðinum var virkjuð árið 1911. Fyrsta stóra vatnsaflsvirkjun á landinu er reist í Elliðaá í Reykjavík árin 1919 til 1921 þegar höfuðborgin er rafvædd. Næsti kafli rafvæðingar er rétt fyrir seinna stríð, þegar stórar virkjanir eru reistar í Soginu við Þingvallavatn og í Laxárdal á norðausturlandi til að rafvæða allt landið. Þriðji og síðasti kaflinn í sögu raforkuframleiðslu hefst 1965, þegar Landsvirkjun er stofnuð til að setja upp stórvirkjanir til að selja orku til stóriðju. Fyrsta stóra virkjunin, Búrfellsvirkjun í Þjórsá er gangsett árið 1972. Hún er nú önnur stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, framleiðir 270 MW. Kárahnjúkavirkjun í Jökulsá á Dal, fyrir austan er lang stærst, framleiðir 690 MW. Þriðja stærsta virkjunin er Hrauneyjafoss í Þjórsá með 210 MW, Blönduvirkjun í Blöndu er í fjórða og fimmta sæti með Hrauneyjarfossstöð í Þjórsá, en báðar eru þær 150 MW að stærð. Þjórsá á Suðurlandi er sú á þar sem mest af rafmagni er framleitt, meðan vatnsmesta og orkumesta á landsins, Jökulsá á Fjöllum er óbeisluð. Enda rennur hún úr Vatnajökli í Öxarfjörð að mestum hluta í Vatnajökulsþjóðgarði.

Í upphafi síðustu aldar hefst rafvæðing á Íslandi. Fyrsta vatnsaflsstöðin er reist í Hafnarfirði árið 1904 af Helga M. Sigurðssyni trésmíðameistara, sem lýsti upp hálfan bæinn í byrjun. Næsta bæjarfélag til að rafvæðast var Eskifjörður en Ljósá í firðinum var virkju....

AKUREYRI ( MYNDASERÍA I )Akureyri er ekki bara höfuðstaður norðurlands, heldur allrar landsbyggðarinnar. Þarna við botn ...
16/02/2024

AKUREYRI ( MYNDASERÍA I )

Akureyri er ekki bara höfuðstaður norðurlands, heldur allrar landsbyggðarinnar. Þarna við botn Eyjafjarðar býr nær þriðjungur landsmanna. Það er að segja þeir landsmenn sem búa utan suðvesturhornsins. Fyrsta húsið sem reist er á Akureyri er byggt árið 1778, og fær bærinn fyrst kaupstaðarréttindi 1786, á sama tíma og Reykjavík. Byggðin á Akureyri jókst hægt í byrjun, og missir því Akureyri kaupstaðarréttindin 1836, en nær þeim aftur 1862. Fljótlega eftir það stofna bændur í Eyjafirði, Kaupfélag Eyfirðinga, KEA sem verður eitt öflugasta kaupfélag landsins, Akureyri verður miðstöð iðnaðar á landinu um miðja síðustu öld. Síðan hefur margt breyst, nú er Akureyri menntabær, með Háskóla, tvo menntaskóla, síðan er útvegur, en næst stærsta útgerðarfélag landsins Samherji er með höfuðstöðvar á Akureyri. Ferðaþjónusta er einnig öflug á Akureyri, en í bænum er annar af tveimur alþjóðaflugvöllum landsins. Icelandic Times / Land & Saga fór norður, og myndaði vetrarfegurðina fyrir norðan.

Akureyri er ekki bara höfuðstaður norðurlands, heldur allrar landsbyggðarinnar. Þarna við botn Eyjafjarðar býr nær þriðjungur landsmanna. Það er að segja þeir landsmenn sem búa utan suðvesturhornsins. Fyrsta húsið sem reist er á Akureyri er byggt árið 1778, og fær bærinn fyr...

FULLBÚIN ÍBÚÐARHÚS ERLENDIS FRÁBylting fyrir landsbyggðinaRætt við Freygarð Jóhannsson hjá http://xn--stlgrindarhs-dbb37...
16/02/2024

FULLBÚIN ÍBÚÐARHÚS ERLENDIS FRÁ

Bylting fyrir landsbyggðina

Rætt við Freygarð Jóhannsson hjá http://xn--stlgrindarhs-dbb37a.is/ um byltingarkennda nýjung við að reisa íbúðarhús sem koma tilbúin erlendis frá.

stálgrindarhús
Síðsumars 2018 lagðist flutningaskip Atlantic Shipping að bryggju á Bíldudal með fullbyggt 435 fermetra raðhús, með alls átta íbúðum á tveimur hæðum. Hálfum mánuði síðar var opnunarhátíð með bæjarbúum, alþingis- og sveitastjórnarfólki með Ásmund Einar Daðason ráðherra húsnæðismála í broddi fylkingar. Það var hátíð á Bíldudal.

Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal reisti átta íbúðir fyrir starfsfólkið sitt. Ár var liðið frá því bæjarstjórn hafði úthlutað lóðinni. Húsið var smíðað frá grunni í Eistlandi, afhent með áföstum steyptum sökklum, gólfefnum, raftækjum og húsgögnum tilbúið til ásetningar á þjappaðan jarðpúða. Það var von að fólk væri ánægt. Fyrsta húsið reis á Bíldudal frá 1989.

http://xn--stlgrindarhs-dbb37a.is/

Það eru http://xn--stlgrindarhs-dbb37a.is/ sem flytja nú inn tilbúin hús frá Eistlandi og Lettlandi. Félagið hefur í tæp 20 ár reist stálgrindarhús víða um land; nú er Vífilshöll að rísa í Garðabæ; glæsileg knattspyrnuhöll. Öflug fyrirtæki líkt og Krónan, IKEA, Brimborg, KIA, Askja, Isavia og fleiri hafa góða reynslu af þessum stálgrindarhúsum. Eigendur http://xn--stlgrindahsa-dbb27a.is/ eru hjónin Freygarður Jóhannsson og Natalia Proskurnina markaðsfræðingur frá fjórðu stærstu borg Rússlands, Yekaterinburg í Úralfjöllum, heimaborg Borisar heitins Yeltsin. Kaffitár var fyrsta húsið sem Stálgrindarhús reistu fyrir tæpum tveimur áratugum. „Stálgrindarhús eru hagkvæm og góð lausn fyrir fyrirtæki, ríki og sveitarfélög,“ segir Freygarður.

Frá hugmynd til innflutnings

„Frá hugmynd til innflutnings geta liðið s*x mánuðir. Frá komu á áfangastað til innflutnings innan við vika. Það er von að húsin séu kölluð Quick-hús. Þetta hentar landsbyggðinni sérlega vel þar sem erfitt kann að reynast að fá iðnaðarmenn. Raðhúsið á Bíldudal er dæmi um velheppnaða lausn. Hægt er að fá sérsmíðuð hús; raðhús, parhús, einbýli, sumarbústað, skóla, leikskóla, hótel og 4 til 6 hæða íbúðablokkir. Í raun allt sem hugurinn girnist. Eina sem þarf að vera tilbúið er þjappaður jarðvegur með frárennslis-, vatns og rafmagnslögnum sem svo eru tengdar við húsið fullbúið með innréttingum og húsgögnum, ef það er ósk kaupanda,“ segir Freygarður í samtali við Land & sögu. http://xn--stlgrindarhs-dbb37a.is/ vinna með kaupanda, arkitektum og verktökum frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig næst fram ódýr og hagkvæmur byggingarmáti.

Rætt við Freygarð Jóhannsson hjá Stálgrindarhús.is um byltingarkennda nýjung við að reisa íbúðarhús sem koma tilbúin erlendis frá.

ÞING- OG HELGISTAÐUR ÍSLENDINGAAlþingi er fyrsta stofnunin sem við eignumst sameiginlega. Stofnuð á Þingvöllum árið 930,...
11/02/2024

ÞING- OG HELGISTAÐUR ÍSLENDINGA

Alþingi er fyrsta stofnunin sem við eignumst sameiginlega. Stofnuð á Þingvöllum árið 930, og þingstaðurinn hét Lögberg, rétt sunnan við Öxarárfoss, við Almannagjá. Þar kom Alþingi saman í júní, og stóð þingið í tvær viku. Eftir 1271 var þinghaldi stytt til muna. Alþingi kom þarna saman til ársins 1800, þegar Danakonungur skipaði að Alþingi skyldi fellt niður. Alþingi var síðan endurreist, en valdalaust, og þá í Reykjavík árið 1843, og hefur starfað þar óslitið síðan, í 180 ár. Síðan 1918 löggjafarsamkoma landsmanna með full völd til að setja okkur lög og reglur.

Þúsund árum frá stofnun Alþingis, árið 1930 er fyrsti þjóðgarður landsins Þjóðgarðurðurinn á Þingvöllum stofnaður, ekki bara um söguna, ekki síður náttúruna Þingvalla sem er einstök, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu. Það tekur ekki nema klukkutíma að heimsækja Þingvelli frá höfuðborginni, sem eru ekki síðri að sjá, upplifa og skoða, eins og nú um há vetur. Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna.

Þing- og helgistaður íslendinga Alþingi er fyrsta stofnunin sem við eignumst sameiginlega. Stofnuð á Þingvöllum árið 930, og þingstaðurinn hét Lögberg, rétt sunnan við Öxarárfoss, við Almannagjá. Þar kom Alþingi saman í júní, og stóð þingið í tvær viku. Eftir 1271 var...

HIN HÚSAVÍKINHúsavík er stærsta víkin á Víknaslóðum, milli Borgarfjarðar Eystri og Loðmundarfjarðar. Þorsteinn Kleggi na...
05/02/2024

HIN HÚSAVÍKIN
Húsavík er stærsta víkin á Víknaslóðum, milli Borgarfjarðar Eystri og Loðmundarfjarðar. Þorsteinn Kleggi nam þar land, og segir sagan að Húsvíkingar séu frá honum komnir, áður en byggðin fór í eyði rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Rétt áður, árið 1937 reistu Húsvíkingar fallega litla kirkju í víkinni. Í Húsavík þótti gott að búa fyrr á öldum, með sína fjóra sveitabæi, alla með gott útræði og fjörubeit. En víkin, eins falleg og hún er, þá væri næsta vonlaust að halda uppi nútíma samgöngum þangað. Í dag er það mest gönguhópar sem koma þangað að sumarlagi, að skoða Víknaslóðir, eina mestu perlu í íslenskri nátturu. Margrét ríka, sem átti Húsavík á 16. öld, kallaði Húsavík, víkina ljótu og feitu. Sú nafngift er rangnefni, því Húsavík er falleg, meira að segja mjög, með einstök fjöll sem umlykja þessa einstöku vík, Húsavík.

Hin Húsavíkin Húsavík er stærsta víkin á Víknaslóðum, milli Borgarfjarðar Eystri og Loðmundarfjarðar. Þorsteinn Kleggi nam þar land, og segir sagan að Húsvíkingar séu frá honum komnir, áður en byggðin fór í eyði rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Rétt áður, árið 193...

HRAGLANDI Í DAGSvipmyndir frá Reykjavík í dag. Það var hraglandi, en birti inn á milli. Ekta íslenskur vetur. Sem ljósmy...
04/02/2024

HRAGLANDI Í DAG

Svipmyndir frá Reykjavík í dag. Það var hraglandi, en birti inn á milli. Ekta íslenskur vetur. Sem ljósmyndari legg ég ekki í vana minn að taka myndir á símann. En tæknin hefur breyst. Á síðustu tíu árum hefur framleiðsla og sala á myndavélum farið úr 125 milljónum myndavéla á ári niður í s*x milljónir. Símarnir hafa tekið við fyrir venjulegt fólk sem vill mynd af úr tveggja ár afmæli, öldruð karöflum, snjókomu eða bara úr búðarferð. Mynd sem er síðan send beint úr símanum á samfélagsmiðla eða bara til ömmu með smsi. Hér, lesendur góðir eru svipmyndir, óunnar beint úr síma, af íslenskum augnablikum í byrjun febrúar. Og það birtir til í næstu viku, verður sól og skítkallt, eftir hraglandann í gær og í dag. Það eru engir myndatextar; þetta eru bara ör móment á Gömlu Hringbraut, Laugavegi og Bústaðavegi. Þótt síminn sé góður, legg ég ekki frá mér myndavélina, því þrátt fyrir góð gæði, er sími sími og myndavél verkfæri til að fanga augnablik á besta mögulegan hátt.

Hraglandi í dag Svipmyndir frá Reykjavík í dag. Það var hraglandi, en birti inn á milli. Ekta íslenskur vetur. Sem ljósmyndari legg ég ekki í vana minn að taka myndir á símann. En tæknin hefur breyst. Á síðustu tíu árum hefur framleiðsla og sala á myndavélum farið úr 125 mil...

REYKJANES RUMSKAR, REYKJAVÍK NÆST?Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru hættulega nálægt byggð. Eldvirknin er lotubund...
31/01/2024

REYKJANES RUMSKAR, REYKJAVÍK NÆST?

Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru hættulega nálægt byggð. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár. Nú eru tæplega 800 ár frá síðustu gosum á Reykjanesskaganum og alveg ljóst að eldgosahrina sé farin á stað, það munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum næstu ár og áratugi. Elstöðvarkerfið nær frá Hengilssvæðinu / Bláfjöllum austan við Reykjavík, og síðan vestur eftir öllum skaganum að Reykjanestá. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru mörg hver hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja Grindavík, hluta Hafnarfjarðar og efstu byggðir Kópavogs og Reykjavíkur hættusvæði. Kristín Jónsdóttir fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að hún telur fulla ástæðu til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum eftir marga jarðskjálfta á svæðinu síðustu daga. Hraun frá svæðinu eigi greiða leið að höfuðborgarsvæðinu. Einn af okkar þekktustu jarðvísindamönnum, Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikilvægt að gera áætlanir um hvernig verði brugðist við ef það gýs nærri höfuðborgarsvæðinu. Hann segir í samtali við RÚV að jarðskjálftahrinan síðustu daga nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Icelandic Times / Land & Saga fór í vetrarveðrinu upp í Bláfjöll og Heiðmörk. Það er ótrúlegt hve svæðin eru nálægt byggð, eins og Vallarherfið í Hafnarfirði sem við gerðum grein um í lok síðasta árs.

Reykjanes rumskar, Reykjavík næst? Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru hættulega nálægt byggð. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár. Nú eru tæplega 800 ár frá síðustu gosum á Reykjanesskaganum og alveg ljó...

VEGALENGDIRFrá Reykjavík norður til Varmahlíðar í Skagafirði eftir Hringvegi 1, er jafn langt og frá Vestfjörðum til Græ...
30/01/2024

VEGALENGDIR

Frá Reykjavík norður til Varmahlíðar í Skagafirði eftir Hringvegi 1, er jafn langt og frá Vestfjörðum til Grænlands, 290 km. Til Færeyja frá Stokknesi í Hornafirði eru 430 km, örlítið lengra en áfram frá Varmahlíð og að Goðafossi, eða suðurleiðina í Suðursveit, rétt vestan við Höfn í Hornafirði. Til Skotlands í beinni línu eru 810 km, tuttugu kílómetrum styttra en að fara til Vopnafjarðar, suðurleiðina. Til Noregs eru 980 km, sem er fjarlægðin eftir Hringvegi 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar ef maður keyrir í gegnum Kirkjubæjarklaustur frekar en Blönduós. Til Kanada í beinni línu frá Íslandi eru 1660 km, rúmlega hringvegurinn. Lengsta fjarlægð milli höfuðborga en frá Wellington höfuðborg Nýja Sjálands og til Reykjavíkur, en vegalengdin milli þeirra eru 17.125 kílómetrar. Það er ansi langt. Meira að segja miklu miklu lengra en norður á Raufarhöfn á Melrakkasléttu frá höfuðborginni.

Frá Reykjavík norður til Varmahlíðar í Skagafirði eftir Hringvegi 1, er jafn langt og frá Vestfjörðum til Grænlands, 290 km. Til Færeyja frá Stokknesi í Hornafirði eru 430 km, örlítið lengra en áfram frá Varmahlíð og að Goðafossi, eða suðurleiðina í Suðursveit, rétt ves...

SIGLUFJÖRÐUR ER NÆST OG NÆSTSiglufjörður, er einstakur bær. Eitt fallegasta bæjarstæði í lýðveldinu, næst nyrsti bær lan...
27/01/2024

SIGLUFJÖRÐUR ER NÆST OG NÆST
Siglufjörður, er einstakur bær. Eitt fallegasta bæjarstæði í lýðveldinu, næst nyrsti bær landsins á eftir Raufarhöfn. Fyrir rúmri hálfri öld var Siglufjörður næstum því næst stærsti bær landsins á eftir höfuðborginni, lungan úr árinu, þegar síldarvertíðin var um miðja síðustu öld. Þúsundir komu alls staðar að til að efnast. Margir gerðu það gott. Bær sem skapaði mikil verðmæti, og menningar páfa, en margir merkismenn eigu sínar rætur frá bænum. Í dag er öllu rólegra, en nú er Siglufjörður snotur bær með um 1200 íbúa,og hluti af Fjallabyggð, bæjarfélag sem nær yfir nyrsta odda Tröllaskaga. Siglufjörður óbyggður Héðinsfjörður og síðan Ólafsfjörður með um 750 íbúa eru hinir hlutar sveitarfélagsins. Siglufjörður státar af besta skíðasvæði landsins, næstbesta safn landsins, Síldarminjasafninu, og þriðja besta miðnætursólsetrinu á sumrin, á eftir Raufarhöfn og Þórshöfn austur í Norður-Þingeyjarsýslu. Frá höfuðborginni eru akkúrat 400 km til Siglufjarðar, og frá Akureyri einungis klukkutíma akstur, eftir vestanverðum Eyjafirði, í ekki næst besta, heldur lang besta fisk og franskar (fish and chips), í lýðveldinu.

Siglufjörður er næst og næst Siglufjörður, er einstakur bær. Eitt fallegasta bæjarstæði í lýðveldinu, næst nyrsti bær landsins á eftir Raufarhöfn. Fyrir rúmri hálfri öld var Siglufjörður næstum því næst stærsti bær landsins á eftir höfuðborginni, lungan úr árinu, þe...

UNDIRALDA Í TRYGGVAGÖTU 15Undiralda er nafn á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem andfætlingurinn Stuart Richa...
25/01/2024

UNDIRALDA Í TRYGGVAGÖTU 15

Undiralda er nafn á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem andfætlingurinn Stuart Richardson (1978) sýnir sín landslagsverk. Fæddur í Nýja Sjálandi, uppalinn í Nýja Englandi, Bandaríkjunum, og nú búsettur í gamla Íslandi síðastliðin 17 ár. Sýningin Undiralda samanstendur af stórum innrömmuðum ljósmyndum, prentverkum á japönskum bókrollupappír, seríu af stuttum myndböndum og bók í einu eintaki. Sýningin þar sem glímt er við íslenskt landslag, landslag án nafns, sem er skemmtilegt. Þar sem tré líklega í Skorradal, þar sem Stuart býr, eða steinn í Hvalfirði eru án titils, nafns. Fallegt. Hér eru ekki myndir af Jökulsárlóni, Kirkjufelli eða Landmannalaugum. Heldur fínar myndir, flestar svarthvítar, þar sem myndasmiðurinn sýnir Ísland eins og það er, sýnir okkur og deilir sínum áhyggjum hvað verður um okkar óspilltu náttúru nær og fjær.

Undiralda er nafn á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem andfætlingurinn Stuart Richardson (1978) sýnir sín landslagsverk. Fæddur í Nýja Sjálandi, uppalinn í Nýja Englandi, Bandaríkjunum, og nú búsettur í gamla Íslandi síðastliðin 17 ár. Sýningin Undiralda samansten...

Andfélagslegur og kynlaus mynd Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út.„Þessi karakter sem ég er að...
22/01/2024

Andfélagslegur og kynlaus mynd Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út.

„Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó“ hans sem syngur á plötunni.

Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér,“ segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega.“

Andfélagslegur og kynlaus Þorsteinn Einarsson Fréttablaðið, 30. okt. 2008 04:00    Úrval laga hlustið hér Andfélagslegur og kynlaus mynd Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út. „Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eigi...

FIMM MÍNÚTURÞað sem er svo frábært við Ísland, þrátt fyrir þéttbýli í strjálbyggðu landi, hve stutt er í náttúruna. Ofta...
21/01/2024

FIMM MÍNÚTUR

Það sem er svo frábært við Ísland, þrátt fyrir þéttbýli í strjálbyggðu landi, hve stutt er í náttúruna. Oftast bara fimm mínútur í bíl. Samkvæmt Eurostat sem heldur utanum tölfræði Evrópu er Ísland númer tvö yfir hlutfall íbúa sem búa í þéttbýli. Mónakó er númer eitt, og Vatíkanið sem sýna 820 prestlærðu íbúa er ekki talið með sem sjálfstætt ríki, enda ekki með ríkisstjórn og þing. Af íbúunum þar hafa ekki nema 450, rúmlega helmingur Vatíkanskt vegabréf. Númer þrjú er Belgía. Litháen og Írland deila neðsta sætinu, þar sem hlutfallslega flestir íbúar búa í smáþorpum eða þá á bóndabýlum.

Það tekur ekki nema fimm mínútur að komast í óspillta náttúru að Hafravatni frá Úlfarsárdal eða Grafarholti í Reykjavík. Svipað úr miðborginni vestur á Gróttu eða úr Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi upp í Heiðmörk. Svipaðan tíma tekur fyrir Akureyringa að komast í Kjarnaskóg, eða Bolvíkinga í Skálavík, Ísfirðinga í Tungudal, Sauðkræklinga á Hegranes, Norðfirðinga að vitanum. Eða Grindvíkinginga að ganga að nýja hrauninu, nei það tekur skemmri tíma, innan við mínútu frá efstu húsum.

Fimm mínútur er ekki langur tími til sjá og upplifa náttúruna, jafnvel núna þegar það er bæði dimmt og kalt. Það er okkar upplifun hjá Icelandic Times /Land & Sögu að þessi tími er jafn góður og hver annar.

Fimm mínútur Það sem er svo frábært við Ísland, þrátt fyrir þéttbýli í strjálbyggðu landi, hve stutt er í náttúruna. Oftast bara fimm mínútur í bíl. Samkvæmt Eurostat sem heldur utanum tölfræði Evrópu er Ísland númer tvö yfir hlutfall íbúa sem búa í þéttbýli. M....

GEFUM HLJÓÐ Tónlist er einstök, listform sem gleður, breytir stemningu, býr til stemningu. Á vef RÚV, Ríkisútvarpsins va...
11/01/2024

GEFUM HLJÓÐ

Tónlist er einstök, listform sem gleður, breytir stemningu, býr til stemningu. Á vef RÚV, Ríkisútvarpsins var ansi góð samantekt um mest spiluðu lög í lýðveldinu á nýliðnu ári. Sumt kom á óvart, annað gladdi, eins og hve íslensk tónlist stendur styrkum fótum. Við hlustum á íslenska tónlist, í bland við það besta og vinsælasta, sem er frábært. Rúmlega helmingur 30 mest spiluðu laga í íslensku útvarpi er með og eftir íslenska flytjendur. Sama á við stærstu streymisveiturna Spotify, en 16 af 30 mest spiluðu lögum voru íslensk

Tónlist er einstök, listform sem gleður, breytir stemningu, býr til stemningu. Á vef RÚV, Ríkisútvarpsins var ansi góð samantekt um mest spiluðu lög í lýðveldinu á nýliðnu ári. Sumt kom á óvart, annað gladdi, eins og hve íslensk tónlist stendur styrkum fótum. Við hlustum á...

HÆTTA !Gleðilegt ár. Íslendingar skutu mikið upp og sprengdu nú um áramótin, enda veður var með besta móti um allt land....
02/01/2024

HÆTTA !
Gleðilegt ár. Íslendingar skutu mikið upp og sprengdu nú um áramótin, enda veður var með besta móti um allt land. Þó féllu stærstu bomburnar á nýársdag. Guðni Th Jóhannesson sjötti Forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann sækist ekki eftir endurkjöri, eftir tvö kjörtímabil. Eins tilkynnti síðasta prinsessa Íslands, Margrét Þórhildur II Danadrottning að hún myndi setjast í helgan stein, 83 ára gömul, eftir að hafa verið drottning dana, grænlendinga og færeyinga í 52 ár. Og krónprinsessa íslendinga sín fyrstu fjögur ár. Friðrik krónprins tekur við keflinu, en hver verður næsti Forseti Íslands, það verður spennandi að sjá, en fyrstur til að lýsa yfir framboði var Halldór Laxness Halldórsson leikari, rithöfundur og uppistandari, betur þekktur sem Dóri DNA. Forsetakosningarnar fara fram eftir fimm mánuði, þann 1. júní. En þetta sagði Guðni Th, meðal annars í nýársávarpi sínu; „Í öflugu lýðræðissamfélagi kemur maður líka í manns stað. Engum er hollt að telja sig ómissandi og skyldurækni á misskildum forsendum má ekki ráða för, því síður eigin hégómi eða sérhagsmunir. Kæru landar, kæru vinir: Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar, kýs frekar að halda sáttur á braut innan tíðar og er þess fullviss ‒ ef ég má nefna það sjálfur ‒ að Íslendingum muni eins og fyrri daginn auðnast að kjósa sér forseta sem þeir una við.“ Svo mörg voru þau orð.

Hætta ! Gleðilegt ár. Íslendingar skutu mikið upp og sprengdu nú um áramótin, enda veður var með besta móti um allt land. Þó féllu stærstu bomburnar á nýársdag. Guðni Th Jóhannesson sjötti Forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann sækist ekki eftir endurkjöri...

BARA BJART FRAMUNDANÁ svona dimmum degi, dimmasta degi ársins á norðurhverli, hvað getur maður sagt. Sólarupprás var í m...
22/12/2023

BARA BJART FRAMUNDAN

Á svona dimmum degi, dimmasta degi ársins á norðurhverli, hvað getur maður sagt. Sólarupprás var í morgun í Reykjavík klukkan 11:22 og settist fjórum tímum síðar klukkan 15:25. Það er helmingi lengri birtutími en í Grímsey, eða á Grjótnesi á Melrakkasléttu þar sem sólar gætir einungis í tvo klukkutíma. En það er bjart framundan, eftir 90 daga, þrjá mánuði er jafndægur að vori. Líka norður á Grjótnesi. Land & Saga / Icelandic Times var að gefa út bók um Reykjavík, bók fyrir alla þá sem hafa gaman af sögu og fróðleik um höfuðborg okkar Íslendinga. En þegar Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786, bjuggu 167 manns í Reykjavík. Þá bjuggu 38 þúsund á öllu Íslandi, og 78 þúsund í höfuðborginni Kaupmannahöfn á Sjálandi, suður í Danaveldi. Í dag búa 150 þúsund í höfuðborginni og hátt í 300 þúsund á stór höfuðborgarsvæðinu. Árið 1900 eru íbúar Reykjavíkur rúmlega fimm þúsund. Tíu áru seinna eru þeir tíu þúsund. Þegar við fáum fullveldi árið 1918 eru Reykvíkingar 15 þúsund. Árið 1924 eru íbúarnir orðnir 20 þúsund. Þegar við fáum sjálfstæði 1944, eru íbúarnir 44 þúsund. Fyrir fimmtíu árum 1973 eru þeir 84 þúsund, og hefur nú fjölgað um tæplega helming á hálfri öld. Árið 1991 fæðist 100 þúsundasti íbúinn, og nú tæplega 30 árum síðar eru borgarbúar nærri 150 þúsund. Hér koma örfáar myndir frá þessum dimma degi í höfuðborginni, Það er varla orðið bjart, þegar dimmir aftur. En… það er bjartara framundan

Á svona dimmum degi, dimmasta degi ársins á norðurhverli, hvað getur maður sagt. Sólarupprás var í morgun í Reykjavík klukkan 11:22 og settist fjórum tímum síðar klukkan 15:25. Það er helmingi lengri birtutími en í Grímsey, eða á Grjótnesi á Melrakkasléttu þar sem sólar g....

UPPFÆRT UM GRINDAVÍKURGOSIÐBjarni Bendikson utanríkisráðherra sendi þessi skilaboð um miðnætti; Eldgos er hafið á Reykja...
19/12/2023

UPPFÆRT UM GRINDAVÍKURGOSIÐ
Bjarni Bendikson utanríkisráðherra sendi þessi skilaboð um miðnætti; Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Eldgosið er um 3,5 km langt skammt frá Sundhnúka skammt norðan við Grindavík þar sem rýmingarfyrirmæli hafa verið í gildi. Engar truflanir eru á flugi til og frá Íslandi og millilandaflugsgangar eru enn opnir. Á sama tíma tók Icelandic Times / Land & Saga þessa mynd úr miðbæ Reykjavíkur.Þetta gos er STÓRT. Við munum fylgjast grannt með því sem gerist næstu daga á Reykjanesskaga.

UPPFÆRT UM GRINDAVÍKURGOSIÐ Bjarni Bendikson utanríkisráðherra sendi þessi skilaboð um miðnætti; Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Eldgosið er um 3,5 km langt skammt frá Sundhnúka skammt norðan við Grindavík þar sem rýmingarfyrirmæli hafa verið í gildi. Engar truflanir eru á ...

Vinir & vandamenn & fleiri jólagestirÍ átta ár, hefur Gallery Port haldið samsýningu í desember þar sem listamenn, vinir...
10/12/2023

Vinir & vandamenn & fleiri jólagestir

Í átta ár, hefur Gallery Port haldið samsýningu í desember þar sem listamenn, vinir & vandamenn Portsins við Laugaveg halda jóla-samsýningu. Í ár eru tæplega s*xtíu listamenn, bæði eldri og þekktir í bland við næstu stjörnur sem fylla alla veggi og kima safnsins með nýjum verkum. Verkin spanna alla flóruna, ljósmyndaverk, skúlptúrar, útsaumur og málverk, enda er þetta uppskeruhátíð, árið gert upp. Þetta er síbreytileg sýning, verkin sem eru keypt hverfa, ný koma í staðinn. Fest verkin hverfa á stóra deginum, Þorláksmessu, þann 23 desember. Enda heitir sýningin Jólagestir. Gestirnir á sýningunni hverfa, finna sér annað heimili til frambúðar nú í desember.

Vinir & vandamenn & fleiri jólagestir Í átta ár, hefur Gallery Port haldið samsýningu í desember þar sem listamenn, vinir & vandamenn Portsins við Laugaveg halda jóla-samsýningu. Í ár eru tæplega s*xtíu listamenn, bæði eldri og þekktir í bland við næstu stjörnur sem fylla alla ...

Í MIÐJUM MIÐBÆNUMVar á leið allt annað í hádeginu. Sá Tjörnina á hvolfi, hentist heim, til að sækja rétta linsu, og alla...
26/11/2023

Í MIÐJUM MIÐBÆNUM
Var á leið allt annað í hádeginu. Sá Tjörnina á hvolfi, hentist heim, til að sækja rétta linsu, og allan tíman á leiðinni hugsaði ég; verður augnablikið farið. Það fór ekki. Skelin á Tjörninni hélt, hafði ekki bráðnað. En hittingurinn sem átti að að vera í hádeginu, frestaðist um þrjá tíma. Við Reykjavíkurtjörn hafa á sumrin um fimmtíu fuglategundir heimkynni í og við Tjörnina, þar af sjö andategundir. Nú í svartasta skammdeginu, um há vetur, eru þar álftir, einstaka endur, gæsir og fjöldi máva sem búa þarna í þessu sérstaka vatni í miðjum miðbænum.

  Var á leið allt annað í hádeginu. Sá Tjörnina á hvolfi, hentist heim, til að sækja rétta linsu, og allan tíman á leiðinni hugsaði ég; verður augnablikið farið. Það fór ekki. Skelin á Tjörninni hélt, hafði ekki bráðnað. En hittingurinn sem átti að að vera í hádegi...

Optimistic NationOnly thirty km away from Grindavík, where the earth quakes regularly these days and lava is slowly cree...
22/11/2023

Optimistic Nation
Only thirty km away from Grindavík, where the earth quakes regularly these days and lava is slowly creeping up to the surface, hundreds of workers are building new apartments and industrial buildings on the rather recent lava field, Kapelluhraun in the neighbourhood Vellir in Hafnarfjörður. The lava, which is a rough lava field, surfaced in Krýsuvíkureldar in 1151, and flowed from a 25 km long fissure at Vatnsskarð just north of Kleifarvatn to Hafnarfjörður, a 10 km long route. The area is still active, and whether there will be an eruption in 3 months, 3 years, 30 years or three hundred, no one knows, but there is great optimism among entrepreneurs and the public to invest in structures in this area. Icelandic Times / Land & Saga stopped by in this neighbourhood, the westernmost district of the capital region, to observe the construction work in Kapelluhraun.

Í aðeins þrjátíu km fjarlægð frá Grindavík, þar sem jörð skelfur, og hraun er að finna sér leið upp, eru hundruðir iðnaðarmanna að byggja nýjar íbúðir og iðnaðarhúsnæði á nýlegu hrauni, Kapelluhrauni á Völlunum í Hafnarfirði. Hraunið, sem er úfið apalhraun kom up...

Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og textahöfundurÁTÖK UNDIR GRINDAVÍKÞað kemur manni eiginlega alveg á óvart a...
19/11/2023

Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og textahöfundur
ÁTÖK UNDIR GRINDAVÍK
Það kemur manni eiginlega alveg á óvart að skjaldarmerki Grindavíkur er útlendur geithafur. Af hendi náttúrunnar er flest auðæfi hér að sækja til hafsins, en ekki til hins hrjóstuga lands og svo hefur verið alla tíð. Manni skilst að hér hafi menn þurft að reita lyng og rífa hrís sér og sínum skepnum til viðurværis til forna. Björgin kom öll úr hafinu. Eðlilegra hefði nú verið að setja grindhvalinn eða marsvín á skjaldarmerkið, því heitið Grindavík er tvímælalaust tilvísun til smáhvala sem kunna að hafa hlaupið hér upp í fjöru. Manni dettur einmitt í hug að grindhvalir hafi gengið upp á þessar breiðu og víðtæku fjörur sem liggja suðvestan bæjarins, þar sem eru Malarendar, Litlabót og Stórabót.Á þessu svæði, í grennd við Gerðavelli, er ein mikil sprunga í jarðveginum, sem hefur SV stefnu og er tvímælalaust framhald til suðurs af sprungum og sigdal sem fjallað hefur verið um í norðvestur hluta Grindavíkurbæjar (sjá fyrri myndina). Malarendar Þetta kemur vel fram á þeirri ljósmynd sem prýðir forsíðu Grindavíkur á netinu. Um 500 m vestar er önnur samhliða sprunga, sem liggur á haf út þar sem er Bergsendi og Klaufir (sjá seinni myndina).
Sá sem þetta ritar hefur ekki aðgang að þessu bannsvæði til könnunar, eins og flest venjulegt fólk, en vonandi komast aðrir vísindamenn með leyfi yfirvalda inn á þessar slóðir til að kanna syðstu merki um sigdal og sprungukerfi Grindavíkur. Það er einmitt hér sem mestar líkur eru á að kvika renni út úr ganginum og til sjávar.

Það kemur manni eiginlega alveg á óvart að skjaldarmerki Grindavíkur er útlendur geithafur. Af hendi náttúrunnar er flest auðæfi hér að sækja til hafsins, en ekki til hins hrjóstuga lands og svo hefur verið alla tíð.

Listasafn Reykjanesbæjar – Tileinkun18.11.23 – 11.02.24TILEINKUN„Einhvers staðar inni í massanum sá ég endanlegt formið”...
18/11/2023

Listasafn Reykjanesbæjar – Tileinkun
18.11.23 – 11.02.24

TILEINKUN
„Einhvers staðar inni í massanum sá ég endanlegt formið”

Þessi sýning er tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur vinkonu okkar og samferðakonu í myndlistinni.
Innblástur og hugmyndir geta birst manni í ýmsum myndum og úr ólíkum áttum en hugmyndin að þessari sýningu spratt úr draumi sem einum sýningarstjóra dreymdi um rauða litinn sem Valgerður notaði í fjölda verka sinna. Það má segja að þessi sýning sé ávöxtur þessa draums.

Sýningarstjórarnir: Anna Hallin, Olga Bergmann og Guðrún Vera Hjartardóttir.
Þær völdu 8 listamenn á stefnumót við verk Valgerðar og með því vildu sýningarstjórarnir búa til samhengi – tvinna saman ákveðna frásögn og samtal við aðrar sterkar listakonur af ólíkum kynslóðum.

Listakonurnar eru Brák Jónsdóttir, Hildur Henrýsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Inga Svala Þórdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Rakel McMahon, Rósa Sigrún Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir.

Tileinkun er styrkt af Safnasjóði og Myndlistarsjóði.

Þessi sýning er tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur vinkonu okkar og samferðakonu í myndlistinni.Innblástur og hugmyndir geta birst manni í ýmsum myndum og úr ólíkum áttum en hugmyndin að þessari sýningu spratt úr draumi sem einum sýningarstjóra dreymdi um rauða litinn ...

Address

Sidumula 29
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Land & Saga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Land & Saga:

Share


Other Media/News Companies in Reykjavík

Show All