Bókabeitan

Bókabeitan Við elskum bækur!
(9)

Bókabeitan gefur út vandaðar bækur undir þrem merkjum:
Töfraland - bækur fyrir yngstu lesendurna
Bókabeitan - skáldsögur fyrir börn og unglinga
Björt bókaútgáfa - ungmennabækur, skáldsögur og handbækur

Nú styttist í að Nammidagur fari í prent og því ekki úr vegi að rifja upp þennan ljómandi góða dóm um Veikindadag! Við h...
23/09/2024

Nú styttist í að Nammidagur fari í prent og því ekki úr vegi að rifja upp þennan ljómandi góða dóm um Veikindadag! Við hlökkum til að sýna ykkur nýju bókina 💀🩸

„VeikindaDagur er stórskemmtileg bók og útkoma samvinnu Bergrúnar og Simma er glæsilegt listaverk þar sem texti og myndir skipta jafnmiklu máli og saman mynda góða heild. Sagan er ógeðfelld og sprenghlægileg á sama tíma. Bergrún Íris kemur sterk inn í ungmennabækurnar eftir að hafa margsannað sig sem höfundur fyrir yngri lesendur. Sérstaklega ber að nefna það hvað orðafar unglinganna er áreynsluslaust, sannfærandi og hæfilega vandræðalegt en það er ekki á allra færi að skrifa sannfærandi unglingamál. Hryllingurinn og ástin mynda fallega fléttu þar sem mannlegar tilfinningar og ógeðslegar gjörðir fara með lesendur í stórkostlegt ferðalag."

Bergrún Íris Sævarsdóttir
simmi

Bekkurinn minn 8: Hendi! er ekki lengur í fyrsta sæti metsölulista Pennans, en hún fór ekki langt 😊. Við erum alsælar og...
19/09/2024

Bekkurinn minn 8: Hendi! er ekki lengur í fyrsta sæti metsölulista Pennans, en hún fór ekki langt 😊. Við erum alsælar og þakklátar fyrir frábærar viðtökur (þótt Hallgrímur sé ekki alveg á sama máli).

Yrsa Þöll Gylfadóttir - höfundur / author
Iðunn Arna
Idunn Arna ART
Penninn Eymundsson

Breki Þórðarson er fyrirmyndin að Úlfi í Bekkurinn minn 8: Hendi! Breki er lagður af stað á The Adaptive CrossFit Games ...
13/09/2024

Breki Þórðarson er fyrirmyndin að Úlfi í Bekkurinn minn 8: Hendi! Breki er lagður af stað á The Adaptive CrossFit Games í San Antonio í Texas og við óskum honum góðs gengis!
Ef þið viljið vita meira um Breka og fylgjast með honum á heimsleikunum er hann með instagram-reikninginn: https://www.instagram.com/brekibjola

Ferðalag á heimsleika sem þessa er kostnaðarsamt. Ef þið viljið styðja við þennan einstaka afreksíþróttamann getið þið sent honum smá Aur (618 4623) eða lagt beint inn á bankareikninginn 0301-26-060398, kennitala 0603982839. Hvert framlag skiptir máli.

Áfram Breki!

Næsta Bókhildarbók fer til áskrifendda eftir helgi 🥳Áttunda undur veraldar eftir Lilju Rós Agnarsdóttur er spennandi, ró...
13/09/2024

Næsta Bókhildarbók fer til áskrifendda eftir helgi 🥳

Áttunda undur veraldar eftir Lilju Rós Agnarsdóttur er spennandi, rómantísk og kemur á óvart.

Sara er ungur fatahönnuður í Reykjavík. Nokkru eftir erfiðan missi gefur hún sér tíma til að yfirfara litla húsið í Kjósinni sem hún erfði eftir ömmu sína.
Þegar myndarlegur maður bankar óvænt upp á fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir. Smám saman gerir Sara sér grein fyrir að ýmislegt við líf hennar og uppruna er ólíkt því sem hún hafði haldið og leit hennar að svörum leiðir hana á ófyrirséðar brautir.

Lilja Rós Agnarsdóttir

Skráning í Bókhildi á bokhildur.is

Langelstur á bókasafninu er ekki bara skemmtileg, fyndin og fróðleg heldur líka frábær leið til að kynnast alls konar bó...
12/09/2024

Langelstur á bókasafninu er ekki bara skemmtileg, fyndin og fróðleg heldur líka frábær leið til að kynnast alls konar bókum og bókaflokkum 🥰

Í Tarotspil norrænna goðsagna tengir listakonan og rithöfundurinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir  heim norrænna goðsagna og...
12/09/2024

Í Tarotspil norrænna goðsagna tengir listakonan og rithöfundurinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir heim norrænna goðsagna og tarot-spila. Hvert spil sýnir atburð úr norrænu goðsögunum sem hefur tengingu við merkingu spilsins í tarot-fræðunum.
Í handbókinni sem fylgir fær hvert spil sína opnu. Þar er bæði túlkun spilsins skv. tarot en einnig lýsing á þeim atburði úr goðsögunum sem birtist á spilinu.

JESS! Hallgrímur fagnar fyrsta sætinu á metsölulista Pennans Eymundsson 🥳Mest selda bók landsins vikuna 3.-10. september...
11/09/2024

JESS! Hallgrímur fagnar fyrsta sætinu á metsölulista Pennans Eymundsson 🥳
Mest selda bók landsins vikuna 3.-10. september.

Iðunn Arna
Yrsa Þöll Gylfadóttir - höfundur / author

Að lesa fyrir og með börnum skapar ekki bara notalegar gæðastundir, heldur hefur það ótal aðra kosti.    📚
11/09/2024

Að lesa fyrir og með börnum skapar ekki bara notalegar gæðastundir, heldur hefur það ótal aðra kosti.

📚

Bekkurinn minn númer 8 - Hendi! fæst nú hjá öllum helstu bóksölum landsins.Hendi!Fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og...
06/09/2024

Bekkurinn minn númer 8 - Hendi! fæst nú hjá öllum helstu bóksölum landsins.

Hendi!
Fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum. Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá.

Missti Úlfur í alvörunni hendina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl…?

Yrsa Þöll Gylfadóttir - höfundur / author
Iðunn Arna

Bara 26 eintök eftir á lager en örvæntið ekki, 4. prentun mallar í vélunum 🥳
05/09/2024

Bara 26 eintök eftir á lager en örvæntið ekki, 4. prentun mallar í vélunum 🥳

Þessi dásemd er á leið til allra áskrifenda Ljósaseríunnar!Draugagangur og derby eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, myndhöfundur...
04/09/2024

Þessi dásemd er á leið til allra áskrifenda Ljósaseríunnar!
Draugagangur og derby eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, myndhöfundur Evana Kisa.
Nánari upplýsingar í fyrstu athugasemd.

Ásrún Ritrún
Ásrún Magnúsdóttir
Evana Kisa

⭐️⭐️⭐️✨Vel skrifuð, hæfilega spennandi, fín myndlýsingTil hamingju með fínan dóm Kristín Björg Sigurvins - Rithöfundur o...
19/08/2024

⭐️⭐️⭐️✨
Vel skrifuð, hæfilega spennandi, fín myndlýsing
Til hamingju með fínan dóm Kristín Björg Sigurvins - Rithöfundur og Herborg Arnadottir

15/08/2024

Í Tarotspil norrænna goðsagna tengir listakonan og rithöfundurinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir heim norrænna goðsagna og tarot-spila. Hvert spil sýnir atburð úr norrænu goðsögunum sem hefur tengingu við merkingu spilsins í tarot-fræðunum.
Í handbókinni sem fylgir fær hvert spil sína opnu. Þar er bæði túlkun spilsins skv. tarot en einnig lýsing á þeim atburði úr goðsögunum sem birtist á spilinu.

Við elskum bækur!

Við Bókabeitur erum satt að segja gapandi hissa á fréttaflutningi Vísis/Stöðvar 2 og Heimildarinnar um Rafbókasafnið og ...
12/08/2024

Við Bókabeitur erum satt að segja gapandi hissa á fréttaflutningi Vísis/Stöðvar 2 og Heimildarinnar um Rafbókasafnið og tregðu útgefenda til að setja efni þangað inn.
Við höfum verið í góðu og farsælu samstarfi við Rafbókasafnið frá árinu 2018, stuttu eftir opnun þess. Saman fundum við leið sem hugnast báðum aðilum og á Rafbókasafninu eru 128 titlar sem við höfum gefið út. Við fáum greitt fyrir þá titla sem við setjum inn á Rafbókasafnið, höfundar fá prósentu af þeirri sölu og fyrir hvert útlán, eins og vera ber.
Það sem er áhugavert í þessum fréttaflutningi er að viðmælandinn, hin ágæta Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnastýra Rafbókasafnsins, hefur tekið það skýrt fram í öllum viðtölum að Bókabeitan sé undantekningin frá þessum umkvörtunum um íslenska útgefendur. Fréttamiðlarnir kjósa að minnast ekki á það, enda væri fréttin væntanlega ekki jafn krassandi þannig. Það breytir þó engu um staðreyndirnar sem ættu að sjálfsögðu að fylgja alvöru fréttaflutningi.

Áfram bækur!
Birgitta og Marta

Bók númer 8 í bókaflokknum Bekkurinn minn eftir Yrsu Þöll og Iðunni Örnu er farin í prentun!HENDI! fjallar um fótboltast...
08/08/2024

Bók númer 8 í bókaflokknum Bekkurinn minn eftir Yrsu Þöll og Iðunni Örnu er farin í prentun!
HENDI! fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum. Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá. Missti Úlfur í alvörunni höndina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl ...?

Yrsa Þöll Gylfadóttir - höfundur / author
Iðunn Arna

Týndur eftir Ragnheiði Gestsdóttur hefur nú verið samfellt þrjár vikur á toppi vinsældarlista Storytel. Og gaman að segj...
07/08/2024

Týndur eftir Ragnheiði Gestsdóttur hefur nú verið samfellt þrjár vikur á toppi vinsældarlista Storytel. Og gaman að segja frá því að allar fimm bækur Ragnheiðar Gestsdóttur fyrir fullorðna eru meðal 50 vinsælustu bókanna.

Hér eru nokkrar ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ stjörnu umsagnir um Týndur:
„Frábær bók ‼️ Svo mikil spenna að ekki var hægt að “pása” hana 🤩 Lestur uppá 10 😉Mæli 💯 með ‼️“
„Þessa er ekki hægt að láta frá sér 🤩Lestur 100%“
„Frábær bók, hélt mér allan tímann. Enn ein snilldin frá Ragnheiði! Virkilega vel lesin.“
„Alveg frábær bók! Mjög vel lesin líka! Meira, meira Ragnheiður Gestsdóttir !❤️“
„Vá, þessa var alls ekki hægt að leggja frá sér, hrikalega vel skrifuð og afar vel lesin.“

Ragnheiður Gestsdóttir
Storytel

Þessi fallegu tarotspil eru nú fáanleg hjá öllum betri bóksölum.Tarotspil norrænna goðsagnaLeitið svara um fortíð, nútíð...
06/08/2024

Þessi fallegu tarotspil eru nú fáanleg hjá öllum betri bóksölum.

Tarotspil norrænna goðsagna
Leitið svara um fortíð, nútíð og framtíð og öðlist dýpri skilning á ykkur sjálfum með aðstoð Tarotspila norrænna goðsagna. Í öskjunni er spilastokkur og bók með ítarlegum skýringum, fróðleik og tarot-lögnum.

Höfundur spilanna, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, hefur endurhugsað tarotspilin út frá sjónarhorni norrænnar goðafræði. Tarotspil norrænna goðsagna byggja á eddukvæðum og Snorra-Eddu en fylgja forskrift hefðbundinna Rider-Waite-Smith tarotspila.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Bókakrókur Kristínar

Sumarlestrarbækur fyrir börn og unglinga 🌞🥳😎Fjölbreyttar bækur fyrir ólíkan aldur og áhugasvið. Svo sannarlega eitthvað ...
01/07/2024

Sumarlestrarbækur fyrir börn og unglinga 🌞🥳😎
Fjölbreyttar bækur fyrir ólíkan aldur og áhugasvið. Svo sannarlega eitthvað fyrir alla á https://bokabeitan.is/

Svalasta sumarbókin! Þriðja og síðasta bókin í bókaflokknum Vinkonur - Strákamál eftir Söru Ejersbo.Amanda fer í skíðafr...
26/06/2024

Svalasta sumarbókin!
Þriðja og síðasta bókin í bókaflokknum Vinkonur - Strákamál eftir Söru Ejersbo.

Amanda fer í skíðafrí með stjúpbræðrum sínum – og með tognaðan ökkla. Ekki beint draumafríið, en svo hitter hún Melvin. Hann er sætur og það er svo gott að tala við hann að Amanda opnar sig á annan hátt en hún hefur áður gert. Líður Melvin eins og henni eða er hann bara að vera almennilegur?

Þegar hræðilegt óhapp verður á hótelinu þarfnast Melvin hjálpar Amöndu. Þorir hún að hætta öllu fyrir strák sem hún er nýbúin að kynnast?

Ákvörðun Amöndu er þriðja bókin í seríunni Vinkonur Strákamál, sem fjallar um fyrstu ástina og – kannski – fyrsta kossinn.

Emma - Stundum þarf að taka áhættu til að upplifa eitthvað stórkostlegt.
Jósefína - Á að hlusta á það sem aðrir segja eða fylgja hjartanu?
Amanda - Það er alveg hægt að falla fyrir einhverjum sem er mjög ólíkur manni. En enginn sagði að það væri auðvelt.

Við erum vandræðalega spennt fyrir þessari mynd 🥰! Væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Stikla úr myndinni í athugasemdum v...
21/06/2024

Við erum vandræðalega spennt fyrir þessari mynd 🥰! Væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Stikla úr myndinni í athugasemdum við þessa færslu 🩷🩷🩷


Bústaðurinn við ströndina eftir Söruh Morgan er önnur mest selda bók landsins og Týndur eftir Ragnheiði Gestsdóttur fer ...
12/06/2024

Bústaðurinn við ströndina eftir Söruh Morgan er önnur mest selda bók landsins og Týndur eftir Ragnheiði Gestsdóttur fer beint í 5. sæti 🥳
Takk fyrir frábærar móttökur!

Nýjasta glæpasaga Ragnheiðar Gestsdóttur fæst hjá öllum betri bóksölum. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Einari Starra ...
06/06/2024

Nýjasta glæpasaga Ragnheiðar Gestsdóttur fæst hjá öllum betri bóksölum.

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Einari Starra Ólafssyni, sjö ára.

Einar Starri er 125 sentimetrar á hæð, grannvaxinn, bláeygur, með stuttklippt, dökkskollitað hár. Hann er klæddur í bláa úlpu, gráar buxur og svört gúmmístígvél. Hans hefur verið saknað síðan um klukkan fjögur í gær þegar hann fór frá Dragaskóla og gekk heim á leið, til austurs eftir Norðurdragi. Þau sem gætu hafa orðið hans vör eru beðin um að hafa samband við lögregluna.

Hvernig getur sjö ára barn horfið sporlaust á leiðinni heim úr skóla? Einhver hlýtur að vita hvað af honum varð. En hverjir segja satt og hverjir ljúga? Lögreglukonan Hanna María þarf á öllu sínu innsæi og reynslu að halda til að greina þar á milli. Tíminn er naumur, það er komið haust og næturnar orðnar kaldar.

Dásamlegur sumarljúflestur í Sumarbókavikunni 🌞☀️🌞
05/06/2024

Dásamlegur sumarljúflestur í Sumarbókavikunni 🌞☀️🌞

Þá er sumarbókavikan hafin! Á https://www.bokatidindi.is/ má sjá allar bækur sem hafa komið út á árinu. Þar er svo sanna...
03/06/2024

Þá er sumarbókavikan hafin! Á https://www.bokatidindi.is/ má sjá allar bækur sem hafa komið út á árinu. Þar er svo sannarlega eitthvað fyrir alla.
Hérna má sjá þær bækur sem eru komnar út eða væntanlegar í vikunni frá Bókabeitunni.

29/05/2024

Týndur eftir Ragnheiði Gestsdóttur er væntanleg í verslanir í næstu viku!

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Einari Starra Ólafssyni, sjö ára.

Einar Starri er 125 sentimetrar á hæð, grannvaxinn, bláeygur, með stuttklippt, dökkskollitað hár. Hann er klæddur í bláa úlpu, gráar buxur og svört gúmmístígvél. Hans hefur verið saknað síðan um klukkan fjögur í gær þegar hann fór frá Dragaskóla og gekk heim á leið, til austurs eftir Norðurdragi. Þau sem gætu hafa orðið hans vör eru beðin um að hafa samband við lögregluna.

Hvernig getur sjö ára barn horfið sporlaust á leiðinni heim úr skóla? Einhver hlýtur að vita hvað af honum varð. En hverjir segja satt og hverjir ljúga? Lögreglukonan Hanna María þarf á öllu sínu innsæi og reynslu að halda til að greina þar á milli. Tíminn er naumur, það er komið haust og næturnar orðnar kaldar.

Ragnheiður Gestsdóttir

Búin með Baby Reindeer og þyrstir í fleiri sögur um furðulega stjáklara? Hún Sandra í Rambó er týndur gæti svalað þorsta...
28/05/2024

Búin með Baby Reindeer og þyrstir í fleiri sögur um furðulega stjáklara? Hún Sandra í Rambó er týndur gæti svalað þorsta ykkar


Yrsa Þöll Gylfadóttir - höfundur / author

Í gær fengu Iðunn Arna og Embla Bachmann Vorvinda Ibby fyrir framlag sitt til barnamenningar. Til hamingju elsku ofurkon...
27/05/2024

Í gær fengu Iðunn Arna og Embla Bachmann Vorvinda Ibby fyrir framlag sitt til barnamenningar. Til hamingju elsku ofurkonur, við erum svo stoltar af ykkur 🥳🥰

Bústaðurinn við ströndina fer til áskrifenda á morgun 🥳Á http://xn--bkhildur-v3a.is/ má lesa allt um bókaklúbbinn
21/05/2024

Bústaðurinn við ströndina fer til áskrifenda á morgun 🥳

Á http://xn--bkhildur-v3a.is/ má lesa allt um bókaklúbbinn

Bústaðurinn við ströndina er nýjasta bók Söruh Morgan. Ströndin, sólin, ástin og flókin fjölskyldusambönd - sannkallaður...
15/05/2024

Bústaðurinn við ströndina er nýjasta bók Söruh Morgan. Ströndin, sólin, ástin og flókin fjölskyldusambönd - sannkallaður sumarljúflestur 🩷💜🧡
Þessi er fullkomin á sundlaugarbakkann, í bústaðinn eða bara í sófann.
Bókin fer til áskrifenda Bókhildar í næstu viku og verður dreift í verslanir í lok maí.
Hlekkur á skráningarsíðu Bókhildar í fyrstu athugasemd.

Bókhildur elskar bækur. Sérstaklega bækur sem gera henni kleift að gleyma sér um stund, ferðast á nýja staði og skilja eftir notalega tilfinningu. Svona kósíkiljur. Ætli Bókhildur sé ljúfasti bókaklúbbur landsins? Bækurnar eru ýmist þýddar eða frumsamdar á íslensku, eftir þ...

Address

Brautarholti 8
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 14:00
Tuesday 10:00 - 14:00
Wednesday 10:00 - 14:00
Thursday 10:00 - 14:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bókabeitan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Bókabeitan:

Videos

Share

Nearby media companies


Other Reykjavík media companies

Show All