Útsýni geimfara yfir jörðu á meðan á vinnu stendur.
HINN MJÚKI HEILI
Vel varin af hauskúpunni flýtur heilinn í öruggu hólfi mænuvökva - eins og bauja í vatni. Og það er góð ástæða fyrir því.
Heilinn er ótrúlega viðkvæmt líffæri og létt snerting gæti jafnvel skilið eftir varanleg merki í mjúkvefnum og án mænuvökvans myndi heilinn aflagast vegna eigin þyngdar.
Þetta myndskeið var tekið upp stuttu eftir að hinn 1,3 kg heili var fjarlægður úr látnum sjúklingi sem hafði ánafnað líkama sinn til rannsókna. Hið ótrúlega myndskeið er því sjaldgæf innsýn inn í ferskan heila.
Horfðu á allt myndskeiðið hér:
https://www.youtube.com/watch?v=8zsSxrlIR_c&rco=1
Heimild: University of Utah School of Medicine.
Hvernig væri að prófa áskrift?
Þú færð næstu þrjú tölublöð og vandaðan lítinn sjónauka á aðeins 3.800 krónur.
FRÁBÆRT ÁSKRIFTARTILBOÐ:
Þrjú næstu tölublöð og lítill, vandaður sjónauki.
Aðeins 3.800 krónur.
Kónguló í eyranu
Í fjóra daga heyrði 64 ára gömul kona undarleg hljóð í öðru eyranu. Loks eftir að hafa eftir að hafa farið til læknis og láta líta á eyrað tókst að finna hina mjög svo óþægilegu orsök: Lítil kónguló, um það bil þrír millimetrar að stærð hafði villst inn í eyrnaganginn.
Sem betur fer náðu læknar að fjarlægja bæði köngulóna og ytri stoðgrind hennar með slöngu.
Samkvæmt rannsóknum eru um 14 prósent af því sem læknar finna í eyrum fólks lifandi skordýr.
Um 2.500 spennandi og skemmtilegar greinar um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu. Nýjar greinar á hverjum degi.
Kynntu þér frábært áskriftartilboð.
Flugbúningur
Þetta er eins og í bíómynd en þotubúningurinn er hér prófaður af breskum hermönnum.
VÍSINDAMAÐUR BÝÐUR MOSKÍTÓFLUGUM Í VEISLU 💉
Værir þú til í að bjóða þig fram til að leyfa 5000 blóðþyrstum moskítóflugum að svala þorsta sínum á sama tíma - í því skini að gera heiminn betri?
Það gerði skordýrafræðingurinn Perran Ross frá háskólanum í Melbourne. Hann er einn margra vísindamanna sem berjast gegn algengasta veirusjúkdómnum sem smitast vegna bita moskítóflugna: beinbrunasótt (dengue fever). Árlega smitast um 400 milljónir manna um heim allan af völdum sjúkdómsins og um 22.000 deyja. Og þeim fjölgar á hverju ári.
Eitt öflugasta vopn vísindamanna er bakterían wolbachia sem sprautað er í egg moskítóflugunnar á rannsóknarstofu og kemur í veg fyrir að veiran breiðist út.
Til að fá kvenkyns moskítóflugurnar til að verpa sem flestum eggjum verður að gefa þeim að borða. Oft. Afraksturinn má sjá í ,,timelapse” myndskeiðinu hér. Að sögn Ross er metið 5000 bit og 16 ml af blóði á einum degi. „Þetta er í rauninni ekki eins slæmt og fólk heldur. Kláðinn er verstur og eftir 5.000 bit verður maður nokkuð aumur í handleggnum - en daginn eftir eru óþægindin horfin,“ segir hann.
MYNDSKEIÐ: Perran Ross/Háskólinn í Melbourne
Þetta myndskeið er ekki fyrir viðkvæma 🐍
Malasísk fjölskylda varð fyrir töluverðu áfalli þegar hún heyrði undarleg hljóð koma frá háaloftinu og ákvað að kanna málið.
Í ljós kom að þrjár pýtonslöngur höfðu tekið sér bólfestu á háaloftinu, þar sem hitastig var lægra og hentaði slöngunum betur.
Tveir stærstu snákarnir reyndust tæpir fimm metrar á lengd og rúmlega 30 kíló hvor.
Pýtonslöngur ráðast sjaldan á menn, en ef snákurinn er nógu stór getur hann auðveldlega drepið fullorðinn einstakling.
Árið 2013 var indónesískur bóndi drepinn af pýtonslöngu á eyjunni Sulawesi í Indónesíu.
Lifandi saga:
Eftir seinni heimstyrjöldina gerðu Bandaríkjamenn tilraunir með hvernig hægt væri að koma hermönnum um borð í flugvél – án þess að vélin þyrfti að lenda.
Hinn svokallaði Skyhook aðferð var gríðarleg upplifun fyrir þá sem prófuðu 😬
Óvenjulegir félagar nást á mynd
Glaðlynt hopp og skottinu sveiflað. Og svo hverfa sléttuúlfurinn og greifinginn saman út í nóttina. Þetta sýnir myndefni frá bandarísku náttúruverndarsamtökunum Peninsula Open Space Trust (POST).
Loðdýrin tvö sjást venjulega saman þegar þau hjálpa hvort öðru að útvega sér fæðu. Það kom þess vegna vísindamönnum POST mjög á óvart að geta sýnt fram á fjöruga hegðun félaganna. Hinn háfætti sléttuúlfur er sérfræðingur í að veiða hina snöggu íkorna sem hinn stuttfætti greifingi grefur upp úr holum sínum með kraftmiklum loppum.
Samstarfið gefur vel af sér en hinir óvenjulegu félagar eru langt frá því að vera þeir einu í dýraríkinu sem vinna saman. Fuglar eins og hegri og lóa hjálpa t.a.m. vatnsbuffalóum og krókódílum við að losna við óþægileg skorkvikindi eða hreinsa skítugar tennurnar. Og þannig fá þeir, líkt og greifingjar og sléttuúlfar, aukamáltíð fyrir vikið.
Sinar í fótleggjum leðurblöku liggja þannig að klærnar kreppast sjálfkrafa vegna þunga dýrsins þegar það hangir á fótunum. Leðurblökur þurfa því ekki að beita átaki við að hanga.
En þær þurfa að losa um gripið þegar náttúran kallar… 😂
Þar sem gríðarlega kalt er í veðri er mikilvægt að við sýnum tillitssemi og hugsum hvert um annað.
Rétt eins og þessi svanur, sem - sjálfviljugur eða ekki - virkar sem ísbrjótur fyrir aðra fugla vatnsins. 😂
ÓKEYPIS AÐGANGUR AÐ VISINDI.IS
Áskrifendur að Lifandi vísindum - LIfandi sögu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum okkar - visindi.is. Ef þú ert áskrifandi að tímaritinu geturðu farið inn á vefinn og virkjað aðganginn þinn og lesið yfir 2000 spennandi greinar um allt sem viðkemur vísindum og sögu
🙂🙂🙂🙂🙂🙂🙂
ÓKEYPIS AÐGANGUR AÐ VISINDI.IS
Áskrifendur að Lifandi vísindum - LIfandi sögu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum okkar - visindi.is. Ef þú ert áskrifandi að tímaritinu geturðu farið inn á vefinn og virkjað aðganginn þinn og lesið yfir 2000 spennandi greinar um allt sem viðkemur vísindum og sögu
🙂🙂🙂🙂🙂🙂🙂