Gullmolinn - Stuttmyndahátíð Kópavogs

Gullmolinn - Stuttmyndahátíð Kópavogs Gullmolinn er stuttmyndahátíð sem var stofnuð sumarið 2014 og haldin er árlega í Molanum Kóp Fimmtudaginn 24. nóvember.

nóvember næstkomandi verður stuttmyndahátíðin Gullmolinn haldinn hátíðlegur í þriðja skipti. Hátíðin var stofnuð í Skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar árið 2014 og hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður í Kópavogi. Gullmolinn miðar að því að vera vettvangur upprennandi kvikmyndagerðamanna og stuttmynda þeirra. Þar gefst þeim tækifæri á að prófa sig áfram og fá uppbyggilega gagnrýni.

Á Gullmolanum gefst tækifæri til að taka þátt í hátíð og sýna myndir sínar fyrir víðan hóp áhorfenda annarra kvikmyndagerðarmanna. Vill Gullmolinn þannig styðja við grasrótarsamfélag kvikmyndagerðarmanna sem geta rætt sín á milli og unnið saman í framtíðinni. Tónlistargrasrótin á Íslandi hefur sínar músíktilraunir, leiklistin hefur menntaskólaleikritin en kvikmyndagerðin hefur hingað til ekki haft slíkan vettvang. Að sjálfsögðu eru aðrar stuttmyndahátíðir á Íslandi en ekki einhver sem einblínir á grasrótina sjálfa. Gullmolinn styrkir þannig við þróun listamanna og hvetur upprennandi kvikmyndagerðarmenn á öllum aldri til að taka þátt. Allar stuttmyndir eru velkomnar svo lengi sem þær eru undir 15 mínútum. Forvalsdómnefnd mun sjá um að velja á hátíðina og afraksturinn verður settur í 90 mínútna prógram sem sýnt verður fimmtudagskvöldið 24. Síðan mun sérvalin dómnefnd skera úr um þrjár hlutskörpust stuttmyndirnar á kvöldinu sjálfu en dómarar verða Valdís Óskarsdóttir og Ragnar Bragason. Frekari upplýsingar veita þeir Birnir Jón Sigurðsson í síma 8571298 og Elmar Þórarinsson í 6599132.

Address

Hábraut 2
Kópavogur
200

Telephone

857 1298

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gullmolinn - Stuttmyndahátíð Kópavogs posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Gullmolinn - Stuttmyndahátíð Kópavogs:

Share

Category


Other Kópavogur media companies

Show All