Hafnfirðingur

Hafnfirðingur Hafnfirðingur (áður Fjarðarpósturinn) er bæjarmiðill Hafnfirðinga þar sem lögð er áhersl
(6)

Kæru fylgjendur, mig langar bara bjóða ykkur velkomin á vefsíðu sem ég ritstýri, Sumarhúsið - Lífsstíll, sem fór í lofti...
24/07/2022

Kæru fylgjendur, mig langar bara bjóða ykkur velkomin á vefsíðu sem ég ritstýri, Sumarhúsið - Lífsstíll, sem fór í loftið fyrir skömmu. Eigandi síðunnar býr í Hafnarfirði eins og ég og nýjasti viðmælandinn er einnig Hafnfirðingur. Þið sjáið þetta allt undir „fréttir“.

Facebook síða og vefsíða Hafnfirðings verða áfram til á meðan ég ákveð hvaða áherslur munu vera þar. Þangað til, farið vel með ykkur. 💟

Olga Björt

25/02/2022

Vakin er athygli á þessu. Íbúar í nágrenni við Helluhverfi eru beðnir um að halda sig innandayra næstu klukkustund.

Hafnfirðingur ársins er Tryggvi Rafnsson leikari, en hann hlaut flest atkvæði í kosningu sem fram fór á milli jóla og ný...
10/01/2022

Hafnfirðingur ársins er Tryggvi Rafnsson leikari, en hann hlaut flest atkvæði í kosningu sem fram fór á milli jóla og nýárs. Í öðru sæti var Ína Lóa Sigurðardóttir og Sigurður Brynjólfsson í því þriðja. Í einlægu hlaðvarpsviðtali segir Tryggvi frá sínum erfiðustu stundum í lífinu, deginum þar sem hann g*t ekki meira og dauðinn var orðinn vingjarnlegur og svo upprisunni með hjálp sálfræðings síns, sem einnig er leikari eins og Tryggvi.

Hafnfirðingur ársins 2021 er leikarinn Tryggvi Rafnsson, samkvæmt niðurstöðum rafrænnar kosningar sem fram fór á milli jóla og nýárs. Í einlægu viðtali segir Tryggvi frá þunglyndi sem hefur hrjáð hann meira og minna af frá unglingsaldri. Hann varð fyrir óvæntum missi fyrir tæ...

Frá og með áramótum hættir Hafnfirðingur hlutverki sínu sem bæjarmiðill. Síðasta efnið sem fer á síðuna undir þeim forme...
02/01/2022

Frá og með áramótum hættir Hafnfirðingur hlutverki sínu sem bæjarmiðill. Síðasta efnið sem fer á síðuna undir þeim formerkjum verður viðtal við Hafnfirðing árins síðar í vikunni. Nýársávarp mitt er óvenju persónulegt en umfram allt heiðarlegt. Einnig er hægt að hlusta á það með því að smella á upptökuna ofarlega í fréttinni og á Spotify. Takk fyrir ykkur, þið kennduð mér svo margt á undanförnum fimm árum. ❤

Ágætu lesendur og hlustendur, Hafnfirðingur kveður nú sem bæjarmiðill Hafnfirðinga og þar með þjónustuhluverk sitt við bæjarbúa samkvæmt almennri skilgreiningu. Vefsíðan Hafnfirðingur.is og Facebook síðan munu lifa áfram með öllu efni sem þar hefur verið sett inn. Síðasta...

Í nýárs-hlaðvarpsþætti Plássins ræðum við við Ingvar Jónsson, markþjálfa og tónlistarmann. Hann fór í lifrarskipti í lok...
01/01/2022

Í nýárs-hlaðvarpsþætti Plássins ræðum við við Ingvar Jónsson, markþjálfa og tónlistarmann. Hann fór í lifrarskipti í lok október sem dýpkaði skilning hans á tilgangi lífsins og hann ætlar að nýta þá reynslu til góðs við að hjálpa öðrum að finna tilgang sinn og endurskoða sjálfsmyndina. Viðtalið er einnig á Spotify, en í þessum hlekk fylgja einni myndir og ýmsar upplýsingar.

Í nýárs-hlaðvarpsþætti Plássins segir Ingvar Jónsson, eigandi Profectus, frá því að snemma morguns daginn eftir að hann skilaði af sér síðustu próförk nýjustu bókar hans, Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur, var hann kallaður út á Reykjavíkurflugvöll til að fara með r...

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar nýárskveðju.
31/12/2021

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar nýárskveðju.

Um leið og ég óska öllum gleðilegs árs, vil ég þakka fyrir góð samskipti og samvinnu á árinu sem nú er að líða og hlakka til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. Ég hef nú setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hef gegnt embætti formanns bæjarráðs í tæp 4 ár. Það eru...

Í þriðja jóla-hlaðvarpsþætti Plássins segir rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir í einlægu viðtali frá...
30/12/2021

Í þriðja jóla-hlaðvarpsþætti Plássins segir rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir í einlægu viðtali frá því hvernig hún mildaðist sem strangur og óvæginn yfirmaður sjálfrar sín eftir að fara í ADHD greiningu. Hún fékk mörg bókmenntaverðlaun á skömmum tíma og viðurkennir að það var erfitt í bland við þakklætið og á sama tíma var hún að skrifa um endalok Rögnvaldar í bókinni Langelstur að eilífu. 🎄

Í þriðja jóla-hlaðvarpsþætti Plássins segir rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir í einlægu viðtali frá því hvernig hún mildaðist sem strangur og óvæginn yfirmaður sjálfrar sín eftir að fara í ADHD greiningu. Hún elskar mistökin sín og kennir börnum a...

Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóð fyrir árlegri flugeldasýningu í kvöld og speglaðist hún fallega í firðinum fagra, enda...
29/12/2021

Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóð fyrir árlegri flugeldasýningu í kvöld og speglaðist hún fallega í firðinum fagra, enda veðrið með besta móti. Ljósmyndarinn Bergdís Norðdahl náði nokkrum flottum skotum. 🎇🎆

Flugeldasýning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld og var glæsileg að vanda. Skotið var upp frá Hvaleyrarlóni og sást sýningin vel frá Óseyrarbraut, Holtinu, Strandgötu, Fjarðargötu, Herjólfsgötu og eflaust fleiri stöðum. Vegna samkomutakmarkana var fólk beðið um...

Anna Jórunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Litlu gæludýrabúðarinnar, segir okkur frá jólahaldinu hjá sér og fjölskyldunni...
29/12/2021

Anna Jórunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Litlu gæludýrabúðarinnar, segir okkur frá jólahaldinu hjá sér og fjölskyldunni. 🎄

Eina fasta jólahefð Önnu Jórunnar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Litlu gæludýrabúðarinnar við Strandgötu, er að baka smákökur sem fjölskyldan borðar á aðventunni og eiginmaður hennar, skipstjórinn Sigurður Ágúst Þórðarson, tekur með sér á sjóinn. Hún segir okkur frá...

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag kjörin íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021. Innilegar hamingjuós...
28/12/2021

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag kjörin íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021. Innilegar hamingjuóskir! 🏌️‍♀️🏊‍♂️

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram rafrænt á miðlum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2021 er meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur frá Golfklúbbn...

Í nýjasta jóla-hlaðvarpsþætti Hafnfirðings segir Jónatan Garðarsson, dagskrárritstjóri og dagskrárgerðarmaður, frá því a...
28/12/2021

Í nýjasta jóla-hlaðvarpsþætti Hafnfirðings segir Jónatan Garðarsson, dagskrárritstjóri og dagskrárgerðarmaður, frá því að hann stefndi alltaf á að læra sagnfræði en örlagadísirnar höfðu aldeilis aðrar fyrirætlanir. Viðtalið er einnig komið á Spotify.

Í þessum öðrum jólahlaðvarpsþætti af fjórum segir dagskrárritstjóri Rásar 1 og 2 og hinn nánast alvitri Hafnfirðingur, Jónatan Garðarsson, frá lífi, störfum, fjölbreyttu áhugasviði og nánast óbrigðulu minni sínu. Hann fékk tónlistarlegt uppeldi en ætlaði sér aldrei að...

Vegna umræðu sem átti sér stað í gær í hinum fjölmenna og mikilvæga hópi, Hafnarfjörður og Hafnfirðingar, um gaflara, Ha...
27/12/2021

Vegna umræðu sem átti sér stað í gær í hinum fjölmenna og mikilvæga hópi, Hafnarfjörður og Hafnfirðingar, um gaflara, Hafnfirðinga, aðflutta an****ta og allskonar sem fólk kallar sjálft sig og aðra. 😊

Fyrir fimm árum lét ég reyna á nýja hefð, að almenningur fengi að tilnefna Hafnfirðing ársins og með því fá tækifæri til að þakka einstaklingum, pörum, hópum og félögum fyrir framlag til samfélagsins eða fyrir framúrskarandi árangur. Hvað sem hverjum finndist skipta máli ...

Á aðventunni tókum við hlaðvarpsviðtöl við fjóra Hafnfirðinga sem hafa látið gott af sér leiða í lífi og starfi á ólíkan...
26/12/2021

Á aðventunni tókum við hlaðvarpsviðtöl við fjóra Hafnfirðinga sem hafa látið gott af sér leiða í lífi og starfi á ólíkan hátt. Fyrsti viðmælandinn í jólaþætti Plássins er Margrét Gauja Magnúsdóttir sem hefur undanfarið eitt og hálft ár stýrt ungmennahúsum í Hafnarfirði og látið málefni ungs fólks sig miklu varða. Viðtalið er einnig á Spotify. 🎄📻

Ungmennahúsin í Hafnarfirði eru tvö; Hamarinn í gömlu Skattstofunni og Músík og mótor í gömlu lakkrísgerðinn við Dalshraun 10. Hamarinn e fyrir ungt fólk frá 16 til 25 ára og svo er Músik og mótor fyrir 13 til 25 ára. Deildarstjórinn Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem er m.a. he...

Fimmta árið í röð er kosið um Hafnfirðing árins. Frestur til að tilnefna rann út á miðnætti og níu manns voru tilnefnd. ...
24/12/2021

Fimmta árið í röð er kosið um Hafnfirðing árins. Frestur til að tilnefna rann út á miðnætti og níu manns voru tilnefnd. Hlekkur til að kjósa er í inngangi fréttarinnar undir orðunum „SMELLA HÉR“.

Níu tilnefningar bárust um Hafnfirðing ársins fyrir árið 2021. Þetta er í fimmta sinn sem Hafnfirðingur ársins er kjörinn af lesendum bæjarmiðilsins. Hver sem er mátti tilnefna og frestur til þess rann út á miðnætti á Þorláksmessu. Athygli var vakin á því á vef og Facebook ...

Engin undantekning var á skötuáti landans á Þorláksmessu og var hún víða í boði, enda hefðin orðin 35 ára á landsvísu. K...
23/12/2021

Engin undantekning var á skötuáti landans á Þorláksmessu og var hún víða í boði, enda hefðin orðin 35 ára á landsvísu. Kænan Veitingahús var meðal þeirra sem buðu upp á væna skötu og meðlæti í dag og alveg til kl. 20. Við ráum inn nefið. 🐟🥘

Skötuát á Þorláksmessu er að margra mati ómissandi þáttur í aðdraganda jólanna. Oddsteinn Gíslason matreiðslumeistari, eða Steini í Kænunni, bauð upp á árlega skötuveislu frá 11 í morgun og til 20 í kvöld. Veitingastaðnum var skipt upp í tvö hólf og passað vel upp á s....

Nýjasti viðmælandi hlaðvarps Hafnfirðings er Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkja (þgf). Hún ræði...
22/12/2021

Nýjasti viðmælandi hlaðvarps Hafnfirðings er Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkja (þgf). Hún ræðir m.a. fjölbreytt kirkjustarf, verkefni presta á þessum árstíma, þakklæti og mátt bænarinnar og boðskap jólanna. 💒

Jólin eru tími sem fer misjafnlega í mannfólkið eftir aðstæðum og margir finna fyrir einmanaleika, söknuði, depurð eða einhvers konar vanlíðan. Jólin eru einnig tími kærleika, samveru og samkenndar þar sem margir sýna sínar kærustu hliðar og einstaklingsframtakið í hlýjum sa...

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 44 nemendur við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Tveir starfsme...
19/12/2021

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 44 nemendur við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Tveir starfsmenn voru kvaddir eftir farsælan feril, annar þeirra skólameistarinn Magnús Þorkelsson.

Brautskráning stúdenta frá Flensborg fór fram í gær við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Vegna samkomutakmarkana fór athöfnin fram með takmörkunum og án forráðamanna nemenda, en var sýnd í beinni útsendingu á Facebook. 44 nemendur brautskráðust að þessu sinni, af...

19/12/2021

Þá höfum við dregið í leik Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Hafnfirðings og það er Hildur Helga Gísladóttir sem fær hafnfirskt jólatré að eigin vali. VIð sendum henni skilaboð og hún getur nálgast tréð í Gróðrarstöðin Þöll ehf. Opnunartíminn er í innlegginu fyrir neðan. Til hamingju Hildur Helga! 🎄😊

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var með sérstaka jólastund í jólatrjáasölunni í gamla Hvalshúsinu í dag, þar sem fjölskyldu...
19/12/2021

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var með sérstaka jólastund í jólatrjáasölunni í gamla Hvalshúsinu í dag, þar sem fjölskyldur komu til að velja saman jólatré. 🎄🎅

Sannkölluð jólastund var í dag í jólatrjáasölunni hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, í gamla Hvals-húsinu á g*tnamótum Flatahrauns og Hafnarfjarðarvegar. Jólasveinn var á svæðinu og spjallaði við börnin og boðið var upp á kakó, kaffi og smákökur. Fjölskyldur mættu saman...

Vinirnir Rafn Emilsson og Hilmar Ingimundarson klifu í nóvember fyrstir Íslendinga vegginn El Capitan, sem m.a. tvær kvi...
19/12/2021

Vinirnir Rafn Emilsson og Hilmar Ingimundarson klifu í nóvember fyrstir Íslendinga vegginn El Capitan, sem m.a. tvær kvikmyndir hafa verið gerðar um. Þeir æfðu sérhæfðar styrktar- og öryggisæfingar hjá Fimleikafélagið Björk og eru þeim afar þakklátir fyrir aðstöðuna og stuðninginn. Þeir hittu Hafnfirðing og sögðu alla söguna af þessu mikla afreki. 🧗‍♂️

Rafn Em­ils­son og Hilm­ar Ingi­mund­ar­son, fjölskyldufeður og íbúar í Hafnarfirði, náðu þeim árangri fyrstir Íslendinga að klífa upp á topp kletta­veggs­ins El Capitan í í Yosemite þjóðgarðinum í Kali­forn­íu. Vegg­ur­inn er tæp­lega 1.000 metra hár og þver­h...

Frá og með deginum í dag verður hægt að fara í hraðpróf vegna COVID-19 í Hafnarfirði, nánar tiltekið að Reykjavíkurvegi ...
17/12/2021

Frá og með deginum í dag verður hægt að fara í hraðpróf vegna COVID-19 í Hafnarfirði, nánar tiltekið að Reykjavíkurvegi 76.

Frá og með föstudeginum 17. desember verður hægt að fara í hraðpróf vegna COVID-19 í Hafnarfirði, nánar tiltekið að Reykjavíkurvegi 76. Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ hefur TestCovid.is, sem er hluti af Öryggismiðstöðinni, sett upp hraðprófunarstöð að Reykjavíkurvegi 7...

Samkvæmt veðurfréttasíðu er frost í kortunum á Þorláksmessu og á aðfangadag í Hafnarfirði. ❄️⛄️
16/12/2021

Samkvæmt veðurfréttasíðu er frost í kortunum á Þorláksmessu og á aðfangadag í Hafnarfirði. ❄️⛄️

Veðurfræðingar hafa að undanförnu keppst við gefa út langtímaspár til að eygja eftir því hvort möguleiki verði á hvítum jólum á suðvesturhorninu. Hingað til hefur okkar ágæti og þaulreyndi veðursfræðingu Einar Sveinbjörnsson spáð rauðum en mildum jólum á vefsíðu sin...

Krónan og viðskiptavinir hennar í Hafnarfirði og Garðabæ lögðu sitt af mörkum og styrktu Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar....
15/12/2021

Krónan og viðskiptavinir hennar í Hafnarfirði og Garðabæ lögðu sitt af mörkum og styrktu Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Vel gert! 💝

Viðskiptavinum Krónunnar í Hafnarfirði og Garðabæ  gafst í mánuðinum tækifæri til að styrkja góðgerðarsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærumhverfi í aðdraganda jóla. Samtals söfnuðust 975 þúsund sem rennur óskert til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar. Auk ...

Address

Hafnarfjörður

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3546950207

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hafnfirðingur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Hafnfirðingur:

Videos

Share

Nýtt og lýsandi nafn

Glöggir og tryggir lesendur bæjarblaðsins (sem áður hét Fjarðarpósturinn) taka vafalaust eftir að nafni þess hefur verið breytt í Hafnfirðingur. Þetta á sér ýmsar ástæður en kom til vegna ákvörðunar fyrri eiganda um að gamla nafnið hefði ekki átt að fylgja með þegar ég tók við rekstri blaðsins um áramótin síðustu. Ég stóðst ekki mátið að taka upp nafnið Hafnfirðingur þegar mér varð ljóst að það var laust til afnota, frekar en að þrefa um hitt nafnið. Hafnfirðingur er fallegt heiti á blaði sem er skrifað fyrir Hafnfirðinga, hvar sem þeir eru staddir. Auk þess er það gagnsætt þannig að ekki fer á milli mála hvar það er gefið út. Svo verður því síður ruglað saman við heitið á öðru blaði í bæjarfélaginu. Ég vona að Hafnfirðingum muni finnast Hafnfirðingur bera nafn með rentu og ég held áfram á þeirri braut sem ég er búin að ryðja á undanförnum árum sem ritstjóri.

Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri og útgefandi.


Other News & Media Websites in Hafnarfjörður

Show All