Kveikt var áðan á glæsilega jólatrénu á Thorsplani að viðstöddu fámenni vegna sóttvarnaráðstafana. Hafnfirðingur laumaði sér á svæðið. Tréð var flutt frá Þýskalandi og er gjöf frá Cuxhaven, sem er vinabær Hafnarfjarðar. 🌲
Íþróttaálfurinn og Solla stirða skutu upp kollinum við Hvaleyrarvatn og vöktu lukku, eins og þeim er lagið.
Sinubruni við Ástjörn og Skarðshlíð
Tilkynning barst til Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðisins um kl. 19 um sinuelda við Ástjörn. Þegar Hafnfirðing bar að garði um kl. 19:40 virtist sem slökkvilið væri mögulega að ná tökum á eldinum. Þó er mjög hvasst á svæðinu og jarðvegur þurr. Við fylgjumst áfram með og upplýsum lesendur.
Lagið tekið á toppi Helgafells
Hafnfirðingur skellti sér á Helgafell í hádeginu og þar var Hafnfirðingurinn Þorsteinn Jakobsson (Steini) staddur með gítarinn, ásamt fríðu föruneyti. Steini vekur jafnan gleði þar sem hann kemur og sameinar göngufólk í söng.
Blómamarkaður á Mathiesen torgi fyrir aftan Bæjarbíó. 🌹🌸🌼
Árni Friðriksson RE 200 siglir að Háabakka
Eitt af rannsóknarskipum Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson RE 200, lagði í fyrsta sinn við Háabakka í dag. Um tilraun var að ræða, en full starfsemi Hafró við Fornubúðir hefst í vor. Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna Hafnarfjarðarbær
Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar flytur My favorite things úr The Sound of Music. Til hamingju með Dag tónlistarskólanna. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar á 70 ára afmæli á þessu ári.
Góðgerðarsamtökin Samferða
Innslag úr aðventuútsendingu Hafnfirðings, þar sem við spjölluðum við Rút Snorrason hjá Samferða góðgerðarsamtökum.
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
Innslag frá aðventuútsendingu Hafnfirðings, þar sem við heimsóttum Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar.
Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undurfallega.
Gaflarakórinn kemur okkur í ærlegt aðventuskap. Stjórnandi er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir og undirleikari Guðmundur Sigurðsson.
Ingó Veðuguð syngur afmælissönginn. Fjörður Verslunarmiðstöð