Akureyri.net

Akureyri.net Frétta- og mannlífsvefur

Risastóru verkefni lokið - Norðurorka hf. Hjalteyrarlögnin svokallaðra fullkláruð
30/06/2024

Risastóru verkefni lokið - Norðurorka hf. Hjalteyrarlögnin svokallaðra fullkláruð

Hjalteyrarlögnin svokallaða, aðveituæð Norðurorku fyrir heitt vatn frá borholum á Hjalteyri til Akureyrar, er nú fullkláruð og flytur nú Akureyringum og nærsveitungum heitt vatn til viðbótar við eldri lögn. Norðurorka segir frá þessum stóra áfanga á vef sínum. 

30/06/2024

Þór og ÍR gerðu 1:1 jafntefli í Reykjavík í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Afleitt veður setti svip sinn á leikinn; hvasst var og kalt og töluverð rigning, nánast slagviðri um tíma.

Á sunnudögum í sumar birtum við foss vikunnar úr bók séra Svavars Alfreðs Jónssonar.
30/06/2024

Á sunnudögum í sumar birtum við foss vikunnar úr bók séra Svavars Alfreðs Jónssonar.

„Fyrst þegar ég man eftir mér var heimilið mitt „heima“, innan veggja þess, hjá mömmu og pabba, í kojunni með Andrés-blöðin. Síðar varð bærinn minn heima með kirkjuna á brún brekkunnar. Sextán ára fór ég í fyrsta skipti til útlanda. Þegar þeirri ævintýraferð lauk ...

Þór og ÍR hefja leik í Reykjavík kl. 16.00. Leikurinn er sýndur beint á youtube rás Lengjudeildarinnar. Tengill í frétti...
30/06/2024

Þór og ÍR hefja leik í Reykjavík kl. 16.00. Leikurinn er sýndur beint á youtube rás Lengjudeildarinnar. Tengill í fréttinni. Þór Akureyri - Fótbolti

Þórsarar mæta ÍR-ingum í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, á ÍR-vellinum í Reykjavík. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Árni Jónsson grunnskóla- og golfkennari er látinn. Blessuð sé minning hans.
30/06/2024

Árni Jónsson grunnskóla- og golfkennari er látinn. Blessuð sé minning hans.

Árni Sævar Jónsson, grunnskólakennari, golfkennari og fv. framkvæmdastjóri er látinn 81 árs að aldri. Hann fæddist á Akureyri 20. apríl 1943 og lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð þann 28. júní síðastliðinn.

Árlegur Flugdagur afar vel heppnaður - Flugsafn Íslands - The Icelandic Aviation Museum
30/06/2024

Árlegur Flugdagur afar vel heppnaður - Flugsafn Íslands - The Icelandic Aviation Museum

Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands á Akureyri fór fram í gær í blíðskaparveðri og mikill fjöldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn sem endranær.

30/06/2024

Sýningin Loftleiðir 80 ára var opnuð í gær á Flugsafni Íslands á Akureyri. Þar er saga þessa stórmerkilega flugfélags sögð á skemmtilegan hátt með ýmsu móti, í máli og myndum, auk þess sem margir munir tengdir félaginu eru á sýningunni.

Gamla íþróttamyndin þessa helgina á Akureyri.net er af akureyrsku frjálsíþróttafólki árið 1947. Nokkur vel þekkt andlit ...
29/06/2024

Gamla íþróttamyndin þessa helgina á Akureyri.net er af akureyrsku frjálsíþróttafólki árið 1947. Nokkur vel þekkt andlit í þessum hópi.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, hið 98. í röðinni, stendur yfir á Þórsvellinum á Akureyri og því er tilvalið að gamla íþróttamyndin á Akureyri.net þessa helgina sé af frjálsíþróttafólki – eins og um síðustu helgi.

Baldvin Þór varð Íslandsmeistari í 1500 m hlaupi í dag. Sigraði með yfirburðum en nær ekki lágmarki fyrir Ólympíuleikana
29/06/2024

Baldvin Þór varð Íslandsmeistari í 1500 m hlaupi í dag. Sigraði með yfirburðum en nær ekki lágmarki fyrir Ólympíuleikana

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi í dag. Hann sigraði með yfirburðum, hljóp á 3 mín. 50, 87 sekúndum sem er þó langt frá hans besta tíma og útséð er um að Baldvin nái lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar...

Ungmennafélagið Óþokki er augljóslega frábær félagsskapur! Í tvo áratugi hefur verið hannaður búningur fyrir hvert Polla...
29/06/2024

Ungmennafélagið Óþokki er augljóslega frábær félagsskapur! Í tvo áratugi hefur verið hannaður búningur fyrir hvert Pollamót Samskipa sem Þórsarar halda fyrstu vikuna í júlí. Stórskemmtilegt viðtal við forsprakkann og einvaldinn Birgi Össurarson

Ungmennafélagið Óþokki er sennilega ekki landsþekkt, enda ekki formlegt ungmennafélag, en það setur jafnan mikinn og skemmtilegan svip á árlegt Pollamót Samskipa í knattspyrnu sem Þórsarar halda fyrstu helgina í júlí. Mótið fer fram eftir rúma viku og þar verða Óþokkar fjölm...

Þriðji og síðasti hluti magnaðs viðtals Rakelar Hinriksdóttur við hjónin Hilal Sen og Mehmet Herma birtist á Akureyri.ne...
29/06/2024

Þriðji og síðasti hluti magnaðs viðtals Rakelar Hinriksdóttur við hjónin Hilal Sen og Mehmet Herma birtist á Akureyri.net í dag. Forvitnilegt er að lesa hvaða augum þau líta íslenskt samfélag.

„Ég var mjög hrifin af listrænum kvikmyndum og sótti listahátíðir og kvikmyndahátíðir þegar ég ung,“ segir Hilal Sen, innflytjandi á Akureyri frá Tyrklandi og lektor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. „Þegar ég var fimmtán eða sextán ára, var ég á kvikmyndahát....

Athyglisverð grein Jóhanns Kristins Gunnarssonar, þjálfara Þórs/KA, á Akureyri.net í morgun að gefnu tilefni
29/06/2024

Athyglisverð grein Jóhanns Kristins Gunnarssonar, þjálfara Þórs/KA, á Akureyri.net í morgun að gefnu tilefni

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þórs/KA, segir að fyrir sig sem þjálfara skipti mestu máli hvað kemur leikmönnum og liðinu til góða. Þetta kemur fram í grein hans sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Gott framtak Akureyrarbær Ferðafélag Akureyrar FFA Minjasafnið á Akureyri / Akureyri MuseumSkógræktarfélag Eyfirðinga Ha...
29/06/2024

Gott framtak Akureyrarbær Ferðafélag Akureyrar FFA Minjasafnið á Akureyri / Akureyri MuseumSkógræktarfélag Eyfirðinga Hamrar tjaldsvæði/camping Norðurorka hf. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE

Unnið er að uppsetningu skilta og yfirlitskorta fyrir gönguleiðirnar milli Kjarnaskógar og Glerárdals og fóru fyrstu skiltin af samtals 11 skiltum upp í gær við hitaveituskúrana þar sem gönguleiðin upp að Fálkafelli byrjar. Akureyrarbær segir frá þessu á heimasíðu sinni og þar...

Sorglegur endir á hörkuleik
29/06/2024

Sorglegur endir á hörkuleik

Þór/KA tapaði 2:1 fyrir Breiðabliki eftir framlengingu í kvöld þegar liðin mættust í undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Þórsvellinum (VÍS-vellinum). Blikar fara því í úrslitaleikinn en Stelpurnar okkar sitja eftir með sárt ennið eftir hörkuleik við erfiðar ...

28/06/2024

KA-menn fögnuðu 2:1 sigri á liði HK í kvöld í Bestu deildinni í knattspyrnu, nældu þar með í þrjú dýrmæt stig og komu sér upp úr fallsæti. KA er með 11 stig að 12 leikjum loknum, einu stigi meira en Vestri.

Komast stelpurnar í Þór/KA í bikarúrslitaleikinn? Úr því fæst skorið í kvöld. Veðrið er ekki gott en Akureyri.net hvetur...
28/06/2024

Komast stelpurnar í Þór/KA í bikarúrslitaleikinn? Úr því fæst skorið í kvöld. Veðrið er ekki gott en Akureyri.net hvetur alla til að mæta þrátt fyrir veðrið því stelpurnar eiga mikinn stuðning skilið!

Stórleikur í knattspyrnu fer fram á Þórsvellinum (VÍS-vellinum) í kvöld. Stelpurnar okkar í Þór/KA taka þá á móti liði Breiðabliks úr Kópavogi í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikarkeppninnar. Mikið er í húfi því sigurvegari kvöldsins tryggir sér sæti í úrslit...

Upp er runninn (annar hver) föstudagur... Og enn fer Orri Páll Ormarsson sínum göldróttu fingrum um lyklaborðið. Kostule...
28/06/2024

Upp er runninn (annar hver) föstudagur... Og enn fer Orri Páll Ormarsson sínum göldróttu fingrum um lyklaborðið. Kostulegur pistill!

Knattspyrnuferill minn varð hvorki langur né merkilegur. Það verður að segjast alveg eins og er. Ég lék upp í gegnum 2. flokk hjá Þór en var aldrei nálægt því að banka á dyrnar hjá meistaraflokki. Fann þær ágætu dyr satt best að segja aldrei.

Annar hluti merkilegs viðtals Rakelar Hinriksdóttur við hjónin Hilal Sen og Mehmet Harma; kennara og fræðafólk við sálfr...
28/06/2024

Annar hluti merkilegs viðtals Rakelar Hinriksdóttur við hjónin Hilal Sen og Mehmet Harma; kennara og fræðafólk við sálfræðideild Háskólans á Akureyri, foreldra, hjón og innflytjendur á Íslandi. Þriðji og síðasti hluti birtist á Akureyri.net á morgun.

„Við fáum augnatillit. Ekki neina fyrirlitningu eða neitt slíkt, bara þannig að fólk er forvitið,“ segir Hilal Sen við Akureyri.net, en hún og eiginmaður hennar, Mehmet Harma fluttu til Akureyrar frá Tyrklandi árið 2020.

Góðan dag. Glaðningur vikunnar frá Minjasafnið á Akureyri / Akureyri Museum og Akureyri.net. Hefur einhver hugmynd hvar ...
28/06/2024

Góðan dag. Glaðningur vikunnar frá Minjasafnið á Akureyri / Akureyri Museum og Akureyri.net. Hefur einhver hugmynd hvar þessi mynd er tekin?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 190. gamla myndin frá safninu sem birtist hér og hafa flestar vakið mikil viðbrögð. Fólk sýnir iðulega gömlum myndum gríðarlegan áhuga og Minjasafninu hafa borist fjölmargar ábendin...

27/06/2024

Þórsarar unnu mjög sannfærandi sigur á Dalvík/Reyni í Lengjudeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, eins og Akureyri.net sagði frá. Þór komst í 3:0 en lokatölur á Dalvíkurvelli urðu 3:1. 

Falleg skrif í erfiðum aðstæðum
27/06/2024

Falleg skrif í erfiðum aðstæðum

Þannig spyr Þorgerður Halldórsdóttir, ellilífeyrisþegi á Akureyri, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag og svarar afdráttarlaust: Nei!

Skrifað undir samning um hönnun nýrrar legudeildarbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri
27/06/2024

Skrifað undir samning um hönnun nýrrar legudeildarbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri

Samningur um hönnun nýrrar legudeildarbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) var undirritaður í dag. Fyrsti áfangi þeirrar vinnu tekur næstu níu mánuði, gert er ráð fyrir að jarðvegsvinna hefjist á næsta ári og skv. áætlun er gert ráð fyrir því að húsnæðið verði...

Vel gert, UFA-ungmenni
27/06/2024

Vel gert, UFA-ungmenni

27/06/2024

Börn og starfsfólk leikskólanna Krógabóls, Kiðagils og Hulduheima á Akureyri fögnuðu því síðastliðinn föstudag með söng, ljúffengum veitingum og gleði þegar þau tóku á móti viðurkenningum sem þessir skólar fengu afhentar sem Réttindaskólar UNICEF. Sigyn Blöndal, réttin...

Mjög áhugavert viðtal Rakelar Hinriksdóttur við hjónin Hilal Sen og Mehmet Harma sem eru allt í senn; kennarar og fræðaf...
27/06/2024

Mjög áhugavert viðtal Rakelar Hinriksdóttur við hjónin Hilal Sen og Mehmet Harma sem eru allt í senn; kennarar og fræðafólk við sálfræðideild Háskólans á Akureyri, foreldrar, hjón og innflytjendur á Íslandi. - Fyrsti hluti af þremur birtist á Akureyri.net í dag

Hilal Sen og Mehmet Harma eru allt í senn; kennarar og fræðafólk við sálfræðideild Háskólans á Akureyri, foreldrar, hjón og innflytjendur á Íslandi. Þau búa í Innbænum með dóttur sinni, hinni 7 ára gömlu Piraye, en fjölskyldan er upphaflega frá Tyrklandi og flutti til Akureyr...

Blessuð sé minning Jóns Bjarnasonar
27/06/2024

Blessuð sé minning Jóns Bjarnasonar

Jón Bjarnason úrsmiður á Akureyri er látinn. Jón fæddist 26. janúar 1936 í Reykjavík og lést á Akureyri síðastliðinn mánudag, 24. júní, á 89. aldursári.

Það var eins og þungu fargi væri létt af Þórsurum í kvöld. Þeir léku mjög vel og unnu lið Dalvíkur/Reynis afar sannfæran...
26/06/2024

Það var eins og þungu fargi væri létt af Þórsurum í kvöld. Þeir léku mjög vel og unnu lið Dalvíkur/Reynis afar sannfærandi Þór Akureyri - Fótbolti

Þórsarar hrukku í gang í kvöld og sigruðu lið Dalvíkur/Reynis mjög örugglega, 3:1, á Dalvíkurvelli í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

26/06/2024

Þór/KA tapaði 2:1 fyrir Val í gær í Bestu deildinni í knattspyrnu á Þórsvellinum (VÍS-vellinum) eins og Akureyri.net greindi frá í gærkvöldi. Grátlegt tap eftir jafnan leik tveggja góðra liða þar sem Þór/KA náði forystu en Valur skoraði tvívegis í lokin. 

Þegar tveir pistlahöfundar Akureyri.net og gervigreind koma saman getur þetta ekki klikkað!
26/06/2024

Þegar tveir pistlahöfundar Akureyri.net og gervigreind koma saman getur þetta ekki klikkað!

Magnús Smári Smárason segir frá því í nýjum pistli, þeim þriðja fyrir Akureyri.net, hvernig hann nýtti gervigreind í skemmtilegu verkefni.

Enn einn magnaði pistillinn frá Sigurði Arnarsyni Skógræktarfélag Eyfirðinga
26/06/2024

Enn einn magnaði pistillinn frá Sigurði Arnarsyni Skógræktarfélag Eyfirðinga

Sigurður Arnarson fjallar í vikulegum pistli sínum í röðinni Tré vikunnar um veglegt birkitré við Þórunnarstræti á Akureyri. „Skógræktarfólk segir gjarnan: Lærdóm tökum við af trjánna dæmi og það gerum við,“ segir Sigurður í mjög áhugaverðri ritsmíð.

Address

Akureyri

Telephone

+3546691114

Website

https://twitter.com/AkureyriN, http://flickr.com/akureyri, http://youtube.com/akureyrinet

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Akureyri.net posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Akureyri.net:

Share


Other News & Media Websites in Akureyri

Show All