02/10/2024
"Hvalirnir héldu sig mjög þétt og blésu mikið. Þeir virtist hafa mikil samskipti sín á milli með snertingu og hátíðnihljóðum og einstaka sinnum komu hressileg prumphljóð. Yfirleitt voru einn eða nokkrir hvalir með höfuðið vel upp úr sjónum þegar þeir voru í hnapp... Öðru hverju var eins ókyrrð kæmi á hópinn og þeir syntu með látum og buslugangi fram og til baka og það atferli endaði svo með því að hvalirnir syntu í hringi á litlu svæði og enduðu svo aftur saman í hnapp.”
Á vef Hafró segir frá einkennilegu háttalagi vöðu grindhvala í innanverðum Breiðafirði í sumar. Tveir starfsmenn Hafró í sumarleyfi voru í kajakferð í innanverðum Breiðafirði við mynni Álftafjarðar, þegar hópur grindhvala kom syndandi að þeim. Þetta voru um 20 dýr og tali...