Auðlindin - fréttaveita um sjávarútveg

Auðlindin - fréttaveita um sjávarútveg Auðlindin er fréttaveita sem flytur daglega fréttir úr íslenskum sjávarútvegi.

Tvær skýrslur voru á mánudag gefnar út um krítískt ástand lífríkisins í Oslóarfirði í Noregi. Stjórnvöld hafa sett fjölm...
23/01/2025

Tvær skýrslur voru á mánudag gefnar út um krítískt ástand lífríkisins í Oslóarfirði í Noregi. Stjórnvöld hafa sett fjölmargar tillögur um hertar reglur í samráðsferli. Rauður þráður í þeim er að verulega skuli þrengt að veiðum með stórvirk veiðarfæri. Á sumum svæðum í firðinum stendur til að banna veiðar alfarið.

Tvær skýrslur voru á mánudag gefnar út um krítískt ástand lífríkisins í Oslóarfirði í Noregi. Allar líkur eru á að niðurstöður þeirra muni leiða til hertari reglna um veiðar í firðinum, svo um munar. Fiskeribladet fjallar um þetta. Þar segir að þær aðgerðir sem þegar...

„Viðskiptavinir ALVAR eiga það sameiginlegt að leggja metnað í að nota nýstárlegan tækjabúnað og uppfylla ströngustu gæð...
14/01/2025

„Viðskiptavinir ALVAR eiga það sameiginlegt að leggja metnað í að nota nýstárlegan tækjabúnað og uppfylla ströngustu gæðakröfur. ALVAR sótthreinsikerfin eru lykilþáttur í að styðja við þessi markmið með því að draga úr umhverfisáhrifum, auka hagkvæmni í rekstri, tryggja hreinustu afurðir og stuðla að aukinni sjálfbærni í sínum rekstri,“ segir Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri.

Árið 2024 var viðburða- og árangursríkt hjá fyrirtækinu ALVAR Mist sem sérhæfir sig í sjálfvirkri þokusótthreinsun fyrir matvælaiðnað. Fyrirtækið innleiddi sínar tæknilausnir hjá fyrirtækjum í fiskiðnaði á liðnu ári, bæði hjá nýjum viðskiptavinum og öðrum sem hafa...

Ríkisstjórnin mun tryggja 48 daga til strandveiða, að því er fram kemur í stefnuyfirlýsigu nýrrar ríkisstjórnar. Inga Sæ...
21/12/2024

Ríkisstjórnin mun tryggja 48 daga til strandveiða, að því er fram kemur í stefnuyfirlýsigu nýrrar ríkisstjórnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði á blaðamannafundi, þar sem yfirlýsingin var tilkynnt, að það yrði gert strax í sumar.

Strandveiðar verða tryggðar í 48 daga. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem kynnt var á blaðamannafundi í Hafnarfirði í dag. Á fundinum sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr fé­lags- og hús­næðismálaráðherra að það yrði gert st...

Í stefnuskrá Viðreisnar segir að flokkurinn vilji að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á h...
21/12/2024

Í stefnuskrá Viðreisnar segir að flokkurinn vilji að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári, og boðinn út sem nýtingarsamningur til 20 ára.

Hanna Katrín Friðriksson tekur í dag við sem nýr ráðherra sjávarútvegsmála í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Hún ber titilinn atrvinnuvegaráðherra. Und­ir ráðuneytið munu falla mála­flokk­ar land­búnaðar, sjáv­ar­út­vegs og iðnaðar.

"Hvalirnir héldu sig mjög þétt og blésu mikið. Þeir virtist hafa mikil samskipti sín á milli með snertingu og hátíðnihlj...
02/10/2024

"Hvalirnir héldu sig mjög þétt og blésu mikið. Þeir virtist hafa mikil samskipti sín á milli með snertingu og hátíðnihljóðum og einstaka sinnum komu hressileg prumphljóð. Yfirleitt voru einn eða nokkrir hvalir með höfuðið vel upp úr sjónum þegar þeir voru í hnapp... Öðru hverju var eins ókyrrð kæmi á hópinn og þeir syntu með látum og buslugangi fram og til baka og það atferli endaði svo með því að hvalirnir syntu í hringi á litlu svæði og enduðu svo aftur saman í hnapp.”

Á vef Hafró segir frá einkennilegu háttalagi vöðu grindhvala í innanverðum Breiðafirði í sumar. Tveir starfsmenn Hafró í sumarleyfi voru í kajakferð í innanverðum Breiðafirði við mynni Álftafjarðar, þegar hópur grindhvala kom syndandi að þeim. Þetta voru um 20 dýr og tali...

Strandveiðivertíðin gerð upp. Aflakóngar, bestu löndunarhafnirnar ofl.
17/07/2024

Strandveiðivertíðin gerð upp. Aflakóngar, bestu löndunarhafnirnar ofl.

Sjö bátar rufu 26 tonna múrinn á strandveiðivertíðinni þegar að þorskafla kemur. Veiðarnar voru stöðvaðar í gær. Í þessum tölum er búið að draga frá umframafla. Nökkvi Ár var aflakóngurinn þegar allur afli er talinn en hann veiddi 40 tonn af fiski, þar af 18 tonn af ufsa....

Fyrirtæki í sjávarútvegi skuldbinda sig til að draga úr úblæstri frá rekstri útgerðanna með ýmsum ráðum, og vinna þannig...
19/06/2024

Fyrirtæki í sjávarútvegi skuldbinda sig til að draga úr úblæstri frá rekstri útgerðanna með ýmsum ráðum, og vinna þannig að því að draga úr losun vegna eldsneytisnotkunar fiskiskipa um 50% árið 2030 m.v. 2005.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra kynntu uppfærða útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í vikunni.

Hátt í 100 strandveiðisjómenn tóku þátt í kröfugöngu sem farin var frá Hörpu að Austurvelli í hádeginu í dag. Þar var Bj...
07/06/2024

Hátt í 100 strandveiðisjómenn tóku þátt í kröfugöngu sem farin var frá Hörpu að Austurvelli í hádeginu í dag. Þar var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, afhent kröfubréf þess efnis að strandveiðibátar fái að stunda veiðar allt strandveiðitímabilið, maí, júní, júlí og ágúst. Að óbreyttu snemmast veiðarnar snemma í júlí en það væri þá þriðja árið í röð þar sem veiðarnar klárast í júlí. Veiðiheimildir í kerfinu eru of rýrar til að standa undir fjórum mánuðum.

Hátt í 100 strandveiðisjómenn tóku þátt í kröfugöngu sem farin var frá Hörpu að Austurvelli í hádeginu í dag. Þar var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, afhent kröfubréf þess efnis að strandveiðibátar fái að stunda veiðar allt strandveiðitímabil...

Bogi segist sjá mikla breytingu í öryggisvitund sjómanna á þeim fjórtán árum sem hann hefur starfað við Slysavarnaskóla ...
06/06/2024

Bogi segist sjá mikla breytingu í öryggisvitund sjómanna á þeim fjórtán árum sem hann hefur starfað við Slysavarnaskóla sjómanna. „Maður skynjaði jafnvel einhvern ótta hjá mönnum og feimni við þessi námskeið og öryggismálin þegar ég var að byrja en í dag er þetta verulega breytt og sumum finnst við jafnvel ekki gera nóg á námskeiðunum og vilja meira. Flestum þykja þessi námskeið algjörlega sjálfsagður og mikilvægur þáttur af starfi sjómanna."

Á starfstíma skólans hafa mjög miklar breytingar átt sér stað hvað varðar öryggisvitund sjómanna og raunar almennt í þjóðfélaginu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að skólinn á mikinn þátt í fækkun slysa á sjó og að starfsemi skólans skiptir miklu máli fyrir íslenskan sjá...

„Ég er mjög nervus yfir þessari stöðu, eins og aðrir strandveiðimenn akkúrat núna.“ - Viðtal við formann Strandveiðiféla...
22/05/2024

„Ég er mjög nervus yfir þessari stöðu, eins og aðrir strandveiðimenn akkúrat núna.“ - Viðtal við formann Strandveiðifélags Íslands í nýju tölublaði Ægis.

„Því miður bendir ekkert til annars en að veiðarnar verði stöðvaðar í júlí,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands í viðtali í nýjasta tölublaði Ægis.

Metdagur var á strandveiðum í gær, þegar 418 tonn komu að landi.
16/05/2024

Metdagur var á strandveiðum í gær, þegar 418 tonn komu að landi.

Metdagur var á strandveiðum í gær, þegar 418 tonn komu að landi. Í fyrra komu mest 474 tonn að landi á strandveiðunum. Hafa ber í huga að í fyrra voru þegar yfir leik 72 bátum fleiri á strandveiðum en skráðir voru í gær.

"Þá hefur stofnunin haft til skoðunar hvort bregðast þurfi við með viðurlögum í tilfellum þar sem augljóst er að afli er...
08/05/2024

"Þá hefur stofnunin haft til skoðunar hvort bregðast þurfi við með viðurlögum í tilfellum þar sem augljóst er að afli er það mikið yfir leyfilegum afla að skipstjóra hefði átt að vera ljóst að hann væri að veiða verulega umfram það sem heimilt er.”

„Fiskistofa hefur reynt að sporna við umframafla með því að birta þá aðila sem fara umfram, einnig með því að leiðrétta þá framkvæmd að umframafli telji til byggðakvóta. Þá hefur stofnunin haft til skoðunar hvort bregðast þurfi við með viðurlögum í tilfellum þar sem...

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, er nýr matvælaráðherra.
09/04/2024

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, er nýr matvælaráðherra.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, er nýr matvælaráðherra. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið.

Fontur leggur til að sóknardögum á Strandveiðum verði fækkað úr 12 í 10, úr því ekki sé unnt að tryggja veiðunum 48 daga...
04/04/2024

Fontur leggur til að sóknardögum á Strandveiðum verði fækkað úr 12 í 10, úr því ekki sé unnt að tryggja veiðunum 48 daga. Þannig mætti tryggja jafnræði á milli landshluta.

Fontur, félag smábátaeigenda á NA-landi hefur sent frá sér ályktun um strandveiðar og byggðakvóta. Landssamband smábátaeigenda vekur athygli á þessu. Fontur leggur til að sóknardögum á Strandveiðum verði fækkað úr 12 í 10, úr því ekki sé unnt að tryggja veiðunum 48 daga...

„Við getum sagt að með því séum við komin á mjög góðan damp þó við höfum rými fyrir enn meiri framhleiðslu,” segir Jens ...
29/02/2024

„Við getum sagt að með því séum við komin á mjög góðan damp þó við höfum rými fyrir enn meiri framhleiðslu,” segir Jens Garðar Helgason í viðtali í nýju tölublaði af Sóknarfæri - kynningarblöð fyrir íslenskt atvinnulíf.

Nýtt tölublað af tímaritinu Sóknarfæri er komið út. Blaðið, sem er 64 síður, er að þessu sinni helgað fiskeldi. Á meðal efnis í blaðinu er viðtal við Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóra Fiskeldis Austfjarða, sem segir bjart fram undan í rekstrinum.

Þetta eru mikil tíðindi. Sjómenn hafa verið samningslausir árum saman og felldu samning í fyrravor.
06/02/2024

Þetta eru mikil tíðindi. Sjómenn hafa verið samningslausir árum saman og felldu samning í fyrravor.

Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var undirritaður í dag í húsnæði Ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019. Árið 2023 var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómann...

Farið verður með landgrunnskantinum úti af Vestfjörðum, austur með Norðurlandi og austur fyrir land. Fjórða skipið mun s...
17/01/2024

Farið verður með landgrunnskantinum úti af Vestfjörðum, austur með Norðurlandi og austur fyrir land. Fjórða skipið mun svo fara út fyrir Austurland.

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, auk loðnuskipsins Polar Ammassak héldu í gær til loðnurannsókna. RÚV greinir frá þessu. Reiknað er með því að veiðiskipið Ásgrímur Halldórssson sláist í hópinn.

„Mig óraði aldrei fyrir því að þetta áhugamál mitt yrði einn góðan veðurdag að mínu aðal starfi en svo gerðist það rétt ...
02/01/2024

„Mig óraði aldrei fyrir því að þetta áhugamál mitt yrði einn góðan veðurdag að mínu aðal starfi en svo gerðist það rétt upp úr 1990 að Óskar Þór Halldórsson, þáverandi fréttamaður á Stöð 2 tók við mig viðtal sem birtist í Íslandi í dag. Í stuttu máli má segja að í kjölfarið hafi síminn minn farið alveg á hliðina.“

Bílskúr við nærfellt 90 ára gamalt hús við Karlsbraut á Dalvík er ekki allur þar sem hann er séður og í það minnsta hvarflar að fáum að þarna sé afkastamesta skipasmíðastöð í nýsmíðum skipa á Íslandi nú um stundir. En sú er nú samt raunin. Skipin eru að vísu ekki f...

Address

Brekkutröð 4
Akureyri
605

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Auðlindin - fréttaveita um sjávarútveg posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Auðlindin - fréttaveita um sjávarútveg:

Share