Flugeldasýning Skyggnis á fjölskyldudögum 2022
Grindhvalur í Vogum
Kristófer Ragnarsson var á morgungöngu hér í Vogum þegar hann sér grindhval í fjörunni - hvalurinn sat fastur og fjaraði hratt út. Hann ásamt hópi fólks stóð vaktina og hélt hvalnum rökum þar til flæddi að aftur. Hópurinn ásamt Björgunarsveitinni Skyggni komu svo hvalnum aftur á haf út og virtist hann nokkuð brattur. Nú tekur náttúran við og vonandi hefur erfiðið verið þess virði. Mikið afrek og eiga allir sem komu að björgun hvalsins mikið hrós skilið.
Já sumir eyða laugardegi verslunarmannahelgar á útihátíð en Kristófer eyddi honum í fjörunni og sér ekki eftir mínútu :)
Íþróttamaður ársins 2018
Val á íþróttamanni ársins í Sveitarfélaginu Vogum 2018. Hvatningarverðlaun Viðurkenningar vegna umsókna um Mennta- og Menningarsjóð Sveitarfélagsins Voga
Jólakveðja 2018
Margt um að vera á aðventunni hér í Vogum. Hér er brot af hinu og þessu tengt jólunum sem við vonum að þið hafið gaman af. Um leið óskum við ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið njótið þeirra sem allra best.
17.júní 2018
Haldið var uppá þjóðhátíðardag Íslendinga með glæsibrag hér í Vogum - margt skemmtilegt í boði bæði fyrir krakka og fullorðna. Hér er myndbrot af gleðinni.
Lag: Haukur Ingibergsson
Texti: Bjartmar Hannesson
Flutningur: Dúmbó og Steini
Framboðsfundur - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Frambjóðendur E - D og L lista í sveitarstjórnarkosningunum 2018 hér í Vogum fara yfir helstu stefnumál og svara spurningum kjósenda.
Framboðsfundur - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Frambjóðendur E - D og L lista í sveitarstjórnarkosningunum 2018 hér í Vogum fara yfir helstu stefnumál og svara spurningum kjósenda.
Framboðsfundur - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Frambjóðendur E - D og L lista í sveitarstjórnarkosningunum 2018 hér í Vogum fara yfir helstu stefnumál og svara spurningum kjósenda.
Framboðsfundur - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Frambjóðendur E - D og L lista í sveitarstjórnarkosningunum 2018 hér í Vogum fara yfir helstu stefnumál og svara spurningum kjósenda.
D-listi og óháðir - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Viðtal við Björn oddvita D-lista og óháðra.
Bendum á að viðtal við hina flokkana er einnig aðgengilegt á síðu Vogar TV
E-listinn - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Viðtal við Ingþór oddvita E-listans
Bendum á að viðtal við hina flokkana er aðgengilegt á síðu Vogar TV
L-listinn - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Viðtal við Jóngeir Hjörvar oddvita L-listans , lista fólksins
Bendum á að viðtal við hina flokkana er einnig aðgengilegt á síðu Vogar TV
Menningarhátíð 2018
Sumardaginn fyrsta voru veitt menningarverðlaun hér í bæ. Við vorum að sjálfsögðu þar og mikil og flott menningarhátíð var haldin í Tjarnarsal. Fjölmörg atriði voru í boði þar sem listamenn stigu á svið og einnig voru ýmis verk til sýnis í salnum. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og Sveitarfélaginu einnig með frábæra hátíð sem vonandi er komin til að vera. Í Vogum er ótrúlega mikið af skapandi fólki !
Hér er um 20mín myndbrot frá hátíðinni, hátíðin heppnaðist það vel að öllu leyti að það reyndist ómögulegt að stytta þetta meira - njótið :)
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar
Litum inn hjá Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar, þarna er sagan varðveitt og vel haldið utan um af góðu fólki.
Öskudagur 2018
Öskudagsgleði í Vogum 2018 - frábær skemmtun !
Þorrablót leikskólans og eldri borgara
Eldri borgarar hér í Vogum héldu sitt árlega þorrablót og fengum við að líta inn - Leikskólinn Suðurvellir hélt einnig sitt þorrablót og buðu krakkarnir eldri borgurum sveitarfélagsins uppá heilmikla skemmtun og þorraveislu. Gaman að sjá elstu og yngstu kynslóðina hér í bæ gera sér glaðan dag saman.
Fram - Þróttur Vogum
Fram og Þróttur Vogum áttust við í æfingaleik um daginn - stutt brot úr leiknum.
Þrettándagleði 2018
Þrettándagleðin í Vogum var hin mesta skemmtun - álfakonungur og drottning, allskonar furðuverur, kyndlar, blys og brenna. Dansað, sungið og allir skildu glaðir við jólin og gamla árið.