18/12/2022
Jólaþáttur Fílabeinsturnsins er fullkomin leið til að láta sig engu varða um allt það rugl sem fylgir lokum þessa blessaða desember mánaðar. Jón sleppir af sér beislinu og segir frá öllum þeim ófögnuði sem hann hefur upplifað í kringum jólin frá blautu barnsbeini. Í dagskrárliðnum Jón segir sögu eru lesnir pistlar sem Jón birti á frægri bloggsíðu sem hann hélt úti í upphafi þessarar aldar. Þökkum við skilvirkum hlustendum gríðalega rannsóknarvinnu sem leiddu til þess að þessi bloggsíða fannst.
Jólakveðjur eru svo lesnar upp og þar kennir nú ýmissa grasa. Jólakveðjur frá Þjóðhátíðarnefnd, handkast og fótspyrnuráði, forstjóra Spotify, Litla blómi til að nefna nokkrar munu koma fólki í hið rétta jólaskap. Hvað sem þú gerir plís ekki segja neinum frá Fílabeinsturninum. Biðjumst fyrirfram ekki afsökunar á neinu. Afsakanir eru fyrir aumingja. Gleðilegar vetrarsólstöður. Góðar stundir
Jólaþáttur Fílabeinsturnsins er fullkomin leið til að láta sig engu varða um allt það rugl sem fylgir lokum þessa blessaða desember mánaðar. Jón sleppir af sér beislinu og segir frá öllum þeim ófögnuði sem hann hefur upplifað í kringum jólin frá blautu barnsbeini. Í dagskr...