Fílabeinsturninn

Fílabeinsturninn Tveir hvítir miðaldra karlmenn í tilvistarkreppu tala um allt og ekkert í þætti sem skiptir ek

Jólaþáttur Fílabeinsturnsins er fullkomin leið til að láta sig engu varða um allt það rugl sem fylgir lokum þessa blessa...
18/12/2022

Jólaþáttur Fílabeinsturnsins er fullkomin leið til að láta sig engu varða um allt það rugl sem fylgir lokum þessa blessaða desember mánaðar. Jón sleppir af sér beislinu og segir frá öllum þeim ófögnuði sem hann hefur upplifað í kringum jólin frá blautu barnsbeini. Í dagskrárliðnum Jón segir sögu eru lesnir pistlar sem Jón birti á frægri bloggsíðu sem hann hélt úti í upphafi þessarar aldar. Þökkum við skilvirkum hlustendum gríðalega rannsóknarvinnu sem leiddu til þess að þessi bloggsíða fannst.

Jólakveðjur eru svo lesnar upp og þar kennir nú ýmissa grasa. Jólakveðjur frá Þjóðhátíðarnefnd, handkast og fótspyrnuráði, forstjóra Spotify, Litla blómi til að nefna nokkrar munu koma fólki í hið rétta jólaskap. Hvað sem þú gerir plís ekki segja neinum frá Fílabeinsturninum. Biðjumst fyrirfram ekki afsökunar á neinu. Afsakanir eru fyrir aumingja. Gleðilegar vetrarsólstöður. Góðar stundir

Jólaþáttur Fílabeinsturnsins er fullkomin leið til að láta sig engu varða um allt það rugl sem fylgir lokum þessa blessaða desember mánaðar. Jón sleppir af sér beislinu og segir frá öllum þeim ófögnuði sem hann hefur upplifað í kringum jólin frá blautu barnsbeini. Í dagskr...

Í þessum margverðlaunaða þætti samkvæmt helstu skrípentum og lífskúnstnerum þjóðarinnar láta tveir síungir og mjög svo h...
04/12/2022

Í þessum margverðlaunaða þætti samkvæmt helstu skrípentum og lífskúnstnerum þjóðarinnar láta tveir síungir og mjög svo hliðar fallegu menn gamanið geisa umfram allt. Komdu með okkur í ferðalag ofskynjunarefna og undirheima kynlífshjálpartækjaverslana landsins sem hirða meirihluta GDP hlutfall þjóðarbúsins.

Veistu ekki hvernig þú átt að haga þér á gosbrunni í London, við erum með svarið. Veistu ekki hvernig skal haga jólaundirbúningi, við erum með svarið. Veistu ekki hvernig á að haga sér í samskiptun kynjanna, við erum með svarið. Ég get svarið, við erum með svarið. Svarið er Fílabeinsturninn. Við svörum kallinu, svara þú kallinu. Góðar stundir

Í þessum margverðlaunaða þætti samkvæmt helstu skrípentum og lífskúnstnerum þjóðarinnar láta tveir síungir og mjög svo hliðar fallegu menn gamanið geisa umfram allt. Komdu með okkur í ferðalag ofskynjunarefna og undirheima kynlífshjálpartækjaverslana landsins sem hirða meiri...

Jón kemur upp um spenning sinn vegna vetrasólstöðuhátíðarinnar í næsta mánuði og gerir massíva tilraun til að gera þetta...
20/11/2022

Jón kemur upp um spenning sinn vegna vetrasólstöðuhátíðarinnar í næsta mánuði og gerir massíva tilraun til að gera þetta að jólaþætti. Litla blóm reynir að brjótast inn í hljóðverið(kaffistofuna á verkstæðinu) og yfirtaka þáttinn í miðjum upptökum. Blessunarlega náðum við að hindra innbrot og þættinum var borgið. Þættinum berst bréf frá þekktum útvarpsmanni og Jón segir massíva sögu á röngum stað í þættinum en það skiptir engum máli þar sem hann var réttur maður á röngum stað í sögunni. Á þessum síðustu og verstu viljum við biðja hlustendur að vinsamlega ekki segja neinum frá þessum þáttum þar sem það styttist í vetrasólstöðu þáttinn þar sem lesnar verða upp vetrarsólstöðukveðjur. Góðar stundir

Jón kemur upp um spenning sinn vegna vetrasólstöðuhátíðarinnar í næsta mánuði og gerir massíva tilraun til að gera þetta að jólaþætti. Litla blóm reynir að brjótast inn í hljóðverið(kaffistofuna á verkstæðinu) og yfirtaka þáttinn í miðjum upptökum. Blessunarlega ná....

Fastir liðir eins og venjulega. Nýr míkrafónn. Jón fór til Rvk og segir frá raunum sínum varðandi Sálina hans Skálmaldar...
07/11/2022

Fastir liðir eins og venjulega. Nýr míkrafónn. Jón fór til Rvk og segir frá raunum sínum varðandi Sálina hans Skálmaldar. Jón er á leiðinni til Rvk og fylgir þar raunar saga. Jón segir sögu með öllum þeim raunum sem þar fylgja. Spotify sendir hótunarbréf og í raun og veru er okkur drullusama og sendum þeim fingurinn (úff kalt er það Klara). Raunveruleg stjörnuspá okkar lesinn í dagskrárliðnum þættinum hefur borist bréf. Raunar er þátturinn raunarlegur. Þetta er allt í lagi. Það verður allt í lagi. Það er ekki mikið eftir. Allt tekur enda. Ekkert varir að eilífu, Góðar stundir

Fastir liðir eins og venjulega. Nýr míkrafónn. Jón fór til Rvk og segir frá raunum sínum varðandi Sálina hans Skálmaldar. Jón er á leiðinni til Rvk og fylgir þar raunar saga. Jón segir sögu með öllum þeim raunum sem þar fylgja. Spotify sendir hótunarbréf og í raun og veru er ...

Þessi þáttur markar upphaf á öðru ári Fílabeinsturnsins. Það var engu líkara en þetta hafi verið okkar fyrsta upptaka þa...
23/10/2022

Þessi þáttur markar upphaf á öðru ári Fílabeinsturnsins. Það var engu líkara en þetta hafi verið okkar fyrsta upptaka þar sem það tók okkur einn og hálfan klukkutíma að byrja upptökur á þessum þætti. Jón náði að rústa nýja míkrafóninum og það sem tók við er ekki hægt að lýsa í fáum orðum. Loks þegar við komumst af stað var mikil reiði og vonleysi komin í menn sem vonandi skín í gegn það sem eftir er af þætti. Biðjum enga afsökunar á því sem er sagt þar sem afsakanir eru fyrir aumingja og okkar helsta ósk er að Pc-liðið komi á fullu gasi og rústi þessum þætti og marki þar með endalok okkar. Endalok eru upphaf á einhverju betra og betra verður alltaf betra en það sem var vont. Góðar stundir.

Þessi þáttur markar upphaf á öðru ári Fílabeinsturnsins. Það var engu líkara en þetta hafi verið okkar fyrsta upptaka þar sem það tók okkur einn og hálfan klukkutíma að byrja upptökur á þessum þætti. Jón náði að rústa nýja míkrafóninum og það sem tók við er ekki ...

Þegar laufin sofa liggja spaðarnir andvaka. Hver er P9L. Erum við við eða erum við við. Í orðum felst hinn mikli máttur....
09/10/2022

Þegar laufin sofa liggja spaðarnir andvaka. Hver er P9L. Erum við við eða erum við við. Í orðum felst hinn mikli máttur. Voru Gölli Valda og Ameríku Geiri holdgervingur Feminisma. Hvert skal halda ef eigi þarf á neinu að halda. sso laðem rifil sukkaB. Góðar stundir

Þegar laufin sofa liggja spaðarnir andvaka. Hver er P9L. Erum við við eða erum við við. Í orðum felst hinn mikli máttur. Voru Gölli Valda og Ameríku Geiri holdgervingur Feminisma. Hvert skal halda ef eigi þarf á neinu að halda. sso laðem rifil sukkaB. Góðar stundir Hosted on Acast....

Er í lagi að borða lundapysjur. Hvort er verra að vera Reykvíkingur í Vestmannaeyjum eða Vestmannaeyjingur í Reykjavík. ...
26/09/2022

Er í lagi að borða lundapysjur. Hvort er verra að vera Reykvíkingur í Vestmannaeyjum eða Vestmannaeyjingur í Reykjavík. Er í lagi að nota myrkvatjöld til að stoppa blóðnasir. Hvort er verra að stunda sjálfsfróun fyrir framan tölvuna eða senda tölvupóst að handahófi til fólks og segja þeim að það sé að stunda sjálfsfróun fyrir framan tölvuna. Heimur bestnandi fer. Ég fer í fríið og þið komið með. Góðar stundir

Er í lagi að borða lundapysjur. Hvort er verra að vera Reykvíkingur í Vestmannaeyjum eða Vestmannaeyjingur í Reykjavík. Er í lagi að nota myrkvatjöld til að stoppa blóðnasir. Hvort er verra að stunda sjálfsfróun fyrir framan tölvuna eða senda tölvupóst að handahófi til fólks...

Nýtt intro, nýtt outro, nýr þáttur, nýr Jón. Ónýtt efni, ónýt umræða, ónýtt bréf dagsins og kannski ónýt upptaka. Hvað s...
11/09/2022

Nýtt intro, nýtt outro, nýr þáttur, nýr Jón. Ónýtt efni, ónýt umræða, ónýtt bréf dagsins og kannski ónýt upptaka. Hvað sem allir segja ekki hafa áhyggjur af neinu. Nei er ósættanlegt en neinu er sættanlegt.Góðar stundir

Nýtt intro, nýtt outro, nýr þáttur, nýr Jón. Ónýtt efni, ónýt umræða, ónýtt bréf dagsins og kannski ónýt upptaka. Hvað sem allir segja ekki hafa áhyggjur af neinu. Nei er ósættanlegt en neinu er sættanlegt.Góðar stundir Our GDPR privacy policy was updated on August 8, 2022. ...

Þrátt fyrir að hafa ekkert um að tala ræðum við tilgangsleysi presta, tilgangsleysi menningarnætur Reykjavíkur, tilgansl...
28/08/2022

Þrátt fyrir að hafa ekkert um að tala ræðum við tilgangsleysi presta, tilgangsleysi menningarnætur Reykjavíkur, tilgansleysu dýrahalds, tilgangsleysi mathalla og tilgangsleysi lífsins. Nýtt útvarpsleikrit frumflutt og þættinum berst bréf sem er sláandi. Veljum ný lög á gjaldfrjálsa spilunarlista Fílabeinsturnsins sem var þemakennt að þessu sinni. Það er engin tilgangur með þessum þætti og því algjörlega tilgangslaust að hlusta. Góðar stundir.

Þrátt fyrir að hafa ekkert um að tala ræðum við tilgangsleysi presta, tilgangsleysi menningarnætur Reykjavíkur, tilgansleysu dýrahalds, tilgangsleysi mathalla og tilgangsleysi lífsins. Nýtt útvarpsleikrit frumflutt og þættinum berst bréf sem er sláandi. Veljum ný lög á gjaldfrjá...

Lokum þjóðhátíðinni, ræðum samskiptaleysi samskiptamiðla, útvarpsleikritið ég um mig frá mér til mín flutt með gríðarleg...
14/08/2022

Lokum þjóðhátíðinni, ræðum samskiptaleysi samskiptamiðla, útvarpsleikritið ég um mig frá mér til mín flutt með gríðarlegum tilþrifum, Jón er kominn í hlaupagírinn og tvö stórbrotinn lög sett á spilunarlista Fílabeinsturnsins. Ef þú ert að borða verði þér að góðu. Ef ekki hafðu þá engar áhyggjur. Ekki láta aðra segja þér hvað þú átt að gera. Gerðu það sem þú vilt.

Lokum þjóðhátíðinni, ræðum samskiptaleysi samskiptamiðla, útvarpsleikritið ég um mig frá mér til mín flutt með gríðarlegum tilþrifum, Jón er kominn í hlaupagírinn og tvö stórbrotinn lög sett á spilunarlista Fílabeinsturnsins. Ef þú ert að borða verði þér að góðu....

Bara Bing bara bú...ljón í kraftgalla, fíll í hettupeysu, páfagaukur í g-streng og allir hinir. Lifi þynnkuprumpið...
01/08/2022

Bara Bing bara bú...ljón í kraftgalla, fíll í hettupeysu, páfagaukur í g-streng og allir hinir. Lifi þynnkuprumpið...

Fyrsti hlaðvarpsþáttur í sögunni sem tekinn er upp í hvítu tjaldi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þessi þáttur snérist eingöngu um þjóðhátíð fyrr og nú. Ef þú hlustandi góður hefur engan áhuga á að hlusta á gaulandi trúbator sem skilur ekki að engin er að hlusta o...

17/07/2022

https://podcasts.google.com/feed/aHR0cHM6Ly9mZWVkcy5hY2FzdC5jb20vcHVibGljL3Nob3dzL2ZpbGFiZWluc3R1cm5pbm4/episode/NjJkMmM5NWQxYmEzZjEwMDEyNmQwZDg0?ep=14
20.Þáttur og engin þáttur í sögu Fílabeinsturnsins hefur tekið jafn langan tíma í upptöku vegna allskonar hluta sem engu skipta máli. Í ljósi þess er engin leið að muna hvað um var talað sem segir allt sem segja þarf. Allavega tvö lög sett á spilunarlista Fílabeinsturnsins á Spútifæ og Marta Smarta fékk góðan tíma. Á þessum síðustu og verstu þar sem lífið er lag og allt skiptir engu máli hringdu í frænku og gerið eitthvað allt annað en að hlusta á sorp. Byltingin étur börnin sín og allt þar á milli.Góðar stundir.

11/07/2022

https://podcasts.google.com/feed/aHR0cHM6Ly9mZWVkcy5hY2FzdC5jb20vcHVibGljL3Nob3dzL2ZpbGFiZWluc3R1cm5pbm4/episode/NjJjYWNmMjFkMWQ5ODkwMDEyMDFhNzQ3?ep=14
Brakandi ferskur 19.þáttur er kominn í loftið, biðjumst afsökunar á seinaganginum.
Þátturinn snérist að mestum hluta um ástæður,tilefni og afleiðingar þess að þættinum seinkaði um 2vikur. Tvö lög voru kynnt til leiks á spilunarlista Fílabeinsturnsins. Bréf þáttarinns kom úr óvæntri átt og án símakostningar án vafa ruglaðasta sem lesið hefur verið. Farðu úr bænum, farðu í bústað, farðu til útlanda en hvað sem þú gerir ekki fara á Castbox eða Google podcasts og náðu í þennan þátt!!

Handkast, fótspyrna og þjóðhátíð rædd á málefnanlegan hátt. Maður vikunnar hjá Fílabeinsturninum tekinn í yfirheyrslu. F...
12/06/2022

Handkast, fótspyrna og þjóðhátíð rædd á málefnanlegan hátt. Maður vikunnar hjá Fílabeinsturninum tekinn í yfirheyrslu. Fréttir af Mörtu smörtu og ýmislegt annað bull á sinn ósköp venjulega máta. What else is njúv. Hlustið á eigin ábyrgð

Handkast, fótspyrna og þjóðhátíð rædd á málefnanlegan hátt. Maður vikunnar hjá Fílabeinsturninum tekinn í yfirheyrslu. Fréttir af Mörtu smörtu og ýmislegt annað bull á sinn ósköp venjulega máta. What else is njúv. Hlustið á eigin ábyrgð See acast.com/privacy for privacy ...

Halló...biðjumst afsökunar á seinagangi okkar og hérna er nýr þáttur handa ykkur. Ást og virðing á ykkur öll...áfram irc...
05/06/2022

Halló...biðjumst afsökunar á seinagangi okkar og hérna er nýr þáttur handa ykkur. Ást og virðing á ykkur öll...áfram irc-ið

Ræðum hegðun Jóns undanfarnar vikur , ræðum siðblindu, þjóðhátíð, hjarðhegðun og fleira. Tvö geggjuð lög sett á spilunarlista spotify, lesum upp stjörnuspá okkar fyrir sumarið og fullt af allskonar bulli. Ef þú hlustar færð þú apabóluna ásamt öðrum paranoiu sjúkdómum fréttamiðla.

Ræðum Jóns undanfarnar vikur , ræðum siðblindu, þjóðhátíð, hjarðhegðun og fleira. Tvö geggjuð lag sett á spilunarlista spotify, lesum upp stjörnuspá okkar fyrir sumarið og fullt af allskonar bulli. Ef þú hlustar færð þú apabóluna ásamt öðrum paranoiu sjúkdómum frétta...

Nýtt mót um sjómannahelgina í eyjum...Reynismótið. Heitir þú Reynir og færð aldrei að sýna hvað þú getur eða ert fær um?...
30/05/2022

Nýtt mót um sjómannahelgina í eyjum...Reynismótið.
Heitir þú Reynir og færð aldrei að sýna hvað þú getur eða ert fær um? Þá er þetta mótið fyrir þig..
Keppnisgreinar eru ->
Reynir á sig - keppendur lyfta þungum lóðum, meira en þeir ráða við
Reynir við - keppendur reyna hvor við annan
Reynir við heimsmet - keppendur reyna að bæta heimsmet í hverju sem er
Reynir á taugarnar - keppendur bregða hvor öðrum
Enginn veit fyrr en Reynir á - keppendur reyna að eignast hluti sem þeir eiga ekki

Nánari upplýsingar um mótið þegar nær dregur helginni

Þáttur númer 16, evróvision, kosningar, þættinum berst bréf og fullt af gagnslausum upplýsingum. Enginn er að hlusta hví...
15/05/2022

Þáttur númer 16, evróvision, kosningar, þættinum berst bréf og fullt af gagnslausum upplýsingum. Enginn er að hlusta hví skyldir þú gera það.

Evróvision, kosningar, þættinum berst bréf og fullt af gagnslausum upplýsingum. Enginn er að hlusta hví skyldir þú gera það. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

Sigþrúður Arinbjarnar- og Örnudóttir hefur stofnað ráðgjafafyrirtæki sem selur ráðvilltu fólki ráð frá ríka og fræga fól...
12/05/2022

Sigþrúður Arinbjarnar- og Örnudóttir hefur stofnað ráðgjafafyrirtæki sem selur ráðvilltu fólki ráð frá ríka og fræga fólkinu. Hugmyndin kviknaði eftir að Sigga horfði á fréttir frá Hollywood. ,,Þetta fólk er svo sniðugt og hefur nú aldeilis þurft að hafa fyrir lífinu í gegnum árin. Ég táraðist hreinlega þegar ég sá 18 milljón króna pokann sem þau fengu gefins þarna á Óskarnum. Þessir leikarar eiga ekki að þurfa að borga fyrir allt sem þeim langar í, þau eru búin að gefa okkur svo mikið með skoðunum þeirra um heimsmálin og myndunum af þeim á Instagram. Ég er að sjá myndir af þessu fræga fólki, þá eru þau að gefa fátæku fólki kaffi og smákökur. Hugsið ykkur bara að gefa sér tíma frá vinnunni í þetta". Sigþrúður segir að umboðsskrifstofa umboðsmanna fræga fólksins hafi tekið vel í þetta og hún muni fá bráðum fyrstu ráðin fyrir fyrsta viðskiptavininn. ,,Ég fékk úrdrátt úr þessum ráðum og sá það að það er mikil vinna á bakvið þetta. Það er ekkert grín fyrir þetta fólk að bæta á sig þessum aukatímum til að gera heiminn betri. Ég lét sjálf tilleiðast að styrkja baráttu Justin Bieber, hann er að berjast fyrir fólki sem fær vitlaust nafn á bollann sinn á Starbucks...það er ekkert grín að lenda í því".
Fílabeinsturninn óskar Sigþrúði velfarnaðar í þessu stórbrotna starfi og hvetur fólk að láta þá frægu og ríku finna hamingjuna og kærleikann fyrir þau...

Jón segir frá snilld sinni í eldhúsinu, bjóðum í matarveislu, þættinum berst bréf í fyrsta sinn frá kvenmanni, tvö íslen...
03/05/2022

Jón segir frá snilld sinni í eldhúsinu, bjóðum í matarveislu, þættinum berst bréf í fyrsta sinn frá kvenmanni, tvö íslensk lög birt á spilunarlista Fílabeinsturnsins á Spotify(viljum minna fólk á að segja upp Premium áskrift og fá sér fría áskrift á Spotify), segjum gamlar sumarfrís sögur og margt fleira. Vinsamlega ekki láta aðra vita af þessum útvarpsþætti, það er engum til góðs.

Allt um ekkert

Upplifun skiptir máli, kirkjan hefur ákveðið að taka þátt...Séra Guðni Maríu- og Jósefsson segir að hann ætli að stofna ...
28/04/2022

Upplifun skiptir máli, kirkjan hefur ákveðið að taka þátt...
Séra Guðni Maríu- og Jósefsson segir að hann ætli að stofna sérstakt skúffufélag innan kirkjunnar sem hjálpar fólki með upplifanir. Hann vill meina að Jesú Kristur hafi verið fyrstur að upplifa af öllum manneskjum frá upphafi sögunnar. Guðni segir að upplifun geti verið margskonar, sérstaklega þegar fólk upplifir út af fyrir sig. ,,Ég fylgdist með konu upplifa út af fyrir sig og ég hef í raun og veru aldrei séð annað eins. Upplifun hennar var svo sterk að hún upplifði móðganir fyrir hönd annarra og að upplifun hvers og eins sé mikilvæg. Svo mikilvæg að hún sendi forseta Íslands bréf og bað hann um að gera sérstakan upplifunardag. Forsetinn er ekki ennþá búinn að svara henni og upplifir hún það sem niðurlægingu og það að henni sé ekki svarað því hún sé í minnihlutahóp".
Guðni vill meina að þetta sé að koma upp á hárréttum tíma því að fólk sé að upplifa alls konar í dag, aðallega er fólk að upplifa að allir séu á móti þeim, vilji niðurlægja það og móðga. Þetta telur Guðni að sé mikilvægt því allir sem upplifi eitthvað svona þurfi að fá rödd í þjóðfélaginu. ,,Eini maðurinn sem upplifir eitthvað jákvætt er maðurinn sem dó fyrir syndir okkar og sundin okkar....Súsí Krist drengurinn minn".
Aðspurður sagðist Guðni ekki vera kominn með öll leyfi fyrir félaginu og upplifir hann að stjórnvöld séu að gera lítið úr upplifunum hans. Guðni var ekki lengi að koma með skot á ríkisstjórnina í landinu. "Þetta fólk upplifir sig meiri en við hin, það er ekki spurning, það er mín upplifun".
Fílabeinsturninn upplifir að þetta sé handan við hornið hjá Guðna og óskar honum velfarnaðar í starfi og lífinu. Við kveðjum með orðunum...Ég upplifi og þú munt upplifa

Fjarverur Jóns teknar fyrir og lofar hann að þetta gerist ekki aftur. Geggjuð lög valinn. Þættinum berst frjálshyggju br...
20/04/2022

Fjarverur Jóns teknar fyrir og lofar hann að þetta gerist ekki aftur. Geggjuð lög valinn. Þættinum berst frjálshyggju bréf og margt fleirra í þessum þætti sem við hvetjum fólk eindregið að hlusta ekki á ef geðheilsa er í hávegum höfð...

Fjarverur Jóns teknar fyrir og lofar hann að þetta gerist ekki aftur. Geggjuð lög valinn. Þættinum berst frjálshyggju bréf og margt fleirra í þessum þætti sem við hvetjum fólk eindregið að hlusta ekki á ef geðheilsa er í hávegum höfð. See acast.com/privacy for privacy and opt-...

Þegar fólk er þreytt þá gerir það oft mistök...Venaselma Barðar- og Ronjudóttir er mikill stuðningsmaður Sólveigar í Jón...
13/04/2022

Þegar fólk er þreytt þá gerir það oft mistök...
Venaselma Barðar- og Ronjudóttir er mikill stuðningsmaður Sólveigar í Jónsborg. Hún segist ekki skilja hvað allir eru á móti henni eftir atburði síðustu daga. ,,Stundum fær maður hugdettu á nóttunni og sendir fólki tölvupóst um að það megi leita sér að annarri vinnu. Það gerist fyrir besta fólk. Fólk bara eflist við mótlæti og ég held að það verði niðurstaðan í þessu máli. Ég held t.d. að Rúmenanir sem voru að vinna hjá Reynum að elda eitthvað rétt séu bara komnir í betri stöðu eftir að þeir fóru með sitt mál fyrir dómstóla. Þeir skulda kannski milljón á mann en ég meina þeir voru hvort sem er búnir að skrifa á sig fyrir eitthvað svipað í vinnunni sinni. Solla er ekki frek, hún er ákveðin stelpa. Hún er að berjast gegn einelti og vill betri móral á íslenskum vinnumarkaði, það sjá það allir". Einnig vildi Venaselma meina að fólk sé á móti Sollu í Jónsborg því hún sé kona og undir 160cm. ,,Það er alltaf horft framhjá konum sem eru svona litlar og því verður að breyta" sagði Venaselma að lokum.
Fílabeinsturninn þakkar Venaselmu fyrir viðtalið og segir að lokum að konur séu konum að vestan bestar.
Einnig sendi Venaselma okkur mynd af Sollu sem hún sendi henni í nótt til undirstrika álagið sem er búið að vera á henni...

Vill meira frí og að fólk noti veikindadagana sína...Steinþeyr Kolla-og Þuruson hefur verið baráttumaður fyrir því að fó...
08/04/2022

Vill meira frí og að fólk noti veikindadagana sína...
Steinþeyr Kolla-og Þuruson hefur verið baráttumaður fyrir því að fólk vinni minna og fái lengri frí frá vinnunni sinni. Svo mikið hefur hann barist fyrir þessu að á tímabili þurfti að leggja hann inná spítala með óreglulegan hjartslátt og of háan blóðþrýsting. Nú þegar 80% þjóðinni nennir helst ekki að vinna eða er á bótum sér Steinþeyr ekkert annað í stöðunni en að stofna fyrirtæki til þess að hjálpa fólki að komast frá því að vinna. ,,Það er algjörlega galið að leggja það á manneskju að vinna 32 tíma á viku. Hvers konar þrælaþjóð erum við orðin? Það eru allir að detta í kulnun og veikindi hægri vinstri. Þetta er engin tilviljun! Við þurfum að stöðva þetta. Svo á fólk að nota veikindadagana sína, til hvers eru þeir annars ef maður notar þá ekki þegar er betra að sitja heima og krúsa aðeins á netinu? Láta málefnalega umræðu á Mannlíf.is, DV.is og Vísir.is ekki framhjá sér fara. Fólk á líka að hringja meira inn í útvarpsstöðvarnar og segja sínar sögur þar". Steinþeyr segist vera steinhissa á því hversu margir ,,Hitlerar" séu atvinnurekendur í dag. ,,Þessir geðsjúklingar eru allir með 3,5 milljón á mánuði, eiga fimm bíla í innkeyrslunni og tvö hús. Er það eðlilegt? Nei, það hélt ég ekki! Alveg magnaði hvað við Íslendingar vinnum mikið, sjáið Norðurlöndin, þau eru ekki sko svona. Þar eru allir búnir um hádegi og svo bara labbað í bæinn og kaldur á línuna. Ég er á því að grasið sé grænna þarna í Sviþjóð, Danmörku og Noregi. Þar að auki virðist fólk ekki geta farið nema tvisvar til útlanda á ári. Er það bara ekki kallað fangelsi annars?" Fréttamaður Fílabeinsturnsins spurði hvort að Steinþeyr væri búinn að finna slagorð fyrir nýja fyrirtækið sitt, hann svaraði um hæl...vinna er ekki áhugamál.
Fílabeinsturninn þakkar Steinþeyr kærlega fyrir spjallið og vonar að honum gangi allt í haginn í baráttu sinni gegn bættu vinnuumhverfi. Við kveðjum með orðunum...éta, það er það eina sem þeir geta, vinna...það er eitthvað minna.

Jón ræðir reiðistjórnunarnámskeiðin sem hann hefur setið í gegnum tíðina og greinir árangur þeirra í tveimur dæmum sem k...
03/04/2022

Jón ræðir reiðistjórnunarnámskeiðin sem hann hefur setið í gegnum tíðina og greinir árangur þeirra í tveimur dæmum sem komu upp nýlega. Tvö frábær lög kynnt til sögunar, þættinum berst bréf, barneignir,dauðinn og allskonar er rætt í þaula. Ef þú hefur snefil af sjálfsást ekki hlusta...

Jón ræðir reiðistjórnunarnámskeiðin sem hann hefur setið í gegnum tíðina og greinir árangur þeirra í tveimur dæmum sem komu upp nýlega. Tvö frábær lög kynnt til sögunar, þættinum berst bréf, barneignir,dauðinn og alskonar er rætt í þaula. Ef þú hefur snefil af sjálfsá...

Viljum minna á að 13.þáttur af Fílabeinsturninum kemur út á sunnudaginn 3.4 . Þáttinn og aðra þætti er hægt að nálgast á...
01/04/2022

Viljum minna á að 13.þáttur af Fílabeinsturninum kemur út á sunnudaginn 3.4 . Þáttinn og aðra þætti er hægt að nálgast á streymisveitum Castbox og Google podcasts. Tónlist þáttarinns er á Spotify undir spilunarlista Fílabeinsturnsins og að endingu er hægt að senda okkur línu eða jafnvel bréf sem lesin eru í þættinum á netfangið [email protected]
Lifi byltingin, er cher hér eða með þér. Hvers á maður að gjalda, þegar farið er yfir strikið, hvar liggja mörkin ef ekki á fótspyrnuvelli.
Hvað sem gerist vinsamlega ekki kansela og ekki hlusta
https://podcasts.google.com/feed/aHR0cHM6Ly9mZWVkcy5hY2FzdC5jb20vcHVibGljL3Nob3dzL2ZpbGFiZWluc3R1cm5pbm4/episode/NjE2ZGZhNjExMjQ0Y2YwMDEyMDA2MWY5?sa=X&ved=0CAUQkfYCahcKEwiI5_vdnfP2AhUAAAAAHQAAAAAQLA

Grætur við minnsta tilefni...Hinn kynngimagnaði 69 ára gamli Jósafat Viktor- og Viktoríuson hefur heldur betur lifað tím...
23/03/2022

Grætur við minnsta tilefni...
Hinn kynngimagnaði 69 ára gamli Jósafat Viktor- og Viktoríuson hefur heldur betur lifað tímana tvenna á sinni lífstíð. Eftir að hafa stundað sjóinn frá blautu barnsbeini kom hann í land og ákvað að skella sér á fyrirlestur um eitraða karlmennsku. Þar var þátttakendum kennt að komast í samband við sína kvenlegu hlið til að skilja betur hugarheim kvenna. ,,Þetta hreinlega breytti leiknum" sagði Jósafat í samtali við Fílabeinsturninn. ,,Það breytist allt um leið eftir þetta eina námskeið. Ég fer út í bíl og bara finn eitthvað koma yfir mig sem ég get ekki úrskýrt. Ég átta mig ekki fyrr en 4-5 dögum seinna þegar ég er búinn að klessa bílinn minn þrisvar og hafði tekið silent treatment á konuna mína allan tímann. Það er eins og maður hafi verið dáleiddur á þessum fyrirlestri og til að bæta gráu ofaná svart vil ég bara horfa á ameríska raunveruleikaþætti og er byrjaður að snökta áður en byrjunarstafirnir klárast. Þetta er nú ekki alslæmt, ég er alla vega búinn að læra að setja í þvottavélina á suðu þótt ég skilji ekki ennþá hvernig 90 gráður geta kallast suða"
Fílabeinsturninn þakka Jósafat klárlega fyrir spjallið og kveðjum hann með orðunum...við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta.

Ræðum um verðmæti ferminga og afmælisgjafa , Jón býður í ammmmmælisveislu, berjumst við fortíðarþrá. Þættinum berst stór...
20/03/2022

Ræðum um verðmæti ferminga og afmælisgjafa , Jón býður í ammmmmælisveislu, berjumst við fortíðarþrá. Þættinum berst stórbrotið bréf og ýmislegt meira rugl...

Ræðum um verðmæti ferminga og ammælisgjafa , Jón býður í ammælisveislu, berjumst við fortíðarþrá. Þættinum berst stórbrotið bréf og ýmislegt meira rugl....

Handtekinn fyrir að villa á ,,sér" heimildir...Þormóður Torfa- og Gíslínuson hefur ákveðið að fara í mál við íslenska rí...
14/03/2022

Handtekinn fyrir að villa á ,,sér" heimildir...
Þormóður Torfa- og Gíslínuson hefur ákveðið að fara í mál við íslenska ríkið eftir að hafa verið handtekinn niður í miðbæ síðasta laugardagskvöld fyrir að villa á sér heimildir.
Þormóður eða Móði Lína eins og hann er kallaður var að koma úr búningapartý í vinnunni og ákvað að fá sér eitthvað í svanginn á Hlöllabatum. ,,Ég var eitthvað að fíflast þarna í biðröðinni og heyrði ekki þegar báturinn minn var tilbúinn. Aftur á móti þegar afgreiðslumaðurinn öskraði á mig að ég ætti þennan bát spurði ég hann hvort að það væri bannað að leika sér. Hann svaraði þá að ég ætti að drekka minna og hlusta meira. Þá sagði ég...má maður aldrei fá sér án þess að einhver öskri á mann".
Þá í raun og veru fór ótrúleg atburðarás í gang því í röðinni var svangur og pirraður lögreglumaður sem handtók hann fyrir að þykjast vera Cher. ,,Ég var ekkert að þykjast vera Cher, ég var Eiríkur Fjalar og var að dansa þarna í biðröðinni. Ég held líka að löggan hafi ruglast þegar ég söng línuna...Sunny, I love you með Marvin Gaye" Þegar Móði reyndi að útskýra sitt mál misskildi lögreglumaðurinn allt. Hann reyndi að útskýra fyrir honum að Marvin Gaye hafi samið lagið sem hann söng og þá hafi hann sakað hann um fordóma. ,,Hann kveikti heldur ekki með Eirík Fjalar og sagði að ég væri greinilega ruglaður af drykkju".
Fílabeinsturninn hafði samband við lögregluna í Reykjavík og bað um viðtal við lögreglumanninn sem handtók Þormóð en hann var búinn að taka sér tímabundið leyfi frá störfum.

Kona nokkur á Vestfjörðum sem stofnaði ansi sérstakt fyrirtæki fyrir nokkrum árum hefur rakað inn seðlum með því að hafa...
10/03/2022

Kona nokkur á Vestfjörðum sem stofnaði ansi sérstakt fyrirtæki fyrir nokkrum árum hefur rakað inn seðlum með því að hafa áhyggjur fyrir hönd annars fólks. Geirþrúður Hannesar- og Rannveigardóttir einstæð, fjögurra barna, átta kettlinga og níu hamsta móðir stofnaði fyrirtækið ,,Hafðu ekki áhyggjur ég skal gera það fyrir þig" ehf á haustdögum 2018. Hún var búin að hafa áhyggjur af allskyns hlutum í mörg ár, eingöngu af einhverju sem kom henni bara alls ekkert við.,, Þetta byrjaði líklega rétt eftir hrun og þá sérstaklega er varðar byggingu Hörpunnar. Ég hafði alveg svakalegar áhyggjur að við gætum ekki klárað húsið en svo leiddi bara eitt af öðru. Hvort sem það var snjóleysi í Hlíðafjalli eða dypkun í Landeyjarhöfn þá hafði ég bara eilífar áhyggjur af þessu hlutum." Geirþrúður ákvað loks að snúa vörn í sókn og fór að bjóða vinum og ættingjum að hafa áhyggjur af hlutum sem var að valda fólki óþægindum. Þetta hafi vakið töluverða lukku og hún hafi loks stofnað fyrirtæki utan um þetta 2018." Þetta fór nú hægt af stað en þegar Covid skall á fór allt á hvolf. Ég hef ekki haft undan að hafa áhyggjur fyrir hönd annara, þetta er búið að vera erfitt en dásamlegt engu að síður." Spurð að því hvað það er sem hún þarf að hafa mest áhyggjur af svarar Geirþrúður ,,Ég hef þurft að hafa mest áhyggjur af gengi Manchester United fótspyrnuliðinu, þeir hafa verið mitt helsta áhyggjuefni frá upphafi, svo má segja að rétt á eftir koma áhyggur af því að aðrir hafi áhyggjur af áhyggjum hina ýmsu hópa sem virðast hafa áhyggur af öllu. Annars eru engar áhyggjur of litlar. Ég get alltaf áhyggjum á mig bætt" segir Geirþrúður að lokum. Fílabeinsturninn þakkar Geirþrúðir kærlega fyrir spjallið sem kveður með þeim fleygu orðum" haf þú ekki áhyggjur af því !

KR lagið upplýsir um aðferð til að sigra liðið...Fréttastofa Fílabeinsturnsins hefur undir höndum skjal þar sem fyrrvera...
07/03/2022

KR lagið upplýsir um aðferð til að sigra liðið...
Fréttastofa Fílabeinsturnsins hefur undir höndum skjal þar sem fyrrverandi leikmaður liðsins upplýsir um veikleika liðsins. ,,Það er í raun og veru algjörlega stórkostlegt að ekkert lið hafi hingað til fattað þetta. Allt sem þarf er ein Gin og þá er KR liðið sigrað". Þegar KR-lagið, sem flutt er af Bubba Morthens, er grandskoðað segir Bubbi í laginu - ,,Við stöndum saman allir sem einn, ein gin getur stöðvað oss".
Svo hefur leitin af hinni einu sönnu Cher ekki borið neinn árangur undanfarin ár og það ætti ekki að koma á óvart. Við drepum, í orðsins fyllstu merkingu, niður í laginu - ,,öflug liðsheild sem fórnar Chér".
Einnig hafi KR-lagið gert það að verkum að tennis- og blakfólk hafi hrökklast i burtu frá klúbbnum. . Bubbi syngur ,,uppgjöf þekkir engin hér".
Fréttastofa Fílabeinsturnsins er aftur á móti spennt að sjá hvernig ,,stórveldinu" úr Vesturbæ gengur í sumar eftir að þetta skjal var opinberað á veraldarvefnum í dag og greinilegt að Rúnar KR-istinsson á erfitt verkefni framundan í sumar.
Einnig reyndi Fílabeinsturninn að hafa samband við sárafáa stuðningsmenn KR í Vestmannaeyjum en þeir neituðu allir að tjá sig um málið að svo stöddu. Við vörum viðkvæma við myndinni hér að neðan, hún getur valdið óhug....

Endalok Acast - Endalok þáttarins - Endalok þess sem er ekki töff -Endalok heimsins - Endalok tónlistar - Endalok Nígerí...
07/03/2022

Endalok Acast - Endalok þáttarins - Endalok þess sem er ekki töff -Endalok heimsins - Endalok tónlistar - Endalok Nígeríubréfa- Endalok ofbeldishóla...hver á þetta lok? Ruslatunnulok?

Endalok Acast - Endalok þáttarinns - Endalok þess sem er ekki töff -Endalok heimsinns - Endalok tónlistar - Endalok Nígeríubréfa- Endalok ofbeldishóla ...

Hver hefur valdið þegar þarf að hafa áhrif...Það er ekki tekið út með sældinni að vera áhrifavaldur. Ásmundína Eiriksen ...
04/03/2022

Hver hefur valdið þegar þarf að hafa áhrif...
Það er ekki tekið út með sældinni að vera áhrifavaldur. Ásmundína Eiriksen Hallgríms hefur rembst eins og rjúpan við staurinn undanfarin ár við að gerast áhrifavaldur. Hún er búin að fylgja öllum leiðbeiningum sem hægt er að fara eftir en allt kemur fyrir ekki, það gerist ekki neitt. Í samtali við Fílabeinsturninn segir Ásmundína að hún hafi byrjað á að taka myndir af því sem hún borðaði á hverjum degi og setti það á Feisbúk en þar sem hún væri svo matvönd þá hafi það orðið þreytt á þriðja degi þar sem hún borðar alltaf það sama. Svo var hún farin að leita upp gæludýr til að taka myndir af en það hefði alltaf orðið erfiðara og erfiðara. Næst ákvað hún að fara á tiktok og byrja að hoppa og breytast við hvert hopp en það hafi endað með liðþófa aðgerð og skekkju í hryggsúlu. Á endanum var það Instagram þar sem síðasta hálmstráið var að fara á bikiní en það hafi ekki farið vel þar sem lítil eftirspurn virðist vera eftir 78ára Bikiní fyrirsætum. ,,Ég er að spá í að gefast upp en eitthvað segir mér að halda áfram, það er bullandi moní í þessu annars væri ekki svona mikið af fólki án sjálfstrausts að juðast í þessu." sagði Ásmundína. Sonur Ásmundínu, Valdimar eða áhrifa-Valdi eins og hann kallar sig hefur verið að gefa mömmu sinni ráð að undanförnu og verður gaman að sjá hvort þau muni virka. Ef þið viljið leita af Ásmundínu á Instagram þá er hún með notendanafnið NýDína78. Á Twitter er hún undir nafninu UndirDína78.
Fílabeinsturninn þakkar Ásmundínu kærlega fyrir spjallið og minnir á að án áhrifa er ekkert vald og sá veldur er áhrif geldur.Veldur sá er áhrif heldur.

Mikill misskilningur leiddi til skilnaðar...Torfi Sumarliðason bóndi úr Norður-Múlasýslu segir farir sínar ekki sléttar ...
01/03/2022

Mikill misskilningur leiddi til skilnaðar...
Torfi Sumarliðason bóndi úr Norður-Múlasýslu segir farir sínar ekki sléttar eftir að kona hans til 30 ára ákvað að slíta samvistum við hann. Torfi, sem þekkir tímana tvenna, var gjörsamlega brjálaður þegar Fílabeinsturninn náði tali af honum. ,,Þessar helvítis kjaftakerlingar hérna í sveitinni hafa séð til þess að konan mín er farin frá mér".
Torfi segir að hann hafi verið að reyna að tjónka við hana sem hafi verið óþægur í sveitinni. Hann hafi óvart sagt á einhverju balli að hann ætlaði að berja ÞENNAN hana og hann væri að hugsa að drepa ÞENNAN hana því hann væri búinn að gera allt til þess að þóknast þessum hana.
Því miður var svo mikill hávaði á ballinu að engin heyrði þegar hann sagði ,,ÞENNAN" og þannig hafi sagan orðið til þess að konan hans fór skjálfandi í burtu frá bænum. Hún sagðist ekki trúa því að hann ætlaði að drepa hanann því þau ættu ekki vekjaraklukku og haninn hafi séð til þess að þau vöknuðu alltaf á réttum tíma.
Torfi var að vonum svekktur þegar hann kvaddi og sagði ,,ég er gjörsamlega brjálaður út í ÞENNAN hana en núna er hann reyndar minn eini vinur".
Fréttastofa Fílabeinsturnsins biður fólk um fara varlega og hlusta betur...

Address

Road To Nowhere, 17
Vestmannaeyjar
900

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fílabeinsturninn posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category


Other Podcasts in Vestmannaeyjar

Show All