
03/04/2025
Blönduð byggð og betri almenningssamgöngur
Óhætt er að segja að Reykjavíkurborg hafi tekið talsverðum breytingum síðustu 15 ár eða svo. Ný hverfi verða til um leið og miðborgin hefur á margan hátt tekið stakkaskiptum. Land & Saga settist niður með Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, til að fara yfir verkefnin, ávinninginn fyrir íbúana og – síðast en ekki síst – hvað er framundan í náinni framtíð.
Á könnu Umhverfis- og skipulagssviðs er svo að segja allt sem viðkemur hinu manngerða umhverfi borgarinnar. Þar með talið eru skipulag, byggingar, samgöngur, loftslags- og umhverfismál, sorphirðan, Grasagarðurinn, Vinnuskólann og allar framkvæmdir og viðhald, svo fátt eitt sé nefnt. Verkefnin eru því ærin og margvísleg.
Óhætt er að segja að Reykjavíkurborg hafi tekið talsverðum breytingum síðustu 15 ár eða svo. Ný hverfi verða til um leið og miðborgin hefur á margan hátt tekið stakkaskiptum. Land & Saga settist niður með Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjav...