Land og Saga

Land og Saga Land og Saga er tímarit sem fjallar um menningu, viðskipti og hönnun ásamt byggingar- og skipulagsmálum. Netútgáfa. Myndbönd: http://landogsaga.is/verslun.php

Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. Sam

hliða örum vexti heimasíðu blaðsins hefur Land og Saga ehf ákveðið að færa út kvíarnar og bjóða viðskiptavinum sínum upp á faglegt viðtal sem birtist á vefnum í myndbandsformi. Þannig myndi fréttamaður og kvikmyndatökumaður frá okkur heimsækja þig og ræða um þína starfsemi og kynna fyrir lesendum vefsins. Þetta er kynning sem tvímælalaust á eftir að vekja athygli og góð leið til að kynna það sem þú hefur fram á að færa.

Blönduð byggð og betri almenningssamgöngurÓhætt er að segja að Reykjavíkurborg hafi tekið talsverðum breytingum síðustu ...
03/04/2025

Blönduð byggð og betri almenningssamgöngur
Óhætt er að segja að Reykjavíkurborg hafi tekið talsverðum breytingum síðustu 15 ár eða svo. Ný hverfi verða til um leið og miðborgin hefur á margan hátt tekið stakkaskiptum. Land & Saga settist niður með Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, til að fara yfir verkefnin, ávinninginn fyrir íbúana og – síðast en ekki síst – hvað er framundan í náinni framtíð.

Á könnu Umhverfis- og skipulagssviðs er svo að segja allt sem viðkemur hinu manngerða umhverfi borgarinnar. Þar með talið eru skipulag, byggingar, samgöngur, loftslags- og umhverfismál, sorphirðan, Grasagarðurinn, Vinnuskólann og allar framkvæmdir og viðhald, svo fátt eitt sé nefnt. Verkefnin eru því ærin og margvísleg.

Óhætt er að segja að Reykjavíkurborg hafi tekið talsverðum breytingum síðustu 15 ár eða svo. Ný hverfi verða til um leið og miðborgin hefur á margan hátt tekið stakkaskiptum. Land & Saga settist niður með Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjav...

Að skapa virði til framtíðar í meira en 40 árBúseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd. Félagið hefur vaxið ...
03/04/2025

Að skapa virði til framtíðar í meira en 40 ár
Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd. Félagið hefur vaxið ört á síðustu árum og hefur fjölgað íbúðum í eignasafni sínu um ríflega 100 íbúðir á ári síðustu s*x árin. Nú býður samstæða félagsins alls upp á ríflega 1.400 íbúðir. Félagið á farsæla sögu og fagnaði á síðasta ári 40 ára afmæli.

Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd. Félagið hefur vaxið ört á síðustu árum og hefur fjölgað íbúðum í eignasafni sínu um ríflega 100 íbúðir á ári síðustu s*x árin. Nú býður samstæða félagsins alls upp á ríflega 1.400 íbúðir. Félagið á fa...

Land undir fótMyndir, ljósmyndir er allt í einu orðin hversdagsvara. Það geta allir tekið myndir, enda flestir með þokka...
03/04/2025

Land undir fót
Myndir, ljósmyndir er allt í einu orðin hversdagsvara. Það geta allir tekið myndir, enda flestir með þokkalega góða myndavél í vasanum, í símanum. Það hafa aldrei verið teknar fleiri myndir en á síðasta ári; fjölmargir milljarðar, af morgunmat, náttfötum, apaköttum og tánöglum. Líka af fallegum fjöllum, en fáar af stríði eða eldgosum. Þar er aðgangur takmarkaður. Þá er gripið til þess ráðs að búa til myndir með AI, eins og skáldsögur sem sem eru skrifaðar með gervigreind. Eru þær ekta? En hér fer Icelandic Times / Land & Saga með ykkur í ferðalag til sjö staða, sem kostaði bæði tíma og útsjónarsemi að fanga stemningu sem var. Því það er ekkert betra en leggja á sig ferðalag, leggja land undir fót og finna vindinn, heyra fuglahljóðið, eða öskrandi þögnina og fanga stemminguna með alvöru myndavél á staðnum. Þess vegna erum við til, þess vegna langar okkar að sjá nýja staði, upplifa lífið…. ekki bara á með AI fyrir framan tölvuskjá. Þess vegna eru miðlar eins og Icelandic Times / Land & Saga til. Til að miðla, fróðleik, upplýsingum sem eru ekta, eins og birtan var austur í Lónsöræfum.

Myndir, ljósmyndir er allt í einu orðin hversdagsvara. Það geta allir tekið myndir, enda flestir með þokkalega góða myndavél í vasanum, í símanum. Það hafa aldrei verið teknar fleiri myndir en á síðasta ári; fjölmargir milljarðar, af morgunmat, náttfötum, apaköttum og tán...

Hin árlega er sýningin Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Myndir ársins, erein mest sótta ljósmyndasýning ársins, er nú í L...
03/04/2025

Hin árlega er sýningin Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Myndir ársins, erein mest sótta ljósmyndasýning ársins, er nú í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Enda alltaf gaman að horfa til baka, á landsleik, forsetakosningar, og eldgos. Golli (Heimildinni) vann mynd ársins af Palestínustúlku á Austurvelli, og Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu Fréttamynd ársins frá hörmungunum í Grindavík. Golli, sem formaður Blaðaljósmyndarfélagsins kom einmitt inn á það í opnunar, þakkarræðu sinni hve aðgengi ljósmyndara hafi verið verulega þrengt síðustu misseri. Þegar stórviðburðir eða eldgos verða, þá er orðið erfitt að skrásetja söguna. Lok lok og læs frá lögregluyfirvöldum. Það voru s*xtán ljósmyndarar sem sendu inn myndir á sýninguna, en á sýningunni nú eru hundrað og ein ljósmynd eftir 14 myndasmiði. Í Skotinu er síðan sýning Telmu Har, Glansmyndir. Þar sem ljósmyndarinn, notar sjálfan sig sem hálfgerða gínu, til að túlka upplifun og reynslu á litríkan, já og gleðilegan hátt. Eins og lífið er… eða ekki, eins og sýningin hinu megin við þilið, þar sem gleði, sorg og allt þar á milli heilsar okkur.

Hin árlega er sýningin Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Myndir ársins, erein mest sótta ljósmyndasýning ársins, er nú í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Enda alltaf gaman að horfa til baka, á landsleik, forsetakosningar, og eldgos. Golli (Heimildinni) vann mynd ársins af Palestínustúlk...

Litir & LeikgleðiÞað er hægt að segja, að úti í Örfirisey, í Marshall húsinu sé ein af miðstöðvum myndlistar á Íslandi. ...
03/04/2025

Litir & Leikgleði

Það er hægt að segja, að úti í Örfirisey, í Marshall húsinu sé ein af miðstöðvum myndlistar á Íslandi. Húsið sem stendur við vestanverða Reykjavíkurhöfn var byggt sem síldarverksmiðja Faxa árið 1948, fyrir uppbyggingarfé frá Bandaríkjunum. Í húsinu var unnin síld í yfir hálfa öld, og nú eru þar nokkrir sýningarsalir, og eitt veitingahús, en húsið er í eigu Brims, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem er til húsa í næsta húsi. Þula gallerí, er með sýningarrými á annarri hæð hússins, og þar stendur nú yfir sýningin Þverskurður, samsýning tíu listamanna sem eiga það sameiginlegt að starfa með galleríinu. Sýning sem er full af leikgleði og litum. Listamennirnir tíu eru; Tolli (1953), Sunneva Ása Weisshappel (1989), Rakel McMahon (1983), Kristín Marteins (1994), Guðmundur Thoroddsen (1980), Davíð Örn Halldórsson (1976), Áslaug Íris Katrín (1981), Auður Lóa Guðnadóttir (1993) og Anna Maggý (1995).

Marshallhúsið

Endless Inspiration in EyjafjördurPainter and teacher Gudmundur Ármann Sigurjónsson held his first exhibition at Mokkaka...
02/04/2025

Endless Inspiration in Eyjafjördur
Painter and teacher Gudmundur Ármann Sigurjónsson held his first exhibition at Mokkakaffi in 1961 and has been pursuing his art alongside teaching ever since. Expect him to step out of doors whenever the weather permits to capture his surroundings near Akureyri, the seasons, and the light on paper using watercolours and a remarkable technique.

Painter and teacher Gudmundur Ármann Sigurjónsson held his first exhibition at Mokkakaffi in 1961 and has been pursuing his art alongside teaching ever since. Expect him to step out of doors whenever the weather permits to capture his surroundings near Akureyri, the seasons, and the light on paper...

Ljós og litirHús við þröngar götur mega ekki vera dökk, vegna birtu andbýlinganna og birtunnar í götunni yfirleitt, sagð...
30/03/2025

Ljós og litir
Hús við þröngar götur mega ekki vera dökk, vegna birtu andbýlinganna og birtunnar í götunni yfirleitt, sagði Sigurður Guðmundsson arkitekt árið 1939. Á göngu um miðbæinn fékk Eyjólfur Pálsson stofnandi hönnunar verslunarinnar Epals, hugmynd að Litaspjaldi sögunnar, sýnishorn að litavali á fullorðnum húsum, bók sem gefin var út nýlega. Fallegt verkefni. Þar segir Eyjólfur í formála; Litir hafa áhrif á líðan okkar. Þeir móta skynjun okkar á umhverfinu og hafa bein áhrif á tilfinningalífið. Litasamsetningar eru breytilegar, fara eftir tíðaranda, tísku og smekk, og endurspegla þannig menningu okkar og sögu.

Reykjavik

VesturbyggðÍ Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær frá Barðaströnd og Rauðasandi við Breiðafjörð, síðan Patrek...
30/03/2025

Vesturbyggð
Í Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær frá Barðaströnd og Rauðasandi við Breiðafjörð, síðan Patreksfjörð við samnefndan fjörð og Bíldudal í Arnarfirði búa nú um 1200 manns. Þeim hefur fjölgað um 20% á síðustu fimm árum. Allt að þakka laxeldi og ferðaþjónustu. Frá Reykjavík og vestur, í vestustu byggð Evrópu (ef Azoreyjar eru undanskildar) er um s*x tíma akstur. Leiðin er falleg, og Vesturbyggð er ein af fallegustu sveitarfélögum á Íslandi. Ekki bara er náttúrufarið fallegt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, er Bíldudalur við Arnarfjörð með flesta logndaga í lýðveldinu, alltaf gott veður. Sveitarfélagið er fámennt en stórt, 1.336 km², enda í fámenninu er mikið um skrímsli sem fá frið fyrir mannfólkinu í Arnarfirði. Á Bíldudal er einmitt safn fyrir þessar verur, Skrímslasetrið í Bíldudal.

Í Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nær frá Barðaströnd og Rauðasandi við Breiðafjörð, síðan Patreksfjörð við samnefndan fjörð og Bíldudal í Arnarfirði búa nú um 1200 manns. Þeim hefur fjölgað um 20% á síðustu fimm árum. Allt að þakka laxeldi og ferðaþ...

Rauðinúpur er 73 metra hár klettanúpur sem stendur vestast á Melrakkasléttu. Þaðan er víðsýnt og er núpurinn vel þekkt k...
27/03/2025

Rauðinúpur er 73 metra hár klettanúpur sem stendur vestast á Melrakkasléttu. Þaðan er víðsýnt og er núpurinn vel þekkt kennileiti á sjó.
Rauðinúpur er talinn hafa verið eldstöð sem gaus seint á Ísaldartíma og fær hann lit sinn af rauðu gjalli. Við enda núpsins rísa tveir drangar úr sjó næstum til jafns við núpinn. Så vestari nefnist Sölvanöf en hann var landtengdur með náttúrulegri steinbrú allt þar til 1962 er brúin hrundi. Austari drangurinn heitir Karlinn en sumir kalla hann Jón Trausta eftir rithöfundinum Jóni Trausta (Guðmundi Magnússyni) er bjó um tíma í Núpskötlu. Í Rauðanúp er mikið fuglalíf, svo sem svartfugl, lundi og súla.
Viti var reistur á Rauðanúpi árið 1929. Núverandi viti var byggður 1958 og rafvæddur 1988.

Rauðinúpur er 73 metra hár klettanúpur sem stendur vestast á Melrakkasléttu. Þaðan er víðsýnt og er núpurinn vel þekkt kennileiti á sjó. Rauðinúpur er talinn hafa verið eldstöð sem gaus seint á Ísaldartíma og fær hann lit sinn af rauðu gjalli. Við enda núpsins rísa tveir ...

Hann Helgi MagriHelgi Magri nam Eyjafjörð allan, lengsta fjörð norðurlands. Hann var sá landnámsmaður sem tók sér stærst...
26/03/2025

Hann Helgi Magri
Helgi Magri nam Eyjafjörð allan, lengsta fjörð norðurlands. Hann var sá landnámsmaður sem tók sér stærst land. Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, sem nam Reykjavík árið 874, hafði allt landið undir, er í öðru sæti. Helgi Magri Eyvindarson var, ef maður talar nútímamál, með þrjú vegabréf. Eyvindur faðir hans var Gautaborgari, Helgi er semsagt svíi, en fæddur á Írlandi, þar sem faðir hans fór í víking, en móðir Helga Magra, Rafarta, var prinsessa, dóttir Kjarvals konungs Íra. Semsagt íri. Síðan er hann auðvitað íslendingur, þar sem hann nam land, og bjó öll sín bestu ár. Hann og hans fólk mótaði sögu okkar mjög á fyrstu öldum búsetu í landinu. Helgi giftist Þórunni hyrnu, dóttur Ketils flatnefs, og systur Auði Djúpúðgu. Má sega að allt merkisfólk á söguöld sé komið út af þeim systrum. Helgi var kristinn, og nefndi bæinn sinn Kristnes, sem er í dag, rétt sunnan við Akureyri. Í dag er Akureyri, og þéttbýlið við Eyjafjörð fjölmennasta svæði landsins, utan suðvesturhornsins, en í firðinum öllum, búa í dag hátt í þrjátíu þúsund manns. Helgi eða Þórunn hyrna, myndu líklega ekki þekkja fjörðinn, Akureyri í dag, en svona er hann, tæpum tólf öldum frá landnámi Helga og Þórunnar.

Helgi Magri nam Eyjafjörð allan, lengsta fjörð norðurlands. Hann var sá landnámsmaður sem tók sér stærst land. Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, sem nam Reykjavík árið 874, hafði allt landið undir, er í öðru sæti. Helgi Magri Eyvindarson var, ef maður talar nútíma...

Listasafnið í ListagilinuListasafnið á Akureyri er eitt af höfuðsöfnum landsins, og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisin...
21/03/2025

Listasafnið í Listagilinu
Listasafnið á Akureyri er eitt af höfuðsöfnum landsins, og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið opnaði 29. ágúst árið 1993, í einstaklega fallegri byggingu teiknuð af Þóri Baldvinssyni árið 1937, og hýsti Mjólkursamlag KEA frá 1939 fram yfir 1980. Það er svo sannarlega heill heimur, margar ólíkar sýningar sem eru í húsinu í dag. Frábærar sýningar sem njóta sín í þessu stóra safni. Samsýningin Sköpun bernskunnar, markmið sýningarinnar er að efla safnfræðslu, og örva skapandi starf barna á grunnskólaaldri. Sérstakur gestur sýningarinnar er myndhöggvarinn Sólveig Baldursdóttir. Margskonar l-ll, er um, hverning listaverk verður til. Markmið sýningarinnar er að fræða safngesti um ólíka miðla myndlistar út frá völdum verkum í safneign Listasafnsins. Huldukona heitir sýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Átta Ætingar er sýning Kristjáns Guðmundssonar og sýning Þórðar Hans Baldurssonar og Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttir heitir Dömur Mínar og Herrar. Það er hægt að lesa meira um þessar sýningar á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri. En það eru fleiri sýningar í gangi á safninu, Átthagamálverkið : Á FERÐ UM NORÐAUSTURLAND LIÐINNAR ALDAR, síðan Jónas Viðar í safneign og sýning Fríðu Karlsdóttur, Ekkert eftir nema mýktin. Já það er svo sannarlega mikið að sjá og upplifa á Listasafninu á Akureyri, eins og alltaf.

Listasafnið á Akureyri er eitt af höfuðsöfnum landsins, og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið opnaði 29. ágúst árið 1993, í einstaklega fallegri byggingu teiknuð af Þóri Baldvinssyni árið 1937, og hýsti Mjólkursamlag KEA frá 1939 fram yfir 1980. Það er svo san...

17/03/2025

Hætta!
Jarðvísindamenn telja að það sé hætta á að enn eitt eldgosið hefjist fljótlega við Grindavík / Bláa lónið. Hætta sem hefur verið yfirvofandi síðan síðasta eldgosi lauk þar þann áttunda desember 2024, eftir 18 daga eldgos. En eldgosin á Sundhnúkagígaröðin eru nú orðin sjö, á tæpu ári. Líklega hættir þessi eldgosahrina þarna fljótlega. Hvort haldi áfram að gjósa á Reykjanesi, þá annars staðar er líklegra en ekki. Ísland er auðvitað eldfjallaeyja á virkri sprungu, hér koma nokkrar ljósmyndir sem sýna Ísland eins og það er, land í mótun.

Stærsta eldgos síðan land byggðistFyrir nærri 250 árum, þann 8. júní 1783 hófst eldgos í Lakagígum, í Vestur-Skaftafells...
11/03/2025

Stærsta eldgos síðan land byggðist
Fyrir nærri 250 árum, þann 8. júní 1783 hófst eldgos í Lakagígum, í Vestur-Skaftafellssýslu. Í þessu risa stóra eldgosi, Skaftáreldum, norðan við Kirkjubæjarklaustur, kom upp mesta hraun á jörðinn síðasta árþúsundið. Þegar eldgosinu lauk átta mánuðum seinna, í febrúar 1784, hafði flatarmál Eldhrauns náð 580 km², og heildarrúmmál hraunsins eru rúmir 13 km³. Eldgosinu fylgdu aska og eiturgufur sem bárust um allt land, og felldi 80% sauðfjár, 60% af hrossum og um helming allra nautgripa. Hungursneyðin sem fylgdi, kostuðu meira en tíu þúsund mannslíf, eða um 20% íslensku þjóðarinnar. Þessar hörmungar eru kallaðar Móðuharðindin, og margir telja að franska stjórnarbyltingin 1789, sé að hluta til Skaftáreldum að kenna eða þakka, en uppskerubrestur varð í evrópu eftir kólnun vegna gosmóðu sem barst suður til evrópu, alla leið frá Lakagígum, sem voru friðlýstir árið 1971

Fyrir nærri 250 árum, þann 8. júní 1783 hófst eldgos í Lakagígum, í Vestur-Skaftafellssýslu. Í þessu risa stóra eldgosi, Skaftáreldum, norðan við Kirkjubæjarklaustur, kom upp mesta hraun á jörðinn síðasta árþúsundið. Þegar eldgosinu lauk átta mánuðum seinna, í febrúar...

11/03/2025

DEIGLUMÓR – Ceramics from Icelandic clay 1930 – 1970 13/02/21 – 09/05/21 About the Exhibition Ceramic art has been with mankind from its earliest times and it is an integral part of the cultural and artistic history of the world. Few relics of ceramic art from ancient Iceland have been preser...

Spennandi þróunarverkefni framundan hjá LandsnetiRisar flytja rafmagniðHáspennulínumöstur hafa ekki þótt vera til sérsta...
10/03/2025

Spennandi þróunarverkefni framundan hjá Landsneti
Risar flytja rafmagnið
Háspennulínumöstur hafa ekki þótt vera til sérstakrar prýði í íslenskri náttúru, þótt fáir efist um nauðsyn þeirra. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins á Íslandi, vinnur nú að spennandi þróunarverkefnum sem miða að framleiðslu mastra sem ætlað er að gleðja augað og falla betur að umhverfi sínu. Þær tvær hugmyndir sem lengst eru komnar gætu orðið til þess að stálrisar og fuglar muni halda uppi línunum sem flytja til okkar rafmagnið.

-Spennandi þróunarverkefni framundan hjá Landsneti Risar flytja rafmagnið Háspennulínumöstur hafa ekki þótt vera til sérstakrar prýði í íslenskri náttúru, þótt fáir efist um nauðsyn þeirra. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins á Íslandi, vinnur n...

Address


Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Land og Saga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Land og Saga:

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share