Land og Saga

Land og Saga Land og Saga er tímarit sem fjallar um menningu, viðskipti og hönnun ásamt byggingar- og skipulagsmálum. Netútgáfa. Myndbönd: http://landogsaga.is/verslun.php

Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. Sam

hliða örum vexti heimasíðu blaðsins hefur Land og Saga ehf ákveðið að færa út kvíarnar og bjóða viðskiptavinum sínum upp á faglegt viðtal sem birtist á vefnum í myndbandsformi. Þannig myndi fréttamaður og kvikmyndatökumaður frá okkur heimsækja þig og ræða um þína starfsemi og kynna fyrir lesendum vefsins. Þetta er kynning sem tvímælalaust á eftir að vekja athygli og góð leið til að kynna það sem þú hefur fram á að færa.

NorðurstrandarleiðinÞar sem skrefin eru stigin með eftirvæntinguNorðurstrandaleiðin, frá Hvammstanga í vestri til Bakkaf...
15/08/2024

Norðurstrandarleiðin
Þar sem skrefin eru stigin með eftirvæntingu
Norðurstrandaleiðin, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri, býður ferðamönnum að kanna hina fáförnu og mikilfenglegu norðurströnd Íslands. Alls eru þetta 900 km og má segja að ný ævintýri bíði ferðalanga við hvert fótspor þar sem óspillt umhverfi blandast bæjum og þorpum rétt við heimskaupsbauginn auk þess sem miðnætursólin og norðurljósin eiga sinn þátt í upplifuninni.

Vatnsnes í miðjum Húnaflóa er 40 km langt og vel gróið nes, en hæsti tindur þess er Þrælsfell, rúmlega 800m yfir sjávarmáli. Fjölskrúðugt fuglalíf er á Vatnsnesi sem gaman er að skoða auk þess sem kostur er á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi, þá helst um háfjöru. Hvammstangi er þéttbýliskjarni Húnaþings vestra og stendur hann á vestanverðu nesinu um 6 km frá þjóðveginum.

Þar sem skrefin eru stigin með eftirvæntingu Norðurstrandaleiðin, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri, býður ferðamönnum að kanna hina fáförnu og mikilfenglegu norðurströnd Íslands. Alls eru þetta 900 km og má segja að ný ævintýri bíði ferðalanga við hvert...

Gerðarsafn 30 áraUpphaf Gerðarsafns – Listasafns Kópavogs, má rekja til ársins 1977, þegar erfingjar Gerðar Helgadóttur ...
14/08/2024

Gerðarsafn 30 ára
Upphaf Gerðarsafns – Listasafns Kópavogs, má rekja til ársins 1977, þegar erfingjar Gerðar Helgadóttur (1928-1975), færðu Lista- og menningarsjóði Kópavogs öll verk dánarbús Gerðar, að því tilskildu að bærinn byggði listasafn, sem sýndi verk hennar, og héldi minningu hennar á lofti. Gerðarsafn, var hannað af Benjamín Magnússyni, og opnað árið 1994, fyrir þrjátíu árum í Borgarholti í miðbæ Kópavogs, rétt austan við Kópavogskirkju. Í kirkjunni eru steindir gluggar eftir Gerði, sem framfæra lífsgönguna frá vöggu til grafar. Í tilefni þrjátíu ára afmælisins er blásið í lúðra, með sýningunni Hamskipti – Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Frábær sýning sem sýnir kraftinn í þessum myndlistar jötni. Eins og segir í sýningarskrá; Sköpunarkraftur Gerðar var mikill, hugmyndirnar óteljandi og athugun hennar djúp og leitandi. Gerður var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi.

Hún ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni. Færni hennar var gífurleg, hún tileinkaði sér tækni fjölda flókinna aðferða og vann þvert á miðla, skapandi, dansandi, svífandi lipur, en á sama tíma svo kröftug. Í sýningunni Hamskipti er list Gerðar sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun hennar úr hefðbundnu fígúratívu myndmáli yfir í hið óhlutbundna, hvernig hún fer úr steini í leir í járn og brons. Úr mjög formfastri myndbyggingu í svífandi léttleika og yfir í lífrænni og náttúrulegri form. Svo mörg voru orð… en list Gerðar er tímalaus. Sýningin er tímalaus, einstaklega gleðjandi.

Upphaf Gerðarsafns – Listasafns Kópavogs, má rekja til ársins 1977, þegar erfingjar Gerðar Helgadóttur (1928-1975), færðu Lista- og menningarsjóði Kópavogs öll verk dánarbús Gerðar, að því tilskildu að bærinn byggði listasafn, sem sýndi verk hennar, og héldi minningu hennar...

Þétting byggðar breytir borgÞað eru miklar byggingarframkvæmdir um alla höfuðborgina. Icelandic Times / Land & Saga fór ...
13/08/2024

Þétting byggðar breytir borg
Það eru miklar byggingarframkvæmdir um alla höfuðborgina. Icelandic Times / Land & Saga fór um bæinn, og smellti af myndum af stórum byggingarsvæðum vestan Elliðaár. Frá Skeifunni í austurborginni og vestur á Granda. Þann 1.júní 2024 bjuggu, samkvæmt Þjóðskrá 145.571 íbúar í Reykjavík, og var hlutfall erlendra ríkisborgara 23.4% eða 34.108 einstaklingar. Íbúum hefur fjölgað um 1.654 einstaklinga á síðustu s*x mánuðum, frá fyrsta desember. Elsti íbúi höfuðborgarinnar er 106 ára, en í Reykjavík búa 162 konur, 95 ára eða eldri, og 65 karlar. Það eru fimm þúsund fleiri karlmenn í Reykjavík en konur, 75.112 á móti 70.346 konum. Kynhinsegin einstaklingar eru 113. Árið 1924, fyrir hundrað árum bjuggu í Reykjavík 20.657 manns, sem er örlítið færra fólk en býr nú í fjölmennasta hverfi borgarinnar, Breiðholti, en þar búa nú 23.334 manns. Hverfi sem byrjað var að byggja um og uppúr 1970. Fer ekki að koma tími á að þétta byggðina í Breiðholti?

Það eru miklar byggingarframkvæmdir um alla höfuðborgina. Icelandic Times / Land & Saga fór um bæinn, og smellti af myndum af stórum byggingarsvæðum vestan Elliðaár. Frá Skeifunni í austurborginni og vestur á Granda. Þann 1.júní 2024 bjuggu, samkvæmt Þjóðskrá 145.571 íbúar ....

Norður í norðursýslunniEf ég ætti að velja eina sýslu, eitt landsvæði sem er fallegast á Íslandi, myndi ég auðvitað velj...
10/08/2024

Norður í norðursýslunni
Ef ég ætti að velja eina sýslu, eitt landsvæði sem er fallegast á Íslandi, myndi ég auðvitað velja Norður-Þingeyjarsýslu, á norðausturhorninu. Hún hefur allt, nema mannlíf. Sýslan er stór og strjálbyggð. Frá Tjörnesi, eftir vegi 85, eru um 150km / 90mi, í Bakkafjörð, íbúatalan nær ekki 750 manns. Þarna býr í dag semsagt um 0,2% þjóðarinnar við ysta haf. Hraunhafnartangi á Melrakkasléttu er nyrsti oddi landsins, tangi sem kyssir Norðurheimskautsbauginn, rétt norðan við Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. En það eru óteljandi náttúruperlur í Norður-Þingeyjarsýslu. Þarna er Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum, kraftmesti foss Evrópu. Ásbyrgi einstök náttúruperla, en báðir þessir staðir eru í Vatnajökulsþjóðgarði, stærsta þjóðgarði landsins. Síðan er það Melrakkasléttan, nyrsti hluti landsins, einstaklega sérstakt svæði, eins og Langanes, sem eins og Melrakkasléttan, er að mestu komin í eyði, en í staðin eru þarna hundruð þúsunda fugla sem verpa þarna í miðnætursólinni sem hvergi er fegurri en einmitt þarna. Á veturnar eru það norðurljósin sem lýsa upp himininn, en vegna fámennisins er þarna nær engin ljósmengun. Tekið skal fram að þetta er ekki hlutlaus grein, greinarhöfundur / ljósmyndarinn er fæddur í Öxarfjarðarhreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Samt er þetta allt saman satt og rétt.

Ef ég ætti að velja eina sýslu, eitt landsvæði sem er fallegast á Íslandi, myndi ég auðvitað velja Norður-Þingeyjarsýslu, á norðausturhorninu. Hún hefur allt, nema mannlíf. Sýslan er stór og strjálbyggð. Frá Tjörnesi, eftir vegi 85, eru um 150km / 90mi, í Bakkafjörð, íbú...

Are You Seeing Red Yet?There are quite a few places here in the Republic that are associated with the color red, such as...
09/08/2024

Are You Seeing Red Yet?
There are quite a few places here in the Republic that are associated with the color red, such as the two Raudhólar (“Red Hills”) areas—one just east of Reykjavík/Kópavogur, and the other in Jökulsárgljúfur, midway between Dettifoss and Ásbyrgi in Northern Þingeyjarsýsla. Here is a photo series of red places that are worth visiting, and of course, with a camera in hand.

There are quite a few places here in the Republic that are associated with the color red, such as the two Raudhólar (“Red Hills”) areas—one just east of Reykjavík/Kópavogur, and the other in Jökulsárgljúfur, midway between Dettifoss and Ásbyrgi in Northern Þingeyjarsýsla. Here is a ph...

Undir heimskautsbaugMelrakkaslétta er einstök. Þótt þarna sé nú hverfandi mannlíf, er náttúrufegurðin kyrrðin þarna eitt...
09/08/2024

Undir heimskautsbaug
Melrakkaslétta er einstök. Þótt þarna sé nú hverfandi mannlíf, er náttúrufegurðin kyrrðin þarna eitthvað sem ekki þekkist í lýðveldinu. Melrakkaslétta, er nyrsti hluti Íslands, og eins langt frá höfuðborginni eins og hægt er, hinum megin á landinu. Á Melrakkasléttunni er tvö þorp, Kópasker og Raufarhöfn, og fáeinir sveitabæir sem kyssa hafið. Fallegastur Grjótnes, þar sem fimmtíu manns bjuggu fyrir hundrað árum. Nú í eyði. Skammt suður af Melrakkasléttu eru tveir fjölfarnir ferðamannastaðir Ásbyrgi og Dettifoss. Næst þegar þú átt leið þar um, taktu nokkra klukkutíma að taka hring um Melrakkasléttuna, og kyssa heimskautsbauginn í leiðinni, sem liggur á Hraunhafnartanga, nyrsta odda Íslands.

Melrakkaslétta er einstök. Þótt þarna sé nú hverfandi mannlíf, er náttúrufegurðin kyrrðin þarna eitthvað sem ekki þekkist í lýðveldinu. Melrakkaslétta, er nyrsti hluti Íslands, og eins langt frá höfuðborginni eins og hægt er, hinum megin á landinu. Á Melrakkasléttunni er t...

Áin gefurÞjórsá sem rennur á sýslumörkum Árnes- og Rangárvallasýslu af Sprengisandi, frá Hofsjökli og Vatnajökli er leng...
09/08/2024

Áin gefur
Þjórsá sem rennur á sýslumörkum Árnes- og Rangárvallasýslu af Sprengisandi, frá Hofsjökli og Vatnajökli er lengsta vatnsfall landsins. Þar sem hún rennur í sjó fram rétt vestan við Þykkvabæ rúmlega 230 km langa leið. Á þessari löngu leið, eru sjö vatnsaflsvirkjanir í ánni, og hennar þverám; tvær Búrfellsstöðvar, Sultartangastöð, Hrauneyjarfosstöð, Sigöldustöð, Vatnsfellsstöð og Búðarhálsvirkjun. Allar í eigu Landsvirkjunar. Þrjár virkjanir í Þjórsá eru á teikniborðinu. Í dag framleiðir Þjórsá um 40% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi, en áin er sú næst vatnsmesta í lýðveldinu, eftir Ölfusá. Meðalrennsli Þjórsár er um 350 m³/s. Rennsli Ölfusár er um 50 m³/s meira; en þar sem hún rennur á láglendi, með lítilli sem engri fallhæð, er Ölfusá ekki væn til virkjanna. Það eru einungis tvær brýr yfir Þjórsá, á allri þessari löngu leið. Jafn margar og yfir Ölfusá, sem er einungis 25 km löng. Land & Saga tók flugtúr yfir ósa þessa mikla fljóts, sem ekki bara gefur rafmagn, áin er mjög góð og fengsæl veiðiá, en í henni veiðist bæði lax, urriði, bleikja og áll.

Þjórsá sem rennur á sýslumörkum Árnes- og Rangárvallasýslu af Sprengisandi, frá Hofsjökli og Vatnajökli er lengsta vatnsfall landsins. Þar sem hún rennur í sjó fram rétt vestan við Þykkvabæ rúmlega 230 km langa leið.

Á tveimur jafnfljótumAð upplifa Ísland, krefst útsjónarsemi. Að spila á veðrið, vera á réttum stað á réttum tíma. Síðan ...
31/07/2024

Á tveimur jafnfljótum
Að upplifa Ísland, krefst útsjónarsemi. Að spila á veðrið, vera á réttum stað á réttum tíma. Síðan að nenna… ganga stundum lagt, hálfa dagleið, eða bara í ellefu mínútur til að komast upp á hól, eða niður í dalverpi til að sjá, en fyrst og fremst upplifa það sem náttúran býður upp á. Á mörgum stöðum á hálendinu, eins og í Landmannalaugum eða Kerlingafjöllum hittir maður mann og annan alltaf. Í Lónsöræfum eða Hornströndum nánast engan. Síðan eru það jöklarnirnir, sem þekja tíunda hluta landsins. Þar er veðrið óútreiknanlegt. Þar skal farið með gát, reyndar eins og á öllum stöðum utan alfaraleiðar, því þótt náttúran sé fögur, þá getur verið langt í viðbragðsaðila ef eitthvað fer úrskeiðis. Umfram allt er samt, að halda sínu striki, sjá og upplifa Ísland á tveimur jafnfljótum. Ekkert betra.

Að upplifa Ísland, krefst útsjónarsemi. Að spila á veðrið, vera á réttum stað á réttum tíma. Síðan að nenna… ganga stundum lagt, hálfa dagleið, eða bara í ellefu mínútur til að komast upp á hól, eða niður í dalverpi til að sjá, en fyrst og fremst upplifa það sem n....

Hringvegurinn lokaðurHringvegur 1, milli Víkur í Mýrdals og Kirkjubæjarklausturs í Vestur-Skaftafellssýslu er lokaður ve...
28/07/2024

Hringvegurinn lokaður
Hringvegur 1, milli Víkur í Mýrdals og Kirkjubæjarklausturs í Vestur-Skaftafellssýslu er lokaður vegna flóða. Það er óhemju mikið vatn sem kemur nú úr Mýrdalsjökli, vegna hræringa undir jöklinum. Það flæðir vatn yfir veginn, og hefur skemmt hann á um eins kílómetra löngum kafla, við ána Skálm. Þetta er fjórða stóra flóðið úr Mýrdalsjökli frá því Katla gaus síðast stóru gosi árið 1918. Vegagerðin hefur hafið viðgerð á veginum. Þótt Mýrdalsjökull hafi ekki gosið í hundrað og s*x ár, hafa tvö eldgos verið á svæðinu, bæði árið 2010, þegar gaus í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Það eru fá eldfjöll sem eru eins vel vöktuð af Veðurstofu Íslands og Katla. Því þegar hún fer á stað, verður stórt gos, mjög stórt, sem mun hafa áhrif um allt land.

Hringvegur 1, milli Víkur í Mýrdals og Kirkjubæjarklausturs í Vestur-Skaftafellssýslu er lokaður vegna flóða. Það er óhemju mikið vatn sem kemur nú úr Mýrdalsjökli, vegna hræringa undir jöklinum. Það flæðir vatn yfir veginn, og hefur skemmt hann á um eins kílómetra löngum ...

VegalengdirFrá Reykjavík norður til Varmahlíðar í Skagafirði eftir Hringvegi 1, er jafn langt og frá Vestfjörðum til Græ...
28/07/2024

Vegalengdir
Frá Reykjavík norður til Varmahlíðar í Skagafirði eftir Hringvegi 1, er jafn langt og frá Vestfjörðum til Grænlands, 290 km. Til Færeyja frá Stokknesi í Hornafirði eru 430 km, örlítið lengra en áfram frá Varmahlíð og að Goðafossi, eða suðurleiðina í Suðursveit, rétt vestan við Höfn í Hornafirði. Til Skotlands í beinni línu eru 810 km, tuttugu kílómetrum styttra en að fara til Vopnafjarðar, suðurleiðina. Til Noregs eru 980 km, sem er fjarlægðin eftir Hringvegi 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar ef maður keyrir í gegnum Kirkjubæjarklaustur frekar en Blönduós. Til Kanada í beinni línu frá Íslandi eru 1660 km, rúmlega hringvegurinn. Lengsta fjarlægð milli höfuðborga en frá Wellington höfuðborg Nýja Sjálands og til Reykjavíkur, en vegalengdin milli þeirra eru 17.125 kílómetrar. Það er ansi langt. Meira að segja miklu miklu lengra en norður á Raufarhöfn á Melrakkasléttu frá höfuðborginni.

Frá Reykjavík norður til Varmahlíðar í Skagafirði eftir Hringvegi 1, er jafn langt og frá Vestfjörðum til Grænlands, 290 km. Til Færeyja frá Stokknesi í Hornafirði eru 430 km, örlítið lengra en áfram frá Varmahlíð og að Goðafossi, eða suðurleiðina í Suðursveit, rétt ves...

Bolungarvík í 1184 árÞað var árið 940 sem landnámskonan Þuríður sundafyllir nam alla Bolungarvík og Skálavík vestur á fj...
28/07/2024

Bolungarvík í 1184 ár
Það var árið 940 sem landnámskonan Þuríður sundafyllir nam alla Bolungarvík og Skálavík vestur á fjörðum. Þjóðólfur bróðir hennar kom skömmu síðar frá Noregi, og gaf Þuríður honum það land sem hann myndi ná að girða á landsvæðinu á einum degi. Hann náði að girða Hlíðardal og hálfan Tungudal. Síðan deildu systkininn um hver ætti Tungudal. Óskuðu þau hvort öðru alls hins versta. Þjóðólfur óskaði þess að systir sín væri alltaf í roki, meðan Þuríður óskaði þess að sem flestir fuglar mundu drita á bróðir sinn. Nú meira en þúsund árum síðar, búa þúsunds manns í þessum bæ, þeim nyrsta á Vestfjörðum, við mynni Ísafjarðardjúps. Frá landnámi hefur verið öflug byggð, bygð á sjávarútvegi í Bolungarvík, enda stutt á fengsæl fiskimið. Það eru fáir, ef nokkur staður á Íslandi með eins öfluga smábátaútgerð. Enda er einstaklega lifandi og skemmtilegt að koma þar niður á höfn, eða skreppa í Ósvör, gamla verstöð rétt austan við bæinn. Eða fara í Skálavík, eyðivík rétt vestan við bæinn, fara í sund, en ein besta sundlaug Vestfjarða er í Bolungarvík. Nú eða keyra / ganga upp á Bolafjall og horfa inn og Djúpið og næstum því til Grænlands. En til Grænlands er mun styttra en aka til Reykjavíkur, sem tekur þó ekki nema tæpa s*x tíma. Bolungarvík komst í alvöru vegasamband við Ísland, síðastur stærri bæja landsins, rúmlega þúsund árum eftir að Þuríður settist þar að.

Það var árið 940 sem landnámskonan Þuríður sundafyllir nam alla Bolungarvík og Skálavík vestur á fjörðum. Þjóðólfur bróðir hennar kom skömmu síðar frá Noregi, og gaf Þuríður honum það land sem hann myndi ná að girða á landsvæðinu á einum degi. Hann náði að gir....

Framtíðarfortíð á ÍsafirðiListasafn Ísafjarðar er staðsett í einu fegursta húsi landsins, gamla sjúkrahúsinu, sem í dag ...
26/07/2024

Framtíðarfortíð á Ísafirði
Listasafn Ísafjarðar er staðsett í einu fegursta húsi landsins, gamla sjúkrahúsinu, sem í dag er Safnahús Ísafjarðar. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og vígt 17. júní 1925. Í dag eru fjölbreytt starfsemi í húsinu, Bókasafn, Héraðsjalasafn, Ljósmyndasafn og Listasafn, en þar stendur nú yfir sýninging Framtíðarfortíð í samvinnu við Listasafn Íslands. Sýningin sem opnaði 17. júní, 99 árum eftur vígslu húsins, til að fagna 80 ára lýðveldisafmælinu, og fyrsta í röð sýninga Listasafns Íslands í samvinnu safna á landsbyggðinni. Valin hafa verið verk úr safneign Listasafns Íslands eftir listamenn sem velta fyrir sér hugtökum eins og sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðar og hvað það þýðir að vera þjóð. Það eru fá söfn eða staðir til að skynja og skilja það en þarna í hjarta Ísafjarðar, höfuðstaðar Vestfjarða.

Listasafn Ísafjarðar er staðsett í einu fegursta húsi landsins, gamla sjúkrahúsinu, sem í dag er Safnahús Ísafjarðar. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og vígt 17. júní 1925. Í dag eru fjölbreytt starfsemi í húsinu, Bókasafn, Héraðsjalasafn, Ljósmyndasafn og Listasa...

Ósvör, Óshólaviti & ÖlverÞrátt fyrir að hafa verið verstöð í aldir, varð ekki föst búseta í Ósvör austast í Bolungarvík,...
25/07/2024

Ósvör, Óshólaviti & Ölver
Þrátt fyrir að hafa verið verstöð í aldir, varð ekki föst búseta í Ósvör austast í Bolungarvík, vestur við Ísafjarðardjúp á Vestfjörðum þar til árið 1905 og síðan næstu tuttugu árin. Bolungarvíkurkaupstaður, ákveður að endurbyggja verstöðina árið 1980, verkefni sem tók tíu ár, og opnar þar safn þegar framkvæmdum er lokið árið 1990. Ósvör samanstendur af verbúð, salthúsi, fiskireit og síðan þurrkhjalli auk þess sem s*xæringurinn, báturinn Ölver er þarna í fjörukambinum. Báturinn var smíðaður árið 1941 af Bolvíkingnum Jóhanni Bárðarsyni, eftir Bolvísku lagi sem byggir á góðri sjóhæfni, og er bæði hraðskreiður og með góða lendingu. Gefur hann góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrir vestan frá miðri nítjándu öld. Ósvör er fágætur staður til að skyggnast inn fortíð sem er svo nálæg, en samt svo framandi.

Þrátt fyrir að hafa verið verstöð í aldir, varð ekki föst búseta í Ósvör austast í Bolungarvík, vestur við Ísafjarðardjúp á Vestfjörðum þar til árið 1905 og síðan næstu tuttugu árin. Bolungarvíkurkaupstaður, ákveður að endurbyggja verstöðina árið 1980, verkefni ...

VERÐI LJÓSÞegar ekið er um landið á þessum árstíma koma myndir til manns. Eins og þegar fjölskyldan átti erindi vestur á...
24/07/2024

VERÐI LJÓS
Þegar ekið er um landið á þessum árstíma koma myndir til manns. Eins og þegar fjölskyldan átti erindi vestur á firði í síðustu viku. Það er ljósið sem breytir öllu. Hér koma nokkur augnablik, sem varð að fanga, fyrir ykkur. Sjaldnast var mikill tími, birtan ljósið breyttist svo hratt, það þurfti að hafa snör handtök að festa á filmu móment sem fóru, og sum áður en myndasmiðurinn náði að smella af. Það er líka heillandi, skemmtilegt myndirnar sem náðust ekki.

Þegar ekið er um landið á þessum árstíma koma myndir til manns. Eins og þegar fjölskyldan átti erindi vestur á firði í síðustu viku. Það er ljósið sem breytir öllu. Hér koma nokkur augnablik, sem varð að fanga, fyrir ykkur. Sjaldnast var mikill tími, birtan ljósið breyttist...

inar Jónsson fæddist árið 1874, hélt til Kaupmannahafnar 19 ára, lærði höggmyndalist og bjó í Evrópu í 20 ár m.a. í Danm...
23/07/2024

inar Jónsson fæddist árið 1874, hélt til Kaupmannahafnar 19 ára, lærði höggmyndalist og bjó í Evrópu í 20 ár m.a. í Danmörku, Þýskalandi og á Ítalíu. Hann flutti til Íslands eftir að heimsstyrjöldin síðari skall á. Hann vildi gefa íslenska ríkinu verk sín gegn því að fá yfir þau hús þar sem þau gætu verið til sýnis. Ekki var áhugi fyrir þessu fyrr en árið 1914 og hófust þá umræður um húsið og úr varð að íslenska ríkið flutti verk Einars til Íslands og lét byggja hús sem Einar hannaði sjálfur þar sem hann bjó og vann og er það húsið þar sem Listasafn Einars Jónssonar stendur í dag á Skólavörðuholtinu.

Einar Jónsson (11 May 1874 – 18 October 1954) was an Icelandic sculptor, born in Galtafell, a farm in southern Iceland.

REYKJANESEINSTAKT NÁTTÚRUFYRIRBÆRI Á HEIMSVÍSU„Það er af nógu að taka á Reykjanesi sem er í rauninni einstakt náttúrufyr...
23/07/2024

REYKJANES
EINSTAKT NÁTTÚRUFYRIRBÆRI Á HEIMSVÍSU
„Það er af nógu að taka á Reykjanesi sem er í rauninni einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness. „Atlantshafshryggurinn kemur á land á Reykjanesi en áhrif flekaskilanna eru sýnileg hvort sem það er á sjó eða landi.“ Nefna má Brú á milli heimsálfa sem er táknræn göngubrú yfir gjá sem myndast hefur vegna hreyfingar meginlandsflekanna, Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekanna.

Einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu „Það er af nógu að taka á Reykjanesi sem er í rauninni einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness. „Atlantshafshryggurinn kemur á land á Reykjanesi en áhrif fle...

FRJÁLS VILJIHemn hefur verið að prófa sig áfram sem listamaður til að uppgötva sinn stíl. Listaverkin hans eru abstrakt ...
23/07/2024

FRJÁLS VILJI
Hemn hefur verið að prófa sig áfram sem listamaður til að uppgötva sinn stíl. Listaverkin hans eru abstrakt og súrrealísk, hann skapar þau með rúmfræði í fyrirrúmi. Hann nýtir abstrakt til að kynna frávik frá raunveruleikanum þegar hann byggir verkin sín. Hann skapar óraunverulegar persónur með verkum sínum með hjálp rúmfræði.

Hemn fær áhorfendur til að túlka listaverkin með sínum eigin hugsunum og tilfinningum. Verk Hemn eiga það til að brjóta niður grunnsköpun verksins þar sem hún er fremur grunnkristölluð í viðleitni og breytir föstu efni í orku og tilgang. Sem er sannleikur allrar sköpunar! En til að kynnast sannleikanum þarf mikill vilji að vera til staðar. Þess vegna heitir sýningin „Frjáls vilji“

Hemn A. Hussein er kúrdískur þverfaglegur listamaður frá suðurhluta Kúrdistans með BA Í enskri heimspeki og M. gráðu í félagsvísindum/ alþjóðasamskiptum. Listsköpun hans margmagnast með komu hans til Íslands árið 2020 sem hælisleitandi. Síðan þá hefur hann verið í samstarfi með íslenskum og erlendum stofnunum með ýmis listaverkefni. Til dæmis sýnt málverk, leiksýningar, listgjörninga og kvikmyndir. Hemn mun halda áfram að kynna sýna list hvort sem það er erlendis eða hér á Íslandi þar sem hann á heima.

Hemn hefur verið að prófa sig áfram sem listamaður til að uppgötva sinn stíl. Listaverkin hans eru abstrakt og súrrealísk, hann skapar þau með rúmfræði í fyrirrúmi. Hann nýtir abstrakt til að kynna frávik frá raunveruleikanum þegar hann byggir verkin sín. Hann skapar óraunver...

ENGINN Í SKAPANDI GREINUM ER EINS FRUMLEGUR OG HANN TELUR SIG VERAGuðmundur Oddur Magnússon – Goddur – er í hópi þekktus...
07/07/2024

ENGINN Í SKAPANDI GREINUM ER EINS FRUMLEGUR OG HANN TELUR SIG VERA
Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – er í hópi þekktustu og reynslumestu grafískra hönnuða hérlendis, með langan feril að baki bæði sem hönnuður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir vinnur hann að því að skrifa sögu sinnar starfsgreinar – um notkun fjölfaldaðs myndmáls í íslensku prentverki, eins og hann orðar það. Það er því við hæfi að staldra við og skoða úrval frá hönnunarferli hans sjálfs sem spannar á fimmta áratug.

Veggspjöld Godds hafa verið sýnd á sýningum bæði hér heima og á öllum Norðurlöndunum. Þau voru einnig sýnd á Hönnunar-Þríæringnum í Beijing 2011 og á DYDO veggspjaldagalleríinu í Kraká, heimsborg veggspjaldalistarninnar árið 2017.
Goddur fór á eftirlaun fyrir 4 árum sem prófessor í grafískri hönnun en kennir ennþá enda nýtur hann þess að eigin sögn. Núverandi fyrirkomulag hentar honum einkar vel, eins og hann bendir sjálfur á. „Ég hef miklu meiri tíma til að vinna að skapandi störfum og stunda rannsóknir, gera það sem er skemmtilegt – ég þoli ekki fundahöld eða skýrslugerðir og þess konar býrokratisma.“

Þó ferillinn sé langur og afkastamikill segist Goddur aðspurður ekki sjá mismunandi skeið þegar hann lítur um öxl. Engu að síður á hann sína áhrifavalda þegar kemur að sjónrænni framsetningu. „Áhrifavaldarnir eru margir og komast til áhrifa í gegnum plötuumslög og tímarit sem fáir taka eftir nema næmir teiknarar. Á fimm til tíu árum eru formhugmyndirnar komnar út um allt og verða að því sem kallað er „mainstream.“ Minn hugmyndaheimur verður fyrst og fremst til á árunum frá 1980 fram yfir fyrstu áratugi nýrrar aldar. Það er tími mikilla umbreytinga – stafræna byltingin. Og jú, þessum tíma hættum við að kalla starfsgrein okkar auglýsingateiknun og köllum hana grafíska hönnun.“

Hann bendir um leið á að hver og einn dragi óhjákvæmilega dám af sínum samtíma.

Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – er í hópi þekktustu og reynslumestu grafískra hönnuða hérlendis, með langan feril að baki bæði sem hönnuður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir vinnur hann að því að skrifa sögu sinnar starfs...

FYRSTU S*XFyrstu s*x mánuðir árins 2024 – frá janúar til júlí, hálft ár – voru nokkuð kaldir um allt land. Meðalhitinn í...
06/07/2024

FYRSTU S*X
Fyrstu s*x mánuðir árins 2024 – frá janúar til júlí, hálft ár – voru nokkuð kaldir um allt land. Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu s*x mánuði ársins var 3,2 stig, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu þrjátíu ára. Það raðar þessu hálfa ári í það 64. hlýasta í 154 ára samfelldri sögu veðurathuguna í höfuðborginni, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Fyrir norðan, á Akureyri, var meðalhitinn 0,8 gráðum kaldari en meðaltal síðustu þrjátíu ára, en meðalhitinn fyrstu s*x mánuði ársins var 2,0 gráður á Akureyri. Heildarúrkoma hér sunnan heiða, í Reykjavík, mældist 353,6 mm, sem er 85% af meðalúrkomu síðustu ára. Úrkoman norðanlands á Akureyri var aftur á móti 296,7 mm sem er þriðjungi meira en meðaltal síðustu þrjátíu ára. Það sem aftur á móti var mjög óvenjulegt var norðanhretið sem kom yfir norðurland í byrjun júní. Þá mældist mesta snjódýpt sem vitað er um í júní, fyrr og síðar. Snjódýptin í Vaglaskógi mældist 43 cm, og á Grímsstöðum á Fjöllum 32 cm – í júní, þegar á að vera komið sumar!

Fyrstu s*x mánuðir árins 2024 – frá janúar til júlí, hálft ár – voru nokkuð kaldir um allt land. Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu s*x mánuði ársins var 3,2 stig, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu þrjátíu ára. Það raðar þessu hálfa ári í það 64. hlýasta í 154...

03/07/2024

ANNA ÞÓRA KARLSDÓTTIR – NÁTTÚRU LEGA
Korpúlfsstaðir
06.07.—21.07.2024

Náttúrulega er yfirskrift sýningar Önnu Þóru Karlsdóttur sem opnuð verður á Korpúlfsstöðum laugardaginn 6. júlí klukkan 15. Sýningin er opin alla daga frá kl.13-18 og aðgangur er ókeypis.

Reyfin koma af fénu sem fylgt hafa okkur frá því land byggðist. Ullin er náttúran. Í hana sækjum við vernd og værð, efni og anda. Anna Þóra vinnur verk sín á eðlilegan og náttúrulegan hátt úr ullinni, tosar þel og tog úr henni á áreynslulausan hátt og beinir efninu í ákveðnar áttir í sköpun sinni.

Henni er, eins okkur flestum, eðlislægt að leita í náttúruna og endurskapa tilfinninguna um tengsl okkar við hana. Í hana sækjum við kraft okkar og séum við með skilningarvitin opin finnum við fyrir hlutdeild okkar í heiminum og tengsl okkar við allt sem er.

Verk Önnu Þóru taka á sig ýmsar myndir, ullin sem hvíldi á jörðinni lyftist upp í rýminu og efni breytist í anda. Fyrir augum okkar svífa línur, litir og form sem líða um í rýminu og beina sjónum okkar til himins og jarðar. Þó að sum þeirra sýnast við fyrstu sýn vera bundin í formi sínu eru þau, þegar betur er að gáð, án fastra útlína eða ramma. Þau leita út í rýmið og tengjast þannig umhverfi sínu og umheimi á náttúrulegan og eðlilegan hátt.

Anna Þóra hefur fengist við myndlist og myndlistarkennslu frá því hún lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Konstfack í Stokkhólmi. Sýningin „Náttúrulega“ er tólfta einkasýning hennar. Þá hefur hún tekið þátt í um fimmtíu samsýningum síðan 1975.

Anna Þóra hefur tvisvar fengið starfslaun úr Launasjóði myndlistarmanna. Í fyrra skiptið í s*x mánuði, og í seinna skiptið í tvö ár. Hún hefur einnig dvalið á vinnustofum erlendis við listsköpun sína. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga bæði verk eftir Önnu Þóru.

MÖRK / INNAN MARKAVerið velkomin að mörkum tungumálsins.Samkvæmt orðabók geta Mörk þýtt þrennt, mælieining fyrir þyngd/2...
03/07/2024

MÖRK / INNAN MARKA
Verið velkomin að mörkum tungumálsins.

Samkvæmt orðabók geta Mörk þýtt þrennt, mælieining fyrir þyngd/250 grömm, skógur/opið svæði á landi, víðavangur, bersvæði eða það sem greinir eitthvað tvennt í sundur.

Einnig má skoða mismunandi fallbeygingar og tengiorð markar sem má mynda allt aðra merkingu. Er þá ekki einungis hið bókstafleg merking orðsins í forgrunni heldur er það orðaleikurinn. Orðaleikurinn gefur okkur kleift að leika okkur með tungumálið sem er akkúrat sem gerir íslenskuna svona áhugaverða. Er þá hægt að vinna með orðið til hins óendanlega.

Með málverkum og skúlptúrum leikur Fríða Katrín sér með tungumálið. Með hvössum brúnum og skýrum pensla strokum gefur hún tengingu við skýrleika k-sins í mörkunum.

Fríða Katrín útskrifaðist úr Myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Starfar hún sem myndlistarkennari við Myndlistarskóla Kópavogs ásamt því að vera partur af KANNSKI gallery sem samfélagsmiðlastjóri.

Í listinni hefur hún lagt áherslu á gjörninga og tengsl þeirra við sviðslist. Verkin hafa þá fjallað um samspil raunveruleikans og skáldskapar, þá úr persónulegu raunheimi listamanns og annarra í kringum hana sem hún svo setur í aðra mynd til þess að blekkja áhorfendur eða fá þá til þess að fylla í eyðurnar. Hún hefur ekki einungis dvalið í gjörðinni heldur hefur hún unnið með ólíka miðla, málverk, skúlptúra, innsetninga, búninga og handritaskrif.

Í haust mun hún feta nýja braut MA náms í Sitges, Barcelona þar sem hún mun læra “Creative performance Practice (Acting)”, eða Sviðslist- Leikarann.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 4. júlí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 5. júlí 13:00 – 18:00
Laugardagur 6. júlí 12:00 – 17:00
Sunnudagur 7. júlí 14:00 – 17:00

Verið velkomin að mörkum tungumálsins. Samkvæmt orðabók geta Mörk þýtt þrennt, mælieining fyrir þyngd/250 grömm, skógur/opið svæði á landi, víðavangur, bersvæði eða það sem greinir eitthvað tvennt í sundur. Einnig má skoða mismunandi fallbeygingar og tengiorð markar se...

IN THE HEART OF REYKJAVIKOne of Reykjavik’s most interesting and diverse streets, Klapparstígur runs from Skúlagata sout...
02/07/2024

IN THE HEART OF REYKJAVIK
One of Reykjavik’s most interesting and diverse streets, Klapparstígur runs from Skúlagata southwards up to Skólavörðustígur. Klapparstígur is the first street in the Skuggahverfi neighbourhood and was paved—at the request of the neighbourhood’s residents—in the winter of 1877-1878. The street was originally laid from Klappavör, which was a major fishing spot near the small farm Klöpp, up to Laugavegur, today’s bustling shopping street. Initially, the street was named Skuggahverfisvegur, but Reykjavik residents soon began calling it Klapparstígur, and the new name stuck; it has been known as such since 1883. The street was extended to reach Skólavörðustígur a year earlier. Today, the street is very lively, with nearly fifteen restaurants and bars lining its almost 500-meter length in the heart of the Skuggahverfi neighbourhood in central Reykjavik.

Klapparstígur er ein af skemmtilegustu og fjölbreyttustu götum Reykjavíkur. Gatan liggur frá Skúlagötu í suður upp að Skólavörðustíg. Klapparstígur er fyrsta gatan í Skuggahverfinu, og var gatan lögð veturinn 1877 -1878, að beiðni íbúa hverfisins. Gatan lá frá Klappavör, sem...

HIN FJÓRTÁN FRÆKNUÍ Gallery Port í Laugarnesinu stendur nú yfir sýningin Sumargleðin, þar sem fjórtán fjörkálfar, eins o...
01/07/2024

HIN FJÓRTÁN FRÆKNU
Í Gallery Port í Laugarnesinu stendur nú yfir sýningin Sumargleðin, þar sem fjórtán fjörkálfar, eins og galleríið kynnir listamennina, eru með samsýningu. Ólíkir listamenn, sem búa samt sem áður til ansi heildstæða sýningu. Listamennirnir eru Árni Már Þ. Viðarsson, auðvitað Auður Ómarsdóttir, Baldvin Einarsson, Dýrfinna Beníta, Geoffrey Þ. Huntingdon, Georg Óskar, Helena Margrét Jónsdóttir, Joe Keys, Salka Rósinkranz með essi, Skarphéðinn Bergþóruson, Steingrímur Gauti, Ýmir Grönvold og Þórður Hans Baldursson. Allt listamenn sem eru að skapa skemmtileg, jafnvel sumarleg verk.

Í Gallery Port í Laugarnesinu stendur nú yfir sýningin Sumargleðin, þar sem fjórtán fjörkálfar, eins og galleríið kynnir listamennina, eru með samsýningu. Ólíkir listamenn, sem búa samt sem áður til ansi heildstæða sýningu. Listamennirnir eru Árni Már Þ. Viðarsson, auðvita...

Address


Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Land og Saga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share