Land og Saga

Land og Saga Land og Saga er tímarit sem fjallar um menningu, viðskipti og hönnun ásamt byggingar- og skipulagsmálum. Netútgáfa. Myndbönd: http://landogsaga.is/verslun.php

Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. Sam

hliða örum vexti heimasíðu blaðsins hefur Land og Saga ehf ákveðið að færa út kvíarnar og bjóða viðskiptavinum sínum upp á faglegt viðtal sem birtist á vefnum í myndbandsformi. Þannig myndi fréttamaður og kvikmyndatökumaður frá okkur heimsækja þig og ræða um þína starfsemi og kynna fyrir lesendum vefsins. Þetta er kynning sem tvímælalaust á eftir að vekja athygli og góð leið til að kynna það sem þú hefur fram á að færa.

Elsta hús ReykjavíkurAðalstræti 10 við Ingólfstorg (sjá grein 5 ágúst) er elsta hús Reykjavíkur reist árið 1762 af Skúla...
10/01/2025

Elsta hús Reykjavíkur
Aðalstræti 10 við Ingólfstorg (sjá grein 5 ágúst) er elsta hús Reykjavíkur reist árið 1762 af Skúla Magnússyni (1711-1794) fyrsta íslendingnum sem varð landfógeti á íslandi. Hann hefur verið nefndur faðir Reykjavíkur. Húsið var hluti af Inréttingum Skúla, átta byggingum sem voru fyrsti vísir að iðnaði og verslun á Íslandi. Þegar það var reist var í Reykjavík aðeins vísir að þorpi og íslenskt samfélag byggði enn fyrst og fremst á sjálfsþurftarbúskap í dreifbýli. 140 árum síðar var Reykjavík orðin að höfuðstað landsins, á hraðri leið inn í nútímann. Nú er þetta fallega og merka hús orðið hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur og þar er hægt að kynnast sögu borgarinnar og íbúa hennar. Í húsinu hafa búið biskup Íslands, landlæknir, rektor Lærða skólans, en árið 1926 keyptu kaupmennirnir Silli og Valdi og ráku þar fyrstu nútíma matvöruverslun landsins í yfir hálfa öld. Reykjavíkurborg kaupir húsið um síðustu aldamót, og færði það í upprunalegt horf. Frá Aðalstræti 10, glittir í Fógetagarðinn, en þar stendur stytta af Skúla Magnússyni eftir listamanninn Guðmund Einarsson frá Miðdal.

Aðalstræti 10 við Ingólfstorg (sjá grein 5 ágúst) er elsta hús Reykjavíkur reist árið 1762 af Skúla Magnússyni (1711-1794) fyrsta íslendingnum sem varð landfógeti á íslandi. Hann hefur verið nefndur faðir Reykjavíkur. Húsið var hluti af Inréttingum Skúla, átta byggingum sem...

Magnús TómassonMagnús Tómasson er fæddur 29. apríl 1943. Magnús stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar við ...
09/01/2025

Magnús Tómasson
Magnús Tómasson er fæddur 29. apríl 1943. Magnús stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar við konunglegu listaakademíuna Kaupmannahöfn.

Magnús Tómasson er fæddur 29. apríl 1943. Magnús stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar við konunglegu listaakademíuna Kaupmannahöfn. Grettistak á Akranesi. Sjá meira sjá meira hér Skondinn og frumlegur. Grein í Morgunblaðinu vegna 70 ára afmæli Magnúsar Tómass...

Neikvætt og jákvætt og smá eldgos í GerðarsafniÞað eru tvær sýningar í Gerðasafni Kópavogi, önnur þar sem Finnbogi Pétur...
05/01/2025

Neikvætt og jákvætt og smá eldgos í Gerðarsafni
Það eru tvær sýningar í Gerðasafni Kópavogi, önnur þar sem Finnbogi Péturson í Parabólu, skapar heim þar sem Negatífan og pósitífan dansa saman og mynda ný munstur. Tíðni bylgjanna er sjónræn, við sjáum þær mætast, ekki brotna heldur mynda ný munstur eða jafnvel lygnu. Þetta er ekki hvaða púls sem er heldur er þetta sveiflan sem efni leitast við að vera í. Listamaðurinn notar vatn, loft, ljós og hljóð sem efni til að forma, eins og segir í sýningarskrá. Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsóknir Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Eyja sem myndaðist í neðansjávargosi, suðvestan við Vestmannaeyjar fyrir meira en hálfri öld, árið 1963. Surtsey er syðsti partur lýðveldisins, sunnar en allt.

Það eru tvær sýningar í Gerðasafni Kópavogi, önnur þar sem Finnbogi Péturson í Parabólu, skapar heim þar sem Negatífan og pósitífan dansa saman og mynda ný munstur. Tíðni bylgjanna er sjónræn, við sjáum þær mætast, ekki brotna heldur mynda ný munstur eða jafnvel lygnu. Þ...

Þrjár nýjar bækurÞær eru skemmtilega ólíkar; þrjár nýjar bækur sem Icelandic Times / Land & Saga var að gefa út, í ritst...
05/01/2025

Þrjár nýjar bækur
Þær eru skemmtilega ólíkar; þrjár nýjar bækur sem Icelandic Times / Land & Saga var að gefa út, í ritstjórn Einars Th Thorsteinssonar. Ein á ensku, BEST OF ICELAND, þar sem áhugafólki um íslenska menningu, sögu, skipulag og náttúru, og skilur ekki bobbs í íslensku er kynnt allt það besta sem Ísland hefur upp á bjóða. Hinar tvær, gefa glögga, fræðandi og forvitnilega innsýn á Ísland, og höfuðborgina Reykjavík í fortíð, framtíð og auðvitað nútíð. Reykjavík nýrra tíma, og Land & Saga eru bækur þar sem texti og margar myndir, skapa fróðleik, svala forvitni. Hollar og góðar bækur til að melta í mjög langan tíma.

Þær eru skemmtilega ólíkar; þrjár nýjar bækur sem Icelandic Times / Land & Saga var að gefa út, í ritstjórn Einars Th Thorsteinssonar. Ein á ensku, BEST OF ICELAND, þar sem áhugafólki um íslenska menningu, sögu, skipulag og náttúru, og skilur ekki bobbs í íslensku er kynnt allt...

Gleðilegt ár svo sannarlega Land & Saga / Icelandic Times, óskar öllum sínum góðu lesendum, auglýsendum, samstarfsfólki ...
31/12/2024

Gleðilegt ár svo sannarlega
Land & Saga / Icelandic Times, óskar öllum sínum góðu lesendum, auglýsendum, samstarfsfólki og samstarfsaðilum GLEÐILEGS ÁRS. Árið 2025 er og verður spennandi, já, gott ár. Við munum færa ykkur áhugaverða pistla, stærri þætti og greinar, auðvitað síðan blöð og bækur á komandi ári. Enda er landið og sagan endalaus uppspretta af góðu efni. Hér er áramótunum fagnað, við Landkot og við Reykjavíkurtjörn.

Land & Saga / Icelandic Times, óskar öllum sínum góðu lesendum, auglýsendum, samstarfsfólki og samstarfsaðilum GLEÐILEGS ÁRS. Árið 2025 er og verður spennandi, já, gott ár. Við munum færa ykkur áhugaverða pistla, stærri þætti og greinar, auðvitað síðan blöð og bækur á k...

Auðvitað AusturlandÞar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjö...
31/12/2024

Auðvitað Austurland
Þar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjörð, í Bakkaflóa (Bakkafirði) þar sem norðurland endar eða byrjar. Íbúar í þeim s*x sveitarfélögum (+hálf Langanesbyggð) sem eru í fjórðungnum, búa um fjögur prósent af íbúum landsins, eða rétt rúmlega þrettán þúsund einstaklingar. Fæstir búa í Bakkafirði rúmlega s*xtíu einstaklingar, í samfélagi sem er lengst frá höfuðborgarsvæðinu í kílómetrum talið. Flestir á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð, rétt rúmlega fimm þúsund í þeim báðum. En austurland státar af náttúrufegurð, og kyrrð sem er einstök, ekki bara á Íslandi. Hér eru nokkur sýnishorn að austan, sem ætti auðvitað að vera meira heimsótt af heimamönnum og erlendum ferðamönnum.

Þar eru rúmir 600 km / 360 mi að aka frá Lómagnúp þar sem austurland tekur við suðurlandi, í Finnafjörð, í Bakkaflóa (Bakkafirði) þar sem norðurland endar eða byrjar. Íbúar í þeim s*x sveitarfélögum (+hálf Langanesbyggð) sem eru í fjórðungnum, búa um fjögur prósent af...

Viðfjörður er fjörður á Austfjörðum í Suður-Múlasýslu og gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Í Viðfirði er samnefnt eyðibýli,...
28/12/2024

Viðfjörður er fjörður á Austfjörðum í Suður-Múlasýslu og gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Í Viðfirði er samnefnt eyðibýli, en það fór í eyði skömmu eftir 1950. Á bænum er sagt að hafi verið reimt öldum saman og á öðrum fjórðungi 20. aldar gengu draugar þar ljósum logum, leystust upp í eldglæringum, tóku fyrir kverkar fólki og gerðu mönnum hvers konar skráveifur aðrar.

Í Viðfirði er Dr. Björn Bjarnason fæddur. Hann var kunnur rithöfundur og fræðimaður. Hlaut hann doktorsnafnbót fyrir rit sitt um íþróttir fornmanna á Norðurlöndum, þýddi fjölda rita, samdi eða sá um útgáfur annarra.

Viðfjörður er fjörður á Austfjörðum í Suður-Múlasýslu og gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Í Viðfirði er samnefnt eyðibýli, en það fór í eyði skömmu eftir 1950. Á bænum er sagt að hafi verið reimt öldum saman og á öðrum fjórðungi 20. aldar gengu draugar þar ljósum...

Borgarhöfði– umbreyting frá iðnaði í íbúðabyggðÞað er kunnara en frá þurfi að segja hversu mikill skortur hefur verið á ...
28/12/2024

Borgarhöfði
– umbreyting frá iðnaði í íbúðabyggð
Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu mikill skortur hefur verið á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hin seinni ár. Góðu heilli eru heilu hverfin að verða til og eitt af þeim áhugaverðari hlýtur að teljast svokallaður Borgarhöfði – nýtt, nútímalegt og blómlegt hverfi sem rís á stað sem undanfarnar kynslóðir hafa þekkt sem iðnaðarhverfið Ártúnshöfða.

– umbreyting frá iðnaði í íbúðabyggð Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu mikill skortur hefur verið á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hin seinni ár. Góðu heilli eru heilu hverfin að verða til og eitt af þeim áhugaverðari hlýtur að teljast svokallaður Bo...

Skálholt – the Principal Place of Iceland for 750 yearsSkálholt was the spiritual and cultural heart of Iceland for abou...
28/12/2024

Skálholt – the Principal Place of Iceland for 750 years
Skálholt was the spiritual and cultural heart of Iceland for about 750 years, the center of ecclesiastical power and one of the most densely populated places in the country. The history of the site is long and closely intertwined with the history of Christianity in Iceland. The first bishop of Iceland, Ísleifur Gissurarson, resided here. His son, Gissur, succeeded him as bishop, built a cathedral on the site, and donated the land to the church with the words that there should be a church at Skálholt for as long as Christianity remained in the country.

In the Middle Ages, Skálholt grew significantly in both spiritual and secular terms, becoming one of the most populous places in the country early on. There was a school and, for a time, a printing press on site. Extensive farming took place in Skálholt, and all the buildings matched this scale. In 1630, the entire site burned down, and many cultural and historical artifacts were lost.

Skálholt was the spiritual and cultural heart of Iceland for about 750 years, the center of ecclesiastical power and one of the most densely populated places in the country. The history of the site is long and closely intertwined with the history of Christianity in Iceland. The first bishop of Icel...

Gleðilega hátíðIcelandic Times / Land & Saga sendir öllum lesendum sínum, samstarfsaðilum, auglýsendum, og öllum þeim se...
24/12/2024

Gleðilega hátíð
Icelandic Times / Land & Saga sendir öllum lesendum sínum, samstarfsaðilum, auglýsendum, og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að gera góða útgáfu enn betri, kærar kveðjur. Takk kærlega fyrir okkur, og njótið hátíðarinnar sem fer í hönd.

Icelandic Times / Land & Saga sendir öllum lesendum sínum, samstarfsaðilum, auglýsendum, og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að gera góða útgáfu enn betri, kærar kveðjur. Takk kærlega fyrir okkur, og njótið hátíðarinnar sem fer í hönd. Ísland 24/12/2024 : A7CR – FE 2.8/100...

Jólasteming í HafnarfirðiHafnarfjörður er örugglega í spennadi keppni við Rovaniemi  í Finnlandi  að vera jólalegasti st...
24/12/2024

Jólasteming í Hafnarfirði
Hafnarfjörður er örugglega í spennadi keppni við Rovaniemi í Finnlandi að vera jólalegasti staður á norðurhveli jarðar. Enda er einstök stemming á aðventunni í þessum þriðja fjölmennast bæ landsins. Icelandic Times / Land & Saga brá undir sig betri fætinum og heimsótti miðbæinn og auðvitað Hellisgerði, útivistarsvæði sem er jafn spennandi sumar sem vetur. Sem er auðvitað einstakt. Rovaniemi hefur hreindýr meðan Hafnarfjörður hefur bæði hraun og Leppalúða. Náði ekki mynd af kauða, enda á endalausum hlaupum á þessum árstíma.

Hafnarfjörður er örugglega í spennadi keppni við Rovaniemi í Finnlandi að vera jólalegasti staður á norðurhveli jarðar. Enda er einstök stemming á aðventunni í þessum þriðja fjölmennast bæ landsins. Icelandic Times / Land & Saga brá undir sig betri fætinum og heimsótti miðb....

Hvít jörðFrá 28. nóvember til 23 mars, eru meiri en helmingslíkur á því að jörð sé hvít í Reykjavík samkvæmt útreikningu...
19/12/2024

Hvít jörð
Frá 28. nóvember til 23 mars, eru meiri en helmingslíkur á því að jörð sé hvít í Reykjavík samkvæmt útreikningum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Sá dagur sem oftast er alhvítur er 18. janúar. Á síðustu hundrað árum hefur snjóað fyrst þann 8. september 1926, alhvít jörð hefur verið síðast á síðustu hundrað árum þann 16. maí. Þá ætti að vera komið sumar. Snjóþyngsta byggð landsins eru Fljót í Skagafirði, og þar rétt fyrir norðan liggur Siglufjörður, en hann er snjóþyngsti bær landsins með Ólafsfirði, en sameiginlega mynda þeir sveitarfélagið Fjallabyggð.

Frá 28. nóvember til 23 mars, eru meiri en helmingslíkur á því að jörð sé hvít í Reykjavík samkvæmt útreikningum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Sá dagur sem oftast er alhvítur er 18. janúar. Á síðustu hundrað árum hefur snjóað fyrst þann 8. september 1926, alhvít jö...

Jólaland jólasveinannaÍ Guðmundarlundi, fallegu útivistarsvæði fyrir ofan efstu byggðir Kópavogs er búið að setja upp sa...
18/12/2024

Jólaland jólasveinanna
Í Guðmundarlundi, fallegu útivistarsvæði fyrir ofan efstu byggðir Kópavogs er búið að setja upp sannkallað jólaland fyrir yngstu íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þarna er hægt að hitta jólasveina, Grýlu, og fara í leiki og dansa kringum jólatré. Sannkallaður ævintýraheimur sem auðvitað Land & Saga / Icelandic Times kíktu á. Hér koma svipmyndir þar sem aldnir og ungir eiga góðan dag. Enda frábær hátíðarstemming á staðnum.

Í Guðmundarlundi, fallegu útivistarsvæði fyrir ofan efstu byggðir Kópavogs er búið að setja upp sannkallað jólaland fyrir yngstu íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þarna er hægt að hitta jólasveina, Grýlu, og fara í leiki og dansa kringum jólatré. Sannkallaður ævintýraheimur sem...

Hár Glymur og LeggjabrjóturRétt norðan við Reykjavík, er einn mesti og fallegasti fjörður landsins, Hvalfjörður. Fjörður...
09/12/2024

Hár Glymur og Leggjabrjótur
Rétt norðan við Reykjavík, er einn mesti og fallegasti fjörður landsins, Hvalfjörður. Fjörðurinn í dag er fáfarinn, því miður, því í minni fjarðarins fer Hringvegur 1, í vestur og norður undir minni fjarðarins. Hvalfjörður var ekki til fyrir 700 þúsund árum, en ísaldir og breytt gosvirkni til austurs, grófu þennan 30 km langa fjörð á síðustu 100 þúsund árum. Fjölmargar gönguleiðir eru í firðinum, upp að Glym, einum hæsta fossi landsins í botni fjarðarins. Líka um Leggjabrjót til Þingvalla, eða rölta í kringum Meðalfellsvatn í Kjós, einstaklega auðvelt og jafnframt gefandi. Í seinni heimsstyrjöldinni voru bandamenn með stóra bækistöð fyrir skip og kafbáta innarlega í firðinum. Þar er líka eina hvalstöð landsins. Það er innan við klukkustundar akstur frá höfuðborginni, í annan heim, heim Hvalfjarðar.

Rétt norðan við Reykjavík, er einn mesti og fallegasti fjörður landsins, Hvalfjörður. Fjörðurinn í dag er fáfarinn, því miður, því í minni fjarðarins fer Hringvegur 1, í vestur og norður undir minni fjarðarins. Hvalfjörður var ekki til fyrir 700 þúsund árum, en ísaldir og...

Hamingjan býr í EyjafjarðarsveitÞað svífur ljúfur og þægilegur andi yfir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit sunnan Akur...
06/12/2024

Hamingjan býr í Eyjafjarðarsveit
Það svífur ljúfur og þægilegur andi yfir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, eins og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir frá í spjalli. Engu að síður er drífandi vöxtur í samfélaginu á staðnum með aukinni þjónustu og metnaðarfullum áformum til framtíðar.
„Meiri tími með fjölskyldunni,“ svarar Finnur Yngvi án minnstu umhugsunar þegar hann er spurður að því í hverju lífsgæði þar á svæðinu felist öðru fremur. „Það er bara atriði númer eitt, fyrst og fremst. Hér ver maður miklu, miklu minni tíma í umferðinni en nokkurn tímann fyrir sunnan. Maður eyðir einfaldlega ekki miklum tíma í akstur og aðrar tilfærslur hérna í Hrafnagilshverfinu. Einhverjum kann að þykja langt að koma til okkar frá Akureyri en það er þá af því að byggðin slitnar og þú upplifir kyrrðina á milli, þetta eru samt ekki nema 12 mínútur úr miðbæ Akureyrar,“ segir Finnur og kímir við. „Við vanmetum oft hversu mikill tími fer í bara að komast á milli staða og allt sem gefur manni meiri tíma með fjölskyldunni, fleiri gæðastundir, er bara svo mikils virði.“

Það svífur ljúfur og þægilegur andi yfir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, eins og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir frá í spjalli. Engu að síður er drífandi vöxtur í samfélaginu á staðnum með aukinni þjónustu og metnaðarf...

„Við stofnuðum fyrst sameignarfélag árið 1984,“ útskýrir Gylfi þegar þeir félagar rifja upp árdaga BYGG, en ef frá er ta...
06/12/2024

„Við stofnuðum fyrst sameignarfélag árið 1984,“ útskýrir Gylfi þegar þeir félagar rifja upp árdaga BYGG, en ef frá er talið þegar þeir breyta rekstrarforminu um 1990 hefur félagið frá upphafi verið rekið á sömu kennitölunni. Aðspurðir hvort fyrsta verkefnið sem þeir afhentu undir merkjum félagsins sé þeim alltaf kærast segja þeir það ekki endilega vera tilfellið. Ekki er laust við að tónninn gefi til kynna að hér sé verið að biðja foreldri um að gera upp á milli barnanna.

-Bygg í 40 ár Fá byggingarfélög eiga jafn tilkomumikið fótspor af framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og BYGG – Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. Félagið fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir og þeir félagar eru hvergi nærri hættir; þvert á móti eru ýmis viðamikil verkef...

Address


Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Land og Saga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Land og Saga:

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Media Company?

Share