DJ Rúnar

DJ Rúnar DJ / plötusnúður frá 1987 til dagsins í dag. Alvöru stuðboltastarfssemi!

STUÐMENN - hljómsveit allra landsmanna!Hér er minn virðingarvottur til hljómsveitarinnar. 20 Stuðmannalög í 17 mínútna b...
07/06/2024

STUÐMENN - hljómsveit allra landsmanna!

Hér er minn virðingarvottur til hljómsveitarinnar. 20 Stuðmannalög í 17 mínútna blöndu að hætti hússins.

Eru þetta bestu lög Stuðmanna? Það er smekksatriði, en þetta eru allavega allt saman algjörlega frábær lög með frábæru bandi!

Hr Reykjavík - Draumur okkar beggja - Franskar sósa og salat - Út á stoppistöð - Staldraðu við - Taktu til við að tvista - Hringur og bítlagæslumennirnir - Ég er bara eins og ég er - Íslenskir karlmenn - Hveitibjörn - Ofboðslega frægur - Betri tíð - Sigurjón digri - Út í kvöld - Popplag í G dúr - Söngur dýranna í Týról - Ástardúett - Búkalú - Gógó partý - Energi og trú.

Minn virðingarvottur til Stuðmanna, hljómsveitar allra landsmanna. 20 lög mixuð saman í rúmlega 17 mínútna blöndu.…

Skrifstofa plötusnúðsins þessa helgina...
21/04/2024

Skrifstofa plötusnúðsins þessa helgina...

Árið 2023 gert upp í klukkutíma langri blöndu. Fullt af lagabútum úr þekktum lögum sett saman í eina smá ferð í gegnum m...
27/12/2023

Árið 2023 gert upp í klukkutíma langri blöndu. Fullt af lagabútum úr þekktum lögum sett saman í eina smá ferð í gegnum minningar ársins.

Þetta ár er sérstakt því þar má meðal annars finna nýjar útgáfur með gamlingjunum í Duran Duran, Depeche Mode og svo Kylie Minogue ásamt unglömbunum sjálfum í The Rolling Stones sem gáfu frá sér nýja flotta plötu þó þeir standi á áttræðu á árinu :-)

Intro að mixinu er gert með gervi-greind og þótti full ástæða til þess að það væri þá að minnsta kosti einhver smá greind á bak við þetta verkefni!

Engir gamlir DJar slösuðust við þessa framleiðslu!

Árið 2023 gert upp í klukkutíma langri blöndu. Fullt af lagabútum úr þekktum lögum sett saman í eina smá ferð í gegnum minningar ársins. Þetta ár er sérstakt því þar má meðal annars finna ný lög með gamlingjunum í Duran Duran, Depeche Mode og svo Kylie Minogue ásamt unglö...

Í dimmu skúmaskoti er nú setið við að púsla saman helstu smellum ársins 2023 í klukkustundarlanga blöndu, eins og undanf...
08/12/2023

Í dimmu skúmaskoti er nú setið við að púsla saman helstu smellum ársins 2023 í klukkustundarlanga blöndu, eins og undanfarin mörg mörg ár. Afraksturinn mun koma í ljós hér innan tíðar...

RR run-mix 8 (live mix)Klukkutíma langt mix úr mix-verksmiðjunni. Sérlega til þess fallið að nota á hlaupum, á hjóli, í ...
24/07/2023

RR run-mix 8 (live mix)

Klukkutíma langt mix úr mix-verksmiðjunni. Sérlega til þess fallið að nota á hlaupum, á hjóli, í ræktinni, á ryksugunni, o.s.frv...

Félagarnir Víðir & Rúnar spiluðu á ansi hreint mörgum grímuböllum KFÍ hér á árum áður. Samkvæmt mínum útreikningum eru n...
19/04/2023

Félagarnir Víðir & Rúnar spiluðu á ansi hreint mörgum grímuböllum KFÍ hér á árum áður. Samkvæmt mínum útreikningum eru nú hvorki meira né minna en þrjátíu ár síðan fyrsta grímuball KFÍ var haldið. Þetta myndband var tekið í Krúsinni á Ísafirði árið 2012. Good times!

KFÍ og Ísfólkið Grímuball mars 2012

Það er algengur misskilingur að þetta sé ég á þessu myndbandi, en menn hljóta að átta sig á, ef þeir skoða myndbandið be...
19/04/2023

Það er algengur misskilingur að þetta sé ég á þessu myndbandi, en menn hljóta að átta sig á, ef þeir skoða myndbandið betur, að ég hef aldrei átt svona skyrtu!

Here is the original of this i see alot of remxes of this

Jæja þá er ekki seinna vænna en að birta hið árlega dansmix, sem plötusnúðurinn hefur gert í alveg hreint fjölda mörg ár...
31/12/2022

Jæja þá er ekki seinna vænna en að birta hið árlega dansmix, sem plötusnúðurinn hefur gert í alveg hreint fjölda mörg ár.

Hér er komið árið 2022, og þar er margt skrýtið á ferðinni. T.d. er eitt af vinsælustu lögum ársins eldgamalt lag með Kate Bush, og enn skrýtnara er að Bruce gamli Springsteen stígur hér upp með ábreiðu af öðru eldgömlu lagi. Skrýtnast af öllu er þó kannski að sennilega er lag ársins á Íslandi lagið I lari lei - hver hefði jú trúað því!

En hér eru semsagt komin 25 af vinsælustu og bestu lögum ársins 2022 í klukkustundar langri blöndu plötusnúðsins. Njótið sem nennið!

Hvert ár gert upp í klukkutíma langri blöndu. Frægustu og bestu lög ársins sett saman í eina smá ferð í gegnum minningar áranna. The DJ collects the popular dance music each year and the result is one hour of non stop trip through the memory lane.

Þá er komið að því að kappinn lokar sig af í mix-verksmiðjunni og tekur saman eftirminnilegustu lög ársins 2022 í eina k...
08/12/2022

Þá er komið að því að kappinn lokar sig af í mix-verksmiðjunni og tekur saman eftirminnilegustu lög ársins 2022 í eina klukkutíma blöndu. meðfylgjandi mynd er tekin á vígvellinum miðjum!

Skrifstofa kvöldsins. 1.960 manns á glæsilegri árshátíð Kópavogsbæjar í Kórnum.
01/10/2022

Skrifstofa kvöldsins. 1.960 manns á glæsilegri árshátíð Kópavogsbæjar í Kórnum.

Næst á dagskrá... Þetta geggjaða listafólk bara í góðum félagsskap með DJ Rúnari 😎
28/09/2022

Næst á dagskrá... Þetta geggjaða listafólk bara í góðum félagsskap með DJ Rúnari 😎

Ef maður væri  nú með "performance controller" takka á fleiri stöðum!  ...en þetta er semsagt leyndarmál plötusnúðsins, ...
15/07/2022

Ef maður væri nú með "performance controller" takka á fleiri stöðum! ...en þetta er semsagt leyndarmál plötusnúðsins, þessi takki kemur öllum í stuð !!! 😎😎😎

11/07/2022

35 ár í DJ-búrinu - sögur úr fortíðinni... og svo kom tölvan!

Gríðarleg bylting varð þegar ég eignaðist fyrstu PC tölvuna mína, því þá opnaðist hreinlega nýr heimur fyrir mér. Ég g*t þá tengt forláta mixerinn inn á tölvuna og tekið upp allt efnið á tölvu ! þannig var ég laus við kasettutækið og pásutakkann góða, og þá var hreinlega hægt að endurtaka eins oft og maður vildi, ef eitthvað gekk ekki upp, auk þess sem hljómgæðin voru nú allt önnur heldur en á marg-pásuðu segulbandi, sem vildi nú teygjast svolítið á í mestu átökunum.

Ég keypti tiltölulega ódýra tölvu og allt frekar ómerkilegt í henni, nema hljóðkortið. Í það lagði ég töluverðan pening, og ef ég man þetta rétt þá kostaði hljóðkortið eitt og sér svipað og restin af tölvunni :-)

Við þetta opnaðist síðan undraheimur internetsins auðvitað líka og með því að nota upphringi-modem (já sumir muna kannski eftir þeim) þá g*t maður tengst internetinu og jafnvel downloadað nýjustu lögunum af netinu ! Þetta var algjörlega geggjað. Það tók að vísu hellings mikinn tíma að downloda fjögurra mínútna lagi, en það var ekkert að bíða eftir því, miðað við að bíða eftir sérpöntuðum hljómplötum erlendis frá, sem oftar en ekki tók nokkrar vikur.

11/07/2022

35 ár í DJ-búrinu - sögur úr fortíðinni... Í upphafi var...

Í gamla gamla daga þegar ég var að byrja að fikta með að mixa saman lög var tækjabúnaðurinn ekki upp á mjög marga fiska. Einhverntíma bar ég mig aumlega við foreldra mína og sagði þeim að ég yrði augljóslega að eignast mixer, annað væri varla mannsæmandi. Í næstu utanlandsferð þeirra var því splæst í forláta mixer fyrir elsku drenginn. Þessi mixer var var heilar fjórar rásir og mikill kostagripur og þjónaði hann mér í ansi mörg ár þar a eftir. Því miður held ég að hann sé ekki til í dag, en það hefði nú verið gaman að eiga hann svona upp á nostalgíuna.

Síðan var það plötuspilarinn (Nordmende). Hann var þeim kostum gæddur að hann var extra hraður í gang þannig að hægt var að stilla plötuna á nákvæmlega réttan stað, t.d. í byrjun lags, og setja svo græjuna í gang og þá fór lagið af stað á nákvæmlega réttum stað og tíma, sem auðvitað var gríðarlega mikið atriði. Til að þetta mætti verða þá þurfti ég að útbúa sérstakt fjöltengi með rofa sem ég hafði á gólfinu og stýrði ég því startinu á plötuspilaranum með fætinum ! Já maður var nú stundum ráðagóður hérna í denn.

Öll mixin voru svo tekin upp á forláta Nordmende kasettutæki. Þetta tæki var eitt af þeim bestu sem við félagarnir komumst í því að það var svo góður pásutakki á því. Þannig klippti maður saman allskyns mix og blöndur með pásutakkann einan að vopni. Með þessi tæki voru fyrstu RR-mixin búin til og einnig öll stef og allar auglýsingar sem undirritaður gerði fyrir þær útvarpsstöðvar sem við strákarnir rákum hér í gamla daga á Ísafirði, s.s. MÍ flugu Menntaskólans, Útvarp Siglingadaga, og svo síðar meir Ísafjarðar-Bylgjuna, sællar minningar.

Hér er opin og ber (semsagt opinber) heimasíða gæjans. Þarna má finna helstu upplýsingar, nokkur vel valin mix sem hafa ...
24/06/2022

Hér er opin og ber (semsagt opinber) heimasíða gæjans. Þarna má finna helstu upplýsingar, nokkur vel valin mix sem hafa komið úr verksmiðjunni, og fyrir þá sem hafa ekkert betra að gera eru þarna líka nokkrar sögur og staðreyndir úr 35 ára sögu DJ Rúnars.

Rúnar Örn heitir hann og er búinn að vera viðloðandi "plötuspilarana" ansi hreint lengi og sér ekki fyrir endann á því þrátt fyrir langan aldur í bransanum.  Þetta virðist bara hreint ekki ætla að eldast af sumum !

Kallinn að leika sér á tökkunum. Klukkutíma langt mix og allt gert live - alveg furðulegt hvað hann getur :-)
24/06/2022

Kallinn að leika sér á tökkunum. Klukkutíma langt mix og allt gert live - alveg furðulegt hvað hann getur :-)

One hour of live mixing in the man cave (garage). All kinds of songs preferably in some remix versions.

Geggjað partýmix sem er fjölnota, það semsagt má alveg nota þetta þó það séu ekki áramót!
24/06/2022

Geggjað partýmix sem er fjölnota, það semsagt má alveg nota þetta þó það séu ekki áramót!

Hér er smávægileg og skemmtileg blanda sem ætti að tryggja stemmingu í öllum áramótapartýum ! Áramótapartý…

Hér eru skemmtilegar minningar frá áramótadiskói í Edinborgarsalnum á Ísafirði. - Alltaf fjör og geggjuð stemming!
24/06/2022

Hér eru skemmtilegar minningar frá áramótadiskói í Edinborgarsalnum á Ísafirði. - Alltaf fjör og geggjuð stemming!

Nokkur frábær lög sett saman í smá syrpu. Myndir og "vídó" frá síðustu áramótapartýum.

24/06/2022

Address

Reykjavík
112

Telephone

+3547715600

Website

http://www.taktfast.is/

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when DJ Rúnar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share

Category

Nearby media companies