Benedikt bókaútgáfa

Benedikt bókaútgáfa Bókaútgáfa – staðföst og sveigjanleg í senn. Benedikt bókaútgáfa er með höfuðstöðvar í Reykjavík.

Við viljum vera staðföst og sveigjanleg í senn, með fjölbreyttan útgáfulista, fyrsta flokks litteratúr, ánægða höfunda og fjölbreytilegar hugmyndir. Við viljum veita höfundum alla þá þjónustu sem vænta má frá vönduðu forlagi, ritstjórn, yfirlestur, frágang og markaðssetningu. Við viljum að auki veita persónulegri þjónustu, sérsniðna að hverjum og einum. Í krafti smæðar getum við fókuserað betur á það sem þarf til þess að hver og einn blómstri.

Metsölubókin Af hverju hefur enginn sagt mér þetta fyrr eftir Dr. Julie Smith er loksins fáanleg aftur 🥰 Þetta er þriðja...
14/01/2026

Metsölubókin Af hverju hefur enginn sagt mér þetta fyrr eftir Dr. Julie Smith er loksins fáanleg aftur 🥰 Þetta er þriðja prentun af þessari aðgengilegu og gagnlegu bók sem hjálpað hefur mörgum.

Þessi bók er verkfærakassi til geðheilsuræktar, fullur af mismunandi verkfærum sem nota má til að takast á við ólíkar áskoranir. Hvort sem þú glímir við streitu, kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, sjálfsniðurrif eða sorg, muntu finna aðferðir sem hjálpa þér að skilja líðan þína betur, sjá hlutina frá nýju sjónarhorni og átta þig á hvernig þú getur tekist á við tilfinningarnar 😃

Þyngsta frumefnið eftir Jón Kalman Stefánsson fékk góðan dóm í Víðsjá 🎧📻„Ljóð Jóns Kalmans eru bæði persónuleg og pólití...
13/01/2026

Þyngsta frumefnið eftir Jón Kalman Stefánsson fékk góðan dóm í Víðsjá 🎧📻

„Ljóð Jóns Kalmans eru bæði persónuleg og pólitísk og skáldið gerir víða tilraun til að fanga okkar klikkaða samtíma og ógnvænlegar framtíðarhorfur ... svo úr verður mögnuð blanda.“

Soffía Auður Birgisdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, fjallar um Þyngsta frumefnið, ljóðabók Jóns Kalmans.

Penninn Eymundsson birti nýlega metsölulista fyrir allt árið 2025. Í 5. sæti er Huldukonan eftir Fríðu Ísberg og í 6. sæ...
12/01/2026

Penninn Eymundsson birti nýlega metsölulista fyrir allt árið 2025. Í 5. sæti er Huldukonan eftir Fríðu Ísberg og í 6. sæti er Vegur allrar veraldar eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur 😀 Eru þið búin að lesa þær?

Huldukonan eftir Fríðu Ísberg fær frábæran dóm í Víðsjá 😊📻„Óhætt að segja að íslenskir lesendur séu meira en tilbúnir ti...
09/01/2026

Huldukonan eftir Fríðu Ísberg fær frábæran dóm í Víðsjá 😊📻

„Óhætt að segja að íslenskir lesendur séu meira en tilbúnir til að njóta ævintýra ekki síður en ástarsagna, glæpasagna, sögulegra skáldsagna og sagna úr íslenskum raunveruleika og er það vel. En aðal sögunnar er hversu vel hún er skrifuð og hversu skemmtilegar konurnar í fjölskyldunni eru sem hópur.“

Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, fjallar um skáldsögu Fríðu Ísberg, Huldukonuna.

BESTU BÆKUR ÁRSINS að mati Morgunblaðsins📰🏆 Fræðirit ársins er Fröken Dúlla: Ævisaga Jóhönnu Knudsen eftir Kristínu Svöv...
08/01/2026

BESTU BÆKUR ÁRSINS að mati Morgunblaðsins📰

🏆 Fræðirit ársins er Fröken Dúlla: Ævisaga Jóhönnu Knudsen eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur.

🏆 Ljóðabók ársins er Mara kemur í heimsókn eftir Natöshu S.

Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur kemur út í Danmörku á árinu, og þar ríkir mikil eftirvænting eftir þessari frábær...
06/01/2026

Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur kemur út í Danmörku á árinu, og þar ríkir mikil eftirvænting eftir þessari frábæru skáldsögu 🇩🇰👏

Morgunblaðið valdi bestu bækur ársins. Fræðibók ársins er Fröken Dúlla: Ævisaga Jóhönnu Knudsen eftir Kristínu Svövu Tóm...
05/01/2026

Morgunblaðið valdi bestu bækur ársins. Fræðibók ársins er Fröken Dúlla: Ævisaga Jóhönnu Knudsen eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og ljóðabók ársins er Mara kemur í heimsókn eftir Natöshu S. 👏🥳

📻
26/12/2025

📻

Annan í jólum hljómar nýtt útvarpsverk á Rás 1 eftir Evu Rún Snorradóttur sem nefnist Er ekki allt í lagi heima hjá þér. Verkið fjallar um reynslu af uppeldi með andlega veikum mæðrum.

Svona endaði heildarmetsölulistinn hjá Penninn Eymundsson síðustu vikuna fyrir jól🎄 Benedikt þakkar kærlega fyrir frábær...
24/12/2025

Svona endaði heildarmetsölulistinn hjá Penninn Eymundsson síðustu vikuna fyrir jól🎄 Benedikt þakkar kærlega fyrir frábærar viðtökur á öllum okkar bókum📚 Gleðileg jól ♥️

Uppseldar á lager!! Enn eftir í helstu bókabúðum! Takk fyrir frábærar viðtökur á öllum okkar bókum og gleðileg jól 🎅🎄
23/12/2025

Uppseldar á lager!! Enn eftir í helstu bókabúðum! Takk fyrir frábærar viðtökur á öllum okkar bókum og gleðileg jól 🎅🎄

🐎🐎🐎
22/12/2025

🐎🐎🐎

Address

Melhagi 20-22
Reykjavík
107

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Benedikt bókaútgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Benedikt bókaútgáfa:

Share

Category

Benedikt bókaútgáfa

Staðföst og sveigjanleg í senn. Stofnsett haustið 2016. Markmið: Fyrsta flokks litteratúr, fallegar bækur, ánægðir höfundar, æ fleiri lesendur.