14/01/2026
Metsölubókin Af hverju hefur enginn sagt mér þetta fyrr eftir Dr. Julie Smith er loksins fáanleg aftur 🥰 Þetta er þriðja prentun af þessari aðgengilegu og gagnlegu bók sem hjálpað hefur mörgum.
Þessi bók er verkfærakassi til geðheilsuræktar, fullur af mismunandi verkfærum sem nota má til að takast á við ólíkar áskoranir. Hvort sem þú glímir við streitu, kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, sjálfsniðurrif eða sorg, muntu finna aðferðir sem hjálpa þér að skilja líðan þína betur, sjá hlutina frá nýju sjónarhorni og átta þig á hvernig þú getur tekist á við tilfinningarnar 😃