Salka

Salka Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk!

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Útgáfan er rekin af Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur, sem jafnframt eru eigendur hennar.

Nú vitum við að mörg taka gleði sína. Blómin á þakinu er loksins, loksins fáanleg aftur 📚💚
08/08/2024

Nú vitum við að mörg taka gleði sína. Blómin á þakinu er loksins, loksins fáanleg aftur 📚💚

Þú finnur úrval veiðibóka í bókabúð Sölku 🎣
08/08/2024

Þú finnur úrval veiðibóka í bókabúð Sölku 🎣

Bækur í fríið 📚opið í dag frá 11-18 📚
29/07/2024

Bækur í fríið 📚opið í dag frá 11-18 📚

Eins gott að það séu til skemmtilegar bækur þegar þessar haustlægðir ganga yfir okkur um mitt sumar ☔️
23/07/2024

Eins gott að það séu til skemmtilegar bækur þegar þessar haustlægðir ganga yfir okkur um mitt sumar ☔️

Nútímaklassík í fallegum búningi 📚
10/07/2024

Nútímaklassík í fallegum búningi 📚

A Little Life eftir Hanya Yanagihara er áhrifamikil og harmþrungin saga um vináttu, ást og áföll. Ein besta skáldsaga sí...
04/07/2024

A Little Life eftir Hanya Yanagihara er áhrifamikil og harmþrungin saga um vináttu, ást og áföll. Ein besta skáldsaga síðustu ára að mati margra og hefur verið lýst sem stórkostlegu meistaraverki 📚

🎨Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina er frábær bók fyrir alla fjölskylduna.Í þessari fróðlegu og fallegu bók k...
03/07/2024

🎨Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina er frábær bók fyrir alla fjölskylduna.
Í þessari fróðlegu og fallegu bók kynnumst við eldhugum sem héldu út í heim til að læra myndlist – þeim sem lögðu grunninn að íslenskri listasögu um og upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir 20. öld. Þau höfðu áhrif á allt það listafólk sem fylgdi í kjölfarið og einnig okkur sem njótum myndlistarinnar; á söfnum, í skólum, undir berum himni eða á heimilum.

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Besta sumarið er fyrsta bókin í seríunni Vinkonur: strákamál🩷Jósefína fær loksins leyfi til að verja sumarfríinu hjá fræ...
02/07/2024

Besta sumarið er fyrsta bókin í seríunni Vinkonur: strákamál🩷
Jósefína fær loksins leyfi til að verja sumarfríinu hjá frænku sinni úti við sjóinn. Á morgnana á hún að vinna í íssjoppu og eftir hádegi lærir hún á brimbretti. Hún hefur sko engan tíma fyrir stráka og svoleiðis. En fyrsta daginn hittir hún Kris. Hann er rosalega sætur og hann kann að sörfa. Þetta virðist ætla að verða stórkostlegt sumar - þangað til hún er vöruð við að Kris sé kvennagull. Kemst hún hjá því að falla fyrir honum? Er hann í alvöru eins slæmur og sögurnar segja?

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Dauðaþögn er spennandi saga um ofbeldi, þöggun og blekkingar. Bókin er fyrsta skáldsaga Önnu Rúnar Frímannsdóttur. „Hún ...
01/07/2024

Dauðaþögn er spennandi saga um ofbeldi, þöggun og blekkingar. Bókin er fyrsta skáldsaga Önnu Rúnar Frímannsdóttur.

„Hún var hætt að berjast á móti. Óreglulegu kippirnir í líkamanum hættu snögglega, augun voru starandi og munnurinn skældur … Skaðinn var skeður og gjörðum hennar yrði ekki breytt. Ef hún hefði aðeins látið kyrrt liggja og hætt að grúska í fortíðinni.“

Ung kona finnst myrt á heimili sínu og rannsókn málsins miðar hægt. Hin látna virðist hafa verið dáð og elskuð af öllum sem hana þekktu og ástæður voðaverksins eru á huldu.

Hrefna hefur starfað á lögmannsstofunni Skildi frá útskrift en þar sinnir hún aðallega þinglýsingum, skilnaðarpappírum og annarri skriffinnsku. Þegar morðmál dettur óvænt inn á borð hennar teygja þræðir málsins sig í ófyrirséðar áttir og Hrefna þarf að leggja allt í sölurnar til að fóta sig í nýju hlutverki. Er Hrefna að kafa of djúpt og storka örlögunum?

„Hún var hætt að berjast á móti. Óreglulegu kippirnir í líkamanum hættu snögglega, augun voru starandi og munnurinn skældur …...

Lykillinn er ný bók frá metsöluhöfundi Bréfsins, Leyndarmálsins og Minningaskrínisins. Ógleymanleg saga um glataða ást o...
01/07/2024

Lykillinn er ný bók frá metsöluhöfundi Bréfsins, Leyndarmálsins og Minningaskrínisins. Ógleymanleg saga um glataða ást og hræðilegt leyndarmál.

Falin orðsending. Glötuð ást. Annað tækifæri.

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

🩷Bandaríski höfundurinn Emily Henry er  #1 New York Times og  #1 Sunday Times metsöluhöfundur og hefur slegið í gegn um ...
29/06/2024

🩷Bandaríski höfundurinn Emily Henry er #1 New York Times og #1 Sunday Times metsöluhöfundur og hefur slegið í gegn um allan heim.
Við erum með bækurnar hennar á ensku og einnig þýddar á íslensku. Við mælum eindregið með bókunum eftir hana🩷

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Svört dögun er þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, eina vinsælustu glæpasagn...
28/06/2024

Svört dögun er þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, eina vinsælustu glæpasagnahöfunda Svíþjóðar. Stórstreymi og Þriðja röddin nutu mikilla vinsælda enda er takturinn hraður og hörkuspennandi.

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Það er brakandi blíða á Sölkupallinum og bókabarinn opinn að venju ☀️☀️
27/06/2024

Það er brakandi blíða á Sölkupallinum og bókabarinn opinn að venju ☀️☀️

Salman Rushdie, Booker-verðlaunahafandi segir frá sinni upplifun í þessari grípandi bók. Að morgni 12. ágúst 2022 stóð S...
27/06/2024

Salman Rushdie, Booker-verðlaunahafandi segir frá sinni upplifun í þessari grípandi bók.

Að morgni 12. ágúst 2022 stóð Salman Rushdie á sviðinu í Chautauqua-stofnuninni í New York-fylki, að undirbúa fyrirlestur þegar maður í svörtum með svarta grímu – hljóp í áttina að honum, með hníf.

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Amma slær í gegn er ný bók eftir Gunnar Helga.Listakonan amma Köben slær í gegn og vill fá okkur öll í heimsókn til að s...
26/06/2024

Amma slær í gegn er ný bók eftir Gunnar Helga.
Listakonan amma Köben slær í gegn og vill fá okkur öll í heimsókn til að skoða sýninguna hennar (það er geggjað), tvíburarnir klifra um allt og kunna ekki á kopp (ég ætla að kenna þeim það), allt fer í steik hjá elsku bestu Fatímu (ég verð að laga það) OG … ég er allt í einu orðin spákona!

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Gleðilegt veiðisumar! Við straumana er falleg bók fyrir veiðimenn til að skrá veiðisögur sínar og afla. Bókina prýða til...
25/06/2024

Gleðilegt veiðisumar! Við straumana er falleg bók fyrir veiðimenn til að skrá veiðisögur sínar og afla. Bókina prýða tilvitnanir um veiði og myndir eftir Guðmund frá Miðdal. Skyldueign stangveiðimanna!

💍Á litlu skosku eyjunni Mure ætla Flora MacKenzie og unnusti hennar Joel loksins að ganga í það heilaga. Brúðkaupsundirb...
25/06/2024

💍Á litlu skosku eyjunni Mure ætla Flora MacKenzie og unnusti hennar Joel loksins að ganga í það heilaga. Brúðkaupsundirbúningurinn gengur þó ekki sem skyldi vegna þess að skötuhjúin eru ekki sammála um hvernig þau vilja hafa stóra daginn; Joel langar í látlaust brúðkaup en Floru dreymir um stóra veislu með vinum og vandamönnum.💍

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

✍️June Hayward á misheppnaðan feril að baki sem rithöfundur. Þegar hún verður vitni að því að hennar helsti keppinautur ...
22/06/2024

✍️June Hayward á misheppnaðan feril að baki sem rithöfundur. Þegar hún verður vitni að því að hennar helsti keppinautur í lífinu, Athena Liu, deyr í furðulegu slysi sér hún tækifæri … sem hún grípur. Hvað um það þótt hún steli handriti frá Athenu? Hvað um það þótt hún fái „lánaða“ persónu hennar?

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

❤Við erum með þýddar bækur eftir Jill Mansell en hún hefur selt meira en 11 milljónir eintaka af bókum sínum og er óhætt...
20/06/2024

❤Við erum með þýddar bækur eftir Jill Mansell en hún hefur selt meira en 11 milljónir eintaka af bókum sínum og er óhætt að segja að hún sé einn allra vinsælasti höfundur rómantískra skáldsagna í heiminum❤

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

🪄Harry Potter og viskusteinninn🪄Við erum með fyrstu bækurnar um Harry Potter og vini hans í myndskreyttum búningi.Þessar...
19/06/2024

🪄Harry Potter og viskusteinninn🪄
Við erum með fyrstu bækurnar um Harry Potter og vini hans í myndskreyttum búningi.
Þessar bækur eiga heima hjá öllum Harry Potter aðdáendum.

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

🌞Notalegur sumarlestur🌞Við erum með þessar æðislegu bækur sem henta vel í sólina hérlendis og erlendis.Verið velkomin ti...
18/06/2024

🌞Notalegur sumarlestur🌞
Við erum með þessar æðislegu bækur sem henta vel í sólina hérlendis og erlendis.

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Gleðilegan þjóðhátíðardag 🇮🇸 Við verðum með lokað en njótið dagsins í hátíðarskapi 🇮🇸💃🥰
17/06/2024

Gleðilegan þjóðhátíðardag 🇮🇸 Við verðum með lokað en njótið dagsins í hátíðarskapi 🇮🇸💃🥰

Gúmmí–Tarsan heitir réttu nafni Ívar Ólsen og er bæði lítill og mjór. Honum gengur illa að læra að lesa og hann kann ekk...
17/06/2024

Gúmmí–Tarsan heitir réttu nafni Ívar Ólsen og er bæði lítill og mjór. Honum gengur illa að læra að lesa og hann kann ekki að spila fótbolta eins og stóru strákarnir.
En svo hittir Ívar Ólsen ósvikna galdranorn og allt í einu getur hann óskað sér hvers sem hann vill. Að minnsta kosti í einn dag …

🇮🇸Það er lokað hjá okkur í dag en vefverslunin er alltaf opin!
www.salka.is

Við straumana er falleg bók fyrir veiðimenn til að skrá veiðisögur sínar og afla. Bókina prýða tilvitnanir um veiði og m...
16/06/2024

Við straumana er falleg bók fyrir veiðimenn til að skrá veiðisögur sínar og afla. Bókina prýða tilvitnanir um veiði og myndir eftir Guðmund frá Miðdal.

🎣Skyldueign stangveiðimanna! 🎣

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

🎓Ertu að fara í útskrift í dag?🎓Við erum með mikið úrval af frábærum bókum sem eru flottar í útskriftarpakkann.Opið hjá ...
15/06/2024

🎓Ertu að fara í útskrift í dag?🎓
Við erum með mikið úrval af frábærum bókum sem eru flottar í útskriftarpakkann.
Opið hjá okkur frá 12-16 í dag

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

🎓Er útskrift um helgina?🎓Við erum með frábært úrval af bókum í útskriftarpakkann.Ps. við pökkum inn fyrir þig!Verið velk...
14/06/2024

🎓Er útskrift um helgina?🎓
Við erum með frábært úrval af bókum í útskriftarpakkann.

Ps. við pökkum inn fyrir þig!

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Með dagbóka...
13/06/2024

Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda í lífi.

Bókin er gefin út í ellefu löndum samtímis og rennur allur ágóði af sölu hennar til hjálparstarfs á Gaza.

Verið velkomin til okkar á Hverfisgötu 89-93
www.salka.is

Frábært bókakvöld að baki með Bjarna Snæbjörns og Ingileif Friðriks 🫶 líflegar umræður og meira að segja ljúfir tónar ✨
06/06/2024

Frábært bókakvöld að baki með Bjarna Snæbjörns og Ingileif Friðriks 🫶 líflegar umræður og meira að segja ljúfir tónar ✨

Salka óskar Höllu Tómasdóttur innilega til hamingju með kjörið og óskar henni alls velfarnaðar! Fyrir þau sem vilja kynn...
05/06/2024

Salka óskar Höllu Tómasdóttur innilega til hamingju með kjörið og óskar henni alls velfarnaðar! Fyrir þau sem vilja kynnast Höllu betur bendum við á frábæra bók hennar, Hugrekki til að hafa áhrif, en í henni má lesa bæði um feril Höllu og þau mál sem standa hjarta hennar næst ✨

Það býr leiðtogi innra með okkur öllum og eitt mikilvægasta verkefni lífsins er að gefa þessum leiðtoga rödd og...

Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu? Ljósbrot er áhrifarík saga um ástina og leitina...
05/06/2024

Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu? Ljósbrot er áhrifarík saga um ástina og leitina að sjálfinu. Bókin er fyrsta skáldsaga Ingileifar Friðriksdóttur.

Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri, hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti auðveldlega fylgt rammanum úti í búð. Þegar hún býður sig fram til forseta fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir og kastljósið þvingar hana til að líta inn á við og takast á við stórar spurningar.

Dóra er nýbyrjuð í menntaskóla og er að fóta sig í nýjum heimi. Eins og það sé ekki nógu flókið fyrir þá þróar Dóra með sér tilfinningar til bekkjarsystur sinnar og af stað fer örlagarík atburðarás.

Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu? Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri, hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti auðveldlega...

Address

Hverfisgata 89-93
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 11:00 - 18:00
Tuesday 11:00 - 18:00
Wednesday 11:00 - 18:00
Thursday 11:00 - 18:00
Friday 11:00 - 18:00
Saturday 12:00 - 16:00

Telephone

+3547762400

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Salka posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Salka:

Videos

Share

Category

Our Story

Salka gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða og kaupa bækur á forlagsverði (sama verði og í netverslun).

Salka er til húsa á Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, 108 Reykjavík og er bæði bókabúð og bókaútgáfa.

Það er opið allan sólarhringinn á salka.is en skrifstofa Sölku er lokuð fram yfir verslunarmannahelgi vegna sumarfría starfsmanna. Við sendum pantanir reglulega en búast má við að einhverjir dagar líði frá pöntun til afhendingar..

Starfsmenn Sölku og eigendur eru Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttur. Í gegnum tíðina hefur Salka gefið út gott úrval handbóka og ætlum við okkur að halda því áfram í bland við útgáfu á góðum barnabókum, skáldsögum, bókum almenns eðlis og öllu því sem gefur lífinu lit.

Nearby media companies


Other Publishers in Reykjavík

Show All

You may also like