Dimma

Dimma Dimma var stofnuð vorið 1992 til að gefa út bækur og tónlist. / Dimma was founded in 1992 to publish books and music CDs. Bóka- og tónlistarútgáfa

UNDIR EPLATRÉNU fær fyrirtaks umfjöllun í RÚV þar sem Gauti Kristmannssona segir m.a.: „Það gustar sannarlega um ljóð Ol...
28/01/2025

UNDIR EPLATRÉNU fær fyrirtaks umfjöllun í RÚV þar sem Gauti Kristmannssona segir m.a.: „Það gustar sannarlega um ljóð Olavs H. Hauges í orðsins fyllstu merkingu og er mikill fengur að þessum afbragðsþýðingum Gyrðis Elíassonar á þessu norska stórskáldi sem sanna að mínum dómi klisjuna um að ljóðið rati til sinna.”

https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2025-01-27-undir-eplatrenu-sannar-klisjuna-um-ad-ljodid-ratar-til-sinna-433820?fbclid=IwY2xjawIEoalleHRuA2FlbQIxMQABHYy3ehNQ1ccMNIjp_qaBaxV39ZK9RDiu6Rkz_IlzXJhZzJxdtrOUqmMrqQ_aem_3ELFzwyS6P2_N-PkSx6HQQ

Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, rýnir í Undir eplatrénu eftir Olav H. Hauge í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

Stjörnum prýdd umfjöllun í Morgunblaðinu um GLERÞRÆÐINA eftir Magnús Sigurðsson, en þar segir rýnirinn Einar Falur Ingól...
16/01/2025

Stjörnum prýdd umfjöllun í Morgunblaðinu um GLERÞRÆÐINA eftir Magnús Sigurðsson, en þar segir rýnirinn Einar Falur Ingólfsson m.a.: „… bækur Magnúsar eru sannkallaður skemmtilestur og þá eflaust ekki síst þeim sem hafa áhuga á og innsýn í sögu og bókmenntir; með öllum þessum óvæntu, upplýsandi og furðulega samanblönduðu brotum og þáttum, sem kalla má á mörkum ljóðs og fræða og varpa ljósi á sögu sem samtíð, í bókmenntaverkum sem eru ólík öllu öðru sem er verið að skrifa hér.”

Þýðing Gyrðis Elíassonar á ljóðaúrvalinu UNDIR EPLATRÉNU eftir Olav H. Hauge er tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunan...
20/12/2024

Þýðing Gyrðis Elíassonar á ljóðaúrvalinu UNDIR EPLATRÉNU eftir Olav H. Hauge er tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Í umsögn dómnefndar segir: „Það hversdagslega og smáa sem verður á vegi skáldsins kveikir oft hugmynd að ljóði sem virðist við fyrstu sýn einfalt og blátt áfram en ef staldrað er við, er margræð merking undir yfirborðinu. Gyrðir Elíasson fer fimum fingrum um verk hins norska skáldbróður síns. Það er mikill fengur í þýðingum Gyrðis sem enn einu sinni beitir sínu einstaka innsæi og orðlist við þýðinguna.“

Ljómandi góður dómur um ljóðabókina SPUNATÍÐ eftir Aðalstein Ásberg á bokmenntir.is þar sem rýnirinn Þorgeir Tryggvason ...
19/12/2024

Ljómandi góður dómur um ljóðabókina SPUNATÍÐ eftir Aðalstein Ásberg á bokmenntir.is þar sem rýnirinn Þorgeir Tryggvason segir m.a. „Þetta er fáguð bók þrautþjálfaðs skáld sem er handgenginn bæði háttbundnum kveðskap og nýjum formum og tjáningarhætti. Hér er horft inn á við með hjálp náttúrunnar, út á við í ljósi tilfinninganna og formað á sérlega aðlaðandi hátt fyrir unnendur ljóðlistar allra tíma, listar sem allt bendir til að lifi allt af.“
https://bokmenntir.is/bokmenntavefur/bokmenntaumfjollun/mal-er-ad-binda

Í “Hraðferð” er lagt út af mannsævinni og hún sett í samhengi við glímu við náttúruöflin. Mörg ljóð bókarinnar eru atlögur að því að rýna í tilvistargátuna, og flest kalla á endurtekinn lestur til að ljúkast upp.

SORGARMARSINN eftir Gyrði Elíasson er kominn út á tékknesku hjá forlaginu Kalich. Marta Bartoskova þýddi, en þetta er fi...
12/12/2024

SORGARMARSINN eftir Gyrði Elíasson er kominn út á tékknesku hjá forlaginu Kalich. Marta Bartoskova þýddi, en þetta er fimmta bók höfundarins sem gefin er út þar í landi.

Stórfín umsögn Áslaugar Jónsdóttur um þýðingar Gyrðis!UNDIR EPLATRÉNU - Olav H. Hauge ⭐️ ⭐️ ⭐️⭐️ ⭐️Ég stóðst ekki mátið ...
12/12/2024

Stórfín umsögn Áslaugar Jónsdóttur um þýðingar Gyrðis!

UNDIR EPLATRÉNU - Olav H. Hauge ⭐️ ⭐️ ⭐️⭐️ ⭐️

Ég stóðst ekki mátið og nældi mér í þýðingar Gyrðis Elíassonar á ljóðum skáldsins Olav H. Hauge. Hugsaði sem svo að þetta skáldapar, Olav og Gyrðir, væri einfaldlega fullkomið. Strax við lestur formála hríslaðist um mig gleðin þegar Gyrðir lýsir fyrstu kynnum sínum af Ulvik, heimabæ skáldsins: „… ég náði samstundis undraverðu sambandi við náttúrufar þessa dásamlega fagra byggðarlags.“ Ég veit upp á hár hvað Gyrðir á við.

Um Olav Hauge heyrði ég fyrst þegar ég átti sumardvalir í hinni fögru Ulvik á menntaskólaárunum. Ég vann þar tvö sumur við Garðyrkjuskóla norska ríkisins í góðum félagsskap og vinnan var að sinna gróðri í margvíslegum edenslundum. Þarna frétti af skáldinu sem brá þó sjaldan fyrir. En heimamenn (strákarnir sem við stelpurnar höfðum meiri áhuga á en gömlu ljóðskáldi) báru mikla lotningu fyrir Olav, voru eðlilega stoltir af skáldinu sínu, sveitinni sinni, stórbrotinni náttúrunni og auðvitað sídergerðinni – sem er líka minnst á í formála Gyrðis.

Þýðingar Gyrðis eru auðvitað hreint fyrirtak eins og hans var von og vísa. Textinn á íslensku bætir nýrri vídd við þessi fínu heiðarlegu ljóð norska eplabóndans sem renna hrein og tær til lesandans. Unun að lesa.

Rétt að minna á þessa frábæru bók, en um hana sagði Árni Matthíasson m.a. í Kiljunni á dögunum:„Það er gríðarlega skemmt...
12/12/2024

Rétt að minna á þessa frábæru bók, en um hana sagði Árni Matthíasson m.a. í Kiljunni á dögunum:
„Það er gríðarlega skemmtilegt að lesa þetta. Ég segi ekki að maður lesi þetta í einum rykk, þó ég hafi gert það reyndar, en þetta er bók sem maður grípur niður í og er endalaus skemmtun.“

09/12/2024

FJÓRAR FIMMSTJÖRNU

Ég lagðist í slæma flensupest um daginn en það var mitt lán í því óláni að eiga góðar ljóðabækur sem ég g*t hallað mér að. Ég hafði sum sé látið undan bókafýsninni, tekið forskot á jólabókasæluna og náð mér í fjórar nýjar ljóðabækur til að lesa á aðventunni. Sé ekki eftir því! Og af því að ég hafði tíma til að liggja (eða g*t ekki annað gert) og hugleiða dálítið ljóðin þá koma hér örstuttir bókadómar. Ég mæli eindregið með ljóðum þessara höfunda, það verður enginn svikinn af stund með þeim!

KALLFÆRI - Guðrún Hannesdóttir ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️

Guðrún er seiðkonan. Hún magnar oft svo mikinn galdur með ljóðunum sínum. Ljóðin í Kallfæri renna einhvern veginn áreynslulaust á milli fortíðar og framtíðar, milli lína eru dæmisögur, endurlit, forspár og kannski einhver ákvæði og álagagaldur. Guðrún er líka fundvís á það sérstaka og einstaka sem aðrir myndu ekki endilega telja yrkisefni en tekst alltaf að tengja það því margbrotna og dulúðuga. Í ljóðunum er kallað og hvíslað, andað og sungið, það ískrar, skrjáfar, gjálfrar, brestur – allt er í kallfæri við þann sem les og hlustar eftir hrynjanda orðanna.

JARÐLJÓS – Gerður Kristný ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️

Gerður er sagnakonan með meitilinn. Hnífskarpan! Hún færir okkur vissulega snilldarlegar myndir af landi og náttúru, en enginn slær henni við þegar kemur að því að túlka fornar sögur, færa okkur svo ljóslifandi tilfinningar og hugsanir goða og trölla, nístandi og magnaðar myndir sem opinbera kjarna og örlög okkar mannanna. Sögurnar eru ekki allar úr forneskunni, sumar eru mun nær okkur í tíma og þar hvessir Gerður ekki síst pennann fyrir þá sem lítils hafa mátt sín fyrir ofríki og ofbeldi. Allt snertir þar strengi.

FLAUMGOSAR – Sigurbjörg Þrastardóttir ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️

Sigurbjörg er töfrakonan! Hún dregur upp úr ljóðahattinum margar furður og kostulegar myndir. Slær í spilastokkinn og sjá: einmitt þegar þú heldur að þú hafir lesið eitt, breytist það í annað! Ljóðin fljúga eins og hvítar dúfur, hverfa á bak við klúta og breytast í blóm – eða kanínu eða öfugt! Og allt í einu hefur skáldið töfrað gullnar myntir úr eyra lesandans … og honum er skemmt! Ef það er einhver stríðni í ljóðum Sigurbjargar þá er hún að minnsta kosti dásamleg.

UNDIR EPLATRÉNU - Olav H. Hauge ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️

Ég stóðst ekki mátið og nældi mér í þýðingar Gyrðis Elíassonar á ljóðum skáldsins Olav H. Hauge. Hugsaði sem svo að þetta skáldapar, Olav og Gyrðir, væri einfaldlega fullkomið. Strax við lestur formála hríslaðist um mig gleðin þegar Gyrðir lýsir fyrstu kynnum sínum af Ulvik, heimabæ skáldsins: „… ég náði samstundis undraverðu sambandi við náttúrfar þessa dásamlega fagra byggðarlags.“ Ég veit upp á hár hvað Gyrðir á við.

Um Olav Hauge heyrði ég fyrst þegar ég átti sumardvalir í hinni fögru Ulvik á menntaskólaárunum. Ég vann þar tvö sumur við Garðyrkjuskóla norska ríkisins í góðum félagsskap og vinnan var að sinna gróðri í margvíslegum edenslundum. Þarna frétti af skáldinu sem brá þó sjaldan fyrir. En heimamenn (strákarnir sem við stelpurnar höfðum meiri áhuga á en gömlu ljóðskáldi) báru mikla lotningu fyrir Olav, voru eðlilega stoltir af skáldinu sínu, sveitinni sinni, stórbrotinni náttúrunni og auðvitað sídergerðinni – sem er líka minnst á í formála Gyrðis.

Þýðingar Gyrðis eru auðvitað hreint fyrirtak eins og hans var von og vísa. Textinn á íslensku bætir nýrri vídd við þessi fínu heiðarlegu ljóð norska eplabóndans sem renna hrein og tær til lesandans. Unun að lesa.

Mitt ráð á jólaföstunni: fáið ykkur T&T (te og teppi) og lesið ljóð.

Guðrún Hannesdóttir

Sigurbjörg Þrastardóttir



Forlagið útgáfa
Bókabúð Forlagsins
Dimma

KALLFÆRI eftir Guðrúnu Hannesdóttur fær fína umsögn í Morgunblaðinu.Uppseld hjá útgefanda, en fæst ennþá í BÓKABÚÐUM!
06/12/2024

KALLFÆRI eftir Guðrúnu Hannesdóttur fær fína umsögn í Morgunblaðinu.
Uppseld hjá útgefanda, en fæst ennþá í BÓKABÚÐUM!

Ljóðabókin SPUNATÍÐ eftir Aðalstein Ásberg fær ljómandi umsögn í tímaritinu SÓN, en þar skrifar Soffía Auður Birgisdótti...
02/12/2024

Ljóðabókin SPUNATÍÐ eftir Aðalstein Ásberg fær ljómandi umsögn í tímaritinu SÓN, en þar skrifar Soffía Auður Birgisdóttir m.a.: „Aðalsteini tekst mjög vel að miðla söng sínum og ástríðu í Spunatíð og síðara orðið vísar ekki eingöngu til ástarsambanda á milli fólks heldur ekki síður til ástríðu fyrir lífinu, listinni og skáldskapnum.“

KALLFÆRI eftir Guðrúnu Hannesdóttur er uppseld hjá útgefanda, enda frábær bók! Í umfjöllun í tímaritinu SÓN skrifar Soff...
02/12/2024

KALLFÆRI eftir Guðrúnu Hannesdóttur er uppseld hjá útgefanda, enda frábær bók! Í umfjöllun í tímaritinu SÓN skrifar Soffía Auður Birgisdóttir m.a.: „Ekki er langsótt, með tilliti til þema bókarinnar, að líkja Kallfæri við tónverk og í ljóði sem ber yfirskriftina tónverk í smíðum má sjá hvernig skáldið yrkir kjarnyrt ádeiluljóð sem varðar náttúruvernd ...“
ENN HÆGT AÐ TRYGGJA SÉR EINTAK Í NÆSTU BÓKABÚÐ!

Þrjár nýjar útgáfur af verkum Gyrðis Elíassonar eru komnar í bókaverslanir. Hluti af nýrri ritröð sem nú er hleypt af st...
29/11/2024

Þrjár nýjar útgáfur af verkum Gyrðis Elíassonar eru komnar í bókaverslanir. Hluti af nýrri ritröð sem nú er hleypt af stokkunum! LJÓÐASAFN I geymir 5 fyrstu bækur skáldsins, HÓTELSUMAR er skáldsaga sem lengi hefur verið ófáanleg og SANDÁRBÓKIN á sér marga aðdáendur, og hefur komið út á fjölda tungumála.

Bókahátíðin í Hörpu er að hefjast og Dimma er á sínum stað!
16/11/2024

Bókahátíðin í Hörpu er að hefjast og Dimma er á sínum stað!

stofnuð 1992

14/11/2024

Hjalli Kjós • 22. nóvember

https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-10-24-glerthraedirnir-gridarlega-skemmtileg-lesning-og-endalaus-ske...
25/10/2024

https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-10-24-glerthraedirnir-gridarlega-skemmtileg-lesning-og-endalaus-skemmtun-425354?fbclid=IwY2xjawGHmp1leHRuA2FlbQIxMQABHblgnYgk10EMRMDkImlT94aPXiHm539fdqfhPFRQcQKaVq1GVaK4lAPdKA_aem_OlicFghoPbrYSvWR_Ks_cQ

„Ég segi ekki að maður lesi þetta í einum rykk, þó ég hafi gert það reyndar, en þetta er bók sem maður grípur niður í og er endalaus skemmtun,“ segir Árni Matthíasson gagnrýnandi Kiljunnar um Glerþræðina eftir Magnús Sigurðsson.

GLERÞRÆÐIRNIR eftir Magnús Sigurðsson fengu frábærar umsagnir í Kiljunni!
24/10/2024

GLERÞRÆÐIRNIR eftir Magnús Sigurðsson fengu frábærar umsagnir í Kiljunni!

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Address

Freyjug*ta 38
Reykjavík
101

Telephone

5621921

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Dimma posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Dimma:

Share

Category