15/06/2024
Þarna setur Matthías Johannessen heitinn Siddharta í óvenjulegt samhengi (Mbl. 27. feb. 1987):
„Pólitískri heimspeki Sjálfstæðisflokksins og raunar siðferðilegri afstöðu hans til samskipta fólks og efnalegs frelsis, ef svo mætti segja, er einna bezt lýst finnst mér í samtali og viðskiptum Siddhartha og kaupmannsins í skáldsögu Hermanns Hesse. Þegar kaupmaðurinn spyr þennan fátæka bramason, sem hefur yfirgefið hús foreldra sinna og leitar viðstöðulaust að óminu í brjósti sínu, eða friði og fullkomnun, og vill reyna allt til að svala þessari ástríðu sinni, hvort hann eigi eitthvað, svarar hann þvi neitandi og þá spyr kaupmaðurinn, hvort hann hafi lifað á eignum annarra? Já, segir Siddhartha, en gera kaupmenn það ekki líka? Kaupmaðurinn verður hrifinn af svari unga mannsins og að samtali þeirra loknu býðst hann til að hjálpa honum að komast í álnir. Þá getur Siddhartha náð takmarki sínu persónugerðu í Kamölu hinni fögru.
Að vísu eiga allir eitthvert slíkt takmark og boðskapur Hesse er síður en svo fólginn í því að Siddhartha geti fundið hamingju sína og fullkomnun í veraldlegum munaði, þótt Kamala skipti hann ávallt miklu máli. Ómið syngur í brjósti hans, þessi dýrmætasti fugl allra fugla, og enginn getur opnað búrið nema Kamala, hún ein. Og svo leggur hann enn einu sinni af stað frá sjálfí sínu án þess þó að hafa glatað auðævum sínum og eignum. En þær hafa glatað honum.
Um þetta mættu sjálfstæðismenn og aðrir einhvem tíma hugsa.
Óhamingja fylgir ekki alltaf allsleysi, síður en svo, ekki frekar en auðna allsnægtum. En hamingjan er fólgin í því að hlusta á ómið í brjósti sínu.“