Ástin er í loftinu 💕 Gefðu ástinni þinni ljúfa stund með bók 🫶
Danski metsöluhöfundurinn Jussi Adler-Olsen boðar spennandi fréttir í lok mars í meðfylgjandi myndbandi. Þessi margverðlaunaði krimmakóngur er líklega að vísa í þær fregnir að í næsta mánuði snúi Deild Q aftur, en þá er von á 11. bókinni í bókaflokknum í Danmörku og nefnist hún Døde sjæle synger ikke, eða Dauðar sálir syngja ekki 💥
Nú verða þrjú nöfn höfunda á bókakápunni því hann skrifar ekki bókina einn heldur tóku við skrifunum Line Holm og Stine Bolther, en þær hafa mikla reynslu af því að skrifa glæpasögur. Jussi hefur verið þeim mikið innan handar við skrifin á nýrri bók og það verður spennandi að sjá hvað þetta samstarf gefur af sér 👏 Íslensk þýðing er væntanleg 🫶
Bókin Horfin athygli á erindi við nánast alla í dag🤩 Það er alkunn staðreynd að í nútímanum á fólk sífellt erfiðara með einbeitingu og athygli – að lesa, læra og sökkva sér ofan í flókin verkefni. En hver er ástæðan?
Bókin hefur vakið mikla athygli, unnið til verðlauna og komið út víða um heim. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson þýddu. Ekki láta þessa miklvægu bók fram hjá þér fara 🫶
Ert þú að fylgja okkur á Tiktok? Þar má finna mikið af skemmtilegum myndböndum sem bæði bæta og kæta📱Í nýjasta myndbandinu fjallar Embla Hall um nokkrar fræðandi bækur sem henta vel fyrir þá sem eru að taka lífstílinn í gegn 💪🏆
Verðlaunahöfundurinn Hildur Knútsdóttir kíkti í heimsókn á Fiskislóð og sagði okkur frá nýju bókinni sinni sem hefur fengið frábærar viðtökur. Gestir er blóðugur spennutryllir um blóðuga vináttu sem óhætt er að mæla með 😵 🐈⬛
Hildur hefur skrifað fjölda bóka og hlotið fyrir þær ýmsar viðurkenningar í gegnum tíðina. Myrkrið á milli stjarnanna vermir sæti á lista New York Times yfir tíu bestu hrollvekjur ársins 2024 🏆
Ert þú að fylgja okkur á Tiktok? Þar má finna mikið af skemmtilegum myndböndum sem bæði bæta og kæta📱Í nýjasta myndbandinu fjallar Villi Neto um bóndadagstilboð í Bókabúð Forlagsins en þetta tilboð gildir til og með 29. janúar 👌
Kauptu Kónginn af Ósi eftir meistara norrænu glæpasögunnar, Jo Nesbø og fáðu eldri bók hans, Fulltrúi afbrýðinnar í kaupbæti 🌩
Bókin Ég og Milla: Allt í köku er bráðskemmtileg og lifandi saga með stóru letri og hressum myndum 🥳🏆
Milla og Milla eru bestu vinkonur sem heita ekki aðeins sama nafni heldur eru jafn góðar í að finna upp á sniðugum uppátækjum. Þess vegna fjallar þessi bók um allt í senn undarlegar kökur, óperur, gerviaugu, Línu kennara, Bassa hund, Jónas stóra bróður, og heimsins fullkomnasta prump! Bráðskemmtileg og lifandi saga með stóru letri og fullt af hressum myndum 🎉
Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á TikTok? 📲Þar er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi eins og sést á meðfylgjandi myndbandi 🥳 Kíktu á okkur á TikTok 🤩
Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á TikTok? 📲Þar er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi eins og sést á meðfylgjandi myndbandi 🥳 Kíktu á okkur á TikTok 🤩
Athafnamaður finnst látinn í heitum potti við heimili sitt í Laugardalnum og fljótlega beinast spjótin að vinum hans og samstarfsfélögum. En rannsóknarlögreglukonan Ragna er eldri en tvævetur í faginu og skarpt og næmt innsæi segir henni að lausnin sé flóknari en svo. Brátt er Ragna komin á slóðir sem liggja aftur til fortíðar og á heimavist vestur á fjörðum. Hvaða leyndarmál búa í djúpinu? 🫣😱
Í djúpinu er margslunginn og spennandi Vestfjarðakrimmi með dulrænum undirtón. Þetta er önnur bók Margrétar S. Höskuldsdóttur sem sendi frá sér Dalinn árið 2022 við góðar undirtektir lesenda. Þýskt útgáfufélag tryggði sér nýlega útgáfuréttinn af bókinni Í djúpinu og hefur mikinn áhuga á henni Rögnu 🤗🏆
Metsöluhöfundurinn Birgitta Haukdal kíkti í heimsókn á Fiskislóð og sagði okkur frá tveimur nýjum bókum um Láru og vini hennar. Bækurnar heita Lára fer á fótboltamót og Atli eignast gæludýr 🦁 ⚽🐈
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. Atli er fjörugur og hress strákur sem elskar að leika sér. Besta vinkona hans heitir Lára og býr í næsta húsi. Þau skemmta sér vel saman, eru mjög uppátækjasöm og lenda í alls konar ævintýrum 🥳
Birgitta hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins og bækur hennar um Láru og Ljónsa njóta ómældra vinsælda hjá íslenskum börnum 🤩
Verðlaunahöfundurinn Kristín Ómarsdóttir kíkti í heimsókn á Fiskislóð og sagði okkur frá nýju bókinni sinni sem hefur fengið frábærar viðtökur og einstaklega góða dóma🏆
Bókin heitir Móðurást: Draumþing og hér heldur Kristín áfram að segja á sinn einstaka hátt skáldaða sögu langömmu sinnar á ofanverðri nítjándu öld í Biskupstungum. Draumþing er annar hluti frásagnarinnar sem hófst með Móðurást:Oddnýju, en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024 👏
Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, þar á meðal Grímuverðlaunin, Maístjörnuna, Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV, en einnig fjölda tilnefninga, þar á meðal til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 🥳