Forlagið útgáfa

Forlagið útgáfa Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki Íslands. Hjá Forlaginu starfa rúmlega 40 starfsmenn og einn köttur, þróunarstjórinn Nói.

Forlagið er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum.

Þar er einnig rekin Réttindastofa Forlagsins sem selur útgáfurétt af íslenskum bókum til erlendra útgefenda. Forlagið rekur tvær bókabúðir, auk vefverslunar á www.forlagid.is.

Kristín Ómarsdóttir hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Móðurást: Draumþing ☁️Egill Helgason sótti...
18/02/2025

Kristín Ómarsdóttir hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Móðurást: Draumþing ☁️

Egill Helgason sótti Kristínu heim á dögunum, en innslagið úr Kiljunni má sjá hér 👇

„Maður þarf að vera ákveðnari í þessari framtíðarvæðingu okkar sem er hafin fyrir löngu með jafnréttisbaráttu kvenna, trans fólks, hinsegin fólks,“ segir Kristín Ómarsdóttir sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum.

Skáldið Anton Helgi Jónsson  og sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir munu flytja ljóða- og tónlistarspyrpu sem kallast „Bi...
17/02/2025

Skáldið Anton Helgi Jónsson og sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir munu flytja ljóða- og tónlistarspyrpu sem kallast „Birta myrkursins“ í Fríkirkjunni þann 20. febrúar. Þar tvinna þau saman orðum og tónum sem magna bæði fram léttleika og alvöru. Textarnir að mestu fengnir úr ljóðabókinni „Ég hugsa mig“ sem kom út í fyrra 👏
Dagskráin hefst kl. 12.00. Nánari upplýsingar um ljóðabókina má finna hér fyrir neðan👇

Skógarhögg hefur verið óvenju mikið í umræðunni síðastliðna daga. Við mælum heilshugar með bókinni Skógarhögg sem kom út...
17/02/2025

Skógarhögg hefur verið óvenju mikið í umræðunni síðastliðna daga. Við mælum heilshugar með bókinni Skógarhögg sem kom út í íslensrki þýðingu í síðustu viku. Hjálmar Sveinsson íslenskaði og ritaði eftirmála 🌲🪓
Líkt og skógarhögg í Reykjavík á okkar dögum þá olli bókin Skógarhögg ólgu í menningarlífi Vínar þegar bókin kom út árið 1984 og var fjarlægð tímabundið úr verslunum vegna ásakana um ærumeiðingar. Skógarhögg ber höfundinum skýrt vitni í miskunnarlausri gagnrýni, músíkölskum stíl, bölsýni og sótsvörtum húmor 👏💥

Fyrir tilviljunar sakir gaf borgarfulltrúi Samfylkingar, Hjálmar Sveinsson, út bók á þriðjudaginn sem ber titilinn Skógarhögg. Svo vill til að þann sama dag hófst niðurfelling trjáa í Öskjuhlíð. Nokkur styr stóð um þau áform en skógarhöggið í Öskjuhlíð er nátengt starfs...

13/02/2025

Ástin er í loftinu 💕 Gefðu ástinni þinni ljúfa stund með bók 🫶

Dr. Ruth snýr aftur! 🔎Janusarsteinninn er önnur bókin um dr. Ruth Galloway eftir metsöluhöfundinn margverðlaunaða Elly G...
13/02/2025

Dr. Ruth snýr aftur! 🔎

Janusarsteinninn er önnur bókin um dr. Ruth Galloway eftir metsöluhöfundinn margverðlaunaða Elly Griffiths. Sögur hennar eru afar vinsælar í Bretlandi og á Norðurlöndunum, enda ómótstæðileg blanda af óhugnanlegum ráðgátum og spennu, fornleifafræði, húmor og stórkostlegum persónum 🦴

„Spennan bregst aldrei og byggist upp í stórkostlegan hápunkt. Algjört snilldarverk …“
Euro Crime

Í dag var haldið upp á útgáfu bókarinnar Skógarhögg eftir Thomas Bernhard. Hjálmar Sveinsson íslenskaði þessa nútímaklas...
11/02/2025

Í dag var haldið upp á útgáfu bókarinnar Skógarhögg eftir Thomas Bernhard. Hjálmar Sveinsson íslenskaði þessa nútímaklassík og ritaði eftirmála. Það var því nóg að gera hjá borgarfulltrúum í skógarhöggi af öllu tagi í dag🌲

11/02/2025

Börn í Reykjavík hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin 2024 í flokki fræðibóka og rita almenns efnis 🏅Ert þú búin/n að lesa þessa mögnuðu bók?

11/02/2025

Móðurást: Draumþing hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2024 í flokki skáldverka á dögunum🏆 Ert þú búin/n að lesa þessa mögnuðu bók?

11/02/2025
Bók sem beðið hefur verið eftir! ♟Millileikur eftir Sally Ronney er væntanleg í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar í lok...
11/02/2025

Bók sem beðið hefur verið eftir! ♟

Millileikur eftir Sally Ronney er væntanleg í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar í lok mars.

Þessi fjórða bók undraskáldsins Rooney er ágeng saga um um bræðrabönd, föðurmissi og erfiðar tilfinnigar. Hún hefur farið sigurför um heiminn og hlotið lofsamlegar viðtökur. Bókin rauk beint á topp metsölulista The Sunday Times, hefur setið á listum mánuðum saman og var víða kjörin besta bók ársins 2024 💎

07/02/2025

Danski metsöluhöfundurinn Jussi Adler-Ol­sen boðar spennandi fréttir í lok mars í meðfylgjandi myndbandi. Þessi margverðlaunaði krimmakóngur er líklega að vísa í þær fregnir að í næsta mánuði snúi Deild Q aft­ur, en þá er von á 11. bók­inni í bóka­flokkn­um í Danmörku og nefn­ist hún Døde sjæle syn­ger ikke, eða Dauðar sál­ir syngja ekki 💥
Nú verða þrjú nöfn höfunda á bókakápunni því hann skrif­ar ekki bók­ina einn held­ur tóku við skrif­un­um Line Holm og Stine Bolt­her, en þær hafa mikla reynslu af því að skrifa glæpa­sög­ur. Jussi hefur verið þeim mikið innan handar við skrifin á nýrri bók og það verður spennandi að sjá hvað þetta samstarf gefur af sér 👏 Íslensk þýðing er væntanleg 🫶

Tvær frábærar 🌟Valskan eftir Nönnu Rögnvaldardóttur og Bella gella krossari eftir Gunnar Helgason eru tilnefndar til Ísl...
07/02/2025

Tvær frábærar 🌟

Valskan eftir Nönnu Rögnvaldardóttur og Bella gella krossari eftir Gunnar Helgason eru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna! 🎧

Hér má nálgast holla uppskrift úr bókinni Létt og loftsteikt í Air Fryer og viðtal við höfund bókarinnar Nath­an Ant­hon...
07/02/2025

Hér má nálgast holla uppskrift úr bókinni Létt og loftsteikt í Air Fryer og viðtal við höfund bókarinnar Nath­an Ant­hony. Bókin kom nýlega út hjá okkur í frábærri þýðingu Nönnu Rögnvaldardóttur🤩

„Ég byrjaði að birta uppskriftir að réttum sem ég lagaði í mínum loftsteikingarpotti á Instagram-síðu minni á meðan heimsfaraldrinum stóð.“

„... ég trúi því að flestir muni hafa gaman af öllum þeim aragrúa af skemmtisögum sem í henni eru – sumar þannig sagðar ...
07/02/2025

„... ég trúi því að flestir muni hafa gaman af öllum þeim aragrúa af skemmtisögum sem í henni eru – sumar þannig sagðar að lesandi veltist um að hlátri,” segir Soffía Auður Birgisdóttir um bókina Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu 🎥

Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um bókina Duna, saga af kvikmyndagerðakonu, eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur.

Nokkrar flottar á metsölulista þessa vikuna 🚀
06/02/2025

Nokkrar flottar á metsölulista þessa vikuna 🚀

🟠 Appelsínugul viðvörun! 🌧️ Fullkomin afsökun til að kúra heima með góða bók í hönd. Hvað ætlar þú að lesa í dag? 📚
05/02/2025

🟠 Appelsínugul viðvörun! 🌧️ Fullkomin afsökun til að kúra heima með góða bók í hönd. Hvað ætlar þú að lesa í dag? 📚

Bókaárið fer vel af stað! Á fyrsta bóksölulista FÍBÚT 2025 kennir ýmissa grasa 👀 Þarna eru nýjar þýddar bækur á borð við...
04/02/2025

Bókaárið fer vel af stað! Á fyrsta bóksölulista FÍBÚT 2025 kennir ýmissa grasa 👀 Þarna eru nýjar þýddar bækur á borð við Leynigestinn eftir Nitu Prose og Kónginn af Ósi eftir Jo Nesbø, nýja skáldsögu Hildar Knútsdóttur, Gesti og Börn í Reykjavík eftir Guðjón Friðriksson 🌟

Efst trónir þó Létt og loftsteikt og það má með sanni segja að allir séu komnir í loftsteikingarofnanna 💨

Fyrsti bóksölulisti Félags íslenskra útgefenda er kominn út og nú er annað uppi á teningunum en skömmu fyrir jólin. Nú er fólk greinilega að læra á Air Fryer-græjuna sína.

Address

Bræðraborgarstígur 7
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:30 - 17:00

Telephone

00354 5755600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Forlagið útgáfa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Forlagið útgáfa:

Videos

Share