Birtingahúsið

Birtingahúsið Birtingahúsið - fræði í framkvæmd www.birtingahusid.is
(3)

Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um val á auglýsinga-birtingum, æskilegt auglýsingaáreiti og gerð birtingaáætlana með það að markmiði að hámarka nýtingu auglýsingafjár.

Sitt sýnist hverjum um auglýsingar gagnvart börnum. Auglýsingar gagnvart börnum hefur lengi verið hitamál en umræðan er ...
26/07/2024

Sitt sýnist hverjum um auglýsingar gagnvart börnum. Auglýsingar gagnvart börnum hefur lengi verið hitamál en umræðan er oft knúin áfram af tilfinningarökum umfram annars konar rök og margir með sterkar skoðanir á því hvað skuli leyfilegt og hvað ekki. Sumir vilja banna alfarið auglýsingar gagnvart börnum, aðrir setja einhverskonar skorður. Forsenda fyrir slíku banni eða takmörkunum er sú fullyrðing að auglýsingar hafi (alltaf) slæm áhrif á börn og stjórni hegðun þeirra

Hver eru áhrif auglýsinga á hegðun og neysluvenjur barna. Er skynsamlegt að banna auglýsingar gagnvart börnum til að draga úr offitu?

Nýleg rannsókn Association of National Advertisers (ANA) leiddi í ljós að einungis 36 cent af hverjum dollar sem fór í a...
24/06/2024

Nýleg rannsókn Association of National Advertisers (ANA) leiddi í ljós að einungis 36 cent af hverjum dollar sem fór í auglýsingar á vefmiðlum (DSP, Demand Side Platforms eins og Google Display Network) skiluðu sér til neytenda. Það þýðir að 64% fjárfestingarinnar skilaði ekki tilætluðum árangri af ýmsum ástæðum https://www.birtingahusid.is/post/auglýsingakraðak-á-netinu

Auglýsingamagn hefur sáralítið með gæði birtinga að gera. MFA vefsíður eru vefsíður með mikið magn auglýsinga en lita eftirtekt.

Eftir um 20 ára dvöl við Laugarveg 174 hefur Birtingahúsið flutt sig um set, að Hlíðasmára 10 í Kópavogi. Starfsfólk Bir...
30/05/2024

Eftir um 20 ára dvöl við Laugarveg 174 hefur Birtingahúsið flutt sig um set, að Hlíðasmára 10 í Kópavogi. Starfsfólk Birtingahússins fagnaði þessum tímamótum með viðskiptavinum og samstarfsaðilum og það var sannarlega glatt á hjalla. Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma og fögnuðu þessum tímamótum með okkur. Hér eru nokkrar myndir frá innflutningspartýinu 👉

Eftir um 20 ára dvöl við Laugarveg 174 hefur Birtingahúsið flutt sig um set, að Hlíðasmára 10 í Kópavogi. Starfsfólk Birtingahússins fagnaði þessum tímamótum með viðskiptavinum og samstarfsaðilum og það var sannarlega glatt á hjalla. Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér t...

Kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar. Birtingahúsið hefur flutt sig í Hlíðasmára 10 í Kópavogi (3 hæð) eftir nær 20 ár...
02/05/2024

Kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar. Birtingahúsið hefur flutt sig í Hlíðasmára 10 í Kópavogi (3 hæð) eftir nær 20 ára viðveru í Hekluhúsinu að Laugarvegi 174. Þetta eru auðvitað heilmikil tímamót í starfsemi Birtingahússins og við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað. Sjáumst í Hlíðasmára 10.

Starfsfólk Birtingahússins

Hver er framtíð leitarvéla og hvaða breytingar eru fyrirsjáanlegar? Er notkun leitarvéla öðruvísi á Íslandi en annars st...
25/03/2024

Hver er framtíð leitarvéla og hvaða breytingar eru fyrirsjáanlegar? Er notkun leitarvéla öðruvísi á Íslandi en annars staðar og í hverju liggur munurinn? Hvaða áskoranir eru fyrirsjáanlegar á litlum markaði eins og þeim íslenska og hefur þetta eitthvað með tungumálið að gera? Hvað er máltækni og af hverju skiptir hún máli? https://www.birtingahusid.is/post/framtíð-íslenskunnar-á-leitarvélum

Hver er framtíð leitarvéla og hvaða breytingar eru fyrirsjáanlegar? Er notkun leitarvéla öðruvísi á Íslandi en annars staðar og í hverju liggur munurinn? Hvaða áskoranir eru fyrirsjáanlegar á litlum markaði eins og þeim íslenska og hefur þetta eitthvað með tungumálið að ger...

Samkvæmt tölum Hagstofunnar þá jukust tekjur fjölmiðla um 16.4% milli áranna 2021 og 2022. Tekjuaukning fjölmiðla milli ...
01/03/2024

Samkvæmt tölum Hagstofunnar þá jukust tekjur fjölmiðla um 16.4% milli áranna 2021 og 2022. Tekjuaukning fjölmiðla milli áranna 2020 og 2021 var 26% sem var verulegur viðsnúningar frá Covid-árinu þegar tekjur drógust saman um 12% milli ára. https://www.birtingahusid.is/post/tekjur-fjölmiðla

Samkvæmt tölum Hagstofunnar þá jukust tekjur fjölmiðla um 16.4% milli áranna 2021 og 2022. Tekjuaukning fjölmiðla milli áranna 2020 og 2021 var 26% sem var verulegur viðsnúningar frá Covid-árinu þegar tekjur drógust saman um 12% milli ára. Tekjur og velta fjölmiðla Það er ýmisl...

Það styttist að Lúðurinn verði afhentur en ÍMARK og SÍA, Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa, standa að ÍMARK-deginum...
26/02/2024

Það styttist að Lúðurinn verði afhentur en ÍMARK og SÍA, Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa, standa að ÍMARK-deginum. Hápunkturinn er verðlauna­hátíð Lúðurs­ins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjöl­breyttra aug­lýs­inga­flokka. Það er sérlega ánægjulegt að Birtingahúsið kemur að fjórum af fimm þeirra tilnefninga til lúðursins í flokki herferða en fyrirtækin og herferðirnar sem um ræðir eru indó Iceland - Ekki banki, ekki bull, Nova - Elskum öll, Krónan - Íslenska sumarið. Til í þetta! og Orkusalan - Í hvað fer þín orka. Brandenburg - auglýsingastofa er skapandi afl á bakvið allar þessar fjórar herferðir. Virkilega gaman að þessu og hamingjuóskir til allra sem koma að þessum herferðum. Virkilega vel gert!

ÍMARK, sam­tök markaðs- og aug­lýs­inga­fólks, í sam­ráði við SÍA, Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa, standa fyr­ir ÍMARK-deg­in­um sem hald­inn er 1. mars nk. Dag­ur­inn end­ar á verðlauna­hátíð Lúðurs­ins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjöl­...

Mögulega eru ekki margir að spá í kolefnisspor þegar kemur að auglýsingum og auglýsingabirtingum. Nýleg rannsókn komst a...
17/01/2024

Mögulega eru ekki margir að spá í kolefnisspor þegar kemur að auglýsingum og auglýsingabirtingum. Nýleg rannsókn komst að þeirri niðurstöðu að hefðbundin auglýsingaherferð á netmiðlum losaði allt að 5.4 tonnum af koltvísýring (Carbon dioxide) sem samsvarar um það bil 20.000 kílómetra akstri á bíl. Hvað geta auglýsendur, auglýsingastofur og birtingahús gert til að bæta ráð sitt og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda?

Íslendingar hafa almennt miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum en um 86% Íslendinga telja þær vera mikið vandamál. Íslendingar segjast einnig, ef marka má viðhorfskannanir, vera reiðubúnir að styðja afgerandi aðgerðir til að sporna gegn hamfarahlýnun. Í viðhorfskönnun sem gerð...

Jóla- og nýárskveðjur frá starfsfólki Birtingahússins. Við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskum öllum...
22/12/2023

Jóla- og nýárskveðjur frá starfsfólki Birtingahússins. Við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskum öllum friðar og gleði á komandi ári.

Í grein sem við birtum á vef Birtingahússins í nóvember 2020, fyrir um þremur árum síðan, vörpuðum við fram þeirri spurn...
16/11/2023

Í grein sem við birtum á vef Birtingahússins í nóvember 2020, fyrir um þremur árum síðan, vörpuðum við fram þeirri spurningu hvort útgáfa dagblaða væri tímaskekkja. Ástæðan var fyrst og fremst mikill samdráttur í lestri dagblaða og minnkandi hlutdeild á auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir breytta hlutdeild prentmiðla á auglýsingamarkaði og minnkandi lestur þá er fjarri því að hægt sé að afskrifa þessa miðla í birtingaáætlunum fyrirtækja. Val og notkun miðla fer eftir því í hverja við þurfum að ná hverju sinni og hvers konar skilaboð við viljum koma á framfæri https://www.birtingahusid.is/post/%C3%A1skoranir-%C3%A1-augl%C3%BDsingamarka%C3%B0i

Í grein sem við birtum á vef Birtingahússins í nóvember 2020, fyrir um þremur árum síðan, vörpuðum við fram þeirri spurningu hvort útgáfa dagblaða væri tímaskekkja. Ástæðan var fyrst og fremst mikill samdráttur í lestri dagblaða og minnkandi hlutdeild á auglýsingamarkaði....

Birtingahúsið er framúrskarandi fyrirtæki 13. árið í röð!Birtingahúsið er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til...
30/10/2023

Birtingahúsið er framúrskarandi fyrirtæki 13. árið í röð!

Birtingahúsið er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til framúrskarandi fyrirtækja árið 2023. Þetta er þrettánda árið í röð sem Birtingahúsið hlýtur viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki frá Credit Info en vottun framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er eftirsóknarvert að skara fram úr og við erum afar stolt yfir okkar árangri undanfarin 13 ár.

Áhrifavaldar og markaðssetning. Hver er ávinningurinn af framlagi áhrifavalda í markaðsstarfi fyrirtækja? Er hægt að mæl...
20/10/2023

Áhrifavaldar og markaðssetning. Hver er ávinningurinn af framlagi áhrifavalda í markaðsstarfi fyrirtækja? Er hægt að mæla árangurinn? Hvernig er hann mældur? Sitt sýnist hverjum um gagnsemi áhrifavalda í markaðsstarfi fyrirtækja og hér veltum við upp nokkrum steinum varðandi áhrifavalda, árangursmælingar og fleira þessu tengt. https://www.birtingahusid.is/post/áhrifavaldar

Áhrifavaldar hafa verið mikið í sviðsljósinu enda hlutverk þeirra að vera sem mest áberandi, það er jú hluti af viðskiptamódelinu þeirra. Umræða um áhrifavalda og markaðsmál hefur samhliða verið nokkur en sitt sýnist hverjum um gagnsemi áhrifavalda í markaðsstarfi fyrirtæk...

Umtal (Word Of Mouth, WOM, eWOM) er mörgum hugleikið enda orðspor og umtal mikilvægur áhrifavaldur þegar kemur að kaupák...
29/09/2023

Umtal (Word Of Mouth, WOM, eWOM) er mörgum hugleikið enda orðspor og umtal mikilvægur áhrifavaldur þegar kemur að kaupákvörðun fólks. Umtal um vörumerki verður ekki til af sjálfu sér og á sér stað í samtölum á milli fólks og á netinu (eWOM) https://www.birtingahusid.is/post/or%C3%B0i%C3%B0-%C3%A1-g%C3%B6tunni

Umtal (Word Of Mouth, WOM, eWOM) er mörgum hugleikið enda orðspor og umtal mikilvægur áhrifavaldur þegar kemur að kaupákvörðun fólks. Umtal um vörumerki verður ekki til af sjálfu sér og á sér stað í samtölum á milli fólks og á netinu (eWOM). Margt sem hefur áhrif á umtal Þa...

Þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu þá eru fjölmargir þættir sem hafa áhrif á það hvað við veljum og það er langt ...
25/08/2023

Þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu þá eru fjölmargir þættir sem hafa áhrif á það hvað við veljum og það er langt frá því einfalt að vega og meta þátt einstakra miðla þegar kemur að árangursmælingum. En hvað er árangursdrifið markaðsstarf og hvernig er það öðruvísi en það sem kalla mætti markaðssetningu vörumerkis? Eru fyrirtæki að verja of miklum fjármunum í árangursdrifið markaðsstarf og of litlu í uppbyggingu vörumerkisins? https://www.birtingahusid.is/post/árangursmælingar-og-árangursdrifið-markaðsstarf

Eins og alla morgna þá byrjaði Guðmundur vinnudaginn á því að kíkja á fréttir á helstu vefmiðlum landsins. Eins og við er að búast tekur fjöldi auglýsinga á móti honum sem fæstar vekja eftirtekt fyrir utan eina þar sem stórglæsilegt 65 tommu snjallsjónvarp er auglýst. Hann ...

Hvað einkennir sterk vörumerki? Hver er uppspretta vörumerkisvirðis? Hvernig er hægt að mæla vörumerkjavirði þegar tilvi...
14/07/2023

Hvað einkennir sterk vörumerki? Hver er uppspretta vörumerkisvirðis? Hvernig er hægt að mæla vörumerkjavirði þegar tilvist og styrkur vörumerkis byggir á huglægum þáttum, eitthvað sem gerist í höfðinu á fólki? https://www.birtingahusid.is/post/a%C3%B0-byggja-upp-v%C3%B6rumerki

Vörumerkisvitund og vörumerkisímynd er uppspretta vörumerkjavirðis. Vörumerkisvitund vísar til þess hversu kunnuglegt vörumerki er, til dæmis hversu oft og auðveldlega vörumerki kemur upp í huga neytenda við mismunandi kringumstæður. Vörumerkisímynd vísar til þeirra huglægu teng...

Við erum að leita að drífandi og metnaðarfullum starfskrafti í starf viðskiptastjóra.
26/06/2023

Við erum að leita að drífandi og metnaðarfullum starfskrafti í starf viðskiptastjóra.

Birtingahúsið leitar að drífandi og metnaðarfullum starfskrafti í stöðu viðskiptastjóra í birtingadeild fyrirtækisins. Starfið er margþætt og lifandi markaðsstarf sem er unnið í samvinnu með fjölbreyttum og árangursdrifnum viðskiptavinum. Helstu verkefni og ábyrgð - Birtinga-...

Skemmtileg verkefni koma á borð til okkar á hverjum einasta degi. Í nýjustu markaðsherferð Krónunnar er hið klassíska ís...
23/06/2023

Skemmtileg verkefni koma á borð til okkar á hverjum einasta degi. Í nýjustu markaðsherferð Krónunnar er hið klassíska íslenska sumarveður í algleymingi en inntak auglýsinga tekur mið af veðrinu. Verkefnið er unnið í samvinnu með vinum okkar í Brandenburg - auglýsingastofa og Púls Media og hefur vakið verðskuldaða athygli https://www.birtingahusid.is/post/veðurtengdar-auglýsingar

Það er staðreynd að veðurfar er langflestum Íslendingum mjög hugleikið og þá sérstaklega á sumrin. Nú hefur auglýsingamarkaðnum tekist að beisla veðrið í sína þágu með því að nýta rauntíma veðurupplýsingar til að ákveða hvernig – og hvaða - auglýsingar eru birtar...

Þó það sé nokkuð um liðið frá því að Erwin Ephron setti fram recency kenningu sína um virkni auglýsinga snemma á tíunda ...
24/05/2023

Þó það sé nokkuð um liðið frá því að Erwin Ephron setti fram recency kenningu sína um virkni auglýsinga snemma á tíunda áratug síðustu aldar þá lifir hún ennþá góðu lífi. Kenning Ephron gengur í stuttu máli út á að tímasetning birtinga, hvenær, skipti meira máli en magn eða fjöldi birtinga, hversu mikið.

Birtingahúsið leitar að drífandi og metnaðarfullum starfskrafti í netmarkaðsdeild.Starfið er margþætt og lifandi markaðs...
09/05/2023

Birtingahúsið leitar að drífandi og metnaðarfullum starfskrafti í netmarkaðsdeild.
Starfið er margþætt og lifandi markaðsstarf þar sem unnið er í samvinnu með fjölbreyttum hópi viðskiptavina Birtingahússins.

Nánar á alfred.is

Birtingahúsið leitar að drífandi og metnaðarfullum starfskrafti í netmarkaðsdeild. Starfið er margþætt og lifandi markaðsstarf þar sem unnið er í samvinnu með fjölbreyttum hópi viðskiptavina Birtingahússins. Helstu verkefni og ábyrgð - Stafræn markaðssetning (Adserving, Facebo...

ChatGPT hefur farið eins og stormsveipur um internetið og verið tilefni fjörugrar umræðu um framtíð, hlutverk, þróun og ...
19/04/2023

ChatGPT hefur farið eins og stormsveipur um internetið og verið tilefni fjörugrar umræðu um framtíð, hlutverk, þróun og áhrif gervigreindar. En hvað er gervigreind, hvað er ChatGPT og hvernig nýtist gervigreind í markaðsstarfi? Hverjar eru áskoranirnar og hvaða spurning er ósvarað? 👉 https://www.birtingahusid.is/post/gervigreind-og-chatgpt

ChatGPT hefur farið eins og stormsveipur um internetið og verið tilefni fjörugrar umræðu um framtíð, hlutverk, þróun og áhrif gervigreindar. En hvað er gervigreind? Vísindavefurinn svarar spurningunni með eftirfarandi hætti: Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tí...

Það er ýmislegt sem bendir til þess að fyrirtæki ætli að verja minna fjármagni í auglýsingar á þessu ári samhliða minni ...
28/03/2023

Það er ýmislegt sem bendir til þess að fyrirtæki ætli að verja minna fjármagni í auglýsingar á þessu ári samhliða minni hagvexti og óvissu í efnahagsmálum. Hlutverk okkar í Birtingahúsinu er að leita leiða til að hámarka arðsemi auglýsingafjár og nýta þá fjármuni sem viðskiptavinir okkar hafa úr að spila sem best. https://www.birtingahusid.is/post/betri-nýting-markaðsfjár

Það er ýmislegt sem bendir til þess að fyrirtæki ætli að verja minna fjármagni í auglýsingar á þessu ári samhliða minni hagvexti og óvissu í efnahagsmálum. Það er mikilvægt að fyrirtæki dragi ekki svo mjög úr markaðsstarfi á tíma niðursveiflu að það ógni markaðsstö...

Það er hægt meta gæði auglýsingabirtinga með ýmsu móti og fjölmargar rannsóknir sýna fram á að sumar birtingar eru betri...
27/02/2023

Það er hægt meta gæði auglýsingabirtinga með ýmsu móti og fjölmargar rannsóknir sýna fram á að sumar birtingar eru betri en aðrar. Auglýsingabirtingar sem taka mið af efnistökum staðsetninga er ein þeirra leiða sem virðist skila bættum árangri. Þetta snýst í stuttu máli um að huga að inntaki auglýsinganna (hvað er verið að auglýsa) og efnistökum þar sem auglýsingarnar birtast (context, contextual targeting). Staðsetningarnar og samhengi skiptir sumsé öllu máli, gæði umfram magn.
https://www.birtingahusid.is/post/g%C3%B3%C3%B0ar-birtingar

Það er hægt meta gæði auglýsingabirtinga með ýmsu móti og fjölmargar rannsóknir sýna fram á að sumar birtingar eru betri en aðrar. Rannsóknir á eftirtekt sjónvarpsauglýsinga benda til að auglýsingar fremst eða aftast í hólfum inni í dagskrárefni séu verðmætari en auglýs...

Innilega til hamingju Krónan ☺️🎖🎉
09/02/2023

Innilega til hamingju Krónan ☺️🎖🎉

Bank Bank… Við hjá Birtingahúsinu óskum indó Iceland innilega til hamingju með opnunina. Virkilega gaman að fá að vera h...
31/01/2023

Bank Bank… Við hjá Birtingahúsinu óskum indó Iceland innilega til hamingju með opnunina. Virkilega gaman að fá að vera hluti af þessu skemmtilega verkefni með ykkur 🎉

Ef þú ert ekki orðinn Indói þá mælum við með að þú skráir þig strax í dag 🤩

Hver er staða innlendra fjölmiðla gagnvart erlendum fjölmiðlum? Hver er staða fjölmiðlamælinga? Staða fjölmiðla, hlutdei...
17/01/2023

Hver er staða innlendra fjölmiðla gagnvart erlendum fjölmiðlum? Hver er staða fjölmiðlamælinga? Staða fjölmiðla, hlutdeild erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði og fjölmiðlamælingar eru nokkrar af þeim áskorunum sem auglýsendur, fjölmiðlar og birtingahús þurfa að takast á við á komandi misserum. Sitt sýnist hverjum en við tókum saman nokkrar tölur og hugleiðingar varðandi þessi mál https://www.birtingahusid.is/post/sviptingar-á-auglýsingamarkaði

Staða fjölmiðla og hlutdeild á íslenskum auglýsingamarkaði. Hlutdeild erlendra fjölmiðla. Fjölmiðlamælingar. Auglýsingamarkaðurinn á Íslandi.

Til hamingju Nova og Krónan með Íslensku ánægjuvogina 🥇 🏆 Hlökkum til að takast á við enn fleiri ánægjuleg og spennandi ...
13/01/2023

Til hamingju Nova og Krónan með Íslensku ánægjuvogina 🥇 🏆 Hlökkum til að takast á við enn fleiri ánægjuleg og spennandi verkefni með ykkur 🎉

28/12/2022

Birtingahúsið óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári🎄

Ert þú að ná árangri á leitarvélum? Leitarvélabestun (SEO) er langhlaup. Það tekur tíma að byggja upp sýnileika í leitar...
22/09/2022

Ert þú að ná árangri á leitarvélum? Leitarvélabestun (SEO) er langhlaup. Það tekur tíma að byggja upp sýnileika í leitarvélum og það eru engar töfralausnir sem koma okkur áleiðis. Árangur á leitarvélum krefst markvissrar vinnu, umsjónar og athygli. https://www.birtingahusid.is/greinar/50-greinar/340-ert-thu-ad-na-arangri-a-leitarvelum

Hvað er leitarvélabestun? Árangur á leitarvélum krefst markvissrar vinnu, umsjónar og athygli. Markaðsleg, tæknileg og staðbundin SEO.

Netflix, streymisþjónustur og áskrift. Staða Netflix á streymismarkaði, hlutdeild Netflix á Íslandi og staða innlendra o...
02/08/2022

Netflix, streymisþjónustur og áskrift. Staða Netflix á streymismarkaði, hlutdeild Netflix á Íslandi og staða innlendra og erlendra streymisþjónustu. Áform Netflix um sölu auglýsinga í dagskrárefni og samstarfið við Microsoft. Örlítið greinarkorn um Netflix og streymisþjónustur. https://www.birtingahusid.is/greinar/50-greinar/339-netflix

Netflix er stærsta streymisveita (sjónvarpsveita) í heimi með yfir 220 milljónir áskrifenda. Saga Netflix hefur verið ævintýri líkust frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1997.

Address

Hlíðasmári 10
Reykjavík
201

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Birtingahúsið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Birtingahúsið:

Videos

Share

Category


Other Media Agencies in Reykjavík

Show All