Kaiku Sound

Kaiku Sound Reykjavík based production company and recording studio.
(1)

Nýjasta plata Egils Ólafssonar, Tu Duende/El Duende, er loksins komin á Spotify! Ég var svo heppinn að fá að koma að þes...
11/04/2023

Nýjasta plata Egils Ólafssonar, Tu Duende/El Duende, er loksins komin á Spotify! Ég var svo heppinn að fá að koma að þessari plötu sem upptökutæknimaður, ásamt Ása Jóhannssyni og Matta Kallio.

Framleiðsla plötunnar var öðruvísi og skemmtilegt ferli og ég skrifaði nokkur orð um það á síðunni okkar. Þar má einnig finna nokkrar ljósmyndir sem ég tók á meðan á upptökuferlinu stóð.

Upptökur á nýjustu plötu Egils Ólafsson, Tu Duende/El Duende.

Það gleður okkur að tilkynna að við verðum einn af styrktaraðilum Músíktilrauna í ár! Annað sætið í ár mun fá tuttugu tí...
16/03/2023

Það gleður okkur að tilkynna að við verðum einn af styrktaraðilum Músíktilrauna í ár! Annað sætið í ár mun fá tuttugu tíma í stúdíóinu með okkur.

Við hlökkum til að fylgjast með keppninni í ár og bíðum spennt eftir því að taka á móti ungu og efnilegu tónlistarfólki í stúdíóinu.

Stúdíó fyrir allskonar hljóðupptökur, próduseringu, mix & masteringu. Sér hlaðvarpstúdíó. Stórt upptökurými fyrir hljómsveit. Gerum líka tónlistarmyndbönd.

Nýr þáttur af Veistu hver ég er? er kominn í loftið! Gestur okkar í dag er Viktor Ingi Guðmundsson. Viktor Ingi er tónsk...
07/02/2023

Nýr þáttur af Veistu hver ég er? er kominn í loftið! Gestur okkar í dag er Viktor Ingi Guðmundsson. Viktor Ingi er tónskáld, tónlistarmaður og starfar sem Director of Audio hjá Myrkur Games. Í þættinum spjöllum við um Hans Zimmer, áskorunina við að semja tónlist fyrir tölvuleiki, Guitar Hero og feril Viktors Inga sem slagverkleikara.

Hægt er að nálgast þáttinn, sem og fyrri þætti, á heimasíðunni okkar eða á Spotify!

Hans Zimmer, tölvuleikjatónlist, Guitar Hero og slagverk.

Þáttur númer tvö af Veistu hver ég er? er kominn í loftið! Í þættinum spjöllum við við Illuga Magnússon, b.þ.s. DJ Platu...
19/01/2023

Þáttur númer tvö af Veistu hver ég er? er kominn í loftið! Í þættinum spjöllum við við Illuga Magnússon, b.þ.s. DJ Platurn. Illugi er plötusnúður og pródúser sem ólst upp í Kaliforníu og býr þar enn. Illugi hóf feril sinn sem plötusnúður árið 1994, í blóma hip-hop-senunnar í Bandaríkjunum, og spannar ferill hans nú hátt í þrjá áratugi. Illugi hefur spilað út um allan heim og hefur starfað og spilað með stórum nöfnum í bransanum á borð við De La Soul, Quest Love, DJ Premier, MF Doom og Pete Rock, þó fáeinir séu nefndir. Við spjöllum við Illuga um lífið í Kaliforníu, líf plötusnúðsins og hip-hoppið.

Hægt er að nálgast tónlistina hans Illuga hér: https://linktr.ee/platurn

Hægt er að nálgast alla þætti hlaðvarpsins á vefsíðunni okkar:
https://www.kaikusound.is/veistu-hver-eg-er

VEISTU HVER ÉG ER? VEISTU HVER ÉG ER? Viðtalsþættir við áhugavert fólk í hinum ýmsu öngum skemmtanabransans: tónlistar- og hljóðbransanum, kvikmyndabransanum, leikhúsbransanum og fleira. Adam Murtomaa 19/01/2023 Adam Murtomaa 19/01/2023 Þáttur 2 - DJ Platurn Hip-hop, Kalifornía og ...

Fyrr í mánuðinum fengum við það skemmtilega verkefni að sjá um vídéotökur á tveimur tónlistarmyndböndum fyrir finnsku ha...
25/11/2022

Fyrr í mánuðinum fengum við það skemmtilega verkefni að sjá um vídéotökur á tveimur tónlistarmyndböndum fyrir finnsku harmonikkuleikkonuna Anne-Mari Kavimäki, sem var hér á landi stödd. Myndböndunum var leikstýrt af Tommi Kainulainen. Í öðru myndbandanna fór Marjo Lahti með leik. Með í för og framleiðslu var einnig Jaana Kurttila, sem sá um förðun og búninga.

Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni sem við erum stolt af því að hafa tekið þátt í. Í blogfærslunni hér að neðan má sjá nokkra sérvalda ramma úr tökunum sem við erum frekar hreykin af.

Tónlistarmyndbandstökur fyrir Anne-Marie Kivimäki á Íslandi. Leikstýrt af Tommi Kainulainen og skotið af Adam Murtomaa hjá Kaiku Sound.

Klefinn klár í hlaðvörp dagsins.
25/10/2022

Klefinn klár í hlaðvörp dagsins.

Lykillinn að góðu mixi eða góðum master er að heyra almennilega hvað þú ert að gera. Eftir að hafa setið með þessa mónit...
26/09/2022

Lykillinn að góðu mixi eða góðum master er að heyra almennilega hvað þú ert að gera. Eftir að hafa setið með þessa mónitora í rúmt ár verð ég bara skotnari og skotnari í þeim.

Í dag kom út nýr singúll frá hljómsveitinni LAG. Lagið er skemmtileg harmónía af gleðilegum og kætandi hljóðfæraleik, og...
16/09/2022

Í dag kom út nýr singúll frá hljómsveitinni LAG. Lagið er skemmtileg harmónía af gleðilegum og kætandi hljóðfæraleik, og ljóðrænt þunglyndislegum texta - hin fullkomni íslenski listamallingur.

Með LAGI í liði var lítið föruneyti tónlistarfólks, en um pródúseringuna sá Viktor Ingi Guðmundsson.

Lagið var svo hljóðblandað og masterað af Kaiku Sound-feðgunum, Adam og Jan Murtomaa. Einnig var bassaleikurinn tekinn upp hjá okkur.

Artwork er gert af íslensku myndlistakonunni Brimrúnu Birtu (BrimRun og á Instagram).

Hægt er að lesa meira um lagið, ásamt því að hlusta á það, hér:

Í dag kom út nýr singúll frá hljómsveitinni LAG, sem samanstendur af Viktori Inga Guðmundssyni og Brimrúnu Birtu. Lagið er skemmtileg harmónía af gleðilegum og kætandi hljóðfæraleik, og ljóðrænt þunglyndislegum texta - hin fullkomni íslenski listamallingur. Lagið er pródúsera...

Kvikmyndin Þrot eftir leikstjórann Heimi Bjarnason var frumsýnd í Laugarásbíói í gær. Kvikmyndin fylgir tveimur ungum st...
21/07/2022

Kvikmyndin Þrot eftir leikstjórann Heimi Bjarnason var frumsýnd í Laugarásbíói í gær. Kvikmyndin fylgir tveimur ungum stúlkum í kjölfar dularfulls andláts í litlu smábæjarsamfélagi á suðurströnd Íslands. Við hér hjá Kaiku Sound fengum það á borðið til okkar að sjá um hljóðblöndun fyrir trailer kvikmyndarinnar, sem sjá má á hlekknum hér að neðan.

Við hvetjum fólk eindregið til þess að leggja leið sína í Laugarásbíó til þess að sjá Þrot á stóra tjaldinu!

www.kaikusound.is/is/verkefni/throt-trailer

Kvikmyndin Þrot eftir leikstjórann Heimi Bjarnason var frumsýnd í Laugarásbíói í gær. Kvikmyndin fylgir tveimur ungum stúlkum í kjölfar dularfulls andláts í litlu smábæjarsamfélagi á suðurströnd Íslands. Við hér hjá Kaiku Sound fengum það á borðið til okkar að sjá um h...

Í dag kom út fyrsta sólóplata íslenska raftónlistarmannsins og pródúsersins Alfreðs Drexlers (), sem gefin er út af ísle...
10/06/2022

Í dag kom út fyrsta sólóplata íslenska raftónlistarmannsins og pródúsersins Alfreðs Drexlers (), sem gefin er út af íslenska plötufyrirtækinu Heavy Knife Records ().

Platan er pródúseruð, tekin upp og mixuð af Alfreði og svo masteruð af okkur hjá Kaiku Sound.

05/05/2022

Kaiku Sound er lítið fjölskyldurekið hljóðver á höfuðborgarsvæðinu, drifið áfram af ástríðu fyrir hljóði og góðri þjónustu. Við getum aðstoðað þig við tónlistarvinnslu, hlaðvörp og margt fleira.

Í síðustu viku fengum við það heiðursverkefni að skjóta tónlistarmyndband fyrir vin okkar, Matta Kallio. Myndbandið er v...
26/01/2022

Í síðustu viku fengum við það heiðursverkefni að skjóta tónlistarmyndband fyrir vin okkar, Matta Kallio. Myndbandið er við lagið Esperanza af tilvonandi sólóplötu Matta, Murder Street, sem er væntanleg föstudaginn 28.01.2022.

Tónlistin er undurfögur og dregur innblástur frá bæði djasstónlist og þjóðlagatónlist. Við mælum eindregið með því að fólk leggist við hlustir.

Myndbandið er að fullu framleitt af okkur hjá Kaiku Sound og var myndbandið gefið út á YouTube í dag.

Myndbandið má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=yl3ycST_l_Q

www.kaikusound.is/is/verkefni/matti-kallio-esperanza

Föstudaginn 28.01.2022 er næsta sólóplata finnska tónlistarmannsins Matta Kallio, Murder Street , væntanleg og í aðdraganda útgáfunnar bað Matti okkur hjá Kaiku Sound um að skjóta tónlistarmyndband fyrir fyrsta síngúlinn af plötunni, Esperanza . Tónlistin er stórkostlega fögur o...

Í dag kom út fjórða smáskífa bandaríska rapparans Chase Murphy, Tip of the Iceberg. Við hjá Kaiku Sound fengum þann heið...
18/01/2022

Í dag kom út fjórða smáskífa bandaríska rapparans Chase Murphy, Tip of the Iceberg. Við hjá Kaiku Sound fengum þann heiður að fá að mastera smáskífuna.

Chase Murphy hefur verið í samstarfi við íslenska pródúserinn Fríó (Huginn Goði Kolbeinsson) í mörg ár og heldur samstarf þeirra áfram að gerjast með þessari smáskífu. Platan er pródúseruð af Fríó og Bandaríkjamanninum Dale Cheon, hljóðblönduð af Huginn Goða og masteruð af Adam Murtomaa hjá Kaiku Sound.

Platan ber að geyma fjölbreytt lagaúrval og meðal þeirra má finna gesta-vers frá rappstórstjörnunni Mick Jenkins frá Chicago, sem hefur verið þekkt nafn í bandarísku rappsenunni í áraraðir.

www.kaikusound.is/is/verkefni/chase-murphy-tip-of-the-iceberg

Í dag, 18.01.2022, kom út nýjasta EP-plata bandaríska rapparans Chase Murphy, sem ber heitið Tip of the Iceberg. EP-platan er fjórða smáskífa rapparans og jafnframt sú umfangsmesta til þessa. Chase Murphy hefur verið í samstarfi við íslenska pródúserinn Fríó (Huginn Goða Kolbeins...

Við fengum það ótrúlega skemmtilega verkefni að fá að taka þátt í því að framleiða lag fyrir Netflix bíómynd sem kom út ...
20/10/2021

Við fengum það ótrúlega skemmtilega verkefni að fá að taka þátt í því að framleiða lag fyrir Netflix bíómynd sem kom út í dag! Lagið er remix af laginu To the Top af plötunni Somewhere There's Music með bandarísk-íslensku hljómsveitinni Sundur Music.

Stórt móment fyrir lítið stúdíó!

https://www.kaikusound.is/is/verkefni/sundur-to-the-top-remix

Við fengum það ótrúlega spennandi verkefni að pródúsera, mixa og mastera remix af laginu To the Top með bandarísk-íslensku hljómsveitinni Sundur fyrir nýju Netflix kvikmyndina Night Teeth . Remixið var framleitt af Adam Murtomaa og Pétri Gauti Magnússyni sumarið 2021, en kvikmyndin ...

Í gær kom út fyrst EP íslenska rapparans Funa Kun, Still Rappin Still Ignorant. Platan var pródúseruð og mixuð af Huginn...
09/10/2021

Í gær kom út fyrst EP íslenska rapparans Funa Kun, Still Rappin Still Ignorant. Platan var pródúseruð og mixuð af Huginn Goða Kolbeinssyni, betur þekktum sem Fríó, og masteruð af Adam Murtomaa hjá Kaiku Sound.

Nýjasta stjarnan í íslensku rappsenunni, Funi Kun, kom til okkar með fyrsta EP-ið sitt, Still Rappin Still Ignorant, í masteringu. Platan kom út 08.10.2021 og má finna á öllum helstu streymisveitum. Platan er pródúseruð og mixuð af Huginn Goða Kolbeinssyni, betur þekktum sem Fríó, ...

Podkastklefinn okkar er fullkominn staður til þess að ræða allt milli himins og jarðar! Kósí lampar, þægilegir stólar og...
08/10/2021

Podkastklefinn okkar er fullkominn staður til þess að ræða allt milli himins og jarðar! Kósí lampar, þægilegir stólar og gott kaffi.

📸:

Heimasíðan okkar er loksins komin í loftið!www.kaikusound.is
01/10/2021

Heimasíðan okkar er loksins komin í loftið!

www.kaikusound.is

Stúdíó fyrir allskonar hljóðupptökur, próduseringu, mix & masteringu. Sér hlaðvarpstúdíó. Stórt upptökurými fyrir hljómsveit. Gerum líka tónlistarmyndbönd.

Toy chest || Dótaskúffan
03/09/2021

Toy chest || Dótaskúffan

Loksins, loksins! Myndbandið sem að við framleiddum ásamt Pétri Gauti Magnússyni fyrir Svarta Laxness er komið út!Þetta ...
03/07/2021

Loksins, loksins! Myndbandið sem að við framleiddum ásamt Pétri Gauti Magnússyni fyrir Svarta Laxness er komið út!

Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni. Ásamt því að framleiða myndbandið sáum við einnig um mix og master á laginu sjálfu. Takturinn er pródúseraður af Alfreð "Drexler" og Joakim "REUP".

Horfið, hlustið og njótið!

Svart sumar 2021.Music produced by Alfreð "Drexler" and Joakim "REUP". Mixed and mastered by Kaiku Sound ehf.Video produced by Kaiku Sound ehf. (Adam Murtoma...

Næstu helgi kemur út nýr singúll frá Svarta Laxness, Hvaddagera, og tónlistarmyndband við lagið! Við fengum þann heiður ...
24/06/2021

Næstu helgi kemur út nýr singúll frá Svarta Laxness, Hvaddagera, og tónlistarmyndband við lagið! Við fengum þann heiður að framleiða tónlistarmyndbandið ásamt Pétri Gauti Magnússyni, leikstjóra, ásamt því að sjá um hljóðblöndun og masteringu fyrir sjálfan singúlinn! Hlökkum til að deila þessu með ykkur!

Nýju hljóðkortin loksins komin í hús!
12/06/2021

Nýju hljóðkortin loksins komin í hús!

01/06/2021

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kaiku Sound posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Kaiku Sound:

Videos

Share


Other Music production in Reykjavík

Show All