Móðurskipið

Móðurskipið Móðurskipið er umboðsstofa fyrir leikara, fyrirlesara og annað hæfileikafólk úr ýmsum listgreinum.

Enginn annar en útvarpsmaðurinn, uppistandarinn, veislustjórinn og fjöllíkindatólið  er stiginn um borð 🎉Hlökkum til að ...
03/02/2025

Enginn annar en útvarpsmaðurinn, uppistandarinn, veislustjórinn og fjöllíkindatólið er stiginn um borð 🎉

Hlökkum til að starfa með þér 💛

- - -

Bolli Már er er nýr og ferskur uppistandari sem kom fram á sjónarsviðið 2023. Síðan þá hefur hann haldið sýningar um land allt. Meðfram því hefur hann skemmt hjá fjölda fyrirtækja með uppistandi, pöbbkvissi og að sjálfsögðu veislustýrt eins og vindurinn.

Bolli er vanur veislustjóri og kynnir, hann tekur að sér allskyns verkefni og leysir þau frábærlega af hendi. Engin skemmtun er of stór eða lítil, Bolli er fyrir öll tilefni.

Upplýsingar og bókanir á [email protected]

Ævar Þór Benediktsson frumsýnir KAFTEINN FRÁBÆR í Tjarnarbíói í febrúar. Miðasala í fullum gangi á vefsíðu  og   - - - M...
10/01/2025

Ævar Þór Benediktsson frumsýnir KAFTEINN FRÁBÆR í Tjarnarbíói í febrúar. Miðasala í fullum gangi á vefsíðu og



- - -

Magnús ætlaði aldrei að verða pabbi. Það bara gerðist einhvern veginn. Hann ætlaði heldur ekkert endilega að verða ofurhetjan Kafteinn Frábær, en stundum þarf maður að bulla sögur þegar börnin manns vilja ekki fara að sofa.

En á einhverjum tímapunkti gefa sögurnar sig og raunveruleikinn ryðst inn...

Kafteinn Frábær er einleikur um föðurhlutverkið, karlmennsku, sorg, missi og (auðvitað) ofurhetjur.

Velkominn um borð elsku  💛Kolbeinn Sveinsson (1998) er nýnemi á leikarabraut við Listaháskóla Íslands sem hefur síðustu ...
18/12/2024

Velkominn um borð elsku 💛

Kolbeinn Sveinsson (1998) er nýnemi á leikarabraut við Listaháskóla Íslands sem hefur síðustu ár starfað sem hugmynda- og textasmiður auk þess að vera annar helmingur tónlistartvíeykisins Sprite Zero Klan.

Samhliða tónlist og auglýsingagerð hefur Kolbeinn víða komið fram sem leikari og skemmtikraftur, m.a. í Eurogarðinum á Stöð 2 (2020), söngleiknum Hlið við hlið (2021, enduruppsett 2024), Áramótaskaupinu (2018), sem rödd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka (2024) og sem kynnir Söngkeppni framhaldsskólanna á RÚV (2024).

📸

 leikur stórt hlutverk í nýútkominni Netflix stórmynd - MARY. Einvala lið leikara má sjá í myndinni en Guðmundur Ingi le...
13/12/2024

leikur stórt hlutverk í nýútkominni Netflix stórmynd - MARY. Einvala lið leikara má sjá í myndinni en Guðmundur Ingi leikur yfirmann rómverska heraflans ásamt Sir Anthony Hopkins í sem fer með hlutverk Heródesar.

MARY er komin á í yfir 190 löndum og fór beint á toppinn 💫

Til hamingju 👏🏼💛

Ný headshot  ✨📷
27/11/2024

Ný headshot ✨
📷

 tekur á móti verðlaunum fyrir hönd aðstandenda Ljósbrots á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck 🏆Til hamingju öll með þetta...
20/11/2024

tekur á móti verðlaunum fyrir hönd aðstandenda Ljósbrots á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck 🏆

Til hamingju öll með þetta ferðalag og árangurinn ✨


Til hamingju  👏🏼 💫Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2024 hlýtur Ari Eldjárn fyrir framlag sitt til íslenskrar uppista...
18/11/2024

Til hamingju 👏🏼 💫

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2024 hlýtur Ari Eldjárn fyrir framlag sitt til íslenskrar uppistandsmenningar og fyrir að skemmta ungum sem öldnum á íslenskri tungu.

📷 Stjórnarráðið

Álfrún Laufeyjardóttir | New headshots 📷
07/11/2024

Álfrún Laufeyjardóttir | New headshots


📷

Allir á TIX. Strax.Bergur Ebbi mætir til leiks með glænýtt uppistand í janúar 2025. En áður en að því kemur mun hann hal...
01/11/2024

Allir á TIX. Strax.

Bergur Ebbi mætir til leiks með glænýtt uppistand í janúar 2025. En áður en að því kemur mun hann halda tilraunasýningar, með afar takmörkuðu miðaframboði, þar sem hugmyndir fá að flakka. Unnendur uppistands þekkja fyrirkomulagið á tilraunasýningum. Þar eru hugmyndirnar nýjar, hráar og oft fyndnari en þær verða nokkurn tímann síðar. Til umfjöllunar verða ökklabönd og læsi drengja, soda-stream og bakgarðshlaup og fleira og fleira.

Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með tæpa tveggja áratuga reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni

https://tix.is/event/18609/bergur-ebbi-tilraunasyning-uppistand

Frumsýning í kvöld í  🥂🍾Tóm hamingja er glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsfor...
25/10/2024

Frumsýning í kvöld í 🥂🍾

Tóm hamingja er glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum. Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all verulega.

Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum veruleika og áhorfendur verða ekki sviknir af þessu bráðfyndna verki sem allir frá fermingu og fram á grafarbakkann geta hlegið að.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnarfjarðarbæ.

Í samstarfi við Gaflaraleikhúsið.

Næst á stjörnufestinguna er  ✨Aðalbjörg Árnadóttir útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá LHÍ vorið 2005 og MA gráðu ...
18/10/2024

Næst á stjörnufestinguna er ✨

Aðalbjörg Árnadóttir útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá LHÍ vorið 2005 og MA gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ árið 2020. Hún hefur starfað í fagumhverfi sviðslista frá 2005 sem leikkona, höfundur, leikstjóri og framleiðandi.

Aðalbjörg hefur leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi, m.a. í Brján (2024), Þið kannist við (2023), Brúðkaupið mitt (2022), Systrabönd (2021), Ráðherrann (2020), Stella Blómkvist (2017), og Rökkur (2017), Ástarvitinn (2024) og Sjálfsalinn-(2023),
Aðalbjörg starfaði um skeið við Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Hún er einn af stofnendum leikhópanna 16 elskendur, Soðið svið og Díó, og hefur með þeim sett upp og framleitt sýningar fyrir börn og fullorðna. Hún hefur leikið í fjölda verka annara hópa innan sjálfstæða geirans og norrænum samstarfsverkefnum. Meðal nýlegra verka sem Aðalbjörg hefur tekið þátt í má nefna Ásta í Þjóðleikhúsinu; Mæður, Þoka (sem leikstjóri) og Vaðlaheiðargöng í Borgarleikhúsinu; Blóðuga Kanínan og Piparfólkið í Tjarnarbíói. Aðalbjörg er einn af listrænum stjórnendum hljóð-vappsins Flanerí.

Velkomin um borð elsku Aðalbjörg 🩷 Hlökkum til að vinna með þér!

ÚTILEGA ⛺️í kvöld á  Í Útilegu fá áhorfendur að fylgjast með klassískri íslenskri útilegu. Það lítur allt vel út á yfirb...
17/10/2024

ÚTILEGA ⛺️í kvöld á

Í Útilegu fá áhorfendur að fylgjast með klassískri íslenskri útilegu. Það lítur allt vel út á yfirborðinu en undir brosunum leynist sannleikurinn sem oft getur reynst erfiður og sár. Útilega dregur upp einlæga, trúverðuglega og skemmtilega mynd af Íslendingum nútímans sem eflaust margir áhorfendur geta tengt við.

Leikstýrt af - framleitt af 🍿

Til hamingju með frumsýningu SVÖRTU SANDA II öll sem eitt 🖤Frumsýnt á  6. október!
02/10/2024

Til hamingju með frumsýningu SVÖRTU SANDA II öll sem eitt 🖤
Frumsýnt á 6. október!

Næst um borð í Móðurskipið er rísandi stjarna ⭐️Velkomin í hópinn elsku  💛 Hlökkum fylgja þér inn í framtíðina!📷  - - -S...
04/09/2024

Næst um borð í Móðurskipið er rísandi stjarna ⭐️
Velkomin í hópinn elsku 💛 Hlökkum fylgja þér inn í framtíðina!

📷

- - -

Selma Rán Lima (1996) er leikkona ættuð frá Íslandi og Grænhöfðaeyjum. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2024.

Selma hefur talsverða reynslu af sviðsleik, enda alin upp í áhugaleikfélögum höfuðborgarsvæðisins frá unga aldri. Eftir grunnskóla hóf hún nám á leiklistarbraut FG, þar sem hún tók bæði þátt í söngleikja uppsetningum og keppti í Söngkeppni framhaldsskólanna. Selma er einnig tónlistarkona, spilar á ýmis hljóðfæri og hefur lokið miðprófi í rhytmískum söng frá Tónlistarskóla FÍH. Hún tjáir sig mikið í gegnum tónlist, bæði syngjandi og dansandi, en hún æfði samkvæmisdans í átta ár og street dans í tvö ár.

Árið 2020 var Selma ráðin til að semja tvö lög fyrir kvikmyndina Uglur, eftir Teit Magnússon, sem frumsýnd var 2021.

Síðsumars 2022 fór Selma með aðalhlutverk í stuttmyndinni Bókaskipti, eftir Berg Árnason, en stuttmyndin hlaut fyrstu verðlaun í sínum flokki á RIFF árið 2023.

Haustið 2023 lauk Selma BADC (British Academy of Dramatic Combat) foundation-námskeiði í rapier skylmingum og óvopnuðum bargada.

Selma gekk til liðs við Þjóðleikhúsið strax að loknu námi og fer með tvö hlutverk leikárið 2024-2025; Dótturina í fjölskyldudramanu Heim eftir Hrafnhildi Hagalín og Möggu Messi í verkinu um þau Orra óstöðvandi eftir Völu Fannell, sem unnið er upp úr bókum Bjarna Fritzsonar.

Það er engin önnur en Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem stígur um borð í Móðurskipið í dag 💫 Velkomin elsku  - hlökkum ...
30/08/2024

Það er engin önnur en Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem stígur um borð í Móðurskipið í dag 💫 Velkomin elsku - hlökkum til að vinna með þér 💛

- - -

Katrín Halldóra Sigurðardóttir er útskrifuð leikkona af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands. Hún stundaði söngnám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á jazz- og rokkbraut í Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur starfað frá árinu 2015 í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og tekið þátt í hinum ýmsu uppfærslum. Katrín er þekktust fyrir að hafa túlkað Elly í samnefndum söngleik, samstarfs uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports.

Katrín Halldóra hefur hlotið fjölmargar tilnefningar og hlaut hún meðal annars Grímuna sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á Ellý Vilhjálms í samnefndri uppfærslu. Hún hlaut einnig Menningarverðlaun DV fyrir sama hlutverk. Þá hlaut hún Edduna ásamt handritshópi Áramótaskaupsins 2018. Katrín hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum á borð við Ófærð II.

Hún er einn af stofnendum og meðlimum Improv Ísland, hefur komið töluvert fram með þeim og einnig starfað sem kennari á námskeiðum.

Katrín Halldóra starfar öllu jafna sem söngkona samhliða leiklistinni, hefur gefið út tvær solo plötur og haldið fjölmarga tónleika. Hún sér einnig um lestur hljóðbóka, handrita- og sketsa skrif, veislustjórn og margt fleira.

Velkomin um borð í Móðurskipið  💫Birta Söring er nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands.Birta hefur einnig lokið ...
25/08/2024

Velkomin um borð í Móðurskipið 💫

Birta Söring er nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands.

Birta hefur einnig lokið diplómunámi í Complete Vocal Institute í Danmörku og hefur mikla söngreynslu. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sjálfstæðum sviðslistaverkum, þar má nefna t.d. Strandgate Film Festival og Velkom Yn í samstarfi við Afturámóti. Einnig setti hún upp nýverið einverkið sitt Kríukroppur sumarið 2024 en hún skrifaði og frumsýndi verkið í náminu sínu.

Birta mun leika Auði í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar sem verður frumsýndur nú í október. Þar að auki mun hún taka þátt í söngleiknum Stormur sem frumsýndur er í febrúar í Þjóðleikhúsinu og er byggður á lögum Unu Torfa.

📷

Velkominn um borð í Móðurskipið elsku  💛Jakob van Oosterhout (1997) er íslenskur/hollenskur leikari sem útskrifaðist frá...
21/08/2024

Velkominn um borð í Móðurskipið elsku 💛

Jakob van Oosterhout (1997) er íslenskur/hollenskur leikari sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA gráðu í leiklist vorið 2024. Nýlega fór hann með hlutverk í kvikmyndunum Greenland: Migration og Ljósbrot sem og sjónvarpsþáttunum The Darkness og Felix og Klara. Á næsta leikári mun hann fara með hlutverk í söngleiknum Stormur í Þjóðleikhúsinu sem skrifaður er af Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfa.

Jakob er með burtfararpróf í trompetleik og hefur þar að auki mikla söngreynslu. Hann er með bakgrunn í fimleikum og dansi og hefur lokið BADC (British Academy of Dramatic Combat) foundation-námskeiði í bardagatækni.

Auk sviðs- og kvikmyndaverkefna hefur Jakob unnið töluvert við hljóðbókalestur sem og talsetningar.

Jakob er altalandi á íslensku, hollensku, ensku og dönsku.

📷

 var stórfengleg í hlutverki Fjallkonunnar!Í ávarpi sínu flutti hún ljóð eftir Berg Ebba:Kæra þjóð. Ég hef verið að reyn...
17/06/2024

var stórfengleg í hlutverki Fjallkonunnar!
Í ávarpi sínu flutti hún ljóð eftir Berg Ebba:

Kæra þjóð. Ég hef verið að reyna að ná í þig. Rétt missti af þér á Hverfisgötunni. Þú hoppaðir upp á rafskútu og renndir þér inn í blauta og dimma nóttina. Ég stóð eftir böðuð í bleiku neonljósi. Ég missti líka af þér á Lækjartorgi. Sá þig stíga upp í fölgrænan strætó í útvíðum buxum með ljóðabók í úlpuvasanum eftir skáld sem missti vitið. Ég hef elt þig út um allt. Upp í gnauðandi glerhýsin og inn í reykfylltar gullnámur á fjarlægum ströndum en alltaf gripið í tómt.

Ég hef verið að reyna að ná í þig til að segja þér að ég elska þig. Ég elska ekki bara leikskólabörn sem eru leidd í beisli í endurskinsvestum. Ég elska líka leigubílstjóra sem segja reynslusögur. Ég finn leiðir til að elska því ég er úrræðagóð ástrík fjallkona sem kyndir ofninn þinn og passa að rúmfötin á öldrunardeildunum séu ávallt tandurhrein og allir fái í skóinn í skammdeginu og ég skil varla hvernig ég hef tíma því oftast er ég frávita af áhyggjum að leita að þér og svo þarf ég líka að halda mig sem mest á fjöllum og vera ekki fyrir.

Gæjalega, grobbna þjóð, leyndardómsfull sem mannshvarf, úfin eins og hafið sem umlykur þig. Ég vildi bara segja þér að þrátt fyrir allt mun ég aldrei gefast upp á þér. Ef þú vilt finna mig þá er ég spegilmynd þín í vötnunum efst á Arnarvatnsheiði, ég er ýlfrið í sprungunum og tikkið í fánastöngunum. Þú getur fundið mig í hverju skrefi því jörðin undir fótum þínum eru kristölluð tárin sem ég hef grátið vegna þín.

Address

Hverfisgata 4
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Móðurskipið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Móðurskipið:

Share

Category