Kjósum hávaðann burt

Kjósum hávaðann burt Andóf íbúa og annarra hagsmunaaðila í miðbænum gegn hávaða frá næturlífi

Þann 24. maí 2022 fór fram umræða í borgarstjórn um vanda næturlífsins vegna næturklúbba í Reykjavík og mögulegar lausni...
26/05/2022

Þann 24. maí 2022 fór fram umræða í borgarstjórn um vanda næturlífsins vegna næturklúbba í Reykjavík og mögulegar lausnir að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Hér er tengill á upptöku á umræðunni en hún byrjar á 1:07:45
https://www.youtube.com/watch?v=_RAX7V8sAIY

Fundur borgarstjórnar 24. maí 2022 kl. 14:00 með rauntímatextun.

Ársgömul grein sem birtist í Fréttablaðinuhttps://www.frettabladid.is/skodun/eg-sem-fae-ekki-sofid/
25/05/2022

Ársgömul grein sem birtist í Fréttablaðinu
https://www.frettabladid.is/skodun/eg-sem-fae-ekki-sofid/

Skoðun Ég sem fæ ekki sofið Benóný Ægisson Miðvikudagur 23. júní 2021 Kl. 06.00 Deila Ég bý í tundurduflabelti miðbæjarins. Og hvar er þetta belti, jú, það er þar sem vínveitingastaðir og næturklúbbar borgarinnar eru orðnir fleiri en staðirnir þar sem fólk býr. En það ...

Grein eftir Matthildi Skúladóttur íbúa í miðbænum sem birtist í Morgunblaðinu
23/05/2022

Grein eftir Matthildi Skúladóttur íbúa í miðbænum sem birtist í Morgunblaðinu

Mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn 24. maíUmræða um vanda næturlífsins í Reykjavík og mögulegar lausnir að beiðni Fl...
23/05/2022

Mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn 24. maí

Umræða um vanda næturlífsins í Reykjavík og mögulegar lausnir að beiðni Flokks fólksins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að ræða um næturlífsvandann í Reykjavík og mögulegar lausnir í ljósi afgreiðslu tillögu Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 8. 11. 2018. Tillögunni var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs en kom til afgreiðslu nú fjórum árum síðar eða 18. maí sl. og var henni vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlitsins.

Tillagan var eftirfarandi:
Að borgarráð samþykki að tryggja að eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni verði fylgt til hins ítrasta og hafa þá í huga:
Leyfisveitingar þurfa að fylgja reglugerð um hljóðvist og hávaðamörk: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008.

Reglugerðin sem hér um ræðir er í sjálfu sér ágæt. Eina vandamálið er að henni hefur ekki verið framfylgt. Auk þess stangast leyfi fyrir opnunartíma skemmtistaða á við þau lög að íbúar eigi rétt á svefnfrið frá kl. 23 til 7 að morgni, óháð búsetu, samkvæmt 4. grein lögreglusamþykktar. Hávaðamörkum hefur ekki verið framfylgt með nokkrum viðunandi hætti árum saman ef þá nokkurn tímann en þau mega ekki fara yfir 50 desíbel úti á götum (Evrópusambandið miðar við 40 desíbel). Ítrekað hefur verið hringt í lögreglu í gegnum árin sem íbúar segja að hafi engu skilað.
Flokkur fólksins hefur rætt þessi mál eftir að sóttvarnaraðgerðum var að fullu aflétt. Covid veitti íbúum grið um tíma en nú er allt komið í sama farið á ný.

Í miðbænum er blönduð byggð og þar búa barnafjölskyldur eins og annars staðar Ástandið í miðbænum þegar líða tekur á nótt um helgar er alvarlegt og hefur hópur fólks mótmælt hávaða og skrílslátum sem heldur vöku fyrir fólki í nágrenni við næturklúbba. Eftir lokun kl. 4.30 halda oft áfram götupartý fram undir morgun. Eins og vitað er þá er fólk sem hefur drukkið ótæpilega víst með að haga sér með þeim hætti sem þeir myndu ekki gera væri þeir allsgáðir. Ofurölvun getur aukið líkur á ólöglegu atferli, áreitni og ofbeldi og berast fréttir gjarnan af ofbeldisverkum úr miðbænum eftir skemmtanalíf helgarinnar. Ölvaðir gestir næturklúbba kasta stundum af sér vatni þar sem þeir standa og ganga örna sinna á hinum ólíklegustu stöðum t.d. á tröppum fólks, í görðum eða geymslum þeirra. Sprautunálum, bjórdósum, glösum, smokkum, sígrettustubbum og matarleifum er hent hvar sem er og endar það oftar en ekki á tröppum íbúanna eða í görðum þeirra.

Dauðir hlutir njóta heldur engra griða. Veggjakrot og eignarspjöll fær að þrífast án nokkurrar refsingar. Bílar íbúanna hafa sömuleiðis verið skemmdir, inn í þá brotist eða skorið á dekkin. Þeir sem hafa leitað til lögreglu eða tryggingafélaga með þessi mál hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ef kostnaður af skemmdarverkum á eigum fólks í miðborginni sem tengist næturklúbbum væri tekinn saman myndi hann ábyggilega hlaupa á hundruð milljóna króna. Þá er ótalinn sá andlegi skaði sem íbúar hafa orðið fyrir.

Lausnir
Flokkur fólksins hefur skoðað þessi mál með fjölmörgum aðilum. Flestir eru sammála um að fyrsta skrefið sé að fylgja gildandi reglugerð, draga úr hávaða og bassanum sem berst langar leiðir frá næturklúbbum sem margir eru í húsum með litla hljóðeinangrun. Skoða mætti að setja upp hljóðmæla sem notaðir yrðu á sama hátt og eftirlitsmyndavélar.

Annað sem mætti skoða er að til þess að eigendur næturklúbba missi ekki of stóran spón úr aski sínum er að fá fólk til að mæta fyrr á skemmtistaðina. Ef staðið er saman að slíkum breytingum myndi markaðurinn án efa aðlaga sig að breyttum opnunartíma. Mottóið ætti að vera: Eftir eitt ei heyrist neitt! Nauðsynlegt er að setja næturstrætó í gang til að koma fólki aftur heim til sín og koma í veg fyrir hópamyndanir í miðbænum eftir lokun næturklúbba.
Flokkur fólksins hefur nefnt þann möguleika að ráða næturlífsstjóra sem héldi utan um þennan málaflokk, þ.m.t. kvartanir, og sá hefði auk þess eftirlit með að reglugerðum og lögum sé framfylgt. Skemmtanalífið í Reykjavík og "hagkerfi næturlífsins" er það umfangsmikið að ekki veitir af. Það virðist vera lítið ef nokkuð samtal milli stofnana sem þessi mál heyra undir – borg, lögregla, heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit, byggingareftirlit og sýslumaður. Ef allt þetta væri komið á eitt borð væri mun auðveldara að hafa yfirsýn og sjá hvar grípa þyrfti inn í með aðgerðum og úrræðum eftir því sem þurfa þykir.

Næturlífsstjórinn gæti t.d. gert drög að skipulagsbreytingum sem miðar að því að hólfa skemmtanalífið niður. Það má hugsa sér mismunandi hljóðsvæði frá 1-5 en á "skemmtanasvæði“ mætti hávaðinn (innandyra) vera mikill og opið langt fram á nótt.
Samhliða þessum breytingum yrði unnið að uppbyggingu á svæði fyrir utan almenna íbúabyggð, t.d. utarlega á Grandanum eða í einhverju öðru iðnaðarhverfi, þar sem fólk getur skemmt sér eins og það vill án þess að ónáða aðra. Þá gæti lögreglan einnig haft betra eftirlit með því að allt fari vel fram.

Hægt væri að hugsa sér að hljóðsvæði 4-5, þar sem hávaði væri mestur, væri í fjarlægð frá íbúabyggðinni. Svæði 1-2 mættu vera í hjarta miðbæjarins en staðirnir dreifðari en nú er og yrði þeim sett ströng skilyrði um hljóðvist: engir útihátalarar, lítil sem engin hljóðmengun frá stöðunum út á götur og aðeins opið til kl. 1. Þetta eru allt hugmyndir sem Flokkur fólksins setur fram og mætti vel ræða.

Hljóðsvæði 3 gæti t.d. verið kyrrðarsvæði þar sem fólk getur verið eitt með sjálfum sér eða fjölskyldu og vinum. Hugað væri vandlega að hljóðvist á þessum stöðum og allt kapp lagt á að hafa þá sem vistvænasta.

Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á samráð og að unnið sé með borgarbúum og öllum þeim sem hagsmuna eiga að gæta í því máli sem um ræðir hverju sinni. Nauðsynlegt verður að fá umsagnir frá íbúum og öðrum rekstraraðilum á svæðinu áður en stórar ákvarðanir eru teknar og taka á tillit til þeirra eins og kostur er. Hér er um hagsmunamál margra að ræða.

Þessi mál þurfa að komast í lag sem fyrst. Ýmsir hafa aðra hagsmuni og eru t.d. hátt í sjötta tug hótela og gistiheimila á svipuðu svæði og þessir næturskemmtistaðir eru. Það er skylda okkar og ábyrgð að hlusta á raddir þessa hóps. Ekki verður hjá því komist að skoða þann möguleika að færa þá staði sem eru opnir langt fram á nóttu með tilheyrandi hávaða út fyrir íbúasvæði eða stytta opnunartíma þeirra. Þetta mætti gerast í einhverjum áföngum til þess að gefa kost á aðlögun. Skoða þarf að dreifa næturskemmtistöðum um borgina á hentuga staði allt eftir eðli starfseminnar.

Diskóbar með tilheyrandi hávaða og látum sem dynur alla nóttina getur ekki starfað þar sem fólk er að reyna að sofa í næsta húsi. Skoða þarf samhliða samgöngumál s.s. næturstrætó ekki síst nú þegar leigubílar eru allt of fáir.

BORGARSTJÓRI BOÐAR SVEFNBYLTINGU FYRIR ALLA, NEMA SVEFNVANA MIÐBÆJARBÚANýlega lauk hinni stóru ráðstefnu Svefn í Eldborg...
07/05/2022

BORGARSTJÓRI BOÐAR SVEFNBYLTINGU
FYRIR ALLA, NEMA SVEFNVANA MIÐBÆJARBÚA

Nýlega lauk hinni stóru ráðstefnu Svefn í Eldborgarsal Hörpu , sem haldin var þann 2. maí síðastliðinn, þar sem ýmsir leiðandi sérfræðingar á þessu sviði fjölluðu um hversu mikilvægur góður svefn er fyrir líkamlega og andlega heilsu og hversu gríðarlega mikið vandamál alls konar svefnfraskanir eru í okkar nútímasamfélagi. Fremstur í þeim flokki var án efa Matthew Paul Walker, prófessor í sálfræði og taugavísindum við Berkeley-háskólann í Kaliforníu, en árið 2017 kom út mestölubók hans Why We Sleep (hún var þýdd á íslensku þremur árum síðar undir heitinu Þess vegna sofum við). Að ráðstefnunni stóð Erla Björnsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum, sem birt hefur fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og gaf út bókin Svefn með Forlaginu árið 2017.

Í kynningu á ráðstefnunni kemur fram að „helmingur Íslendinga sofa ekki nóg og 34% sofa undir s*x klukkustundum, en svo stuttur svefn eykur líkur á margvíslegum andlegum og líkamlegum sjúkdómum, dregur úr framleiðni og eykur slysahættu. Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um 55 milljarðar króna árlega.“ Rannsóknir sýna að svefnleysi auki fjarvistir og minnki framleiðni, sem janfgildir 7-11 daga fjarvistum starfsfólks á ári. Þá eru svefnlausir einstaklingar allt að 70% líklegri til að gera mistök og lenda í slysum. „Svefnleysi eykur hættuna á kvíða, þunglyndi, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og hefur neikvæð áhrif á lífslíkur.“

Vonbrigði og vonarneisti
Eins og áður hefur komið fram, ávarpaði borgarstjóri (og Alma Möller landlæknir) ráðstefnuna og boðaði hvorki meira né minna en svefnbyltingu! Þessi róttæka hugarfarsbreyting hjá borgarstjóra og sá uppörvandi byltingarandi sem finna mátti í þessari óvæntu yfirlýsingu hans fyllti marga íbúa miðbæjarins mikilli von og gleði. Það eina sem skyggði á fögnuðinn var að hann minntist aldrei einu orði á alla diskóbarina sem haldið hafa vöku fyrir svo mörgum íbúum í öll þau ár sem hann hefur verið borgarstjóri, heldur einbeitti sér aðallega að unga fólkinu, börnum og leikskólum.

Það er full ástæða að vitna í það helsta sem borgarstjórinn hafði að segja uppi í pontu fyrir framan alla þessa miklu sérfræðinga og áhugafólk um góðan svefn. Þótt hann hafi hvergi komið inn á þetta ófremdarástand í miðbænum má gera því skóna að ekki sé öll von úti enn að við miðbæjarbúar fáum meiri svefnfrið áður en yfir lýkur, kannski jafnvel fyrr en menn þora að vona:

Ávarp borgarstjóra
„Menn kannski spyrja sig, hver er svo skyni skroppinn að hann lætur bjóða sér á svið eftir að landsliðið í svefni og heimssmeistari í svefni er búinn að tala í þrjá tíma [Góð spurning, hver er svona skyni skroppinn? Getur það kannski verið sjálfur karlinn í púltinu?] ... Ég hef áhuga á þessum málum því ég er alinn upp á tíma sem er hræðilegur fyrir svefn ... og þess vegna er svo sláandi og í raun mikið áhyggjuefni að sjá í þessum rannsóknum að síðustu tuttugu ár hefur svefninn samt versnað hjá ungu fólki [Eða sirka síðan diskóbúllurnar tóku fyrst að láta á sér kræla í miðbænum] ... Við erum með eldhuga eins og Erlu sem segir þetta á svo miklu mannamáli að við getum öll tekið þetta til okkar [Borgarstjórinn ætti að líta betur í eigin barm; hann virðist ekki enn hafa meðtekið boðskapinn nema að takmörkuðu leyti].“

„Það er mjög mikilvægt að hver og einn taki til sín það sem hann getur unnið með í sínu eigin svefnmálum, hjá sínum nánustu og sínum vinum ... og þá fékk ég það dálítið á heilann að það væri þá verkefni okkar á velta aðeins fyrir okkur hvað í skipulagi samfélagsins getum við gert til að bæta svefninn [Uppástunga; snarminnka opnunartíma diskóbaranna í miðbænum og slökkva á hávaðanum] ... Mér finnst það sjálfum ótrúlega spennandi að það sé búið að setja svefn á dagskrá í þessu samfélagi. Ég er ekki að segja að þessi svefnbylting verði í nótt, en mér finnst hrikalega spennandi að virkja alla með í að skoða hvað við getum gert ...“

„Ég er búinn að átta mig á því að það eru engar töfralausnir ... og ef við fáum meiri svefn fyrir alla þá munum við betur, þá verðum við fallegri, aukum orkuna á öllum sviðum og stígum enn eitt skrefið í að gera betra samfélag [Við miðbæjarbúar gætum ekki verið meira sammála borgarstjóra: „meiri svefn fyrir alla“] ... En til þess að stuðla að breytingum, þá þarf að vita hvert vandamálið er, það þarf að vita hverjar lausnirnir eru [Þær liggja kristaltært fyrir: Hávaðann burt!]... það sem við þurfum er svefnbylting.“

Og þar með setti borgarstjórinn amen á eftir efninu.

Íbúar miðbæjarins geta aðeins beðið til Guðs, að lögreglan taki hávaðann frá næturklúbbunum allt í kringum okkur jafn fö...
07/05/2022

Íbúar miðbæjarins geta aðeins beðið til Guðs, að lögreglan taki hávaðann frá næturklúbbunum allt í kringum okkur jafn föstum tökum hún virðist gera þarna við dyravörðinn í Himnaríki. Þetta setur trúleysingjana í talsverðan bobba; fyrir þeim er fokið í flest skjól þar sem yfirvöld neita að vernda íbúa miðbæjarins fyrir hávaðanum sem heldur fyrir þeim vöku allar helgar – kannski til eilífðarnóns. Diskóbúllurnar eru okkar Helvíti.

06/05/2022

STUTT HEIMILDARMYND UM NÆTURLÍFIÐ Í RVK
Íbúar í hjarta miðbæjarins tjá sig um næturlífið og þau skelfilegu áhrif sem það hefur haft á svefnfrið þeirra og lífsgæði svo árum skiptir; yfirgengilegan hávaða frá diskóbörunum og öll skrílslætin og sóðaskapinn sem þrífst í kringum þá.

Úr lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar:„Reykjavík er heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag sem stuðlar a...
01/05/2022

Úr lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar:

„Reykjavík er heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag sem stuðlar að öryggi, jöfnuði, virkri þátttöku og vellíðan allra.

Í Reykjavík er jöfnuður til heilsu lagður til grundvallar í öllu starfi borgarinnar, grunnþarfir, öryggi og mannréttindi íbúa eru tryggð, og engin skilin eftir.

Í Reykjavík einkennist samfélagið af jöfnuði og öllum er gert kleift að lifa innihaldsríku lífi og uppfylla möguleika sína. Viðkvæmum og jaðarsettum hópum er mætt í samræmi við þarfir þeirra og meiri áhersla lögð á að bæta aðstæður þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar.

Samstarf við borgarbúa, sem eru sérfræðingarnir í eigin heilsu:
Til viðbótar við opinbert lýðheilsustarf þurfa einstaklingar að taka ábyrgð á eigin heilsu, eflingu félagsauðs og á því að vinna að bættri lýðheilsu, vinna með hinu opinbera hvers hlutverk á að vera að styðja við sjálfsprottið félags- og lýðheilsustarf í hverfum.“

Guð láti á gott vita að við íbúar miðbæjarins verðum jafn jafnir og aðrir Reykvíkingar og getum deilt vellíðan með þeim. En til þess þarf reyndar að viðurkenna að næturhávaði sé lýðheilsumál.

Kæra Borgarstjórn Reykjavíkur:All we are saying is give SLEEP a chance!https://www.youtube.com/watch?v=ftE8vr0WNus
29/04/2022

Kæra Borgarstjórn Reykjavíkur:
All we are saying is give SLEEP a chance!

https://www.youtube.com/watch?v=ftE8vr0WNus

50 years ago today - almost feels like yesterday. Achieving peace has never been more urgent. Let's keep giving peace a chance. I love you! yokoYoko Ono Lenn...

// SVÖRT MESSA //Náungi nokkur, sem er nákominn einum af nágrönnum okkar, fór að velta fyrir sér hvað hefði orðið um náu...
29/04/2022

// SVÖRT MESSA //

Náungi nokkur, sem er nákominn einum af nágrönnum okkar, fór að velta fyrir sér hvað hefði orðið um náungakærleikann. Hvernig getur fólk verið svona skilningslaust og reitt yfir því að fá ekki að skemmta sér eins og það vill, enda þótt það valdi þeim sem eiga hér heima og vilja aðeins fá að sofa í friði ómældri vanlíðan, jafnvel þjáningu. Hvar er samkenndin? Hvar er tillitssemin við náungann? Hvernig getur fólk, sem virðist svo annt um að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda og standa höllum fæti – já, helst öllum heiminum eins og Jesú – verið svona gjörsamlega blint á angist íbúa miðbæjarins, sem þeir eiga þó margir sjálfir sök á að valda? Þetta sama fólk gerði ekkert á hlut flóttafólksins frá hinum og þessum löndum sem hingað hefur streymt, en samt vill það vera voðalega gott við það. Hvers vegna vill þetta góða fólk ekki líka vera gott við okkur íbúana þótt við stöndum þeim bókstaflega miklu nær?

Þessi náungi sagði málið flókið og erfitt að útskýra. Og þó, í hnotskurn er þetta bara gamla „góða“ sjálfselskan. Kannski gerir fjarlægðin ekki fjöllin blá og mennina mikla, eins og Jóhann Sigurjónsson hélt fram, heldur obbulitla og meinfýsna. Til að flokkast sem góð manneskja í dag er mikilvægara að sýna það í orði frekar en verki og láta sér þykja annt um „alls konar aumingja“ með sýndartilburðum (e. virtue signalling). Tilheyri fólk ekki þessum viðurkennda „aumingjahópi“ og er með eitthvað múður sem fellur ekki í kramið hjá góða fólkinu – einu sinni hét það tjáningarfrelsi – getur það bara „hoppað upp í rassg*tið á sér og drullað sér í burtu“.

Röksemdafærslan er yfirleitt eitthvað á þessum nótum hjá nettröllum góða fólksins þegar íbúarnir dirfast að kvarta á samfélagsmiðum undan því að geta ekki sofið vegna hávaða og láta frá næturklúbbunum, í stað þess að grjóthalda kjafti og hreinlega skammast sín. Biðjast afsökunar á því að hafa maldað í móinn. Láti „neikvæða fólkið“ ekki segjast er það rækilega tekið á beinið og faktískt úrskurðað réttdræpt. Þetta góða fólk er sjálft alveg að drepast úr góðmennsku og fórnfýsi.

Að móðgast á samfélagsmiðlum fyrir hönd fólks sem þú þekkir engin deili á, helst nógu langt í burtu frá þér, er ákaflega þægileg og fyrirhafnarlítil aðferð til að sýna öllum heiminum hvað þú ert stórkostlega góð manneskja. Sömuleiðis að hrauna fúkyrðum yfir þá sem eru skoðunum þínum og þinna nánustu viðhorfsvina ekki að skapi. Að hatast út í þetta „leiðindapakk“ og gera lítið því, helst í skjóli nætur undir nafnleynd, þykir bera vott um alveg ótrúlega mikinn siðferðisþroska. Slík framkoma telst vera hetjudáð, einstaklega lofsvert framtak. Hefndarþorsti góða fólksins á sér engin takmörk.
____________________

- Ekkert lamb að leika sér við -

Þið eruð greinilega að glíma við eldgamla forynju, þessa týpísku hjarðhugsun sem alltaf hefur fylgt mannkyninu, „hrútskýrði“ náunginn. Við hana verður engu tauti við komið. Einn daginn elskar hún þetta og hatar hitt og þann næsta hefur hún snúið því algjörlega við. Hún er meira að segja fær um að vera með tvö andstæð sjónarmið á sama tíma, ekkert mál. Gangi ykkur vel að rökræða við hana! Þetta góða fólk myndi vart depla auga þótt einn af nágrönnum ykkar væri kossfestur beint fyrir framan það, ekki frekar en fyrri daginn. Var ekki nýlega verið að krossfesta mann í Hallgrímskirkju? Góða fólkið talaði ekkert um það, fór bara út á djammið og djöflaðist fram til morguns á næturklúbbunum yfir alla páskana.

Eftir langan vinnudag í útrýmingarbúðunum fóru nasistaforingjarnir heim, klöppuðu gjarnan hundinum, kysstu konuna og eyddu kvöldinu í faðmi sinnar arísku fjölskyldu. Þeir sáu ekkert bogið við það, þeir voru aðeins háttsettir meindýraeyðar að þjóna sínum borgaralegu skyldum. Hannah Arendt kallaði þessa hugsanalausu samtryggingu kerfisins „lágkúru illskunnar“ („banility of evil“) í tengslum við réttarhöldin yfir Adolf Eichmann.

Góða fólkið vill að sjálfsögðu ekki láta bendla sig við fasisma á nokkurn hátt. Það er svo líbó, frjálst og umburðarlynt, ekki satt? En illskan er lúmsk og á sér margar birtingarmyndir, bæði stórar og smáar. Hún býr í öllum mönnnum. Það þarf ekki heilt þjóðarmorð til að mannvonskan blasi við; hún bærist í hranalegum tilsvörum og smávægilegustu svipbrigðum (e. microaggression). Við erum ekki aðeins blind á það sem við viljum ekki sjá og skilja, við erum aðallega blind á eigin bresti. Vondi karlinn býr kannski í næsta húsi við þig, en aldrei í þér sjálfum.
____________________

- Eltum peningaslóðina -

Félagslegt stofnanaofbeldi (e. structural violence) er mjög áhugavert fyrirbæri, hélt náunginn áfram og gerðist nú ögn fræðilegri. Sú kenning gengur út á hvernig þær stofnanir og félagsfræðilegu strúktúrar, sem eiga að hjálpa okkur og vernda, geta þvert á móti unnið fólki mikinn skaða með því að sniðganga grundvallar þarfir þess. Mikið af þessu góða fólki vinnur hjá svona stofnunum og hefur af því lífsviðurværi.

„Enginn getur tekið nokkrum þeim rökum sem stangast á við tekjustreymi sitt“, fullyrti franski heimspekingurinn Descartes, sem einnig var braskari og fjárhættuspilari og þekkti vel til markaðarins. Snýst þetta ekki bara allt um peninga eins og vanalega? Sagði ekki uppljóstrarinn Deep Throat í kvikmyndinni All the President's Men (1976) að rannsóknarblaðamennirnir Woodward og Bernstein ættu að fylgja peningaslóðinni eftir? Ýmislegt kæmi eflaust upp úr kafinu ef það yrði gert hérna í einu óspilltasta landi í heimi, það sannar Íslandsbankasalan. Eða getur virkilega verið að „eitthvað sé rotið í Danaríki“?

Náunginn sagðist vera með þjóðráð fyrir okkur íbúana. Þið ættuð að mælast til þess að öll borgarstjórnin og æðstu yfirmenn lögreglu og heilbrigðiseftirlits færu reglulega út saman milli klukkan 2-4 á nóttunni um helgar til að sjá með eigin augum hvernig umhorfs er í kringum ykkur. Best væri auðvitað ef þið gætuð skipt á húsnæði við allt þetta góða fólk þannig að það geti betur áttað sig á hvers vegna þið eruð stöðugt að væla svona út af þessum hávaða og látum. En það er vitaskuld borin von. Þið eigið því miður við ofurefli að etja. „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti,“ segir í Íslandsklukkunni. Það eru orð að sönnu.
____________________

- Kappar og tildurgosar -

Þið eru sannar hetjur, sagði náunginn hughreystandi, og minntist hvernig Hillary Clinton hefði kallað þá sem henni mislíkaði við „samansafn ömurlegra vitleysingja“ („basket of deplorables“). Góða fólkið telur sér trú um að það búi yfir yfirburða siðferðiskennd og geti þess vegna stimplað og rutt þeim úr vegi sem það fílar ekki. Þetta eru algjörir fýlupokar. Þeir halda að þeir séu svo hipp og kúl, en eru í raun forpokaðir og lúmmó, fastir í brengluðum hugsunarhætti. Þið íbúarnir eruð fórnarlömb stofnanaofbeldis, þið eruð aktívistar fyrir fallegu og heilbrigðu borgarumhverfi. Fyrir menningu, en ekki ómenningu. Einn góðan veðurdag munu allir hrista hausinn og ekki skilja hvernig í ósköpunum þetta g*t gerst.

Ekki hafa áhyggjur, sannleikurinn kemur alltaf í ljós að lokum, sagði okkar maður til að stappa stálinu í sitt fólk. Hann gerir sér fulla grein fyrir að það sé á brattann að sækja. Það er eitt af undrum okkar samtíma hvað „kampavínskommarnir“ hafa mikil ítök á íslenskum fjölmiðlamarkaði þótt hann sé að mestu leyti kostaður af auðvaldinu. Óþægileg mál á borð við þetta ástand í miðbænum, sem kemur sér illa fyrir ákveðna frambjóðendur í aðdraganda kosninganna, eru þögguð niður af fremsta megni á sama tíma og flokksgæðingarnir eru teknir í hvert drottningarviðtalið á fætur öðru.

Litli-Pútín og hans kónar hafa komið sér upp vel smurðri áróðursvél með endalausum bitlingum og hrossakaupum. Það mega þeir eiga. Þeir kunna þá list að bruðla með almannafé og sóa því eins og enginn sé morgundagurinn í alls konar gæluverkefni. Reikningar frá verkfræðingum, arkitektum og fjölda annarra sérfræðinga (raunverulegum og skálduðum), sem Ráðhúsbúar hafa velþóknun á, eru umsvifalaust greiddir sama hvað upphæðin er fáránlega mikil. Eða eru kannski allir búnir að gleyma Braggamálinu? Gleymskan er besti vinur stjórnmálamannanna. Svona bragga er að finna út um allt í stjórnsýslu borgarinnar, skyldi einhver hafa kjark og nennu til þess að rannsaka öll stráin. Já, það margborgar sig að vera í rétta liðinu.
____________________

- Ekki einn dag í viðbót! -

Vinstrimenn hafa aldrei farið vel með opinbera fjármuni, þeir kunna aðeins skreyta bókhaldið og eyða peningum annarra með sífellt hærri álögum. Þeir fá aldrei nóg. Borgin er á kúpunni, tæknilega gjaldþrota. En góða fólkið hjá borginni er með masterplan og ráð undir hverju rifi; sagan hermir að þeir vilji losna við sem flesta íbúa á þessu dýrmæta svæði og helst breyta öllum miðbænum í eina risastóra partíbúllu. Það er svo góð tekjulind. Fasteignahrægammarnir bíða spenntir á hliðarlínunni eftir að komast í feitt.

Okkar maður er mjög vökull og fylgist vel með öllu. Hann segist punkta hjá sér hvernig kaupin gerast á eyrinni og halda því vel til haga. Það góða, segir hann og glottir við tönn, er að svona þöggunartilburðir virka ekki á alnetinu. Þar er ekki hægt að skammta tjáningarfrelsinu dálksentimetrana. Margir af þessum „vókverjum“ í Ráðhúsinu hafa setið allt of lengi á valdastól og eru orðnir góðu vanir. Þeir elska að afhenda blóm og viðurkenningar og klippa á einhverja glansborða, skælbrosandi framan í myndavélina, en á bakvið tjöldin sýnir valdhrokinn og taumlaus frekjan sitt rétta andlit, svo rosaleg að halda mætti að sumir væru á spítti.

Vilja kjósendur virkilega allt þetta góða fólk yfir sig aftur næstu fjögur árin, enn eina ferðina? Margir myndu segja að einn dagur í viðbót væri of mikið. Áframhaldandi samvinna núverandi meirihluta þjónar aðallega þeim sem eru innvígðir og innmúraðir í hagsmunabandalag valdaklíkunnar: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“, lét þjóðþekktur íhaldsmaður hafa eftir sér fyrir mörgum árum. Hann þekkti stjórnmálin og atvinnulífið innan frá og marseraði ekki alltaf í takt við forystuna.

Góðir kapítalistar hugsa bara um rassg*tið á sér, þeir eru algjörir skíthælar, eða svo segir orðið á götunni. Færri vita að margt af þessu góða fólki á vinstri kanti stjórnmálanna er síst skárra, það er aðeins flinkara í því að klóra yfir „sitt skítlega eðli“ og óheilindi. Það skiptir ekki máli hvaða flokk þú kýst, „þetta er allt ógeðslegt“. Hins vegar hafa mikil völd í langan tíma oft í för með sér alvarlega spillingu. Þess vegna höfum við lýðræðislegar kosningar til að almenningur fái tækifæri til þess að skipta reglulega um fólk í brúnni. Það er löngu tímabært að nýir vendir komist að kjötkötlunum svo loksins sé hægt að byrja að hreinsa upp allan skítinn sem þetta góða fólk í borgarstjórn Reykjavíkur hefur skilið eftir sig í miðbænum.

Sunnudagur, 24. apríl 2022

____________________________

(Es. „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. Það er aðeins einn hængur á slíkri syndafyrirgefningu; allt of margir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og stendur slétt á sama um þjáningar margra íbúa miðbæjarins. Hvað verður um þá er í höndum æðri máttarvalda.)

Samansafn úr skemmtana(ó)menningunni í miðbæ Reykjavíkur http://orgvel.is/tonlist/djoflada.pdf
27/04/2022

Samansafn úr skemmtana(ó)menningunni í miðbæ Reykjavíkur
http://orgvel.is/tonlist/djoflada.pdf

Líf Magneudóttir formaður umhverfis og heilbrigðisnefndar segir að það sé óráðlegt að skapa óvissu hjá fyrirtækjunum í m...
26/04/2022

Líf Magneudóttir formaður umhverfis og heilbrigðisnefndar segir að það sé óráðlegt að skapa óvissu hjá fyrirtækjunum í miðbænum og á þar við diskóbarina. Ef til vill ætti hún að huga betur að óvissu íbúanna sem eru nágrannar þessara staða sem búa í stöðugri óvissu um hvort þeir fái sofið um helgar. Líf ætti að kynna sér þau lög og reglugerðir sem eru í gildi um mörk hávaða og friðhelgi einkalífs í stað þess að drepa málinu á dreif og fara í tímafrekar reglugerðar og skipulagsbreytingar því í flestum tilfellum duga gildandi reglur til að laga ástandið verulega. Líf hefur nú 2-3 vikur til að framkvæma það sem hún hefur trassað allt kjörtímabilið, að tryggja íbúum svenfrið. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/25/oradlegt_ad_skapa_ovissu_hja_fyrirtaekjum/

Krafa Kolbrúnar Baldursdóttir, oddvita Flokks fólksins, um að finna lausnir á hávaðamengun og sóðaskap í miðbænum hefur vakið umtal, en hún segir borgaryfirvöld ekki sinna þessu máli.

Kolbrún Baldursdóttir skrifaði aðra grein um næturlífiðhttps://www.visir.is/g/20222252379d/baetum-naetur-lifid-i-mid-bae...
25/04/2022

Kolbrún Baldursdóttir skrifaði aðra grein um næturlífið
https://www.visir.is/g/20222252379d/baetum-naetur-lifid-i-mid-baenum

Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta.

Tíðindi frá vígstöðvunum112Geturðu gefið mér samband við Lögregluna í Reykjavík?Hvert er erindið?Ég ætla að kvarta yfir ...
23/04/2022

Tíðindi frá vígstöðvunum

112
Geturðu gefið mér samband við Lögregluna í Reykjavík?
Hvert er erindið?
Ég ætla að kvarta yfir hávaða frá Kofanum Laugavegi 2
Er þetta mjög slæmt?
Ég er búinn að þola hávaða frá þessum stað í 25 ár. Ef við reiknum með að þetta sé bara um helgar og sleppum öðrum frídögum þá eru þetta 104 dagar á ári, samtals rúmlega sjö ár. Þetta stendur í fimm klukkutíma í hvert sinn og að meðaltali 120 bassa og trommuslög á mínútu sem dynja á mér og þá eru þetta 91.980.000 slög í þessi 25 ár og þú getur ímyndað þér hvernig er að reyna að sofa í þessu.
En eru þeir ekki með leyfi?
Jú til að selja áfengi en ekki til að halda vöku fyrir mér.
Ég skal gefa þér samband við lögregluna.

BRANDARI ÁRSINSBorgarstjóri (ásamt Ölmu  Möller landlækni) heldur ávarp á stórri ráðstefnu sem fram fer í Hörpu 2. maí n...
22/04/2022

BRANDARI ÁRSINS
Borgarstjóri (ásamt Ölmu Möller landlækni) heldur ávarp á stórri ráðstefnu sem fram fer í Hörpu 2. maí næstkomandi — haldið ykkur fast – um mikilvægi svefns! Borgarstjórinn hlýtur að sofa einstaklega værum blundi meðan næturbúllurnar halda vöku fyrir íbúum til klukkan 04.30. Og oft mun lengur vegna hávaðans og skrílslátanna úti á götu löngu eftir að búið er að loka þessum diskóknæpum. Þeir eru bara svo „óheppnir“ að eiga heima of nálægt viðkomandi börum.

En vonandi lærir borgarstjórinn betur um mikilvægi svefns á ráðstefnunni og hvað umhverfið getur haft mikil áhrif á hann (það virðist hafa skort eitthvað upp á þá fræðslu þegar hann var í læknanámi, eða kannski svaf hann yfir sig þegar sú kennsla fór fram). Þarna munu sprenglærðir sérfræðingar m.a. tala um svefnmenningu á Íslandi, róandi lyf og svefnlyf, hvernig bregðast á við svefnvanda barna og unglinga og hvers vegna við þurfum yfirhöfuð að sofa.

Vanþekking borgarstjórnar – svo ekki sé talað um sofandahátt – á þessum hlutum er svo mikil að réttast væri að senda hana alla á þessa ráðstefnu. Hérna býr öll mannlífsflóran; eldri borgarar, ungt fólk, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og vinnandi fólk á besta aldri sem þarf á svefni sínum og hvíld að halda. Svo ekki sé minnst á alla ferðamennina. Yfir 60 hótel og gististaði eru á þessu litla svæði þar sem flestar krárnar hafa hreiðrað um sig.

Eins og íbúarnir kvarta erlendu ferðamennirnir statt og stöðugt undan hávaðanum og heimta endurgreiðslu. Við erum að tala um gríðarlegan fjölda gistinátta, gríðarlegt tjón hjá þessum rekstraraðilum. Og á sama tíma leggur borgin áherslu á þéttingu byggðar! Hvernig fer þetta tvennt eiginlega saman; hamslaust næturlíf annars vegar og hins vegar vistvænt og heilsusamlegt umhverfi fyrir unga jafnt sem aldna?

Nágranna nágranna míns, sem býr í næsta nágrenni við diskóbarinn Kofann á horni Skólavörðustígs og Laugavegar, kom ekki blundur á brá aðfaranótt sumardagsins fyrsta vegna hávaðans frá honum: „Þessi bevítans bassi smýgur í gegnum allt, hann er alveg að gera út af við mig,“ tjáði hann nágranna sínum. „Ég var bæði með heyrnartappa og heyrnarhlífar, eins og iðnaðarmenn nota, en samt heyrði ég ennþá í bassanum. Yfir 100 bít á mínútu. Þetta helvíti er verra en lúsmý. Þegar ég hélt að ég gæti loksins andað léttar tók við harmonikkuleikur fyrir utan Kofann til klukkan fimm!“

Kofinn hélt einnig „stuðinu uppi“ fram til morguns yfir páskana. Einu sinni var allt lokað stóran hluta dymbilvikunnar, nú hefur þessum „heilögu hvíldardögum“ verið sturtað niður í klósettið eins og ælu. Kjallarinn í Kofanum er varla stærri en 35 fermetrar og tekur í mesta lagi 25-30 manns í sæti; sjálft dansgólfið er þess vegna aðeins obbulítill blettur.

Þannig er stórum hópi íbúa (og ferðamanna) fórnað til að örfáar hræður geti skemmt sér og skrattanum. Eigandinn hefur væntanlega hagnast vel á nóttinni. Hann hefur ábyggilega sofið værum blundi eins og borgarstjórinn á öðrum stað í Reykjavík meðan íbúarnir þjáðust af svefnleysi. Það er óhætt að segja að mörgum íbúum hlakkar ekki mikið til helgarinnar. Kofinn er smánarblettur á borginni, eins og allir þessir staðir, sóðabúlla sem ber nafn með rentu.

Address

Reykjavík
101

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kjósum hávaðann burt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share


Other Social Media Agencies in Reykjavík

Show All