Fjarðarfréttir

Fjarðarfréttir Fjarðarfréttir er fréttamiðill Hafnfirðinga, bæjarblað og fréttavefur www.fjardarfrettir.is er stofnaður af Guðna Gíslasyni ritstjóra Fjarðarpóstins frá 2001.
(14)

Fjarðarfréttir á sér langa sögu, allt til ársins 1969 er kennarar í Hafnarfirði hófu útgáfu á fréttatengdu tímariti. Árið 1983 stofnaði sami hópur Fjarðarpóstinn, vikulegan fréttamiðil Hafnfirðinga. Er fréttavefnum ætlað að sinna almennum fréttaflutningi úr Hafnarfirði til Hafnfirðinga og annarra áhugasamra. Markmiðið er að skapa góða umræðu og auka uppýsingaflæði til íbúa um menn og málefni og ek

ki síst um atvinnulífið í bænum. Fjarðarfréttir kom út sem vikulegt fréttablað frá 18. ágúst 2016 til desenber 2019 þegar Fjarðarfréttir urðu veffréttamiðill eingöngu. Gefin voru út 2 blöð fyrir jólin 2020 og frá vori 2021 hefur blaðið komið út í prentuðu formi að jafnaði mánaðarlega. Skoðaðu blöðin hér: https://vefblad.fjardarfrettir.is/

Sennilega á lögreglan í Hafnarfirði ekki lengur svona föt :)
21/06/2024

Sennilega á lögreglan í Hafnarfirði ekki lengur svona föt :)

“Því lýðveldið Ísland á afmæli í dag; hæ, hó og jibbí, jei”🎶🇮🇸

http://xn--blaplan-7ya.is/ er öflug hafnfirsk bílasala.bilaplan.is
21/06/2024

http://xn--blaplan-7ya.is/ er öflug hafnfirsk bílasala.
bilaplan.is

Við Helluhraunið er bílasalan Bílaplanið.is, Bílasala Hafnarfjarðar. Hún lætur ekki mikið yfir sér, séð frá götunni séð en það er meira á bakvið. Árni Ágúst Brynjólfsson er eigandi bílasölunnar sem hann keypti árið 2020 en opnaði í Hafnarfirði í ágúst 2023. Á bíl...

1.777 hafa skrifað undir mótmæli gegn Coda Terminal verkefninu.Carbfix hefur opnað upplýsingasíðu á Facebook þar sem fól...
20/06/2024

1.777 hafa skrifað undir mótmæli gegn Coda Terminal verkefninu.
Carbfix hefur opnað upplýsingasíðu á Facebook þar sem fólk getur spurt spurninga.
Umhverfismatsskýrslan vekur upp spurningar hjá íbúum.
Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að auglýsa bæði aðal- og deiliskipulagsbreytingar vegna verkefnisins.
Lestu um það hér.
Mótmælum staðsetningu Coda Terminal við íbúabyggð í Hafnarfirði
Coda Terminal í Straumsvík - Upplýsingasíða og umræður

Íbúar hafa stofnað Facebook hópinn Mótmælum staðsetningu Coda Terminal við íbúabyggð í Hafnarfirði og hrundið af stað undirskriftasöfnun á Island.is Þegar þetta er skrifað hafa 1.777 skrifað sig á listann en um 2.400 manns eru í mótmælahópnum. Mótmæla staðsetningu bortei...

Glæsilegir Hafnfirðingar í þjóðbúningum.  Annríki - Þjóðbúningar og skart
20/06/2024

Glæsilegir Hafnfirðingar í þjóðbúningum.
Annríki - Þjóðbúningar og skart

Fjölmargir Hafnfirðingar, og eflaust fleiri, sem skörtuðu þjóðbúningi, röðuðu sér til myndatöku fyrir utan Hafnarborg á þjóðhátíðardaginn. Hefur þetta verið gert að frumkvæði Guðrúnar Hildar Rosenkjær en hún var löglega forfölluð á Bessastöðum að taka við fálkao...

Kom fyrstur í mark í undanúrslitum og kom fyrstur í mark í 16 manna úrslitum og keppir til úrslita á morgun á Evrópumóti...
19/06/2024

Kom fyrstur í mark í undanúrslitum og kom fyrstur í mark í 16 manna úrslitum og keppir til úrslita á morgun á Evrópumótinu í Belgrad.
Anton Sveinn McKee Sundsamband Íslands Sundfélag Hafnarfjarðar - www.sh.is

Hafnfirðingurinn Ant­on Sveinn McKee varð rétt í þessu fyrstur í 16 liða úrslitum í 200 metra bring­u­sundi á Evr­ópu­mótinu í Belgrad í Serbíu. Synti hann á 2:10,14 mínútum og syndir í úrslitum seinni partinn á morgun, eins og Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem setti n...

Hafnarfjarðarbær kaupir húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar í Firði fyrir um 1,1 milljarð kr. Selur núverandi húsnæði s...
19/06/2024

Hafnarfjarðarbær kaupir húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar í Firði fyrir um 1,1 milljarð kr. Selur núverandi húsnæði safnsins þar sem efri tvær hæðirnar verða íbúðir.
Fjörður Verslunarmiðstöð Bókasafn Hafnarfjarðar

Bæjastjórn samþykkti í dag kaup á 1.668 m² húsnæði á 2. hæð í Firði fyrir rúmlega 1,1 milljarð króna. Húsnæðið er bæði í nýbyggingunni og í núverandi Firði en miklar breytingar verða gerðar á niðurröðun verslana í Firði. Hafnarfjarðarbær kaupir um 1.118 m² í e...

Hafnarfjarðarbær kaupir hús og lóðarréttindi á um 35% yfir fasteignamati
19/06/2024

Hafnarfjarðarbær kaupir hús og lóðarréttindi á um 35% yfir fasteignamati

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að kaupa húseignina Fornubúðir 1 til að rýma fyrir væntanlega skólabyggingu Tækniskólans. Húsið er 840 m² að grunnfleti með 1.104 m² birt flatarmál alls, á 2.457 m² lóð. Umsamið kaupverð var 425 milljónir kr. en fasteignamat hús...

Foreldrum þykir dýrt að borga 52.000 kr. fyrir árskort fyrir 12 ára barnStrætó Hafnarfjarðarbær
19/06/2024

Foreldrum þykir dýrt að borga 52.000 kr. fyrir árskort fyrir 12 ára barn
Strætó Hafnarfjarðarbær

Frístundabíllinn er eingöngu fyrir börn í 1.-4. bekk og akstur á æfingar sem hefjast kl. 15 og 16 á skólatíma. Foreldri sem hafði samband við Fjarðarfréttir undraðist það að sum börn þurfi að greiða 52.000 kr. fyrir árskort í strætó á meðan börn 11 ára og yngri fái fr....

Myndasyrpa frá þjóðhátíðardeginum í Hafnarfirði.
19/06/2024

Myndasyrpa frá þjóðhátíðardeginum í Hafnarfirði.

Veðrið lék við bæjarbúa að morgni þjóðhátíðardags og fánarnir sem skátarnir höfðu dregið upp víða um bæinn héngu niður logninu. Fjölmennt var í skrúðgöngunni frá Flensborgarskóla sem leidd var af fánaborg skátanna í Hraunbúum og Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Dreifði...

Sveindís Anna er nýr framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar.Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar
19/06/2024

Sveindís Anna er nýr framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar.
Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar

Sveindís Anna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. Tók hún við af Önnu Guðnýju Eiríksdóttur sem sinnti starfinu frá stofnun. Sveindís var framkvæmdastjóri hjá Félagsráðgjafafélagi Íslands en er einnig vel kunnug endurhæf...

Tvær hafnfirskar konur fengu Fálkaorðuna á 17. júníForseti Íslands
18/06/2024

Tvær hafnfirskar konur fengu Fálkaorðuna á 17. júní
Forseti Íslands

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2024, sæmdi forseti Íslands 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur, fékk riddarakross fyrir rannsóknir, miðlun og varðveislu menningar tengda íslenskum ...

Ný glæsileg bílaþvottastöð Löðurs getur þvegið smábíla og stóra flutningabíla. Löður
14/06/2024

Ný glæsileg bílaþvottastöð Löðurs getur þvegið smábíla og stóra flutningabíla.
Löður

Að Einhellu 1 er risinn þjónustukjarni fyrir bíleigendur en þar má finna bensínstöð frá Orkunni, þjónustustöð frá Kletti, skoðunarstöð frá Frumherja og nýja glæsilega þvottastöð frá Löðri. Þar ræður ríkjum hann Jóhann Sævar Kjartansson sem upplýsti blaðamann Fjarð...

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólkGuðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- ...
14/06/2024

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra

Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal a...

Gleðin réð ríkjum þó lítið fiskaðist  - Myndasafn
13/06/2024

Gleðin réð ríkjum þó lítið fiskaðist - Myndasafn

Um 400 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í dag og kepptu þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn. Stella Björg Kristinsdót...

Ratleikur Hafnarfjarðar hófst um síðustu mánaðarmót og hefur ásókn í kortin verið mikil og víða sést fólk í leit að merk...
13/06/2024

Ratleikur Hafnarfjarðar hófst um síðustu mánaðarmót og hefur ásókn í kortin verið mikil og víða sést fólk í leit að merkjum.
Frábær fjölskylduleikur og hentar fólki á öllum aldri.

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 27. sinn. Markmiðið með leikn­um er að hvetja til útivistar og náttúru­skoðunar í fjöl­breyttu upplandi Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjöl­mörgu perlum sem leynast í okkar næsta nágrenni. Vinsældir leiksins aukast ...

Ný glæsileg þjónustumiðstöð Kletts hefur verið opniuð á Einhellu 1. Hjólbarðaþjónusta, verslun, smurþjónusta og viðgerði...
13/06/2024

Ný glæsileg þjónustumiðstöð Kletts hefur verið opniuð á Einhellu 1. Hjólbarðaþjónusta, verslun, smurþjónusta og viðgerðir og þjónusta fyrir stærri bíla og tæki.
Klettur

Fyrirtækið Klettur opnaði um miðjan mars nýja glæsilega þjónustumiðstöð að Einhellu 1 þar sem er vel útbúið verkstæði fyrir vinnuvélar og vörubíla, varahlutaverslun og hjólbarðaverkstæði fyrir vöru- og fólksbíla ásamt einni fullkomnustu smurstöð landsins. 14 ára fyrir...

Skautafélag Hafnarfjarðar var stofnað 11. júní sl. Skautahöll sögð forsenda fyrir farsælu starfi félagsins.
13/06/2024

Skautafélag Hafnarfjarðar var stofnað 11. júní sl. Skautahöll sögð forsenda fyrir farsælu starfi félagsins.

Skautafélag Hafnarfjarðar var form­lega stofnað 11. júní sl. Helgi Páll Þórisson, formaður Íshokkí­sambands Íslands, segir að til þeirra hafi leitað áhugasamir Hafn­firð­ingar, sem æfa skautaíþróttir í Reykja­vík, og spurt ekki væri tímabært að koma upp skautafélagi ...

Múrbúðin í Hafnarfirði er 5 ára. Er með mikið úrval fyrir handlagna Hafnfirðinga. Eru á Selhellu 6
13/06/2024

Múrbúðin í Hafnarfirði er 5 ára. Er með mikið úrval fyrir handlagna Hafnfirðinga. Eru á Selhellu 6

Múrbúðin á Selhellu 6 fagnar 5 ára afmæli sínu í þessum mánuði en að sögn Kára Lútherssonar framkvæmda­stjóra er Múrbúðin verslun fyrir Hafn­firðinga sem vilja taka til hendinni. „Við höfum flest allt fyrir viðhald húss og garðs og við höfðum sérstaklega fyrir einst...

Jón Ingi Hákonarson skrifar um fjárhagslegan rekstur Hafnarfjarðarkaupstaðar.
13/06/2024

Jón Ingi Hákonarson skrifar um fjárhagslegan rekstur Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Síðustu tvö ár hefur meirihluti bæjar­stjórnar Hafnarfjarðar lofað sig í hæstu hæðir fyrir góðan og ábyrgan rekstur. Meirihlutinn hefur talið okkur trú um að afgangur af grunnrekstri bæjarins sé á þriðja hundrað milljónir króna bæði árin. Staðreyndin er hins vegar sú ...

12/06/2024

Ertu búin/n að sækja Fjarðarfrétta-appið?
Í tölvu er gott að lesa það hér:

Fjarðarfréttir er fréttamiðill Hafnfirðinga, bæjarblað og fréttavefur

Leiðari Fjarðarfrétta.
12/06/2024

Leiðari Fjarðarfrétta.

Hvað gengur fulltrúum sem mynda meirihluta í stjórnum og ráðum bæjarins að halda upplýs­ingum frá öðrum þeim sem sitja í sömu ráðum? Hvers konar stjórn­­sýsla er það þegar verið er að fela það sem á að gera? Það vakti undrun margra og jafnvel einhverra sem mynda meir...

Góðar ráðleggingar Geirs Gunnars Markússonar næringarfræðings um næringu. Þær eru ekki flóknar.Heilsugeirinn
07/06/2024

Góðar ráðleggingar Geirs Gunnars Markússonar næringarfræðings um næringu. Þær eru ekki flóknar.
Heilsugeirinn

Við lifum á upplýsingaöld þar sem búið er að flækja það mikið fyrir okkur þá lífsnauðsynlegu grunnþörf að nærast. Engri lífveru á Jörðinni hefur tekist að flækja mataræði sitt jafnmikið og manninum. Þessi upplýsingaóreiða um það hvað og hvenær eigi að nærast he...

FH-ingurinn Daníel Ingi grátlega nálægt því að komast í úrslit á sínu fyrsta stórmóti en Daníel er aðeins 23 ára gamall....
07/06/2024

FH-ingurinn Daníel Ingi grátlega nálægt því að komast í úrslit á sínu fyrsta stórmóti en Daníel er aðeins 23 ára gamall.
Hafnfirðingar fyrstir yfir 7 og 8 metra í langstökki!
FH frjálsar FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands

Daníel Ingi Egilsson var grætilega nálægt því að komast í úrslit í langstökki á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem haldið er í Róm. Egill stökk 7,61 m í fyrstu umferð 7,92 m, í annarri umferð og þurfti þá að bæta sig til að komast í úrslit. Í síðustu umferðinni ...

Sögð forvitnileg sýning sem gæti vakið upp fortíðarþrá
07/06/2024

Sögð forvitnileg sýning sem gæti vakið upp fortíðarþrá

Þemasýningin „Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975“ verður opnuð í dag í forsal Pakkhússins að vesturgötu 6. Sýningin fjallar um íbúafjölgun Hafnarfjarðar á árunum 1960 -1975, áhrifin og breytingarnar. Andi sjöunda og áttunda áratugarins mun svífa yfir sýningar...

Stjórnarfólk langþreytt á áhugaleysi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og vilja slíta 88 ára gömlu félagi. Leikfélag Hafnarfj...
06/06/2024

Stjórnarfólk langþreytt á áhugaleysi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og vilja slíta 88 ára gömlu félagi. Leikfélag Hafnarfjarðar

Stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar hefur sent bæjarstjórn og menningarmálanefnd bréf undir yfirsögninni: „Fyrirhuguð endalok starfsemi Leikfélags Hafnarfjarðar.“ Þar kemur fram að á aðalfundi félagsins sem halda á í lok mánaðarins muni stjórnin bera þá tillögu upp við fundi...

Bæjarstjórn samþykkti í gær samning sem bæjarstjóri undirritaði 5 dögum áður. Samningur sem tryggir HS-orku áframhaldand...
06/06/2024

Bæjarstjórn samþykkti í gær samning sem bæjarstjóri undirritaði 5 dögum áður. Samningur sem tryggir HS-orku áframhaldandi rétti til rannsókna og einkarétti til nýtingar orkunnar. HS Orka

Hafnarfjarðarbær, sem eigandi að jörðinni Krýsuvík, og HS Orka undirrituðu 30. maí sl. samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingu auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda í Krýsuvík. Undirritaður samningur var svo samþykktur í bæjars...

Aðgengi að geymsluavæðinu verður breytt og hættuleg vinstri beygja bönnuð.Vegagerðin
05/06/2024

Aðgengi að geymsluavæðinu verður breytt og hættuleg vinstri beygja bönnuð.
Vegagerðin

Vegna framkvæmda Vegagerðarinnar við tvöföldun Reykjanesbrautar er fyrirhugað að breyta vegtengingu að Geymslusvæðið frá Reykjanesbraut. Margir hafa gert kröfu um þetta bann með þeim rökum að mikil hætta skapist af því þegar akrein er þveruð á umferðarþungri Reykjanesbraut...

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið þann eða þá sem áreitt hafa börn í Hafnarfirði
04/06/2024

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið þann eða þá sem áreitt hafa börn í Hafnarfirði

Karlmaður var handtekinn á föstudag og færður til yfirheyrslu í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum tilvikum í Hafnarfirði í síðasta mánuði þar sem maður veittist að börnum. Að lokinni yfirheyrslu var maðurinn laus úr haldi, en málin eru enn óu...

Ungmennaráð, sem ekki var með í ráðun við lokun ungmennahúss, telja sviðsstjóra hafa misnotað tillögur ráðsins og mótmæl...
04/06/2024

Ungmennaráð, sem ekki var með í ráðun við lokun ungmennahúss, telja sviðsstjóra hafa misnotað tillögur ráðsins og mótmæla lokun hússins.
Ungmennaráð Hafnafjarðar Hafnarfjarðarbær Hamarinn, Ungmennahús Hafnarfjarðar

Sú ákvörðun meirihluta fræðsluráðs og fjölskylduráðs 29. maí sl. að m.a. loka ungmennahúsinu Hamrinum og segja öllu starfsfólki þess hefur farið illa í marga og ekki síst aðferðafræðin við ákvörðunina. Ekkert samráð var haft við ungmennaráð Hafnarfjarðar sem þó er...

Stjórn VG fordæmir í yfirlýsingu vinnubrögð við lokun ungmennahússins HamarsinsVG Hafnarfirði Hamarinn, Ungmennahús Hafn...
04/06/2024

Stjórn VG fordæmir í yfirlýsingu vinnubrögð við lokun ungmennahússins Hamarsins
VG Hafnarfirði Hamarinn, Ungmennahús Hafnarfjarðar

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði fordæmir þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður Ungmennahúsið Hamarinn og gerræðislegar uppsagnir starfsfólks. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Vinstri grænna í Hafnarfirði ...

Address

Bæjarhrauni 2
Hafnarfjörður
220

Telephone

+3548964613

Website

https://vefblad.fjardarfrettir.is/

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fjarðarfréttir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Fjarðarfréttir:

Videos

Share

Category

Nearby media companies


Other Media in Hafnarfjörður

Show All

You may also like