Hestamennska

Hestamennska Fræðsla og upplýsingar um hestamennsku eru okkar ær og kýr. HESTAMENNSKA·LAUGARDAGUR, 8. DESEMBER 2018·
Vefurinn Hestamennska er fjölmiðill um hestamennsku.
(2)

Markmiðið er að fræða, veita góð ráð, birta viðtöl við hestamenn og leita upplýsinga um allt mögulegt sem snýr að hestum og hestamennsku. Við einbeitum okkur að vera miðill sem vandar til verka í efnisvali og ritstjórn, lesendum og hestamönnum til fróðleiks og skemmtunar. Ritstjóri er Ásdís Haraldsdóttir og vefstjóri Axel Jón Fjeldsted.

Hestafólk er hvatt til að horfa á þetta myndband frá LH og fara yfir reiðtygin sín.
04/01/2024

Hestafólk er hvatt til að horfa á þetta myndband frá LH og fara yfir reiðtygin sín.

Hér má sjá myndband sem öryggisnefnd LH vann um öryggi reiðtyga.

Á þessum tíma er gott að rifja upp ýmislegt um hófsperru. Þegar gróður fellur á haustin og sérstaklega við fyrstu frost ...
09/09/2023

Á þessum tíma er gott að rifja upp ýmislegt um hófsperru. Þegar gróður fellur á haustin og sérstaklega við fyrstu frost eykst sykur í grösum þannig að fylgjast þarf með hrossum sem eru í áhættu vegna sykursýki og hófsperru. Sjá greinar á hestamennska.is t.d. þessa:

Hófsperra er æ algengari velferðarsjúkdómur í hrossum. Áður var oftast talað um hófsperru í sambandi við fóðurbreytingar, þ.e. ef hrossum var sleppt á græn grös án aðlögunar, eða veikindi svo sem hrossasótt. Nú er þetta vandamál orðið mjög algengt víða um heim og sést...

Á þessum tíma árs er hætta á því að tveggja vetra hryssur sem eru að ganga í fyrsta sinn leggi land undir fót til þess a...
05/06/2023

Á þessum tíma árs er hætta á því að tveggja vetra hryssur sem eru að ganga í fyrsta sinn leggi land undir fót til þess að finna álitlegan stóðhest. Umsjónarkona Hestamennsku hefur reynslu af því að þessir unglingar fari um langan veg í þessum tilgangi og syndi jafnvel á haf út. Eigendur slíkra gripa ættu að hafa augun hjá sér og huga að girðingum. Þessi í Skagafirði, reyndar fimm vetra, virðist hafa látið fátt stoppa sig. https://www.feykir.is/is/frettir/hryssa-synti-i-lundey-og-aftur-til-baka?fbclid=IwAR0r8BOLV76XGSHQaDEnIW4cwwORYpdV09UFkIRwWSMsSB22q-1wXC7avno

Sá fágæti atburður átti sér stað í gær að hross synti út í Lundey í Skagafirði og aftur í land. Líklegt er talið að hryssan hafi verið í hestalátum og veri

Afkomendur Árna Guðmundssonar fyrrum bónda á Beigalda í Borgarhreppi, sem fæddur var í Álftártungu á Mýrum, hafa nú sett...
22/02/2023

Afkomendur Árna Guðmundssonar fyrrum bónda á Beigalda í Borgarhreppi, sem fæddur var í Álftártungu á Mýrum, hafa nú sett í loftið skemmtilegan og fróðlegan vef um Árna. Árni var alla tíða hestamaður af lífi og sál og ákaflega fróðleiksfús maður. Hann var vel ritfær og skrifaði fjölda greina og margar hverjar tengdar hestum. Einnig skrifaði hann m.a. sögu Hestamannafélagsins Faxa og Hrossaræktarsambands Borgarfjarðar og Hrossaræktarsambands Vesturlands. Hestamennska hvetur hestafólk að skoða vefinn „Inn í glæstar gleðiálfur“

Árni Guðmundsson frá Beigalda

22/01/2023

Gott að lesa, því öll viljum við fara eins vel með hestana okkar og við getum. Ekki satt?:

Áríðandi tilkynning til hrossaeigenda á svæðum þar sem hætta er á að ár flæði yfir bakka sína í komandi leysingum:
18/01/2023

Áríðandi tilkynning til hrossaeigenda á svæðum þar sem hætta er á að ár flæði yfir bakka sína í komandi leysingum:

Almannavarnarnefnd Árnessýslu kom saman til fundar þriðjudaginn 17. janúar

Kuldinn hefur verið gífurlegur undanfarið og kuldakastið óvenju langdregið. Þá vaknar spurningin: Er óhætt að ríða út í ...
30/12/2022

Kuldinn hefur verið gífurlegur undanfarið og kuldakastið óvenju langdregið. Þá vaknar spurningin: Er óhætt að ríða út í svona miklu frosti? Hvaða áhrif hefur svona kuldatíð á reiðhestinn? Hestamennska hafði samband við Helgu Gunnarsdóttur dýralækni. Sjá nánar á hestamennska.is

Kuldakastið undanfarnar vikur er bæði óvenju langt og kuldinn óvenju mikill. Frostið hefur farið í undir -20° í Víðidal í Reykjavík, stærsta hesthúsahverfi landsins. En hvað segja vísindin? Hefur eitthvað verið rannsakað hvaða áhrif þetta hefur á hestana okkar? Er óhætt a....

Sorglegar fréttir berast af hópi hrossa sem fórst í snjóflóði á Norðurlandi. Munum þó að íslenski hesturinn spjarar sig ...
26/12/2022

Sorglegar fréttir berast af hópi hrossa sem fórst í snjóflóði á Norðurlandi. Munum þó að íslenski hesturinn spjarar sig ótrúlega vel á útigangi ef aðstæður eru góðar. Enginn ræður við náttúruhamfarir eins og t.d. snjóflóð. Hér má lesa fróðlega og ítarlega grein eftir Sigríði Björnsdóttur sérgreinadýralækni hrossa um útigang hrossa sem hún skrifaði í Eiðfaxa veturinn 2020 og byggir m.a. á reynslunni eftir óveðrið mikla í desember 2019 þegar yfir hundrað hross féllu.

Í Eiðfaxa Vetur 2020 birtist grein eftir Sigríði Björnsdóttur sérgreinadýralækni hrossa um velferð hrossa á útigangi. Greinin birtist hér í heild sinni enda ...

Orsakir sýkingar í hrossunum sem veiktust á dögunum virðist fundin og er ekki um smitsjúkdóm að ræða heldur jarðvegsbakt...
06/12/2022

Orsakir sýkingar í hrossunum sem veiktust á dögunum virðist fundin og er ekki um smitsjúkdóm að ræða heldur jarðvegsbakteríu. Sýkingin magnaðist upp þegar hrossin voru sprautuð með ormalyfi, en bakterían greindist í miklum mæli í feldi hrossanna. Sjá nánar:

Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ að Keldum hafa unnið að því að greina orsakir hópsýkingar í hrossastóði á Suðurlandi og hesthúsi sömu eigenda á höfuðborg

Ókunnur (smit?)sjúkdómur kom upp í hópi hrossa.
30/11/2022

Ókunnur (smit?)sjúkdómur kom upp í hópi hrossa.

Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa dagana 23. - 25. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða mjö

Hver hefði trúað því að magasár sé mjög algengur kvilli hjá íslenska hestinum. Hestamennska ræddi við Úndínu Ýri Þorgrím...
03/11/2022

Hver hefði trúað því að magasár sé mjög algengur kvilli hjá íslenska hestinum. Hestamennska ræddi við Úndínu Ýri Þorgrímsdóttur dýralækni um niðurstöður nýrrar rannsóknar á tíðni magasára. Fyrir þá sem hafa áhuga á að heyra í Úndínu í sambandi við magaspeglun á hrossum er hægt að senda henni tölvupóst á [email protected].
Sjá nánar á vef Hestamennsku.

Magasár er mun algengara í íslenskum hestum en áður hefur verið talið. Í rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hestum, sem Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknir framkvæmdi ásamt Nönnu Luthersson dýralækni, sem stjórnaði rannsókninni, og vísindamönnunum Patricia A Harri...

Nokkrir skoskir hestamenn söfnuðust saman til þess að votta hestakonunni Elísabetu Englandsdrottningu virðingu þegar bíl...
12/09/2022

Nokkrir skoskir hestamenn söfnuðust saman til þess að votta hestakonunni Elísabetu Englandsdrottningu virðingu þegar bílalestin með kistu hennar var ekið frá Balmoralkastala til Edinborgar. Það var Emma Cheape og fjölskylda sem lét boð út ganga á Facebook á laugardagskvöldið þar sem hún bauð hverjum sem vildi koma á landareign þeirra sem liggur meðfram M90-veginum þar sem bílalestin fór um. Hún átti von á að tveir eða þrír kæmu, en alls komu 32 á hestbaki og nokkrir fótgangandi. Þarna voru nokkrar kynslóðir samankomnar og höfðu einhverjir ekið hrossunum á staðinn í um 40 mínútur til þess að taka þátt. Emma var ánægð með að sjá að eftir þessu var tekið því að á meðan hestar og knapar stóðu sinn heiðursvörð sá hún að Anna prinsessa og eiginmaður hennar sem voru í næsta bíl á eftir líkbílnum bentu í átt til þeirra. (Heimild: Horse&Hound. Ljósmyndina tók Eilidh Verstage)

Mikil hestakona hefur kvatt. Í þáttunum Crown er persóna Elísabetar Englandsdrottningar látin segja: „Þetta hefur verið ...
08/09/2022

Mikil hestakona hefur kvatt. Í þáttunum Crown er persóna Elísabetar Englandsdrottningar látin segja: „Þetta hefur verið besti dagur lífs míns,“ en þá hafði hún kynnt sér ræktun veðhlaupahesta og þjálfun þeirra í Bandaríkjunum. „Ég var fædd til þess að eiga hesta, rækta hesta og þjálfa hesta. Það er það sem gerir mig virkilega hamingjusama.“ Hestamennska mun á næstunni fjalla nánar um hestamennsku Elísabetar, en auk þess að rækta veðhlaupahesta hefur hún stuðlað ákaft að því að bjarga nokkrum breskum hestakynjum sem sum voru jafnvel á barmi þess að deyja út. Fyrir tveimur árum, þegar Elísabet drottning var 94 ára, brá hún sér á hestbakbak á sínum kæra Fell-smáhesti, Balmoral Fern, sem þá var 14 vetra. Henni þótti það hestakyn passa sér vel á efri árum. Blessuð sé minning Elísabetar II.

Talað var við Helga Sigurðsson dýralækni í fréttum RÚV um slysahættu í gerðum við hesthús. Hestamennska fjallaði einmitt...
05/05/2022

Talað var við Helga Sigurðsson dýralækni í fréttum RÚV um slysahættu í gerðum við hesthús. Hestamennska fjallaði einmitt um þetta mál og ræddi þá við Helgu Gunnarsdóttur dýralækni. Sjá nánar á hestamennska.is http://hestamennska.is/aukin-haetta-er-a-slysum-a-hestum-uti-i-gerdi-a-thessum-arstima/

Helga Gunnarsdóttir dýralæknir fær hún reglulega til sín hross sem hafa slasast i hesthúsagerðum. Oftast leikur grunur á að þau hafi verið slegin. „Þetta gerist sérstaklega á þessum árstíma. Nú er vorið að koma, hryssurnar í hestalátum, birtan að aukast, veðrið að hlýna...

Ábyrgð okkar hestaeigenda er mikil. Ekki hvað síst þegar málið snýst um velferð og heilsu hestanna okkar. Þetta verðum v...
21/04/2022

Ábyrgð okkar hestaeigenda er mikil. Ekki hvað síst þegar málið snýst um velferð og heilsu hestanna okkar. Þetta verðum við að taka með í reikninginn þegar við fáum okkur hest. Ef hann slasast eða veikist, eða er bara eitthvað slappur þá er það skylda okkar að kalla á dýralækni. Það kostar sitt, það er alveg ljóst. Við getum ekki bara spurt á facebook og fengið alls konar ráðleggingar hjá fólki sem ekki er menntaðir dýralæknar. Okkur er skylt samkvæmt reglugerð að kalla á dýralækni.

Nokkur umræða hefur skapast að undanförnu á samfélagsmiðlum um ýmis mál sem varða velferð hrossa. Það virðist vera að þeir sem halda hross hafa ekki allir kynnt sér reglugerð um velferð hrossa, en sú nýjasta öðlaðist gildi 1. janúar 2014. Þar kemur skýrt fram hverjar skyld...

Af því að Equus-tímaritið er að rifja upp þessar rannsókn er rétt að Hestamennska gerið það líka.
08/03/2022

Af því að Equus-tímaritið er að rifja upp þessar rannsókn er rétt að Hestamennska gerið það líka.

Athyglisverðasta niðurstaða stórrar alþjóðlegrar rannsóknar um uppruna og sögu tamda hestsins er að mati Prófessors Ludovic Orlando, sem fór fyrir 121 vísindamanni sem tók þátt í rannsókninni, að erfðafræðilegur fjölbreytileiki var mikill í hrossum og stöðugur fyrstu 4.000 ...

30/12/2021
Það verða bókajól hjá hestafólki þessi jólin og eru það sannarlega gleðilegar fréttir. Auk bókarinnar Tölum um hesta, ef...
08/12/2021

Það verða bókajól hjá hestafólki þessi jólin og eru það sannarlega gleðilegar fréttir. Auk bókarinnar Tölum um hesta, eftir Benedikt Líndal og Sigríði Ævarsdóttur, sem fjallað hefur verið um á hestamennska.is, eru komnar út bækurnar Heillaðu hestinn og hesturinn mun heilla þig - með Súsönnu Sand Ólafsdóttur, rituð af Stinu Helmersson og Líkami hestsins. Lita- og verkefnabók eftir Auði Sigurðardóttur. Einnig er komin út bókin Fákur - þarfasti þjóninn í Reykjavík um hesta og notkun þeirra í Reykjavík frá miðri nítjándu öld rituð af Helga Sigurðssyni.

Nú fer að líða að því að flest útreiðafólk hugi að því að taka hross sín á hús. Af því tilefni, og vegna útgáfu bókarinn...
26/11/2021

Nú fer að líða að því að flest útreiðafólk hugi að því að taka hross sín á hús. Af því tilefni, og vegna útgáfu bókarinnar Tölum um hesta ásamt því að tvö kennslumyndbönd Benedikts Líndal eru nú aðgengileg öllum á YouTube, er ekki úr vegi að rifja upp viðtal við Benedikt tamningameistara um uppbyggingu reiðhests yfir vetrartímann.
Í lok viðtalsins eru tenglar á myndböndin.

Þó markmiðið sé að þjálfa hest fyrir hestaferðalög að sumri eða lengri reiðtúra er um að gera að njóta hestsins miðað við reiðfæri og veðurfar að vetrinum með það að markmiði að hann sé vel þjálfaður þegar að sumri kemur. Þá taka við útivera og ferðalög jafn...

Vegna umræðunnar í samfélaginu þessa dagana er rétt að minna eigendur hrossa á að kynna sér nákvæmlega reglugerð um velf...
23/11/2021

Vegna umræðunnar í samfélaginu þessa dagana er rétt að minna eigendur hrossa á að kynna sér nákvæmlega reglugerð um velferð hrossa. Öllum eigendum og umráðamönnum ber í raun skylda til að lesa hana og fara eftir henni.
Sjá nánar á hestamennska.is
http://hestamennska.is/reglugerd-um-velferd-hrossa-er-naudsynlegt-taeki-fyrir-eigendur-og-umradamenn-hrossa/

Nokkur umræða hefur skapast að undanförnu á samfélagsmiðlum um ýmis mál sem varða velferð hrossa. Það virðist vera að þeir sem halda hross hafa ekki allir kynnt sér reglugerð um velferð hrossa, en sú nýjasta öðlaðist gildi 1. janúar 2014. Þar kemur skýrt fram hverjar skyld...

Jólabók hestafólksins, Tölum um hesta, er að koma í verslanir þessa dagana. Hestamennska tók (hest)hús á höfundunum, þei...
06/11/2021

Jólabók hestafólksins, Tölum um hesta, er að koma í verslanir þessa dagana. Hestamennska tók (hest)hús á höfundunum, þeim Sigríði Ævarsdóttur og Benedikt Líndal. Sjá nánar á hestamennska.is

Tölum um hesta er falleg bók. Bæði hvað útlit varðar og innihald. Í bókinni segja hjónin Benedikt Líndal og Sigríður Ævarsdóttir frá reynslu sinni og lífi með hestum í leik og í starfi. Bæði kynntust þau hestum barnung og hafa fylgst með þróun mála í hestamennsku og hesta...

Við tölum mikið um líkamsástand hestsins okkar, en gleymum stundum að við þurfum líka að hugsa um líkamsástand okkar, he...
17/10/2021

Við tölum mikið um líkamsástand hestsins okkar, en gleymum stundum að við þurfum líka að hugsa um líkamsástand okkar, hestinum og okkur sjálfum til góðs. Haustið er góður tími til að huga að okkur sjálfum á meðan hrossin eru í smá orlofi.
Sjá nánar á hestamennska.is

Hvað hefur gott líkamlegt ástand að segja fyrir knapa og hest? Bergrún Ingólfsdóttir reiðkennari og einkaþjálfari segir að gott líkamlegt ástand knapa sé fyrst og fremst að vera í góðu jafnvægi líkamlega og andlega og vera hraustur og meðvitaður. Það hafi mikil áhrif á hest...

Spennandi verkefni hjá Auði hjá Hestanuddi og -heilsu.
09/10/2021

Spennandi verkefni hjá Auði hjá Hestanuddi og -heilsu.

Kæru hestaunnendur!
Ég var að stofna söfnun á Karolina Fund fyrir verkefni sem ég er búin að vera með í smíðum undanfarna mánuði. Verkefnið er lita-og verkefnabók og heitir „Líkami hestsins/lita-og verkefnabók“ : https://www.karolinafund.com/project/view/3407
Með því að taka þátt í þessu verkefni aðstoðar þú mig að gefa út bókina mína "Líkami hestsins/lita- og verkefnabók.
Efni bókarinnar er eins og nafnið gefur til kynna um líkama hestsins, fróðleikur um vöðva, staðsetningu þeirra, beinagrindina, hlutverk þeirra og ýmiss annar fróðleikur. Bókin er samsett af fróðleik sem ég hef sett upp á einfaldann hátt, myndum sem má lita og skrifa inn á og svo spurningar og púsl sem lesandinn/notandinn getur unnið með. Allt efni bókarinnar hef ég unnið sjálf, myndir, texta og verkefnin. Bókin er hugsuð fyrir allt hestaáhugafólk, á öllum aldri, börn og fullorðna.
Ég hef orðið var við að efni tengt þessu er af skornum skammti á íslensku. Tel að efni sem þetta sé mikilvægt og ekki síst áhugavert. Þess vegna bjó ég til þessa bók og hugmyndin er að gera það áhugavert og skemmtilegt fyrir alla.

Hvernig gengur þetta fyrir sig:
Með því að fara inn á netsíðuna: https://www.karolinafund.com/project/view/3407 er hægt að sjá upplýsingar um verkefnið og hvernig hægt er að styrkja mig. Það eru 4 leiðir í boði með mismunandi upphæðum og sumar með umbun sem þakklætisvott.

Söfnunin verður opin til 13.nóvember 2021 og þetta er „allt eða ekkert“ söfnun sem þýðir að ef ég næ ekki að safna markmiðinu sem er 2000evrur þá kemur ekkert út úr því og allt umfram 2000evrur er bara stórkostlegt og gefur mér tækifæri á að gefa fleiri bækur út 😊

Nánar um mig:
Ég heiti Auður Sigurðardóttir og bý og starfa á Blönduósi. Er með bs.c í sálfræði frá Háskóla Íslands en er einnig menntaður hestanuddari frá NHT í Noregi og starfa meðal annars sem slíkur. Ég held námskeið bæði hjá hestamannafélögunum og þeim sem áhuga hafa og hef undanfarið verið að hanna netnámskeið í gegnum Hestanudd og heilsu þar sem notendur geta lært hvernig hægt er að framkvæma ýmsar æfingar sem hjálpa til við að styrkja hestinn og auka liðleika. Ekki síst styrkir það einnig okkar sérstaka samband við hestinn sem flestir sem eiga eða umgangast hesta þekkja vel.
Markmið mitt er að stuðla að almennri heilsueflingu fyrir hross á öllum aldri og öllum stigum þjálfunar. Fræðsla og þekking er mikilvægur partur af því markmiði. Að mínu mati er mikilvægt að skilja hvernig líkami hestsins virkar og er byggður. Fræðsla af þessu tagi er mikilvæg fyrir alla, unga sem aldna.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fræðslu af öllu tagi sem snýr að líkama hestsins og hvernig hann virkar og vona innilega að þessi bók verði til þess að kveikja áhuga á enn meiri fræðslu og þekkingu um líkama hestsins og hvernig við getum búið þannig um að öllum líði vel og haft gaman saman. Hesturinn er að mínu mati hinn fullkomni íþróttamaður - líkami hestsins er magnaður, ekki bara krafturinn heldur einnig geta hestsins til að bera knapa og um leið hafa getu til að sýna ótrúlega fimi og styrk.

Ég yrði gríðarlega þakklát ef þið sjáið ykkur fært um að styrkja mig í þessu verkefni og láta draum minn rætast og gera mér kleift að gefa út þessa bók – margt smátt gerir eitt stórt :D

Fyrir frekari upplýsingar þá er hægt að hafa samband við mig á eftirfarandi hátt:
Netfang: [email protected]
S: 8885052
eða á facebook síðunni minni: www.facebook.com/hestanuddogheilsa
Með kærri kveðju
Auður

„Lesandi góður, við gerum ráð fyrir að flest ykkar séu áhugafólk um hesta. Raunhæft og gott samtal um hesta og okku...
01/10/2021

„Lesandi góður, við gerum ráð fyrir að flest ykkar séu áhugafólk um hesta. Raunhæft og gott samtal um hesta og okkur hin sem viljum hafa þá í lífi okkar er til bóta fyrir okkur öll — bæði hesta og menn. Að rifja upp það sem liðið er, hugleiða hvað er fram undan, horfa raunsætt á það sem er í gangi núna, pæla í hlutunum saman, njóta og gleðjast yfir þeim forréttinum og þeirri ábyrgð sem því fylgir að fá að hafa hesta í lífi okkar,“ segir Benedikt Líndal í formála bókarinnar Tölum um hesta eftir þau hjónin Benedikt og Sigríði Ævarsdóttur, hestafólk á Gufuá í Borgarfirði. Bókin er væntanleg um næstu mánaðamót en hægt er að lesa formála hennar á hestamennska.is Í formálanum eru gefin fyrirheit um að í bókinni verði talað um hesta á hreinskilinn og persónulegan hátt. Þau segja frá reynslu sinni af hestum, eftirminnilegum hrossum og flétta inn í frásögnina fræðslu, sögum og ljóðum og nýjustu uppgötvunum í sambandi við hesta. Sigríður myndskreytir bókina, en myndir hennar af hestum eru einstakar. http://hestamennska.is/tolum-um-hesta/

Ný hestabók, Tölum um hesta, eftir hjónin Benedikt Líndal og Sigríði Ævarsdóttur á Gufuá í Borgarfirði, kemur út um næstu mánaðamót. Í bókinni er talað á hreinskilin hátt um reynslu þeirra hjóna af hestum og líf þeirra með hestum í gegnum tíðina, auk frásagna af hestu...

Síðasti dagurinn í dag til að skrá sig á Menntaráðstefnu Landssambands hestamannafélaga
28/09/2021

Síðasti dagurinn í dag til að skrá sig á Menntaráðstefnu Landssambands hestamannafélaga

Introduction of the 4 main speakers.

12/08/2021

Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi við Kaupmannahafnarháskóla er að gera mjög áhugaverða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum. Slíkar upplýsingar skipta okkur hestamenn miklu máli. Hestamennska hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að aðstoða hana við rannsóknina.:

Kæru hestamenn/konur.
Ég heiti Úndína Ýr Þorgrímsdóttir og er dýralæknanemi við Kaupmannarhafnarháskóla. Ég er að skipuleggja rannsókn heima á Íslandi sem tengist lokaverkefni mínu sem ég stefni á að skrifa haustið 2021.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða tíðni magasára í hrossum á Íslandi með skipulögðum hætti. Þetta væri fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi en samskonar rannsóknir hafa verið gerðar víða erlendis sem sýnt hafa fram á að magasár finnst í öðrum hrossakynjum.

En þar sem við höldum íslenska hestinum svo frjálsum úti í haga þegar hann er ekki í notkun höfum við sérstöðu þegar kemur að þessari rannsókn. Þannig getum við fengið innsýn í sjúkdóminn, meðal annars vitneskju um hvernig okkar hættir við að halda hross á húsi geta haft áhrif á hann.

Þetta lokaverkefni mitt er gert í samvinnu við danskan dýralækni, Nanna Lutherson. Mér var bent á að hafa samband við hana, sem og ég gerði, þar sem hún er með yfir 15 ára reynslu við að magaspegla hross. Hún hefur rannsakað magasár í hrossum í Danmörku og á Spáni með góðum árangri og lýsti hún yfir miklum áhuga á að leiða þessa rannsókn með mér.

Ég óska þar með eftir stuðningi ykkar og samvinnu þar sem ég er að leita eftir 260 hestum í rannsóknina.

1. 200 reiðhestar óháð aldri, kyni og staðsetningu
2. 60 tryppi sem verða tekin til tamningar i haust (helst Suðurland og Norðurland 30 tryppi í hvorum landshluta)

Rannsóknin fer fram í tveimur hlutum.
Áætlað er að fyrri hluti rannsóknar (60 tryppi) verði magaspegluð fljótlega eftir að þau koma á hús í byrjun október 2021. (4-9/10/21)
Átta vikum eftir fyrstu magaspeglun (29/11/21- 4/12/21) verður aðgerðin endurtekin og niðurstöður bornar saman ásamt því að ca. 200 reiðhestar verða skoðaðir og magaspeglaðir.
Til þess að hrossið geti tekið þátt í þessari rannsókn þarf það að vera fastandi í 15-16 klst. fyrir skoðunina. Einnig þurfum við leyfi frá eigendum hrossanna til að deyfa hrossin fyrir magaspeglunina.

Ef þú/þið hefur/hafið áhuga á að taka þátt í þessari rannsókn með okkur, þér/ykkur að kostnaðarlausu þá værum við mjög þakklátar og munum senda frekari upplýsingar um verkferlið ásamt leyfisbréfi sem eigendur þurfa að skrifa undir áður en rannsóknin hefst.

Magaspeglun:
Almenn heilsufarsskoðun er framkvæmd á hrossinu.
Hrossið er deyft með léttri deyfingu.
Glenna er sett upp í munn hestsins, eins og við tannröspun, til að verja búnaðinn. Slangan frá magaspeglunartækinu er þar næst þrædd ofan í maga í gegnum nefið. Skoðunin tekur að
jafnaði 15-20 min á hest.
Eftir deyfingu er ætlast til að hrossið fái frí út daginn.
Ef magasár finnst við skoðun, sem krefst meðhöndlunar, þarft þú sjálf/ur að hafa samband við þinn dýralækni, en við getum veitt viðkomandi dýralækni þær upplýsingar sem þarf til
meðhöndlunar.

Fróðleikur:
Hesturinn er grasæta og úti í náttúrunni er hann á beit í 16-18 tíma á dag. Hann er gerður til þess að borða trefjaríkt fóður og borðar lítið í einu. Hestar eru eina dýrategundin sem framleiðir stöðugt magasýru í maganum, ólíkt okkur mannfólki og öðrum dýrum þar sem að magasýrumyndun örvast t.d. þegar við finnum lykt af mat, hugsum um mat og þegar við byrjum að borða.
Magasár í hrossum myndast út af ertingu frá magasýrum. Það myndast ójafnvægi í hlutverki magaslímhimnunnar. Þar sem munnvatn hestsins inniheldur basa (bikarbonat) er það eina sem vegur upp á móti magasýrunni og heldur þar með jafnvægi á sýrustigi magans. Þegar hrossið tyggur myndast munnvatn. Því meira gróffóður, því meiri munnvatnsmyndun. Þar sem hestar á húsi hafa ekki frjálsan aðgang að fóðri og eru fastandi í lengri tíma en æskilegt er, þá kemur þetta ójafnvægi fram milli sýru og basa sem eykur hættuna á að hrossið þrói með sér magasár.
Of mikil sýra ertir slímhúðina í maganum og eyðileggur þar með vörn hennar og það myndast sár.

Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að eftirfarandi einkenni geta komið fram hjá hrossum með magasár:
-Minni matarlyst
-Verri líðan og þyngdartap
-Verri frammistaða
-Mattur feldur
-Breytt atferli (ósátt/ur/pirruð/pirraður/ekki sammvinnuþýð/ur)
-Neikvæð hegðun
-Niðurgangur
-Bítur í innréttingar
-Getur sýnt hrossasóttar einkenni

Það er mjög erfitt að greina magasár eingöngu með því að horfa á hestinn. Blóðprufur og saursýni gefa því miður engar ábendingar.
Til þess að fá endanlega greiningu á magasári þarf að framkvæma magaspeglun á hrossinu.

Ef þú/þið hafið áhuga og tök á þvi að taka þátt í þessari rannsókn með okkur værum við mjög þakklátar og biðjum ykkur um svara eftirfarandi spurningum til þess að við getum byrjað að undirbúa þetta ferli sem rannsóknin er.

Spurningar til tryppaeiganda:
Hvað reiknar þú/þið með mörgum hrossum í frumtamningu hjá þér/ykkur haustið 2021?

Hvenær er algengast að þú/þið hefjið frumtamningar að hausti til?

Hversu langt er frumtamningartímabilið hjá þér/ykkur?

Eru hrossin inná húsi eða úti á meðan frumtamningu stendur, þ.e.a.s koma bara inná hús nokkra klst. á dag á meðan tamningu stendur yfir?

Hvar á landinu ert þú/þið staðsett?

Spurningar til reiðhestaeiganda:
Hvenær reiknar þú/þið með að taka inn hesta?

Hvar á landinu ert þú/þið staðsett/ur?

Stefnt er að því að velja nokkrar staðsetningar á landinu þar sem skoðunin verður framkvæmd allt eftir áhuga á þátttöku og munu þær verða kynntar þegar nær dregur. Þátttakendur fá þá möguleika á að velja staðsetningu allt eftir hvað hentar best.
Vinsamlegast hafið samband við þetta netfang.

[email protected]

Kær kveðja
Úndína Ýr Þorgrímsdóttir

Address

Álftanes
Borgarnes
311

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hestamennska posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Hestamennska

Vefurinn Hestamennska er fjölmiðill um hestamennsku. Markmið vefsins er að fræða, veita góð ráð, birta viðtöl við hestamenn og leita upplýsinga um allt mögulegt sem snýr að hestum og hestamennsku. Við einbeitum okkur að vera miðill sem vandar til verka í efnisvali og ritstjórn, lesendum og hestamönnum til fróðleiks og skemmtunar. Vefurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Ritstjóri er Ásdís Haraldsdóttir og vefstjóri Axel Jón Fjeldsted.