05/04/2022
ENGLISH BELOW
Nýlega gaf Polarfonia Classics ehf. út tvöfaldan geisladisk þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur hljómsveitarverk og konserta eftir Jón Nordal. Tilefni útgáfunnar er 95 ára afmæli Jóns 2021.
Hljómsveitarstjórar eru: Petri Sakari, Bodhan Wodiczko og Jerzy Maksymiuk. Einleikarar eru: Jón Nordal - píanó, Bryndís Halla Gylfadóttir - selló, Elísabet Waage - harpa, Einar Jóhannesson - klarínett, Guðný Guðmundsdóttir - fiðla og Ásdís Valdimarsdóttir - víóla.
Kolbeinn Bjarnason fjallar ítarlega um tónlistina og ævi Jóns í 50 síðna fylgibók. Kolbeinn segir í lok textans. „Eftir ákafa leit æskuáranna fann hann sína leið í stuttu og hægferðugu meistaraverki fyrir litla hljómsveit. Þótt hann hafi fylgst gríðarlega vel með alls kyns straumum í tónlistinni á síðustu áratugum gætir þeirra lítið sem ekkert í tónlist hans. En hún er þó eins langt frá því að vera gamaldags og íhaldssöm og nokkur tónlist getur verið. Hún er samin af íhugulli alvöru, fullkomlega laus við sýnardmennsku og hégóma, hún á brýnt erindi við manninn og ristir djúp spor í huga þess sem hlustar af þeim næmleika sem tónlistin krefst.“
Gefin voru út 300 tölusett eintök sem eru fáanleg hjá útgefanda.
Diskurinn er fáanlegur í öllum metnaðarfullum tónlistaverslunum, hjá útgefanda og hjá flytanda.
A new release from Polarfonia Classics ehf. To celebrate composers Jón Nordal's 95th birthday, Iceland Symphony Orchestra performs orchestral works and concertos by Nordal.
Conductors are: Petri Sakari, Bodhan Wodiczko and Jerzy Maksymiuk.
Soloists are: Jón Nordal - piano, Bryndís Halla Gylfadóttir - cello, Elísabet Waage - harp, Einar Jóhannesson - klarinet, Guðný Guðmundsdóttir - violin og Ásdís Valdimarsdóttir - viola.
Two CDs are accompanied by a 50 page book where Kolbeinn Bjarnason writes about the works and the life of Nordal. At the end of his writing Bjarnason says. "After intensive searching in his youth, Nordal found his own way in a short slow masterpiece for small orchestra. Although he kept abreast og developments in contemporary music during the following decades, such influences can little be heard in his works. His music is, though, as far from being old fashioned or conservative as any music can be. Composed with meditative seriousness, completely free from showmanship or conceit of any kind, his music conveys an urgent message leaving a deep mark on the mind of the sensitive listener; his music demands such a listener."
This collectors edition is released in 300 numbered copies to be obtained from the publisher.