22/01/2023
Kæru vinir !
Fyrir nokkrum vikum ákváðum við afi að hefja okkar fyrstu skref í hlaðvarpsgerð og fékk þátturinn okkar nafnið "Sögustund með afa" Líkt og segir í lýsingu þáttarins "að þá er hér um að ræða spjall við Sigurð Ólafsson oftast kallaður Bíi.
Bíi er fæddur árið 1936 á Ísafirði. Hann kann ótal margar sögur um allt milli himins og jarðar. Hann keyrir um Ísafjörð á daginn og tekur ótrúlega fallegar myndir af umhverfinu, ásamt því að spjalla við vini, fjölskyldu og kunninga.
Magnaður maður sem gaman er að spjalla við og hlusta á."
Afi er mikill myndaáhugamaður og tekur hann ótal myndir nánast daglega sem við hin fáum að njóta. Þessi síða hér er hugsuð sem staður til láta ykkur vita af nýjum þáttum, jafnvel segja einhverjar sögur af honum hér og síðast en ekki síst að þá ætlum við að setja hér inn eitthvað af myndunum sem hann tekur, enda eru þær margar hverjar alveg ótrúlega fallegar :)
Við vonum að þið njótið með okkur og öllum er frjálst að koma inn á þessa síðu og láta aðra áhugasama vita af henni.
Hér má hlusta á fimmta þáttinn okkar en hann er sérlega áhugaverður :)
https://spotifyanchor-web.app.link/e/z761LOqPNwb